» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



sunnudagur, júní 29, 2003


Helgin

Mér til mikillar undrunar þá bragðaði ég ekki dropa af áfengi um helgina. Sem sagt, það var ekkert djammað um helgina.


laugardagur, júní 28, 2003


Nothing Else Matters

Ásrún sýndi mér í gærkvöldi myndirnar sem Haukur var að setja á netið frá ferðinni á Rock Am Ring tónleikana í Þýskalandi. Hún er mjög stolt af því að hafa farið á tóneika með Metallicu en þessi mynd var tekin þegar Metallica var að spila lagið Nothing Else Matter.


föstudagur, júní 27, 2003


Meiri tónlist

Það er hægt að ná í nýtt lag með Í svörtum fötum á heimasíðu OgVodafone, lagið heitir Ekkert að fela og hljómar alveg ágætlega.

Fyrir nokkrum árum síðan hafði ég mikið dálæti á hollenska dúettnum 2 Unlimited, nú er búið að endurgera vinsælasta lagið með Ray og Anitu...hér er:
2 Unlimited - No Limit (Master Blaster Radio Edit) (right-click) (rename to .mp3)





Formúlan og rokktónleikar

Um helgina verður keppt í Formúlunni í Þýskalandi, nánar tiltekið á Nürburgring-brautinni en þar voru einmitt Rock-Am-Ring tónleikarnir haldnir fyrir 3 vikum síðan. Á tónleikunum voru bara 130 þúsund manns, þar á meðal voru nokkrir Víkarar sem skemmtu sér konunglega... allavega leiðist Ásrúnu ekki að tala um þessa geðveiku tónleika. Um helgina verða hins vegar ansi margar milljónir manna límdir fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með formúlunni... ég spái því að Michael Schumacher fari með sigur af hólmi á sínum heimavelli á sunnudaginn...





Föstudagur

Það er víst kominn föstudagur og líklegt er eitthvað verði farið út á lífið um helgina. Það er samt spurning hvað skuli gera, sagt er að Einar Örn verði á Kaffi Ísafirði og svo er SkjárEinn með eitthvað ball í Sjallanum. SjárEinn ætlar víst að filma djammið á Ísafirði um helgina, spurningin er bara hvort maður vilji taka sjensinn á því að gera sig kannski að fífli fyrir framan alþjóð á sjónvarpsskjánum...hmmm

Að lokum smá djammtónlist

Snap - The Power (Of Bhangra) (right-click) (pw=www.mp3sfinder.com) : Gamla góða Snap lagið sem var gífurlega vinsælt á diskótekunum þegar ég var í grunnskóla er komið í Bhangra útgáfur a la Panjabi MC... "I've Got The Power"

Warp Brothers feat Red Monkey - Going Insane (right-click) (rename to .mp3) : Þetta lag er að gera mig vitlausan þessa dagana, nýtt sound frá Warp Brothers en minnir samt örlítið á Scooter en það er ekkert verra.

Haddaway - What Is Love (Reloaded Mix) (right-click) (rename to .mp3) : Haddaway er mættur aftur á svæðið með endurbætta útgáfu á laginu sem kom honum upp á stjörnuhimininn..."What Is Love? Baby Don't Hurt Me..."

KMC feat. Sandy - Get Better (Sfaction Mix) (right-click) (rename to .mp3) : Það er strax farið að gæta áhrifa Benny Benassi í tónlistarheiminum en lagið hans "Satisfaction" er að gera allt brjálað í Evrópu. Nú eru farnar að streyma Satisfaction-útgáfur af hinum ýmsu lögum inn á markaðinn.





Sorgarfrétt

Það eru alltaf sorglegt þegar menn í blóma lífsins falla frá. Í gær lést Kamerúninn Marc Vivien Foe í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem hann var að spila með landsliði sínu gegn Kólumbíu í undanúrslitum Álfukeppninnar í fótbolta. Marc Vivien Foe var 28 ára gamall og var bara á rölti á miðjum vellinum þegar hann hné niður. Í fyrstu var talið að hann hafi gleypt í sér tunguna en nú er talið líklegt að hann hafi látist úr hjartaáfalli.





Mér finnst rigningin góð...

Mikið var ég feginn þegar ég sá að það byrjaði að rigna í gærkvöldi og ekki var verra að sjá að það hafði stytt upp þegar ég fór á fætur í morgun. Ekki það að ég vliji að það sé alltaf rigning á sumrin en gróðurinn þarf víst að fá smá vætu til að geta vaxið og dafnað. En ég vil að það sé sól og blíða á daginn og því finnst mérað það ætti að setja það í lög að það megi bara rigna að nóttu til á sumrin.


fimmtudagur, júní 26, 2003


Vísindavefur HÍ

Það má rekast á margt skemmtilegt á Vísindavef Háskóla Íslands. Þar má m.a. finna svör við spurningum á borð við: Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur? eða Hvað er kynorka? eða jafnvel Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína? og svo það sem margir hafa lengi beðið eftir... Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?


miðvikudagur, júní 25, 2003


Sjálfs er höndin hollust...

...og nú er búið að semja lag um það sem ákveðinn einstaklingur þóttist vera að kenna ungum drengjum í KFUM fyrir 14 árum síðan...





47 högg

Ég átti ágætis hring í gærkvöldi, fór hringinn á 47 höggum og var með 2 pör. Klúðraði ýmsu en átti líka frábær tilþrif þess í milli, ég setti t.d. niður 10 metra pútt fyrir pari á 5. braut, átti lengsta dræv mitt ever á 8. braut og drævaði í fyrsta skipti fram fyrir hól á 9. braut.





Speki

Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir Kristian Wilson hjá Nintendo Inc árið 1989:

"Computer games don't affect kids; I mean if Pac-Man affected us as kids, we'd all be running around in darkened rooms, munching magic pills and listening to repetitive electronic music."

...í dag bryður fólk ellur eins og Smart'Es og hlustar á tekknó í myrkvuðum næturklúbbum... þetta hefur greinilega ekki verið mjög framsýnn maður en ég efast reyndar um að Pac-Man sé áhrifavaldurinn í þessu sambandi.


þriðjudagur, júní 24, 2003


...blessuð blíðan...

Það er búið að vera of gott veður síðustu daga til að maður hafi tímt að eyða tímanum í að glápa á tölvuskjáinn. Ég er sem sagt búinn að gera fullt af uppbyggilegum hlutum undanfarið.

Á laugardaginn keppti ég á Jónsmessumóti GBO í golfi og lenti þar í öðru sæti ásamt meðspilara mínum, Helgu Svandísi Helgadóttur, en við lékum 9 holur á 48 höggum. Eitt af því sem var skemmtilegt við þetta mót var að Hreimur og einn annar úr hljómsveitinni Landi og sonum spiluðu í í ráshópnum á undan mér, ég er nokkuð viss um að ég sé betri en Hreimur í golfi miðað við spilamennskuna hjá honum á laugardaginn. Eftir golfmótið var grillað og svo drukkið "örlítið" af áfengum vökva. Svo var partý hjá Dodda og ball í Sjallanum með Hreimi og félögum í Landi og sonum. Mér fannst þetta alveg meiriháttar ball, Land og synir eru betri á balli en ég hélt og svo hitti maður svo marga Víkara úr '74 árgangnum á balli. Þar voru t.d. Kristján Karl, Guffi, Friggi, Brynjar, Emmi og Láki. Kristján Karl var mjög kátur og sagði mér frá því að hann hefði verið að læra í Danmörku og búið þar í gömlu íbúðinni hans Bensa bróður, frekar ótrúleg tilviljun.

Sunnudagurinn fór í að horfa á Bolungarvík vinna Deigluna 9-2 þar sem Deiglan mætti ekki til leiks með fullmannað lið, ég frétti að einn þeirra hefði ekki skilað sér í leikinn eftir djammið á laugardagskvöldinu. Ég spilaði líka 18 holur á frekar slöku skori og tók góða ljósmyndasyrpu þegar sólin var ansi lágt á lofi.

Í gær og í dag hef ég neyðst til að sitja inni á skrifstofu og vinna í steikjandi hita, ég fór samt á golfvöllinn í gærkvöldi og kenndi Ásrúnu og Elmu Rún undirstöðuatriðin í golfi. Ég held að þær gætu orðið ágætis kylfingar ef þær hefðu áhuga á því. Nú er ég svo á leiðinni inn á golfvöll - nema hvað...

...lífið er golf!


föstudagur, júní 20, 2003


Sannleikurinn

Langar þig að vita sannleikann um mig?





Nýtt frá Scooter

Skelli þessu bara inn þrátt fyrir að hafa ekki hlustað á það, sem sagt b-hliðin af "The Night" smáskífunni...

Scooter - Cordyline (right-click)





Sprengja

Atvinnumennirnir geta eiga víst líka sínar sprengjur...





Kvennahlaup

Ég er ekki á leiðinni að taka þátt í kvennahlaupinu á morgun þó ég hefði meira en gott af því. Hins vegar gaf Hrönn mér áðan "Kvennahlaup" frá Sjóvá-Almennum sem ég át af bestu lyst enda sælgætisgrís mikill.





Leti

Letin er alveg að drepa mig þessa dagana og skýrir það að hluta bloggleysis hjá mér. En ég hef líka verið að vinna að spennandi verkefnum sem munu á næstunni líta dagsins ljós á netinu.


fimmtudagur, júní 19, 2003


Spánn

Jói Kristins sendi mér SMS í gærkvöldi og bauð mér fría gistingu hjá sér í Valencia (2 klst frá Benidorm) ef ég myndi skella mér til Spánar í sumar. Ég ætla að hugsa málið enda þrái ég hvað heitast að komast út í sólina í sumar.


miðvikudagur, júní 18, 2003


Getnaðarvarnir

Sagt er að þetta sé effektívasta getnaðarvörnin fyrir karlmenn...


mánudagur, júní 16, 2003


Góður hringur í gær

Ég fór seinni níu holurnar á 46 höggum í gærkvöldi og gerir það 19 punkta sem verður að teljast ágætis árangur. Drævin eru að komast í lag, eru þráðbein en mættu vera lengri. Lengri högg inn á brautum eru í lagi en ég þarf að leggja meira í stutta spilið. Það sem var ánægjulegast í gærkvöldi var að púttin voru fyrsta flokks, ég setti niður öll pútt sem voru allt að 3 metrum frá holu. Tók samtals 12 pútt á þessum 9 holum, tvípúttaði á fyrstu þremur holunum en notaði aðeins eitt pútt á hverja af síðustu sex holunum.





Nakinn

Einhverjar konur yrðu nú glaðar ef það biði nakinn karlmaður eftir þeim í rúminu þegar þær kæmu heim...


föstudagur, júní 13, 2003


55 högg

Ég var ekki ánægður með árangurinn í golfinu í gær, fór fyrri 9 holurnar á 55 höggum sem gerir 13 punkta. Ég var samt ánægður með 4 holur af níu en ég fékk 2 pör í gær og 2 skolla í gær en ég er óánægður með sprengjurnar 5 sem ég fékk.


miðvikudagur, júní 11, 2003






Blóðrautt sólarlag

Í gærkvöldi fór ég inn í Hóla og tók myndir af sólarlaginu... það var kannski ekki alveg blóðrautt en það var mjög fallegt. Fegurðin í vestfirska landslaginu leynir sér ekki í myndinum, litirnir eru líka fallegir og það er einhvern veginn svo mikil kyrrð og ró yfir myndunum.





Ég elska Michael Owen...

...kannski ekki í orðsins fyllstu merkingu en ég hugsaði allavega mjög hlýtt til hans áðan þegar hann vann leikinn við Slóvaka nánast upp á eigin spýtur. Michael Owen tvö, Slóvakía eitt.

Ég ætti kannski líka að lýsa ást minni á Eið Smára Guðjohnsen en hann var maðurinn á bak við sigur Íslendinga á Litháum fyrr í dag, Eiður Smári er líkt og Michael Owen snillingur af guðs náð og getur unnið leikið upp á sitt einsdæmi.





Ökuhraði

Ég hef um nokkuð langt skeið verið þeirrar skoðunar að það eigi að hækka leyfilegan hámarkshraða á Ísafirði og nágrenni. Fyrsta skrefið er að fara með hámarkshraðann á Óshlíð upp í 90 km/klst en það er eðlilegur hámarkshraði fyrir upplýstan veg sem er lagður bundnu slitlagi. Því næst er eðlilegt að færa hámarkshraðann í Hnífsdal upp í 50 km/klst og fara með Eyrarhlíðina upp í 90 km/klst. Að lokum á að hækka hámarkshraða innanbæjar á Ísafirði upp í 50 km/klst og Skutulsfjarðarbrautin - a.k.a. Hrauðbrautin - þyrfti að vera með hámarkshraða upp á a.m.k. 70 km/klst.





Bestu lög síðustu 25 ára

Samkvæmt sjónvarpsstöðinni VH1 er Smells Like Teen Spirit með Nirvana besta lag síðustu 25 ára. Efstu 10 sætin eru eftirfarandi:

10) Madonna - Like A Virgin
09) The Police - Every Breath You Take
08) Whitney Houston - I Will Always Love You
07) Prince & The Revolution - When Doves Cry
06) Run-D.M.C. - Walk This Way
05) U2 - One
04) Eminem - Lose Yourself
03) Guns N’ Roses - Sweet Child O’ Mine
02) Michael Jackson - Billie Jean
01) Nirvana - Smells Like Teen Spirit

...restin af topp 100...





Mallorca

Gummi og Ása ákváðu í gær að skella sér til Mallorca í tvær vikur, brottförin er víst á morgun þannig að fyrirvarinn er í styttra lagi. Þessi ákvörðun þeirra vekur upp ákveðna löngun til þess að fara út í sólina í sumar, mig langar bara miklu frekar til að fara á djammið á Benidorm heldur en til Mallorca.

Ég er búinn að kortleggja prógrammið hjá KM (langbesta skemmtistaðnum) á Benidorm í sumar og sé að það er hagstæðast að vera í 2 vikur frá 23. júlí til 5. ágúst. Þá gæti ég t.d. farið Frank Trax, Joy Kitikonti, Mental Theo, Alex P, Tall Paul, Lisa Pin Up, Abel The Kid & Raul Ortiz, Angel Sanchez, Graham Gold, Abel Ramos, DJ Neil, DJ Nano, DJ Jurgen, Miguel Serna, E.Craig, Klubbheads, Marco V að ógleymdum sjálfum Johan Gielen. Sem sagt brjáluð dagskrá í boði, svo er bara spurning hvort það sé ekki eitthvað spennandi líka um að vera á KU, Pacha og fleiri góðum stöðum.


þriðjudagur, júní 10, 2003


Golf og grill

Ég notaði góða veðrið í gær til þess að kenna litlum frændum mínum að spila Mini-Golf auk þess að sýna fram á snilli mína í íþróttinni. Það nægði mér reyndar ekki að fara í Mini-Golf því ég þurfti líka að prufa alvöru golf, ég fór sem sagt fyrsta hringinn minn í sumar í blíðunni í gær. Skorið var alveg viðunandi, eitt par á níu holum og 53 högg samtals. Það var líka gott að koma heim eftir golfið og taka til við að grilla svínakjöt ofan í fjölskylduna - ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst íslenska fjallalambið best á grillið.





Warren Buffet

Ein helsta goðsögnin í fjármálaheiminum í dag er maður sem heitir Warren Buffet, hann hefur náð ótrúlegum árangri í fjárfestingum sínum undanfarna áratugi, hann er maðurinn sem græðir þegar allir aðrir eru að tapa. Warren Buffet tók upp á því um daginn að kaupa eitt stykki fyrirtæki eftir að hafa lesið sjálfsævisögu stofnanda fyrirtækisins. Þegar Buffet að hafði lokið við lestur ævisögunnar tók hann upp símtólið og hringdi í eigandann, 30 mínútum síðar var hann búinn að eignast fyrirtækið. Buffet hafði aldrei áður heyrt minnst á þetta fyrirtæki, það eina sem hann hafði í höndunum var sjálfsævisaga stofnandans - ég geri fastlega ráð fyrir því að Buffet eigi eftir að hagnast á þessari fjárfestingu.





Paparnir og nýju fötin keisarans

Ég var að átta mig á því að Paparnir virðast njóta mikilla vinsælda sem ballhljómsveit í dag. Ég hef reyndar aldrei orðið svo frægur að fara á ball með þeim en það eina sem ég veit um sveitina er að hún er tengd Hrekkjalómafélaginu í Eyjum og spilar tónlist í ætt við írsk þjóðlög. Það hlýtur að vera freistandi kokteill, eitthvað annað en þessar hefðbundnu íslensku sveitaballahljómsveitir sem eru nærri allar með sama prógrammið, ég er allavega orðinn dálítið þreyttur á þeirri flatneskju.

En fyrst ég er að tala um eitthvað írskt þá datt mér í hug að deila með ykkur sögu af því hvernig Írar skemmta sér. Írar eru oftast nær mjög skemmtilegir og taka vel á því í drykkjunni en það gerðist einmitt þegar ég var úti í Liverpool fyrir rúmlega ári síðan. Þá voru nokkrir Írar á hótelinu okkar og eftir lokun skemmtistaða héldu Írarnir ásamt nokkrum Íslendingum áfram að drekka í einum sal hótelsins. Þegar leið á nóttina voru menn orðnir ansi hífaðir og þá tóku Írarnir sig til að hlupu allsnaktir um ganga hótelsins og fannst þeim það bara vera mjög sniðugt uppátæki. Það var bara einn Íslendingur sem hermdi eftir Írunum en það vildi svo illa til hjá honum að hann sofnaði í lyftu hótelsins og rankaði ekki við sér fyrr en hann áttaði sig á því að allt starfsfólkið í gestamóttökunni var að hlæja að fötunum hans, þ.e. nýju fötum keisarans...


mánudagur, júní 09, 2003


Music is Life

Avril Lavigne - Chop Suey (right-click)

Linkin Park - Faint (right-click)

DMX - We Right Here (zip-file) (right-click)

50 Pence - In The Pub (rar-file) (right-click)

Justin Timberlake - Rock Your Body (rename to .mp3) (right-click)

Beyonce feat. Sean Paul - Babyboy (left-click) (zip-file) (password = www.mp3sfinder.com)

XTM feat. Annia - Fly On The Wings Of Love (left-click) (zip-file) (password = www.mp3sfinder.com)





Matrix Reloaded

Ég var að enda við að horfa á Matrix Reloaded, ég hefði helst viljað sjá hana í bíó en fyrst ég var kominn með myndina á SVCD þá gat ég ekki staðist freistinguna og horfði á hana í tölvunni. Til að fullkomna hljóðið notar maður auðvitað Sennheiser Lucas (decoder)til að líkja eftir Dolby Pro-Logic og svo Sennheiser HD 25 headphones til að koma hljóðinu 100% til skila. Myndin stóð fyllilega undir væntingum, ég er alveg viss um að ég eigi eftir að fá mér hana á DVD þegar þar að kemur.





MIB

Eins og sjá má á þessum myndum var mjööög skemmtilegt á ballinu með Í svörtum fötum í Hnífsdal á laugardagskvöldið. Að venju fengum við frábæran performance frá Jónsa og félögum, mér fannst ballið eiginlega vera alltof fljótt að líða. Það var ein dálítið sérstök uppákoma á ballinu, það var þegar ein ákveðin stúlka skellti sér upp á svið og dansaði frekar djarfan dans við Jónsa... þeir sem urðu vitni að þessu vita hver hún er...

Ég skemmti mér allavega ljómandi vel á ballinu og var á gólfinu eiginlega allt ballið... aldrei þessu vant náðust myndir af mér á ballinu, Maggý og Birgitta voru greinlega í hópi þeirra sem ég dansaði við...


laugardagur, júní 07, 2003


Meira fjör...

...frekar poppað samt...

Drunkenmunkey - E (Club Mix) (right-click)

Antique - I Would Die For You (right-click)

No Angels - There Must Be An Angel (right-click)

Atomic Kitten - Be With You (right-click)

50 Cent - In Da Club (Remix) (right-click)





Skattamál

Það eru margar merkilegar hliðar á umræðu um skattamál, hvað á t.d. að gera við tekjur og gjöld af ólöglegri starfsemi?


föstudagur, júní 06, 2003


Muzik

Craig David feat. Sting - Rise & Fall (right-click) (zip-file) (password = www.mp3sfinder.com)

In-Grid - In-Tango (right-click)

Big Brovaz - Favourite Things (right-click)

Evanescene - Bring Me To Life (right-click)

Busta Rhymes Feat. Mariah Carey - I Know What You Want (right-click)

Sean Paul - Get Busy (right-click)





Sigur á Gróttu í kvöld

Bolungarvík vann Gróttu á útivelli með einu marki gegn engu, mér er sagt að Sigurvin Guðmundsson hafi skorið markið sem réði úrslitum í leiknum.





ROCK AM RING

Það getur verið pirrandi að fá SMS frá vinum sínum sem eru erlendir og eru á leiðinni á t.d. fótboltaleiki eða tónleika. Áðan fékk ég SMS frá Ásrúnu, hún er núna á leiðinni á Rock am Ring tónlistarhátíðina einhvers staðar í Þýskalandi. Ég öfunda hana geðveikt af því að vera að fara á tónleika með t.d. Marilyn Manson, Deftones, Queens Of The Stone Age, Disturbed, Moby, Placebo, Audioslave, Evanescence, Apocalyptica, Clawfinger, Dave Gahan (úr Depeche Mode), Stereophonics, Badly Drawn Boy, Turin Brakes, Silverchair, The Hives, Dandy Warhols, The Cardigans, Zwan, Iron Maiden og síðast en ekki síst Metallica. Ég ætla samt að láta mér nægja að fara á ball með Í svörtum fötum í Félagsheimilinu í Hnífsdal annað kvöld en annar verð ég bara að fylgjast með Rock am Ring í gegnum netið.





Afmælisbörn dagsins

Ég vil óska tveimur mönnum til hamingju með afmælið en það eru þeir Bjarni Heiðar Valsson sem er 27 ára í dag og Bubbi Morthens sem hefur náð 47 ára aldri.





Orð að sönnu...

"The greatest happiness in the world is to make others happy."

- Luther Burbank -


fimmtudagur, júní 05, 2003


Make Luv and Listen to the Music...

Scooter - The Night (right-click)

Axel Coon - Closer (right-click)





Bankarán í tísku?

Margt virðist benda til þess að bankarán séu í tísku hjá Íslendingum um þessar mundir.





Aðdáun

Ég hljót ómælda aðdáun samstarfskvenna minna í kaffitímanum í morgun þegar ég uppljóstraði því að ég hefði séð um eldamennskuna á heimilinu í gærkvöldi. Ég held ég ætti að gera meira af þessu því ég er bara afbragðs kokkur (að eigin sögn)


miðvikudagur, júní 04, 2003


Hún er svo sæt...

...enda talin fegurst meyja...





Hakk

Smá test ;)

Kannski er þetta betra...


þriðjudagur, júní 03, 2003


Spakmæli dagsins

"Treat your friends as you do your pictures, and place them in their best light."

- Jennie Jerome Churchill -





Svona segir maður ekki...

Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en þegar menn eru með meiðandi ummæli um annað fólk. Því miður sá að Einar Örn féll í þessa gryfju þegar hann kommentaði á bloggið hans Birgis Þórs í dag. Sannleikurinn er nefnilega sá að versta leiðin til að upphefja sjálfan sig er að tala illa um aðra - þú færð slíkt alltaf í bakið á þér einhvern tímann seinna.


mánudagur, júní 02, 2003


Honda

Mig er bara farið að langa í Hondu eftir að hafa séð þessa geðveiku auglýsingu.





dux scholae

Ég vil bjóða Herdísi Önnu Jónasdóttur velkomna í hóp dúxa frá Menntaskólanum á Ísafirði en hún útskrifaðist með 9,05 í aðaleinkunn frá skólanum síðastliðinn laugardag. Eftir því sem ég best veit er hún ein þeirra sjö nemenda sem hafa fengið yfir níu í aðaleinkunn frá skólanum frá upphafi. Aðrir sem ég veit um að hafi fengið yfir níu í aðaleinkunn frá MÍ (og FVÍ) eru Sandra Dís Steinþórsdóttir sem var með 9,16 árið 2002, Arna Vigdís Jónsdóttir sem var með 9,20 árið 2001 að ógleymdum mér sjálfum, Baldri Smára Einarssyni sem var með (að mig minnir) 9,07 í aðaleinkunn árið 1996. Ég veit ekki hverjir hinir þrír dúxarnir eru en mig minnir að Björn Teitsson hafi sagt mér að það hefðu verið þrír með yfir níu í aðaleinkunn á undan mér.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3