» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



sunnudagur, febrúar 29, 2004


Draugagangur

Ég var að heyra alveg magnaða sögu af draugagangi á Ísafirði, ég kann nú ekki við að segja frá því hver á í hlut en sagan var góð. Þetta rifjar líka upp fyrir manni lætin í kringum skólastjórabústaðinn þegar Doddi bjó þar... trúið þið á drauga?





Hriplekt íþróttahús

Við könnumst flest við handklæðin sem þekja gólfið í íþróttahúsinu okkar í Víkinni, nú á loksins að fara að gera við þakið enda er ástandið búið að vera algjör hörmung síðan það kviknaði í þakinu í haust. Ég held að það sé bullandi eldhætta þarna í dag, ég fór í íþróttahúsið í morgun og það var allt á floti og maður sá að droparnir láku í gegnum ljósin í loftinu... vatn og rafmagn fara aldrei vel saman og manni finnst það eiginlega bara vera tímaspursmál hvenær það kviknar í aftur... þetta er eins konar tifandi tímasprengja.





Helgin

Það má segja að ég hafi farið út að skemmta mér í gærkvöldi... á gamalmannaskemmtun! Þó ég sé nú ekki kominn á gamalsaldur þá var þetta nú bara þannig að það var hringt í mig í vinnuna í gær klukkan 5 mínútur í 6 og ég beðinn um að taka myndir á árshátíð eldri borgara sem átti að byrja klukkan 6. Ég skellti mér auðvitað á árshátíðina og tók rúmlega 100 myndir. Gærkvöldið fór svo í að vinna úr þessum myndum og nokkrum fleiri sem ég hafði trassað undanfarið og svo setti ég þær inn á Víkarann. Það er ótrúlegur tími sem fer að vinna úr öllum þessum myndum sem fara á netið, stundum þarf maður að skanna þær inn og alltaf þarf maður að sjá til þess að þær líti sem best út áður en þær eru settar á netið.

Myndin hérna að neðan er af Benna Sig sem var í hörkustuði í gærkvöldi ásamt bítlahljómsveit Tónlistarskóla Bolungarvíkur.


föstudagur, febrúar 27, 2004


Rhythm Is A Dancer

Ég hlustaði á viðtal við Stebba Hilmarz í útvarpinu í dag, þar hélt hann því fram að Íslendingar dönsuðu ekki eftir takti heldur texta... ég er nokkuð sammála Stebba í þessu máli...





Ljóskur...

Þessi brandari er tileinkaður öllum ljóskum sem ég þekki...

Ung ljóska réð sig í sveit sem eldabuska. Á einum heitum sumardegi voru allir á bænum úti á túni, nema bóndinn sem var aleinn á öðru túni að vinna. Þar sem það var svo heitt ákvað bóndinn að vinna kviknakinn. Þegar líða tók á daginn fór hann að sólbrenna á vininum. Um miðja nótt vaknar hann svo sárkvalinn og frúin segir við hann að þetta lagist nú ef hann baðar vininn upp úr súrmjólk. Bóndi skellir sér niður í eldhús og setur súrmjólk í skál og skellir vininum ofan í. Á því andartaki kemur ljóskan inn í eldhúsið, snarstoppar, tekur andköf og segir: Guð, ég veit hvernig þeir eru tæmdir, en ég hef aldrei séð þá ...........hlaðna fyrr........


fimmtudagur, febrúar 26, 2004


Stjörnuspáin

Það er alltaf einhver ást og rómantík í stjörnuspánni minni... dagurinn í dag var svona:

Þetta er góður dagur til að taka áhættu. Fjármálin líta vel út en morgundagurinn verður þó enn hagstæðari hvað þau varðar. Þú gætir hafið nýtt ástarsamband í dag.

Það er langt liðið á daginn og ekkert bólar á þessu ástarsambandi... í síðustu viku var því haldið fram að ást og rómantík eigi eftir að setja svip á þetta ár hjá mér... aldrei að vita...





Einn góður

Kínverjinn hringir í vinnuveitandann og segir: -"Ég ekki koma í vinnu, ég veikur." Yfirmaðurinn svarar: - Þegar ég er veikur, þá ríð ég konunni minni og þá lagast ég, þú ættir að prófa það. Eftir tvo tíma hringir kínverjinn: - Þetta virka, ég koma vinna, þú eiga flott hús!!!





Topplausar

Þetta er víst nýjasta æðið á íslenskum skemmtistöðum... hmmm...


miðvikudagur, febrúar 25, 2004


Vinnan

Hvað er betra en að eyða kvöldunum í vinnunni... ef þið viljið fá að vita hvað ég hef verið að gera í kvöld þá ætti þetta excel-skjal að gefa smá vísbendingu um það. Það er deadline á þessari skýrslu á sunnudaginn þannig að ég verð í rauninni að klára þetta fyrir helgina.





Nýr BB-vefur

BB.is er að fá andlitslyftingu um helgina þegar nýr og bættur vefur verður formlega opnaður. Ég er auðvitað búinn að sjá nýja útlitið og mér líst bara ágætlega á það. Það fer líka að koma að því að það verði breytingar á vikari.is - ég get ekki haft vefinn öllu lengur í KR-litunum...


þriðjudagur, febrúar 24, 2004


Pottaskelfir

Það kannast flestir Víkarar við hinn eina og sanna "Pottaskelfi", nú virðist sem það sé kominn nýr skelfir í pottana í sundlauginni, þessi er að vísu ekki mennskur og tekur myndir af óboðnum næturgestum.

Næturferðir í pottana í Sundlaug Bolungarvíkur hafa til lengri tíma verið hluti uppvexti ungs fólks í Bolungarvík og Ísafirði. Ég hef heyrt sögur af því að í gamla daga hafi jafnvel 20-30 manna partý fjölmennt í pottana að næturlagi. Einnig skilst mér að eitt af því sem "Vestfirskir Gleðipinnar" þurfi að gera á lífsleiðinni sé að hafa baðað sig allsnaktir í pottunum í Sundlaug Bolungarvíkur í skjóli nætur.

Ég hef aldrei orðið svo frægur að hafa stundað þessi næturböð en ég kann margar góðar sögur af öðrum sem hafa farið í mismunandi djarfar ferðir í pottana...


mánudagur, febrúar 23, 2004


Hot!

E-Type á tónleikum... alltaf jafn flottar stelpur á sviðinu hjá Íslandsvininum...





Hot or Not?

Hvað ætli Jónsi skori hátt...





Símamál

Það er hægt að gera margt sniðugt með símanum, t.d. kaupa sér aðgang að klámsíðu eða láta auglýsingaskilti snúast í nokkra hringi. Að mínu mati eru bæði þessi dæmi í eðli sínu algjör snilld þó fyrra dæmið sé gert til að græða peninga en það seinna af hugsjón.





Friends

Ég held að þetta verði bara Friends-vika hjá mér, var að fá fyrstu 8 þættina í 10. seríu á DVD...


sunnudagur, febrúar 22, 2004


Piercings

Þetta er dálítið mögnuð mynd... merkilegt hvað fólk er til í að gera við líkamann sinn.


laugardagur, febrúar 21, 2004


Smáauglýsingar

Þessi smáauglýsing var á síðu 654 í textavarpinu í dag...

20.02.2004 12:55 Sendandi: 8484060
20cm ánamadkur vantar gott heimili
hlytt samt ekki mjög traungt og eigandi
heimilissins verdur ad vera falleg, p.s
stendur sig vel er magnadur


föstudagur, febrúar 20, 2004


Idol-bloggið

Eins og ég sagði frá um daginn var von á því að Kalli Bjarni setti upp bloggsíðu. Núna er Idol-bloggið orðið að veruleika...





www.baldur.blogspot.com

Ég hafði lúmskt gaman af skilaboðunum sem ég fékk í gestabókina mína í fyrradag um að ég ætti að gefa einhverjum nafna mínum lénið mitt á blogspot.com. Ég get ekki með nokkrum hætti ímyndað mér að nafni minn Sævarsson hafi skrifað sjálfur í gestabókina, einfaldlega vegna þess að drengurinn er fæddur árið 1999 og er því rúmlega 4 ára gamall. Það fyrsta sem mér datt í hug var að þarna væru einhverjir vinir mínir að reyna að stríða mér. En mér er svo sem sama af hvaða hvötum þessi skilaboð voru skrifuð, það sem gladdi mig mest var hvað ég á dygga lesendur sem standa með mér þegar á reynir. Og fyrst að www.baldursmari.blogspot.com var laust þá hirti ég það líka.





Unaðskremið

Ég rakst á skemmtilega auglýsingu í íþróttahúsinu í morgun. Þar var Sólbaðsstofan Linda að auglýsa "Unaðskremið" sem er selt þar. Auglýsingin fjallaði um að "unaðskremið" væri tilvalin gjöf á koddann til konunnar eða unnustunnar á konudaginn. Svo kom setningin "Þú færð það margfalt (borgað)" sem mér finnst frekar tvíræð og allt svoleiðis finnst mér mjög skemmtilegt. En allavega, ef þig vantar "unaðskremið" þá færðu það í Sólbaðsstofunni Lindu.





Kynþokkafyllsta kona Íslands

Þá er komið að stóru stundinni, nú eigum við karlmennirnir að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins. Það er úr vöndu að ráða... margir telja að Svanhildur í Kastljósinu sé sigurstranglegust... ég er bara ekkert hrifinn af því að kjósa þetta sjónsvarpsfólk... það er eins og íslenska þjóðin hangi alltaf fyrir framan sjónvarpið og geti ekki kosið aðra en þá sem birtast þar daglega.



Frekari upplýsingar er að finna hér... hægt að kjósa með e-mail og SMS


fimmtudagur, febrúar 19, 2004


Hvað er lífið án Vina?

Ég var að rekast á skemmtilegan pistil um Vinina sem allir elska.


miðvikudagur, febrúar 18, 2004


Dauða mínum átti ég von á...

...en það hefði aldrei hvarflað að mér að sú stund að ég þyrfti að gefa eftir vefsvæðið "www.baldur.blogspot.com" myndi renna upp.





Fækkað um eina synd

Þá er ég búinn að fækka syndum mínum um eina... var að klára ársreikninginn fyrir húsfélagið sem ég er búinn að vera gjaldkeri í síðustu 6 árin... það sem er fyndið er að ég flutti úr stigaganginum fyrir næstum 3 árum síðan... en núna er ég að losna við þetta allt saman og mikið er ég feginn því ég hef svosem nóg á minni könnu hérna fyrir vestan...


þriðjudagur, febrúar 17, 2004


Plötuumslög

Nokkur óborganleg plötuumslög





Furðuverk

Snilldartexti frá Rut Reginalds...

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.





LÍN

Þá er komin rukkun fyrir föstu greiðslunni frá LÍN þetta árið... maður verður víst að borga af námsláninu... kr. 68.170 í þetta skiptið...





Thoughts on Exercise

- I have to exercise early in the morning before my brain figures out what I'm doing.
- My grandmother started walking five miles a day when she was 60. Now she's 97 years old and we don't know where the hell she is.
- I have flabby thighs, but fortunately my stomach covers them.
- The only reason I would take up exercising is so that I could hear heavy breathing again.
- I joined a health club last year, spent about 400 bucks. Haven't lost a pound. Apparently you have to show up.
- I like long walks, especially when they are taken by people who annoy me.
- The advantage of exercising every day is that you die healthier.
- I don't exercise at all. If God meant us to touch our toes, he would have put them further up our body.
- If you are going to try cross-country skiing, start with a small country.





It's My Life

Svona áður en ég fer að sofa vildi ég deila þessu lagi með ykkur...

Bon Jovi - It's My Life 2003





Myndirnar...

Myndirnar frá kútmagakvöldinu og ballinu með Gabríel eru komnar inn á Víkara.is ... sumar myndirnar sem ég og Helgi tókum þóttu að vísu ekki nógu siðlegar til að rata inn á vefinn...


mánudagur, febrúar 16, 2004


Myndir af djamminu

Fyrsta myndin frá ballinu í Víkurbæ á laugardaginn...





Helgin

Þvílík helgi, brjálað að gera hjá manni og heldur betur tekið á því í djamminu. Kútmagakvöldið var frábært og ballið með Gabríel á eftir var hreinasta snilld. Og eftirköstin voru líka eftir því... þið vitið hvað ég meina... var handónýtur í gær og er ennþá hálf ryðgaður. En þið sem eru myndasjúk þá koma vonandi einhverjar myndir af gleðinni á Víkarann seint í kvöld, svo verða líka myndir á bb.is seinna í vikunni.


laugardagur, febrúar 14, 2004


Kútmagakvöldið

Ég held að það verði djamm dauðans á kútmagakvöldinu á morgun... ég ætl allavega að taka kvöldið með stæl og skemmta mér eins og kóngur í ríki sínu. Ég veit að það verða að venju góð skemmtiatriði í boði... kannski það verði keppt í þessari fornfrægu íþróttagrein...





I Don't Care

I Don't Care
I Never Liked You Anyway
I Don't Care
Don't You Hear Me When I Say
I Don't Care
Cause You're a Total Waste Of Time
And You'll Never Ever Ever Be Mine


föstudagur, febrúar 13, 2004


Föstudagurinn 13.

Hjátrúarfullir einstaklingar ættu að fara varlega í dag. Ég fór hins vegar ekkert rosalega varlega á Hlíðinni í dag þegar ég geystist í Ríkið... kom samt heill heim og lenti ekki í klóm lögreglunnar.


fimmtudagur, febrúar 12, 2004


Kynlíf á netinu

Það er ýmislegt sem menn geta átt von á að finna á netinu...





Snillingar

Lætin í Hveragerði í morgun eru ótrúleg. Fólk bókar sig inn á Hótel Örk undir réttum nöfnum og rænir hótelið. Fer svo út í næsta banka og rænir hann. Frekar auðleyst mál fyrir lögguna geri ég ráð fyrir. Það er eitt að skilja eftir sig sönnunargögn á ránstað, en að skilja eftir fullt nafn er nú eiginlega ótrúlega heimskt.


miðvikudagur, febrúar 11, 2004


Pizzagra

Flest er nú mönnum farið að detta í hug að framleiða... kynörvandi pizzur...





Heimastjórn eða heimsyfirráð?

Góð spurning á bb.is í dag, er þetta stafsetningarvilla eða á þetta að vera svona?


þriðjudagur, febrúar 10, 2004


Fantasy

Ætli við fáum svona Fantasy-kvöld hingað vestur?





She is so damn beautiful...

Nú er víst farið að leita að fegurstu stúlku Vestfjarða en eins og allir vita er vestfirskt kvennfólk með eindæmum fallegt.





Messan

Guðrún fór einn daginn til prestsins í kirkjunni sinni. "Séra," sagði hún,"ég á við svolítið vandamál að stríða, eiginmaðurinn minn steinsofnar alltaf í messunum þínum. Það er orðið ansi vandræðalegt. Hvað get ég eiginlega gert?" "Ég er með hugmynd," segir presturinn. "Taktu þessa saumnál með þér næst og þegar ég tek eftir því að hann sé að sofna, þá gef ég þér merki með því að kinka kolli og þú stingur hann í lærið með nálinni"

Næsta sunnudag í kirkjunni tók presturinn eftir því þegar Einar, maður Guðrúnar var að sofna og ákvað að setja plan sitt í gang. "Og hver var það sem fórnaði sér fyrir syndir ykkar" sagði presturinn, kinkandi kolli til Guðrúnar. "Jesús Kristur!", öskrar Einar þegar Guðrún stingur hann í lærið.
"Mikið rétt hjá þér, Einar" segir presturinn brosandi.
Presturinn tekur svo eftir því þegar Einar er að dotta aftur. "Hver hefur gefið ykkur frjálsan vilja og mun gefa ykkur eilíft líf?" spyr hann söfnuðinn um leið og hann gefur Guðrúnu merki. "Guð, minn góður!" öskrar Einar þegar hann fær nálina í lærið. "Rétt hjá þér á ný, Einar" segir presturinn skælbrosandi.
Presturinn heldur áfram að predika en tekur ekki eftir því þegar Einar sofnar á ný. Presturinn gleymir sér í ræðunni og þegar hann leggur áherslu á setningarnar sínar kinkar hann óvart kolli. "Og hvað sagði Eva við Adam eftir að hafa fætt honum 99´unda son hans?" spyr presturinn söfnuðinn hátt og snjallt. Nálin stingst í lærið á Einari sem öskrar "EF ÞÚ STINGUR ÞESSUM HELVÍTANS HLUT Í MIG EINU SINNI ENN, ÞÁ BRÝT ÉG HANN Í SUNDUR OG TREÐ HONUM UPPÍ RASSGATIÐ Á ÞÉR"
"Amen," svarar söfnuðurinn.


mánudagur, febrúar 09, 2004


iPod

Þessa snilld langar mig í, þetta er svipað stórt og farsími og tekur 15-40 GB af gögnum. Það væri fínt að taka þetta með sér í ræktina á morgnana og svo væri þetta líka ómissandi í Spánarferðina í vor því það er hægt að setja heilan helling af myndum inn á iPod.





Júróvision

Það er bara Jónsi sem fer til Tyrklands í vor... ég bíð spenntur eftir að heyra lagið... sérstaklega vegna þess að Þorvaldur Bjarni pródúserar það... það veit á gott...





Dópið

Skildir þú eftir hálft gramm af spítti á klósettinu í íþróttahúsinu á Flateyri á laugardagskvöldið?
Ef svo er þá ertu vinsamlegast beðin(n) um að láta lögregluna á Ísfirði vita... allavega ef marka má frétt bb.is í dag.

"Laust eftir kl. 3 á aðfararnótt sunnudags var lögreglunni á Ísafirði tilkynnt um að fundist hefði hálft gramm af amfetamíni á salerni íþróttahússins á Flateyri þar sem hin árlega þorraskemmtun Stútungur var haldin um kvöldið. Lögreglan lagði hald á efnið og óskar eftir upplýsingum um eiganda þess."

En ef þetta varst ekki þú sem áttir efnið heldur einhver annar sem þú veist um þá máttu líka upplýsa lögregluna um hver það var. Þetta gæti verið dálítið skemmtilega mál, t.d. ef fleiri en einn aðili gera tilkall til efnisins. Einnig má velta því fyrir sér hve auðvelt það eigi eftir að verða fyrir lögregluna að sanna að einhver ákveðinn einstaklingur hafa átt umrætt efni...


sunnudagur, febrúar 08, 2004


Edrú (enn og aftur)

Ekkert djamm hjá mér þessa helgina, ég syrgi það svo sem ekkert því að á næstu helgi er Kútmagakvöldið og þá er nokkuð víst að Bakkus verður með í för. Á morgun byrjar ný vika, ræktin í fyrramálið, svo vinnan og smá kennsla í bókfærslu og þjóðhagfræði. Svo er kominn ferðahugur í mann, það gæti vel farið svo að Spánn verði heimsóttur tvisvar þetta árið...


laugardagur, febrúar 07, 2004


Árshátíð Liverpool-klúbbsins

Ef þessi þessi árshátíð gefur ekki ástæðu til að skella sér í borg óttans þá veit ég ekki hvað... og hvað skyldi svo verða boðið upp á þetta árið:

1. Simmi og Jói verða veislustjórar
2. Jón Sigurðsson (500 kallinnn) tekur nokkur lög
3. Kokkurinn er Norðurlandameistari í fagi sínu
4. Sveinn Waage verður með uppistand
5. Á móti sól spilar á ballinu
6. Allur pakkinn kostar bara 3.500 kall

Þetta er pakki sem getur ekki klikkað... réttast væri að panta strax flug suður og tryggja sér miða á þessa mögnuðu árshátíð...


föstudagur, febrúar 06, 2004


46 ár

Hver sá sem fer í skoðanaferð um Old Trafford leikvanginn fær að heyra söguna af flugslysinu í Munchen árið 1958 þar sem 8 leikmenn Manchester United létu lífið. Mér var sagt að klukkan sem er utan á leikvanginum hafi stöðvast á sama augnabliki og flugvélin fórst... en ég kaupi ekki svona sögur, klukkan var örugglega bara stillt á tímann og stöðvuð til að hægt væri að segja túristum þessa sorgarsögu.


fimmtudagur, febrúar 05, 2004


Ég get svo svarið það...

...það er eitthvað mikið að þessum Könum... þeir klippa tæplega 2 sekúndna atriði út úr Bráðavaktinni þar sem sést í brjóst áttræðrar konu... þetta er líklega það sem er kallað klám...


miðvikudagur, febrúar 04, 2004


Klám og feministar

Einar Örn er greinilega ekki mjög hrifinn af feministum...





Ást er...





United eða City?

Ég held að þeir á mbl.is séu ekki alveg vissir á því hvort Dong Fangzhou sé í Manchester United eða Manchester City.





Like Jailbait?

Þetta próf er ekki fyrir kvennþjóðina...





Íþróttir

Þetta eru einhverjar mögnuðustu íþróttamyndir sem ég hef séð...

Júdó
Kraftlyftingar
Fimleikar





Busy

Ég er búinn að vera of upptekinn til að geta tjáð mig hérna á blogginu... það er vinnan, bæjarmálin, Víkarinn, ræktin o.s.frv... ekki það að ég hafi ekki neitt að segja heldur verður maður að láta mikilvægari mál ganga fyrir...


mánudagur, febrúar 02, 2004


Superboop

Nú er JT bara orðinn slæmur strákur... tók textann í laginu einum of alvarlega...

...Bet I'll have you naked by the end of this song...





Allt á kafi í snjó?

Það þarf ekki að snjóa mikið til að Hornfirðingar fenni í kaf...


sunnudagur, febrúar 01, 2004


hehe

Er maðurinn að hringja bjöllunni eða kannski að gera eitthvað annað?

Það er svo gaman að hlæja að óförum annarra...





Priceless

Snilldar auglýsing frá Mastercard...





Magadans

Það er bara bolvískur magadans á batman.is í dag...





Bland í poka

Ég er búinn að vera afskaplega stilltur þessa helgina... ekkert djamm enda er maður eiginlega kominn í hálfgert frí frá skemmtanalífinu. Ég er meira að segja búinn að gera nokkur góðverk um helgina og ætla að mæta í ræktina í fyrramálið. Ég er svo búinn að eyða þessu laugardagskvöldi í að downloda tónlist... spurning um að deila nokkrum lögum með ykkur...

Í flestum tilvikum þarf að hægri smella í linkinn, sumar skrárnar þarf að un-zippa...

The Rasmus - In The Shadows (Dance Mix) Þessi finnska hljómsveit verður víst að spila á Gauknum á næstu helgi, þetta er dans mixið af vinsælasta lagi sveitarinnar.
Michael Andrews Ft Gary Jules - Mad World (left-click) Ein vinkona mín dýrkar þetta lag svo mikið að hún bað mig að skrifa fyrir sig disk þar sem þetta lag á að vera það eina (x20) á disknum... það er password á þessari zip-skrá (www.mp3sfinder.com)
Outlandish - Walou Þetta er bara flott popplag
Nena - 99 Luftballons (2004 Remix) Ný útgáfa... þetta er ekki dans mix en flott samt
Kurt Nilsen - She's So High Norska World Idolið með cover lag
The Rasmus - The First Day Of My Life Annað Rasmus lag, alveg ágætt... ég mæli samt með að fólk verði sér úti um Rasmus remixið af Alice Cooper smellnum "Poison" í flutningi Groove Coverage... það rokkar feitt...
Sugababes - Too Lost In You Þessi hljómsveit er líka að koma til Íslands... Kalli Bjarni á víst að hita upp fyrir þessa stúlkur
RMX CRW feat. Ambush & I.V.A. - Fresh Endurgerð á gömlu lagi... She's Fresh, Exciting... nokkuð gott bara
Air - Cherry Blossom Girl Ég er ekki mikill aðdáendi Air en þetta lag hrífur mig
Metallica - The Unnamed Feeling Þetta lag er bara hérna fyrir Einar Örn og alla hina Metallica aðdáendurna sem ég þekki
Timbaland & Magoo feat. Missy Elliott - Cop That Shit Missy Elliott er alltaf flott og þetta lag er æðislegt
Milk Inc. - The Sun Always Shines On TV Ég verð að koma smá europoppi að... gamalt A-ha lag í endurgert af hinni ofurkynþokkafullu Lindu...





Blautir bílar

Þegar ég sá þessar myndir þá kom upp í hugann eitt af afrekum Palla í gamla daga... ég sé Palla alveg fyrir mér um borð í bátnum hjá Berta, þegar hann hlær og segir "Sjáiði bílinn sem er að renna út í sjó..." eða þegar Berti svaraði "Palli, þetta er bíllinn þinn!"


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3