» Party in the moonlight and dance to the sunrise...miðvikudagur, desember 31, 2003


Hálsbólga

Ég trúi því ekki... ég vaknaði með bullandi hálsbólgu í morgun... þetta gæti alveg eyðilagt fyrir manni áramótin...

Áramótalagið

Ég held að nýja lagið mitt myndi smellpassa inn í settið hjá Kalla Lú í Sjallanum á morgun. Lagið er það sjöunda í röðinni frá mér og að mínu mati það besta til þessa...

Kaztro - Seven (hægri smella og velja "Save target as...")

Slúður

Mér er sagt að það gerist ýmsir hlutir í snjóhúsum í Víkinni þessa dagana...

Ummæli ársins í enska boltanum 2003

"To put it in gentleman's terms, if you've been out for a night and you're looking for a young lady and you pull one, you've done what you set out to do. We didn't look our best today but we've pulled.
Some weeks the lady is good looking and some weeks they're not. Our performance today would have been not the best looking bird but at least we got her in the taxi.
She may not have been the best looking lady we ended up taking home but it was still very pleasant and very nice, so thanks very much and let's have coffee."

QPR boss Ian Holloway comes up with the quote of the century to describe his team's lacklustre performance against Chesterfield.

Þar hafiði það...

Áramótin

Þau koma víst alltaf einu sinni á ári... áramótin. Dagurinn byrjar á vinnu fyrir hádegi, eftir það er skynsamlegt að leggja sig til að safna þreki fyrir átök hins margrómaða gamlárskvölds. Þegar kvölda tekur er það maturinn, brennan, skaupið, flugeldarnir og auðvitað gullna andartakið þegar klukkan slær tólf. Þá koma kossar og knús, endalausar hamingjuóskir með nýja árið og þakkir fyrir það liðna... besti tími ársins. Að lokum er það djammið og stanslaust stuð til morguns...


þriðjudagur, desember 30, 2003


Andlát tölvu

Vinnutölvan mín dó í gær, allur tölvupósturinn minn er horfinn og öll persónuleg gögn eru týnd og tröllum gefin. Helv. IBM drasl.Það stefnir allt í að ég fari með "Svarta genginu" á Tillann í lok apríl. Skoppa heldur því fram að ég hafi alveg efni á öllum þessum ferðalögum, kannski er það bara alveg rétt hjá henni, þetta er bara spurning um forgangsröðun...


sunnudagur, desember 28, 2003


Ferðalög framundan

Nú vilja bara allir fá mig með sér til útlanda, mér stendur til boða að fara í fótboltaferð til Englands/Spánar, golfferð til Spánar/Portúgals og svo er það sólarlandaferð til Spánar. Mig langar í allar þessar ferðir en maður þarf líka að hafa efni á því.

Myndir helgarinnar

Þó ég sé fyrirferðarmikill þá virðist vera erfitt að festa mig á filmu núorðið, en það náðust myndir af mörgum öðrum á föstudagskvöldið á BMX í Sjallanum.

...belja á svelli

Nú er jólafríið að klárast, þá taka við 2 og hálfur dagur í vinnu og svo kemur frí í einn og hálfan dag, vinna í einn dag og svo tveggja daga helgarfrí. Aðmálið verður auðvitað hvað gera skuli á gamlárskvöld...

Svelja á belli...

Þetta var ótrúlegt djamm hjá mér í kvöld, byrjaði reyndar að fá mér koníak milli 3 og 6 í gær og var bara orðinn vel við skál þegar ég mætti í mat til mömmu. Sá svo eftir öllu saman og ákvað að láta bara renna af mér, ætlaði svo að mæta á skammdegisgleðina en klúðraði því vegna þess að ég fór í fýlu út af einhverjum smáatriðum. Horfði á Fast and the Furious og svo ætlaði ég að skjótast í smá teiti en það vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi mér - enda var þetta með eindæmum skemmtilegt partý - og kom ekki heim fyrr en rúmlega sex.


laugardagur, desember 27, 2003


BMX

Ég endaði auðvitað á balli með BMX á Ísafirði í kvöld, ágætis skemmtun, sama prógram og venjulega hjá BMX-urum... sem er bara allt í lagi svona í hófi. Svo voru það sömu ófrumlegheitin og alltaf hjá DJ-unum í pásunni, 4 lög frá þeim í kvöld... Sísí með Grýlunum, It's My Life með Bon Jovi, Billie Jean með Michael Jackson og Higher State Of Consciousness með Josh Wink. Allt saman lög sem er löngu búið að nauðga í Sjallanum. Ég lét það samt ekki skemma fyrir mér kvöldið enda getur maður nú ekki annað en skemmt sér konunglega þegar Drottningin kemur með manni á djammð.


föstudagur, desember 26, 2003


Seven

Nýja lagið er tilbúið, það eru innan við 12 tímar frá því ég byrjaði á því, held að það hafi farið u.þ.b. 3 tímar í það heila í verkið. Set það á netið seinna... er á leiðinni í jólaboð til ömmu og afa....

Innblástur

Ég fékk mér göngutúr um bæinn áðan, það var fallegt veður, logn og jólasnjókoma. Þetta var bara fínn innblástur fyrir lagasmíðarnar og núna er ég kominn með góðan grunn fyrir nýjustu afurðina sem ég klára vonandi fyrir áramótin.


fimmtudagur, desember 25, 2003


Ekkert Jólapartý?

Það virðist sem hið árlega jólapartý verði ekki í kvöld, ég gef samt mönnum séns fram á morgundaginn með að koma þessum hlutum í lag. Partýið í fyrra var mjög skemmtilegt og var ég hrókur alls fagnaðar í skólastjórabústaðnum. Það er sagt að myndir segi meira en þúsund orð, þannig er ekki bara best að láta myndirnar njóta sín...
[1] - [2] - [3] - [4] - [5] - [6] - [7] - [8] - [9]

Gleði og friðar jól

Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar, samt veit maður að það eru ekki allir sem geta haldið gleðileg jól. Ég er að horfa á einn slíkan mann fyrir utan gluggann hjá mér núna. Hann stendur við hliðina á lögreglubílnum, er á inniskóm og er ekki klæddur fyrir vetrarveðrið. Lögreglan er að tala við húsráðendur og það er greinilegt að maðurinn á ekki athvarf hjá þeim - ég held að hann eigi ekki í önnur hús að venda. Maðurinn sest aftur inn í lögreglubílinn, stuttu síðar kemur lögreglumaðurinn tilbaka og þeir keyra í burtu. Ég veit ekki hvert för þeirra er heitið en mig grunar að þeir séu að fara á stað sem enginn vildi dvelja á um jólin.

Svona lagað fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott. Maður á yndislega fjölskyldu og fullt af góðum vinum og kunningjum sem maður getur leitað til ef að eitthvað bjátar á. Svo hefur maður gott húsaskjól sem verndar mann fyrir veðri og vindum, vinnan er góð og gefur nægilega mikið í aðra hönd til að maður geti lifað áhyggjulausu lífi.

Ég ætla að vera ánægður með það sem ég hef og ég ætla að eiga gleðileg jól.


miðvikudagur, desember 24, 2003


Gleðileg jól!

Um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla þá ætla ég að deila með ykkur tveimur nýjum lögum. Annað þeirra er eftir mig sjálfan (undir nafninu Kaztro) og heitir Sadness en hitt lagið er jólalagið hans Einars Arnar og heitir það Fyrstu jólin án þín.

Kaztro - Sadness (hægri smella og velja "Save target as...")

Einar Örn Konráðsson - Fyrstu jólin án þín (hægri smella og velja "Save target as...")

...og svona að lokum... Do The Christmas Boogie!

Hvít jól

Mér sýnist jólin bara ætla að verða hvít í ár... mér til mikillar ánægju.


þriðjudagur, desember 23, 2003


Jólakveðjur

Mæli með því að allir hlusti á lestur jólakveðja á Baggalúti... algjör snilld...

Heppni eða óheppni?

...buy me diamonds and rubies...

Það er alltaf gott að gefa demanta en ég vildi ekki hafa verið svo óheppinn að hafa hent einum slíkum í ruslið...

Skötuveislur

Ég fór í skötuveislu í beitningarskúrunum í dag og þvílik veisla... ég fór úr vinnunni klukkan 12 til að taka myndir af þessari skötuveislu og ég mætti svo ekkert aftur í vinnuna eftir það því fjörið var svo mikið að ég gat með engu móti hugsað mér að missa af því... það var líka vel veitt af mat og drykk í veislunni og var það þess valdandi að ég þurfti að ganga heim að veislunni lokinni... ég uppgötvaði líka nýjan drykk í dag, ég hvorki drekk kaffi eða íslenskt brennivín en brennivín út í kaffi er bara merkilega góður drykkur...

Annað kvöld er það svo hin árlega skötuveisla á Hlíðarveginum... stóra spurningin er bara... við hvort borðið mun ég sitja í ár?

Vestfirðingur ársins?

Ég veit ekki hvern ég á að kjósa sem Vestfirðing ársins. Í mínum huga er einn maður sem kemur sérstaklega til greina en ég veit að hann mun ekki fá þessa nafnbót þannig að ég ætla ekki að kjósa hann því ég er hræddur um að það atkvæði sé marklaust. Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvern ég ætti að kjósa?


mánudagur, desember 22, 2003


Syndum fækkað

Ég fækkaði syndunum mínum um tvær í dag, ég fór með jólakortin mín í póst og ég setti upp nýtt stýrikerfi á tölvuna hans pabba og tengdi hana við ADSL-ið hjá mér. Fleiri afrek dagsins voru að ég fór í göngutúr með títtnefndum föður mínum inn á sand (til að taka myndir auðvitað) og svo byrjaði ég að dreifa nýja laginu mínu. Fyrstu viðtökur við laginu eru bara góðar og vonandi eiga lögin eftir að verða fleiri.


sunnudagur, desember 21, 2003


Digital Rebel

Canon EOS 300D myndavélin gengur einnig undir nafninu Digital Rebel. Á föstudaginn kom jólasveinninn með pakka til mín og viti menn... eitt stykki Digital Rebel var í honum. Ég er að vonum ánægður með að hafa loksins eignast alvöru myndavél.


laugardagur, desember 20, 2003


Bensínlítrinn á 37 krónur!

Þessa stundina er hægt að fá lítrann af bensíni á 37 krónur á einni bensínstöð í Mosfellsbæ...

Forskot á sæluna

Ég tók forskot á sæluna í dag og opnaði fyrstu jólagjöfina mína... það er nú varla svo mikill glæpur, er það nokkuð?

Idolið

Ég var ekki alveg að átta mig á því af hverju Helgi Rafn datt út úr Idolinu í kvöld, ég held að það hafa eiginlega allir verið vissir um að Jón færi heim - en ég held að það hafi komið Jóni manna mest á óvart að halda áfram í keppninni... Mér fannst annars Ardís standa sig best í kvöld...


föstudagur, desember 19, 2003


Jólakortin

Jólakortin mín eru víst falleg í ár. Það er best að fara að skrifa á þau áður en það verður um seinan.


fimmtudagur, desember 18, 2003


Óskalistinn

Það er spurning hvort maður eigi að ljóstra einhverju upp um hvað manni langar að fá í jólagjöf...

Það sem mig langar mest í...
1. Digital Rebel
2. Benidorm-ferð...næsta sumar
3. Miði á tónleika með Tiësto
4. Kerti og spil
5. Bros

...þetta eru bara fimm góðir kostir sem kosta mismunandi mikla peninga. En það er ekki þar með sagt að dýrasta gjöfin sé sú dýrmætasta...


miðvikudagur, desember 17, 2003


Jólalagakeppni Rásar 2

Nú er bara að velja besta jólalagið....

...með fötu, tusku og klút... er mér þrælað út....

Ótrúlegt

Það er með ólíkindum að menn láti hafa svona lagað eftir sér... ég mæli með því að Magnús Kristinsson verji næsta árinu í beitningaskúrunum... hann hefði greinilega gott af því....

Löglegt siðleysi

Þessi ferskeytla lýsir vel því þeim sem stunda skattasniðgöngu...

Hans var jafnan höndin treg
að hjálpa náungunum.
Gekk hann aldrei glæpaveg
en götuna meðfram honum.

Jóladjammið

Það lítur út fyrir að BMX verði í Sjallanum 2. í jólum, heyrst hefur að BMX og Kalli Lú verði svo á sama stað um áramótin... svo er líka stefnt á að hið árlega jóladagspartý verði á sínum stað...

Stigahæsti leikmaðurinn látinn fara?

Það virðist sem KFÍ hafi látið stigahæsta mann sinn (og úrvalsdeildarinnar) fara frá félaginu í kvöld. Þetta kemur manni dálítið skringilega fyrir sjónir en það verður líklega fróðlegt að vita hver sé ástæðan fyrir því að maðurinn sé látinn fara frá KFÍ.


þriðjudagur, desember 16, 2003


Konfekt

Nóa konfekt er svo æðislega gott...

Jigga Jigga

Scooter eru 10 ára og auðvitað búnir að gefa út nýtt lag sem heitir Jigga Jigga... hljómar næstum því eins og Sigga Sigga... svo er bara spurning hvort þeir komi við á klakanum í "We Like It Loud" túrnum á næsta ári...


mánudagur, desember 15, 2003


Bókasafnið

Ég fór á bókasafnið áðan því ég komst að því að ég var búinn að vera alltof lengi með ákveðna bók í láni og vildi gera upp skuldir mínar við bókasafnið svo ég þyrfti ekki að hafa það á samviskunni yfir jólin. Svo fór ég auðvitað að leita að einhverri annarri bók til að lesa, þá rakst ég á tvær bækur sem hétu dálítið skemmtilegum nöfnum. Önnur hét Mannasiðir en það er nú nokkuð sem allir þurfa að kunna... hin hét Hvernig ganga á í augun á karlmönnum eða eitthvað svoleiðis... ég mæli hiklaust með því að allar nútímakonur kynni sér efni þeirrar bókar...

Idol... enn einu sinni

Það er skemmtilegt að fylgjast með umræðunni um Idol-keppnina á huga.is. Ég hef bara eitt um málið að segja, mitt Idol er ennþá inni í keppninni og ég er mjög sáttur við það.

Skin og skúrir

Þessi fyrirsögn lýsir vel lífinu hjá mér undanfarið. Á sumum sviðum gengur manni framar björtustu vonum og þar eru góðu stundirnar, annars staðar gengur allt á afturfótunum og þar eiga vonbrigði og sorgir sér samanstað.


sunnudagur, desember 14, 2003


Baggalútur

Tékkið á þessu... maður er bara með einna flestar tilvísanirnar á Baggalút í desember... 985 (764+221) heimsóknir frá þessu bloggi það sem af er desember... trickið til að komast svona ofarlega á listann þeirra er mjög einfalt...


laugardagur, desember 13, 2003föstudagur, desember 12, 2003


Mr. Friday Night

Það er Idol í kvöld og þemað er diskó... ég dýrka diskó og það mætti alveg kalla mig "Mr. Friday Night" ef svo bæri undir... ég er að spá í að gera þetta að einu allsherjar diskókvöldi hjá mér, horfa fyrst á diskó-Idol og svo á Saturday Night Fever...

...á milli tannanna...

Einhver sagði það í útvarpinu áðan að kynfæri karla væri oft á milli tannanna á fólki... þó ég sé mjög siðvandur engill þá er nú hægt að láta sér detta ýmislegt í hug í þessu sambandi...

Það er kominn föstudagur...

Kaupþingsmaður nokkur var að flytjast til London í nýtt starf hjá Kaupþingi. Hann var giftur og því þurfti hann að fá litla íbúð til leigu. Þeim hjónum var uppálagt að gera ekkert í íbúðinni nema að fá leyfi hjá íbúðareigandanum áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Þau voru ákveðin í að eyða ekki miklum peningum í innréttingar og ákváðu m.a. að nota gömlu aðferðina og hengja gardínunranar í eldhúdinu upp með gormi, sem strekktur er á milli króka eins og gert var hér áður fyrr. Þess vegna fór eiginkona unga til eigandans og spurði "Is it Ok if my husband screws some hookers in the kitchen"? Það var víst fátt um svör.


fimmtudagur, desember 11, 2003


Nautið

Það eru bara ástarævintýri í stjörnuspánni í dag...

Þetta er stórkostlegur dagur til skemmtana og ástarævintýra. Mál sem tengjast menntun barna, útgáfu og fjölmiðlun munu einnig ganga vel.

Jólaskraut

Ég var farinn að skammast mín fyrir hvað það var lítið búið að skreyta á skrifstofunni hjá mér í dag. Röflið í mér endaði með því að ég og Pálína fórum og keyptum nokkrar jólaséríur og settum þær svo upp. Mér skilst að ég hafi unnið mér inn mörg stig hjá stelpunum á skrifstofunni í dag því þær voru svo ánægðar með dugnaðinn í mér í sambandi við skreytingarnar....

Ég eyddi svo kvöldinu í að taka myndir af ýmsum jólaskreytingum hérna í bænum. Ég er ekki nógu ánægður með myndirnar og ég kenni auðvitað myndavélinni um allt saman... ég þarf betri og dýrari myndavél... ef þið viljið gleðja mig rosalega um jólin þá getið þið gefið mér þessa myndavél...


miðvikudagur, desember 10, 2003


Bakstur í kvöld

Stelpurnar í vinnunni halda því fram að ég sé ekki nógu duglegur í eldhúsinu. Málið er bara að mamma leyfir mér ekkert að komast þar að. En í kvöld er tækifærið fyrir mig til að sýna hve góður ég er í eldhúsinu því hún móðir mín er að fara á eitthvað námskeið og verður því ekki heima. Ég er að spá í að baka þessa jólaköku, en þetta er víst alveg rosalega góð uppskrift:

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 flaska af Frapin V.S.O.P. koníaki

Smakkið koníakið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið koníakið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort koníakið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni. Bragðið á koníakinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama. Athugið koníakið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt. Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið koníakið aftur. Farið að sofa.

MUSE

Muse tónleikarnir eru í kvöld, því miður náði ég ekki að verða mér úti um miða... hins vegar var Konni að vinna sér inn VIP miða á tónleikana. Hann sendi bara SMS inn í einhvern leik á Rás 2 og datt í lukkupottinn. Innifalið í miðanum er VIP baksviðspassi, frítt flug suður og allir DVD og CD sem komið hafa út með Muse. Það kom mér reyndar á óvart að Stjáni Wonder skyldi ekki hafa unnið þennan VIP miða, Stjáni státar af þeim ótrúlega árangri að hafa unnið sér inn miða á Hróarskeldu hjá Óla Palla á Rás 2 - tvisvar...


þriðjudagur, desember 09, 2003


Tilbúið

Þá er fyrsta formlega útgáfan af nýja laginu mínu tilbúin. Mig vantar eiginlega nafn á lagið og svo væri líka gaman að geta leyft ykkur að hlusta á það...

Hverjum þykir sinn fugl fagur

Ég held að sumir Ísfirðingar geti ekki haft skoðun á því hvort eitthvað sé fallegt í Bolungarvík eða ekki... staðreyndin er sú að sumir Ísfirðingar fara sjaldan út í Vík vegna þess að þeir þora varla að keyra Óshlíðina... þ.a.l. er ansi erfitt fyrir þá að mynda sér skoðun á því hvort eitthvað sé fallegt í Bolungarvík eða ekki... ummælin "Eikkað flott í bolungavík??? :/ Á erfitt með að trúa því..." eru kannski ótvíræð sönnun þess...

Liverpool til Íslands?

Ég ætla rétt að vona að Liverpool komi til Íslands á næsta ári og taki KR-ingana í bakaríið...

Lexi

Það kemur fyrir að mér sé ruglað við eldri bróðir minn sem heitir Bensi. Ég hef aldrei skilið þetta því við bræðurnir erum ekkert líkir í útliti. Ég minntist á þetta í vinnunni í dag og það var bara snúið út úr þessu hjá mér... það væri ekki hægt að kalla mig Benza því ég ætti ekki Benz... ég fékk í staðinn gælunafnið "Lexi" vegna þess að bíllinn minn heitir víst Lexus.


mánudagur, desember 08, 2003


Svaka partý

Þetta var víst hrikalega skemmtilegt partý (hef ég heyrt), bara stelpur sem máttu mæta og fótboltabúningar voru inn þetta kvöldið. Af myndunum að dæma má ætla að hér hafi verið um að ræða árshátíð ísfirskra bindindisstúlkna og greinilegt er að árshátíðin fór vel fram .

Jólin nálgast...

Það er kominn 8. desember og jólin eru bara í næsta nágrenni. Mig... afsakið ÉG hlakka til jólanna, rétt eins og 75% þeirra sem lesa þetta blogg. Svo er það aðalmálið í dag... jólasveinarnir... trúir þú á jólasveina?

Sægreifar

Ég hef aldrei haft samúð með forríkum sægreifum sem stunda það að koma í fjölmiðla til að reyna að láta alþýðuna vorkenna sér vegna þess að það sé verið að narta í gullið þeirra. Einn slíkur greifi var í sjónvarpinu áðan, það var maðurinn sem fékk sérstakan skipstjórakvóta í vöggugjöf þegar hann hóf útgerð frá höfuðstað Norðurlands fyrir rúmlega 20 árum síðan. Honum þótti sá 2.700 tonna þorskkvóti sem ætlaður er til línuívilnunar vera mikilvægur kvóti fyrir Dalvíkinga en jafnframt gat hann ekki svarað þeirri einföldu spurningu hvort sami kvóti hafi verið mikilvægur fyrir Ísfirðinga þegar hann flutti kvótann af Guggunni frá Ísafirði til Akureyrar á sínum tíma. Sægreifar á borð við Þorstein Má Baldvinsson eru sorglegir menn, þeir geta aldrei verið sælir með sitt og græðgi þeirra virðast engin takmörk sett.

Fréttirnar

Þegar maður stendur í því að sinna fréttavef þá vill maður alltaf fylgjast vel með og vera fyrstur með fréttirnar. Þess vegna var ótrúlegt að fá þær fréttir þegar ég mætti í vinnuna í morgun að það hefði kviknað í húsi í Víkinni síðustu nótt. Já ótrúlegt vegna þess að það kviknaði í næsta húsi við mig (fyrir þá sem til þekkja: húsið fyrir ofan húsið mitt) og ég varð bara alls ekkert var við það. Það sem er fyndið við þetta að ég var meira að segja vakandi þegar þetta gerðist. Það hefði nú frábært að geta bara skroppið út með myndavélina, tekið mynd af slökkviliðinu að störfum og verið búinn að semja og birta frétt um allt saman á undan öllum öðrum fjölmiðlum. En sem betur fer var þetta bara smábruni og enn og aftur sannaðist það að reykskynjarar geta komið í veg fyrir stórslys.


sunnudagur, desember 07, 2003


Tónlistin

Ég er eiginlega hættur að djamma og er byrjaður að semja tónlist aftur, kláraði næstum því heilt lag núna í nótt... vona að ég nái að klára það á morgun. Fékk svo hrós úr óvæntri átt eftir að hafa sent eitt gamalt lag á netið. Skilaboðin til mín voru bara... þetta er bara nokkuð gott hjá þér... þú ættir að leggja þetta fyrir þig... ég gæti kannski meikað það í tónlistinni þegar ég fæ leið á bókhaldinu...


föstudagur, desember 05, 2003


Idol

Ég var næstum því búinn að gleyma þessu... en ég ætla að fylgjast með keppninni í kvöld og styðja við bakið á Idolinu minu.

Svo fékk ég æðislega hugmynd áðan, segi ekki meira frá henni strax en ég ætla að reyna að útfæra hana almennilega um helgina...


fimmtudagur, desember 04, 2003


Sá fyrsti...

...en vonandi ekki sá síðasti... ég fór á minn fyrsta bæjarstjórnarfund í dag en á samt ennþá eftir að flytja jómfrúrræðuna mína í bæjarstjórn. Það gerist vonandi næst þegar ég fæ tækifæri til að mæta á fund... vona að ég hafi þá lengri frest til að undirbúa mig.

Jólarokk

Ekkert nema snilldin ein, af hverju eru til fleiri svona jólalög?


miðvikudagur, desember 03, 2003


Eftir einn ei aki neinn!

Er nafnið þitt nokkuð á listanum yfir þá tæplega 700 hundruð ökumenn sem grunaðir eru um ölvunarakstur í Reykjavík á árinu?

Öfundsýki vegna jóladagatals

Þegar ég mætti aftur í vinnuna á mánudaginn eftir 10 daga frí þá hafði ég eitt stykki súkkulaði jóladagatal með mér til að fá smá jólastemmingu á skrifstofuna. Það var bara gert grín að mér þann daginn og ég var kallaður "Baldur Baby" - voða sniðugt. Svo leið ekki langur tími þangað til það var farið að öfundast út í mig og súkkulaðið mitt. Nú er ég líka búinn að redda málunum, ég fór bara og náði í nokkur dagatöl í hádeginu og núna er ég búinn að selja 5 stykki til vinnufélaganna... og slepp við áhyggjurnar af því að það verði stolist í súkkulaðið mitt áður en ég mæti í vinnuna á morgnana. Svo á ég örfá eftir ef einhverjum vantar... verðið er bara 300 kalll...

...og sá þriðji...

...er Kattarvali... um hann hefur verið ort svohljóðandi kvæði:

ef kátur Kattarvali
kisulóru sá
um skottið greip í skyndi
og skellti grillið á
fláði greyið fimlega
flamberaði á rist
yfir stráði aspargus
og át með bestu lystþriðjudagur, desember 02, 2003


Höstlið

Þó mér sé margt til lista lagt þá verður seint sagt að ég sé góður að heilla kvennþjóðina. Þess vegna get ég með engum móti gefið Bigga ráð um hvernig hann eigi að höstla draumadísina sína. Einhver sagði mér til huggunar að bestu strákarnir gengu síðast út...

Stjörnuspáin

Maður fékk bara spennandi stjörnuspá í dag...

Það gæti komið þér á óvart hvað þú laðast sterkt að einhverjum í dag. Þú ert í leit að ævintýrum annað hvort til að flýja raunveruleikann eða til að gera hann meira spennandi.

Q.e.d.

Lampaskuggi...

...er númer tvö... svo fékk ég líka stjörnu í morgun ;o)QT


mánudagur, desember 01, 2003


Jóladagatalið

Fékk eimreið í jóladagatalinu í morgun... hún smakkaðist dásamlega...

Svo eru það týndu jólasveinarnir... sá fyrsti heitir Moðbingur...

Deep Within vs. Christina

I feel like I've been locked up tight
For a century of lonely nights
Waiting for someone to release me
You're licking your lips
And blowing kisses my way
But that don't mean I'm gonna give it away
Baby baby baby

The music's playing
The light's down low
Just one more dance
And then we're good to go
Waiting for someone
Who needs me
Hormones racing at the speed of light
But that don't mean its gotta be tonight
Baby, baby, baby


Þessar línur eru úr laginu Genie In A Bottle með Christinu Aquilera en ég er með þetta lag á heilanum eftir að ég heyrði remixið hans Kidda (a.k.a. Deep Within) af þessu lagi. Fyrir þá sem vita ekki hver Kiddi er þá bjó hann einu sinni í Víkinni og var auðvitað í hinum magnaða '76 árgangi.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3