» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, júlí 30, 2004

Vestfirðingar kunna að drekka


Arnold og Siggi Hólm eru búnir að kaupa Gaukinn og Siggi Hólm lét hafa það eftir sér að það væri gott ef Vestfirðingar fjölmenntu á Gaukinn í framtíðinni því Vestfirðingar kunna jú að drekka.


fimmtudagur, júlí 29, 2004

Slagsmál


Það er oft fjör í fótboltanum, svona lagað er reyndar eitthvað sem við viljum ekki hafa í boltanum... fyrst lúskra öryggisverðir á aðdáanda sem hafði hlaupið inn á völlinn... svo hlaupa trylltir áhorfendur inn á völlinn og berja öryggisverðina.


miðvikudagur, júlí 28, 2004

Skjár Einn og enski boltinn (framhald)


Ég gæti best trúað því að Skjár Einn hefji útsendingar í Bolungarvík innan skamms. Ég ætla allavega að leggja mitt af mörkum til að svo geti orðið. Talað er um að við Víkarar tökum höndum saman og söfnum fyrir sjónvarpssendi...

Ég setti svohljóðandi spurningu inn á vikari.is í desember síðastliðinn:

"Geturðu hugsað þér að leggja eitthvað að mörkum til að útsendingar Skjás Eins náist í Bolungarvík?"
 
Út úr könnuninni kom að 74% sögðu já en 26% sögðu nei... nú er bara að vona að Bolvíkingar taki við sér og standi við þetta.


þriðjudagur, júlí 27, 2004

Rafa


Mér líst vel á nýja stjórann hjá Liverpool, 5-1 sigur á Celtic í gær er vondi ávísun á gott gengi hjá mínu liði í vetur og ég held að Rafa sé sá maður sem getur haldið leikmönnunum við efnið.


laugardagur, júlí 24, 2004

Party-Time


Ég er á leiðinni í partý í kvöld, tilefnið er stórafmæli hjá Palla og verður þar að sjálfsögðu mikið um dýrðir. Allir gömlu vinirnir mættir aftur og það er bara vísbending um að það verður vel tekið á því í kvöld. Svo verður auðvitað haldið á ÍSF-ballið í Hnífsdal og ég vona að ég sjái sem flest ykkkar þar...Ég vorkenni markmanninum sem fékk þetta mark á sig... þvílík niðurlæging.


fimmtudagur, júlí 22, 2004

Blessuð blíðan...


Það er frekar hlýtt í veðri í dag, 19 stiga hiti, heiðskýrt og logn... týpiskur sumardagur í Bolungarvík. Á sama tíma er auðvitað bara 12 stiga hiti á Ísafirði og aðeins 14 stig í borg óttans. Í dag er greinilega best að búa í Bolungarvík.Það verður gestkvæmt hjá mér um helgina, reyndar mættu fyrstu gestirnir í morgun og það er strax búið að plana að spila golf í kvöld. Svo verður vonandi gengið á fjöll um helgina og farið að veiða í Vatninu.

Það er víst ball með "Í svörtum fötum" í Hnífsdal um helgina... skyldumæting hjá mér enda er maður búinn að lofa að djamma með Noregsfaranum um helgina.


miðvikudagur, júlí 21, 2004

Skjár Einn og enski boltinn


Undanfarið hefur maður verið spurður að því hvort maður sé ekki bjartsýnn á veturinn hjá Liverpool eftir að nýr stjóri var ráðinn. Ég svara því alltaf þannig að bjartari tímar hljóta að vera framundan í boltanum en það sé verst að við fáum ekkert að sjá af þessu í vetur því enski boltinn sé kominn á Skjá Einn sem næst ekki í Víkinni.

Núna eru menn hér í bæ alvarlega að hugsa út í að fjárfesta sjálfir í sjónvarpssendi til að geta endurvarpað Skjá Einum yfir Bolungarvík. En þá þarf einhver að borga brúsann. Væru menn sáttir við að greiða t.d. 1.000 kr. á mánuði fyrir að fá að sjá Skjá Einn í vetur?

En allavega er þetta þannig í dag að það eru 3 möguleikar í stöðunni ef maður vill sjá enska boltann í vetur:
  1. Fá sér gervihnattadisk og kaupa áskrift að Sky eða einhverri annari stöð
  2. Taka þátt í að koma Skjá Einum til Bolungarvíkur
  3. Eignast vini (já eða vinkonu(r)) á Ísafirði sem er hægt að heimsækja til að horfa á enska boltann


sunnudagur, júlí 18, 2004

Fjallageit


Ég gaf golfinu langt nef um helgina og í staðinn fyrir að keppa á meistaramótinu þá fór ég í fjallgöngur. Í gær fór ég upp í Óshvilft en í dag tók ég góðan göngutúr um Traðarhyrnuna og endaði á því að fara upp í Bolla sem er fyrir ofan skíðalyftuna. Ég hafði myndavélina auðvitað með mér í fjallgöngurnar og tók helling af flottum myndum.


laugardagur, júlí 17, 2004

Stupidisco


Ég er í einhverju disco-house stuði þessa helgina... það er sennilega sólin sem hefur þessi áhrif á mig.
Get Into The Groove...
 
Junior Jack - Stupidisco >> Baby make your move... step across the line... touch me one more time... come on, dare me...
Spiller - Sola >> Instrumental
Milk & Sugar - Let The Sun Shine In >> Er þetta ekki úr Hárinu?
Boogie Pimps - Sunny >> Snilldar endurgerð á gömlu Boney M lagi
Condessa - Crazy Beats >> Smá brot úr lagi frá J-Lo klikkar ekki
Angel City - Touch Me (Radio Edit) >> Þetta lag er bara æðislegt!
Sugarbabes - Hole In The Head (Full Intention Mix) >> Þetta remix líkist upprunalega laginu voðalega lítið...


föstudagur, júlí 16, 2004

Tímamót


Það eru tímamót hjá mér í dag, það eru akkúrat 6 mánuðir frá því ég byrjaði í ræktinni... eins og það er kallað. Ég get ekki kvartað yfir árangrinum, 20 kíló farin en samt eru nokkur eftir sem mega alveg missa sín.Baldur Smári Einarsson, Your ideal job is a Circus Freak.
 
Merkilegt...Ég held ég sé bara nokkuð sáttur við stjörnuspána mína í dag...
 
Þetta er góður dagur til að eyða peningum. Þú munt að öllum líkindum fá andvirði peninganna þinna og njóta þess sem þú kaupir um ókomna tíð.


fimmtudagur, júlí 15, 2004

Dragostea Din Tei


Ég er þreyttur eftir allt umstangið í kringum Símamótið og þyrfti að fara að halla mér... en hérna er samt eitt óskalag fyrir Öddu...
 
O-Zone - Dragostea Din Tei (DJ Ross Radio Mix)Það hefur lítill tími gefist til að blogga undanfarna daga, ég hef staðið í ströngu við að undirbúa 5 daga golfveislu sem hófst reyndar í dag með einu af hinum sívinsælu miðvikudagsmótum. Á morgun er Símamótið þar sem 55 manns eru skráðir til leiks og á föstudaginn hefst meistaramót GBO sem stendur yfir í þrjá daga. Svo verður líka unglingamót í golfi á sunnudaginn þannig að maður ætti að vera kominn með nóg af golfi á sunnudagskvöld.

Ég vona að mér detti eitthvað annað en golf í hug til að blogga um næstu daga...


miðvikudagur, júlí 14, 2004

You'll Never Walk Alone


Það er fátt sem er jafn snertandi og að ganga inn á Anfield og heyra 45 þúsund manna kór syngja "You'll Never Walk Alone" á heimaleikjum Liverpool... slík upplifun gleymist seint. Hins vegar held ég að þessi útgáfa (Flash - You'll Never Walk Alone) af laginu sé best gleymd.


þriðjudagur, júlí 13, 2004

Opna Símamótið


Það eru rúmlega 40 manns búnir að skrá sig í Opna Símamótið í golfi sem haldið verður á Syðridalsvelli á fimmtudaginn. Ekki nema von að það verði góð mæting þar sem frábær verðlaun eru í mótinu, t.d. nokkur stykki farsímar sem flestir ættu að hafa einhver not fyrir. Ég er allavega skráður í mótið og væri alveg til í að fá þennan gemsa í verðlaun.


mánudagur, júlí 12, 2004

Dýr golfkúla


Titleist Pro V1 er nú bara hlægilega ódýr miðað við þessa golfkúlu.... and the winner is: Davíð Oddsson

Hvernig væri að setja saman einhverja skemmtilega bardaga og segja frá úrslitunum?Það er best að bæta þessum japanska veitingastað á listann hjá sér fyrir næstu ferð til Manchester.Það væri gaman að sjá keppni meðal bloggara í stafsetningu... án þess að nefna einhver nöfn þá held ég að sumir mættu aðeins huga að því að skrifa færslurnar sínar á skiljanlegri íslensku.Sum atvik í fótbolta eru bara vandræðaleg.Það hafa þrír kylfingar átt vallarmet á Syðridalsvelli...

Sá fyrsti fór á 73 höggum á Vígslumóti Syðridalsvallar 6. júlí 2002.

Næsti fór á 71 höggi á Pepsi mótinu 5. ágúst 2002.

Núverandi vallarmet sem er 70 högg var sett á fyrri keppnisdegi Vestfjarðamótsins í golfi 26. júní 2004.

Ef maður tekur bestu fyrri 9 (sem er 32 högg) og bestu seinni 9 (sem er 33 högg) þá sést að það er raunhæft að ætla að vallarmetið geti á góðum degi orðið 65 högg sem er 6 höggum undir pari vallarins.Ég bætti 2 nýjum lögum inn á síðuna...

Prodigy - Spitfire >> Greinileg áhrif frá Rage Against The Machine... If I Was In World War II They'd Call Me Spitfire!

Royal Gigolos - California Dreamin' >> Það er alltaf gaman að sjá lögum nauðgað, gamall smellur kominn í satisfaction búning.


sunnudagur, júlí 11, 2004

Nokkur lögmál golfsins...


1. gr.: Á eftir þínum besta hring kemur, nánast strax, sá versti. Tilhneigingin er þess strekari sem þú hefur sagt fleirum frá velgengninni.

2. gr.: Spánýjir boltar eru vatnssæknir. Þó ekki sé unnt að sanna þetta vísindalega þá er þetta þekkt staðreind og þess dýrari sem boltinn er þess sterkari verður fylgnin.

3. gr.: Þess hærri sem forgjöf manna er, þess ósparari eru þeir á ráð. (Úpps!)

4. gr.: Allar par þrjú holur heimsins hafa leynda drauma um að niðurlægja golfara. Þess styttri sem þær eru þess sterkari er þörf þeirra.

5. gr.: Runnar lifa á golfboltum.

6. gr.: Sandur hefur líf og sjálfstæða hugsun. Hvernig gæti hann annars unnið svona kljókindalega gegn þér.

7. gr.: Það fer að rigna þegar lengst er í skjól.

8. gr.: Þú tapar frekast fyrir þeim sem þú þolir ekki að tapa fyrir.

9. gr.: Síðustu þrjár holurnar sjá til þess að skorið þitt verði í samræmi við getuna.

10. gr.: Menn skyldu hætta í golfi að minnsta kosti tvisvar í mánuði.


laugardagur, júlí 10, 2004

Partý


Ég er hálf undrandi á því að það skuli enginn vera búinn að bjóða mér í partý í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki á hverjum degi sem ég fæ mér í glas núorðið... Ég sem hélt að ég væri svo skemmtilegur og eftirsóttur að fólk myndi rífast um að fá mig í partý til sín en raunin er allt önnur... er fólk kannski alveg búið að afskrifa mig í djamminu?

En maður getur bara lesið um góð partý sem sárabætur fyrir partýlaust kvöld.Drykkur kvöldsins er án efa tvöfaldur Absolut Kurant út í Sprite Zero... maður hreinlega trúir því ekki að þetta sé áfengur drykkur.

Annar snilldar drykkur er tvöfaldur gin út í Fanta Lemon, þessi drykkur er í miklu uppáhaldi hjá Svarta genginu og ég mæli með því að nota Bombay Sapphire gin því það er fyrsta flokks.Núna eru bara 45 mínútur þangað til Sensation Black byrjar, ég ætla að reyna að horfa á einhvern hluta hátíðarinnar live á ID&T... já og skella nokkrum köldum í mig í leiðinni. Svo er það bara djamm í kvöld...


föstudagur, júlí 09, 2004

Helgin...


Það er meira en nóg um að vera um helgina, fullt af böllum og alls konar viðburðir. Ég veit ekki hvort ég fari á djammið en maður fer þá bara á rúntinn í versta falli... þá getur maður hlustað á snilldar tónlist á borð við þessa:

N.E.R.D. - She Wants To Move (Basement Jaxx Remix) >> Her ass is a spaceship I want to ride... Her ass... She's sexy!!
Sam Sharp - Twister >> ...sextacy


fimmtudagur, júlí 08, 2004

Girls


Ég var að hlusta á nýja Prodigy lagið Girls á ID&T áðan... og það er bara nokkuð töff. Ég væri alveg til í að fá The Prodigy enn einu sinni til Íslands á tónleika... ekki spurning.Ég ætlaði að ná myndum af tveim herþyrlum sem sveimuðu yfir Víkinni áðan, en þegar ég kom út þá tók ég eftir því að tveim gæsum sem virtust vera í göngutúr í miðbæ Bolungarvíkur. Þannig að ég tók myndir af þessum gæsum en missti af þyrlunum. Þessar gæsir voru mjög gæfar og voru ekkert á því að koma sér af götunni.Beckham hjónin vilja eignast stelpu og hafa gefið það út að þau ætli að einbeita sér að því að búa til barn (já eða börn) í sumarfríinu sínu. Það er vonandi að David skori betur í rúminu með Victoriu en hann gerði með enska landsliðinu á EM í Portúgal.Ég varð orðlaus þegar ég horfði á fréttirnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það setti eiginlega bara óhug að mér. Þar var einhver lögga að greina frá hugmyndum sínum um hvernig bæta megi umferðarmenningu Íslendinga. Hans lausn var að auka eftirlit með hinum almenna borgara. Löggan vildi fleiri eftirlitsmyndavélar og sérstaka tölvukubba í bíla sem gerðu mögulegt að fylgjast nákvæmlega með aksturslagi bílsins. Þannig gæti lögreglan stoppað bíla og lesið af tölvukubbnum hvort viðkomandi hefði einhvern tímann brotið eitthvað af sér.

Þetta eru alveg ótrúlegar hugmyndir, og það er eiginlega ennþá ótrúlegra að það skuli vera til fólk sem heldur að svona "stóra bróðurs" eftirlit sé líklegt til árangurs. Svona njósnastarfsemi leiðir bara af sér harðari heim með nýjum og alvarlegri vandamálum.

Ég myndi frekar hætta að nota bíl heldur en að leyfa löggunni að koma fyrir njósnabúnaði í bílnum mínum.Ég er búinn að vera að nota Opera í staðinn fyrir Explorer undanfarið og ég verð að viðurkenna að mér finnst Operan betri að flestu leyti. Til dæmis lítur þessi bloggsíða betur út í Operu en Explorer.Sumar fréttir fara í taugarnar á mér. Þetta á t.d. við um svona fréttir. Mér finnst eins og það sé verið að líkja orkudrykkjum við dóp í þessari frétt, maður verður kannski álitinn dópisti í framtíðinni ef maður sést drekka Magic á skemmtistað eða jafnvel bara í ræktinni.Það er greinilega mikið fjör á Quart tónlistarhátíðinni í Noregi í ár... þetta er kannski það sem koma skal á íslenskum útihátíðum.


miðvikudagur, júlí 07, 2004

Engin sæla á Súganda?


Mér skilst að Súgfirðingar séu ekki par hrifnir af því að það sé haldinn markaðsdagur í Bolungarvík á sama tíma og sæluhelgin er á Suðureyri. Er smá samkeppni ekki bara góð fyrir báða aðila?Ef þið eruð að fara að halda bingó þá er þetta forrit algjört möst.Ég er búinn að vera á leiðinni að breyta útlitinu á þessari bloggsíðu minni í nokkra mánuði. Núna er ég loksins búinn að gera eitthvað í málinu. Þetta er sem sagt útgáfa nr. 2 (version 2.0) af www.baldur.blogspot.com ... ég vona að þið fílið þetta nýja lúkk.Síðastliðinn laugardag var fyrri hlutinn af Sensation 2004 tónlistarhátíðinni. Sensation hátíðin á sér 5 ára sögu og hefur alltaf skartað því besta í dansheiminum hverju sinni. Hátíðin sérstæð því hún skiptist í 2 viðburði, fyrst er það Sensation White sem var á síðustu helgi og svo er það Sensation Black sem verður á næstu helgi.

Það er tónlistarlegur munur á þessum 2 viðburðum því Sensation Black er með harðari tónlist en Sensation White. Einnig er mismunandi "dresscode" á þessum kvöldum, á Sensation White klæðast menn hvítu en á Sensation Black ræður svarti liturinn ferðinni.

Hverri Sensation hátíð fylgir eitt til tvö þemu-lög eða "anthem"... þið getið nálgast megamix af nokkrum þeirra [hérna] og hvíta "anthemið" í ár hljómar [svona].

Sensation hátíðin er alltaf haldin í Amsterdam Arena sem er (að ég held) heimavöllur Ajax og þjóðarleikvangur Hollendinga, sem sagt eitt stykki yfirbyggður fótboltavöllur sem tekur ansi marga gesti.

Ef þið viljað skoða hollenskar djammmyndir frá því á síðustu helgi þá eru hérna um 350 myndir frá Sensation White 2004:
[skammtur 1] - [skammtur 2]

Ef þið hlusta á bestu útvarpsstöð í heimi... þá mæli ég með ID&T... ein af fáum útvarpsstöðvum með almennilegan playlista.


þriðjudagur, júlí 06, 2004

The Prodigy


Það er loksins komið að því að Liam Howlett og félagar í The Prodigy sendi frá sér nýja plötu. Gripurinn heitir Always Outnumbered Never Outgunned og kemur út 23. ágúst nk. Ég bíð spenntur eftir að fá að heyra nýja diskinn en tónlistin á honum er sögð vera... "Punk with a sexy flair over breakbeat"... og það hljómar bara vel í mínum eyrum.Ég vildi óska þess að ég væri þessa stundina í sumarfríi á Benidorm. En það eru bara dagdraumar í mér...


mánudagur, júlí 05, 2004

What A Weekend...


Helgin er búin að vera mögnuð hjá mér... var að koma heim að Metallica tónleikunum og ég verð að viðurkenna að þeir voru geðveikir... Sveitin spilaði fyrst í einn og hálfan tíma og svo voru þeir klappaðir svo oft upp að það bættist heill klukkutími við prógrammið... sem sagt, 2 og hálfur tími af Metallicu og ég held að allir hafi farið heim með bros á vör...


fimmtudagur, júlí 01, 2004

Reykjavík... Here I Come


Það er víst komið að helgarfríi í borg óttans, er að spá í að taka golfsettið með því það var skorað á mig að taka hring með gömlum skólafélögum úr Háskólanum... ég væri svo mikið til í að vinna þá einu sinni í einhverju sporti. Annars er það bara Metallica á sunnudaginn í Egilshöllinni... það verða vonandi geðveikir tónleikar.
35+


Landsmót kylfinga 35 ára og eldri fer fram á Hellu þessa dagana. Nokkrir Víkarar eru að keppa þar og eru helstu tíðindin þau að Nevada Grímur er í 1.-2. sæti í 4. flokki (á 21 yfir pari, 36 punktar), Bjarni Péturs er 5.-6. sæti (á 8 yfir pari, 38 punktar) í 2. flokki og er aðeins 3 höggum á eftir efsta manni, Hjörleifur Larsen er í 9.-10. sæti í 3. flokki (á 16 yfir pari, 34 punktar) og 5 höggum á eftir efsta manni. Oddur Ólafs og Palli Rós er eitthvað neðar í þeim flokki. Svo er vinur okkar... fararstjórinn á Islantilla.. Siggi Hafsteins... ofarlega í 1. flokki á 5 yfir pari.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum köppum um helgina... maður ætti kannski að skella sér á Hellu til að hvetja þá.Commentin hjá Hr. Ólífuolíu um ítalska landsliðið í fótbolta eru alveg stórskemmtileg. Hann heldur því m.a. fram að bestu knattspyrnumennirnir séu líka þeir myndarlegustu.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3