» Party in the moonlight and dance to the sunrise...föstudagur, mars 31, 2006

Formaður GBO


Ég náði kjöri sem formaður Golfklúbbs Bolungarvíkur fyrr í kvöld, ég var reyndar einn í kjöri og hafði gegnt starfi formanns í hálft ár í forföllum fráfarandi formanns. Stjórnin er vel mönnuð þetta árið og ég geri ráð fyrir að meðalaldurinn sé einn sá lægsti sem þekkist í golfklúbbi á Íslandi. Ég er þar með orðinn formaður í 3 félögum og það lítur út fyrir að valdagræðgi mín eigi sér engin takmörk.

Ég var víst eins og venjulega gagnrýndur fyrir að veita kvennfólki í klúbbnum ekki nægilega mikla athygli... það verður sem sagt markmiðið mitt fyrir sumarið að koma fleiri stelpum í golfið og taka nokkrar holur með þeim reglulega.


fimmtudagur, mars 30, 2006

Gjálífi


Af einskærri tilviljun rakst ég á þessa skemmtilegu grein um þróun gjálífs á Akureyri. Það kom mér ekkert að óvart hver höfundur greinarinnar var en hann virðist þekkja næturlíf Akureyrar ansi vel að eigin raun.Það er aðalfundur Golfklúbbs Bolungarvíkur í kvöld, það er nóg að gera hjá mér við að undirbúa fundinn... ársskýrslan er tilbúin en ræðan er enn í mótun í kollinum á mér. Ég held að það sé ljóst að það séu bjartir tímar framundan hjá okkur í golfinu hér í Víkinni, í það minnsta get ég kynnt margt ánægjulegt á fundinum í kvöld.


miðvikudagur, mars 29, 2006

KAN - Í ræktinni


Eins og áður hefur komið fram verður hin magnaða hljómsveit KAN með comeback á Rokkhátíð alþýðunnar þessa páskana. Vegna fjölmargra áskoranna hef ég ákveðið að birta aftur plötudóm Bolvíska Stálsins um plötu sveitarinnar "Í ræktinni" sem kom út árið 1984. Plötudóminn ásamt hljóðdæmum má nálgast á www.vikari.is/kanNú fer hver að verða síðastur að kjósa Ásdísi Svövu Hallgrímsdóttur í netkosningu vegna keppninnar um Ungfrú Reykjavík. Ásdís Svava er auðvitað hálfur Bolvíkingur enda er hún ein af "Dengsunum" svokölluðu. Það gerir hana einnig að frænku minni enda er mikið af fallegu fólki í ættinni okkar ;o)


þriðjudagur, mars 28, 2006

Á helginni


Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun minni segja 56% aðspurðra "á helginni" en 44% segja "um helgina". Ég er bara þokkalega sáttur við þessa niðurstöðu.

Næsta spurning snýst um það að ég á 30 ára afmæli 21. apríl næstkomandi og hafði hugsað mér að halda upp á daginn með einhverjum hætti í góðra vina hópi. En þá vill svo skemmtilega til að ég verð erlendis þegar afmælisdagurinn rennur upp og þá þarf ég annað hvort að halda upp á afmælið á páskunum eða einhvern tímann eftir að ég kem heim frá Spáni. Ef seinni kosturinn verður fyrir valinu er ljóst að vinnu minnar vegna getur ekki orðið af afmælisveislu fyrr en í byrjun júní. Þannig að nú er það í ykkar höndum að gefa mér ráðleggingar um hvenær ég ætti að halda upp á þrítugsafmælið. Það er svo annað mál hvort ég fari eitthvað eftir því ;o)Þessi frétt af draugagangi er mögnuð... Draugarnir sem eru á sveimi í kringum mig eru sem betur fer ekki svona skæðir.


mánudagur, mars 27, 2006

Vetur


Það er ekki beint sumarlegt veður hér vestra þessa dagana, allt hvítt og það lítur út fyrir að það verði jafnvel hægt að fara á skíði í Skíðavikunni. En ef snjórinn stoppar stutt við er bara hægt að njóta tónlistar á Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, þar ber það m.a. til tíðinda að bolvíska hljómsveitin KAN mun eiga comeback með Herbert Guðmundsson í broddi fylkingar. Sagan segir að það verði ball með KAN í Félagsheimili Bolungarvíkur um páskana, ef það reynist rétt er ekki spurning að maður skellir sér á ball...

...til að enda þessa færslu kemur smá brot af þeirri tónlist sem mun líklega ekki heyrast mikið á skemmtistöðunum um páskana... nema þá að ég komist í búrið einhvers staðar ;o)

DT8 Project feat. Andrea Britton - Winter >> Vetrartrans frá Darren Tate, passar akkúrat við veðrið sem er úti núna... skafrenningur....

David Banner feat. Twista - On Everything (Dirty) >> Ótrúlega kúl rapplag

The Cut Up Boys - Time 2 Turn Devotion Around >> Hið frábæra "Time 2 Turn Around" með Denis The Menace & Jerry Ropero vs. Francesco Diaz blandað saman við "(I Wanna Give You) Devotion" með Nomad... mér finnst þetta svo mikil snilld, ég sit ekki kyrr undir svona lögum ;o)

Cascada - Bad Boy >> Ég held að ég verði seint talinn slæmur strákur en þetta lag er alveg ekta "steratónlist" og svínvirkar í ræktinni.Það eru bara rétt rúmar 3 vikur þangað til við strákarnir höldum suður á bóginn til að spila golf á Islantilla og ég get varla beðið eftir að komast út í golfið og ginið ;o) Þá má geta þess að það eru komnar nýjar myndir úr síðustu Spánarferð á heimasíðu Svarta gengisins.

Svo er hér einn góður golfbrandari frá Óttari...

A man is telling a story... "I was playing golf, and even though I am usually a pretty good player, I was playing horribly that day. As I was about to tee off at the fourth hole I heard a voice say, "three wood." I looked around and no one was behind me so I took my stance. Then once again I heard "three wood." I looked down and there was a frog at the corner of the tee box, and he was telling me to use my three wood. I thought it was stupid but I was playing so badly that I thought nothing could hurt me so I took out my three wood. It was a long par four, and I hit the ball straight 250 yards with that three wood. Since the frog seemed to be lucky I picked him up and took him along with me. At the next whole he told me to use my five iron. It was a par three and I got my first hole in one ever. I made a least a birdie on all the rest of the holes, and all I had to do was listen to that frog.

That night I took the frog to the casino in my hotel. We played Roulette. I put my money where the frog said and won on every spin of the wheel. After that I was tired so I went up to bed. I took the frog out of my pocket and put it on the dresser. Suddenly it looked at me and said, "kiss me." Now I wasn't about to kiss a frog, but he said it again. So I kissed the frog and he turned into the most beautiful fourteen year old girl you have ever seen in your entire life. And that your honor is how that fourteen year old girl ended up in my hotel room."


sunnudagur, mars 26, 2006

Svarta gengið


Svarta gengið og golfekkjurnar héldu árshátíð sína í kvöld. Að venju var það Smári sem galdraði fram ljúffengan veislumat. Í þetta skiptið var boðið upp á plokkfisk og spænskan saltfiskrétt. Þetta hljómar e.t.v. fráhrindandi fyrir suma en ég get nú bara sagt ef allur fiskur væri svona góður þá gæti ég borðað fisk alla daga vikunnar. Við skemmtum okkur svo fram á rauða nótt við að horfa á myndir og video frá golfferðum til Orlando og Islantilla. Ég mætti að sjálfsögðu með Remy Martin X.O. koníaksflöskuna mína í boðið og hún var auðvitað kláruð. Ég verð að viðurkenna að ég get varla beðið eftir að komast út aftur, golfferðir eru skemmtilegustu utanlandsferðir sem ég hef farið í og eru hverrar krónu virði.


föstudagur, mars 24, 2006

Congratulations


Myndbandið með Silvíu Nótt er algjört æði ;o)Það er föstudagur í dag og þá er eðlilegt að slá á létta strengi... stelpurnar í vinnunni hjá mér hafa skemmt sér yfir þessum brandara í allan morgun...

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa.. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"

"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig."


miðvikudagur, mars 22, 2006

Sú erfiðasta?


Þó ég hafi oft fengið góðar sprengjur í golfinu þá hef ég aldrei afrekað að nota 66 högg á eina par 3 holu. Ég væri samt alveg til í að glíma við 17. holuna á TPC Sawgrass vellinum, þessi hola er ótrúleg áskorun.Það kemur mér ekkert á óvart að síðasta ástarvika hafi verið ávaxtalaus, mér skilst nefnilega að til að getnaður geti átt sér stað þurfi meira til en sultugerð, ljóðlestur og sundferðir. Það væri e.t.v. nær að Bolvíkingar hæfu ræktun ígulkera en talið er að neysla ígulkerahrogna bæti frammistöðu manna í ástarleikjum.Hver man ekki eftir Heartbreak High þáttunum sem voru hvað vinsælastir fyrir rúmlega 10 árum síðan... ég minnist þess í það minnsta að hafa horft á einn eða tvo þætti á sínum tíma... eða kannski eitthvað aðeins fleiri...


mánudagur, mars 20, 2006

Skattframtölin


Það er rétt að minna á að fresturinn til að skila skattframtölum einstaklinga rennur út á morgun. Þeir sem þurfa lengri frest geta sótt um hann á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Hvað mig varðar þá sótti ég um viðbótarfrest enda ætla ég að eyða næstu helgi í að gera eigið framtal auk framtala ættingja, vina og kunningja.


sunnudagur, mars 19, 2006

29 dagar


Það eru bara 29 dagar þangað til ég fer í skemmtilegustu utanlandsferð ársins. Þetta er auðvitað hin árlega vorferð Svarta gengisins til Spánar. Að venju mun leiðin liggja til Islantilla sem er 27 holu golfvöllur í suðvestur hluta Spánar, rétt við landamærin að Portúgal.

Í síðustu ferð tók Röggi upp nokkur video og hafa sum þeirra lekið á netið... í dag voru 9 ný video opinberuð og er hægt að nálgast þau á heimasíðu Svarta gengisins. Hérna eru samt 3 þeirra...

Bjarni Pétur vakinn >> Hér má sjá hefðbundinn morgunn í herbergi 303, mottó Bjarna Péturs í ferðinni var að láta golfið taka sem minnstan tíma frá svefninum...

Fyrsti fuglinn >> Þegar við fáum fugl er koníakspelinn dreginn fram, við lifum fyrir þessar stundir

Innlit í herbergi 303 >> Röggi og Bjarni Pétur í essinu sínu, Carlsberginn kemur eitthvað við sögu þarnaÞað var fjör í gær, þrítugsafmælið hjá Bjarti fór vel fram og er greinilegt að menn hafa eitthvað þroskast á þeim 10 árum sem liðin eru frá síðasta hesthúsapartýi. Fyrir 10 árum var það þokan og týnd video-camera með ósiðlegu myndefni sem voru hvað minnistæðast... en í ár var það bara þokan sem lét sjá sig... nema að cameran hafi óvænt komið í leitirnar.


föstudagur, mars 17, 2006

30


Þetta verður algjör sukk-helgi hjá '76 árgangnum... tvö þrítugsafmæli í Víkinni og djammguðirnir búast við miklu fjöri á öldurhúsi bæjarins. Ég er byrjaður að hita upp fyrir kvöldið og mun að vanda verða hrókur alls fagnaðar á Kjallaranum í kvöld.


miðvikudagur, mars 15, 2006

Afmælisbörn


Það eiga nokkrir sem ég þekki afmæli þessa dagana, ég ætla að nota tækifærið og senda þeim öllum eina stóra afmæliskveðju... þetta eru til dæmis:

15. mars - Rúnar Geir - þrítugur
15. mars - Auður - þrítug
16. mars - Guðbjartur Atli - þrítugur
17. mars - Bjarni Pétur - tuttugu og eins

Til hamingju með daginn!Það er birtist ljósmyndari í spinning-tímanum hjá okkur fyrir viku síðan, þá var Eurovision þema og mikið stuð á okkur enda ekki á hverjum degi sem Silvía Nótt mætir á svæðið. Eins og sjá má á þessari mynd var í klæddur í eldrauðan Liverpool- búning í þessum tíma... ég átti reyndar að mæta klæddur eins og Hommi en ég gat ekki brotið þá reglu sem ég hef haldið í rúmlega 2 ár, þ.e. að mætta alltaf í ræktina í Liverpool búning.


sunnudagur, mars 12, 2006

Helgin


Ég settist á skólabekk um helgina og lærði margt gagnlegt um stjórnmál, ég skrópaði samt í ræðunámskeiðið. Í gærkvöldi var það svo Drekktu betur keppnin þar sem ég lagði 30 erfiðar spurningar fyrir gesti Kjallarans. Svo fór að Jón Steinar og Pétur Magg stóðu uppi sem sigurvegarar með 14 stig. Djammið endaði svo í Krúsinni á Ísafirði þar sem var frekar fámennt, mér þykir djammið hér vestra vera orðið ansi dapurt svo ekki sé meira sagt.


laugardagur, mars 11, 2006

Tónlistin


Þar sem ég verð í hálfgerðu plötusnúðshlutverki eftir spurningakeppnina á Kjallaranum á morgun er ekki seinna vænna en að fara að velja tónlistina sem gestir staðarins fá að heyra. Ég lofa að spila blandaða tónlist en ég lofa því hins vegar ekki að allir þekki öll lögin sem spiluð verða. Þetta er brot af því sem boðið verður upp á...

Shapeshifters - Incredible >> Þetta er bara sól og sumar enda er farið að styttast í Spánarferðina ;o)

Axwell feat. Steve Edwards - Watch The Sunrise >> Sól, Sandur, Senjorítur og ... auðvitað gin í Fanta Lemon...

Led Snoopelin - Drop It Like It's Whole Lotta Love >> Led Zeppelin plús Snoop Doggy Dogg - þetta verður ekki öllu flottara.

Cascada - Everytime We Touch (Yanou's Candlelight Mix) >> Venjulega eru gerðar dansútgáfur af popplögum en hérna verður danssmellur að ballöðu...

...það verður líka mikið fleira spilað á morgun, jafnvel rifjuð upp einhver gömul og góð lög frá "Jón Bakan tímabilinu"...Það virðist sem annar hver maður hér í bæ liggji í rúminu með flensu. Ég er einn af þeim sem er heill heilsu og hef reyndar (blessunarlega) verið mjög heilsuhraustur undanfarin ár og varla misst úr dag í vinnu vegna veikinda. Ég þakka það því að ég drekk ekki lýsi og fer aldrei í svokallaðar flensusprautur. Ég vona að þessi orð komi ekki í bakið á mér og verði til þess að ég leggist í rúmið... ég hef engan tími fyrir veikindi.


föstudagur, mars 10, 2006

Baldur "bráðgáfaði"


Sjálfsálit mitt er í hæstu hæðum þessa dagana og ekki minnkaði það þegar ég sá auglýsinguna sem dreift var í öll hús í Bolungarvík í dag. Þar var verið að auglýsa Kjallarakeppnina (Drekktu betur) sem haldin verður annað kvöld og var þar sérstaklega tekið fram að spyrill kvöldsins væri "hinn bráðgáfaði Baldur Smári Einarsson." Ég var frekar upp með mér þegar ég sá auglýsinguna en ég held að ég sé nú ekkert mikið gáfaðri en aðrir. Þessu til viðbótar læt ég fylgja með frétt um gáfnafar sem var í Mogganum í dag.

Gáfurnar auknar á einni viku

BRESKA sjónvarpið, BBC, mun annað kvöld sýna fram á það í nýjum þætti, að það er unnt að bæta gáfnafarið um allt að 40% á einni viku. Philip Morrow, framleiðandi hjá BBC, segir, að lengi hafi verið litið á gáfur sem fasta stærð. Æ fleiri vísindamenn séu þó komnir á þá skoðun, að þær sé hægt að auka eða virkja betur með ýmsum aðferðum. Forsenda þess sé að breyta út af venjunni.

* Mánudagur: Takið lýsi, hjólið, gangið eða farið með strætisvagni í vinnuna.

* Þriðjudagur: Leitið uppi ný orð í orðabók og notið þau í samtali.

* Miðvikudagur: Stundið jóga eða aðra hugleiðslu. Talið við einhvern ókunnugan.

* Fimmtudagur: Farið nýja leið í vinnuna. Glímið við þrautir.

* Föstudagur: Forðist kaffi og áfengi. Lærið innkaupalistann utanað.

* Laugardagur: Burstið tennurnar með "hinni" hendinni og farið í sturtu með augun lokuð.

* Sunnudagur: Ráðið krossgátu eða sudoku og farið í góða gönguferð.


fimmtudagur, mars 09, 2006

Allt fyrir ástina


Þórður og Svava eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Þórður segir við Svövu. "Hefurðu í nokkurn tíma haldið fram hjá mér?" Svava svarar; "Þórður! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningu núna?" "Jú, Svava, ég verð að vita það," svarar Þórður. Svava segir; "Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér." "Þrisvar, hvenær var það?" spyr Þórður. Svava segir; "Manstu Þórður þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir." Þórður svarar; "Ó, Svava, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?" Svava segir; "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg." "Ég trúi þessu ekki," sagði Þórður, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?" "Þórður, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða Formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"Næsta "Drekktu betur" keppni verður á Kjallaranum á laugardagskvöldið, ég verð í hlutverki spyrils og er langt kominn með að semja spurningarnar. Þær verða allt öðruvísi en síðast, meira almenns eðlis... ég lofa því samt ekki að þær verði auðveldar, það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Ég held að ég eigi líka að sjá um tónlistina á Kjallaranum eftir keppnina... ég lofa því að það verður hægt að dansa fram á morgun ef ég fæ að ráða ;o)


miðvikudagur, mars 08, 2006

Netföng


Um daginn var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta með www.vikari.is en eftir að hafa séð hve margir voru því andsnúnir ákvað ég að halda áfram með vefinn. Það má líka vænta einhverra breytinga á vikari.is á næstunni, ég veit ekki hversu róttækar þær verða en fyrsta skrefið er að ég ætla að bjóða völdum einstaklingum upp á netföng með endingunni @vikari.is. Ef reynslan af því verður góð má búast við að fleiri Víkarar geti fengið sér sams konar netföng.

Þeir sem vilja vera tilraunadýr hjá mér í þessu mega senda mér tölvupóst á baldur@vikari.is með upplýsingum um hvaða netfang þeir vilja fá.Það verður fróðlegt að sjá hver verður valinn kynþokkafyllsti Vestfirðingur ársins. Það er bb.is sem stendur fyrir kjörinu og verður bæði valinn kynþokkafyllsti karlinn og kynþokkafyllsta konan.

Hugurinn reikar óneitanlega ein 15 ár aftur í tímann, þá var maður í grunnskóla og þá var þetta lag ótrúlega vinsælt...

>> Right Said Fred - I'm Too Sexy <<


þriðjudagur, mars 07, 2006

Euro...


Þessi mix vekja upp góðar minningar hjá mér...

2 Unlimited - MTV PartyZone Megamix >> Ég hlustaði einu sinni eða tvisvar á 2 Unlimited í gamla daga ;o)

Culture Beat - DMC Megamix >> Anything, Mr. Vain & Got To Get It...


mánudagur, mars 06, 2006

Skattframtölin


Nú er tími skattframtalanna kominn, ég ætla að vera tímalega með mína skýrslu í ár... svona til tilbreytingar. En ég má samt búast við að vera á kafi í allskyns skattframtalagerð næstu mánuðina, það tilheyrir vinnunni.


sunnudagur, mars 05, 2006

3. sæti


Þetta segir allt sem segja þarf.


laugardagur, mars 04, 2006

Sparisjóðsfundurinn


Ég fór á aðalfund Sparisjóðs Bolungarvíkur í gær, þetta eru yfirleitt hinir skemmtilegustu fundir enda er hefð fyrir að bjóða upp á góðar veitingar að fundarstörfum loknum. Fundurinn í gær var engin undanteking, vel var veitt en ég fór samt rólega í þann hluta veitinganna sem var í fljótandi formi. Ég náði þó að skála í koníaki við tæplega níræðan afa minn en ég held að þetta sé eini dagur ársins þar sem gamli maðurinn fær að bragða áfengi.

Kvöldið endaði svo á Kjallaranum þar sem bæjarmálin voru rædd og svo var auðvitað drukkið, dansað og sungið fram eftir nóttu. Öllum að óvörum mætti ég svo ferskur í spinning í hádeginu í dag...

Að lokum... ég var spurður að því í gærkvöldi hvenær myndin sem prýðir forsíðu ársreiknings Sparissjóðs Bolungarvíkur var tekin... ég tók þessa mynd af Bolungarvíkurhöfn í blóðrauðu sólarlagi 10. júlí 2004 klukkan 2.11 að nóttu.Halldór Grétar bróðir minn er 40 ára í dag. Hann ætlar að halda upp á daginn með því að tefla fyrir hönd Bolvíkinga í 2. deild Íslandsmóts skákfélaga. Ég óska honum innilega til hamingju með daginn og vona að hann leiði sveit Bolvíkinga upp í 1. deild á þessum merkisdegi. Hins vegar finnst mér leiðinlegt að komast ekki í afmælispartýið í kvöld þar sem tíkin á mig þessa helgina.


föstudagur, mars 03, 2006

Á helginni


Ég ætla að gera ýmislegt skemmtilegt á helginni. Ég ætla að fara í spinning á morgun og ég ætla í golf á sunnudaginn. Ég mun einnig vinna mikið á næstunni. Allir þessir atburðir verða á einhverju ákveðnu tímabili, þess vegna segi ég ekki um helgina, um morgun, um sunnudaginn eða um næstunni. Ég klikka stundum á þessu með helgina en það gerist bara þegar ég er nýkominn úr borginni.


fimmtudagur, mars 02, 2006

You'll Never Walk Alone


Ég sá viðtal sem var í Kastljósinu í kvöld þar sem sagt var frá 27 ára gömlum strák sem er að berjast við krabbamein. Hann á sér þann draum heitastan að komast á Anfield til að sjá uppáhaldsliðið sitt, Liverpool, spila einn fótboltaleik. Mér fannst átakanlegt að horfa á þetta viðtal og maður fer ósjálfrátt að hugsa um hve gott maður hefur það að vera heill heilsu og þurfa ekki að berjast við banvæna sjúkdóma. En nú mun þessi draumur hans væntanlega rætast á helginni þar sem hann er á leiðinni til út að sjá Liverpool taka á móti Charlton í ensku deildinni. Ég ætla því rétt að vona að Liverpool vinni þennan leik.

Það er einnig í gangi söfnun þar sem hægt er að styðja Sigurð Gíslaon í því að láta þessa ósk sína rætast, ég er búinn að leggja mitt framlag til söfnunarinnar og ég vona að fleiri geri slíkt hið sama. Áhugasamir geta tekið þátt í söfnuninni með því að leggja inn á þennan reikning: 0142-05-072612 - kt. 060179-3879.Ég fer alltaf með strákunum í íþróttahúsið á fimmtudagskvöldum, aðra vikuna spilum við fótbolta en hina vikuna er það bandý sem verður fyrir valinu. Í kvöld var það fótbolti og ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan eða aldrei spilað jafn illa. Mér gekk erfiðlega að hitta markið, varnarvinnan var ekki upp á marga fiska og mér gekk betur að skora í eigið mark en mark andstæðinganna. Ég vona að ég standi mig betur næst.Það virðist sem það sé farið að nálgast kosningar hér í Víkinni... báðir listarnir sem buðu fram síðast - D og K - eru farnir að huga að framboðsmálum og það er ljóst að við fáum nýjan bæjarstjóra í sumar. Ég vona bara að það veljist gott fólk í næstu bæjarstjórn.Það fer að verða áhugavert að fylgjast með körfuboltanum ef marka má forsíðu DV í dag ;o)Það var einhver að segja mér að það yrði ball með Pöpunum á Ísafirði um helgina... ég vona að þetta sé rétt, það er orðið alltof langt síðan síðast ;o)


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3