» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



föstudagur, október 28, 2005

Tölfræði


Tölfræðin er svona eftir fyrstu 3 dagana, greinilga hægt að bæta sig töluver!

25. okt:
55 högg - 16 pútt - 9 punktar
59 högg - 19 pútt - 7 punktar
49 högg - 15 pútt - 15 punktar

26. okt:
61 högg - 17 pútt - 5 punktar
55 högg - 17 pútt - 11 punktar

27. okt:
48 högg - 17 pútt 15 punktar



Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að fara í golf... en þegar maður mætti á teig var grenjandi rigning. Ég hélt að það rigndi ekki á Spáni. Í staðin ligg ég núna upp í rúmi með fartölvuna í fanginu og fylgist með lífinu heima í snjónum og kuldanum í gegnum www.webcam.is . Ég vona að það sé að stytta upp svo við getum tekið okkar 27 holur eftir hádegið. Það helsta sem er að frétta frá því síðast er:
- Það var keppt í 4 manna Texas Scramble í gær. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og voru reglurnar þannig að forgjöf liðsins var samanlögð forgjöf deilt með 5 en þó ekki hærri en forgjöf forgjafarlægsta kylfingsins í liðinu. Það tóku allir upphafshögg og var þá besti boltinn tekinn, þegar slá átti næsta högg mátti sá sem átti boltann sem var notaður ekki slá, þannig gekk þetta koll af kolli þannig að höggin dreifðust vel á liðsmennina. Svo þufti auðvitað að taka a.m.k. eitt upphafshögg hjá hverjum á hringnum.
- Ég og Olli fórum fyrir sitt hvoru liðinu og eftir því sem við best vitum erum við með besta skorið í mótinu, 63 högg nettó. Ég held að mitt lið sé með betri seinni 9 holurnar þannig að ég eygi von um sigur.
- Mér tókst að klúðra 4 metra birdie pútti á 12. braut í gær, ein eins og margir vita er 12. holan talin ein erfiðasta hola vallarins. Mér tókst að slá 290 metra upphafshögg með 3-trénu.
- Við tókum 9 holur í höggleik eftir Texasinn og var ég á 48 höggum en Olli á 45 höggum... ég er alveg að ná honum!
- Staðan í gin-keppninni er 11-7 mér í hag.... ég skil ekki fólk sem drekkur gin í tónik í staðinn fyrir gin í fanta lemon.


miðvikudagur, október 26, 2005

Fuglaflensa


Áður en ég fór út til Spánar fékk ég þau tilmæli frá yfirmanni mínum að ég mætti ekki fá neina fugla í ferðinni, og var þetta sagt af eintómri umhyggju fyrir mér svo ég fengi nú ekki hina alræmdu fuglaflensu. Það virðist sem þetta séu einhver álög á mér því fuglarnir eru ekki að detta hjá mér í dag. En það voru aðrir sem fengu fullt af fuglum í dag og þar á meðal voru mótspilarar mín og Olla sem komu úr GS og voru með 3-4 fugla hvor. Það helsta í dag...

- Ég og Olli áttu slæman dag, spiluðum 19-27 og 1-9, og skorið var yfir hundraðinu hjá okkur báðum. Töpuðum svo Texas leik á síðustu holunni eftir að hafa verið með unnin leik í höndunum... allt útaf einhverjum grísa fuglum á 14. og 17. holu.
- Við urðum vitni af því að sjá kylfing spila á 74 höggum eða 3 yfir pari í dag
- Það voru engar stelpur á barbílnum í dag, bara einn strákur og vakti það ekki lukku meðal okkar. Seinna frétti ég að Olli hefði skotið í bílinn hjá stelpunum á 20. holu í gær, þær þora örugglega ekki aftur út á völlinn meðan við erum þar.
- Ég yfirsló grínið á 2. holu með 7 tré í dag, á morgun verður 11-tréð tekið fram.
- 4. holan var algjör hryllingur í dag... hvað eru þessi tré alltaf að þvælast fyrir boltunum mínum?
- Ég sló fram að brúninni á Gilinu með 3-tré í dag, sá svo einn dræva ofan í Gilið... sumir eru lengri en aðrir.
- Ég var of langur með 3-tré á 1. holu í dag, skaut sem sagt út í vatnið á 2. holu.
- Ég er að vinna Olla í keppni um hvor drekkur fleiri Gin & Lemon, ég er kominn með 7 stykki en Olli aðeins 4.


þriðjudagur, október 25, 2005

Spánn


Það er sólarhringur liðinn frá því maður kom til Spánar og kominn tími á að láta heyra eitthvað í sér. Helstu tíðindi dagsins eru:

- Veðrið er betra en í vor en völlurinn er mýkri þannig að maður fær minna rúll... það er frekar auðvelt að ná "backspin" á grínunum
- Í vetur á að endurbyggja 20. flöt og 25. flöt
- Það eru komnir nýjir golfbílar á völlinn, þetta er "deluxe" útgáfan með auknum krafti og þægindum á borð við loftkælingu.
- Nú fylgja tveir vatnsbrúsar með hverjum golfbíl og allir fá veglegan flatargaffal á teig... greinilegt að reksturinn hefur verið góður á Tillanum í sumar.
- Það er bíll sem keyrir allan daginn um golfvöllinn þar sem tvær bráðhuggulegar spænskar senjorítur selja mat og drykk til hungraðra kylfingar.
- Við spiluðum 10-27 og 19-27 í dag, skorið hjá mér batnaði með hverjum hringnum, fyrst 59, svo 55 og loks 49.
- Ólíkt frá því í vor á ég í erfiðleikum með trékylfurnar en maðurinn sem hefur aldrei getað slegið bolta með járni er núna að bjarga sér með járnkylfunum. Púttin eru í lagi.
- Runólfur lék á 46-49-44 í dag.
- Við fengum enga fugla í dag þrátt fyrir margar góðar tilraunir
- Siggi Hafsteins sá um kvenfólkið í dag (eins og honum er einum lagið)
- Ég átti högg dagsins í dag... átti hörku skot beint í tré, boltinn kom beint tilbaka og endaði nokkrum metrum aftur en fyrir höggið... ég segi bara eins og Stebbi Hilmarz: "Ef þið losið ykkur ekki við þessi helv. tré þá hættir fólk að koma hingað til að spila golf!"
- Ég þarf að vakna klukkan hálf sex (að íslenskum tíma) í fyrramálið til geta mætt á teig á réttum tíma... það gerist nú ekki á hverjum degi hjá mér heima á Íslandi.


laugardagur, október 22, 2005

Frægðin


Ansi margir íslenskir kylfingar þekkja heimasíðuna sem ég og Grímur gerðum um Islantilla golfvöllinn á Spáni. Á dögunum fór Stefán Steinsen holu í höggi á 15. holunni á Tillanum og það kom frétt um það á kylfingur.is … og auðvitað var við það tækifæri vitnað í Islantilla-vefinn okkar.

Ég man mjög vel eftir 15. holunni, hún er mjög stutt og með HUGE bunkerum fyrir framan flötina… núna þurfum við bara að gera betur á Tillanum í næstu viku… við verðum að gera heiðarlega tilraun að erni á 2. holunni!


föstudagur, október 21, 2005

Young Punx


Þar sem maður er búinn að væta aðeins kverkarnar í kvöld þá hef ég einhverja þörf fyrir að dreifa skemmtilegri tónlist á netinu...

Hound Dogs - I Like Girls (Young Punx Remix) >> "I Like Girls" er eftirlíking af "I See Girls" en þetta remix frá Young Punx er alveg guðdómslega funky...

Young Punx - Young And Beautiful (Laurent Konrad Mix) >> Young Punx eru bara með soundið í dag...

De'Lacy - Hideaway 2005 (Young Punx Remix) >> Hver man ekki eftir "I need to Hi-Hi-Hi-Hideaway..."? Young Punx remixið er mjög sérstakt en líka algjör snilld!

Robbie Rivera vs. Jesus Jones - Right Here >> I'm alive and waiting for you...



Þetta video er óendanlega fyndið... þetta er svona þáttur um fólk sem spurt er "Af hverju varstu rekinn úr síðustu vinnunni þinni?" Þessi maður var þáttastjórnandi og var með þátt um einelti og var rekinn af því hann þótti ekki taka málefnið mjög alvarlega.

Þið verðið að hafa hljóðið á, djókið liggur í því hvernig viðmælendurnir tala...


fimmtudagur, október 20, 2005

4 dagar


Það eru ekki nema 4 dagar þangað til maður fer úr íslenska kuldanum yfir í spænska hitann. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka til. Það verður munur að geta spilað golf léttklæddur á meðan þeir sem heima sitja þurfa að dúða sig til að geta leikið nokkrar holur.

Í ljósi góðs árangurs síðstu vikna í golfinu geri ég mér vonir um að hrista af mér 100 kalla stimpilinn í þessari ferð… auðvitað verður svo allri tölfræði úr ferðinni haldið vel til haga til að meta frammistöðuna í ferðinni… það verður t.d. fróðlegt að vita hve margir “gin & lemon” verða drukknir í ferðinni!

Ég fer ekki suður fyrr en á sunnudag þannig að ég næ ballinu með “Í svörtum fötum” á laugardaginn í Víkurbæ…ég skora á sem flesta að mæta og félagar mínir úr Svarta og Hvíta genginu mega eiga von á glaðningi á barnum ef þeir láta sjá sig!


mánudagur, október 17, 2005

Albatros


Það er eins og það gerist ótrúlegir hlutir í golfinu í hvert og eitt einasta skipti sem Svarta Gengið kemur saman til að spila golf. Síðast þegar við hittumst fékk ég örn á 16. holu og núna í dag fékk Gunnar Már að spila með okkur og hann gerði sér lítið fyrir og fékk Albatros á 4. holu... sem þýðir auðvitað Hole In One eða hola í höggi.

Eins og fram kemur í frétt á mbl.is er 4. holan 250 metra löng par 4 hola og notaði Gunnar Már 3-tré í draumahöggið. Við leituðum ansi lengi að boltanum og héldum að hann hefði farið yfir grínið, þegar við vorum að gefast upp á leitinni fór Nonni að grínast með að hann gæti nú einfaldlega verið ofan í holunni... Olli rölti að holunni og spurði þá Gunnar Má hvernig bolta hann hefði notað... svarið var Hogan Apex sem passaði við boltann sem var í holunni. Gunnar Már spilaði eins og engill í dag og endaði á 34 höggum eða 2 höggum undir pari og var með 23 punkta.

Það er ótrúlega gaman að spila golf með Gunnar Má, þetta er allt svo auðvelt hjá honum, skorið var 4-4-4-1-4-4-4-4-5... ég var nú samt með betra skor en hann á 5. holu... en ég endaði hins vegar á 43 höggum og fékk fyrir það 20 punkta sem er nú bara góður árangur, ég var sérstaklega ánægður með að hafa parað báðar par 5 holurnar í dag.


sunnudagur, október 16, 2005

40 högg


Það er ljóst að veðurguðirnar hafa bænheyrt mig, hitastigið fór vel upp yfir núllið í nokkra daga og maður getur farið að spila golf aftur enda veitir ekki af að æfa sig fyrir Spánarferðina. Ég hélt uppteknum hætti frá því ég fór síðast í golf og var í banastuði í dag. Ég einpúttaði fyrstu 4 holurnar og var á einu höggi undir pari þegar ég kom á 5. teig. Ég klikkaði örlítið á 5. holunni en náði pari á  6. holu þannig að ég var á parinu eftir 6 holur. Síðustu 3 holurnar voru erfiðar en samt náði ég að enda á 40 höggum eða 5 höggum yfir pari. Þetta voru 4 pör, 2 skollar, 2 skrambar og einn fugl og gerir það 23 punkta en púttin í dag urðu 13 talsins.


föstudagur, október 14, 2005

Meira fjör!


Það muna kannski ekki allir eftir því þegar Jón Bakan var aðal skemmtistaðurinn á stór Bolungarvíkursvæðinu... þetta var árið 1997 og þá spiluðu allar helstu hjómsveitir landsins í Víkinni og sjaldan eða aldrei hafa næturferðir í pottana verið jafn vinsælar og einmitt þetta ár. Á þessum tíma var ég að DJ-ast og var allsráðandi í búrinu á Jóni Bakan... nokkur af eftirminnilegustu lögum þessa tíma voru:

Alexia - Uh La La La >> Þetta lag var aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér en einhverjum Pólverjanum þótti það svo gott að hann borgaði mér 500 kall fyrir að spila það... og auðvitað spilaði ég lagið... Money talks!

Bloodhound Gang - Fire Water Burn (Jim Makin Jamaican Mix) >> Eitt föstudagskvöldið kviknaði í rúminu hjá einum vini mínum sem bjó á hæðinni fyrir ofan skemmtistaðinn... kvöldið eftir var þessu  nauðgað og allir sungu með "The Roof... The Roof... The Roof Is On Fire... We Don't Need No Water... Let The Motherfucker Burn... Burn Motherfucker... Burn" (nema Sigurjón en honum fannst þetta skiljanlega ekkert fyndið.)

Skunk Anansie - Twisted (Everyday Hurts) >> Þegar "Twisted" (og reyndar líka "Breathe" með Prodigy) var spilað varð alltaf allt brjálað og oftar en ekki fóru menn að fækka fötum á dansgólfinu.... þvílíkur hiti og sviti!

Daft Punk - Da Funk >> "Da Funk" var örugglega mest spilaða lagið á Jóni Bakan enda er hér um að ræða algjöra snilld!

Skítamórall - Meira fjör, meira fjör! >> Eftirminnilegastu böllin frá þessum tíma voru með Skítamóral, það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvað þeir æfðu stíft ný lög fyrir böllin og lögðu sig reglulega fram við að skemmta gestum staðarins. Skímó voru geðveik ballhljómsveit á þessum tíma og það eru liðin alltof mörg ár síðan þeir spiluðu síðast í Víkinni. En nú er biðin á enda og við komust loksins aftur á ball með Skítamórall í Víkurbæ 12. nóvember...    


fimmtudagur, október 13, 2005

Fótbolti


Það er ýmislegt sem gerist í fótboltaleikum þegar menn stunda peysutog... þessar skemmtilegu myndir náðust í þýska boltanum á dögunum... það er Sebastian Kehl sem er í aðalhlutverkinu.



Greiningardeild Íslandsbanka er búin að komast að því að það er hlutfallslegra ódýrara að búa úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Núna getur því fólk hætt að reyna að fá mig til að flytja suður... fyrst það er bæði ódýrara og skemmtilegra að búa í kyrrðinni í sveitinni þá er ég ekkert á leiðinni í burtu...


miðvikudagur, október 12, 2005

Getuleysi


Rannsóknir hafa víst sýnt að karlmenn sem stunda mikið hjólreiðar geta átt á hættu að verða getulausir í allt að 3 mánuði. Ástæða getuleysisins mun vera sú að... "Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp." Það er spurning hvort maður er ekki bara að taka óþarfa áhættu með því að vera að fara í spinning í dag?



Ég lendi oft í því að þurfa að vinna frameftir á kvöldin... það er ýmislegt skemmtilegt sem gerist í næturvinnunni en ég hef nú samt aldrei gert neitt þessu líkt...



Það er kominn nýr dagskrárliður á Sleikipinna vefinn sem nefnist "Gamlar syndir" en þar eiga eftir að dúkka upp gamlar ljósmyndir af bernskubrekum Vestfirzkra Sleikipinna...


mánudagur, október 10, 2005

Snilld


Þetta er ein mesta snilld sem ég hef séð undanfarna daga... þessi amma kallar ekki allt ömmu sína ;-)



Ætli það væri ekki skynsamlegt að fjárfesta í þessum geisladiski fyrir golfferðina næsta vor... kennsla í undirstöðuatriðunum í póker á DVD og "music to play poker by" á CD...



Það er nóg um að vera í skemmtanalífinu hérna fyrir vestan þessa dagana þrátt yfir að dagar Sjallans séu liðnir. Á föstudaginn verður hið "árlega" Skrall haldið á Suðureyri þar sem Húsið á Sléttunni og Nine Elvevens leika fyrir dansi. Skrallið er eins og allir vita 16 ára ball og það þýðir að þeir sem standa að skemmtanahaldinu þurfa að borga himinháa skemmtanaskatta (kallaðir löggæslukostnaður) til hins opinbera. Þess vegna er mikilvægt mæting verði góð á Skrallið til að það standi undir (löggæslu)kostnaði. Miðaverð er aðeins kr. 1.000 (það kostar orðið 1.500 í Krúsina) en fátækir námsmenn komast inn á Fimmhundruðkallinum. Ég held að ég sé orðinn of gamall fyrir 16 ára böllin en ég hvet alla þá sem hafa gaman af góðu rokki og kunna að skemmta sér vel að mæta á Skrallið....


sunnudagur, október 09, 2005

Staðfesting


Linda Pé vildi fá staðfestingu á því að "Í svörtum fötum" myndi spila í Bolungarvík 22. október... þetta er núna komið inn á vef hljómsveitarinnar þannig að við fáum að sjá Jónsa og félaga í Víkinni eftir 2 vikur.

Það má líka geta þess að það verður meira um dansleiki í Víkinni seinna í haust en það er of snemmt að upplýsa um það á þessum tímapunkti.


laugardagur, október 08, 2005

Top 5


Það er laugardagskvöld og ég er í heljarinnar djammstuði, helst vildi ég auðvitað taka eitthvað klúbbadæmi í kvöld en maður verður víst að láta Hraunið duga í þetta skiptið. En þar sem maður er að hita upp heima fyrir átök kvöldsins þá er eðaltónlistin mín í græjunum... topp 5 lögin hjá mér í kvöld eru:

Bob Sinclair feat. Gary Pine - Love Generation >> þetta kemur mér bara í svo gott skap :-)
Dannii Minogue & The Soul Seekers - Perfection (Turn Me Upside Down) (Dancin DJ's Remix) >> litla systir hennar Kylie með fullkomið lag fyrir dansgólfið... oh yeah!
Aaron Smith feat. Luvli - Dancin' (JJ Flores & Steve Smooth Remix) >> ekkert smá funky lag... eitt besta lag síðasta sumars
Johnson - Push The Feeling On >> Gamla góða Nightcrawlers lagið í nýrri útgáfu... getur ekki klikkað!
Ernesto vs. Bastian - Dark Side Of The Moon >> Uppáhaldslagið mitt í dag... ótrúlega flott ;-)



Ég hitti Chatchai í kvöld og hann var ekki alveg að trúa því að ég hefði spilað á 39 í dag, hvað þá að hann hafi trúað að ég hefði fengið örn á 16. holu… það eina sem hann gat sagt við mig var: “Þú bara ljúga!”



Þetta mun vera nýjasta æðið í bloggheiminum.... og auðvitað þarf ég að koma með mitt innlegg.

Núverandi tími: 00:46
Núverandi föt: Gallabuxur og hettupeysa
Núverandi skap: Ég er alltaf í góðu skapi
Núverandi hár: upprunalegt
Núverandi pirringur: illa fært bókhald
Núverandi lykt: ilmurinn af öllum blómunum í herberginu mínu
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: sofa
Núverandi skartgripir: alveg laus við þá
Núverandi áhyggja: fullt af þeim
Núverandi löngun: mig langar ógurlega í konfektið sem ég á… en ég er í nammibanni!
Núverandi ósk: Að komast undir 10 í forgjöf
Núverandi farði: hmm…. auðvitað enginn
Núverandi eftirsjá: af hverju byrjaði ég ekki fyrr í ræktinni?
Núverandi vonbrigði: Liverpool liðið á þessari leiktíð
Núverandi skemmtun: það jafnast ekkert á við “clubbing”
Núverandi ást: …ætli það sé ekki bara golfið og vinnan!?
Núverandi staður: Víkin sem kennd er við bolunga
Núverandi bók: …sú síðasta hét Kleifarvatn
Núverandi bíómynd: Ray er næst á dagskrá
Núverandi Íþrótt: Golf
Núverandi Tónlist: blanda af house, dance og trance
Núverandi lag á heilanum: Ernesto vs. Bastian – Dark Side Of The Moon.
Núverandi blótsyrði: ég blóta ekki
Núverandi msn manneskjur: Elma Rún
Núverandi desktop mynd: Lexus IS250
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: MSN og að hlusta á Pure Dance
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: ég held ég hafi aldrei forðast neinn
Núverandi hlutir á veggnum: Íslandskort, mynd af Einari Hálfdáns ÍS-3, mynd af Stýrimannaskólanum í Reykjavík, mynd nemendum og kennrum í Stýrimannaskólanum á Ísafirði 1958…


föstudagur, október 07, 2005

ÖRN


Það hlaut að koma að því að ég ætti góðan dag í golfinu, ég var hreinlega sjóðandi heitur í dag. Allt Svarta Gengið mætti á völlinn í dag og við spiluðum seinni 9 holurnar á Syðridalsvelli. Ég var að vígja nýja TaylorMade járnasettið mitt og ég held að það sé hverrar krónu virði! Það er skemmst frá því að segja að ég náði tveimur mikilvægum áföngum í dag... ég fékk ÖRN á 16. holu þar sem ég setti 90 metra högg úr röffi beint ofan í holuna og svo var ég í fyrsta skipti að "breika" 40, þ.e. ég fór 9 holurnar á 39 höggum!

Ég fekk skolla á 1. holu, easy par á 2. holu en var mjög nálægt því að fá fugl þar. Á 3. holu smellti ég boltanum rúmlega meter frá stöng með 11-trénu fræga og var mjög óheppinn að fá ekki fugl, sem sagt easy par. Á 4. holu var það easy par og á 5. holu var það 11-tréð aftur... þráðbeint á flaggið og ekki datt púttið fyrir fuglinum frekar en oft áður, easy par. Upphafshöggið á 6. holu kostaði mig 5 bjóra (ömurlegt að vera 6 í holli!) og ég endaði á skramba en var samt óheppinn að fá ekki parið. Þá var komið að 7. holunni (16. hola), þar átti ég frekar langt upphafshögg en endaði í röffinu milli 7. og 8. brautar, þetta voru um 90 metra frá gríni og því tók ég upp pitching wedge og tók létt högg sem lenti vinstra megin við grínið og skoppaði inn á grínið og rúllaði svo beint ofan í holuna... ég ætlaði ekki að trúa þessu en boltinn minn var svo sannarlega ofan í holunni! Ég átti perfect drive á 8. holu en var ekki alveg búinn að jafna mig á erninum, var samt mjög nálægt því að fá par en endaði á skolla... ég var sem sagt á 2 yfir pari eftir 8 holur! Upphafshöggið á 9. holu var perfect en næstu 2 högg voru hörmuleg, ég var kominn með 3 högg í draslinu en náði að redda mér út úr því með 7-trénu... ég hélt haus eftir það og var mjög nálægt því að setja 7 metra pútt fyrir skolla í en endaði á skramba og hringurinn var þess vegna 39 högg eða 4 höggum yfir pari... sem er auðvitað minn besti árangur til þessa.
Þetta voru 24 punktar sem hefði nú komið sér vel í einhverju miðvikudagsmótinu og púttin voru 14 sem er frekar gott.

Þessi hringur er hreinlega búinn að bjarga golfsumrinu hjá mér og það er gaman að hugsa til þess að vera að fara út til Spánar eftir 2 vikur að spila golf... það væri ekki slæmt að vera í svona formi þar!


fimmtudagur, október 06, 2005

Símsvörun


Ég held að allir sem hafa reynt að ná sambandi við þjónustuver Símanns hafi lenti í ansi langri bið... það fyrsta sem maður heyrir yfirleitt er að maður sé númer 30 og eitthvað í röðinni. Ég þurfti að hringja þangað í gær en ég gafst upp á biðinni og ég veit að það er þannig með marga. En sumir hafa þolinmæði til að bíða eftir sambandi... og þá eru þeir kannski búnir að bíða í 45 mínútur... hvað ætli sé meðalbiðtími í þjónustusíma Símanns? Ætli viðskiptavinir fyrirtækisins séu ánægðir með þessa þjónustu? Ætli eigendur Símanns séu ánægðir með að veita svona þjónustu?


miðvikudagur, október 05, 2005

19 dagar


Það eru 19 dagar í Islantilla... ansi gott að hugsa til þess að vera að fara úr kuldanum hér í sólina á Spáni...


þriðjudagur, október 04, 2005

Í svörtum fötum


Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum verður ball með hljómsveitinni "Í svörtum fötum" í Víkurbæ í Bolungarvík 22. október.... ég fer ekki út til Spánar fyrr en 24. okt. þannig að ég ætti að geta náð þessu balli... þetta verður eflaust eitt af böllum ársins hérna fyrir vestan þannig að það er eiginlega skyldumæting.


laugardagur, október 01, 2005

Bændaglíma


Bændaglíman hefst eftir klukkutíma... það á eftir að vera mög góð skemmtun... en þar sem ég er kominn í djammgírinn þá nenni ég ekki að skrifa um golf...

Stunt - Raindrops >> Gamla góða Encore Une Fois með Sash! komið í nýjan búning með enskum texta... þetta lag er sjóðandi heitt á klúbbunum í Bretlandi þessa stundina.

System F - Cry (Friday Night Posse Remix) >> Ferry Corsten tekinn fyrir af föstudagsgenginu, 100% að mínu skapi!

Gabry Ponte vs. Mo-Do - Eins Zwei Mr. DJ (DJ Synchro Special Radio Edit) >> Eins Zwei Polizei og svo framveigis...

Etienne De Crecy - Someone Like You (Fast Track Vocal Mix Radio Edit) >> Horny... ;-)

Laura More - Ai No Corrida (Uniting Nations Remix) >> ...bara góður fílingur í þessu lagi...


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3