» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



föstudagur, júní 30, 2006

Luftgítar


Þegar ég sá þessa frétt af landsmóti Bandaríkjamanna í Luftgítar varð mér hugsað til eins vinar míns sem var þekktur fyrir að taka "luftgítar" í partýum í gamla dag. Þessi helgarskammtur er tileinkaður öllum þeim sem dansa ekki heldur gera luftgítar.

Sucarcubes & Johnny Triumph - Luftgítar >> Hinn eini sanni "luftgítar"
Queen - Tie Your Mother Down (Air Guitar Edit) >> Ég dýrkaði Queen á unglingsárunum og þetta lag er eitt af gömlu lögunum frá Queen, fyrirtaks luftgítarlag.
Iron Maiden - Run To The Hills >> Ætli maður hafi ekki hlustað einu sinni eða tvisvar á "Run To The Hills", "The Number Of The Beast" og fleiri góð rokklög með Iron Maiden í gamla daga. Algjör snilld.
Deep Purple - Smoke On The Water >> Klassík
Focus - Hocus Pocus >> Þetta lag er svolítið öðruvísi en engu að síður mjög flott
Steppenwolf - Born To Wild >> Þetta þarfnast ekki frekari kynningar
The Troggs - Wild Thing >> Wild thing...you make my heart sing...You make everything...Groovy...I said wild thing...Wild thing, I think I love you


fimmtudagur, júní 29, 2006

Hlíðin lokuð


Það er hásumar og það þarf að loka Óshlíðinni vegna grjóthruns. Það er enn og aftur að sannast að það er þörf á að taka Óshlíðina úr umferð með jarðgöngum eins fljótt og auðið er. Við erum aldrei örugg á Hlíðinni, ekki einu sinni yfir hásumarið.



Ég held að það sé hverjum manni hollt að horfa á einstök mál frá mismunandi sjónarhornum. Þannig öðlast maður yfirleitt dýpri skilning á viðfangsefnunum og sér jafnvel lausnir á vandamálum sem aðrir sjá ekki.

Ég er vanur að vinna með tölur og fjárhæðir og tel mig hafa ágætis tilfinningu fyrir tölulegu samhengi. Ég er hins vegar núna að vinna í verkefni þar sem ég er að skoða þróun útgerðar og aflaheimilda í Bolungarvík út frá sjónarmiðum mannfræðinnar. Þó svo ég sé ekki búinn með verkefnið þá hef ég komist að ýmsu sem ég vissi ekki áður. Bara það eitt að greina töflur útfrá einhverju öðru en tölustöfum hefur hefur gefið mér aðra sýn á málin. Vonandi get ég nýtt mér þessa nýju vitneskju til góðs í framtíðinni.

Mér hefur líka fundist gott að nota ýmislegt af því sem ég lærði í rökfræði, heimspeki og aðferðafræði í háskólanum á viðfangsefni hversdagsins. Til dæmis var það einhvern tímann á námstímanum að ég beit það í mig að það væru ekki til nein vandamál - það væru bara til óleyst verkefni.


þriðjudagur, júní 27, 2006

Örninn



mánudagur, júní 26, 2006

Sigurgangan heldur áfram


GBO menn halda áfram að standa sig á golfmótunum hér fyrir vestan. Þessa helgina var Íslandssögumótið sem er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni, Chatchai nágranni minn sigraði með þriggja högga mun í höggleik án forgjafar og GBO átti 5 menn í 10 efstu sætunum þrátt fyrir að nokkrir af bestu kylfingunum okkar hafi verið fyrir sunnan að keppa í fótbolta. Í höggleik með forgjöf átti GBO líka 5 menn á topp 10 með forgjöf. Framundan í golfinu er Vestfjarðamót á Þingeyri á næstu helgi og Meistaramót GBO í framhaldi af því.



Helgin var mjög góð. Það fór drjúgur tími í að vinna í garðinum á Völusteinsstrætinu og er svo komið að við pabbi erum að verða búnir að eyða óræktinni á lóðinni. Málningarvinnan innanhúss gengur líka vel en innflutningspartýið verður líklega ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Amma og afi heimsóttu mig í nýja húsið í dag og var ekki annað að sjá en þau væri ánægð húsakaupin hjá mér. Þau voru ekki viss um hvort þau ætli að mæta í innflutningspartýið en þau ætla í það minnsta að þiggja kaffi hjá mér einhvern daginn. Afi tók sérstaklega eftir því að húsið væri númer 13 en hann hefur einmitt búið nær allt sitt líf að Hólsvegi 13.

Jónsmessumótið í golfinu er einn af föstum punktum í tilveru minni. Ég spilaði mjög vel og fékk örn á 4. holu en það er annar örninn sem ég hef fengið, hinn kom á 7. holu í fyrrahaust. Eftir mótið var étið holugrillað lambalæri og var því rennt niður með góðu rauðvíni. Fjörið hélt áfram heima hjá Kristni Gauta þar sem mér var kennt að spila póker. Við tókum okkur vel út við spilaborðið með spilapeninga í annarri hendi og koníaksglas í hinni.


föstudagur, júní 23, 2006

Helgarskammturinn


Þá er það hinn vikulegi helgarskammtur...

Paris Hilton - Stars Are Blind >> Þegar þú átt meira en nóg af peningum geturðu gert hvað sem er, til dæmis gefið út lag sem þetta...

Keane - Is It Any Wonder? >> Þetta lag verður betra og betra við hverja hlustun, flott popprokk.

Fort Minor - Where'd You Go >> Eitt af þessum rólegu rapplögum sem eiga það til að verða vinsæl, þetta virkar alveg á mig.

Sergio Mendes feat. Black Eyed Peas - Mas Que Nada >> Sumar og sól :o)

Infernal - From Paris To Berlin >> Það er alltaf gaman strandpoppinu, þetta er reyndar frá því í fyrra en samt sem áður vinsælt víða í Evrópu þessa dagana.

Crazy Frog - We Are The Champions >> Ég held að Freddie Mercury hafi snúið sér við í gröfinni þegar þessi útgáfa af "We Are The Champions" leit dagsins ljós...

Pirates Of The Carribean 2 - He's A Pirate (Tiësto Remix) >> Tiësto er besti plötusnúður í heimi og hann klikkar ekki hér frekar en fyrri daginnn...


fimmtudagur, júní 22, 2006

Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn


Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn minn á nýju kjörtímabili verður í dag. Ákveðið hefur verið útvarpa fundinum á hinu svokallaða interneti svo áhugasamt fólk um allan heim geti hlustað á hvað fram fer í Ráðhússalnum á bæjarstjórnarfundum. Það eru nokkrar kenningar á lofti um ástæður þess að byrjað sé á þessum útsendingum, einhverjir nefna hugtök eins og "opin stjórnsýsla" en aðrir tala um að þarna sé einungis verið að auka við flóru skemmtiefnis á netinu. Ég vona að þeir sem hlusta á fundinn heima við hafi gaman af en bendi einnig á að það er miklu skemmtilegra að mæta upp í Ráðhús og sjá fundinn með berum augum.



Þetta er eitt flottasta skorkort sem ég hef séð, sérstaklega 2. hringurinn sem Martin Kaymer lék á 59 höggum eða 13 höggum undir pari vallarins. Á þessum draumahring var hann með 1 skolla, 4 pör, 12 fugla og 1 örn. Það er spurning hvað hann hefur fenigð marga punkta fyrir þetta skor.


miðvikudagur, júní 21, 2006

Völusteinsstrætið



Gatan Völusteinsstræti í Bolungarvík heitir eftir Völusteini sem var sonur landnámskonu Bolungarvíkur en það var auðvitað Þuríður sundafyllir. Ýmsir telja að Völusteinn sé höfundur Völuspár en það hefur þó ekki verið sannað. Þar sem það fer að styttast í að ég flytji lögheimili mitt af Holtastígnum yfir á títtnefnt Völusteinsstræti þá finnst mér við hæfi að birta gamla mynd af húsinu mínu. Þið megið alveg giska á hvenær myndin var tekin og hvaða krakkar sjást á myndinni.


þriðjudagur, júní 20, 2006

Flutningar


Það styttist í að ég flytji í Völusteinsstrætið, ég var sem sagt að fá lyklana að húsinu :o) Fyrsta kvöldið fór í að hreinsa nagla af veggjunum, samtals voru það 165 naglar sem hlutu ekki náð fyrir mínum augum - ég skil ekki hvernig fyrri íbúar gátu komið svo mörgum nöglum í veggina, þetta eru rúmlega einn og hálfur nagli á hvern fermetra. Það sem bíður mín nú er málningarvinnan, svo verður næsta mál að kaupa húsgögn og annan húsbúnað til að það verði ekki of tómlegt í húsinu. Ég komst líka að því í kvöld að ég get notað þráðlausa internetið hjá nágrönnum mínum, það á eftir að koma sér vel ;o)


mánudagur, júní 19, 2006

Fyrir ári síðan...


...var ég staddur á tónleikum með U2 í London. Þetta voru ógleymanlegir tónleikar. Ég myndi hiklaust fara aftur á tónleika með U2 ef mér stæði það til boða, svo mikið er víst.



Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni að þetta myndi gerast.


laugardagur, júní 17, 2006

GBO


Mínir menn stóðu sig vel í Jónsmessumóti Odda á Patró í dag, GBO var með 3 efstu menn án forgjafar (5 GBO menn af 8 efstu) og 1. og 3. sætið með forgjöf (6 GBO menn í 10 efstu sætunum). Gunnar Már varð í 1. sæti, Weera í 2. sæti, Röggi í 3. sæti og Chatchai í 5. sæti. Weera vann með forgjöf, Ernir Steinn varð þriðji og Orri fjórði. Vestfirska mótaröðin fer því vel af stað fyrir okkur og útlitið er bjart fyrir sumarið.



Ég er óvenju mjúkur þessa dagana eins og sjá má á "Helgarskammtinum". Ég veit ekki hvort "geþjappararnir" verði hrifnir af þessu ;o)

Goleo pr. Pachanga - Hip Hop Horray '06 (Reggeaton Remix) >> Goleo er lukkudýr HM 2006, mér finnst þetta lag algjör snilld því það minnir mig á tónlistina sem tröllreið öllu á djamminu í Lepe á Spáni í vor. Reggeaton er tónlistarstefnan en við þekkjum helst Daddy Yankee með "Gasolina" úr þessari átt.

Hound Dogs - I Like Girls >> Þetta þarfnast ekki frekari kynningar ;o)

Haji and Emanuel - Take Me Away (Stonebrigde Edit) >> Welcome To The Beach! Stranddiskó

Bob Sinclar - Rock This Party! (Everybody Dance Now) >> Gamla góða C&C Music Factory lagið í nýjum búningi, þetta klikkar aldrei.

Red Hot Chili Peppers - Dani California >> Smá rokk sakar ekki, RHCP hafa alltaf staðið fyrir sínu.

Mary J. Blige feat. U2 - One >> Sumir hata þessa útgáfa af "One" en mér finnst hún allt í lagi, þetta minnir mig óneitanlega á hvar ég var staddur fyrir einu ári síðan... í London á geggjuðum tónleikum með U2.... :D

Il Divo feat. Celine Dion - I Believe In You >> Þetta lag er spilað í tætlur á Bylgjunni þannig að ég er farinn að þekkja það nokkuð vel...

Rihanna - Unfaithful >> Það er allt gott sem Rihanna gerir, nuff said.


föstudagur, júní 16, 2006

Orð að sönnu


Eitt af því skemmtilegasta sem karlmenn gera er að kaupa sér nýtt dót. #



Ég get ekki annað en lýst ánægju minni með að Eiður Smári sé genginn í raðir Barcelona. Það virtist allt benda til þess að Eiður Smári færi til Manchester United sem eru erkifjendur Liverpool og voru menn á borð við Stjána Sax nánast búnir að panta sér MU búning merktan "Gudjohnsen". Ég hefði ekki þolað að Eiður Smári færi til MU, sérstaklega þar sem það hefði þýtt að pabbi hefði byrjað að styðja MU.

Þar sem að Barcelona hefur alla tíð verið mitt uppáhaldsfélag á Spáni þá er ég að vonum ánægður með komu Eiðs Smára til félagsins. Og nú geta allir íslenskir krakkar byrjað að halda með Barcelona og í framhaldinu eiga búningar Barcelona eftir að seljast eins og heitar lummur á Íslandi. Sérstaklega sá sem verður með númerið 7 á bakinu ásamt áletruninni "Gudjohnsen".


fimmtudagur, júní 15, 2006

The Wedding Disco


Þetta er diskurinn í dag...


þriðjudagur, júní 13, 2006

3 undir


Tóti Vagns á 3 holur á mig eftir 9 holur af 18 í bikarkeppni GBO. Það verður á brattan að sækja á morgun þegar við tökum seinni 9 holurnar en það er samt aldrei að vita nema maður smelli í gírinn og vinni leikinn.

Af golfinu mínu er annars það að frétta að ég er allur að slípast til eftir að hafa tekið mér mánaðarpásu. Biggi Olgeirs hafði það á orði í dag að ég væri orðinn helvíti mjúkur... þ.e. sveiflan er mýkri en hún hefur verið. Síðustu 2 drævin í dag voru þráðbein, það á vonandi eftir að skila sér í forgjafarlækkun í sumar.


mánudagur, júní 12, 2006

Artic Open


Það væri gaman að skella sér á Artic Open í ár, en það verður víst að bíða betri tíma.


sunnudagur, júní 11, 2006

Veðrið


Það snjóar þessa stundina. Fjöllin eru orðin grá. Hvað varð eiginlega um sumarið?



Það var gaman að horfa á BÍ/Bolungarvík taka Hvítu riddarana í nefið uppi á Skeiði í dag. Ég var mjög ánægður þegar ég frétti að Ísfirðingar og Bolvíkingar væru að hefja samstarf á ný í fótboltanum í vor en það kemur mér örlítið á óvart hvað liðið virðist vera fljótt að slípast saman. Það er eins og leikmennirnir hafi alltaf verið samherjar. Ég held að þjálfarar liðsins, Jónas og Jón Steinar, eigi skilið mikið hrós fyrir árangur liðsins það sem af er sumri. Það er greinilegt að það er góður andi í liðinu og ég hlakka bara til að mæta á næsta heimaleik liðisins.



Það var vægast sagt mikið fjör hér í Víkinni þessa sjómannadagshelgi, það var troðfullt á Brimkló og talsverð læti eftir ball eins og venjulega á þessari helgi. Einnig voru margir brottfluttir Víkarar á staðnum þannig að kvöldið fór að mestu leyti í spjall við vini og kunningja. Ég fékk líka að kynnast því að vera orðinn "celeb" í Bolungarvík þar sem ég fékk á mig smá skot frá veislustjóranum á hátíðarkvöldverðinum í gær. Allt var þetta vegna ákveðins kosningaloforðs sem ég gaf á framboðsfundinum sælla minninga. En ég verð að viðurkenna að það er kominn frekar mikil pressa á mig að fara að efna þessi kosningaloforð mín, en ég hef nú reyndar 4 ár til stefnu ;o)



Ég fór í golfkennslu til Úlfars Jónssonar í gær og er mjög ánægður með árangurinn af þessari 45 mínútna kennslustund. Í upphafi tímann voru nær allir boltar húkkaðir til vinstri en í lok tímans gat ég orðið slæsað til hægri. Dræverinn er líka aftur kominn í settið en hann hefur varla verið notaður í nokkra mánuði. Nú er bara að vona að það fari að stytta upp þannig að maður geti farið að stunda golfið að einhverju viti.


föstudagur, júní 09, 2006

Brúðkaup


Það er víst í lagi að segja frá því að ég var að kaupa vefinn www.brudkaup.is í félagi við Benna Sig og Pálínu Vagns. Þess ber þó að geta að það er ekkert brúðkaup í vændum hjá mér sjálfum.



Það er nóg að gerast þessa helgina. Planið var að fara á Patró í kvöld og spila á golfmóti þar en af því gat ekki orðið. Golfið fær samt sinn sess í dagskránni því Úlfar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, ætlar að taka mig í kennslustund á morgun. Því næst taka við sjómannadagshátíðahöldin við höfnina og hátíðarkvöldverður með sjómönnum sem endar með stórdansleik með Brimkló í Víkurbæ.





Ég komst niður í 20 prósentin í dag, markmiðið er að vera kominn í 18% fyrir haustið...


miðvikudagur, júní 07, 2006

Versta tónlistarmyndbandið?


Vera er á því að þetta sé eitt allra versta tónlistarmyndband allra tíma. Ég get alveg verið sammála því.



Þessi rigningartíð er mér ekki að skapi. Ef það er eitthvað veðurfar sem ég þoli ekki þá er það rigning. Ég veit ekki hvort þessi rigning sé staðbundin í Bolungarvík en mér hefur oft verið sagt að veðrið sé alltaf betra á Ísafirði. Ég held ég sé farinn að trúa því.


þriðjudagur, júní 06, 2006

Aldrei kaus ég Framsókn


Ég er ekki alveg að skilja hvað framsóknarmönnum gengur til þessa dagana. Þetta mál með afsögn Halldórs Ásgrímssonar er orðið að ansi neyðarlegt fyrir flokkinn. Hvernig er hægt að klúðra sinni eigin afsögn? Ég held að útspilið með Finn Ingólfsson hafi verið illa hugsað, bæði hvað manninn sjálfan varðar og hvernig átti að koma honum til valda. Fólk er ekki búið að gleyma fyrri afrekum Finns og fólk vill að forystumenn stjórnmálaflokka séu kosnir af flokksmönnum en ekki af þröngum hópi ráðamanna. Framsóknarmenn gætu verið að fremja pólistískt sjálfmorð með þessari misheppnuðu fléttu, í það minnsta verður dýrt fyrir þá að endurheimta fylgi flokksins í komandi Alþingiskosningum.



Ég rakst á þessa frásögn á ónefndri bloggsíðu, það er greinilega ýmislegt sem skokkarar ganga fram á...

"Annars var þetta nokkuð magnaður hlaupatúr, því það er alveg ljóst að par sem ég rakst á um 0830 upp í heimörk hefur ekki reiknað með því að einhver árrisull skokkari á laugardagsmorgni hlypi fram á þau í miðjum klíðum. Já það er ekki hægt að neita því að þetta var frekar fyndið, því að þau voru með Video upptökuvél á þrífæti og allar græjur, nú og þau meiri segja skiptu um stellingu og allt áður en þau tóku eftir mér. Reyndar tóku þau ekki eftir mér fyrr en ég var svo til við hliðina á þeim og sagði þá bara brosandi við þau "afsakið ónæðið" stelpunni brá rosalega, en stráknum minna, eftir á fattaði ég að ég hljóp beint fyrir myndavélina og er þess vegna líklega orðinn aukaleikari í blári mynd sem teknir er í heiðmörk;-) En allavegna, gott mál að heiðmörk er notuð á fjölbreytan hátt, því að vera úti í náttúrunni er allra meina bót..."



Mér er sagt að það sé söguleg staðreynd að allir formenn Sjálfstæðisflokksins hafi á einhverjum tímapunkti verið í embætti forsætisráðherra. Það lítur allt út fyrir að núverandi formaður flokksins taki við forsætisráðuneytinu á næstu dögum og ég er auðvitað mjög ánægður með þær breytingar á ríkisstjórninni enda hef ég alltaf haft mikið dálæti á Geir H. Haarde.

Geir hefur í gegnum tíðina verið mjög duglegur að koma hingað vestur og einni slíkri heimsókn um daginn kom hann við á kosningaskrifstofu D-listans. Þar kom upp óborganlega fyndið atvik sem ég mun líklega aldrei gleyma en þar voru í aðalhlutverki Snævar formaður Mímis, Geir H. Haarde og vöfflur og rjómi. Ég held að Snævar vilji ekki að ég segi alla söguna en í sárabætur fylgir hér með mynd af þeim félögum ásamt Benna Sig.



Það vita það flestir að ég hef verið hægri maður frá því ég byrjaði að hugsa um pólitík. Ég hef samt alltaf haft í kringum mig fólk með öndverðar skoðanir á stjórnmálum og ég held að ég hafi haft mjög gott af því. Þannig hef ég öðlast meiri víðsýni og skilið betur sjónarhorn annarra í ýmsum málum. Sumir gæla við að geta breytt mér í vinstri mann en hingað til hefur lítið gengið í þeim efnum. En það má alltaf reyna ;o)

Undanfarnar tvær helgar hef ég farið í heimsókn til vinafólks míns sem eru á vinstri væng stjórnmálanna. Þar er alltaf tekið höfðinglega á móti mér og oftar en ekki fæ ég að hlusta á tónlist sem hægri menn eiga ekki í safni sínu. Þarna erum við til dæmis að tala um "Ísland úr NATO" diskinn og "Við sjálfstæðismenn" í flutningi Kristjáns Hreinssonar. Ég hef mjög gaman af þessum stundum og neita að fara heim fyrr en ég fæ að hlusta á "Fylgd" sem er einmitt á NATO disknum. Síðasta laugardag kom ég með smá mótvægi og söng um "Litlu aurapúkana" fyrir heimilisfólk. Þessi þjóðsöngur Mágusar vakti mikla lukku og ég gæti trúað því að ég verði hvattur til að syngja oftar um "Litlu aurapúkana". Kannski ég slái til á næsta Mímis-fundi.

Ég læt hér fylgja með mynd af mér í ræðustól á framboðsfundinum um daginn, í þetta skiptið lét ég sönginn vera en skemmti fundarmönnum með öðrum eftirminnilegum hætti.




Meðal afmælisbarna dagsins eru Bubbi (50), Bjarni Vals (30) og Sigurvin (21). Ég óska þeim til hamingju með daginn!


fimmtudagur, júní 01, 2006

Dagurinn í dag


Þessi dagur er að ýmsu leyti sérstakur hjá mér. Ég skrifaði undir afsalið að Völusteinsstræti 13 í dag og telst þar með lögformlega orðinn eigandi að því húsi. Ég hef þó ekki tíma til að flytja inn strax sökum anna í vinnu en ég stefni á að vera kominn inn áður en þessi mánuður er á enda. Ég sat líka síðasta bæjarstjórnarfundinn minn í meirihluta (í bili) í dag. Það verður e.t.v. eitthvað öðruvísi að sitja í minnihluta á næsta kjörtímabili. En á þessum fundi í dag steig ég þrisvar í pontu og það þykir til tíðanda í hugum sumra hér í bæ. Ég reikna fastlega með að Jón Atli punkti þetta niður hjá sér og skrái til bókar. Ég reikna með að ég sé rísandi stjarna í huga hans þar sem ég er núna 300% betri bæjarfulltrúi en ég var fyrir kosningar :D



Það er kominn tími á smá tónlist...

Gnarls Barkley - Crazy >> Töff lag

Chicane feat. Tom Jones - Stoned In Love >> Fyrir nokkrum árum gerði Chicane lagið "Don't Give Up" vinsælt en þá söng Bryan Adams með þeim, núna er það sjálfur Tom Jones sem leggur Chicane lið og útkoman er hrein út sagt frábær ;o)

Bob Sinclar feat. Steve Edwards - World Hold On (Children Of The Sky) >> "Love Generation" var flott en "World Hold On" er betra... það er mjög auðvelt að fá flautukaflann í þessu lagi á heilann...One Race, One Heart, Love and Unity....

Loleatta Holloway - Love Sensation 06 >> Dan Hartman samdi þetta lag fyrir L.H. í skiptum fyrir að hún söng með honum í laginu "Relight My Fire". Það þekkja reyndar margir þetta lag frá því það var notað í smellinn "Right On Time" sem Black Box gerði vinsælt í kringum 1990. En þessi glænýja útgáfa af "Love Sensation" er bara tær snilld.

Filterfunk - S.O.S. (Message In A Bottle) >> Upprunalega var þetta lag vinsælt með Sting & Police, nú er aðeins búið að hressa upp þessa klassík og útkoman er ljómandi góð.

Dan Hartman - Relight My Fire - Vertigo >> Mér finnst þetta vera besta diskó lag í heimi. Ég kemst alltaf í gott skap við að hlusta á þessa útgáfu af laginu sem inniheldur "Vertigo" byrjunina. Lagið er í heild sinni 12 mínútur að lengd, þar ef Vertigo intro-ið tæpar 5 mínútur.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3