» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, október 31, 2003


Idolið

Ég hélt ekki með neinum sérstökum í Idol í kvöld, ákvað bara fyrirfram að velja flottustu stelpuna... nei nei bara smá djók. Ég valdi þann þáttakanda sem mér fannst syngja best, það var ein stelpa sem stóð upp úr hvað söng snertir og ég kaus hana. Hún var síðust á svið og mig minnir að hún hafi heitið Sesselía... hún varð líka sigurvegari kvöldsins með um 30% atkvæða. Ég veit ekki hvað maður á að segja um Jóhönnu Völu sem var í öðru sæti, hún syngur ekki vel en er skemmtileg og komst líklega áfram á karakternum og attitúdinu.

Megrun

Ég væri alveg til í að fara í megrun ef mér væru boðnar þessar 260 milljónir...

The Crying Game

Mér finnst þetta vera nasty hjá Sky sjónvarpsstöðinni...

Fyrir ári síðan...

Núna um helgina er eitt ár liðið frá einni viðburðaríkustu skemmtun sem haldin hefur verið í Bolungarvík síðustu árin. Ég er auðvitað að tala um "Árshátíð Lions" sem var haldin laugardaginn 2. nóvember 2002. Það muna allir eftir þessu djammi, Ómar Ragnarsson fór á kostum í hlutverki veislustjóra, hljómsveitin Spútnik tryllti lýðinn á ballinu og svo sauð upp úr öllu saman. Sumir slógust, aðrir drukku of mikið og svo er sagt að einhverjir hafi ratað í vitlaust rúm eftir ball. Ég skemmti mér vel þetta kvöld og væri til í að endurtaka leikinn.

Eva flutt...

...af fólki.is yfir á Blogspot (því þar er betra að vera)...

Álagningin komin

Í dag fengu fyrirtæki álagningarseðlana sína, en það sem kemur fram á þeim er m.a. afrakstur vinnu minnar síðustu mánuðina, skv. Bæjarins Besta eru nokkur vestfirsk fyrirtæki sem þurfa að "slatta" í skatta í ár.

Idol í kvöld

Þá er komið að öðrum þætti af fjórum í 32 manna úrslitum í Idol stjörnuleitinni. Í kvöld munu 8 þáttakendur keppa um tvö laus sæti í 8 manna úrslitum keppninnar. Ég er ekki viss um hvern ég eigi að kjósa í kvöld, eruð þið með einhverjar uppástungur?

Pervert-ismi

Á döfinni hjá Rut í dag er bara ein tilkynning... "Enginn er verri þótt hann sé perri" ... þetta minnir mig bara á ákveðið atvik í Sjallanum á síðustu helgi... af hverju náðist ekki mynd af því? ;)

Einn góður...

Íslensk hjón röltu inn á á málverkasýningu í Nútímalistasafninu í Glasgow. Þau staðnæmdust við eitt málverkanna sem þau botnuðu ekkert í. Verkið sýndi 3 kolsvarta og kviknakta karlmenn sitjandi á bekk í almenningsgarði. Það sem vakti mesta undrun þeirra var að svarti maðurinn í miðið var með skærbleikt tippi en hin tvö voru svört.

Safnvörður veitti hjónunum athygli og gerði sér grein fyrir því að þau voru að velta fyrir sér merkingu verksins. Hann hélt nærri korters-fyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu á hinn kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í hvítu samfélagi. Og bætti því við að ,,sá bleiki" væri jafnframt vísbending um sérstöðu hommans á meðal karlmanna.

Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og snúið sér að öðum sýningargestum gaf sig skoskur maður á tal við hjónin og spurði hvort þau vildu vita hvað þetta verk táknaði? Þau spurðu hvers vegna hann ætti að geta skýrt það betur en safnvörðurinn?

Vegna þess að ég er höfundur verksins", sagði hann. Í raun og veru Eru þetta ekki svertingjar – þetta eru einfaldlega 3 skoskir kolanámumenn. Eini munurinn á þeim er sá að þessi í miðjunni skrapp heim í matartímanum!

Flöskudagur

Þá er hinn vikulega flöskudagur runninn upp, það var kuldalegt úti þegar ég skreið fram úr rúminu í morgun, ég þurfti meira að segja að skafa af rúðunum á bílnum í morgun.

...I just can't wait for Saturday...

TIËSTO

Annað árið í röð hefur hinn guðdómlegi DJ Tiësto verið valinn plötusnúður ársins hjá DJ Magazine. Another Day At The Office sýndi manni hve mikils metinn Tiësto er en ég bíð í ofvæni eftir Tiësto - In Concert, þá fær maður að sjá hve mikill snillingur DJ Tiësto er í raun og veru.


fimmtudagur, október 30, 2003


Einkatímar

Ég er aftur byrjaður að miðla af þekkingu minni á sviði viðskiptafræðinnar, var áðan með einkatíma í skattskilum. Þetta er einhver áfangi sem er verið að kenna í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri, skítlétt fyrir mig en það skemmtilegasta við verkefni í skattskilum er lokasetningin (sem stendur í öllum þeirra)

Við úrlausn verkefnisins skal lágmarka skattstofna

Heilsubær eða Latibær

Ef þú býrð í Heilsubænum er upplagt að hlusta á þessa útvarpsstöð... þetta bjargar mér alveg í vinnunni þegar ekkert stemmir hjá mér...

...lag þetta gerir mig óðan...

Flottur bíll

Ég elska flotta bíla...

Sitt af hverju tagi

Það hafa nokkrir aðilar linkað á Víkara.is í dag, mér finnst það eiginlega bara nokkuð merkilegt því síðan er bara á þróunarstigi. Það er t.d. ekkert búið að hanna útlitið á síðunni, í hausnum á síðunni stendum bara "Gott kaffi ehf. - vefur í vinnslu". Ástæðan fyrir því er bara að heimasíðan keyrir á vefumsjónarkerfi sem er frá Jónatani Einarssyni í Góðu kaffi ehf., ég er að vona að ég og Jónatan getum farið að setjast niður og farið að vinna eitthvað í útliti vefsins. Ég lofa því allavega að hún verður ekki svona hrá og ljót lengi.

Það var einn maður að biðja um að það yrði linkað á heimasíðuna hans því hann vill auka heimsóknafjöldann hjá sér næsta sólarhringinn... ég veit ekki hvort hann býður upp á erótískt nudd en það má allavega skoða yfir 9 þúsund ljósmyndir á vefnum hans.

Saddur

Það er merkilegt hvað matur getur haft góð áhrif á mann, ég fékk mér einn hamborgara hjá Geira á Shell í hádeginu og núna er ég allt annar maður... er meira að segja hættur að vera pirraður út í stofnanir...

Pirringur

Ég er pirraður út í opinberar stofnanir í dag...

Draumaferðin?

Mig langar sko í þessa ferð... 5 dagar, gist á Britannia Adelphi í miðborg Liverpool, tveir leikir á Anfield, góður tími til djamma og gera jólainnkaupin...


miðvikudagur, október 29, 2003


DPChallenge

Ég kíki stöku sinnum inn á heimasíðu sem heitir DPChallenge, þar fara fram ljósmyndakeppnir og sú skemmtilega staða er á síðunni núna að það eru 3 íslenskar myndir í verðlaunasætum.

Myndin "In The Spotlight" (arnit) varð í 3. sæti í keppninni "Lighting", myndin "You are never alone" (Dufus) varð í 2. sæti í keppninni "All Alone" og myndin "One moment in time" (heida) sigraði í sömu keppni.

Eru Íslendingar kannski bara góðir ljósmyndarar?

Reynslusaga?

Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo hann fer til læknis. Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera nema að hann sé tilbúinn að prófa ilraunaaðgegð. Hann spyr hvernig aðgerð það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum:
"Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og vonum það besta."
Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnalega, en tilhugsunin við að geta aldrei stundað kynlíf framar verður yfirsterkari. Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni í því tilefni út að borða. Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans. Hann ákveður að renna aðeins niður klaufinni til að losa um hann.
Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar. Kærastan hans gapir orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: "Vá, geturðu gert þetta aftur?"

"Já örugglega," segir gaurinn eldrauður í framan, "en ég er ekki viss um að það komist önnur kínarúlla upp í rassinn á mér."

Brainstorming

Ég eyddi hádeginu á hugarflugsfundi á ritstjórnarskrifstofu Víkara.is. Það skutu margar hugmyndir upp kollinum á fundinum en næsta skref er að grandskoða hverja og eina þeirra og koma þeim bestu í framkvæmd hið fyrsta... en núna er tímabært að fara að snúa sér að vinnuni...

Edrú-ismi

Ásrún heimsótti mig í vinnuna í kvöld og bað mig um að reyna ekki að draga sig á fyllerí á næstu helgi. Ég held ég geti ekki annað en orðið við þessari beiðni, það er bara fínt að vera edrú um helgar. Ég ætla sem sagt að vera bara rólegur á næstu helgi.

Vinnan

Ég var ótrúlega duglegur í vinnunni í dag og kvöld, það er líka þörf á því að ég standi mig vel þessa dagana því ég er að fara í "sumarfrí" í næstu viku og þá vil ég vera búinn að klára öll verkefnin sem liggja fyrir.


þriðjudagur, október 28, 2003


Reiði

Ég verð alltaf reiður þegar ég heyri af svona málum, hvaða brenglun er það sem fær menn til að misnota saklaus börn?

Myndir af FM-djamminu

Ég held að afmælisbarn gærdagsins, hinn tvítugi Birgir Þór Halldórsson sem er oftast kenndur við vefsvæðið bloggari.is, hafi ekki náð mynd af mér á djamminu um helgina. Það er ekki sömu sögu að segja af djammdrottningunni Ásrúnu sem virðist iðulega fanga athygli ísfirskra ljósmyndara. En af þessari mynd að dæma þá veit ég loksins hver á myndavélina sem ég fann á náttborðinu mínu á sunnudagsmorguninn. Ég ætti líklega að fara að skila vélinni, hugsa að Ásrún sé farin að sakna hennar.

Netvandræði

Ég er búinn að vera í vinnuni í allt kvöld og netið þar var að gera mig brjálaðann, ég neyddist meira að segja til að vinna eitthvað því ég gat ekki leikið mér neitt á netinu. Þetta var kannski aðeins of gróft en ég komst allavega ekki inn á blogger.com þannig að ég gat ekkert bloggað.


mánudagur, október 27, 2003


Víkari.is

Samkvæmt ISNIC var lénið vikari.is skráð í dag. Eigandi vikari.is er auðvitað sá sem þetta skrifar.

Eins og sjá má er vikari.is ennþá á frumstigi en ég vonast til þess að eitthver mynd komist á vefinn á næstu vikum. Allar ábendingar um útlit og innihald síðunnar eru vel þegnar... mailið þeim bara á mig á base@snerpa.is eða base@mi.is

100 ár

Ég vildi bara minna á að Benedikt Elís Bachmann Jónsson hefði orðið 100 ára á morgun.


sunnudagur, október 26, 2003


Bolvíkingur í heimsfréttunum

Ísmaðurinn frá Bolungarvík, Sigurður Pétursson, er búinn að komast í heimsfréttirnar fyrir að hafa drepið hákarl með berum höndum. Greinilega Bol-víkingur þar á ferð.

Dópaðir fótboltamenn

Ég hélt að íþróttamenn ættu að hafa vit á því að láta dópið vera... einn á kóki og annar á alsælu...

Sjokk

Ég fékk vægt sjokk í dag, mamma tilkynnti mér nefnilega að dóttir bróður míns væri ein af gógó gellunum sem ferðast um landið með Kalla Lú og Love Guru. Ég hugsaði bara með mér... var ég svona rosalega fullur í gærkvöldi að ég þekkti ekki frænku mína dansandi upp á sviði í Sjallanum... og svo það sem var ennþá verra... varð hún vitni af því að sjá mig blindfullan og ruglaðan á djamminu... þar fór hugmyndin um að ég væri einhver fyrirmynd í fjölskyldunni.

Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta og ákvað að hringja í bróður minn, án þess að spyrja beint út í málið þá komst ég að því að það væri rétt að Erna væri að dansa með Kalla Lú og Love Guru. En mér til mikills léttis þá fékk ég það á hreint að hún var ekki á Ísafirði um helgina...

En eftir 2 vikur verða Kalli Lú og Love Guru á Akureyri og þar verður Erna að dansa... væri ekki bara tilvalið að skella sér norður þá helgina...

Djammmyndir

Ég var að skoða myndir frá Papa-ballinu í Sjallanum á síðustu helgi (já ég veit að ég skrópaði) og sá að Katrín mætti á ball, rétt eins og Ívar og Ebba var á barnum.

Svo er bara að bíða eftir myndunum af FM-djamminu á Ísó í gær... þar sem ég var á eyrunum...

Phat Base!

Þetta FM-djamm var bara alveg ágætt, ég er kominn heim og sé rúmið mitt í hyllingum. Hitti margt skemmtilegt fólk í Sjallanum í kvöld, þ.á.m. Mugison, Ástu Maríu og Rut. Ég skemmti mér vel í kvöld og eyddi eiginlega öllu kvöldinu á dansgólfinu... I Love To Dance.. en ekki hvað?

...að lokum... smávegis frá einum Ísfirðing um einn Bolvíking...


laugardagur, október 25, 2003


Riggarobb

Nú verður ekki aftur snúið... ég er byrjaður á búsinu... og Paparnir komnir í græjurnar... ég ætla að taka þessa tvo Papa-diska mína með í partý í kvöld... búinn með tvö skot og einn Smirnoff Ice..

Kalli Lú og Þórður þreytti

Það er nú þegar búið að bjóða mér í tvö partý í kvöld og því er alveg öruggt að maður mætir á djammið í kvöld. Það virðist vera ágætis stemming fyrir Kalla Lú og Love Guru í kvöld ólíkt því sem Ásta María segir um gærkvöldið.

Launahækkanir

Ég frétti af því í kvöld að í dag hefði verið einhver sérstakur dagur þar sem mælst var til þess að konur færu fram á að fá launahækkanir. Hvenær skyldi koma sambærilegur dagur fyrir karla? Eða var kannski mælst til þess að karlarnir myndu nota daginn til að fá launin sín lækkuð? Ef fólk vill fara fram á að fá hærri laun þá á það ekki að nota kynferði sitt sem ástæðu, það væri eins og að ég myndi óska eftir því að fá launahækkun vegna þess að ég væri karlmaður. Maður fer fram á að fá hærri laun vegna þess að maður telur að framlegðin af vinnu manns sé að aukast. Það er að mínu mati eini raunhæfi mælikvarðinn á það hvað þú átt að fá borgað fyrir vinnuna, þ.e. hverju er vinnan þín að skila til fyrirtækisins (eða stofnunarinnar).

Að gefnu tilefni vil ég líka taka það fram að ég er ekki að tala gegn því að konur og karlar fái jafnt borgað fyrir vinnu sína.

Kalli var sigurvegari kvöldsins

Ég stökk hæð mína í loft upp (trúlegt eða þannig) þegar það var ljóst að Kalli hefði unnið í fyrsta hópnum í 32 manna úrslitum í Idol stjörnuleitinni í kvöld. Hann hlaut 41% atkvæða í kvöld en Anna varð önnur með 37%, mér fannst þau bæði eiga fyllilega skilið að komast áfram þó þau hefðu ekki sýnt sínar bestu hliðar í kvöld. Það var líka gaman að sjá að 2 af 3 efstu keppendunum í kvöld hafa búið í Bolungarvík...ekki að það skipti neinu sérstöku máli...


föstudagur, október 24, 2003


Fánadegi frestað...

...og ég sem ætlaði að mæta í fullum skrúða á Fánadag Liverpool-klúbbsins á Ísafirði á sunnudaginn. Vonandi finnst góður dagur fyrir annan fánadag hér vestra.

Ég - þú - heim að ríða!

Einhvern veginn svona hljómaði pick-up línan hjá einum dreng í Skagafirðinum. Ekki fer mörgum sögum af árangrinum en þó veit ég að þetta bar árangur í einhver skipti.

En það virðist sem einhver sem ég þekki sé farinn að hafa áhyggjur af því að ég nái mér ekki í rekkjunaut þessa helgina því mér barst linkur á þessa heimasíðu fyrr í dag. Ég nennti nú ekki einu sinni að lesa þetta en held að þetta séu leiðbeiningar um hvernig maður eigi að ná sér í bólfélaga.

Og talandi um bólfélagana, þá var ég á Landsþingi UMFÍ á Sauðárkróki á síðustu helgi. Á sunnudeginum steig þar í pontu einn fundarmanna og tilkynnti þingheim að ég hefði ekki náð að fjölga Bolvíkingum nóttina áður. Þá sökk ég heldur betur niður í sætið og óskaði þess að ég hefði ekki mætt á fundinn.

Idol í kvöld

Fyrsti þátturinn af fjórum í Idol stjörnuleitinni verður í kvöld. Þá keppa átta þáttakendur innbyrðis og munu tveir af þeim komast áfram í keppninni. Áhorfendur fá líka að taka þátt í að ráða örlögum keppenda í kvöld. Til að hafa áhrif getum við sem sagt hringt í númerið 900 20xx eða sent SMS í númerið 1918.

Ég mun að sjálfsögðu styðja Kalla í kvöld... og ég vænti þess að þið gerið slíkt hið sama. Þannig að dagskipunin frá mér er að:
- Hringja í símanúmerið 900 2005 eða
- senda skilaboðin Idol 5 í símanúmerið 1918

Lén

Þá fer að koma að því að maður verði orðinn sinn eigin lénsherra því ég sótti um mitt eigið lén í dag. Það á svo eftir að koma í ljós hvaða lén er um að ræða og hvers lags efni verður á nýju heimasíðunni minni... en þið þurfið að fylla mig til að ná einhverju upp úr mér um málið...

Snilld frá Leoncie

Þessi texti á að vera úr laginu "Ást á pöbbnum" með indverskur prinsessunni Leoncie. Mér finnst þetta gargandi snilld, afar rómantískur texti...

Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

Ouch!

Það getur stundum tekið á að vera dómari...

Þorsti

Ég er þyrstur í dag og ætla í ríkið í hádeginu til að tryggja að ég muni svala þorsta mínum um helgina.


fimmtudagur, október 23, 2003


Fido Dido

Þetta er cool

...fíkn er fjötur...

já, svo sannarlega... enda get ég ekki sleppt því að fara í golf í dag... vinnan verður bara að bíða til kvöldsins...

Flaskan mín fríð...

Ég er sammála því að það hefði átt að ganga a.m.k. einu skrefi lengra í breytingum á áfengislöggjöfinni en lagt er til í þessu frumvarpi.

Myndir af djamminu

Friðhelgi einkalífsins og myndatökur af gestum skemmtistaða... hvað segja lögin um málið?

Kröfuharðar konur

Alltaf gaman að lesa svona kynlífsfréttir.

Á þetta að vera fyndið?

Anna systir sendi mér þennan brandara í morgun... ég held að þetta sé eitthvert skot á mig hjá henni...

Viðskiptafræðingur einn hafði keypt sér glænýjan BMW og gat ekki beðið eftir að sýna félögum sínum gripinn.

Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna sína kemur trukkur á fullri ferð og rífur hurðina af bílnum.

Viðskiptafræðingurinn stekkur út og öskrar NEEEIIIII!

Hann vissi að sama hversu góður viðgerðarmaður reyndi að gera við bílinn þá myndi hann aldrei verða jafn góður aftur.

Loks kom löggan og viðskiptafræðingurinn hljóp að henni og öskraði HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BMWinum MÍNUM!!!

"Þú ert viðskiptafræðingur er það ekki" sagði löggan.

"Jú, hvernig vissir þú það" svaraði viðskiptafræðingurinn.

"Ja, það er nú bara það að þið viðskiptafræðingar eruð svo uppteknir af veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég þori að veðja að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig vinstri hendina".

Viðskiptafræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði "NEEEEIII! ROLEX ÚRIÐ MITT!!!"

3.0

Nýji diskurinn frá Safri Duo heitir 3.0 og er hreint frábær...

...svo má ekki gleyma að Linda og co í Milk Inc eru að gefa út nýjan disk sem heitir "Closer"... engin snilld en Linda er bara alltaf svo sæt og sexy...

Magnað

Eru þetta ekki sjálfsögð þægindi?

...passar einmitt inn í draumahúsið mitt...


miðvikudagur, október 22, 2003


Ef karlar hefðu brjóst...

...eða er þetta kannski einn af "feðrum framtíðarinnar"?

Hmmm...

Ég ætlaði að fara inn á heimasíðu gamla enskukennarans míns, Guðjóns Ólafssonar, og tékka á bröndurunum sem hann var eitt sinn að dæla inn á netið. En núna eru brandararnir horfnir og einhver hundasíða komin í staðinn. Þar rakst ég á eftirfarandi setningu sem mér finnst vera ansi skondin...

"Athugið, bæði eistu rakka skulu vera af eðlilegri stærð og rétt staðsett í pungnum."

Djamm um helgina?

Það er spurning um að skella sér út á lífið um helgina, það eina sem ég veit að er um að vera er að DJ Kalli Lú og Love Guru verða í Sjallanum ásamt sveittum og sexý gógó gellum... hljómar afar vel...

Veit einhver um gott partý um helgina?

...helltu í glasið aftur...

Ég styð að þetta frumvarp verði að lögum... ég vil reyndar ganga lengra en þetta frumvarp gerir en þetta er allavega fyrsta skrefið í átt að meira frelsi við kaup á áfengi.

Sálin lengi lifi

Gagntekinn

Það er dýrt að skulda

skóli + skuldir = vinna eða vanskil

Var manni ekki kennt það í gamla daga að gera bara það í fjármálunum sem Homo Economicus myndi gera...

11. des í Höllinni?

Ég ætla rétt að vona að þessi orðrómur eigi við rök að styðjast. Hvort sem það yrði 11. eða 15. desember þá myndi ég að sjálfsögðu mæta á tónleika með MUSE í Höllinni.

Test

Ég elska þessi test...

Just Send The Bottle Back

A man enters his favorite ritzy restaurant and while sitting at his regular table, he notices a gorgeous woman sitting all alone at a nearby table.

He calls the waiter over and asks for their most expensive bottle of Champagne to be sent over to her, knowing that, if she accepts it, she is his.

The waiter gets the bottle and quickly brings it over to the woman, saying this is from the gentleman over there. She looks at the wine and sends a note over to the man.

Her note reads:
"For me to accept this bottle, you need to have a Mercedes in your garage, a million dollars in the bank, and seven inches in your pants."

The man, after reading her note, chuckles, and sends a note of his own back to her.

His note reads:
"Just so you know, I happen to have a Ferrari Testarosa, a BMW 850, and a
Mercedes 600 SL, in my garage. I have over twenty five million dollars in the bank. But, not even for a woman as beautiful as you, would I cut three inches off.

JUST SEND THE BOTTLE BACK."
[o] - [o] - [o] - [o] - [o] - [o] - [o] - [o]


þriðjudagur, október 21, 2003


Kjaftasögur

Ég er búinn að vera þögull sem gröfin um ævintýri helgarinnar og eru samstarfskonur mínar farnar að gerast æði forvitnar um hvað ég gerði af mér á Króknum um helgina. Kjaftasögur eru komnar á kreik um meinta kvennsemi mína í garð skagfirskra stúlkna, en ég svara engu og finnst bara gaman að halda smá dulúð í kringum ferðina. Það er mörgum spurningum ósvarað... af hverju fór ég ekki á Papaballið á Akureyri... af hverju svaraði ég aldrei í símann um helgina... en ég mun þegja eins lengi og þörf krefur.


mánudagur, október 20, 2003


MUSE til Íslands?

Maður er búinn að vera heyra einhverja kjaftasögu um að MUSE sé á leiðinni að halda tónleika á Íslandi. Ég vildi að það væri eitthvað til í þessu.

Kr. 2.729

Þetta partý-skattur STEFs. Þetta er lágmarks fjárhæðin sem þú ert skyldug(ur) til að greiða til STEFs í hvert sinn sem þú býður fólki til samkvæmis - þ.e. ef tónlist er spiluð í partýinu, hvort sem hún er spiluð af tónlistarmönnum eða af geisladiskum eða plötum. Þennan skatt þarftu að greiða í hvert skipti sem þú heldur partý - og þú þarft að tilkynna partýið til STEFs fyrirfram (og greiða gjaldið) því annars máttu búast við því að greiða sekt til STEFs.

Er STEF ekki enn einu sinni farið að ganga of langt í skattlagningu sinni?

Mánudagur ;)

A lady about 8 months pregnant got on a bus. She noticed the man opposite her was smiling at her. She immediately moved to another seat. This time the smile turned into a grin, so she moved again.

The man seemed more amused. When on the fourth move, the man burst out laughing, she complained to the driver and he had the man arrested.

The case came up in court. The judge asked the man (about 20 years old) what he had to say for himself.

The man replied, "Well your Honor, it was like this: When the lady got on the bus, I couldn't help but notice her condition. She sat under a sweets sign that said, "The Double Mint Twins are Coming" and I grinned.

Then she moved and sat under a sign that said, "Logan's Liniment will reduce the swelling", and I had to smile. Then she placed herself under a deodorant sign that said, "William's Big Stick Did the Trick", and I could hardly contain myself.

BUT, your Honor, when she moved the fourth time and sat under a sign that said, "Goodyear Rubber could have prevented this Accident".. I just lost it."

Enskukennsla

F-orðið o.fl.

Þvílík helgi

Var að koma heim eftir ævintýri helgarinnar.

Þetta var rafmagnað þing á Króknum um helgina og margar erfiðar ákvarðanir teknir sem munu hafa áhrif á íþróttalíf í landinu næstu árin.

Það eru líka til margar sögur af djammi helgarinnar...ég segi bara eitt... það var lítið sofið um helgina...


föstudagur, október 17, 2003


Helgarfrí

Þá er best að koma sér af stað norður í land... heyrumst eftir helgina... eða sjáumst um helgina...

KiSS

DVD spilari sem spilar DivX... ekki slæm hugmynd að fjárfesta í einum svona.

Óvinsældir

Þessi Liverpool maður er greinilega óvinsæll, fyrst lendir hann í skotárás og svo er Bimminn hans sprengdur í loft upp.

Mannanöfn

Ég rakst á þessa skemmtilegu síðu þegar ég var að lesa bloggið hennar Örnu Láru. Og hvað skyldu nú nöfnin manns þýða?

Baldur

Nafn þetta kemur frá samnefndum guði úr norrænni goðafræði sem kallaður var "hinn hvíti áss". Það er er samsett úr forliðnum "Bald" sem merkir djarfur og viðskeytinu "ur".

Nafnið merkir höfðingi, fyrirmaður eða hugrakkur, djarfur

Smári

Nafn þetta er fengið af jurtaheitinu smári.

Ég sætti mig alveg við þetta. Annars heiti ég eftir frænda mínum sem lést rétt áður en ég fæddist. En sagan á bakvið nafnið "Baldur Smári" er sú að rétt áður en þessi frændi minn fæddist þá dreymdi mömmu hans draum. Í draumnum komu til hennar fjórir menn sem höfðu farist á bát sem hét Baldur. Nafnið varð því Baldur Smári, sem er nafnið á bátnum og skírskotun í fjögurra laufa smára.


fimmtudagur, október 16, 2003


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur

Það er nokkuð til í þessum ummælum. En ég var allavega að hjálpa systur minni að flytja í dag og það er alveg ótrúlega leiðinlegt verk sem einhver verður jú að vinna.

Ég er alveg búinn að sjá það að maður á ekkert að vera að safna að sér veraldlegum hlutum, þeir verða bara að vandamálum þegar maður þarf að flytja. Svo eru þungir og illmeðfærilegir hlutir óæskilegir. Ekki er verra að húsið sé bara á einni hæð - jarðhæð.

Annars er húsið sem systir mín er að flytja í frekar flott. Húsið er t.d. einkar vel hannað með tilliti til partýhalds, það væri m.a. hægt að setja upp lítið diskótek með góðu dansgólfi í kjallaranum - ef vilji væri fyrir hendi. Svo er líka gufubað og fleira kúl í þessu húsi. Ég væri eiginlega alveg til í að kaupa þetta hús... það er bara aðeins og stórt fyrir mig eins og staðan er hjá mér í dag.

Fundagleði

Ég er að drukkna í fundahöldum þessa dagana. Í gærkvöldi var það stjórnarfundur í GBO, í kvöld var stjórnarfundur í fulltrúaráðinu, um helgina er sambandsþing UMFÍ á Sauðárkróki og á sunnudaginn er ég líka boðaður á fund í kjördæmisráðinu... sem er líka á Króknum. Ég þarf eflaust að flakka á milli húsa til að geta verið á báðum fundunum. Í næstu viku er svo fundur í fulltrúaráðinu, þá tekur við fjármálaráðstefna ÍSÍ, svo ársþing GSÍ, aðalfundur GBO og formannafundur ÍSÍ. Þar fyrir utan þarf ég líklega að efna formannsskyldur mínar og halda fundi í HSB og Mími auk þess að mæta á Lions fundi, nefndafundi hjá bænum og e.t.v. einhverja bæjarstjórnarfundi.

Ég held ég sé búinn að láta plata mig út í alltof mikið félagsstarf, fyrir utan að ég er eiginlega alltaf í vinnunni eða á golfvellinum... en svona er það að vera ungur og einhleypur á framabraut.

Sálin

Getur verið að þessi frábæra hljómsveit sé orðin 15 ára?

Hey kanína... kondí partý...

Sálin... beztir á balli!

Fótbolti og konur

Já, ef ensku fótboltaliðin væru konur...

Sagan

Smá upprifjun á því sem maður lærði í sögu í gamla daga...

Dýrt að keyra hratt...

Það getur verið dýrt að keyra hratt... sérstaklega ef ferðin endar á öðrum bíl...

Helgin framundan

Nú er víst komið að því að maður bregði sér norður í land, á morgun held ég til Sauðárkróks þar sem ég mun fara á UMFÍ-þing. Mér er sagt að maður sé ekkert svakalega lengi að keyra til Akureyrar frá Sauðárkróki þannig að ég vonast til að geta mætt á ball með Pöpunum á laugardagskvöldið.

Hraði

Það væri æðislegt að vera með þannan hraða á nettengingunni hjá sér... bara 5,44 gígabitar á sekúndu.


miðvikudagur, október 15, 2003


Golf-fíknin

Ég ætla að koma mér út á golfvöll og taka einn hring með Grími... ég nenni ekki að hanga lengur inni á þessari skrifstofu í dag.

Blankur

Það er eins og það séu einhver blankheit í blogginu hjá manni þessa dagana...

...samdi samt grunn að einu lagi í gærkvöldi en á eftir að fullklára það.

Tónsmíðar

Það er margt sem leynist á harða disknum í tölvunni hjá mér. Ég var að rekast á 5 lög sem ég samdi og tók upp á árunum frá 1999-2001. Ég held ég ætti að fara að semja tónlist aftur því ég var bara nokkuð efnilegur í tónsmíðunum.


þriðjudagur, október 14, 2003


100

Það eru ansi margir búnir að gera 100 atriða lista um sig, ég er ekki enn búinn að búa einn slíkan til um mig. En hvernig listi á þetta að vera? 100 atriði sem þú vilt vita um mig? 100 atriði sem þú vilt ekki vita um mig? 100 atriði sem skipta máli um mig? 100 atriði sem skipta engu máli um mig? Á að vera eitthvað sannleikskorn í þetta eða á þetta að vera hrein og bein lygi?

Tíuþúsundogþrjátíuogsjö

Ég held að þetta sé dagur númer 10.037 í mínu lífi þannig að 7. september 2003 var 10 þúsundasti dagur lífs míns... þann dag hélt ég upp á með því að fara á ball með Sálinni á Broadway... sem var mjög gaman...

Keppnisbann

Það er fróðlegt að kíkja yfir listann yfir þau íþróttafélög sem eru komin í keppnisbann hjá ÍSÍ, þar á meðal eru vinir okkar í Deiglunni og svo Ungmennafélagið Vorblóm.

You're the one for me, You're my ecstasy, You're the one I need

Could It Be I'm Falling In Love?


mánudagur, október 13, 2003


Kinky körfubolti...

Hvað er eiginlega í gangi hérna? Þetta minnir mig bara á myndina sem ég náði af honum Grími í golfinu um daginn...

...það er líka gott að menn geti verið vinir í hafnarbolta...

Victoria hættir við að gefa út disk

Ég skil vel að David Beckham sé feginn því að konan hans sé hætt við að gefa út nýjan geisladisk, málið er að þó Victoria sé stór glæsileg kona þá eru hæfileikar hennar á tónlistarsviðinu ekki upp á marga fiska. Það gæti líka vel verið að þessi ákvörðun eigi eftir að bjarga fleiri hjónaböndum en þeirra tveggja.

The prize of falling in love

If only I had one more chance to change my life today, that I would never let you go...

All my friends keep tellin' me that I should leave you for a while
So you must show your love to me and tell me what you feel
I tought that even you, had feelings for me too... I know I was wrong
And baby when you care, that I will be there by your side

And now I'm stand here alone in the dark without you
There's nothing more that I would like to be with you
I close my eyes but I can stop thinking of you...
And now I stand here alone in the dark without you


Þessi texti er auðvitað úr laginu "Alone" með Lasgo, þetta er svona break-up lag...

...hvert er uppáhalds break-up lagið ykkar?

Exploding Cell Phones

Ýmislegt getur gerst með þessa gemsa, t.d. geta þeir sprungið upp úr þurru. Eða réttara sagt eru það batterýin sem springa, en um er að ræða Lithium-ion batterý sem geta sprungið ef þau ofhitna.

Hraðasta lag í heimi

Samkvæmt heimsmetabók Guiness er lagið "Thousand" með Moby hraðasta lag í heimi. Thousand er 1.015 bpm eða 1.015 slög á mínútu, til viðmiðunar þá er meðal Scooter-lag 140-160 bpm. Sem sagt, þokkalega hratt lag... eina sem ég get sagt er Oh Yeah!


sunnudagur, október 12, 2003


Blogg

Bixter er margt til lista lagt... skemmtilegt og vel skrifað blogg..

Enski boltinn og hjátrú

Það er ótrúlegt hvað maður getur oft verið vitlaus í sambandi við enska boltann. Ég er t.d. orðinn frekar hjátrúarfullur með ýmislegt í kringum leiki Liverpool. Ég verð helst alltaf að vera í hvíta varabúningnum þegar ég er að horfa á leiki því þá vinnu Liverpool yfirleitt, svo má Flumbri ekki horfa á leikina með mér því það er ávísun á tap, ég er búinn að gefast upp á því að horfa á leiki heima hjá Stjána Wonder því ég man ekki eftir því að Liverpool hafi unnið leik þegar ég hef horft á leiki hjá honum. Svona mætti lengi telja. En þessi hvíti Liverpool-búningur hefur líka reynst mér happadrjúgur í golfinu því ég spila aldrei betur en þegar ég er í honum, svo þarf ég að vera með GBO derhúfuna mína og svo eitt það mikilvægasta... ég skil gemsann eftir í bílnum.

Kojufyllerí

Alltaf er jafn gaman af svona löguðu...

Helgarferð

Langar einhverjum að skella sér norður í land með mér á næstu helgi? Í boði er m.a. frí hótelgisting og veitingar. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við mig í síma 690-1222 eða með því að senda e-mail á base@snerpa.is

Gott ball?

Doddi hringdi í mig í nótt og sagðist vera á balli með "Í svörtum fötum" í Sjallanum, ég held að hann hafi bara verið að hringja í mig til að ég gæti svekkt mig á því að vera ekki staddur fyrir norðan. Honum fannst ballið víst gott og skemmti sér vel... ég var hins vegar hinn rólegasti í gærkvöldi og afrekaði að vera edrú aðra helgina í röð.

Bíll fyrir konur

Með sérhönnuðu mælaborði til að mæta þörfum kvenna.


laugardagur, október 11, 2003


Free, Gay & Happy

Það er víst hægt að sjá ýmislegt á því hvað þú drekkur... maður á t.d. að vera GAY ef maður drekkur Smirnoff Ice... spurning um að einbeita sér að strákunum í kvöld...

Nói Albínói

Það kom mér ekkert á óvart hvað Nói Albínói fékk mörg verðlaun á Eddu-hátíðinni í kvöld því myndin er hrein snilld

Maus og Skytturnar

Eftir allt saman fór ég á Skrallið í Súðavík. Ég lét undan miklum hópþrýstingi og mætti galvaskur á svæðið í fylgd 3 yngismeyja.

Ég verð að segja að Maus er ekki góð ballhljómsveit en kannski fannst mér þeir ekki nógu góðir því ég var allsgáður á ballinu.

Svo var það bruninn fyrr í kvöld, ég skil ekki hvað bb.is er að tala um að slökkvilið Ísafjarðar hafi verið kallað of seint út, það hefði ekki skipt máli þótt það hefðu verið 10 slökkvibílar á staðnum, húsið hefði alltað brunnið. Það sem gerði gæfumuninn var að húsið var rifið í sundur til að hindra útbreiðslu eldsins.

Hérna eiga myndirnar frá brunanum að vera... plís látið mig vita ef linkurinn virkar ekki hjá ykkur.


föstudagur, október 10, 2003


FIRE

Það logaði glatt í gamla trésmíðaverkstæði JFE áðan. Ég tók nokkrar myndir af slökkvistörfum og munu þær birtast hérna seinna í kvöld. En þangað til er ég með eina mynd sem ég tók með gemsanum mínum rétt eftir að slökkviliðið mætti á vettvang.

Listinn

Ég veit ekki hvort ég myndi nenna að skrifa svona lista. Ég held samt að ég hefði gott af því.

Ekkert skrall í kvöld...

...hjá mér. Eftir langa umhugsun ákvað ég að fara ekki á Skrallið í Súðavík í kvöld. Í 1. lagi er ástæðan sú að ég þarf að vinna í kvöld, í 2. lagi er ég of gamall til að djamma með menntskælingum og í 3. lagi er Grímur að spá í að halda sitt árlega golfmót á morgun og þá er betra að mæta allsgáður... sérstaklega ef maður ætlar að verja titilinn frá því í fyrra.

Íþróttahátíð

Er íþróttahátíð í bænum eða hvað?

Við segjum öll Áfram Víkarar! er það ekki?

Svall í sumarbústað

Svona er víst ungdómurinn í dag.

Fyrir stelpurnar...

Jæja, nú getið þið pantað ykkur eiginmann...

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður...

Nákvæmlega svona leið mér í gærkvöldi þegar Landssíminn bauð okkur Vestfirðingum upp á sjónvarpslaust fimmtudagskvöld. Þetta var einhvers konar flashback frá því maður var krakki þegar fimmtudagur voru sjónvarpslausir. Í gamla daga var mér sagt að það hafi verið til þess að fólk fengi næði til að búa til börn. Nú er bara að bíða og sjá hvort það verði ekki óvenjulega mikið um barneignir eftir 9 mánuði.

Þó það skipti mig litlu máli þessa dagana hvort það sé hægt að horfa á sjónvarp eða ekki þá fannst mér öllu verra að GSM samband datt niður og það sem verst var... ég komst ekki á internetið því netsamband Vestfirðinga við umheiminn var horfið.

Og allt var þetta einni lítilli hagamús að kenna.

En nú er maður kominn í samband aftur og ég ætla rétt að vona að sjónvarpið verði í lagi á morgun því þá er landsleikur Íslands og Þýskalands í fótbolta á dagskrá.


fimmtudagur, október 09, 2003


What Time Is Love?

Hver man ekki eftir smellum á borð við "3 AM Eternal", "Justified and Ancient", "Last Train to Trancentral" eða "America: What Time Is Love?" Ég býst við því að flestir hafi ekki hugmynd um hvað ég er að tala um en þetta eru allt lög úr smiðju Bill Drummond og félaga í KLF en þeir gerðu garðinn frægann á rave-tímabilinu á frá 1991-1993.

Nú ætlar Bill Drummond að grafa 20.000 pund (2,6 millur) í jörð á Íslandi... í þágu listarinnar.

Eyjafréttir viðurkenna mistök

Einhvern veginn ber ég ekki mikið traust til þessa fréttamiðils eftir að hafa lesið þessa afsökunarbeiðni.

Ég get bætt því við að blaðamaður Fréttablaðsins hringdi í mig í hádeginu og spurði mig álits á þessum vinnubrögðum Eyjafrétta. Ég sagði honum að Eyjafréttir færu með rangt mál og ef ég væri blaðamaður þá hefði ég mér aldrei dottið í huga að láta svona vitleysu frá mér.

Staðreyndir um vestfirska smábátaútgerð

Fiskveiðiárið 1996/1997.

Handfærabátar: 100
Þorskaflahámarksbátar: 93
Samtals: 193 smábátar

Eyjafréttir töldu 37 smábáta á sama tíma.

Til gamans má geta þess að á þessum tíma voru 13 þorskaflahámarksbátar gerðir út frá Suðureyri og höfðu þeir 926 tonna þorskkvóta. Sömu bátar gátu sótt frjálst í aðrar fisktegundir auk þess sem þeim var frjálst að leigja til sín þorkskvóta að vild.

Heimild: Sjávarfréttir 96/97

Sumum er ekki viðbjargandi...

Þessi frétt birtist á vef Eyjafrétta í Vestmannaeyjum í gær. Ég vissi nú að Eyjamenn væru miklir gárungar og gefnir fyrir vitleysu af ýmsu tagi, en það er ótrúlegt að þeir skuli leggjast jafn lágt í skítinn og þeir gera í þessari frétt. Málið er að þessi frétt byggir á ósannindum og þ.a.l. er ekkert að marka þær ályktanir sem af henni eru dregnar - ef þú byggir málflutning á röngum forsendum þá geturðu aldrei dregið gagnlegar ályktanir af honum. Það fyrsta sem ég rakst á í fréttinni var að enginn einasti smábátur á að hafa verið gerður út frá Suðureyri árið 1997... ég er með gögn frá Fiskistofu í höndunum sem segja að fiskveiðiárið 1996/1997 hafi smábátar landað rúmlega 3.700 tonnum af fiski á Suðureyri... þetta er með ólíkindum og enn ótrúlegra er að fréttamiðlar á borð við mbl.is og bb.is hafa étið fréttina beint upp eftir Eyjafréttum.

Ferðahugur

Það lítur allt út fyrir að ég neyðist til að fara norður eftir rúma viku. Þar með gefst Norðlendingum kærkomið tækifæri til njóta nærveru minnar.

Top Secret

Ég var að horfa á þessa óborganlegu kvikmynd. Það eru svo mörg æðisleg atriði í þessari mynd, t.d. atriðið með The Anal Intruder og svo atriðið þegar kálfurinn reynir að drekka "mjólkina" úr "spenanum", já og auðvitað má heldur ekki gleyma nautinu sem sér þennnan líka girnilega afturenda...


miðvikudagur, október 08, 2003


Áfram Ísland!

Íslenska þjóðin er lengi búin að bíða eftir þessu magnaða stuðningslagi...

Dans og kynlíf

Það er margt merkilegt sem stelpurnar sem ég vinn með taka til umræðu í kaffitímanum. Í dag var verið að ræða um hvernig hægt væri að sjá hvort karlmenn væru góðir í rúminu. Ég veit ekki hvort þær voru að tala af eigin reynslu en þær voru sammála um að frammistaða karla á dansgólfinu segði mikið til um getu þeirra á öðrum sviðum...

Niðurstaðan var sem sagt þessi:
Ef kallinn er nothæfur á dansgólfinu... þá er hægt að nota hann í rúminu.

Nú skil ég hvað Sister Sledge voru að meina í laginu "He's The Greatest Dancer" þegar þær sungu...

Oh... what... wow ! He's the greatest dancer
Oh... what... wow ! That I've ever seen...
The champion of dance
His moves would put you in a trance
And he never leaves the disco alone
Það er svo bara spurning hvort það sama eigi við um hitt kynið...

So Damn Beautiful

You can admire in that girl
She's so.. damn.. beautiful

Smá skítkast

Mig hefur alltaf langað til að kasta skít í STEF

Samsæriskenningar

Hvað gerðist raunverulega 11. september 2001?

Rússnesk auglýsing

Hvað er Evran eiginlega að gera við Dollarann á þessari mynd?Rússarnir hafa greinilega ágætis skopskyn.

...svo er smá aukalega ein gömul frétt frá Rússlandi... Man accidentally saws penis into six pieces


þriðjudagur, október 07, 2003


;-)

Flottur Lexus

Verið prúð og góð...

...í skólanum, annars gæti þetta hent ykkur....

Jailhouse Rock?

Asnaleg lög geta komið BMX í steininn....

R.I.P.

Það er greinilega hættulegt að vera í boltanum...

Silfur Egils aftur á skjáinn

Nú er komin ærin ástæða til að fá sér áskrift að Stöð 2 því Siflur Egils mun verða á dagskrá Stöðvar 2 í vetur.

Skussi?

Það gæti reynst Rio Ferdinald dýrt að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf um daginn því hann gæti átt yfir höfði sér allt að 2 ára leikbann. Það er dýrt að skrópa í lyfjapróf því það jafngildir því að hafa fallið á lyfjaprófinu... sem sagt - tæknilegt fall á lyfjaprófi.

Less Talk More Action

Ég get ekki sofnað vegna þess að ég er með þetta snilldar lag á heilanum...

Kvennafótbolti

Það gerist ýmislegt skemmtilegt í kvennafótboltanum...


mánudagur, október 06, 2003


Hláturinn lengir lífið...

Einn laufléttur fyrir femínistana...

Eitt sinn stóð gömul kona á gangbraut, en græni karlinn var búinn að koma 101 sinni en konan fór ekki yfir. Svo allt í einu segir hún: Hvenær kemur eiginlega að okkur konunum?

Holtið

Langar þig út að borða á Hótel Holt?

Skotinn í rassinn?

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég las þessa frétt. Það ætlar ekki af okkur Liverpool-mönnum að ganga þessa dagana og nú virðist meiðslalisti félagsins vera að lengjast enn meira.

Sigurvin í ham...

...og hefur margt á hornum sér á netspjalli bb.is í dag. Það er spurning hvort maður eigi sjálfur að leggja orð í belg...

Mánudagur

Ég þoli ekki mánudaga.

Brainwashed

Ég veit ekki hvort þið kannist við lagið Loneliness með Tomcraft en það hljómar einhvern veginn Happiness seems to be loneliness.. Tomcraft er núna að gefa út nýtt lag sem heitir Brainwashed (Call Me) og er það bara nokkuð gott. En um hvað skyldi textinn nú fjalla í þetta skiptið? Tomcraft segir sjálfur “It’s about two lesbian lovers talking to each other as they are about have sex.”


sunnudagur, október 05, 2003


Af helginni...

Gaui pönkari fór á Sjallann á föstudaginn... hann var ekkert alltof hress þegar ég vakti hann á laugardaginn til að horfa á fótbolta...Einar Örn var í banastuði um helgina... rétt eins og Vignir... því miður er engin mynd af mér í þetta skiptið enda held ég að Biggi hafi ekki verið að taka myndir þegar ég fór á djammið í gærkvöldi.

Algebra

Smá dæmi fyrir ykkur að leysa...

Fyrir ofan strik: Kvaðradrótin af a í 5. veldi + kvaðradrótin af a í 3. veldi
Fyrir neðan strik: Kvaðradrótin af a í 7. veldi - kvaðradrótin af a í 3. veldi.

Hvert er rétta svarið?

The Final Countdown

Jæja, Europe og Duran Duran eru á leiðinni í tónleikarferðir og nýjar plötur eru víst á leiðinni... Hvernig væri að fá þessar fornfrægu hljómsveitir til að trylla hinn íslenska æskulýð í Höllinni okkar?

Skrallið

Sumum þykir greinilega gaman að djamma með mér og er strax farið að panta mig á Skrallið á næstu helgi. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, að biðja mann að koma á eitthver djamm með viku fyrirvara. En er ég ekki orðinn of gamall fyrir Skrallið?

Driver

Ég bauð mig fram til að vera driver í gærkvöldi... góðverk kvöldsins var því að keyra 2 manneskjum inn á Ísó og taka 3 tilbaka eftir ball. Ég fór auðvitað á Einar Örn sem var að spila í Sjallanum, það skemmtilegasta við trúbadorinn Einar Örn er að hann er með mjög fjölbreytt lagaval. Hann spilar mikið af íslenskum lögum og svo inn í milli heyrast lög eins og t.d. Creep að því ógleymdu að hann á það til að taka lög úr smiðju Metallicu. Ferðin út í Vík eftir ball var skrautleg... einn farþeginn hafði greinilega drukkið aðeins of mikið um kvöldið og þurfti að kasta upp á miðri Óshlíðinni, ég rétt náði að stoppa bílinn áður en "farþeginn" skreytti nánasta umhverfi sitt með restinni af því sem hann hafði látið ofan í sig fyrr um kvöldið.


laugardagur, október 04, 2003


Are You Ready For Love?

Frekar erfið spurning, en í augnablikinu er svarið nei - einfaldlega vegna þess að ég hef ekki tíma fyrir ást.

Bláedrú

Var bláedrú í gærkvöldi, vann til hálf eitt í nótt og fór þá heim í tölvuna áður en ég lagðist til hvílu. Frétti svo af því að ég hefði misst af því þegar Svenni sannsögli lenti í útistöðum við dyraverði með þeim afleiðingum að hann var dreginn á brott af vörðum laganna.

Hárgreiðslur...

...knattspyrnumanna...

Bjórkælir

Spurning um að fá sér einn svona bjórkæli...

Áfengisdauði

Hefurðu einhvern tímann drukkið svo mikið áfengi að þú hefur verið svo steindauð(ur) að það er ekkert í heiminum sem getur vakið þig?

Sumir dauðir menn eiga greinilega vini með gott skopskyn....


föstudagur, október 03, 2003


McBomberson

Djöfulli er hann Rögnvaldur "McBomberson" Magnússon spekingslegur á þessari mynd...

Nói Albínói

Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd þá mæli ég með því að þið gerið það sem fyrst því þetta er frábær mynd. Nói Albínói er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og er tilnefnd til 11 Eddu-verðlauna. Fyrir utan að myndin hefur fengið fjölmörg verðlaun á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum erlendis.

Flöskudagur

En engin flaskan verður samt keypt í dag... ég geri ekki ráð fyrir miklu djammi þessa helgina en ég á reyndar til pela af Captain Morgan ef einhvað freistandi verður um að vera um helgina.

Súpersex

Það er til kynlíf, það er til gott kynlíf - og svo er til súpersex.


Skrópasýki

Það er orðið dýrt að skrópa í skólann í Bretlandi

Mynda blogg

Írafár í lauginni að taka upp myndband og eyðileggja hljómborðið hans Guffa...

Kannanir

Þar er ekki spurning að Ísland kemst á EM samkvæmt ómarktækri könnun minni. 71% aðspurðra taldi að Ísland kæmist á EM2004 en aðeins 29% voru á annari skoðun.

Nú spyr ég skemmtilegrar spurningar...

Hver finnst þér að eigi að vera hámarkshraði á nýju vegunum í Ísafjarðardjúpi?

Endilega segið skoðun ykkar á málinu. Mín skoðun er sú að það eigi að leyfa allt að 110 km/klst hámarkshraða á nýjum tvíbreiðum vegum með bundnu slitlagi, en þannig eru einmitt nýju vegirnir í Djúpinu.

Orgasm

<< Fullnæging >>

Strumparnir

>> The Lost Episode << og svo er alltaf betra að hafa hljóðið á...

Useless informations

Eitt það allra fyrsta sem birtist á vefnum, hún var síðast uppfærð "Tue, 13 Nov 1990 15:17:00 GMT "

Konur og húsverkin.

Nú er farið að lifna yfir netspjallinu á bb.is, þetta er algjör snilld...


fimmtudagur, október 02, 2003


Shut Up

Shut Up & Sleep With Me...Come On Why Don't You Sleep With Me...

Algjör klassík

Innivinna

Mikið er nú gott að vinna á skrifstofu í dag því það er skítaveður úti.

Alfa Romeo

Mig langar í þennan bíl... og kannski eitthvað fleira á myndinni.

>> Fleiri myndir <<

Sexiest Gamer

Vote!

Ill Mitch

Rússneskur rappari... Fight For Your Right....To Party

Super Greg

Þessi DJ á örugglega eftir að meika það...

Heimilisstörfin í Deiglunni

Það er eitthvað líkt með Grétari sem straujar skyrtur á Snæfellsjökli og þessum snjóbrettakappa sem straujar af miklum eldmóð í frönsku Ölpunum.


miðvikudagur, október 01, 2003


Ferilskrá

Það er spurning hvort maður eigi að búa sér til ferilskrá eins og Anna Sigga, bara svona upp á gamanið.

Afmælisbarn dagsins

Liverpool.is er 4 ára í dag... You'll Never Walk Alone... Til hamingju Poollarar!

Hmmm...

"Ég held að eitthvað alvarlegt ami að mér", sagði Guðmundur við lækninn sinn.
"Annað eistað á mér er orðið blátt á litinn"
Læknirinn skoðaði Guðmund vandlega og komst að þeirri niðurstöðu að það yrði að fjarlægja eistað? til að bjarga lífi hans. Læknirinn var þó góða stund að sannfæra Guðmund um nauðsyn þess. Tveimur vikum eftir aðgerðina kom Guðmundur aftur og sagði skelfdur við lækninn að nú væri hitt eistað orðið blátt.
"Við neyðumst til að nema það í burtu líka", sagði læknirinn alvarlegur á svip.
"Annars getur þú dáið".
Tvær vikur liðu og enn var Guðmundur kominn til læknisins.
"Nú hlýtur eitthvað hryllilega alvarlegt að ama að mér því lillinn er orðinn kolblár á litinn", sagði Guðmundur á barmi taugaáfalls.
Læknirinn skoðaði hann vandlega og felldi síðan þann dóm að ef Guðmundur ætlaði að halda lífi yrði að skera vininn af.
"Hvernig fer ég þá að því að pissa ef þú skerð hann af," kveinaði Guðmundur.
"Við setjum bara plastslöngu í staðinn," sagði læknirinn hughreystandi.
Síðan fór Guðmundur í aðerðina og allt gekk vel. Innan nokkurra vikna var hann þó, enn og aftur, mættur á skrifstofu læknisins. Nú var hann reiðilegur á svip.
"Læknir, plastslangan er orðin blá! Hvað er eiginlega í gangi?"
Læknirinn fórnaði höndum af undrun og tók til við að rannsaka Guðmund.
"Hmmm," sagði hann eftir smástund.
"Getur verið að gallabuxurnar þínar láti svona mikinn lit?"

Rekstrarhagfræði

Skemmtileg eða leiðinleg?


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3