» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, janúar 31, 2003


Reykjavík, ó Reykjavík...

Skyldi maður komast suður í dag? Veðrið er nú ekkert sérstakt í dag...en hver veit kannski verður flogið seinnipartinn. Maður var búinn að plana að fara á Mania Express á Gauknum í kvöld og svo er auðvita skylda að mæta á þorrablótið hjá skyldfólkinu í bænum annað kvöld.

Síðasta helgi í borg óttans var góð, toppurinn var auðvitað ballið með Í svörtum fötum á Broadway. Það verður að viðurkennast að Í svörtum fötum er ein allra besta - ef ekki sú besta - ballhljómsveitin á Íslandi í dag. Nuff said.

Föstudagsgrín

Tveir kúrekar eru að ræða málin og berst talið að kynlífi og kynlífsstellingum.

"Uppáhaldið mitt er ródeó stellingin," segir annar kúrekinn.

"Nú, hvernig er hún?" spyr hinn.

"Maður fer sko aftan á hana í hundastellingunni. Gerir það í smá tíma þangað til hún er orðin æst, þá hallar maður sér fram og hvíslar að henni: "Systir þín fílar þessa stellingu líka." Svo reynir maður að halda sér á baki í 8 sekúndur..."

Spakmæli dagsins

"I do not try to dance better than anyone else.
I only try to dance better than myself."

- Mikhail Baryshnikov -


þriðjudagur, janúar 28, 2003


Einn góður

Eddi ákveður loksins að fara í frí. Hann bókar sig á skemmtiferðaskip um karabíska hafið og skemmtir sér alveg konunglega, þar til að skipið sekkur og honum skolar upp á nálæga eyðieyju, með ekkert sér til aðstoðar. Ekkert annað fólk, engar birgðir, ekkert... bara bananar og kókoshnetur.

Eftir um það bil fjóra mánuði, liggur hann á ströndinni að mygla úr leiðindum, þegar alveg gullfalleg kona kemur á árabát upp að ströndinni. Hissa spyr hann: "Hvaðan komst þú? Og hvernig komst þú hingað?"

"Ég réri frá hinum enda eyjarinnar," segir hún, "ég lenti þar þegar skemmtiferðaskipið sökk."

"Magnað," segir hann, "heppin varstu að finna þennan árabát óskemmdan."

"Ó, þetta?" segir hún. "Ég byggði hann bara úr efni sem ég fann á eyjunni. Árarnar eru úr Gúmmítré. Ég fléttaði botn úr pálmatrágreinum, en hliðarnar og stefnið tálgaði ég út úr Tröllatré."

"En, það er ómögulegt," stynur Eddi upp. "Þú hefur varla verið með nein verkfæri. Hvernig fórstu að?"

"Það var ekkert mál," segir konan. "Á suðurhluta eyjunnar berst óvenjuleg bergtegund niður með ánni. Ég komst að því, að ef ég hitaði bergið upp í ákveðið hitastig í brennsluofni, þá bráðnaði það niður í mjög meðfæranlegan málm sem ég gat notað til að smíða ýmis verkfæri." Eddi er orðlaus. "Róum yfir á minn helming eyjunnar," segir hún.

Eftir nokkrar mínútur af róðri, koma þau að lítilli bryggju. Þegar Eddi lítur upp eftir ströndinni, dettur hann nærri því úr bátnum. Frá bryggjunni er hellulagður gangstígur upp að fallegu einlyftu, bláu og hvítu einbýlishúsi. Á meðan konan bindur bátinn með heimavöfðum kaðli, gat Eddi ekki komið upp orði. Þegar þau ganga inn í húsið, segir konan ósköp hógvær: "Þetta er nú svo sem ekki mikið, en ég er farin að kalla það heimili. Sestu, má ekki bjóða þér drykk?"

"Nei, nei.. takk samt," segir hann, vandræðalega. "Get ekki hugsað mér að drekka meiri kókosmjólk í dag. "Þetta er ekki kókosmjólk," segir konan, "má ekki bjóða þér Pina Colada?"

Eddi reynir að fela hvað hann er gjörsamlega gáttaður og þiggur drykkinn. Þau setjast því næst niður og skiptast á sögum. Þegar farið er að svífa vel á þau af Pina Colada segir konan:

"Ég ætla að bregða mér í eitthvað þægilegra. Viltu ekki skreppa í sturtu og raka þig? Það er rakvél í baðherbergisskápnum uppi."

Eddi er hættur að spyrja, heldur fer bara beint upp. Í skápnum er haganlega smíðuð rakvél, með skaft úr beini og á beinið er búið að koma fyrir flugbeittum skeljum, sem snúast fyrir tilstilli seguls inni í skaftinu. "Vá," stynur hann, "þessi kona er mögnuð! Hvað næst?"

Þegar hann kemur niður aftur, tekur hún á móti honum í engu nema nærfötum saumuðum úr vínviðarblöðum, ilmandi af heimalöguðu ilmvatni sem minnir á ferskan sumarblæ. "Segðu mér," byrjar hún og færir sig grandi nær honum, "við höfum verið hérna í margar vikur. Ég er viss um að það er eitthvað sem þig langar virkilega að gera núna. Eitthvað sem þú hefur ekki getað gert lengi... þú veist..." Hún starir æsandi í augu hans.

Hann trúir ekki því sem hann er að heyra: "Þú meinar að...," hann kyngir spenntur, "ég geti tékkað á tölvupóstinum mínum?!"

Spakmæli dagsins

"Love is an attempt to change a piece of dream into reality."

- Theodor Reik -


mánudagur, janúar 27, 2003


Geðmundur Öldungur

Þegar ég kíkti - fyrir algera slysni - inn á heimasíðu aðdáendaklúbbs Manchester United á Íslandi sá að þar var vitnað í ágætan vin minn, Geðmund Öldung. Þar segir Geðmundur: "Forgangsatriðið skal vera að endurheimta Englandsmeistaratitilinn sem nú hefur tekið sér árs leyfi frá störfum sínum sem stofudjásn á Old Trafford." Ekki veit ég hvort Alex Ferguson, framkvæmdastjór Man.Utd. er honum sammála en það er ljóst að Man.Utd. menn munu halda með erkifjendum sínum frá Liverpool þegar sigursælasta knattspyrnulið Englands tekur á móti Arsenal á miðvikudaginn kemur.

Spakmæli dagsins

"One must still have chaos in oneself to be able to give birth to a dancing star."

- Friedrich Neitzsche -


föstudagur, janúar 24, 2003


Borg óttans

Þá er víst komið að því að skella sér í helgarferð til Reykjavíkur sem er betur þekkt sem borg óttans. Mér ber víst skylda til að mæta á þorrablót hjá Stúss annað kvöld, ætli maður verði ekki að drekka kjúklingana af mölina undir borðið og sýna þeim hvernig Vestfirðingar blóta þorrann. Á laugardaginn er stefnt á að skella sér á Lord of the Rings - Two Towers en það freistar samt að kíkja á Ice Ventura kvöldið á Gauknum þar sem DJ Garry White ætlar að spila geðveikt techno og trance fram eftir nóttu.


fimmtudagur, janúar 23, 2003


Made in USA

Bensi bróðir á dóttur sem er 17 ára, hún heitir Erna Gurrý og er núna að taka þátt í sinni annarri nemendamótssýningu í Verzló. Í ár sýnir Verzló söngleikinn Made in USA sem mig minnir að sé eftir Jón Gnarr. Ég stalst til að lesa handritið hjá henni í haust og ég verð að segja að mig dauðlangar að sjá þessa sýningu. Þessi mynd var tekin við upptöku myndbands úr söngleiknum, mér sýnist Erna Gurrý bara taka sig ágætlega út þarna...

E

Ég var að lesa ágætis pistil um neyslu á E-i og öðrum eiturlyfjum, ég verð að vera sammála höfundi hans um það að neysla eiturlyfja er stórhættuleg. Málið er ósköp einfalt - DÓP DREPUR. Ef dópið drepur fólk ekki í orðsins fyllstu merkingu þá er alltaf mjög mikil hætta á því að dópneysla "drepi" persónuleika fólks. Best er að geta sett sér það sem princip að prófa aldrei dóp - og standa við það.

Bloggari.is á Tilverunni í dag

Biggi bloggari.is komst á Tilveruna í dag þar sem mynd frá honum var sett inn, hátt í 2.500 manns hafa nú þegar séð myndina...spurningin er bara... hver á barminn góða á myndinni?

Spakmæli dagsins

"Experience is simply the name we give our mistakes."

- Oscar Wilde -

Sun Trader

Lýsisskipið Sun Trader lenti í vandræðum í höfninni í Bolungarvík í morgun og mátti engu muna að skipið strandaði í höfninni. Það var snarræði Reimar Vilmundarsonar á Sædísi ÍS sem kom í veg fyrir að illa færi í dag. Reimar er því maður dagsins í dag. Vefur Bæjarins Besta birti frétt um þennan atburð fyrr í dag og að sjálfsögðu birtust þar myndir frá mér með fréttinni.

Dís minna drauma?

CyberBabe


miðvikudagur, janúar 22, 2003


Spakmæli dagsins

"Who will, can; Who tries, does; and Who loves, lives."

- Anne McCaffrey -


mánudagur, janúar 20, 2003


Leikur kattarins að músinni

Það er ekki hægt að segja annað en að leikur Íslendinga og Ástrala á HM í handbolta í dag hafi verið leikur kattarins að músinni. Strákarnir okkar unn Ástrala 55 - 15, já við unnum Ástrali með 40 marka mun...geri aðrir betur. Þetta er líklega met hjá landsliðinu okkar. Maður skilur nú ekki hvað lið á borð við Ástralíu eru að gera í þessari keppni en svona er þetta nú samt.

Áfram Ísland!

Spakmæli dagsins

"One of the best, beautiful qualities in a true friendship is to be understood."

- Seneca -


sunnudagur, janúar 19, 2003


Spakmæli dagsins

"Slow down and enjoy life. It's not only the scenery you miss by going too fast - you also miss the sense of where you are going and why."

- Eddie Canto -

Ertu kynlífsfíkill?

Ef þú ert í einhverjum vafa um það hvort þú teljist til kynlífsfíkla skaltu taka þetta próf.

Playtime Pulling

Þetta er ágætis leikur, nafnið á honum segir allt sem segja þarf... here comes Playtime Pulling...

The Hangover Guy

Þetta er einn af þessum sunnudögum þar sem þynnkan er alls ráðandi...þið vitið hvernig þetta er en ég mæli með því að þið prufið The Hangover Guy.


föstudagur, janúar 17, 2003


Spakmæli dagsins

"Ideas are like rabbits.You get a couple and learn how to handle them, and pretty soon you have a dozen."

- John Steinbeck -

Tímamót í dag

Það má segja að föstudagurinn 17. janúar 2003 marki viss tímamót hjá mér, þetta er nefnilega fyrsti dagurinn sem ég labba í vinnuna frá því ég keypti Lexusinn. Það var bara svo leiðinlegt veður úti að ég nennti ekki að skafa af rúðunum og svo er maður ekkert mikið lengur að labba niður eftir heldur en að keyra.


fimmtudagur, janúar 16, 2003


Spakmæli dagsins

"Write injuries in sand, kindnesses in marble."

- French Proverb -


miðvikudagur, janúar 15, 2003


Ríkið á Ísafirði sækir í sig veðrið

Samkvæmt frétt á vef Bæjarins Besta hafa tekjur vínbúðarinnar á Ísafirði aukist á milli áranna 2001 og 2002. Hægt er að fullyrða að undirritaður á sinn þátt í aukinni veltu Ríkisins á Ísafirði...

Óveður á Vestfjörðum?

Mogginn heldur því fram að þessa stundina sé óveður á Vestfjörum, ég veit ekki hverjir eru heimildamenn Moggans í þessu máli en ég get allavega fullyrt að það er ekki óveður í Bolungarvík þessa stundina. Einhvern veginn hljómar staðhæfingin Mogginn lýgur aldrei dauflega í mínum eyrum í dag.

Spakmæli dagsins

" He that is good for making excuses is seldom good for anything else. "

- Benjamin Franklin -


þriðjudagur, janúar 14, 2003


Be Bigger & Better in Bed

Áhugasamir geta fræðst um Vig-Rx hér.

Spakmæli dagsins

"Have you ever noticed? Anybody going slower than you is an idiot, and anyone going faster than you is a maniac."

- George Carlin -

Erótískt letur

Það er merkilegt hvað fólki dettur í hug að gera á netinu - smá erótík í gangi hérna...


mánudagur, janúar 13, 2003


Upphaf eða endir?

Stjáni Sax geysist fram á ritvöllinn á vef Bæjarins besta í dag með grein sinni Upphaf eða endir? Skemmst er frá því að segja að Saxófónninn tekur Kremlverjann Sigurð Pétursson í nefið að sinni alkunnu snilld í greininni.

Spakmæli dagsins

"Three grand essentials to happiness in this life are something to do, something to love, and something to hope for."

- höfundur ókunnur -

Raver Bear

Engin spurning, það kom aldrei neitt annað til greina.

Raver%20Bear
Which Dysfunctional Care Bear Are You?

brought to you by Quizilla

Menningarleg helgi

Það er ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið frekar menningarleg hjá mér í þetta skiptið. Á laugardagskvöldið fór ég á snilldar gospeltónleika hjá Gospelkór Vestfjarða í Víkurbæ, það var svo rosaleg stemming í húsinu að þegar leið á tónleikana voru flest allir gestirnir risnir úr sætum og farnir að klappa og syngja með kórnum. Sunnudagurinn fór svo í kjörið á íþróttamanni ársins hér í Bolungarvík en við í íþrótta- og æskulýðsráði höfðum lagt mikið á okkur undanfarið við að undirbúa hófið. Íþróttamaður ársins í Bolungarvík var kjörinn Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson en hann hefur unnið það sér til tekna að hafa sigrað í öllum kajakmótum síðasta árs á Íslandi og er hann vel að titlinum kominn. Það er gaman að geta þess að nýráðinn bæjarstjóri okkar Bolvíkinga, Einar Pétursson, lýsti kjörinu á íþróttamanni ársins en þetta var einmitt hans fyrsta opinbera verk í starfi bæjarstjóra.

Casino

Samkvæmt frétt á Soccernet virðist sem einn dáðasti sonur íslensku þjóðarinnar, Eiður Smári Guðjohnsen, glími við spilafíkn. Eiður Smári er sagður hafa tapað 400 þúsund pundum (c.a. 50 milljónir íslenskar) á spilamennskunni síðustu fimm mánuði. Það er haft eftir drengnum að hann hafi byrjað að gambla vegna þess að honum leiddist svo í London - af hverju skellti hann sér ekki bara frekar í bíó?

Fatapókar

Nú er hægt að spila fatapóker frítt á netinu, check it out...

Ferrari Enzo

Ég hefði nú ekkert á móti því að eiga eitt stykki af þessum Ferrari.


sunnudagur, janúar 12, 2003


Spakmæli dagsins

"Happiness is like a cat. If you try to coax it or call it, it will avoid you. It will never come. But if you pay no attention to it and go about your business, you'll find it rubbing up against your legs and jumping into your lap."

- William Bennett -

Það nokkuð til í þessu, ekki satt?

You'll Never Walk Alone

Eins og glöggir lesendur þessa bloggs hafa tekið þá hef ég fjarlægt yfirlýsinguna "In Trance We Trust" úr hausi síðunnar. Ástæðan er alls ekki að ég hafi misst trúna á transinn heldur er ég nú með orðunum "You'll Never Walk Alone" að lýsa stuðningi mínum við sigursælasta fótboltafélag Englands - Liverpool FC - en liðið hefur gengið í gegnum mikið erfiðleikatímabil undanfarið og verðskuldar stuðning fylgismanna sinna..

The Lick á Broadway

Djamm.is mætti á Broadway til að taka myndir af partýi sem var haldið á vegum þáttarins The Lick á MTV. The Lick er þekkt fyrir að halda ein bestu R&B partý sem um getur enda er þátturinn með meistara Trever Nelson í broddi fylkingar en hann var m.a. valinn plötusnúður ársins á MOBO verðlaunahátíðinni árið 2000. Það ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá að njóta viðburða sem þessa og því ekki nema von að það hafi verið mikið stuð á Broadway...

Fleiri djamm-myndir

Það eru komnar myndir inn á Bloggari.is frá trúbbakvöldinu með Sigga Björns á Kaffi Ísafirði á föstudagskvöldið. Birgir náði þeim merka árangri að festa mig á filmu...eða tölvukubb réttara sagt. Ég er hér í góðum félagsskap með þeim mæðgum Ásgerði, Ásrúnu og Elmu Rún.


laugardagur, janúar 11, 2003


Einn góður...

A husband emerged from the bathroom naked and was climbing into bed
when his wife complained, as usual, "I have a headache."

"Perfect." her husband said.

"I was just in the bathroom powdering my penis with aspirin.

You can take it orally, or as a suppository, it's up to you."

Djamm-myndir

Það eru komnar myndir inn á Djamm.is frá ballinu með Short Notice á Kaffi Ísafirði (Bistro) síðastliðna helgi. Konni var með myndavélina á lofti og eins og sjá má á myndunum var góð stemming á ballinu. Ég og Ásrún skemmtum okkur allavega konunglega enda voru Einar Örn og félagar í hörkustuðu þetta kvöld.

Sjallinn og Bistró

Það var nú ekki upp á marga fiska skemmtanalífið á Ísafirði í nótt. Ég fór bæði á Sjallann og Bistró en það var eins og það vantaði talsvert upp á að almennileg stemming væri á stöðunum. Það mættu samt tveir ljósmyndarar á Bistró til að taka myndir af djamminu en það voru Konni sem tekur myndir fyrir Djamm.is og Birgir Þór sem birtir myndir á heimasíðu sinni Bloggari.is. Það er best að fylgjast með því á næstu dögum hvort maður sjáist á einhverjum myndum.


föstudagur, janúar 10, 2003


Bílnúmer

Pælið í hvað það væri vandræðilegt að verða með þetta bílnúmer, ekki nema von að eigandi hafi látið "I'm Not" límmiða fyrir framan það.

Siggi Björns í kvöld

Eftir að hafa unnið öll kvöld vikunnar þá finnst mér kominn tími til að slappa af og bregða undir mig betri fætinum. Ferðinni er nú samt ekki heitið lengra en inn á Ísafjörð því mér skilst að Siggi Björns ætli að trúbba á Kaffi Ísó í kvöld. Vona að ég geri ekkert af mér í kvöld, en hver veit...


fimmtudagur, janúar 09, 2003


Spakmæli dagsins

"Silent gratitude isn't much use to anyone."

- Gladys Berthe Stern -

Orð að sönnu.

Enn einn bíllinn

Hvernig væri að rúnta á þessum eðalvagni?

Ég fengi áfall...

...ef ég fengi svona háan reikning fyrir netnotkun. Það er eins gott að maður verslar við Snerpu en ekki Íslandssíma miðað við reynslu þessa netverja.

Önnur rúmensk raunasaga

Ég held að þetta sé eitt það sorglegasta sem nokkur kona getur lent í.


miðvikudagur, janúar 08, 2003


Penis explodes during sex

Það er nú ýmislegt sem gerist í rúmensku kynlífi samkvæmt þessari frétt.

B.t.w. þetta var ekki hann Raphael vinur okkar.

Spakmæli dagsins

"The question is not whether we will die, but how we will live."

- Joan Borysenko -

Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti

Mér var hugsað til þessara orða eftir að hafa lesið pistil lögfræðingsins Andra Óttarssonar á Deiglunni. Þar rifjar Andri upp prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi og talar um að ranglætið hafi þar sigrað. Það má vel vera að svo sé, ég er ekki dómbær á það. En hitt er annað mál að það er erfitt að sjá hvert réttlætið er í málinu.

Er það réttlætið að ógilda prófkjörið og stilla listanum upp óháð úrslitum prófkjörsins? Á kostnað hvers/hverra á það þá að vera?

Er það réttlætið að sá sem fékk flest atkvæði í 1. sætið, Sturla Böðvarsson, fái feitt djobb í Ameríku og að Vilhjálmur Egilsson taki að sér forystuna í kjördæminu í hans stað?

Er það réttlætið að þeir menn sem fengu víðtækastan stuðning í prófkjörinu og lentu í 2. og 3. sæti, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson, víkji úr sætum sínum til að koma Vilhjálmi Egilssyni að fyrir ofan sig á listanum? Eða er það réttlætið að annar hvor Einaranna verði sendur í útlegð?

Er það réttlætið að Guðjón Guðmundsson, Skagamaðurinn sem var sakaður um að hafa komið nærri hinu umtalaða prófkjörssvindli, víkji úr 4. sætinu svo Vilhjálmur Egilsson komist nú kannski inn á þing? Eða er það réttlætið að Guðjón fái eitthvað sætt embætti í útlöndum að launum fyrir að hætta þingmennsku?

Eða er það kannski réttlætið, þegar öllu er á botninn hvolft, að úrslit prófkjörsins standi og menn sætti sig við orðinn hlut?

Í mínum huga er það stundum þannig að það er ekkert réttlæti til, í þessu tilviki gerðu menn alvarleg mistök við framkvæmd prófkjörsins og þar við situr. Ég tel að allir þeir möguleikar sem eru í boði til að bæta fyrir það sem miður fór í prófkjörinu leiði til verri niðurstöðu heldur en ef ekkert er að gert. Ég tel því að í þessu ákveðna máli sé réttlætið verra en ranglætið.

Að lokum vil ég minnast á lokaorðin í pistli Andra þar sem hann segir að "réttlætið sigri ekki alltaf að lokum", Andri er úr stétt lögfræðinga og ætti því að vita það manna best að það eru orð að sönnu.


þriðjudagur, janúar 07, 2003


Dauðalistinn styttist

Enn styttist dauðalistinn minn yfir bloggara, Anna Sigga hefur vaknað úr dvala og er farin að blogga aftur. Nú er bara að bíða og sjá hvort Einar Örn, Valdimar Víðis eða jafnvel Betarokk fari ekki að blogga aftur.

Fullnæging um víða veröld

Fæst orð bera minnstu ábyrgð - bannað innan 18.

Heimska dagsins

"Whenever I watch TV and see those poor starving kids all over the world, I can't help but cry. I mean I'd love to be skinny like that but not with all those flies and death and stuff"

- Mariah Carey -

Það er greinilegt að það vantar eitthvað í þessa annars ágætu söngkonu... maður lætur ekki hafa svona lagað eftir sér.

Kreppa

Spakmæli dagsins fjalla um kreppu eða hættuástand.

"When written in Chinese, the word 'crisis' is composed of two characters - one represents danger, and the other represents opportunity."

- Saul David Alinsky -

Getur verið að kreppa samanstandi af hættu (e. danger) og tækifærum (e. opportunity)? Eða eru Kínverjar kannski að segja okkur að í kreppuástandi geti falist aukin tækifæri?

Ný tölva

Nýja vinnutölvan mín er loksins komin vestur og mun ég vafalaust eyða seinni part dagsins í að tengja hana og setja upp öll helstu forritin sem ég þarf að nota. Þetta er nú bara önnur tölvan sem ég fæ á einu ári, ekki slæmt að vera alltaf með nýjan vélbúnað í vinnunni.

Ást í boltanum?

Það má velta því fyrir sér hvort Berkovic (nr. 14) sé heitur fyrir Sami Hyypia (nr. 4). Dæmi nú hver fyrir sig.


mánudagur, janúar 06, 2003


Álfabrennan í Bolungarvík

Stundum er maður svo upptekinn af því að vera að leika sér í tölvunni að maður gleymir jafn ómissandi hlut og því að mæta á álfabrennuna. Sú var raunin með mig í kvöld og ég verð að viðurkenna að ég sé mikið eftir því að hafa ekki mætt því flugeldasýningin var mjög flott í ár. Ég sá reyndar flugeldasýninguna vel út um gluggann hjá mér en það jafnast ekkert á við að vera á álfabrennunni sjálfri og fá stemminguna beint í æð.

Bílar og búnaður

Það væri ekki amalegt að eiga eitt stykki Rolls-Royce, hvað skyldi svona gripur kosta eiginlega?

Ég hef undanfarið verið veikur fyrir bílum sem heita Lexus, ég verð að segja að þessi Lexus SC 430 Pace Car er frekar flottur.

Stundum er eins og græjur í bílum séu jafnvel dýrari heldur en bíllinn sjálfur, hvernig væri að vera með þetta hátalarasett í skottinu hjá sér? Það er líka spurning hvar maður eigi að koma golfsettinu fyrir?

Þetta er nokkuð sem mig langar að setja í bílinn minn, myndin segir meira en þúsund orð.

Hætt(ur) að blogga?

Það virðist sem það sé komið í tísku að birta yfirlýsingar á heimasíðum sínum um að fólk sé hætt að blogga. Í framhaldinu fær viðkomandi bloggari venjulega viðbrögð frá lesendum sínum þar sem hann/hún er grátbeðin(n) um að halda áfram að blogga. Bloggarinn bregst þá oft við með þeim hætti að hann/hún dregur aðeins í land og segist bara vera hætt(ur) að blogga um einkalíf sitt en lofar að halda áfram að skrifa um mál almenns efnis. Um slíkt er reyndar ekkert nema gott að segja því einkalíf fólks er jú einkalíf þess. Hitt er annað mál að ef fólk ætlar sér að hætta að blogga fyrir fullt og allt, þá er að mínu mati heppilegast að að sleppa því að birta yfirlýsingu um endalok bloggferilsins og einfaldlega hætta að uppfæra heimasíðuna.

Ég vil að lokum biðja hana Rut (a.k.a. Ruttla) afsökunar á því að hafa gefið í skyn að bloggsíðan hennar væri óvirk, ég meinti ekkert illt með þessu og vona að hún haldi sínu striki í framtíðinni.

Hamingjan fundin!

Þó einhver kunni að halda að ég hafi fundið þá einu réttu í lífinu þá verð ég að viðurkenna að svo er ekki. En hitt er annað mál að vísindamenn segjast nú hafa komist að því hvað veldur hamingju. Vísindamennirnir hafa komist að því að hamingjan felst ekki í einstökum atriðum eins og sannri ást, peningum eða góðu starfi heldur er svarið er að finna í eftirfarandi formúlu:

Hamingja = P + (5xT) + (3xÆ)

þar sem
P stendur fyrir "Persónulegum einkennum einstaklingsins." Hvert er viðhorf hans til lífsins, hver er aðlögunarhæfni hans og seigla.
T táknar "Tilveru" og fjallar um heilsu, fjárhag og vinahóp einstaklingsins.
Æ stendur svo fyrir "Æðri þarfir" einstaklingsins. Sjálfsálit, væntingar, metnað og húmor.

Vísindamennirnir láta þátttakendur svara spurningum um alla þessa þætti og gefa þeim einkunn eftir svörum. Þeir sem fá 100 stig eru hamingjusamir. Það væri gaman að fá að taka þetta "próf" og komast að því hvort maður sé í raun eins hamingjusamur og maður heldur.

Holdgervingur sannleikans árið 2002


„Já ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári. Það er alveg ljóst.“
- Ingibjörg Sólrún í RÚV á kosninganótt síðasta vor.

Spakmæli dagsins

"Dream as if you'll live forever.
Live as if you'll die today."

- James Dean -

Hver er besti leiðtoginn?

Þeir á tilverunni eru með könnun í gangi um það hver sé besti leiðtoginn í íslenskum stjórnmálum. Endilega takið þátt.


sunnudagur, janúar 05, 2003


Afsakanir fræga fólksins

Fræga fólkið reynir oft að verja gjörðir sínar með furðulegum afsökunum, tökum nokkur dæmi:

''All I needed was, like, five hours' sleep.''
Mariah Carey, on her hospitalization for ''exhaustion'' last year

''Crack is cheap. I make too much money to use crack. Crack is wack.''
Whitney Houston, on why crack was absent from the otherwise lengthy list of drugs she admitted to having used

''I made a terrible mistake. I got caught up in the excitement of the moment. I would never intentionally endanger the lives of my children.''
Michael Jackson, apologizing for dangling his baby outside a Berlin hotel window, several stories above a crowd of fans on the street

''I was told that I should shoplift. The director said I should try it out.''
Saks Fifth Avenue guard Colleen Rainey, testifying during Winona Ryder's trial, quoting the actress' explanation that she was preparing for a movie role

Það má finna fleiri afsakanir af þessum toga hér.

Hvaða teiknimyndavondukall er ég?

Svar: Shan Yu úr Mulan.


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?

Bloggerinn kominn í lag!

Það var rétt sem Sjonni sagði að vandræðin með uppfærslurnar á blogginu myndu leysast af sjálfu sér. Allt virðist vera komið í lag hjá mér en gamlar færslur virðast þó hafa gufað upp.

Píkupopp og ræflarokk

Ég var að rekast á ansi merkilega umræðu um útvarpsstöðina FM957 og tónlistina sem þar er spiluð. Merkilegt hvað fólk tekur tónlistarsmekk alvarlega og lætur stór orð falla í hita leiksins.

Loksins kominn heim

Þá er maður loksins kominn heim af djamminu í kvöld. Fór fyrst á rúntinn með Ásrúnu en við fórum svo á Kaffi Ísafjörð á ball með Short Notice. Ballið var alveg í lagi miðað við aðstæður, þ.e. fyrsta helgi eftir áramót, allavega var himinn og haf á milli Bistró og Sjallans í kvöld því þar var algjört messufall. Eftir ball var farið í partý í Víkinni og svo aftur í annað partý inn á Ísó og svo aftur út í Vík. Nóg komið í bili...zzzzz


laugardagur, janúar 04, 2003


Short Notice

Ásrún var að biðja mig að koma með sér inn á Ísafjörð því hana langar að fara á Short Notice á Kaffi Ísó í kvöld. Ég verð víst að verða við því en ætla mér að vera edrú í þetta skiptið... ég verð sem sagt driver í kvöld.

Vandræði með "Bloggerinn"

Það virðist sem það séu einhver vandræði með þetta árans blogg-kerfi sem maður er að notast við. Nýjar uppfærslur birtast hreinlega ekki á síðunni... ég held að þetta sé vegna þess að það hafi verið of lítið verið skrifað inn á hana að undanförnu.

Ég kem alltaf aftur...

Það er skammarlegt að vita til þess að hafa ekki skrifað stakt orð inn á bloggið sitt í heila viku en undanfarnir dagar hafa farið í að hreinsa upp gamlar syndir eins og t.d. að koma skipulagi á geisladiskasafnið og mp3-skrárnar á harða disknum. Helstu niðurstöður eftir tiltektina voru að geisladiskarnir eru 915 talsins og mp3-skrárnar eru á sjötta þúsund eða rúmlega 33 gígabæti. Þeir sem nota P2P forritið SoulSeek geta notið þessa merka tónlistarsafns sem fer stækkandi dag frá degi.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3