» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



þriðjudagur, september 28, 2004

2 ár


Í tilefni þess að ég er búinn að eiga Lexusinn í 2 ár ákvað ég að snerta hann ekki í dag. Það er bara fínt að labba í vinnuna á morgnana... líka mikið hollara en að keyra þessa örfáu metra.


sunnudagur, september 26, 2004

Ótrúlega gaman


Það er ekki hægt að segja annað en að Bændaglíman hafi verið frábær í gær, það var samt minna um átök heldur en í fyrra og ekkert svona atvik kom upp. Ég var í sigurliðinu þetta árið og er þar mestu um að þakka því hve ég og Tommi spiluðum vel. Í mótslok fékk ég það verðuga hlutverk að afhenda verðlaun... það var ótrúlega gaman enda fékk ég að gefa fullt af áfengi til félaga minna í klúbbnum. Þið sem mættuð ekki á Bændaglímuna... þið misstuð af miklu.


laugardagur, september 25, 2004

I Need A Lover Tonight


Þegar ég sá auglýsinguna fyrir Club Classics diskinn frá Ministry Of Sound áttaði ég mig á því að ég á alveg ógrynni af tónlist sem var vinsæl þegar ég var á menntaskóla aldri. Eitt af þessum klassísku lögum heitir Nakasaki (I Need A Lover) með Ken Doh og var vinsælt árið 1996. Sama ár var lagið (I Love) America með Full Intention spilað í tætlur á diskótekunum... persónulega er ég ekkert hrifinn af Ameríku en lagið er flott fyrir það.

Undanfarnar vikur hef ég verið með High Contrast remixið af Barcelona með D.Kay & Epsilon á heilanum, það er greinilegt að þar er einhver útlandaþrá í mér þessa dagana.

Ég bý mér reglulega til geisladiska til að hafa með mér í ræktina, stundum set ég inn lög sem enginn þekkir og oftar en ekki hitta þau í mark... Guns Don't Kill People Rappers Do með Goldie Looking Chain er eitt þessara laga. Þetta lag er bara algjör steypa... rappararnir geta ekki einu sinni borið fram err-ið í Rappers.

Ég geri ráð fyrir að flestir þekki lagið Children með Robert Miles, að mínu mati er þetta eitt flottasta lag sem ég hef heyrt... á sínum tíma var þetta fyrsta instrumental lagið til að toppa breska vinsældarlistann en núna er komin vocal útgáfa af laginu. Í dag heitir lagið Do You Know (I Go Crazy) og er með Angel City.... ég tek upphaflegu útgáfuna fram fyrir þessa nýju.

Undanfarna mánuði hefur komið út ótrúlega mikið af flottri house-tónlist, eitt gott dæmi er lagið Get Up Stand Up með Stellar Project. Annað dæmi er Call On Me með Eric Prydz en þessa stundina er þetta lang vinsælasta lagið í Bretlandi og víðar í Evrópu... og ekki spillir fyrir að myndbandið við lagið er algjör snilld og er bannað á MTV og fleiri tónlistarstöðvum. Hérna getið þið búið til ykkar eigin útgáfur af myndbandinu og séð hvers vegna myndbandið var bannað.

Að lokum... Scooter er með tónleika í Reykjavík um helgina, ég hefði örugglega farið á þá ef ég hefði haft einhvern tíma aflögu. Eftir rúma viku kemur út nýtt lag með Scooter, það heitir Shake That! og er í pop-house stílnum og virðist það vera einhver stefnubreyting hjá þýsku "tekknótröllunum". Þetta er auðvitað endurgerð á gamla KC & Sunshine Band diskósmellnum Shake, Shake, Shake (Shake Your Booty)... ég heyri nú reyndar líka smá brot úr Pussylover í byrjun lagsins en það eru bara nokkrar sekúndur.

Skemmtið ykkur vel um helgina og hugsið hlýtt til mín því ég þarf að vinna alla helgina.


föstudagur, september 24, 2004

Bændaglíma


Skemmtilegasta golfmót sumarsins er á morgun... sjálf Bændaglíman. Það er nokkuð ljóst að áfengi mun eitthvað koma við sögu í mótinu... ég verð að muna eftir koníakspelanum í þetta skiptið.


miðvikudagur, september 22, 2004

Afsökun


Ég hef lítið skrifað á bloggið undanfarna daga og biðst afsökunar á því. Ástæðan er ekki leti heldur er búið að vera brjálað að gera hjá mér. Helgin í Reykjavík var fín, góður skammtur af djammi og ýmissi annarri skemmtun. Núna er ég kominn vestur aftur og þá tekur við löng vinnutörn hjá mér...


laugardagur, september 18, 2004

Ölvun


Það var almenn ölvun ríkjandi í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Djammið hjá mér byrjaði kl. 3 í gær en þá var haldið á Klúbbinn og horft á fyrstu umferðina í Ryder keppninni yfir tveimur köldum. Rúmlega 5 tók vínkynning frá Vífilfelli við, þar lærði ég helling um rauðvín og bragðaði á nokkrum léttvínstegundum... eftir vínkynninguna tók við austurlenskur matur og ótakmarkað ókeypis áfengi, t.d. einhver nýr gosbjór sem heitir CUBE og er víst ekki kominn í sölu hér á landi.

Fyrsta stoppistöð í miðbænum var Thorvaldsen barinn, þar var einu sinni allt fullt af verðbréfamiðlurum og hinum svokölluðu "wannabe's" en núna er verðbréfaliðið farið að stunda Rex en wannabe-in eru ennþá á Thorvaldsen. Okkur leist ekki á stemminguna á Thorvaldsen og héldum á Celtic Cross sem var alveg dauður... þá var farið á Vegamót og svo endað á Hverfisbarnum þar sem dansað var fram eftir nóttu. Ég hélt ég myndi alveg sleppa við að hitta einhvern sem ég þekkti á djamminu í þetta skiptið en rétt áður en ég fór af Hverfis rakst ég á Danna og Ragga Ingvars...


föstudagur, september 17, 2004

Vínkynning


Mér líður eins og ég sé kominn í Háskólann aftur, það er föstudagur og einhvers konar vísindaferða-fílingur í mér. Ég er á leiðinni á Klúbbinn þar sem við félagarnir ætlum að horfa á Ryderinn til kl. 5. Þá tekur við vínkynning hjá Vífilfelli sem m.a. flytur inn Carlsberg (sem er víst besti bjór í heimi) og ýmiskonar létt og sterk vín. Frítt vín er alltaf gott og ég mun láta til mín taka í drykkjunni í dag. Kvöldið fer svo í partýstand og nóttin verður vonandi skemmtileg í miðbæ Reykjavíkur.

Gærdagurinn var fínn hjá mér, í hnotskurn var þetta svona: Subway í hádeginu, kíkti í bruggbúðina hjá Stálinu, fór á skemmtilegt námskeið, kvöldmatur á Pizza 67, prufaði barinn á Hótel Sögu, fór á Bourne Supremacy í Háskólabíó og rauðvín og ostar fyrir svefninn.


fimmtudagur, september 16, 2004

Breyttur lífstíll


Í dag eru 8 mánuðir síðan ég fór að breyta lífstíl mínum. Á þessum tíma hefur mikið gengið á, 24 kíló af fitu virðast hafa gufað upp, matarræðið er gjörbreytt og púl og svitabað er orðinn fastur liður í dagskránni. En umfram allt þá líður mér betur en áður. Ég hef metnað til þess að gera betur en þetta og ætla að halda áfram á sömu braut.



Ég er loksins kominn suður í menninguna. Ég gisti á 5 stjörnu hótelinu hjá bróður mínum og hann bauð mér að sjálfsögðu upp á kjöt af framsóknarkálfi í kvöldverð. Kvöldið fór að mestu leyti í umræður um kjaramál og kennaraverkfall. Ég hafði vit á því að blanda mér sem minnst inn í umræðuna enda er ég viss um að skoðanir mínar geti fallið í grýttan jarðveg hjá einhverjum.

Á morgun fer ég svo á námskeið á Grand Hótel Reykjavík þar sem farið verður í gegnum Reikningsskilafræði og Gerð reikningsskila, ég geri ráð fyrir að þið hafið ekki hugmynd um hvað það er.


þriðjudagur, september 14, 2004

Grárófuheiði


Þá er maður kominn úr gönguferð dagsins. Lagt var að stað frá Selárdal í Súgandafirði kl. 16.35, eftir um 2 klukkutíma göngu vorum við komin upp á Grárófuheiði og þá sáum bæði til Bolungarvíkur og ofan í Súgandafjörð. Gangan niður í Tungudal var kapphlaup við tímann því það var farið að skyggja, við komumst á leiðarenda kl. 20.45 og hefðum varla mátt vera seinni í því. Eftir ferðina bauð Hrönn okkur í skúffuköku og við skoðuðum myndir úr ferðinni. Þetta var bara skemmtileg ferð og vonandi ekki sú síðasta í haust.



Ég er víst að fara til Reykjavíkur á morgun og verð þar yfir helgina. En í dag er það gönguferð yfir Grárófuheiði.


mánudagur, september 13, 2004

Hann er ungur enn...


Fyrir nokkrum árum síðan spilaði Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður með meiru, með Bolvíkingum í 3. deildinni í fótbota. Þá þótti hann ungur og efnilegur í markinu en nú nokkrum árum síðar er hann farinn að spila með Grindvíkingum í efstu deild Íslandsmótsins. Ég held að drengurinn sé bara farinn að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu í fótbolta og kæmi mér ekki á óvart að Ásgeir og Logi horfi til Þorsteins sem framtíðarmarkvarðar landsliðsins.

Og víkur þá sögunni af öðrum landsliðsmarkverði sem tók þá dramatísku ákvörðun á sínum tíma að hætta knattspyrnuiðkun á hátindi ferils síns... ég er auðvitað að tala um Jóa Kristins sem átti magnaðan leik í íslenska markinu á móti Færeyingum í gamla daga. Jói sá þá að hann var alltof góður fyrir íslenskan fótbolta og ákvað að halda á vit ævintýranna á Spáni (þar sem er gott að djamma og djúsa). Á þeim tíma voru Spánverjar hvorki ginkeyptir fyrir enskum eða íslenskum fótboltastjörnum þannig að svo fór að Jói kom aftur heim á Klakann, samningslaus. Jói taldi að hann ætti ekki afturkvæmt í íslenska boltann enda var hann of mikil stjarna fyrir íslenska boltann og ákvað hann því að leggja skóna á hilluna. Núna herma fregnir að búið sé að bjóða Jóa háar fjárhæðir fyrir að taka fram skóna að nýju... ef svo verður þá vona ég að hann verður tryggur sínu gamla félagi og gangi til liðs við UMFB.



Það er líklegt að ég fari í eina góða gönguferð á morgun, stefnan er sett á að ganga úr Selárdal í Súgandafirði yfir í Tungudal í Bolungarvík. Þessi gönguferð tekur 4-5 klukkutíma og á eflaust eftir að krefjast einhvers líkamlegs erfiðis sem á vonandi eftir að skila sér í fækkun aukakílóa. Ég vona bara að það verði gott veður þannig að maður geti verið með myndavélina mikið á lofti.



Einn kennari minn úr Háskólanum sagði alltaf að mælikvarðinn á hve góðu lífi hann lifði tæki mið af því hve mikið hann kæmist í golf og hve mikið hann gæti drukkið af rauðvíni. Hann mældi sem sagt auð sinn í rauðvíni og golfi en ekki krónum og aurum. Mér finnst þetta góður mælikvarði. Samkvæmt þessari kenningu lifði ég mjög góðu lífi um helgina, ég spilaði 18 holur í gær og í datt í lukkupottinn í rauðvínshappdrætti skrifstofunnar og vann þannig 9 rauðvínsflöskur.


laugardagur, september 11, 2004

Íslenskar konur


Ég rakst á merkilegan pistil sem sjálfur Trausti úr Vík skrifaði um íslenskar konur, frægð og peninga, ég veit ekki hvort hann er eitthvað bitur en setning á borð við "Það virðist svo oft sem að jafnvel ófríðustu menn geti náð sér í algerar gyðjur, ef þeir bara eru nógu frægir, og / eða ríkir" segir ýmislegt um innihald pistilsins.


föstudagur, september 10, 2004

Busaball


Ég sit núna við skrifborðið mitt í vinnunni og pæli í því hvort ég eigi að fara á busaball MÍ sem að þessu sinni er haldið í næsta húsi við mig... þ.e. í Víkurbæ. Ég væri alveg til í að mæta fyrst ballið er hér í Víkinni og fyrst að Kalli Bjarni er að spila en... ég held ég sé of gamall til að mæta á 16 ára böll, eða er það ekki?



Skamkvæmt þessari frétt er uppskriftin að "ævarandi æsku" fundin... og hún er einföld... drekktu einn bolla af eigin þvagi á degi hverjum og þú munt aldrei eldast. Mér er nokkuð sama hvað er til í þessu en ég vil allavega frekar eldast heldur en að drekka eigið hland.


fimmtudagur, september 09, 2004

Á Spáni...


Ég fékk SMS frá einum vini mínum áðan, hann þurfti endilega að segja mér að hann væri staddur á sólarströnd á Spáni í dag... ekki nóg með það heldur var hann í Hollandi í gær og fór á leik Hollands og Tékklands í undankeppni HM í fótbolta. Af hverju var mér ekki boðið með í þessa ferð?


miðvikudagur, september 08, 2004

Mikið að gera...


Ég held að það sem ég segi oftast við fólk sé að "ég hafi mikið að gera". Það eru orð að sönnu, ég virðist alltaf að þurfa að finna mér einhver verkefni sem útheimta mikla vinnu og þeim stundum fer ört fækkandi sem ég get notað til að slappa af og leika mér. Það hjómar kannski skringilega að ég hafi verið að berjast fyrir að fá SkjáEinn til Bolungarvíkur... ég sem horfi aldrei á sjónvarp. Ég hef víst ekki tíma í meiri skrif... klukkan er orðin 8 og ég á eftir að vinna til miðnættis.


þriðjudagur, september 07, 2004

Stafrænt sjónvarp


Hver hefði trúað því fyrir mánuði síðan að stafrænt sjónvarp væri innan seilingar á Vestfjörðum. Maður hugsaði alltaf að þetta yrði kannski eftir 3-5 ár en ekki eftir 3-5 mánuði eins og nú er raunin. Ég bíða allavega spenntur eftir að geta horft á SkjáEinn og margar aðrar sjónvarpsstöðvar í gegnum ADSL-kerfi Símans um jólin.

Update: frétt um þetta er víst komin inn á bb.is núna


mánudagur, september 06, 2004

Hola í höggi


Draumur hvers kylfings er að fara holu í höggi, ég hef ekki ennþá orðið svo heppinn að fara holu í höggi en Jói Torfa hafði hins vegar heppnina með sér á Íslandssögumótinu um helgina. Verðlaunin sem Jói fékk fyrir að fara holu í höggi var leikfangabíll, ég veit ekki af hvaða tegund en ég hefði a.m.k. viljað fá eitt stykki Lexus fyrir afrek sem þetta.

Annars fór ég á golfmót um daginn þar sem 100 þúsund íslenskar krónur voru í verðlaun fyrir að fara ákveðna holu á einu höggi. Það eina sem ég hugsaði um allt mótið var 100 þúsund kallinn sem ég ætlaði að næla mér í. Það var kannski ástæðan fyrir því hvað ég spilaði illa á mótinu, en það hefði engu máli skipt á hvaða skori ég hefði endað á ef ég hefði fengið 100 þúsund kallinn.


sunnudagur, september 05, 2004

Algebra


Á sínum tíma þótti ég frekar góður í stærðfræði og lenti einhvern tímann í 15. sæti í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, þess vegna (og kannski líka vegna þess að ég kann ekki að segja nei) lendi ég oft í því að taka menntskælinga í aukatíma í stærðfræði. Ég skil bara ekki af hverju fólki finnst stærðfræði vera erfið, þetta er bara spurning um smá rökhugsun og þá er einfalt að leysa eiginlega öll dæmi.



Ég veit ekki hvort þið kannist við velsku (þ.e. frá Wales) rappsveitina Goldie Lookin' Chain... en þessi sveit er að gefa út Greatest Hits plötu. GLC þykja vera ótrúlega fyndnir og hafa áður gefið sjálfir út 5 CD-R diska með tónlistinni sinni en einn þeirra hét því skemmtilega nafni "Adam Hussein's Truth and Slander". Ég er nokkuð viss um að ég eigi eftir að næla mér í eintak af nýja disknum þeirra... þar eru lög sem heita t.d. "Guns Don't Kill People, Rappers Do", "Self Suicide", "Soap Bar", "Half Man, Half A Machine" og "Your Mothers Got A Penis".


laugardagur, september 04, 2004

Let Me Be Your Underwear


Það er laugardagskvöld og þá er kominn tími á djammtónlist.

Club 69 - Let Me Be Your Underwear >> Ég á aldrei eftir gleyma því þegar tveir vinir mínir gerðust dragdrottningar á einhverju re-unioni fyrir nokkrum árum... muna fleiri eftir þessu?

LL Cool J - Doin' It >> Ladies Love Cool James eða eitthvað þannig... en allavega æðislegt R&B lag.

Tennurnar hans afa - Kinky >> Veggfóður og sveppir, þarfnast varla frekari skýringa.

Pizzaman - Sex On The Streets >> Pizzaman er Norman Cook sem er líka þekktur sem Fatboy Slim (já og reyndar sem margt annað)... 1974 is the year that they are now planning for: sex on the streets in every major city from coast to coast....

Sin With Sebastian - Shut Up (And Sleep With Me) >> Þetta lag var skemmtilega hallærislegt á sínum tíma (og er það reyndar ennþá)... You are young, you are free, why don't you sleep with me?

Lil Louis - French Kiss >> Algjör klassík sem var vinsæl þegar ég var í grunnskóla. Lagið gekk almennt undir nafninu "Stunulagið"... hlustið á lagið og þá fattið þið nafngiftina.

Mousse T vs. Hot 'N' Juicy - Horny (Boris Gets Edited) >> All Night Long, I'm Horny All Night Long, I'm Horny All Night Long.... Horny, Horny, Horny...



Fyrst ég var að minnast á Palla í síðustu færslu þá verð ég að viðurkenna að ég öfunda hann af því að vera staddur í London þessa dagana...



Ég er núna að hlusta á alveg þrælmagnað (FOR YOU @ Bloomingdale) sett hjá Johan Gielen á ID&T... þetta minnir mig bara á Benidorm 2002... þá varð fáránlegasta handleggsbrot ever til þess að ég missti af því að sjá Johan Gielen spila á KM... ég fyrirgef Palla þetta seint...


fimmtudagur, september 02, 2004

Tónleikar í haust?


Það hafa verið einhverjar sögusagnir í gangi um að Scooter muni verða með tónleika í Reykjavík síðar í mánuðnum... veit nú ekki hvað er til í þessu en það væri gaman að sjá þá aftur. Svo hefur verið talað um að Prodigy verði með tónleika hérna seinna í haust... ég væri líka alveg til í einn eina Prodigy tónleikana.

Annars var Prodigy að gefa út 2 diska núna í ágúst, "Always outnumbered, never outgunned" ætti að fást í öllum plötubúðum en "Always Outsiders, Never Outdone" sem er bootleg-plata er öllum aðgengileg á www.prodigyremixed.com/



Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna. Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn féll til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður. Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna. Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð. Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir smá stund. Konan þráðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum. Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið og tók hendur hans frá og renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega. Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta. Maðurinn svaraði því til að honum þætti þetta mjög gott en hann væri enn að drepast í þumalfingrinum.


miðvikudagur, september 01, 2004

Undur og stórmerki


Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að Raddir þjóðarinnar væru þagnaðar en mér til mikillar ánægju hefur Pensillinn rofið margra mánaða þagnarbindindi sitt.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3