» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, apríl 30, 2004


Fann mig í dag

Ég fann mig í Texasnum í dag... spiladi eins og engill og var ad slá ótrúleg hogg med brautartrjánum. Svo komu líka drivin svakalega inn seinni partinn... thrádbein 250 metrar... spurning hvernig thetta verdur á morgun í ÚÚ-mótinu...

En tad á víst af fara nidur í bae núna... verd ad koma mér af stad....


fimmtudagur, apríl 29, 2004


Fór í borgina í dag

Eftir golfid í dag skrapp ég til naestu borgar sem heitir ad mig minnir "Ayeconte" í dag og kíkti í nokkrar búdir... keypti samt ekki neitt en rakst á nokkrar spaenskar edaltussur (eins og sumir kalla thaer)... gaeti vel hugsad mér ad komast á djammid tar eda á Albufeira um helgina...

Bomba = Sprengja

Mig minnir ad tad hafi verid Rognvaldur McBomberson sem kalladi mig "Baldur Bombu" hérna um daginn... ég er loksins búitt ad fatta hvad hann var ad meina... "Bomba" týdir audvitad "Sprengja" og ég er einmitt thekktur fyrir ad sprengja mikid hérna á Spáni.


miðvikudagur, apríl 28, 2004


Slakur dagur

Dagurinn í dag var slakur hjá mér golflega séd. Thó ég hafi verid ad drepast í bakinu thá ákvad ég samt ad spila 18 holur í dag, ég gat ekkert tekid á tví og endadi á 119 hoggum. Samt er ég ánaegdur ad hafa farid yfir á vatnid á 2. holu í fyrsta hoggi...


þriðjudagur, apríl 27, 2004


Helv.... bakid gaf sig

Ég var ad spila vel í dag, 106 hogg á 18 holur en thá gaf bakid sig. Vona ad tad verdi komid í lag á morgun... aetla ad vera duglegur ad fara ad rádum Helga og drekka mikid koníak í kvold til ad bakverkurinn fari.


mánudagur, apríl 26, 2004


Teigabaninn

Ég geng undir nafninu "Teigabaninn" hérna á Islantilla. Teir sem hafa spilad golf med mér vita hvadan tad nafn kemur. Annars er lífid bara golf hérna úti og tad má segja ad tetta sé algjor paradís fyrir mann. Fleiri fréttir af mér er audvitad ad finna á heimasídu Svarta Gengisins...


sunnudagur, apríl 25, 2004


35 í dag

Spiladi 35 holur í dag og gekk ekkert alltof vel en madur er reyndar bara ad kynnast vellinum. Ég var sem sagt út á golfvelli frá tví kl. 10 til kl. 20 en thá lokar vollurinn. Núna er madur líka dauduppgefinn eftir spilamennskuna. Svo verdur stefnan sett á ad klára 36 á morgun en thá á ég rástíma kl. 9.30.

Vedrid er fínt, 25 stig í dag, svo er spád 28 naestu 2 daga og svo 30 stiga hita eftir tad... tad er kannski ad madur taki smá lit í ferdinni.


laugardagur, apríl 24, 2004


Hotelid

Hótelid sem ég er á er mjog flott, 4 stjornur, og er medal annars med internettengingu á hverju herbergi. Svo er líka yndislegt ad madur getur verid á MSN líka.

Senjoriturnar

Ég er búinn ad vera í nokkra klukkutíma á Islantilla og félagar mínir eru strax farnir ad leita ad álitlegri senjorítu fyrir mig. Tad er nú ekkert alltof mikid af kvennfólki hérna á hótelinu en tad eru ein og ein sem haegt er ad skoda.

...á Spáni er gott að djamma og djúsa...

Það var gaman að fara niður í miðbæ Reykjavíkur í kvöld, göturnar iðuðu af lífi og það var greinilega vor í lofti. Ég skellti mér svona til tilbreytingar á Eldsmiðjuna og fékk mér ljúffenga pizzu... æji hún var víst á bannlistanum hjá mér, en það er búið og gert... svo var kíkt aðeins á kaffihús. Nú er bara beðið eftir að geta komið sér út á flugvöll og svo leggur maður sig í flugvélinni og vaknar maður bara í sólinni á Spáni á morgun.

Vonanandi verð ég duglegur við að uppfæra bloggið og segja ykkur frá því sem gerist á Islantilla. Annars minni ég ykkur á heimasíðu Svarta gengisins en þar verða skor dagsins birt jafnóðum og þau berast.


föstudagur, apríl 23, 2004


Það er komið sumar...

Samkvæmt dagatalinu er komið sumar á Íslandi... það skiptir mig samt litlu máli þessa stundina því núna hef ég aðeins áhuga á hvort það sé komið sumar á Spáni. Þessa stundina er maður bara að hvíla lúin bein í borg óttans... fyrirgefið, þetta er reyndar Kópavogur en sé lítinn mun á hvort er hvað hérna. Fór annars í afmæli til Brynjars í dag og reddaði internetinu fyrir frænku mína.

Morgundagurinn gæti verið fjölbreyttur hjá mér, er að spá í að byrja daginn á því að rölta í Smáralindina og gá hvort ég geti eytt einhverjum peningum þar... maður verður að reyna að styðja eitthvað við höfuðborgarsvæðið... svo er eitthvað verið að spá í að spila golf... eitt stykki fundur er á dagskránni og svo slúttar maður deginum líklega á Kill Bill 2.


miðvikudagur, apríl 21, 2004


28 ár

Ég bara trúi þessu ekki... ég er orðinn 28 ára... tíminn er alltof fljótur að líða. Ég vil líka þakka ykkur fyrir allar afmæliskveðjurnar... þið eruð einstakir lesendur... ég dýrka ykkur.

GSM og útlönd

Ég var að tékka á hvað það kostaði mig að hringja eða senda SMS til Íslands á meðan ég verð út á Spáni. Ég komst að því að það er bæði ódýrara að hringja og senda SMS hjá OgVodafone en hjá Símanum.

Fundir

Hafið þig pælt í því hvað það er algengt að fólk í fyrirtækjum í Reykjavík sé á fundum? Þetta er ástæðan...

Til hamingju með daginn!

Það eru alltaf einhverjir sem eiga afmæli... ég óska öllum þeim sem eiga afmæli 21. apríl til hamingju með daginn... þetta er lang besti dagur ársins.


þriðjudagur, apríl 20, 2004


Það styttist...

...já Spánn er handan við hornið, ég fer suður á fimmtudaginn - þ.e. ef það verður flogið og ef einhverjir flugmenn mæta í vinnuna þann daginn - og svo er flogið út á laugardaginn. Golfsettið fer reyndar suður með Grími á morgun... ég á bara eftir að gera svo margt... vinna, mæta á fundi og pakka niður... þetta hlýtur að reddast allt saman einhver hvern veginn.

Vill ekki fegurðardrottningar...

Eins og margir vita þá býr fegurðardrottning Vestfjarða á hæðinni fyrir skrifstofuna mína... ég er auðvitað að tala um hana Möggu sem býr með Einari Guðmunds (Gumma Addýar). En í dag kíkti Pétur Run við hjá mér og ég fór að tala um hve heppinn hann Einar frændi minn væri að búa með fegurðardrottningu. Pétur Run var aldeilis ekki sama máli og sagði:
"Ég myndi ekki vilja vera með fegurðardrottningu... ég myndi ekki tíma að nota hana..."
Svo mörg voru þau orð og málið var útrætt.

Dagurinn í dag

Þetta er búinn að vera annasamur dagur hjá mér í dag. Brjálað að gera í vinnunni... þurfti að taka myndir af færeyskum krökkum í Ósvör... og nóg að gera í að setja inn fréttir á Víkari.is. Svo er líka að komast hreyfing á ýmis málefni sem tengjast internetinu hjá mér en ég segi nú bara sem minnst um það í bili en vonandi á afraksturinn eftir að verða opinber á næstunni.

Hryðjuverk

Fréttir herma að 10 liðsmenn Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hafi ætlað að sprengja sig í loft upp á nágrannaslag Man.Utd. og Liverpool á laugardaginn kemur. Í þessi tvö skipti sem ég hef farið á leiki í Englandi þá hefur manni oft verið hugsað til þess að stórleikir í fótbolta séu góð skotmörk fyrir hryðjuverk. Þarna eru saman komnir 50-60 þúsund saklausir borgarar, oftast frá fjölmörgum þjóðlöndum, og leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu um allan heim. Þar fá hryðjuverkamenn bæði góða möguleika á að drepa marga í einu og það er tryggt að þeir ná athygli heimsbyggðarinnar.

En pælið í því ef það hefðu verið framin hryðjuverk á þessu leik, þá hefði þetta verið í 3. skiptið á 20 árum sem Liverpool myndi lenda í svona hörmungaratburðum, fyrst var það slysið á Haysel leikvanginum í Brussel á leik Liverpool og Juventus í Evrópukeppninni og svo var það slysið í Sheffield... ég man eftir því að hafa horft á þann leik heima hjá Kristjáni Jóns og þá sá maður rúmlega 100 manns láta lífið í beinni útsendingu... maður vill ekki upplifa svoleiðis aftur.


mánudagur, apríl 19, 2004


Afmælisbörn dagsins

"Betra seint en aldrei" stendur einhvers staðar... þeir bræður Jónatan og Magnús Már áttu báðir afmæli í dag og ég óska þeim að sjálfsögðu til hamingju með daginn... enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju Kristinn Gauti, þriðji bróðurinn, fæddist ekki líka á þessum degi.

Ferðasjóðurinn

Ég á núna 100 þús kall í ferðasjóð, þessir peningar fara ekki í golfferðina heldur í einhverja aðra ferð seinna á árinu... eruð þið með einhverjar tillögur um hvað ég eigi að gera við þessa peninga?

Insomnia... I Can't Get No Sleep...

Ég gat ekki sofnað þegar ég kom heim úr vinnunni í kvöld þannig að ég ákvað efna eitt loforð sem ég gaf í dag en það var að setja saman geisladisk fyrir ákveðna vinkonu mína. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan disk og gerði aukaeintak fyrir sjálfan mig... og ákvað að deila lagalistanum með ykkur...

1. The Prodigy - Breathe
2. The Chemical Brothers - Block Rockin Beats
3. The Prodigy - No Good (Start The Dance)
4. Linkin Park - One Step Closer (Humble Brothers Remix)
5. Rammstein - Eskimos And Egypt
6. Guano Apes - Lord Of The Boards
7. System Of A Down - Chop Suey
8. Marlyn Manson - Sweet Dreams
9. The Darkness - I Believe In A Thing Called Love
10. Animal Ant Farm - Smooth Criminal
11. Groove Coverage - Poison (The Rasmus Remix)
12. Jet - Are You Gonna Be My Girl?
13. The Knack - My Sharona
14. U2 - Pride (In The Name Of Love)
15. The Hives - Hate To Say I Told You So
16. Iron Maiden - Run To The Hills
17. Stiltskin - Inside
18. Steppenwolf - Born To Be Wild
19. Blur - Song 2
20. Nickelback - How You Remind Me
21. Linkin Park - In The End


sunnudagur, apríl 18, 2004


Svarta gengið

Ég er loksins búinn að setja upp heimasíðuna fyrir Svarta gengið og þar munu svo birtast fréttir af Spánarferðinni þegar að því kemur.

Fegurðardrottning Vestfjarða 2004

Ég hef ekkert heyrt um það í fjölmiðlum hver hafi unnið fegurðarsamkeppnina í gærkvöldi... en Ingibjörg Þórdís segir að Magga hafi unnið. Ég get ekki annað en verið ánægður með úrslitin.


laugardagur, apríl 17, 2004


Draumabíllinn

Svona bíla getur maður bara látið sig dreyma um að eignast...

P.I.T.A.

Ég fór í fyrsta sinn í spinning hjá Árna í Studio Dan í morgun og það er eiginlega bara hægt að lýsa því sem Pain In The Ass... en þetta var ótrúlega gott eftir á. Til að kóróna daginn fór ég að lyfta í íþróttahúsinu hérna í Víkinni eftir spinning-tímann þannig að ég held ég sé búinn með skammtinn minn af púli í dag.

Svo var maður auðvitað vigtaður í morgun og niðurstaðan eftir 3 mánaða púl er þyngdarminnkun upp á rúmlega 10 kg, ég verð að vera sáttur við það.


föstudagur, apríl 16, 2004


Vikari.is

Víkari.is er núna kominn í loftið aftur eftir smá hvíld. Núna er vefurinn kominn í vistun hjá Skýrr í Reykjavík en vonandi er með hann eins og mig... að hann komi aftur vestur við fyrsta tækifæri. Annars er aldrei að vita nema að það verði einhverjar smávægilegar breytingar á vefnum um helgina, það væri fínt ef það verður hægt að hressa aðeins upp á útlitið á Víkaranum fyrir afmælið mitt sem er jú í næstu viku.

Bílastæði

Sumir leggja bílunum sínum á ótrúlegustu stöðum.


fimmtudagur, apríl 15, 2004


9 dagar í brottför

Núna eru bara 9 dagar þangað til ég fer til Spánar. Ferðinni er heitið til Islantilla en íslenskir kylfingar kalla staðinn oft "Tillann".

Golfvöllurinn

Hótelið

Eins og gefur að skilja þá er ég farinn að hlakka óendanlega mikið til ferðarinnar og ætli það verði ekki ljúft að komast út í hitann úr þessu skítaveðri hérna á klakanum.

Loforð

Á maður að efna öll þau loforð sem maður gefur?

Fólkið á tónleikunum...

... hefur vonandi skemmt sér vel.

2. maí 2004

Ég mun því miður missa af fjölskylduskemmtun og stórtónleikum sem verða haldnir í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík 2. maí næstkomandi. Þessi viðburður er haldinn af Heilsubænum Bolungarvík, UMFB og Íþróttamiðstöðinni Árbæ og sér Benni Sig um framkvæmdina. En eins og áður sagði mun ég missi af þessu öllu saman vegna þess að ég verð á Spáni á sama tíma.

Þetta verður að öllum líkikindum stærsti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið í Bolungarvík og munu koma þar fram fjölmargar hljómsveitir auk þess sem Jónsi sem oftast er kenndur við hljómsveitina Í svörtum fötum mun koma fram ásamt hljómsveit sem Ingvar Alfreðs stjórnar. Það verður frítt inn á þennan viðburð og vona ég að sem flestir eigi eftir að mæta.

Mér finnst mjög leiðinlegt að þurfa að missa af þessu, sérstaklega vegna þess að Benni var búinn að bjóða mér í matarboð með umræddum Jónsa eftir tónleikana...


miðvikudagur, apríl 14, 2004


Arena


Ég held að allir á mínum aldri hafi átt þessa Duran Duran plötu á sínum tíma, ætli það séu ekki komin 20 ár síðan hún kom út. Hver kannast ekki við lög á borð við "Is There Something I Should Know (Please Please Tell Me Now)", "Hungry Like The Wolf", "Save A Prayer", "Wild Boys" að ógleymdu "Planet Earth". Ég held að það sé núna verið að gefa plötuna út að nýju á geisladisk með tveimur aukalögum, "Girls On Film" og "Rio", þeir sem geta ekki beðið eftir að diskurinn komi í verslanir geta downlodað honum hérna.

Fyrsti dansinn?

Ég hef aldrei farið leynt með að mér finnst gaman að sprikla í takt í tónlist á dansgólfinu... þessi undarlega árátta hefur fylgt mér frá því ég smákrakki eins og sjá má á myndinni hér að neðan.Stærri mynd

Ég er að sjálfsögðu herrann á þessari mynd - alltaf jafn glæsilegur - en það er spurning hvort einhver ykkar þekkir dömuna sem ég var að dansa við.

Djöfull...

...hlýt ég að hafa verið fullur á föstudaginn langa.

Raddir þjóðarinnar...

...virðast vera komnar aftur eftir gott páskafrí.

Comeback

Eftir alltof margra ára fjarveru úr skákheiminum hef ég ákveðið að dusta rykið af taflborðinu. Þetta geri ég í veikri von um að fá einhvern tímann inngöngu í Bindindisfélag ungra skáksveina. Á sínum tíma dró ég - kóngurinn sjálfur - mig í hlé til að einbeita mér að leitinni að réttu drottningunni... þess vegna kunna sumir að halda að rétta drottningin sé fundin en það skal ósagt látið hvort sú sé raunin.

Nýtt átak hafið

Og stefnan sett á 8 kg á næstu 8 vikum.


þriðjudagur, apríl 13, 2004


A Beautiful Mind

Látið ykkur ekki bregða þó maður eigi eftir að verða geðveikur einhvern daginn...

Nói Albínói

Mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar að sjá trailerinn fyrir þessa mögnuðu mynd. Ég skil ekki í því að það skuli ekki neinn sjá möguleikana í því að laða ferðamenn hingað vestur út á umhverfi myndarinnar.

Tölvuvandamál

Annar af tveimur vefjþónum Snerpu hrundi í dag og unnið er að því að setja vefi inn af afritum. Má því búast við að einstaka vefir hýstir hjá Snerpu virki ekki fyrr en seinnipartinn á þriðjudag.

Þessi tilkynning birtist á vefnum hjá Snerpu seint í gærkvöld... þetta er ástæðan fyrir því að Víkari.is er búinn að vera niðri undanfarið og líklega líka ástæðan fyrir því að pósthólfið mitt er búið að vera fullt af vírusum síðustu dagana.

Ég geri ekki ráð fyrir að Víkari.is komi upp fyrr en seint og um síðir.


mánudagur, apríl 12, 2004


Fastlove

My friends got their ladies
They're all having babies
I just wanna have some fun


sunnudagur, apríl 11, 2004


Djamm Tattoo

Þetta er ekki það vitlausasta sem hægt er að fá sér fyrir djammið...

M&M-2

Resource - (I Just) Died In Your Arms | Gamla Cutting Crew lagið í nýrri útfærslu
The Foundation - All Out Of Love | Euro....
Snap - Rhythm Is A Dancer 2003 | CJ Stone remixin klikka aldrei
DJ Sammy - Heaven | Það er fyrir löngu síðan buið að nauðga þessu lagi... samt alltaf jafn gott
Novaspace - Time After Time | Var það ekki Cindy Lauper sem söng þetta upphaflega?
Michael Woods - If U Want Me | Bara algjör snilld
Plummet - Damaged | Antillas remixið sem gerði þetta lag frægt
Tomcraft - Loneliness | Happiness seems to be loneliness.... ódauðlegt
Linus Loves - Stand Back | Linus eða Linux? ...ég vil frekar Linus...
Divine Inspiration - The Way | Týpiskt Svenson & Gielen "Hands In The Air" remix... sem er það sem ég dýrka...
Aurora - Sleeping Satellite | 90's lag í smá make-over
Tiga - Hot In Herre | Betra en upprunalega útgáfan frá Nelly
DJ Sammy - Sunlight | DJ Sammy spilaði fyrir ári síðan á Broadway og telst því Íslandsvinur...

Musik & Myndir

Boogie Pimps - Sunny | Boney M smellurinn í nýjum búningi
Deepest Blue - Give It Away | Það besta frá Deepest Blue til þessa
Junior Jack - Da Hype | Eighties fílingurinn held ég bara
Benny Benassy - Satisfaction | Klassík
Mr. On vs. Jungle Brothers - Breathe Don't Stop | D.I.S.C.O.
Motorcycle - As The Rush Comes | Algjör snilld frá Gabriel & Drezden
Tim Deluxe - Less Talk More Action | Orð að sönnu.... látum verkin tala
Peran - We Want To Be Free | We Want To Be Free... Do What We Wanna Do
Boogie Pimps - Somebody To Love | ...don't you want somebody to love... hver vill það ekki?

We Want To Be Free

Eftir að hafa horft á myndbanið við lagið We Want To Be Free með Peran (van Dyk) þá varð mér ljóst að mig vantar smá aðstoð við að þrífa bílinn minn...

Gleðilega páska!

Það er sjaldan étið jafn mikið af súkkulaði og í dag... ég ætla samt að standa við mitt og sleppa páskaegginu þetta árið.


laugardagur, apríl 10, 2004


AA

AA-samtökin á Íslandi eru 50 ára um þessar mundir...af því tilefni tók ég próf á heimasíðu samtakanna og sannleikurinn minn er einfaldlega (kom mér ekkert á óvart):

"Þú ert örugglega ekki alkahólisti"

G.A.Y.

Ég fór á ballið með Írafári í Hnífsdal í gær. Ég held að böllin í Hnífsdal geti bara ekki klikkað, ég skemmti mér konunglega og lét öllum illum látum á dansgólfinu. Mér stóð nú samt ekki á sama þegar einn kunningi minn fór að tala um hve GAY ég hefði verið þegar ég var að dansa við einhvern diskó smellinn. En ég er bara eins og ég er... þó maður líti kannski stundum út fyrir að vera hýr þá þýðir það ekki endilega að sú sé raunin.


föstudagur, apríl 09, 2004


Netstúlka Vestfjarða

Nú má maður víst byrja að kjósa...

Sambandslaus

Undanfarna tvo daga hefur mér fundist sem það vantaði einhvern hluta af mér... ástæðan var auðvitað að ég var ekki í netsambandi þessa tvo daga. En núna er netið komið í lag hjá mér og þá ætti páskunum að vera bjargað.


miðvikudagur, apríl 07, 2004


Hópið

Þyrstir ættu að skella sér á Hópið á föstudaginn þar sem hinn geðþekki trúbador Einar Örn verður að spila... mér sýnist að það sé bara boðið upp á fríar veigar allt ballið...

Skákin

Kalli Hallgríms hefur verið að fjalla um skáklífið í Bolungarvík undanfarið. Þar minnist hann á að frændi hans og nágranni hafi á sínum tíma verið ein helst skrautfjöður UMFB á íþróttasviðinu. Einhverjir halda að þarna sé átt við Danna... þarna er mikill miskilningur á ferð, ef horft er til Holtastígs 18 kemur auðvitað mitt eigið nafn fyrst upp í kollinn á hverjum þeim sem hugsar um skákina... eða kannski er bara átt við einhvern eldri bræðra minna.

3 stuttir

Ég tók mér smá frí í vinnunni í gær til að taka 3 stutta golfhringi. Þetta var alveg óendanlega skemmtilegt og ágætis upphitun fyrir Spánarferðina sem er bara eftir 3 vikur... ætla að endurtaka leikinn í dag. Þið sem eruð að koma vestur um páskana... skiljið skíðin eftir og takið golfsettið með ykkur í staðinn.

Hamingjan er besta hefndin

Einmitt.


þriðjudagur, apríl 06, 2004


Skin og skúrir

Fyrst góðu tíðindin... Chelsea vann Arsenal og þess vegna eru Eiður Smári og félagar komnir í undanúrslit í Meistaradeildinni.

En slæmu tíðindin eru að ég var að "tapa" 2 og hálfum kassa bjór vegna þess að Real Madrid tapaði fyrir Monakó í kvöld og eru dottnir út úr keppninni. Þannig að fátæku námsmennirnir (Katrín og Jón Atli) fá ekki bjórinn sinn í þetta skiptið.

Dómaraskandall

Ég tek undir með Bolvíska stálinu um dómaraskandalinn á Söngkeppni FF. Biggi var langbestur og átti að vinna þessa keppni.

Bloggið

Mæli eindregið með blogginu hjá Kalla Hallgríms... bíð sjálfur eftir skáksögunum með mikilli eftirvæntingu.


mánudagur, apríl 05, 2004


Home Sweet Home

Þá er maður kominn heim eftir menningarreisuna til höfuðbæjarins. Þetta var hin fínasta helgi, verslaði mjög mikið í þetta skiptið og hlakka ekkert ofsalega mikið til að fá næsta VISA reikning í hendurnar. Fór að sjálfsögðu á Gaukinn á laugardagskvöldið og lenti á meiriháttar balli með "Í svörtum fötum". Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að vera þögull sem gröfin um allt annað sem gerðist hjá mér um helgina. Að lokum er vert að geta þess að Bí Olgeirs var maður helgarinnar...


fimmtudagur, apríl 01, 2004


20.000

Það styttist í gest númer 20.000 á þessari heimasíðu, sá/sú sem verður svo heppin(n) að vera nr. 20.000 má eiga von góðum glaðningi af því tilefni.

Gabbaður

Ég hljóp apríl í morgun. Ég lét líka suma aðra hlaupa apríl í morgun. En ekkert aprílgabb á blogginu.

Afmæli

Berglind mágkona mín á afmæli í dag... til hamingju með daginn!

Annars er það merkilegt með systkini mín, þau eiga öll maka sem eiga afmæli á tímabilinu frá 26. mars til 1. apríl. Mér hefur verið tjáð að ég verði að horfa til þessarar staðreyndar þegar ég fer að huga að kvennamálum mínum (sem gerist vonandi einhvern daginn). Ég verð sem sagt að halda mig innan þessara tímamarka hvað varðar fæðingardag... ég er reyndar búinn að semja um nokkurra daga frávik frá þessari reglu en þá verð ég að hafa hraðar hendur því frávikið minnkar eftir því sem tíminn líður.

Þó þetta séu kannski miklar kröfur sem mín ágætu systkini setja fram þá held ég að þau vilji mér vel og séu í rauninni bara að reyna að minnka markhópinn hjá mér. Núna get ég bara einbeitt mér að þeim stúlkum sem eiga afmæli á þessu tímabili, þannig ættu allar mínar aðgerðir að verða markvissari og vænlegri til árangurs. Nú er bara að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá mér í borg óttans um helgina.

Styttist í allt

Um leið og tíminn líður styttist í allt sem á eftir að gerast. Það styttist í Reykjavíkurferðina (menningarferð!), páskana, afmælið mitt, Spánarferðina og auðvitað styttist líka í tónleikana sem Jónsi Júróvisíon-fari verður með í Bolungarvík innan skamms... ég missi reyndar af þeim vegna óviðráðanlegra orsaka.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3