» Party in the moonlight and dance to the sunrise...fimmtudagur, mars 29, 2007

Froðudizkó


Það verður boðið upp á "froðudiskótek" á skemmtistaðnum Vaxon í Bolungarvík um páskana. Ég fór á slíkt dizkó á Benidorm fyrir næstum 5 árum síðan, það var ágætis tilbreyting en ekkert sem maður sækist sérstaklega eftir.Lengi vel var ég mjög hrifinn af svokölluðum cola-drykkjum. Sennilega var það koffeinið sem fékk mig til að halda að Kók væri bragðgott. Núna heyrir það til tíðinda að ég drekki Kók og hefur Kristallinn tekið við sem eftirlætis gosdrykkurinn. Fyrir nokkrum árum síðan hefði ég talið fásinnu að mér ætti eftir að þykja drykkir á borð við Kristal góðir. En tímarnir breytast og mennirnir með.


miðvikudagur, mars 28, 2007

Eliza Wrona


Mér að það sönn ánægja að bjóða upp á Eliza Wrona sem er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Grjóthrun í Hólshreppi en sveitin er einmitt aðalnúmerið á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður í ár.


þriðjudagur, mars 27, 2007

Mánuður í Islantilla


Það er ekki nema mánuður í að ég haldi "heim" til Islantilla í mína árlegu golfferð. Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana og ég hef ekki tíma til að láta mér hlakka til ferðarinnar.


föstudagur, mars 23, 2007

Draumastarfið


Atvinnumálin eru mér hugleikin þessa dagana. Af því tilefni datt mér í hug að leggja fyrir ykkur einfalda spurningu sem ég hvet ykkur til að svara með kommenti.

Við hvað vildir þú helst af öllu starfa - hvert er þitt draumastarf?Ég skrifaði færslu um enska boltann og Sýn á Moggabloggið í dag. Það er víst nokkuð ljóst að enski boltinn verður ekki á Sýn næsta vestur heldur verður stofnuð ný sjónvarpsstöð um útsendingar frá enska boltanum. Ný stöð, ný áskrift. Ef þetta reynist rétt gæti svo farið að við Bolvíkingar sjáum ekki enska boltann næsta vetur... nema að Digital Ísland fari að bjóða upp á fleiri stöðvar á svæðinu en það mun víst þýða að setja þarf upp annan sendi til að geta sent út allar rásirnar. Lesa má meira um málið með því að smella hér.


þriðjudagur, mars 20, 2007

vikari.blog.is


Ég er farinn að halda aðeins framhjá Blogspot.com en viðhaldið kallast vikari.blog.is og er hluti af Moggablogginu. Ég er þó ekkert hættur hérna megin en áherslunar verða eitthvað breyttar. Það verður meira af leiðinlegu lesefni á vikari.blog.is heldur en hér - ég ætla sem sagt að reyna að vera skemmtilegur hérna megin. Hér verða færslurnar í styttri kantinum en hinum megin má alveg búast við löngum ritgerðum um málefni líðandi stundar. Sumt fær þó að birtast báðum megin.

Að lokum vil ég benda á að í gær setti ég fjórar bolvískar skjámyndir inn á Moggabloggið sem ykkur er frjálst að nota.


sunnudagur, mars 18, 2007

Heimilisstörfin


Eftir að hafa þurft að dveljast heima í nokkra daga vegna veikinda var mér farið að leiðast að geta ekki gert eitthvað gagn. Ég tók mig því til og þreif húsið hátt og lágt um helgina og kórónaði dugnaðinn með því að baka köku í kvöld. Samt sem áður eru þetta einungis venjuleg störf húsmæðra, þeim finnst ekkert tiltökumál að sinna slíkum verkum dags daglega. Ég ber mikla virðingu fyrir húsmæðrum, þær eiga lof skilið fyrir ómælt vinnuframlag á heimilum þessa lands í gegnum tíðina.Á föstudaginn breytti bb.is um ham og ég verð að segja að ég er ánægður breytinguna, hún er til batnaðar. Eitt af því sem er nýtt á vefnum er yfirlit sérvalinna bloggsíða, svo er að handahófi valið eitt blogg til að prýða forsíðu bb.is og má segja að þar með bætist frjálsleg óábyrg skrif við hinar klassísku greinar sem birtast reglulega á bb.is. Einnig er nú hægt að setja inn blogg/athugasemdir við einstakar fréttir og greinar, það er eitthvað sem getur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig verður notað í framtíðinni.Á dögunum fór ég ásamt Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og Árna Kristjánssyni dósent við HÍ á leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ferðin var með eindæmum skemmtileg og hverrar krónu virði. Ég setti fáein orð á blað vegna ferðarinnar og má sjá afraksturinn í þessari myndasyrpu.Ég skrifaði langa færslu um þjónustu skattsins en það virðist sem Blogspot vilji að ég sé stuttorður. Þannig fékk ég aðeins villuboð þegar ég vildi birta færsluna. Þess í stað setti ég færsluna inn á vikari.blog.is þar sem í lagi er að vera langorður ;-)


fimmtudagur, mars 15, 2007

Vestfirðir


Á dögunum rakst ég á bloggsíðu þar sem greinum, fréttum og bloggfærslum tengdum Vestfjörðum er safnað saman í einhvers konar tenglasafn. Þetta er ágætis viðbót við annað framboð á upplýsingum um okkar ágæta landsfjórðung.Ég nældi mér í flensu í borg óttans í síðustu viku. Ég þóttist ætla að harka slappleikann af mér þegar ég kom vestur en það fór ekki betur en svo að ég lagðist í rúmið á þriðjudagskvöld... og ligg þar enn.


þriðjudagur, mars 13, 2007

Ósiðir stjórnmálamanna


Eitt af því sem maður verður vitni af í pólitísku starfi er að fólk á það til að skreyta sig með fjöðrum annarra. Á mannamáli þýðir það að fólk eignar sér verk annarra. Þetta er ósiður sem fer í taugarnar á mér enda sjá flestir í gegnum slíka tilburði. Einstaklingar sem eru gjarnir á slíkar skrautfjaðrasýningar skora því ekki hátt hjá mér.

Annar ósiður sem tíðkast í pólitík er að afneitum gamalla synda. Þarna bera sumir við gleymsku en aðrir velja þann kost að skipta um flokk stuttu fyrir kosningar. Í báðum tilfellum er fólk að reyna að afskrifa fortíðina - rétt eins og hún komi þeim ekki við þrátt fyrir að vera fullir þátttakendur í leiknum - í von um kjósendur gefi þeim nýja lífdaga. Ég kaupi ekki slíka pólitík, það er þó ekkert athugavert við að skoðanir stjórnmálamanna breytist með tíð og tíma en það má þó ekki verða þannig að maður haldi að þeir skipti oftar um stjórnmálaflokk en nærbuxur - slíkt er einfaldlega ótrúverðugt. En þetta með gleymskuna er auðvitað klassískt en ónefndur ráðherra notaði gleymskuna óspart á sínum tíma þegar óþægileg mál komu til umfjöllunar.

Listinn yfir ósiði stjórnmálamanna er lengri (ef til vill ótæmandi) en þetta en ég bæti við meiru síðar.
Ég man eftir að hafa heyrt lagið um hana Dolly hjá Slavko á vaXon.is í haust... núna er það eitt af vinsælustu lögum landsins ef marka má Íslenska listann á FM957. Lagið er skemmtilegur polki sem er algjört heilalím og fæst einnig í 2007 Reggeaton útgáfu...Þegar fréttir birtust af því að karlmaður á fertugsaldri hefði stungið sér til sunds við Ósvör um helgina héldu einhverjir að þar hefði undirritaður verið á ferð. Ég verð að bera af mér allar sakir í þetta skiptið enda var ég staddur í borg óttans á sama tíma... þetta hefði þó verið það síðasta sem mér hefði dottið í hug að gera enda er ég nú ekki þekktur fyrir að stinga mér til sunds þar sem hitastigið er undir 20 gráðum á celsíus.


miðvikudagur, mars 07, 2007

You'll Never Walk Alone


Ég er kominn heim úr hreint frábærri ferð á Anfield. Svona var stemmningin á Anfield fimm mínútum áður en flautað var til leiks Liverpool og Barcelona í gærkvöld.... þetta var mögnuð stund. Meira um ferðina síðar.


mánudagur, mars 05, 2007

Við förum á Anfield


Seinnipartinn í dag leggjum við af stað til Englands til að sjá leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Grímur hefur séð um alla skipulagningu á ferðinni, það eina sem er ekki alveg komið á hreint eru úrslitin í sjálfum leiknum. Ég ætla að láta mér nægja að setja fram spá um úrslit, ég hef trú á að Liverpool vinni leikinn og ég vona að þetta verði skemmtilegur markaleikur þar sem glæsileg tilþrif verða í fyrirrúmi. Eitt er þó víst að stemmningin á Anfield verður mögnuð á morgun, sagt er að Evrópukvöldin í Liverpoolborg séu ógleymanleg upplifun - ég hlakka til morgundagsins.


laugardagur, mars 03, 2007

Creeps


Þetta er flottasta lagið í dag... hin danska Camille Jones og Fedde Le Grand remixið af The Creeps... ég er gjörsamlega með þetta á heilanum ;o)


fimmtudagur, mars 01, 2007

Gúrkutíð


"Í Bolungarvík búa flestir við Völusteinsstræti eða 83 . Fámennustu göturnar eru Grundarstígur og Kirkjuvegur þar búa tveir. "

Það er gúrkutíð hjá Ríkisútvarpinu á Ísafirði, ég hef þó lúmskt gaman af svona "useless information" og get sennilega slegið um mig einhvern daginn með því að segja að ég búi í fjölmennustu götunni í Bolungarvík.Beatfreakz - Somebody's Watching Me

Rihanna - SOS

Aqua - CandymanÉg horfði á kvikmyndina "Little Miss Sunshine" um daginn og get ekki annað sagt en að hún hafi verið hin besta skemmtun. Gamli smellurinn Superfreak með Rick James spilar stórt hlutverk í myndinni eins og sjá má í þessu atriði. Annars er líka Beatfreakz myndbandið við Superfreak líka ótrúlega flott.Á laugardaginn verður stórviðburður í tónlistarlífi Vestfirðinga en þá heldur sænska söngkonan Lisa Ekdahl tónleika í Víkurbæ í Bolungarvík. Það er orðið uppselt á tónleika hennar á Akureyri og örfáir miðar eru á lausu á tónleikana á NASA í Reykjavík. Ennþá eru lausir miðar í Víkurbæ en benda má áhugasömum á að tryggja sér miða í forsölu á midi.is.Það eru tveir stórleikir framundan hjá mínum mönnum í Liverpool, fyrst er það grannaslagur við Man.Utd. í úrvalsdeildinni á laugardaginn og svo er það leikurinn við Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Ég trúi því að ferðin mín á leikinn við Barcelona verði ógleymanleg því mér skilst að það sé aldrei betri stemmning á Anfield en einmitt á Evrópuleikjum sem þessum. Ég lofa myndum og ferðasögu þegar heim verður komið.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3