» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, september 30, 2005

Meira um göngin


Það er varla um annað rætt hér í bæ en fyrirhuguð Óshlíðargöng, menn hafa skiptar skoðanir á málinu eins og við er að búast en ég held að flestir séu sammála um eitt... að menn séu ekki að ganga nógu langt.

Á þessu korti má sjá hverjar hugmyndir Vegagerðarinnar hafa verið um göng á Óshlíð. Þarna er rætt um þrenn göng, þau fyrstu (frá Bolungarvík séð) taka úr umferð beina kaflann og grjóthrunshættuna þar og ná inn í Kálfadal. Næstu göng liggja frá Kálfadal yfir í Seljadal og þau þriðju frá Seljadal að Skarfaskeri.

Svo er til annað kort sem sýnir aðrar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni undanfarin ár, þarna eru t.d. sýnd göng frá Ósi yfir í Seljadal (leið D), göng frá Ósi að Skarfaskeri (leið C), göng úr Syðridal yfir í Hnífsdal (leið B) og göng úr Syðridal yfir í Súgandafjarðarlegg Vestfjarðaganga (leið A). Að mínu mati er algjört lágmark að fara leið D frá Ósi yfir í Seljadal en líklega væri skynsamlegast að fara alla leið að Skarfaskeri.

Nú er bara að vona að Vegagerðin hugsi alla leið í þessu máli, það hlýtur að vera hagkvæmara til lengri tíma litið að bora alla leið.... hvað finnst ykkur um þetta?Ég fékk símtal áðan þar sem mér var tilkynnt að ríkisstjórnin hafi samþykkt að gera göng undir Óshlíð og byrjað verði á framkvæmdum á næsta ári. Þetta er mjög stór dagur í lífi okkar Bolvíkinga.


fimmtudagur, september 29, 2005

Fishermans Friend


Maður getur greinilega lent í vandræðum ef maður borðar Fishermans Friend hálstöflunar undir stýri...Það eru allar líkur á að ég skelli mér í golfferð til Islantilla eftir tæpan mánuð... íslenska golfsumarið hefur verið frekar dapurt hjá mér þannig að það verður fínt að spila golf í sól og hita í nokkra daga áður en veturinn skellur á.

Það er önnur utanlandsferð líka á teikniborðinu, ég er að spá í að fara til London í byrjun desember og sjá tvo leiki í Meistaradeildinni, Chelsea vs. Liverpool og Arsenal vs. Ajax, þá væri auðvitað hægt að nota ferðina í jólainnkaupin líka ;-)


miðvikudagur, september 28, 2005

3 ár


Það eru 3 ár síðan þessi mynd var tekin... ég fékk köku með kaffinu í morgun í tilefni dagsins.


mánudagur, september 26, 2005

Klukkið


Mæja Bet klukkaði mig sem þýðir að ég þarf að koma með fimm persónuleg atriði sem e.t.v. ekki allir vita…

- Ég hef óbeit á græðgi og mér finnst betra að gefa en að þiggja… “Hinn gráðugi fær aldrei nóg – en allir fá nóg af honum”

- Ég þoli ekki stafsetningarvillur… sérstaklega ekki þegar ég geri þær sjálfur!

- Ég hef alltaf verið matvandur og borða t.d. ekki gúrkur eða kartöflur (neyði þetta nú stundum ofan í mig) og ég drekk hvorki bjór eða kaffi.

- Ég er fer aldrei í ræktina öðruvísi en að vera í Liverpool búning… ég hef sem sagt auglýst bjór (sem ég drekk ekki!) að meðaltali 5 sinnum í viku síðustu 20 mánuðina!

- Ég hafði einu sinni meira gaman af því að skemmta öðrum en sjálfum mér… núna er því öðruvísi farið… en ég gæti samt tekið upp á því að þeyta skífum aftur í vetur!

….ég klukka Stjána Sax, Bigga Olgeirs, Kalla Hallgríms, Elmu Rún og Einar Örn!


föstudagur, september 23, 2005

Helgarskammturinnfimmtudagur, september 22, 2005

Kveðið um Kötu


Biggi Olgeirs er að taka þátt í Trúbadorakeppni Rásar 2 með lagið "Kveðið um Kötu"... hægt er að hlusta á lagið á heimasíðu Popplands - og auðvitað gefa allir Bigga atkvæði sitt!Ég trúði ekki á drauga en eftir að ég sá eina ljósmynd í kvöld þá er ég orðinn efins... trúið þið á drauga?


miðvikudagur, september 21, 2005

Íraska diskóið


Samkvæmt þessari frétt á að halda íraska daga á Ísafirði í vetur. Á þessari bæjarhátíð verður lögð áhersla á íraska matargerð og menningu og er sérstaklega tekið fram að boðið verði upp á íraskan mat, diskótek og upplestur úr íröskum bókum. Ég býð spenntur eftir því að heyra hvernig íraska diskótekið verður, ætli þar verði spiluð írösk diskótónlist eða kannski bara einhver vestræn síbylja?Það er kominn nýr og betri vefur hjá Mugison... flott útlit komið en vefverslun og gítargrip eru á leiðinni...Once upon a time, a guy asked a girl "Will you marry me?"
The girl said,"NO!"
And the guy lived happily ever after and went fishing, hunting and
played golf a lot and drank beer and farted whenever he wanted.


THE END


þriðjudagur, september 20, 2005

Very busy


Ég er búinn að vera mjög upptekinn vegna golfmóta og vinnu undanfarna daga og skýrir það bloggleysið. En í stuttu máli var föstudagurinn ansi skrautlegur hjá mér, Hvíta gengið vann einvígið að þessu sinni og ég var ansi skrautlegur eftir mótið.... í það minnsta voru videoin af mér í gemsanum mínum all svakaleg, ég held að þau fari ekki á netið í bili. Laugardagurinn var frekar þunnur og fjölmennasta golfmótið okkar í sumar var á sunnudeginum. Í gær var svo unnið og púlað í spinning... merkilegt hvað gamli góði Bahamas diskurinn minn frá því á Benidorm 2002 er langlífur í spinning tímunum hérna fyrir vestan ;-)

Í dag er það bara vinnan sem ræður ferðinni... það getur samt verið gott að líta aðeins upp úr bókhaldinu annað slagið og kíkja á eitthvað á netinu sem fær mann til að brosa aðeins út í annað... eins og þessi frétt (eða réttara sagt myndin sem fylgdi fréttinni) gerði til dæmis í morgun.


föstudagur, september 16, 2005

Stjörnuspáin mín í dag...


NAUT 20. apríl - 20. maí
Líkamlegt aðdráttarafl nautsins er í hámarki og kallar á ástleitni. Fólk í föstu sambandi kryddar ástalífið með óvæntri hreinskilni og einhleypir í makaleit rekast á draumafélagann. Ekki lát'ann sleppa!Einvígi aldarinnar verður í dag þegar Hvíta gengið tekur á móti Svarta genginu í golfmóti á Syðridalsvelli. Heyrst hefur að mótið byrji með fordrykk, svona rétt til að mýkja sveifluna. Formið verður þannig að það verða tveir single leikir í holukeppni, Röggi mætir Olla og Bjarni Pétur etur kappi við Grím. Jón Steinar og Guðbjartur mæta "Smárunum" í punktakeppni en Öddi og Jói spila Texas Scramble við Jón Þorgeir og Svenna. Það er glæsilegur farandbikar í verðlaun fyrir það "gengi" sem vinnur og svo er bíll í verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 3. holu. Eftir mótið verður etið og drukkið að hætti Spánarfara, síðasta Tillaferð verður rifjuð upp og næsta golfferð skipulögð.Það er víst fylgni milli þessa að lifa heilbrigðu lífi og þess að hafa fjármálin í lagi.

Healthy Body = Healthy Finances


miðvikudagur, september 14, 2005

Eðalkoníak


Ég er mikill Frapin maður þegar kemur að koníaki, ég væri meira en til í að eignast þessa Frapin Cuvee 1888 flösku... hún yrði þá tekin fram þegar maður færi holu í höggi!


þriðjudagur, september 13, 2005

Víkaralagið


Það hafa margir beðið mig um að setja stuðningslag Víkara á netið... Það er Benni Sig sem syngur lag Birgis Olgeirssonar "Við erum Víkarar". Ég mæli með að allir sannir Víkarar hlaði laginu niður á tölvur sínar og dreifi því sem víðast.

Benni Sig - Við erum Víkarar (hægri smella, "save target as")

Fyrsti spinning tími vetrarins hjá mér var í gær. Þetta var bara hörku tími og ég tók mjög vel á því... gæti best trúað að það væri strax farið eitt kíló. Ég var sá eini karlkyns í tímanum og ekki getur maður kvartað undan því að vera umvafinn kvennfólki alla daga. Ég vildi samt sjá fleiri í þessum tímum og skora hér með á bekkjarsystur mínar að mæta sem allra fyrst... þið vitið hverjar þið eruð ;) Ég held að það séu líka nokkrir karlmenn í þessum bæ sem hefðu gott af því að skella sér í spinning...


mánudagur, september 12, 2005

Svart-Hvíta einvígið


Á föstudaginn verður mjög öflugt golfmót á Syðridalsvelli en þá fer fram einvígi Svarta gengisins og Hvíta gengisins. Keppt verður um glæsilegan farandbikar og verður keppnin með nokkurs konar Ryder fyrirkomulagi. Það verða tveir tvímenningar, einn fjórmenningur og einn Texas Scramble. Vikan mun því fara í þrotlausar æfingar en mig grunar að það sem eigi eftir að ráða úrslitum verði leikskipulag (taktík) liðanna. Hvíta gengið er sterkara á pappírunum en ég held að Svarta gengið eigi eftir að koma skemmtilega á óvart.


sunnudagur, september 11, 2005

Óskalag


Ein góð vinkona mín vildi endilega fá þetta lag inn á bloggið. Flytjandinn er Ben Moody sem er fyrrverandi gítarleikari Evanescence en honum til aðstoðar í þessu lagi er sjálf Anastacia, lagið heitir svo mikið sem Everything Burns og er úr kvikmyndinni Fantastic Four.Það var golfmót hjá mér í dag og ég held að ég hafi sjaldan byrjað jafn illa. Fyrsta höggið fór ekki fram fyrir 1. teig og ekki það annað heldur, þriðja höggið var ekkert sérstakt þannig að ég átti eftir um 170 metra að gríni eftir 3 högg... samt endaði ég þessa holu á 5 höggum. Þetta var dæmigert fyrir daginn í dag, ég var alveg úti að aka í upphafshöggum og brautarhöggum en þegar ég var kominn inn á flatirnar spilaði ég eins og engill. Afrek dagsins í dag var sem sagt að nota aðeins 26 pútt á 18 holur og ég held að það sé ekki hægt að gera mikið betur en það.

En það eru tvö stór mót framundan, Svart-Hvíta einvígið verður víst á föstudaginn og á sunnudaginn er stórmót Endurskoðunar Vestfjarða á dagskrá... eins gott fyrir mann að spila vel þar!Um svipað leyti og ég kom í heiminn var lagið "I Love To Love" með Tinu Charles vinsælt, fyrstu línurnar í laginu eru einhvern veginn svona:

Oh I love to love
But my baby just loves to dance
He wants to dance, He loves to dance, He's got to dance
Oh I love to love
But my baby just loves to dance
Oh I love to love
But there's no time for our romance
No no no oh

Ég held að þessi texti eigi mjög vel við mig, textinn gæti alveg eins verið saminn um mig.Ég skrapp á kaffihús í kvöld og ég held að það sé alveg ljóst að kaffihús eru ekki staðir fyrir mig. Ef ég ætla að njóta þess að fara út á lífið þá þarf ég helst að komast á stórt diskótek þar sem ég get gleymt mér á dansgólfinu klukkutímum saman.

Þessi lög eru dæmi um hvað er á mínu dansgólfi þessa dagana...

Ruffneck feat. Yavahn - Everybody Be Somebody 2005 >> Þetta lag var ansi vinsælt þegar ég var í menntaskóla, ég er alveg að fíla 2005 útgáfuna jafn vel og originalinn.

Porno - Music Power >> Þetta lag er bara æðislegt... eitt það besta sem ég hef heyrt undanfarið.

Luka - To Nem Ai (Remix) >> Það er sæt stelpa frá Brasilíu sem syngur þetta lag og mér finnst þetta remix vera mjög skemmtilegt

Audio Bullys feat. Nancy Sinatra - Shot You Down (Bang Bang) >> Þetta kannast allir við úr Kill Bill... Bang Bang! I used to shoot you down!

4 Strings - Sunrise >> Það er alltaf friðsælt þegar sólin kemur upp á morgnana, þetta lag er kannski ekki alveg eins og íslensk sólarupprás en þetta á vel við á sólarströndum.

Armin van Buuren feat. Jan Vayne - Serenity (Sensation White Anthem 2005) >> Það hafa öll Sensation lögin til þessa verið frábær, þetta er engin undantekning... klassík + trance!


föstudagur, september 09, 2005

Flashing for Moneymiðvikudagur, september 07, 2005

iPod nano


Nýjasti iPod-inn, iPod nano, er frekar nettur... þetta er jólagjöfin í ár.Davíð er að hætta sem ráðherra og það þýðir að Einar Kristinn verður sjávarútvegsráðherra. Ég held að sumir sægreifar séu ekkert sérstaklega ánægðir með að sjá Vestfirðing í stól sjávarútvegsráðherra... ég vona bara að þetta verði okkar landshluta til góðs. Eins og staðan er í dag vantar okkur ekkert sérstaklega meiri aflaheimildir á svæðið, við þurfum að fá opinber störf fyrir háskólamenntað fólk til að unga fólkið okkar geti snúið aftur heim að loknu námi.


þriðjudagur, september 06, 2005

Símapeningarnir


Í dag verður upplýst í hvað peningarnir sem fengust fyrir Símann verða notaðir. Ætli þeir fari ekki í einhvern óþarfa, t.d. einhver gæluverkefni einstakra ráðherra? Líklegast er að stóru seðlarnir fari á höfuðborgarsvæðið og svo verður klinkinu dreift um landsbyggðina, svona rétt til að sýnast. Ég vildi hins vegar sjá peningana fara í að greiða niður skuldir ríkisins þannig að það skapaðist aukið svigrúm til skattalækkana næstu árin.Einu skiptin sem ég skrifa um golf er þegar það gengur vel hjá mér. Einn af góðu dögunum var í gær, ég lék fyrri 9 holurnar á 45 höggum og var á 19 punktum. Frekar sáttur með það í ljósi þess að það var kalt og hvasst í gær. Þetta voru 4 pör, 3 skollar, 1 skrambi og 1 sprengja og aðeins 14 pútt. Ég tók 3-tré á teig undan vindi og það voru allt mjög löng högg og algjörir þráðarar, maður þarf ekki driver þegar maður er svona langur með 3-trénu. Á móti vindi tók ég svo upp driverinn á teig og tók lága bolta til að lágmarka áhrif vindsins á boltann.


mánudagur, september 05, 2005

Sameiningar


Ég hef aldrei skilið tilganginn með því að neyða lítil sveitarfélög með dreifða byggðakjarna til að sameinast - bara vegna þess að það búa fáir þar. Ég hef heldur aldrei séð neinn mun á því hvort fólk býr í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ eða Kópavogi... að maður tali nú ekki um Seltjarnarnes... mér finnst þetta bara vera eitt samfellt byggðarlag. Fyrst núna er komin fram eðlilegasta sameiningartillaga allra tíma... sameining höfuðborgarsvæðisins. Þessi sameining er svo augljós og það er mesta furða að menn hafi ekki fattað þetta fyrr.


föstudagur, september 02, 2005

Golf & Bjór


Það virðist sem golf og bjór fari vel saman í dag. Það er boðsmót í gangi á golfvellinum hérna í Víkinni og nóg er af bjórnum þar eins og meðfylgjandi myndir sýna:

fimmtudagur, september 01, 2005

Bensínverð


Það er merkilegt að bensín í birgðageymslum á Íslandi hækki alltaf strax og heimsmarkaðsverð hækkar... svo þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá tekur það fleiri vikur eða mánuði að skila sér til neytenda... bensínlítrinn hækkar víst um 4 krónur í dag og ég held að það sé bara kominn tími á að fara að leggja bílnum í smá tíma... eða nota hann bara í neyð.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3