» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



mánudagur, maí 30, 2005

Stjörnustríð


Ég fór á Star Wars Episode III í Reykjavík um helgina. Ég er nú ekki mikill Stjörnustríðs aðdáandi en mér fannst þessi mynd bara ágætis afþreying. Það er spurning um að fara að horfa á hinar 5 myndirnar við tækifæri.


föstudagur, maí 27, 2005

Suður


Ég er að fara suður á eftir. Tilgangur ferðarinnar er að mæta í stúdentsveisluna hjá Ernu og hitta tvíburana í fyrsta skipti.


fimmtudagur, maí 26, 2005

Sigurvíman


Ég verð að viðurkenna að sigurvíman er ekki runnin af mér ennþá... þvílíkur leikur í kvöld! Liverpool var 3-0 undir í hálfleik og náði að jafna á mögnuðum 6 mínútna kafla í seinni hálfleik. Þetta endaði svo í rosalegri vítaspyrnukeppni þar sem Jerzy Dudek fór á kostum... hann hefur greinilega horft á gömul myndbönd með Bruce Grobbelaer... hmmm.... það eina sem ég get sagt er: "Ég elska Jerzy Dudek!" Liverpool eru Evrópumeistarar í knattspyrnu.


miðvikudagur, maí 25, 2005

Spáin


Liverpool vs. AC Milan

Svartsýna spáin:
AC Milan vinnur 2-1, Shevchenko með bæði mörkin fyrir Milan og Gerrard með markið fyrir Liverpool.

Bjartsýna spáin:
Liverpool vinnur 2-1, Shevchenko skorar fyrir Milan en Gerrard jafnar fyrir Liverpool og Carragher skorar sigurmarkið rétt fyrir leikslok.



Það eru ekki nema rúmir 5 tímar í að leikur ársins í fótboltanum hefjist. Ég er auðvitað að tala um úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu sem fer fram í Tyrklandi í kvöld. Þar mætast tvö af mínum uppáhaldsliðum, Liverpool og AC Milan. Ég verð nú samt að viðurkenna að Liverpool stendur nær hjarta mínu í dag en AC Milan var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar Marco van Basten var í framlínunni hjá þeim. Ég mun sem sagt halda með Liverpool í kvöld en ég verð samt ekkert rosalega sár þó AC Milan vinni.

Smá upphitun fyrir kvöldið... You'll Never Walk Alone í flutningi stuðningsmanna Liverpool.


þriðjudagur, maí 24, 2005

Forvitnileg frétt


Þessi frétt á mbl.is er mjög forvitnileg. Síminn er að byrja með myndbandaleigu í gegnum ADSL-sjónvarpið þannig að við erum að sjá "pay-per-view" verða að veruleika á Íslandi... ég fæ ekki betur séð að þjónustan verði í boði um allt land þannig að við hérna fyrir vestan fáum að taka þátt í ævintýrinu. Svo er líka talað um að sjónvarpsrásunum verði fjölgað í 60... já ég væri alveg til í þetta.


laugardagur, maí 21, 2005

Tvíburar


Það var kominn tími á að ég segði eitthvað á þessu blessaða bloggi mínu. Núna er í það minnsta tilefni til að skrifa nokkur orð. Ég var nefnilega að eignast tvær litlar frænkur í nótt þar sem Bensi bróðir var að eignast tvíbura. Ég var alveg viss um að a.m.k. annar tvíburinn yrði strákur vegna þess að Bensi á tvær stelpur fyrir.

Ég óska Bensa, Berglindi, Ernu og Önnu Margréti innilega til hamingju með prinsessurnar tvær.


mánudagur, maí 16, 2005

Spjallborð


Það er komið bolvískt spjallborð á www.webcam.is, ég skora á ykkur að skrá ykkur inn og taka þátt í umræðum um heima og geima.

Spjallborð webcam.is


laugardagur, maí 14, 2005

Erfið vika að baki


Síðasta vika hafði upp á margt að bjóða, t.d. hálsbólgu og argentíska tölvuþrjóta. Núna horfir þetta allt til betri vegar, hálsbólgan er að hverfa og www.webcam.is er komin í lag. Það eru engin smá vandræði sem þessir hakkarar geti valdið saklausu fólki í öðrum heimsálfum...


föstudagur, maí 13, 2005

Föstudagurinn þrettándi


Það er best að vera varkár í dag því það er föstudagurinn 13. maí og samkvæmt hjátrúnni á þetta að vera mikill óhappadagur.


þriðjudagur, maí 10, 2005

Mest spilað


Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr iTunes eiga Bodyrockers mest spilaða lagið í tölvunni minni, hérna er besta útgáfan af þeim:

Bodyrockers - I Like The Way (Bimbo Jones Delano Edit)



Ég var að skella inn myndum af strippinu hjá Palla og Guðbjarti inn á heimasíðu '76 árgangsins. Þetta var mjög fyndið á sínum tíma og ég held að það sé það enn þann dag í dag.


mánudagur, maí 09, 2005

Stuðmenn


Ég held að ég sé ekkert að ljóstra upp neinu leyndarmáli með því að segja frá því að Stuðmenn verða með ball í Bolungarvík á Markaðsdeginum 2. júlí í sumar... ég hlakka til!


laugardagur, maí 07, 2005

There is no such thing as free lunch!


Þetta er ein frægasta setningin í hagfræðinni og segir einfaldlega að ekkert er ókeypis. Í dag var SkjáEinn að tilkynna það sem allir vissu að myndi gerast... enski boltinn verður ekki ókeypis næsta vetur. Enski boltinn flyst sem sagt í haust yfir á nýja sjónvarpsrás sem mun verða seld í áskrift og mun nást á Breiðbandi Símans og ADSL-sjónvarpi Símans. Þetta breytir ekki miklu fyrir Bolvíkinga, hér eru hvort eð er flestir með ADSL-sjónvarpið.


miðvikudagur, maí 04, 2005

Ég sé stelpur...


Ég hef lítið annað að segja á þessari stundu nema að ég fíla þessi þessi lög í tætlur...

>> Studio B - I See Girls

>>Yes vs. Max Graham - Owner Of A Lonely Heart


þriðjudagur, maí 03, 2005

Spennufall


Ég er í algjöru spennufalli eftir sigurleik Liverpool á Chelsea. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef horft á um ævina en úrslitin voru engu að síður góð. Liverpool vann 1-0 og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Nú er bara að bíða og sjá hvort andstæðingarnir verði PSV Eindhoven eða AC Milan. Ég vil mæta AC Milan, uppáhaldsliðinu mínu á Ítalíu.

Á sínum tíma veðjaði ég á að Barcelona yrði Evrópumeistari og tók þátt í veðmáli þar að lútandi, ég verð e.t.v. 2 kippum af bjór fátækari 25. maí, þ.e. ef AC Milan verður Evrópumeistari. En ef svo skyldi vilja til að annað hvort Liverpool eða PSV Eindhoven verði Evrópumeistarar þá þarf ég ekkert að borga því enginn veðjaði á þessi tvö lið.


mánudagur, maí 02, 2005

I like the way you move...


Lag helgarinnar var tvímælalaust I Like The Way með BodyRockers... rokkað diskó gæti maður nú sagt... en mér finnst söngavarinn bara fara svo rosalega vel með textann í laginu og það gerir lagið hrikalega svalt. Annars var mikið fjör hjá mér á föstudagskvöldið... partý + ball + alls konar skemmtilegheit. Laugardagurinn var rólegur og það sama má segja um sunnudaginn.


sunnudagur, maí 01, 2005

Stripp


Það eru fleiri en Palli sem strippa fyrir bekkjarfélaga sína... Snævar virðist samt ekki hafa gengið jafn langt og Palli á sínum tíma.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3