» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



föstudagur, maí 30, 2003


Sólmyrkvinn

Það verður sjaldséður sólmyrkvi í nótt á norðurhveli Jarðar. Sólmyrkvinn mun líklega sjást best á Vestfjörðum þar sem nú er heiðskýrt. Í nágrenni Ísafjarðar mun deildarmyrkvi á sólu hefjast kl. 3.10, hringmyrkvinn hefst kl. 4.05 og lýkur kl. 4.09 en deildarmyrkvanum lýkur kl. 5.04.

Ef menn vilja njóta sólmyrkvans sem best myndi ég ráðleggja mönnum að leggja leið sína upp á Bolafjall við Bolungarvík. Hægt er að keyra veginn upp á fjallið (eða ganga eða hjóla) og þaðan er geðveikt útsýni til allra átta. En ef menn nenna ekki upp á Bolafjall gæti líka verið gott að fara út á vita, fyrst til að horfa á sólarlagið og svo til að sjá sólmyrkvann.





Vel sloppið?

Það er búið að dæma mennina tvo sem urðu valdir að dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar með stórfelldri líkamsárás fyrir rúmlega ári síðan. Héraðsdómur (Reykjavíkur líklega) dæmdi annan mannanna í 2 ára fangelsi en hinn í 3 ára fangelsi, sá síðarnefndi fékk lengri dóm því hann hafði gerst sekur um 2 aðrar líkamsárásir mánuði áður en þessi afdrífaríka árás átti sér stað.

Mér finnst þetta bara nokkuð vel "sloppið" hjá tvímenningunum ef að svo mætti að orði komast, það er hins vegar athyglisvert hver skilaboðin eru til samfélgasins: Ef þú lemur einhvern einstakling - að tilefnislausu - svo illa að hann lifir það ekki af þá máttu búast við því að þurfa að sitja inni í 2-3 ár.





Sun Is Shining

Þetta gamla Bob Marley lag sem Funkstar de Luxe gerði vinsælt fyrir fimm árum lýsir best veðrinu í dag,

Sun is shining, the weather is sweet
Make you wanna move your dancing feet...


Það er ekki laust við að það sé kominn föstudagur í mann...


þriðjudagur, maí 27, 2003


Sjómannadagshelgin

Það er greinilegt að menn eru farnir að huga að því hvað gera skuli um þá helgi sem kennd er við hátíðardag sjómanna. Þar verður víst fátt um fína drætti á Ísafirði um helgina en allt annað er upp á teningnum hjá nágrönnum þeirra í Bolungarvík. Þar verður haldin sérstök Sjóarahátíð til viðbótar við hefðbunda hátíðardagskrá Sjómannadagsins.

Ef litið er til hvaða böll eru í boði um helgina þá virðist valið á laugardagskvöldinu standa á milli Sixties sem verða að spila í Víkurbæ í Bolungarvík og BMX sem munu spila í Félagsheimilinu á Bíldudal. Það er ekki spurning að Sixties hlýtur vinninginn hjá mér, þótt BMX séu fínir þá eru þeir orðnir hluti af hversdagsleikanum hér vestra. Á sjálfan Sjómannadaginn verða Paparnir að spila í villta vestrinu á Patró, ég verð illa svikinn ef það verður ekki eitthvað slegist þar eins og oft áður.





Razzia

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar gerði víst húsleit hjá Kaupþingi í 5 löndum í morgun. Ég er bara feginn að vera búinn að selja öll hlutabréfin mín í Kaupþingi.


mánudagur, maí 26, 2003


Pick-up línur

...fyrir kristna





Koníak og kakó

Smá ráð fyrir þá sem eru með hálsbólgu: Fáðu þér heitt kakó og helltu slatta af koníaki út í. Þetta virkaði allavega fyrir mig.

Koníak er líka hægt til margra góðra hluta, t.d. sagði stærðfræðikennarinn minn úr menntaskóla að það væri mjög gott að fá sér smá koníak til að koma heilastarfseminni í gang.





Milljón á mánuði

Það eru greinilega fleiri en forstjórar stórfyrirtækja sem geta fengið milljón á mánuði...





Alltaf ókeypis...

Þessi auglýsing er nokkuð góð...





Finally

Þá get ég loksins verið glaður því ég er loksins búinn með ársreikninginn sem hefur verið að angra mig síðustu vikurnar. Í fyrramálið hefst ný vinnuvika (þær eru nú eiginlega orðnar alveg samfelldar hjá mér þessa dagana) þar sem rekstrarmenn verða í fyrirrúmi. Svo er það fundur (með tilheyrandi léttum veitingum) hjá D&T á Hótel Sögu á miðvikudaginn og í framhaldi af því er það kveðjupartýið hans Árna Þórs - þó ekki Vigfússonar, þessi Árni Þór er skólafélagi minn úr viðskiptafræðinni og hann er sko ekki á leiðinni í Steininn eins og allt stefnir í hjá prestsyninum úr Grafarvogi.





Draumurinn

Rakst á nokkuð merkilegt blogg um söluturninn Drauminn og viðskiptavini hans. Hverjir skyldu það nú hafa verið sem keyptu áfengið í Draumnum?


sunnudagur, maí 25, 2003


Satisfaction

Ég spái því að lagið Satisfaction með Benny Benassi verði eitt heitasta lagið á sólarströndum Spánar (og alls staðar annars staðar) í sumar. Ég prufaði að spila þetta lag fyrir fólk sem var í partýi hjá Stjána í gærkvöldi og viðbrögðin voru ótrúlega góð. Textinn er eitthvað á þessa leið: Push me - and then just touch me - till I can get my - Satisfaction.





MSN Messenger 6.0

Það er víst komin Beta - útgáfa af MSN Messenger 6.0.





Man's Anatomy and Shoe Size

Skónúmer segja víst mikið....





Lagastuldur?

Fyrr í vetur var því haldið fram að íslenska júróvision lagið væri stolið vegna þess að örfáir tónar í laginu svipuðu til gamals lags með Richard Marxx. Í gærkvöldi unnu Tyrkir í Júróvision með lagi sem er vægast sagt mjög líkt laginu Simarik sem Tarkan gerði vinsælt fyrir 2-3 árum síðan. Tarkan söng sitt lag á tyrknesku á sínum tíma en í fyrra tók ástralska söngkonan Holly Vallance lagið upp á sína arma og gerði það vinsælt með enskum texta, þá hét lagið Kiss, Kiss. Íslenska lagið var allavega ekki nálægt því stolið samanborið við sigurlag Tyrkjanna. Það voru ekki allir ánægðir með tyrkneska lagið, t.d. hringdi Ásrún í mig frá Þýskalandi til að segja mér hversu ömurlegt henni fannst tyrkneska lagið vera.


laugardagur, maí 24, 2003


Júróvision í kvöld

Það er farið að styttast í Júróvion keppnina í kvöld. Svona vildi ég að úrslitin yrðu:

1. Spánn
2. Rússland
3. Tyrkland
4. Ísland
5. Holland
6. Noregur
7. Bretland
8. Austurríki
9. Króatía
10. Rúmenía


föstudagur, maí 23, 2003


Kiss FM 895

Ég er alveg að fíla þessa útvarpsstöð, sérstaklega þessa stundina þar sem það er verið að spila 90's danstónlist. Geðveikt flashback í gangi... Ace Of Base, Real McCoy, Felix, Corona, Livin' Joy o.s.frv. Maður heyrir meira að segja gömul uppáhaldslög, eins og t.d. Fat Boy með Max-A-Million. Gott mál.





Austurísk snilld

Þetta er víst íslenska útgáfan af texta austuríska lagsins í Júróvision... algjör snilld.

Mér líkar við flest dýr á þessari jörð
en mér líkar best við litlar kanínur og birni.
Bráðum eiga öll dýrin eftir að deyja en Adam í bóli
með Evu upptekin við að endurskapa

Kanínur lifa í skóginum.Kettir í skömmtum
og kakkalakkar,lifa undir flísum
Litlar kanínur hafa stutt tríni
og kettlingar mjúka loppu
Og mamma Hollý elskar ullina sína
frá afrísku lamadýri

Munurinn á öpum og prímötum,er
ekki meiri en spagettí og pasta
en þeir sem vilja vita meira um dýr
skulu læra lífræði eða sjá upplýsingarnar
á heimasíðuni minni

Sum dýr hafa vængi
en önnur hafa klær
sum lifa úti
en önnur í dós





Langar þig í Birgittu?

Birgitta Haukdal á 180 kall! Ekkert smá girnileg...





Fleiri drykkjuleikir

Eurovision drykkjuleikurinn (fenginn að láni frá Rut)

Drekka á 2 sopa ef:
· kynnarnir reyna að vera fyndnir
· kvenkyns kynnirinn skiptir um kjól
· kynnarnir eyða tíma í samtal sem enginn getur fylgst með
· einhver keppendanna er líkur einhverjum sem þú þekkir
· einhver keppendanna líkist einhverjum frægum
· minnst er á að Noregur sé ekki enn búinn fá stig
· Kýpur gefur Grikklandi 12 stig
· Noregur gefur Svíþjóð stig

Drekka á 4 sopa ef:
· söngvari lyftir handleggjunum upp fyrir haus á meðan hann syngur
· söngvari er mjög feitur
· flytjendur eru í hallærislegum fötum eða með hallærislega hárgreiðslu
· söngvari frá Austur-Evrópu er með aflitað hár
· sést í geirvörtur í gegnum fötin
· flytjandinn frá Möltu er ekki loðinn á bringunni
· önnur lönd en enskumælandi flytja á ensku
· flytjandi daðrar í myndavélina
· flytjandi er ekki frá landinu sem hann syngur fyrir
· Frakkland gefur Bretlandi ekki stig
· lagið sem fær 8 stig eða hærra er lélegt
· Bretland lendir í öðru sæti
· flytjendur eru að tala í síma á meðan stigagjöfin er

Klára á glasið ef:
· Þýskaland gefur Austurríki 1 stig
· Ísland vinnur
· Noregur gefur Svíþjóð ekki stig
· Írland vinnur
· ekki er minnst á frið, kærleika eða ást í þýska laginu

Að síðustu má geta þess að Rut býður upp á fleiri skemmtilega drykkjuleiki á heimasíðu sinni.


fimmtudagur, maí 22, 2003


BÍ 1 - Bolungarvík 2

Ég sá það á textarvarpinu að Bolvíkingar hafi unnið Ísfirðinga með tveimur mörkum gegn einu á útivelli í kvöld. Ég hélt að Ísfirðingar væri betri en þetta í fótbolta, allavega eru þeir alltaf mjög merkilegir með sig í þeim efnum.

Áfram Víkarar!





Mercedes Vision SLR

Ég væri alveg til í að eiga þennan bíl. Það er hægt að lesa meira um hann hér.





Drykkjuleikur fyrir Júróvision

Ég var að hlusta á Kiss FM 895 áðan og heyrði þá talað um drykkjuleik fyrir Júróvision partýið á laugardaginn. Hann var einhvern veginn að þú áttir að drekka einn sopa ef lagið er sungið á ensku en tvo sopa ef lagið er ekki sungið á ensku. Ef orðin "I" "You" "Love" eða "And" koma fyrir áttu að drekka einn sopa - fyrir hvert skipti sem orðið kemur fyrir í laginu. Ef Ísland fær ekki stig frá einhverju landi áttu að drekka einn sopa, ef Ísland fær stig þá eru það 2 sopar og ef Ísland fær 12 stig áttu að taka 3 sopa. Ef Ísland vinnur keppnina áttu að drekka á fullu til morguns og njóta sigursins til fulls. Ef Ísland vinnur ekki keppnina átta að leggjast í sorg og svekkelsi, tala um hvað keppnin var léleg og ósanngjörn, þú átt líka að hneysklast á því hvað sigurlagið var ömurlegt... en umfram allt áttu að drekka þig öskufulla(n) og skemmta þér fram í rauðan dauðann.





Áfram Ísland!

Það er góð lesning að lesa Júróvision-bloggið hjá Loga og Gísla Marteini

Síðan er heldur ekki vitlaust að dæla atkvæðum á lagið okkar í Júróvision keppninni, það er betra að vinna spárnar en að vinna ekki neitt.





Júróvision-partý

Það er úr vöndu að ráða hjá mér varðandi val á Júróvision-partý á laugardaginn. Það er búið að bjóða mér í partý í Reykjavík, Ísafirði og svo auðvitað í Bolungarvík. Það er spurning hvaða partý verður fyrir valinu hjá mér.





Nakinn

Það er ýmislegt sem löggan þarf að takast á við í starfi sínu.





Áfengi og skotvopn

Hvernig ætli það sé að nota skotvopn undir áhrifum áfengis?


miðvikudagur, maí 21, 2003


Brandari dagsins

Það hefur viljað loða við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna að þær geri hvað sem er til að komast að í fjölmiðlum. Eitt dapurt dæmi þess birtist í fjölmiðlum í dag. Þar voru á ferð ungir "jafnaðar"menn sem vildu koma því á framfæri hvaða einstaklingar þeir vildu að fengi fálkaorður íslenska lýðveldisins. Mér fannst þetta fyndið þegar ég heyrði fyrst af þessu en þegar ég kannaði málið frekar þá fannst mér þessi frétt vera mjög sorgleg því í raun er hér verið að niðurlægja embætti forseta Íslands.

Aðalatriðið í allri hringavitleysunni var sú bón ungra "jafnaðar"manna að Birgitta Haukdal fengi stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar. Þótt Birgitta sé sæt stelpa frá Húsavík sem kann að syngja og keppir fyrir Íslands hönd í Júróvison þá er það ekki grundvöllur fyrir því að fá orður. Við erum ekki að velja vinsælustu stúlkuna (eða strákinn ef því væri að skipta) eins og í fegurðarsamkeppnum. Þegar orður eru veittar er verið að heiðra fólk fyrir ævistarf sitt.





Debet = Kredit

Þegar ég byrjaði í viðskiptafræði í Háskóla Íslands fyrir 6 árum var mér sagt að það eina sem ég þyrfti að vita um bókfærslu væri að "Debet = Kredit" og að "Eignir = Skuldir + Eigið fé". Þetta er það eina sem þarf að læra í bókfærslu. En annars er þetta dálítið mikil einföldum hjá mér en þetta er samt grundvöllurinn að öllu bókhaldi, sama hvort við erum að tala um lítil skúffufyrirtæki eða alþjóðleg risafyrirtæki. Sama lögmálið gildir alls staðar - Debet er alltaf jafnt og Kredit.





"Ef ég fæ þig ekki, fær þig engin!"

Svo mælti ein brasilísk kona er hún skar liminn af eiginmanni sínum. Þetta virðist vera í tísku í dag miðað við fréttir síðustu daga.





Drykkja í vinnunni

Mér var ráðlagt af yfirmanni mínum að drekka koníak til að flýta fyrir bata af hálsbólgunni sem hefur verið að angra mig síðustu daga. Ég tók hann á orðinu og mætti með koníakspelann í vinnuna í morgun. Bara búinn að vera í glasi í allan dag í vinnunni, ekki leiðinlegt.... Skál!


þriðjudagur, maí 20, 2003


Back 2 Work

Jæja, þá er maður mættur aftur í vinnuna eftir að hafa legið í flensu um helgina.


sunnudagur, maí 18, 2003


GSM tónar

Það er slatti af GSM tónum á Mogganum.


laugardagur, maí 17, 2003


Cadillac Escalade

Þessi jeppi er frekar flottur - er m.a. í nýju Matrix myndinni.


föstudagur, maí 16, 2003


Þraut

Ég rakst á þess þraut hjá nafna mínum á Ísó.

Þrír menn leigðu sér hótelherbergi saman.
Herbergið kostaði 3.000kr og þeir ákváðu að skipta reikningum og borguðu 1.000kr hver.
Seinna um kvöldið fattaði Hótelstjórinn að það væri miðvikudagur og þá eru herbergin á 2.500kr, þannig að hann lét mennina borga 500kr of mikið.
Hann kallaði á vikapiltinn og lét hann fara með 500kr upp til að skila mönnunum.
Þegar vikapilturinn útskýrði fyrir mönnunum hvað væri í gangi urðu þeir svo glaðir að þeir gáfu honum 200kr og fengu svo allir 100kr hver.

Þannig að allir þrír mennirnir borguðu sitt hvorar 900kr fyirr herbergið sem gera 2.700kr og svo fékk vikapilturinn 200kr. En það er bara 2.900kr.

Hvert fóru þessar 100kr?


Vitið þið svarið? (ég veit það)





Góðverk dagsins

Ég gerði eitt góðverk í dag. Ég reddaði honum Jónasi vini mínum með BS-ritgerðina hans. Í staðinn ætla ég að efna loforð sem ég gaf um að birta parket myndina af Jónasi.





MSN

Tólf ára gamall frændi minn var að fá sér MSN í gær og lét stóru systur sína hjálpa sér með uppsetninguna. Það eru allir strákarnir í bekknum hans komnir með MSN og nota það t.d. til að tala um fóbolta o.þ.h. strákamál. En hann Elías varð alveg brjálaður í morgun þegar hann sá hvaða nickname systir hans gaf honum - Elli sæti - og hann kunni ekki að breyta þessu! Pælið í því að vera á þessum aldri og vera að biðja vinina að koma út í fótbolta og hafa nickið "Elli sæti", þetta er eitthvað sem er mjög niðurlægjandi fyrir drengi á þessum aldri.





Spakmæli dagsins

"Genius is nothing but a great aptitude for patience."

- Georges Louis Leclerc -





Hot In Herre

Það er ekki slæmt veðrið í dag, glaða sólskin og rjómablíða. Verst að þurfa að sitja inn á skrifstofu í svona veðri, ég vildi mikið frekar vera annað hvort á rúntinum eða inn á golfvelli.





Steikin og grænmetið

Ingibjörg Sólrún og aðstoðarmenn hennar, Össur, Helgi og Hrannar fóru út að borða á Argentínu. Þjónninn, sem var hálfsmeykur við Ingibjörgu spurði hana hvað mætti bjóða henni.

"Steik. Ég vil steik, bara steik," sagði hún.

"En...hvað með grænmetið?" spurði þjóninn.

"Grænmetið? Þeir vilja líka steik."


fimmtudagur, maí 15, 2003


Hawaii?

Ég fékk furðulegt SMS í dag, þar var ég spurður hvort ég ætlaði ekki að bjóða viðkomandi (þ.e. sendandanum dularfulla) til Hawaii eftir næstu útborgun. Ef ég væri sjálfur á leiðinni til Hawaii þá kæmi það alveg til greina en samt langar mig meira að fara til Benidorm í sumar og djamma eins og mér einum er lagið.





Sæluhelgarlagið 2003

Einar Örn var að tilkynna að hann sé höfundur Sæluhelgarlagsins 2003, ég óska honum innilega til hamingju með það!





Nýjasta æðið: Klofin tunga?

Ætli að þetta verði næsta æðið á Íslandi, klofin tunga.





Spakmæli dagsins

"The only thing that will stop you from fufilling your dreams is you."

- Tom Bradley -





Viltu verða ríkari?

Við viljum öll verða ríkari en við erum í dag. Ég rakst á grein sem heitir "Ten Tricks To Make You Richer" í morgun.

Þessi ráð miðast að vísu við breska markaðinn en eru í raun algild hvar sem er í heiminum.

1. Opnaðu póstinn þinn - þó gluggapóstur sé leiðinlegar þá er nauðsynlegt að opna hann líka.
2. Finndu út hverjir eru stærstu útgjaldaliðirnir - það skiptir ekki máli hve há laun þú hefur ef þú eyðir um efni fram, það verður enginn ríkur á því að eyða um efni fram.
3. Taktu ekki alltaf húsnæðislán hjá sama aðilanum - gildir eiginlega ekki á Íslandi, held að Íbúðalánasjóður og 5,1% vextir sé með því betra sem þekkist.
4. Notaðu rétta kreditkortið - ef þú notar kreditkort rétt geturðu í raun verið að taka vaxtalaust lán til a.m.k. eins mánaðar í senn.
5. Ekki geyma peningana þína á inneignar reikningum - hér er t.d. átt við PayPal á netinu og almenna viðskiptareikninga þar sem litlir sem engir vextir reiknast á inneignir.
6. Ekki taka lán hjá viðskiptabankanum þínum - málið er að stundum geturðu fengið betri kjör hjá öðrum bönkum eða sparisjóðum heldur en hjá þínum eigin viðskiptabanka, því er betra að kanna kjörin hjá öðrum áður en þú ferð til viðskiptabankans til þess að fá lán.
7. Veldu frekar vísitölusjóði heldur en stýrða hlutabréfasjóði - vísitölusjóðir hafa sömu ávöxtun og markaðurinn en dæmi sanna að flestir hlutabréfasjóðir sem er stjórnað af verðbréfaguttum standa sig verr en markaðurinn til lengri tíma litið.
8. Notfærðu þér alla þá skattspörun sem þú getur - kannast ekki allir við viðbótarlífeyrissparnað? En annars er best að tala við sérfræðinga á sviði skattamála (ég er ekki endilega að auglýsa sjálfan mig, en samt...)
9. Þú skalt búast við því versta - það getur verið dýrt að vera of bjartsýnn, lærðu af mistökum annarra.
10. Notaðu alltaf leynivopnið þitt - (nenni ekki að útskýra þetta)

Ég vona að þessi stutti útdráttur verði einhverjum að gagni. Það má líka bæta einu atriði við: Taktu sem mest námslán hjá LÍN - vextirnir eru lágir og þú byrjar að borga af láninu 2 árum eftir að þú lýkur námi.





Frétt ársins?

Ég var að heyra það í fréttunum áðan að forsetinn okkar, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, hafi kvænst Dorritt Moussaieff í gærkvöldi. Mér finnst hann bara flottur á því - notar sextugsafmælið sitt til að ganga í hjónaband.





Honda Civic VTi 1999

Þetta er ein flottasta Hondan á Klakanum í dag.





Til hamingju Benni!

Ég óska Benna Sig til hamingju með að hafa unnið Eurovsionkeppnina á Rás 2 í gær. Þar með er Benni búinn að vinna sér inn farseðil á úrslitakeppnina í Reykjavík.





Snilldin ein

Þetta test er algjör snilld.





Viltu fá frí í skólanum?

Sænskir nemendur reyna ýmislegt til að fá frí í skólanum.


miðvikudagur, maí 14, 2003


Eyminingja Samfylkingin

Það er alltaf verið að stela einhverju frá Samfylkingunni, fyrst var ISG líkneskinu stolið af kosningaskrifstofunni á Ísafirði og nú var það að koma í ljós að söfnunarbauk flokksins var stolið fyrir framan nefið á gjaldkera flokksins á kosningahátið Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Ég held að þetta sé svo sem ekki mikill skaði, það eru örugglega einhverjir miklir peningamenn sem borga hvort eð er brúsann af kosningabrölti Samfylkingarinnar.





Stórsvínahátíðin

Af Vefþjóðviljanum í dag:
"Í dag er merkur dagur fyrir alla áhugamenn um svín og það sem þeim tengist. Afmælisdagur nánar til tekið. Í dag eru nefnilega þrjú ár frá upphafi talsverðs listviðburðar, Stórsvínahátíðarinnar, The big pig gig, í Cincinnati í Bandaríkjunum. Frá 14. maí ársins 2000 og í rúma fjóra mánuði þar á eftir mátti njóta listar sem á einn eða annan hátt var tileinkuð svíninu, þessu dýri sem mörgum er kært en aðrir hafa litlar mætur á. Fólk hefur nefnilega svo misjafnan smekk..."

Allt er nú til í þessum heimi - ætli þetta tengist nokkuð því að forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson (a.k.a. Óli Grís), er sextugur í dag. Til hamingju með daginn Óli minn!





Kvennafótbolti

Það er nokkuð ljóst að vinsældir kvennafótbolta myndu aukast verulega af búningarnir væru svona flottir.

Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu.





Bíladella

Maður fær aldrei leið á flottum bílum.





Stundum er auðvelt að misskilja...

Einhverjir ættu að kannast við þennan texta úr laginu Pizzaman með Cisco Kid. Ég mæli líka með því að þið hlustið á frásögnina hjá Ítalanum - hún er frekar fyndin.

One day I gonna to Malta to a big hotel, in the morning I go down to eat a breakfast. I tell the waitress that I want two pieces of toast. She brings me only one piece. I tell her "I wanna two pieces". She say "Go to the toilet". I say "you don't understand, I wanna two pieces on my plate". She say to me: "you better not piss on the plate, you sonnawabitch". I do not even know this lady and she call me a sonnawabitch !!
Later I go to eat at a bigger restaurant. The waiter brings me a spoon and a knife but no fork. I tell her "I wanna a fork" and she tell me: "everyone wanna fuck ". I tell her "you don't understand me... I wanna fork on the table". She say: "you better not fuck on the table you sonnawabitch" .

So I go back to my room in my hotel and there is no sheets on the bed. I call the manager and tell him "I wanna a sheet". he tell me to go the toilet. I say "you don't understand I wanna a sheet on my bed". He say: "you better not shit on the bed, you sonnawabitch".

I go to the Check out and the man at the desk said "peace on you", and I say: "Piss on you too, you sonnawabicth". I gonna back to Italy !





British Airways

Ég varð bara að birta þennan brandara sem ég fann á blogginu hennar Önnu Siggu.

A mother had 3 virgin daughters. They were all getting married within a short time period. Because Mom was a bit worried about how their sex life would get started, she made them all promise to send a postcard from the honeymoon with a few words on how marital sex felt. The first girl sent a card from Hawaii two days after the wedding. The card said nothing but "Nescafe". Mom was puzzled at first but then went the kitchen and got out the Nescafe jar. It said: "Good till the last drop." Mom blushed, but was pleased for her daughter. The second girl sent the card from Vermont a week after the wedding, and the card read: "Benson & Hedges". Mom now knew to go straight to her husband 's cigarettes, and she read from the Benson & Hedges pack:"Extra Long. King Size". She was again slightly embarrassed but still happy for her daughter. The third girl left for her honeymoon in the Caribbean. Mom waited for a week, nothing. Another week went by and still nothing. Then after a whole month, a card finally arrived. Written on it with shaky hand writing were the words "British Airways". Mom took out her latest Harper's Bazaar magazine, flipped through the pages fearing the worst, and finally found the ad for British Airways. The ad said: "Three times a day, seven days a week, both ways." Mom fainted





Gente Di Mare

Benni Sig tók lagið Gente Di Mare með Umberto Tozzi í beinni á Rás 2 í morgun. Hann stóð sig prýðilega og leyfði alþjóð að heyra hve góður söngvari hann er.





Til hamingju...

Hún Erna G er 18 ára í dag, til hamingju með afmælið!





Netsalerni!

Það virðist sem kynningarátak Microsoft í Bretlandi á MSN þjónustunni hafi farið út um þúfur vegna hugmyndarinnar um netsalerni.


þriðjudagur, maí 13, 2003


Endless Summer...

Nú er Elma Rún loksins búin að skila mér Encore DVD-disknum með Scooter. Hún og Ásrún eru víst búnar að vera með hann í láni í mánuð og ég var farinn að sakna þess að geta ekki endurupplifað stemminguna úr Höllinni 11. apríl sl.





Kosningahelgin

Það verður ekki annað sagt en síðastliðin helgi hafi verið viðburðarík. Helgin fór reyndar rólega af stað á föstudagskvöldið því þá var ég að vinna til miðnættis en fór þá á rúntinn inn á Ísafjörð og entist þar til klukkan þrjú. Sjálfur kosningadagurinn fór að mestu leyti í almenna kosningavinnu fyrir Flokkinn, ég mundi þó eftir því að kjósa sjálfur og mætti í kosningakaffið í Víkurbæ. Um kvöldmatarleytið var ég óvænt boðinn í kokteilboð í Bakkavík þar sem verið var að fagna komu tveggja nýrra báta til Bolungarvíkur. Eftir að hafa snætt ljúffengan kvöldverð í faðmi fjölskyldunnar var ferðinni heitið í partý til Dodda. Ég dvaldi ekki lengi við hjá honum heldur hélt niður í Víkurbæ þar sem Flokkurinn var með kosningavöku. Ég undi mér glaður í góðra vina hópi í Víkurbæ um stund en fór svo á aðra kosningavöku í Sjallanum á Ísafirði. Mér þótti Ísfirðingar vera frekar daufir í bragði svo ég ákvað að redda mér fari til Flateyrar. Það gekk eftir því Ásrún var einmitt á leiðinni í Villta Vestrið og leyfði mér að fljóta með. Sagt er að ég hafi skemmt mér konunglega á Vagningum á Flateyri en ég vísa alfarið á bug þeim sögusögnum að ég hafi bæði verið kvennsamur og fjölþreifinn þetta ágæta laugardagskvöld. Þegar fjörið var á enda á Flateyri var haldið aftur í Víkina þar sem ég hitti frjálslyndu vinina mína í teiti hjá Guðjóni. Þar hitti ég Ella Bjössa og fór svo aðeins á rúntinn með honum áður en ég hélt heim á leið til að hvíla lúin bein.





Spakmæli dagsins

"I've missed more than 9000 shots in my career. I've lost almost 300 games. 26 times, I've been trusted to take the game winning shot and missed. I've failed over and over and over again in my life. And that is why I succeed."

- Michael Jordan -


mánudagur, maí 12, 2003


Ég hef alltaf rétt fyrir mér...

Það er farið að fara í taugarnar á mér hvað vinnufélagar mínir eru farnir að véfengja það sem ég segi. En þegar farið er dýpra í málin kemur það nú yfirleitt í ljós að ég hef alltaf rétt fyrir mér - eða allavega í langflestum tilfella.





Mikilvægi þess að fá gott sæti...

Það þarf ekki að minna menn á mikilvægi þess að fá gott sæti á íþróttakappleikjum. Þessi ungi maður hefur greinilega dottið í lukkupottinn í þetta skiptið.





Cybersex

Það er alltaf jafn gaman að lesa um cybersex á netinu.





Ochola Adebe

Myndir þú skera af þér tólin ef þú hefðir grun um að konan þín héldi fram hjá þér?





Bíll ársins 2003

Þessi fallega bifreið er víst bíll ársins 2003 hjá MotorWeek.






American Girls Are Easy

Þetta er nú bara nokkuð fyndin síða: How to Find a Man in Europe and Leave Him There





...en þið unnuð kosningarnar...

Það virðist sem flestir séu óánægðir með frammistöðu síns flokks í kosningunum á laugardaginn. Það er eins og enginn hafi "unnið" kosningarnar. Það var samt einn lítill frændi minn sem var alveg með það á hreinu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði unnið kosningarnar. Hann líkti kosningunum við keppni í t.d. fótbolta, í þannig keppni vinnur það lið sem hefur hlotið flest stig í lok leiktímabilsins. Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði og flesta þingmenn þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að hafa unnið kosningarnar. Það skipti þennan litla frænda minn engu máli þá við hefðum fengið fleiri þingmenn í síðustu kosningum heldur en núna, því í fótboltanum skiptir það engu máli hvort þú vinnur deildina með 11 eða 5 stiga mun, það sem skiptir máli er að hafa unnið deildina.

Mér fannst þetta skemmtilegt sjónarhorn á kosningarnar og ætla að taka gleði mína á ný, ég verð allavega sáttur ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu.





Einar Örn á jon.is

Ég mæli með því að þið tékkið á lögunum sem Einar Örn var að setja inn á jon.is

Seinna meir

Lítill strákur


sunnudagur, maí 11, 2003


The Blue Boy

Í dag var það sagt við mig að ég væri einn harðasti Sjálfstæðismaðurinn á landinu. Kannski ekki nema von ef menn líta til þess hvernig útlitið var á mér í gærkvöldi.


föstudagur, maí 09, 2003


Hvað áttu að kjósa?

Það hafa margir velt þessari spurningu fyrir sér undanfarið. Í mínum huga er aðeins eitt rétt svar við þessari spurningu:
Þú átt að kjósa eftir eigin sannfæringu, þ.e. þú átt að kjósa það sem þér finnst réttast út frá þínum eigin skoðunum. Við eigum mjög dýrmætan rétt - kosningaréttinn - sem við ein getum ráðstafað og ef kjósum eftir eigin sannfæringu þá erum við að kjósa "rétt".





Kosningagrín

Það eru víst kosningar á morgun og því ekki úr vegi að skella fram einum kosningabrandara.

Það fréttist af fjögurra ára stúlku í Mosfellsbænum sem kom til fóstrunnar sinnar, sem er Samfylkingarkona mikil, og sagði:

- Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir í Samfylkingunni.

Fóstrunni þótti þetta hið besta mál og sagði við telpuna:
- Heyrðu vina mín, hún Ingibjörg Sólrún ætlar að heimsækja okkur í næstu viku. Viltu ekki segja henni þessa fallegu sögu?

Þegar Ingibjörg var komin í hús, í vikunni þar á eftir, var stúlkan munstruð fram með krúttlegu kisusöguna. Hún leit á Ingibjörgu og sagði:

- Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir Sjálfstæðismenn.

Fóstrunni brá dálítið og spurði stelpuna hvort hún segði rétt frá - kettlingarnir hefðu verið í Samfylkingunni fyrir viku síðan. Stelpan svaraði:
- Jú - en í dag opnuðu þeir augun...





Hringtorg dauðans

Ímyndaðu þér að þú sért í Englandi, það er föstudagur og stressið er í hámarki, þú þarft að keyra vitlausum megin á götunni... svo birtist allt í einu þetta skilti...

...og þú veltir því fyrir þér hvaða vandræði þú er búinn að koma þér í... og hálfri mínútu seinna kemstu að þessu...



jeesh...þvílík flækja!



Það eru 4 eða 5 svona hringtorg í Englandi (og Wales). Þau eru að finna í Swindon, London, Cardiff og í nágrenni Southampton.
Og eitt til viðbótar: Akstursáttin í innri hringnum er öfug við akstursáttina í ytri hringnum.



fimmtudagur, maí 08, 2003


Hver er örugglega inni í þessum kosningum?

Fylgið er svo breytilegt þessa dagana að enginn er öruggur inni...

...nema Árni Johnsen





Jónas og parketið

Ég fór illa með hann Jónas í dag. Jónas hefur verið duglegur í módelstörfum undanfarið og þá sérstaklega í ýmsum auglýsingum sem tengjast Háskólanum í Reykjavík. Ég fékk eina slíka auglýsingu senda til mín og fékk þá hugdettu að breyta henni aðeins í Photoshop. Útkoman var mjög góð en Jónas var ekki ánægður með breytinguna. Ég ætlaði að birta auglýsinguna hérna á heimasíðunni en ég lofaði Jónasi að láta það ógert.

Þetta var parket auglýsing og gekk hún út á að það var mynd af Jónasi að leggja parket og svo stóð kærastan hans yfir honum og var mjög glöð í bragði. Ég bætti texta inn á myndina þar sem það átti að líta út fyrir kærastan hans Jónasar væri að segja: "Fyrst Jónas getur lagt þetta parket þá geta allir gert það!"





Framfylkingin?

Ég gat ekki staðist eina freistingu í hádeginu, ég varð að taka mynd af kosningaskrifstofum Framsóknar og Samfylkingar í Bolungarvík. Mér finnst þetta bara svo fyndið, sinn hvor stjórnmálaflokkurinn í sitt hvoru herberginu í Verkalýðshúsinu með sameiginlegan inngang, kaffistofu og klósett.



Það er annað fyndið í þessu. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra var K-listinn - sem samanstóð aðallega af Framsókn og Samfylkingu - með kosningaskrifstofu í gamla pósthúsinu. Í dag er skrifstofan mín í gamla pósthúsinu en í fyrra var skrifstofan mín í Verkalýðshúsinu, einmitt þar sem Framsókn og Samfylking eru með kosningaskrifstofur sínar í dag.


miðvikudagur, maí 07, 2003


Skóli og próf

Undanfarið hef ég lesið nokkrar bloggfærslur hjá Birgi Þór og Rut og ég hef það á tilfinningu að þau vilji umfram allt sleppa við að taka lokapróf í skólanum.

Þegar ég var í skóla þá fannst mér það að taka próf vera eitt það skemmtilegasta við námið. Sumum kann að þykja þetta skrítið en ég hef nú aldrei verið eins og allir hinir. Mér fannst skemmtilegt að taka próf því í prófum er maður að uppskera eftir alla vinnu vetrarins. Það er líka hollt að taka próf því þá venst maður því að vinna undir álagi og því að þurfa að takast á við hlutina. Það er líka gott að vera þjálfaður í að taka próf þegar kemur að seinni námsstigum, t.d. háskólanámi, því þá skiptir miklu máli að vera í góðu próf-formi.

Ég kannast samt aðeins við þetta fyrirkomulag í MÍ því þetta var í boði þegar ég var í FVÍ í gamla daga. Á þeim fjórum árum sem ég var í FVÍ sleppti ég lokaprófi tvisvar. Ég sleppti einu bókfærsluprófi og endaði með 10 í einkunn og svo sleppti ég einu prófi í þýsku og fékk þá 9 í einkunn. Ástæðan fyrir því að ég þáði að sleppa við prófin var að ég taldi að mér væri nær ómögulegt að hækka mig í lokaprófinu. Reyndar var málum þannig háttað í bókfærslunni hjá mér að ég fékk 10 í öllum fjórum áföngunum sem voru í boði. Kennarinn sem kenndi okkur bókfærslu notaði svo alltaf próflausnirnar mínar við að fara yfir prófin hjá hinum í bekknum því þær voru alltaf 100% réttar. En að mínu mati er kjarni málsins þessi: Ef þú telur að þú eigir möguleika á að gera betur á lokaprófi heldur en námseinkunnin segir þá áttu að taka lokaprófið. Metnaður skiptir máli.





Réttarstaða íslenskra áfengisneytenda

Ef þið viljið fræðast um réttarstöðu íslenskra áfengisneytenda þá mæli ég eindregið með blogginu hans Arnars Þórs





Fyrningarleiðin, stórfyrirtækin og siðferði

Sjávarútvegsmálin hafa verið mikið í umræðunni síðustu vikurnar, kannski ekki nema von því hér er um að ræða undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar. Stærsta ágreiningsmálið virðist vera umræðan um hvernig eigi að dreifa réttnum til þess að veiða fiskinn á Íslandsmiðum. Samfylkingin og Vinstri-grænir vilja fara svokallaða fyrningarleið sem felst í því að aflaheimildir eru færðar með kerfisbundnum hætti frá núverandi rétthöfum til einhverra annarra. Það er ljóst að slíkur gjörningur mun koma mjög illa við þá aðila sem hafa keypt aflaheimildir enda er í þeim tilvikum verið að taka réttindi eignarnámi. Slíkt myndi enginn sætta sig við. Ég er mikill andstæðingur fyrningarleiðarinnar enda sé ég ekki annan tilgang með henni en þann að leggja sérstakan skatt á sjávarútveginn og landsbyggðina.

Það er samt ömurlegt að heyra í forstjórum stórfyrirtækja sem hóta starfsmönnum sínum að ef til slíks eignarnáms kæmi þá megi starfsfólkið búast við því að missa vinnuna. Að mínu mati eru þetta siðlausar aðgerðir og ekki til þess fallnar að styrkja málstað sjávarútvegsfyrirtækja. En það hafa líka fleiri hagað sér ósiðsamlega í kosningabaráttunni, hér er ég að t.d. vísa til ýmissa auglýsinga Samfylkingarinnar sem hafa verið á mjög lágu plani svo ekki sé tekið dýpra í árinni.





Boring Boring

Ég held að sé besta lýsingin á kosningaþættinum sem er í útvarpinu þessa stundina. En það er eitt sem ég skil ekki, hvað er Hildur Helga Sigurðardóttir eiginlega að gera í framboði? Hún er alveg úti á túni í umræðunni, talar alveg ótrúlega mikið um ekki neitt.





Kosningakompásinn

Mér finnst rosalega gaman að taka alls konar próf á netinu. Það nýjasta sem ég hef tekið er Kosningakompás mbl.is

Niðurstöðurnar koma mér ekki á óvart, samkvæmt könnuninni er ég gallharður Sjálfstæðismaður en virðist líka eiga nokkra samleið með Framsókn en hvorki Samfylkingin né Vinstri-grænir heilla mig. Nákvæmar niðurstöður voru þannig:

Sjálfstæðisflokkur (D) 87%
Framsóknarflokkur (B) 76%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 72%
Nýtt afl (N) 70%
Samfylkingin (S) 61%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 61%





Hola í höggi

Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og að hann komist ekki til messu. Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast út á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp. Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: "Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?" Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið. Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna! Kraftaverkahögg! Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: "Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?" Drottinn svarar: "Hverjum á hann að segja frá þessu?!"





Framhjáhald

Framhjáhald er alvarlegt mál, hér eru 10 merki þess að konan þín sé að halda fram hjá þér...be realistic...



þriðjudagur, maí 06, 2003


Priceless

Myndin talar sínu máli.





Alheimsyfirráð sósíalismans

Þessi auglýsing er algjör snilld.





Lemmings

Jæja, nú eiga afköstin í vinnunni eftir að hrynja því ég fann gamla góða Lemmings á netinu.





Vísindaferð

Það má segja að ég hafi verið að upplifa mína fyrstu "vísindaferð" sem gestgjafi í morgun. Þá fengum við hjá LEV í Bolungarvík krakka af leikskólanum Glaðheimum í heimsókn til okkar. Þau sungu fyrir okkur nokkur lög og við gáfum þeim góðan glaðning að launum fyrir sönginn.


mánudagur, maí 05, 2003


Happiness seems to be loneliness...

Ég fagna því að Tomcraft hafi farið beint á toppinn í Bretlandi með hið magnaða "Loneliness".





Myndatökur á skemmtistöðum

Hvað finnst ykkur um myndatökur á skemmtistöðum?

Að mínu mati eiga þessar myndatökur rétt á sér - en sá sem tekur myndirnar verður auðvitað að gæta almenns velsæmis þegar hann/hún birtir myndirnar.





Nýr Junior?

Fyrr í vetur heyrði ég að Junior hefði keyrt út af á Lexusnum sínum og eyðilagt hann. Mér fanst það mikil synd því það var mikið lagt í bílinn eins og sést í greininni um "Project Lexus".

Nú var ég að heyra að Junior væri kominn á nýjan Lexus og að hann væri ekki verri en fyrri bíllinn. Ég held að bíllinn hér að neðan sé umræddur Lexus.



Ef þið hafið á annað borð áhuga á bílum þá mæli ég með að þið skoðið þennan glæsivagn - Lexus SC430.





Rómantík

Þessi hundur er meira en lítið rómantískur...





Listin að tæla...

...eða "The Lost Art Of Seduction"


sunnudagur, maí 04, 2003


Golfið að byrja

Nú er fótboltavertíðinni að ljúka sem þýðir bara að golfvertíðin er að byrja. Ég þarf því að fara að taka fram golfsettið og æfa sveifluna. En meira um það síðar því núna þarf ég að skreppa á fund.


föstudagur, maí 02, 2003


Ertu óákveðinn kjósandi?

Ef þú veist ekki hvað þú ætlar að kjósa í Alþingiskosningunum eftir viku þá mæli ég með því að þú notfærir þessa frábæru þjónustu.

b.t.w. Halldór Blöndal datt í lukkupottinn hjá mér ;-(





Partý hjá Trausta í kvöld!

Glöggir lesendur fréttavefs Morgunblaðsins hafa væntanlega tekið eftir þessari frétt sem birtist á forsíðu mbl.is í dag. Þar kemur fram að Trausti Salvar Kristjánsson heldur upp á 25 ára afmæli sitt á Astró í kvöld. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að tilkynna það hér opinberlega að ég kemst ekki í gleðina hjá Bond-stráknum í kvöld sökum anna í vinnu og pólitík.

Trausti Salvar, til hamingju með daginn!


fimmtudagur, maí 01, 2003


Hvaða fótboltamaður ertu?

Það er orðið langt síðan ég síðast eitthvað test um það hvað ég væri - en nú er spurt: "Hvaða fótboltamaður ertu?"

Ég sagt frá því með stolti að ég er brasilíski snillingurinn Rivaldo. í umsögninni segir: "You're one of the best players on the planet. You lead by example and you're way too refined to rake your studs down anyones shins. You do sometimes have trouble passing the ball to lesser players, though."

En meira um fótbolta, ætli þetta sé hin dæmigerða fótboltabulla?


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3