» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



laugardagur, desember 28, 2002


Gustavsberg

Byrjaði daginn á því að tilbiðja Gustavsberg, guð þynnkunnar. Djammið í gærkvöldi var helvíti gott, haldinn var langþráður stórdansleikur í Félagsheimilinu í Hnífsdal og ég skemmti mér konunglega. Birgir Þór tók nokkrar myndir á ballinum, ég vona að það sé í lagi að linka á þær.


föstudagur, desember 27, 2002


Jólamótið í golfi

Á aðfangadag tók ég þátt í Jólamóti GBO í golfi, mótið var hins besta skemmtun og fínt að fá frí úr vinnunni til að leika sér aðeins og fá sér konfekt og koníak. Spilamennskan var ágæt miðað við að hafa varla snert kylfu í rúma tvo mánuði.


fimmtudagur, desember 26, 2002


Hið árlega jólapartý

Í gærkvöld hélt Doddi sitt árlega jólapartý, ég mætti á staðinn og var í góðum gír eins og sjá má...


þriðjudagur, desember 24, 2002


GLEÐILEG JÓL!





Kertasníkir kemur síðastur til byggða á Aðfangadag

Kertasníki þótti tólgarkerti góð og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.


mánudagur, desember 23, 2002


Skatan

Það er víst komið að þeim árlega viðburði þegar Íslendingar hópast saman og borða úldinn og skemmdan mat með bestu lyst. Í dag eru haldnar skötu"veislur" út um allt land, þar er á boðstólum kæst skata - helst mjög úldin - auk þess sem herlegheitunum er rennt niður með íslensku brennivíni. Það að borða skötu telst í huga sumra vera merki um karlmennsku og gengur vitleysan svo langt að þeir sem segjast vilja hafa skötuna "vel kæsta" njóta ómældrar virðingar hjá hinum afvegaleidda lýð sem skötuna étur. Sami lýður er svo blindaður af ást á hinn úldna mat að hann kallar skötuna lostæti - það mætti því halda að skötuátið valdi fólki ofskynjunum sem gera vart við sig á hverju ári í miðju jólastressinu. Svo framarlega sem ég er allsgáður mun skatan ekki inn fyrir mínar varir fara...

Maður neyðist samt að mæta í skötuveislu í kvöld og veita skötuliðinu félagsskap, kannski maður taki með sér svona búnað til að verjast óþefnum af skötunni.





Þorláksmessa, 1 dagur til jóla og Ketkrókur birtist

Nú fer þetta víst að bresta á fljótlega, Þorláksmessa er víst í dag með tilheyrandi skötuveislum... Ketkrókur er að færa þægu börnunum gott í skóinn en þjóðsagan segir að hann hafi stungið löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu... slæmur strákur þar á ferð.





d['-']b Mugison - Lonely Mountain d['-']b

Ég gerði mér ferð niður í Bjarnabúð í dag til að kaupa diskinn Lonely Mountain með Mugison. Ég verða að segja að diskurinn kom mér skemmtilega á óvart en líklega er þetta einn besti íslenski diskurinn þetta árið. Því mæli ég eindregið með því að tónlistarunnendur fjárfesti eintaki af disknum en upplýsingar um hvar hægt er að kaupa diskinn má finna á heimasíðu Mugison, www.mugison.com.


sunnudagur, desember 22, 2002


Jóladagatal

Ég rakst á þetta áhugaverða jóladagatal - athugið að viðkvæmar sálir ættu að forðast að ná í þetta skjal.





PEPSI ?!?

Það hefur komið í ljós að ég hef vaðið í villu allt mitt líf, ég hélt að ég væri Coke-isti en vísindaleg könnun hefur leitt það í ljós að ég aðhyllist frekar Pepsi...ég hálf skammast mín vegna niðustöðu könnunarinnar.


What kind of soda are you?? Find out @ blackhole





Gáttaþefur á ferðinni þegar 2 dagar eru til jóla

Þessa stundina er Gáttaþefur að dreifa glaðningi í skóinn hjá þeim sem slíkt eiga skilið. Um Gáttaþef hefur verið sagt að hann með sitt heljarstóra nef hafi getað fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.


laugardagur, desember 21, 2002


Hangover

Deginum í dag verður aðeins lýst með einu orði og það er að sjálfsögðu timburmenn. Það má því með sanni segja að ég hafi drukkið aðeins of mikið í gærkvöldi en "shit happens". Ég gærkvöldi lét ég mig hafa það að skella mér í partý til Stjána wonder, þar var smakkað aðeins á áfengi en þegar búsið var búið var haldið inn á Ísafjörð. Við byrjuðum auðvitað á því að kíkja á trúbadorinn Einar Örn á Kaffi Ísafirði en eftir að hafa teygað einn drykk fór ég ásamt Ásrúnu og Lindu Rós á Sjallann þar sem við vorum þar til staðnum var lokað. Að lokum var eftirpartý hjá Ella Ketils þar sem chillað var við fyrirtaks house tónlist af nýja Annual disknum frá Ministry Of Sound.





Gluggagægir kominn til byggða - 3 dagar til jóla

Já nú er heldur betur farið að styttast í jólin. Tíundi jólasveinninn, Gluggagægir, kom til byggða í nótt og æskuna með gjöfum sínum. Hér áður fyrr var sagt að Gluggagægir gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.


föstudagur, desember 20, 2002


Spilaðu blak á netinu

Ég má til með að benda ykkur á leik sem Birgir Þór vísar í á heimasíðu sinni. Þetta er blakleikur fyrir tvo spilara og er ágætis tímaþjófur.





Fjórir dagar til jóla og Bjúgnakrækir kominn á kreik

Heyrst hefur að Bjúgnakrækir hafi komið til byggða í nótt og fært þægum börnum glaðning í skóinn. Bjúgnakrækir var fimur við að klifra uppi í rjáfri og stal þar reyktum hrossabjúgum, þar hafið þið það.


fimmtudagur, desember 19, 2002


Tímaþjófar

Ef þú hefur ekkert við tímann að gera þá gætirðu stytt þér stundir með því að spila þessa leiki á netinu:

Mini-Putt: Mini-golfið er alltaf klassískt.

Spore Cubes: Minnir mann á gamla góða Tetris.

Gimp Roulette: Rússnesk rúlletta (don't try this at home!).





Nýr skanni kominn í Leifsstöð

Þeir sem hafa nýlega lagt leið sína á Keflavíkurflugvöll hafa ekki komist hjá því að sjá að það er kominn nýr skanni til að lýsa í gegnum farangur og ekki síst farþega. Skoðið hvernig skanninn virkar.





Who's your daddy?

Shit, þetta getur ekki verið, hvað kom eiginlega fyrir?

Who's your daddy?? Find out @ blackhole





Dýrkeypt veðmál

Það er ekki hægt að segja annað en að veðmálið sem Tyrkinn Necati Ceylan, 45 ára gamall fimm barna faðir, tók þátt í fyrir 3 vikum hafi reynst honum dýrkeypt. Ceylan veðjaði við vin sinn að hann gæti étið 2 kg baklava-tertu en hún er hefðbundinn eftirréttur í Mið-Austurlöndum og er þakin sírópi. Það er skemmst frá því að segja að Ceylan galt veðmálið ansi dýru verði því hann lést í gær eftir að hafa legið í 3 vikur í dái á sjúkrahúsi. Ceylan lést sem sagt af ofáti en til gamans má geta þess að ein af höfuðsyndunum sjö er einmitt ofát. Að lokum er rétt að geta þess að Ceylan vann veðmálið.





Skyrgámur in da house - 5 dagar til jóla

Þegar heilir 5 dagar eru til jóla lætur Skyrgámur sjá sig í mannheimum. Hann þótti ægilegur rumur og þefaði hann uppi skyrtunnurnar og át þar til hann stóð á blístri.


miðvikudagur, desember 18, 2002


6 dagar til jóla og hurðum var skellt í nótt

Nú er víst heldur betur farið styttast í hátíð ljóss og friðar. Hurðaskellir kom til byggða í nótt en honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.


þriðjudagur, desember 17, 2002


Dópleikur

Prófið þennan dópleik, þræl skemmtilegur...





Hvaða teiknimyndapersóna er ég?


Which cartoon character are you?? Find out @ blackhole

"I party hard and burn stuff" - að sjálfsögðu er ég Beavis, hvað annað?





Askasleikir (e. Bowl licker) mætir í fyrramálið - 7 dagar til jóla

Sem einn af slæmu strákunum (e. Bad Boy) hafði Askasleikir þann ósið að stela öskum fólks og faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir. Hann var sem sagt einn af smákrimmum þeirra tíma.


mánudagur, desember 16, 2002


Ég er Begbie (yeah right) úr Trainspotting!

Which Trainspotting Character Are You?





Amor á Akureyri

Það er yfirleitt gaman að lesa dagbók lögreglunnar á Akureyri, á mánudagskvöldið fyrir viku var tilkynnt um grunsamlega bifreið sem búin væri að standa á göngustíg í Kjarnaskógi í um eina klst. Í ljós kom að þarna hafði Amor lostið tvö ungmenni örvum sínum svo þau gleymdu stund og stað. Það hlýtur að vera vandræðalegt að láta lögguna koma að sér við slíkar aðstæður.





Pottasleikir lét sjá sig í nótt - 8 dagar til jóla

Sagt er um Pottasleiki að hann hafi hirt óhreinu pottana úr eldhúsinu og á hann að hafa skafið þá að innan með puttunum þannig að þeir þurftu engan þvott eftir þá meðferð.

Pottasleikir var svo örlátur við mig í nótt að hann gaf mér 10 tonna byggðakvóta af marhnút í skóinn. Þúsund þakkir til sveinka.





Sober Santa

Þessa snilld verðið þið að prufa. Hjálpið jólasveininum að drekka kampavínið, notið örvatakkana til að stjórna Sveinka.

Hvað náið þið góðu skori? Ég náði 600 stigum.


sunnudagur, desember 15, 2002


Þvörusleikir var sá fjórði - 9 dagar til jóla

Liðna nótt kom Þvörusleikir til byggða, hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti ekkert betra en að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Skórinn minn var tómur í morgun... greinilega refsing fyrir að hafa verið of lengi úti í nótt, andsk.....


laugardagur, desember 14, 2002


Djammið í kvöld

Jæja, hvað skyldi maður nú eiga að gera þetta kvöldið í borg óttans. Reyndar er ég á leiðinni til Andreu og ætla að heilsa upp á hana og Ásrúnu en ekkert hefur verið ákveðið um hvert skuli halda seinna í kvöld. Það eru nokkrir staðir sem koma til greina, Sálin er á Gauknum og Írafár á Þórscafé. Írafár er heitara hjá mér í dag vegna þess að ég tók Sálar pakkann í gær. En svo gæti maður líka kíkt á NASA, Hverfisbarinn, Astró eða Sportkaffi, svo má ekki gleyma því að í kvöld eru litlu jólin á Spotlight... Hvað sem verður fyrir valinu þá neita ég því ekki að ég vildi alveg vera á Kaffi Ísafirði í kvöld og mæta á ball með Bútunum, nýju hljómsveitinn hans Einars Arnar. Skemmtið ykkur vel í kvöld elskurnar mínar, ég segi SKÁL!





Í Reykjavíkurborg...

Síðasti sólarhringur hér í borg óttans hefur verið ansi ljúfur. Strax og maður steig út úr flugvélinni í gær var haldið í mjólkurbúðina til að byrgja sig upp fyrir helgardjammið. Áður en það var tekið til við að sötra fór ég á American Style og fékk mér einn Heavy Special - enda vel viðeigandi þegar ég á í hlut. Ég ásamt Baldvin og Hjalta sátum að sumbli heima hjá Hjalta til rúmlega eitt en þá var haldið í bæinn. Stefnan var tekin á Hverfisbarinn en við hættum við að fara þangað inn þegar við sáum að röðin náði lang leiðina upp á Laugarveg, þess í stað héldum við á Gauk á Stöng og sáum Sálina hans Jóns míns í miklum ham. Sálin klikkar aldrei og það var stappað á Gauknum, mikið fjör og fagrar meyjar í massavís.





Stúfur mættur á staðinn - 10 dagar til jóla

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að Stúfur kom til byggða í nótt. Stúfur var lítill og snaggaralegur og fannst dásamlegt að kroppa leifarnar af pönnunum og þá sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar. Þar hafið þið það.


Ég rakst á sjálfan Stúf í Garðheimum fyrr í dag og bar fram kvörtun við hann því ég hafði ekki fengið neitt í skóinn í nótt. Hann sagði að ég hefði bara ekki verið kominn heim af djamminu þegar hann átti leið hjá og því væri skórinn tómur í dag. Þetta var nú dýrkeypt djamm í nótt...


föstudagur, desember 13, 2002


Hvaða skólatýpa er ég?


Sjáðu hvaða týpa þú ert


Árans, ég sem fór í viðskiptafræðina, verð greinilega að storma aftur í Háskólann næsta haust og taka stærðfræðina með stæl.






æ dónt bíliv it

Hvað haldiði að Giljagaur hafi fært mér í nótt? Helgarferð til Reykjavíkur. Það stóð reyndar í smáletrinu að fargjaldið kr. 4.004 (báðar leiðir!) hafi verið skuldfært á VISA kortið en hvað með það, maður þarf ekki að borga VISA reikninginn fyrr en í byrjun febrúar.

Það verður sem sagt djammað aðra helgina í röð í borg óttans, Sálin er víst á Gauknum í kvöld, veit ekki hvort ég mæti því það verður örugglega stappað ef ég þekki Sálina rétt. En það er víst nóg annað um að vera í höfuðborginni þessa helgina svo að mér ætti nú ekki að leiðast.





Giljagaur á leið til byggða - 11 dagar til jóla

Þessa stundina mun Giljagaur vera að leggja að stað til byggða og verkefni hann í nótt er víst að gefa góðu börnunum glaðning í skóinn. Um Giljagaur er sagt að hann hafi haft yndi af mjólkurfroðunni og hélt hann sig víst mest í fjósinu.





Stærsta kerti á Íslandi?

Þeir sem hafa lagt leið sína til Bolungarvíkur undanfarna tvo daga hafa ekki komist hjá því að sjá nýju jólaskreytinguna hjá loðnuverksmiðjunni Gná. Starfsmenn fyrirtækisins hafa skreytt annan tveggja reykháfa verksmiðjunnar sem gríðarstórt rautt kerti með gulum loga eins og sjá má hér að neðan. Neðst til vinstri á myndinni er lýsistankur (olíutankur) og ef hann er borinn saman við kertið þá sést glögglega um hve stóra skreytingu er að ræða.


Þess má geta að þekktasta jólaskreyting Bolvíkinga prýðir einnig loðnuverksmiðjuna en þar er átt við sólina sem var í gamla daga á svölunum hjá Einari heitnum Guðfinnssyni. Við, krakkarnir á Holtastígnum, vissum alltaf að jólin voru að koma þegar sólin var komin á svalirnar á Holtastíg 11.


fimmtudagur, desember 12, 2002


Loksins sigur

Það hlaut að koma að því að Liverpool ynni sigur. Vitesse Arnhem gerði sér ferð á Anfield í kvöld en hafði ekkert upp úr krafsinu, Liverpool vann hina vösku Hollendinga 1-0 með marki frá gulldrengnum Michael Owen.

Að venju verður haldið upp á sigurinn með táknrænum hætti um helgina, ómældu magni af áfengi verður fórnað á altari fótbolta guðsins með tilheyrandi látum.





Jólasveinarnir

Eins og áður segir kom fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, til byggða síðustu nótt. Stekkjastaur fannst best að sjúga ærnar en var með staurfætur svo það gekk heldur erfiðlega, hann dregur því nafn sitt af staurfótunum.

Næsti jólasveinn sem kemur til byggða er að sjálfsögðu Giljagaur en meira um hann á morgun.





Ó MÆ GOD!

Á bloggsíðunni hans Sjonna er frásögn af því þegar hann og vinir hans fóru út á lífið með Charles Barkley - já þessum sem var í körfunni í gamla daga. Ég trúði þessu nú ekki í fyrstu en eftir að hafa séð myndina af þeim Sjonna og Tjalla þá dofnuðu efasemda raddirnar snögglega. Mig minnir að Ari Hjörvar hafi verið mikill aðdáandi Tjalla í den... Ari hlýtur að öfunda Sjonna af þessu...

Fyrir þá sem vita ekki hver Sir Charles Barkley er þá getið þið lesið um það hér. Tölfræðin frá nba.com.





Einn góður fótboltabrandari

Sorry, nennti ekki að íslenska hann.

An An Everton fan dies and arrives at the pearly gates of heaven to be greeted by the angel Gabriel dressed in the full Liverpool kit...

Gabriel: We don't allow Everton fans into heaven.
Everton Fan: But I've led a good life and done lots of good things.
Gabriel: Like what?
Everton Fan: Well, last week I donated £10 to Kosovo refugees
Gabriel: So?!?
Everton Fan: And the week before that I donated £10 to Help the Aged
Gabriel: So?!?
Everton Fan: And the week before that I gave £10 to Cancer Research
Gabriel: I tell you what, I'll go and discuss this with God, wait here.

Gabriel returns 5 minutes later.

Everton Fan: Well, can I come in?
Gabriel: No, here's your thirty quid back, now fuck off!!!





Hvað fenguð þið í skóinn?

Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt, þar var Stekkjastaur á ferðinni og herma fregnir að hann hafi útdeilt gjöfum til allra þeirra Íslendinga sem höguðu sér vel í gær. Þar á meðal var ég en í mínum skó var þetta. Sem sagt pínulítil stafræn myndavél sem t.d. tilvalin til þess að taka með sér á djammið.


þriðjudagur, desember 10, 2002


Miracle Baby

Nú er komin á markaðinn dúkka sem er sögð vera alveg einstök. Samkvæmt auglýsingu frá Leikbæ er dúkkan mjúk viðkomu og er húðin á henni eins og á venjulegu barni. Það er ýmislegt sem dúkkan getur gert og má þar nefna að hún getur lokað augunum og hjalað. Einnig sýgur dúkkan pela, þumalinn og margt fleira... Hvað skyldi það nú vera? Svari nú hver fyrir sig.


mánudagur, desember 09, 2002


Sænska steggjapartýið

Stjáni Sax var að senda mér þessa skemmtilegu sögu, það er víst mikilvægt að lesa textann fyrst og skoða myndina svo.

In sweden it is a bit of a custom for the groom to be kidnapped and whisked off somewhere for his stag night... these usually last all day...and all night...and rather than the typical english stag night where you all arrange it beforehand...go out get drunk and hire a stripper... The swedes do it different.. The groom has no idea until he gets nabbed...he might be dressed up in something crazy...and go do something fun...and then the fun starts! This particular guy is a keen sailor and when he was kidnapped for his stag night they pasted a false "skippers-beard" on him and put him at the helm of a 60 foot yacht and let him be skipper for the day... much beer and fine food was consumed. But nothing...nasty happened to him at all... In the evening when they got back on land and were getting cleaned up for the night club...they all had a sauna as is customary in sweden.... Imagine the grooms horror when he walked into the sauna where his naked buddies were waiting for him...to see that best mate number one had no hair on his genitals... neither did friend two.. or three.... or four.... OH dear....!! Can you guess where they got the fake beard from...... Now check out the picture...


laugardagur, desember 07, 2002


Á ekki að skrifa í gestabókina?


föstudagur, desember 06, 2002


Happy Hour

Já það er víst komin helgi aftur ;o)
Um síðustu helgi var djammað í Manchester en nú verður Reykjavík, borg óttans, fyrir valinu. Ég ákvað að framlengja dvöl mína í höfuðborginni til að geta mætt á Happy Hour hjá Stúss en þar verður frítt áfengi og pizzur í boði, en það er nokkuð sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara. Capteinninn úr tollinum vill líka taka þátt í gleðinni en hann er ætíð velkominn þar sem ég er á ferð.

Svo verður flogið vestur á morgun - ef veður leyfir - og annað kvöld verður púlsinn tekinn á skemmtalífinu í Bolungarvík og Ísafirði.
Skál í botn!!!!





Helgarferðin - 3. hluti

Nú var kominn sunnudagsmorgunn og það þurfti að tékka sig út af hótelinu fyrir klukkan 8, það tók því ekki einu sinni að leggja sig eftir djamm næturinnar þannig að maður mætti bara ósofinn í rútuna sem fór með okkur á Crowne Plaza hótelið í Liverpool þar sem borðaður var morgunmatur með þeim sem voru með VIP miða á leik Liverpool og Manchester United á Anfield síðar um daginn. Það verður nú að segjast að enskur morgunmatur er ekki neitt sem hægt er að hrópa húrra fyrir, egg og beikon og einhverjar skrítnar pylsur sem brögðuðust mjög illa. Eftir morgunmatinn og nokkra bjóra var haldið á mekka fótboltans, Anfield sem er einmitt heimavöllur Liverpool. Mættum á Red's Bar inni á Anfield en okkur til skelfingar þá mátti ekki selja áfengi þar fyrr en í hálfleik þannig að maður fór hálf þurr út í áhorfendastúkuna til að hvetja mína menn. Því miður lauk leiknum með 2-1 óverðskulduðum sigri Man. Utd., united menn geta þakkað hinum pólska markverði Liverpool, Jerzy Dudek, sigurinn en hann gerði sig sekan um hrikaleg mistök í leiknum sem réði úrslitum leiksins. Eftir leikinn var farið í Liverpool búðina og síðustu pundunum eytt þar í búning og fleira. Þegar við áttum að fara í rútuna okkar eftir leikinn kom í ljós að hún var hreinlega horfin. Í ljós kom að það hafði verið brotist inn í rútuna meðan við vorum á leiknum og einhverjum eigum Íslendinganna stolið - ég slapp blessunarlega við ágang þjófsins en svona atburður kennir manni að skilja aldrei nein verðmæti eftir í rútum. Við töfðumst í klukkutíma vegna þessa og komumst loksins á flugvöllinn í Manchester þar sem við fengum að bíða í tvo tíma í röð eftir því að hægt væri að tékka okkur inn í vélina til Íslands. Komumst að lokum heim seint á sunnudagskvöld, fríhöfnin var tekin með trompi og síðan haldið til Reykjavíkur þar sem langþráður svefn beið manns...fin





Helgarferðin - 2. hluti

...eftir rúmlega 4 tíma svefn var morgunverðurinn snæddur á Pizza Hut áður en haldið var í Trafford Center sem er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu þar sem undirritaður straujaði heldur betur VISA-kortið sitt. Náði bara að komast yfir c.a. 10% af verslununum í Trafford Center sökum mannmergðar þannig að maður verður víst að leggja leið sína til Manchester einhvern tímann aftur. Um kvöldið var farið á söngleikinn Beauty and the Beast og það var rosaleg sýning, frábær tónlist og söngur, sviðsmyndin var ótrúlega flott og svo var mikið notuð ljós, sjónhverfingar og sprenginar. Eftir söngleikinn fórum við á flottan veitingastað sem heitir Simply Heathcotes en hann var einu sinn valinn besti veitingastaður í heimi og er rétt að geta þess að það þarf að panta borð þar með mánaðar fyrirvara. Eftir að hafa snætt ljúffengan mat á Heathcotes var haldið út á djammið og enduðum á flottum klúbb sem heitir Revolution. Revolution lokaði klukkan 2 en þá var haldið beint á Elemental þar sem dansað var fram á morgun...reyndar þurfti Elli að draga mig aftur heim á hótel vegna þess að mér fannst það algjör skandall að yfirgefa þá frábæru stemmingu sem var á staðnum.


miðvikudagur, desember 04, 2002


Helgarferðin - 1. hluti

Staður: Manchester, Englandi
Í för voru: Baldur Smári, Elli Ketils, Arna Ketils og Óli... ásamt 470 öðrum Íslendingum

Farið var út á föstudegi, flogið frá Keflavík til Manchester en þar tók við klukkutíma bið eftir ferðatöskunum. Eftir að töskurnar birtust loksins var haldið á hið glæsilega Le Meridien Palace hótel við Oxford Street. Um kvöldið var farið á frábæran veitingastað sem heitir The Living Room. Maturinn var frábær og stemmingin á staðnum var ótrúlega góð. Við lugum okkur svo upp í VIP koníaksstofuna á staðnum og höfðum það gott fram eftir kvöldi. Kvöldinu var klárað á skemmtistað sem heitir Piccadilli 21 og var þar dansað við eurotrance til klukkan tvö en þá loka flestir skemmtistaðir í Englandi þar sem ekki má selja áfengi eftir þann tíma. Ég og Elli létum það ekki á okkur fá og kíktum svo á afterhours klúbbinn Elemental sem opnaði kl. 3 og vorum þar til hálf 7 um morguninn, það kostaði 8 pund inn á staðinn og á barnum var bara selt gos, orkudrykkir og vatn. Mæli eindregið með því að fólk skelli sér á Elemental næst þegar Manchester borg verður heimsótt.

...sagan heldur áfram á morgun...


þriðjudagur, desember 03, 2002


Niðurstöður úr persónuleikakönnun Harry Potters:


Hermione

Sem Hermione, ertu gáfaður, heiðarlegur og þykir vænt um annað fólk. Og þó þú skarir ekki framúr, þá ertu fastur fyrir þegar kemur að áleitnum siðferðilegum efnum.

Þrátt fyrir að þér finnist mikið til um menntun þína ertu vingjarnlegur við allt fólk og tryggð þín og staðfesta, laðar að þér vini.


mánudagur, desember 02, 2002


Þá er maður kominn hálfa leiðina heim eftir Englandsferðina. Er í borg óttanns að aðlagast lífinu á klakanum aftur.

Þvílík utanlandsferð! Alveg bókað að maður fer aftur út á leik, jafnvel að spá í að fara á Liverpool - Arsenal seint í janúar á komandi ári. Meira um það síðar.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3