» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



mánudagur, febrúar 28, 2005

Facts Of Life


Þessi texti er tekinn úr annars ágætu lagi sem heitir "Facts Of Life" með Lazyboy... alveg hellingur af "useless information"

Did you know, that 1 out of 4 Americans has appeared on tv?
Did you know, 61% of all hits on the internet are on sex-sites?
Every day 21 newborn babies will be given to the wrong parents
The average person swallows 8 spiders in a year
Cannabis is the most widely abused drug in the world
The average person laughs 13 times a day
Elvis was originally blonde
The average age of first intercourse is 15.3 years old
The average erect penis is 5.2" long - and 4.2" circumcised
Eskimoes use refrigerators to keep food from freezing
41% of all people take people with curly hair less seriously
20% of all females have had at least 1 homosexual experience
Did you know that there is no such thing as an anti-wrinkle-cream?

22% of the time, a pizza will arrive faster than an ambulance in Great Britian
96% of all women have at one time in their life faked an orgasm
3 people die every year, testing if a 9 volt battery works on their tongue
The 'Guiness Book Of Records' holds the record
for being the most stolen book in the public libraries
Butterflies taste with their feet
5% of the population is gay
The worlds best known word is 'okay',
the second most well-known word is 'Coca-Cola'
The giraffe can clean its ears with its tongue
Charles Chaplin once won 3rd place in a
'Charles Chaplin look-a-like contest'
In 1995 a japanese trawler sank because a
Russian cargo plane dropped a living cow from 30,000 feet
Only one book has been printed in more copies than the bible:
the IKEA-catalogue

1 cigarette takes away five minutes of a person's life
In 1950 we were 3 billion people on the earth.
today we are 6 billion people.
(time is ticking, ticking, yeah...)
'Donald Duck' was banned in Finland because he doesn't wear pants
74% of all nudist-females are nudists, because their husbands are nudists
More people die from a champagne cork popping than from poison spiders
21% of all traffic accidents happen because the driver falls asleep
Did you know that originally a Danish guy invented the burglar alarm.
unfortunately it got stolen.



Á laugardaginn voru merk tímamót hjá mér því þá sýndi vigtin að ég væri búinn að losa mig við 30 kíló á rétt rúmlega ári. Að meðaltali hefur þetta verið um 0,5 kg á hverri viku, ég er bara nokkuð sáttur við það ;)



Svo einkennilega vildi til að Bryndís Hlöðversdóttir fékk allt í einu leið á því að vera þingmaður og hyggst snúa sér aftur að störfum tengdum lögmennsku. Hún fer í útlegð upp á Bifröst og í stað hennar stormar nú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir inn á Alþingi... einhvern veginn var þetta nú búið að liggja í loftinu frá því úrslit síðustu kosninga lágu fyrir... en þetta gerðist víst alveg óvart eins og allt annað í pólitíkinni.



Helgin hefði alveg getað orðið betri hjá mér... það var þessi leikur í gær sem fór eitthvað illa í mig. Þetta byrjaði reyndar ágætlega, Riise með gullfallegt mark á fyrstu mínútu leiksins en svo þurfti Stevie G endilega að skora ekki síðra sjálfsmark... stöngin inn, algerlega óverjandi fyrir Jerzy Dudek sem var búinn að eiga stórleik fram að því. Svo kláraði Chel$ki leikinn í framlengingu þannig að maður verður að sætta sig við titlalaust tímabil í ár.


föstudagur, febrúar 25, 2005

Kúttmagakvöld


Ég geri ráð fyrir að mæta á hið árlega Kúttmagakvöld Lions á morgun. Ég hef hingað til verið frekar ölvaður á þessari samkomu, það er spurning hvort ég eigi að hrynja í það um helgina...



Ætli það sé eitthvað varið í þennan 73% áfenga drykk?



Þó þetta sé ættað frá Englandi þá er nokkuð til í þessu... 6 leiðir til að eignast 1 milljón pund.

1. Premium Bonds
"Depend on the rabbit's foot if you will, but remember it didn't work for the rabbit." (R E Shay, author)
2. The National Lottery
"In every bet, there is a fool and a thief." (Anonymous)
3. "Who Wants To Be A Millionaire?"
"You can take it as understood, That your luck changes only if it's good." (Ogden Nash, comic poet)
4. Save
"Saving is a fine thing. Especially when your parents have done it for you." (Sir Winston Churchill, statesman)
5. Become your own boss
"If you want to be wealthy, you must become self-employed."
6. Invest
"Although it's easy to forget sometimes, a share is not a lottery ticket ... it's part-ownership of a business." (Peter Lynch, investment guru)


fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Brautartré nr. 11


Grímur er með þetta Callaway Big Bertha brautartré til sölu, það er númer 11 sem þýðir að hallinn á kylfuhausnum er um 30°. Mig grunar að kylfan sé ætluð ákveðnum kylfingi... hún gæti reyndar verið tilvalin í 100 metra höggin hjá mér... en mér finnst nóg að vera með 7-tré í settinu hjá mér, járnin verða að duga í stutta spilið.



Ég snerti golfkylfurnar mínar í fyrsta skipti á þessu ári í gær. Ég notaði hádegismatinn minn í að slá nokkra bolta á "æfingasvæðinu" okkar, ætli maður endurtaki ekki leikinn aftur í dag því maður er greinilega orðinn ansi ryðgaður í sveiflunni.

Annars geta golfáhugamenn litið við á heimasíðu Spánarfaranna en nýjasta færslan þar er frá Bjarna Pétri Jónssyni þar sem hann greinir frá markmiðum sínum fyrir ferðina og upplýsir hvað sé í golfpokanum sínum.


miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Boy Brain






Your Brain is 33.33% Female, 66.67% Male



You have a total boy brain

Logical and detailed, you tend to look at the facts

And while your emotions do sway you sometimes...

You never like to get feelings too involved



What Gender Is Your Brain?







You Are 27 Years Old



27





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.



What Age Do You Act?


þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Tónleikar


Mig langar til að fara á tónleika með tveimur flytjendum í ár, ég er auðvitað að tala um U2 og Tiësto. Flestir þekkja Bono og félaga í U2 en Tiësto er svona meira mitt persónulega uppáhald. Tiesto hefur verið valinn "DJ of the Year" síðastliðin 3 ár og þar með telst hann vera besti plötusnúður í heimi. Tónleikar U2 eru alltaf magnaðir enda kann maður flest lögin þeirra utan af. Tónleikar Tiësto eru þekktir fyrir að vera svakalegar sýningar, þar er m.a. boðið upp á magnaða flugeldasýningar - hann slær meira að segja Rammstein út í þeim efnum - og svo er ljósashowið hrikalegt, laserar og alls kyns visuals auk þess sem boðið er upp á alls kyns fjöllistaatriði og jafnvel töframenn. Tiësto heldur bara 2-3 tónleika á ári og er frekar erfitt að fá miða á þá, U2 heldur ansi marga tónleika beggja vegna Atlantshafsins á þessu ári og það er uppselt á þá flesta. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að ég sé á leiðinni á tónleika með U2 í London 19. júní í sumar... ég get varla beðið eftir þessu. Þetta verður því ár utanlandsferða hjá mér, febrúar er ekki liðinn og ég er nú þegar búinn að panta 2 utanlandsferðir.



Mér skilst að landbúnaðarráðherra vilji byggja reiðhöll hérna fyrir vestan. Í því sambandi hefur verið nefnt að auk hestamanna geti t.d. golfklúbbar á svæðinu haft not af slíkri höll til æfinga að vetrarlagi. Þá er bara spurning hvort 19. holan verði oft tekin í "reiðhöllinni".


mánudagur, febrúar 21, 2005

Góð grein


Þessi grein frá Einari Kristni er bara nokkuð góð, mér finnst merkilegt ef það er rétt að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra (og þar með byggðamálaráðherra) hafi verið neikvæð í garð þess að fyrirtæki hafi frumkvæði að því að flytja störf út á land. Það er ekki nema von að hið opinbera sé svona getulaust í byggðamálum ef ráðherrarnir hugsa svona.


sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ný könnun


Nú þarf ég álit frá ykkur um nýtt nafn á hópinn sem fer í golfferðina á Islantilla í vor. Við hétum "Svarta gengið" í fyrra en það nafn gengur ekki í ár. Ef ykkur dettur eitthvað annað sniðugt í hug þá skrifið það bara í comment.

Svo er líka komið nýtt og bjartara útlit á heimasíðuna hjá okkur Spánarförunum og það er líka ný könnun á þeirri síðu... þið munið svo bara eftir því að kjósa rétt þar ;)


föstudagur, febrúar 18, 2005

Það sem ríkið getur ekki...


...geta fyrirtækin auðveldlega. Þessi frétt um að Íslandsbanki sé að færa 10 störf frá Reykjavík til Ísafjarðar sýnir og sannar að það er hægt að færa störf út á landsbyggðina. Þetta er bara spurning um vilja, hið opinbera vill ekkert gera í því að flytja störf út á land... þetta er bara svona einfalt. Til viðbótar þessum 10 störfum sem Íslandsbanki er að flytja til Ísafjarðar þá hefur dótturfélag bankans, Sjóvá, flutt störf til Ísafjarðar og Bolungarvíkur og er núna að bæta við sig starfsmanni á Patreksfirði... allt eru þetta störf sem áður voru unnin í Reykjavík.


miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Við viljum jarðgöng!


Tæplega 90% ykkar vilja jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Núna getið þið sýnt viljann í verki og skráð ykkur á undirskriftalistann á vikari.is. Þar geta reyndar líka þeir sem vilja göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur líka ritað nafnið sitt málinu til stuðnings.



Það er farið að líða að því að Svarta gengið + nokkrir fleiri góðir kylfingar fari til Spánar að spila golf. Í vinnslu er ný og glæsileg heimasíða fyrir hópinn og er strax ljóst að við þurfum nýtt nafn, Svarta gengið á ekki við lengur. Hvernig væri að koma með einhverjar tillögur að nýju nafni?


þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Varaformaður


Það voru nokkrar hrókeringar á aðalfundi GBO fyrr í kvöld. Ég fetaði mig enn frekar upp valdastigann innan klúbbsins og er orðinn varaformaður, Röggi Pensill tók við af mér sem ritari og Unni er orðinn gjaldkeri. Að sjálfsögðu var klúbburinn rekinn með hagnaði þetta árið enda eru miklir fjármálaspekingar sem halda um stjórnartaumana. Grímur varð golfari ársins með miklum yfirburðum og mér tókst að koma í gegn breytingum á reiknilíkaninu fyrir golfara ársins 2005. Líkan þetta er að sjálfsögðu afskaplega flókið og er það að sjálfsögðu hannað til að þess að ég geti sjálfur átt einhverja möguleika á að standa uppi sem sigurvegari, í það minnsta er ég einn af fáum sem kann að reikna út úr því.



Ég átti von á flestu öðru en að Stálið skyldi taka heimalærdóm um feminisma fram yfir bíóferð í síðustu viku. Það lá við að ég þyrfti áfallahjálp þegar ég frétti af þessu og ég er reyndar ekki enn búinn að jafna mig á tíðindunum.



Ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða gráta þegar ég las Fréttablaðið um helgina. Þar steig fram á ritvöllinn Reykjavíkurmær með algjöra minnimáttarkennd gagnvart landsbyggðinni. Greinin er eitthvert mesta bull sem ég hef séð. Ég vona að borgarbúar séu ekki almennt svona þröngsýnir (eða rangeygðir) því svona fólki er ekki viðbjargandi. Ég veit ekki yfir hverju verður nöldrað ef fram fer sem horfir og allir flýja af landsbyggðinni í flóttamannabúðirnar við Faxaflóann...


mánudagur, febrúar 14, 2005

Eftir einn, ei aki neinn...


Sjaldan er góð vísa of oft kveðin... hvað var Eiður Smári eiginlega að pæla?



B is for Beautiful
A is for Alluring
L is for Logical
D is for Dramatic
U is for Unnatural
R is for Relaxing

What Does Your Name Stand For?



Ég átti góða helgi fyrir sunnan, þetta var kærkomið frí frá ljúfa lífinu hérna fyrir vestan. Þegar maður heimsækir höfuðborgina þá áttar maður sig alltaf jafn vel á því hvað það er gott að búa ekki í Reykjavík. Mér tókst að auka á yfirdráttinn og hækka VISA-skuldina með vel nýttum verslunarferðum í borg óttans. Núna tekur við botnlaus vinna til að komast á núllið aftur.


þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Draumaferð


Mig langar að fara í þessa ferð! Grannaslagur af bestu gerð og líklega mikil læti í Liverpoolborg.



Það er víst orðið ákveðið að ég verð í Reykjavík um næstu helgi. Á dagskránni verður þetta hefðbundna; versla, fara í bíó, heimsækja ættingja o.s.frv.


sunnudagur, febrúar 06, 2005

Liverpool


Ég held að ég eigi ekkert að vera að rembast við að horfa á þessa leiki með Liverpool í sjónvarpinu. Þeir tapa yfirleitt þegar ég horfi á þá, jafnvel þótt ég horfi á leikina í happabúningnum mínum. Svo vinna þeir eiginlega alla leiki sem ég missi af, t.d. leikinn við Fulham í gær og Charlton leikinn í vikunni.


föstudagur, febrúar 04, 2005

Spjall


Það er ansi merkileg umræða í gangi á spjallinu hjá BÍ í dag.


fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Fótboltinn


Jón Steinar ætlar að þjálfa Bolvíkinga næsta sumar... gott mál :-)



Ég vil fá jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ég held að stærsti hluti þjóðarinnar myndi ekki láta bjóða sér að þurfa að fara allra sinna ferða um veg (þ.e. Óshlíðna) þar sem hætturnar eru alls staðar. Við erum að tala um snjóflóð, grjóthrun, sviptivinda auk þess sem veginum er ógnað af ágangi sjávar og sögusagnir eru uppi um að fjallið fyrir ofan veginn sé að gliðna í sundur.

Ég er einn af þeim sem vill fá jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar þannig að öruggt vegasamband skapist milli þessara tveggja byggðarlaga. Svo er bara spurning hvaða leið skuli fara í gegnum fjöllin, þessa stundina er ég hrifnastur af leiðinni úr Syðridal yfir í Súgandafjarðarlegg Vestfjarðaganganna.


miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Pump It Up!


Það kannast margir við myndbandið við lagið "Call On Me" með Eric Prydz... þið vitið, einn strákur og nokkrar stelpur að púla í ræktinni. Núna var að koma út DVD með þessu sama fólki þar sem tekið er heilt "workout". Diskurinn heitir einfaldlega "Pump It Up!" og er algjör snilld.



Í gamla daga sungu Bananarama um ástargyðjuna Venus og var textinn eitthvað á þessa leið:

Goddess on the mountain top
Burning like a silver flame
The summit of beauty and love
And Venus was her name

Samkvæmt stjörnuspánni minni á ástargyðjan Venus að vera áberandi í korti mínu þessa dagana og á það að gera mig einstaklega aðlaðandi í augum annarra... það er kannski bara kominn tími á að maður fari að skella sér í borgarferð til að freista gæfunnar á markaðnum þar.



Ef maður ætlar sér að ná árangri í íþróttum er nauðsynlegt að æfa vel. Æfingum eins atvinnumanns í knattspyrnu er lýst þannig: "...14 ára gamall þá fór hann á fætur kl 04.30 á morgnanna til að fara út að hlaupa, sama hvernig viðraði, hann var á einkaæfingum hjá þjálfara knattspyrnuliðsins á staðnum fyrir kl 8 á morgnanna vegna tímaskorts þjálfarans og skólagöngu leikmannsins. Venjulegar æfingar með knattspyrnuliðinu voru síðan fastur liður síðdegis..." Sumir telja mig klikkaðan að fara 10 sinnum í viku í ræktina en ég hef bara metnað til að standa mig í því sem ég er að gera þannig að mér finnst þetta bara ósköp eðlilegt.


þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Frábær!


Ég held að það sé ekki hægt að fá betra nafn á sveitarfélag heldur en "Frábær".



Það væri gaman að vita hvernig Ísfirðingum gangi að byggja þetta snjóhús.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3