» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



miðvikudagur, júní 30, 2004

Beckham er snillingur!


Reporter: Was Wayne Rooney disappointed to lose his youngest goalscorer record on Monday?

David Beckham: No, it'll just make him even more determined to get it back against Portugal.


...þvílíkt gáfumenni...


þriðjudagur, júní 29, 2004

Sól og sumar


Þvílíka blíðan í dag... ég dauðöfunda þá sem geta verið út á golfvelli að leika sér. En maður verður víst að sitja inn á skrifstofu í dag. Læt fljóta með tvo sumarsmelli....

Angel City - Touch Me > Hold me baby, drive me crazy... Touch me all night long...

Danzel - Pump It Up > Don’t you know, pump it up...You got to pump it up...



Eftir að hafa lesið commentið hans Bjarna þá fór ég að pæla í því hvort það sé verra að eiga betri fyrri hring en seinni hring í golfinu. Ef þú átt góðan fyrri hring þá eru gerðar væntingar til þín um enn betri seinni hring en ef fyrri hringurinn er slæmur þá eru minni kröfur gerðar um árangur í seinni hringnum. Stundum eru miklar sveiflur á milli hringja eins og sjá má á þessum tveim skorkortum (þið megið giska á hverjir eiga þau):

Skorkort 1 (95-94-79)
Skorkort 2 (70-94)

En mönnum gengur misjafnlega í mörgum öðrum íþróttum en golfinu, t.d. er oft mikill munur á frammistöðu knattspyrnuliða milli hálfleikja. Sem dæmi um það má nefna að Bolvíkingar léku við Reyni Sandgerði í 3. deildinni á laugardaginn, Bolvíkingar héldu hreinu í fyrri hálfleik á móti hífandi roki en þegar allt átti að vera auðvelt undan vindi í seinni hálfleik þá var eins og liðið gæti ekki neitt og afrekaði það að tapa leiknum 2-0. Hrikalegur klaufaskapur.





Gönguferðir

Því miður komst ég ekki í gönguferðina upp á Óshyrnu í gær... allt út af helv. klaufaskapnum í mér á laugardaginn. Ég hefði sko verið meira en til í að fara þangað upp með myndavélina. En ég fékk samt smá sárabætur í gærkvöldi því birtan í kvöldsólinni var frekar flott... smellti mynd af Ritnum við það tækifæri.


mánudagur, júní 28, 2004


iPod og BMW

Maður ætti kannski bara að fá sér Bimma þegar maður endurnýjar bílakostinn næst.





Ánægjuleg frétt

Ég er feginn að sjá þessa frétt. Gerrard verður áfram hjá Liverpool og sömu sögu er að segja af Baros. Svo er bara spurning um hvaða menn nýji stjórinn fær til liðsins... ég er bjartsýnn á næsta tímabil hjá Liverpool.





Kolféll fyrir...

Ég verð að viðurkenna að orðatiltækið "að falla fyrir einhverju" átti við mig um helgina.


sunnudagur, júní 27, 2004


Þvílík helgi

Þessi helgi var svakaleg svo ekki sé meira sagt, ég held að ég hafi komist ágætlega frá henni þó það hafi verið sagt við mig að ég fari illa með konur, börn og gamalmenni. Ég er alltof þreyttur til að skrifa meira... ætla að skreppa út á rúntinn.


laugardagur, júní 26, 2004


Skin og skúrir

Það skiptust á skin og skúrir hjá manni í dag. Vestfjarðamótið í golfi gekk vel fyrir sig þó maður hafi neyðst til að gefa einum vini sínum frávísun. Ósanngjarnt, en reglurnar eru bara svona.

Mér tókst að slasa mig á golfmótinu í dag þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Með einhverjum óskiljanlegum hætti tókst mér að fljúga á hausinn á bílastæðinu við golfskálann og slasaði mig nóg til þess að ég get ekki haldið á kylfu í nokkra daga.

Maður dagsins var auðvitað Rögnvaldur Magnússon, hann vann það afrek í dag að setja vallarmet á Syðridalsvelli en hann lék á 70 höggum sem er einu höggi undir pari vallarins sem er frábær árangur... og auðvitað óskar maður honum til hamingju með árangurinn. Ég legg til að þið gerið slíkt hið sama á blogginu hans...


fimmtudagur, júní 24, 2004


Góður þessi!

Móðir gekk fram hjá lokaðri herbergishurð dóttur sinnar, og heyrði undarlegt suð berast út úr herberginu. Hún opnaði dyrnar og fékk áfall.
Dóttir hennar var að leika sér með víbratórinn sinn.
Hún öskraði á hana: "Hvað í ósköpunum ertu að gera?"
Dóttirin svaraði: "Mamma, ég er þrjátíu og fimm ára gömul, ógift og þessi hlutur, er það eina, sem ég á sem mér finnst koma nærri því eiga eiginmann.
Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."

Næsta dag gekk faðir stúlkunnar fram hjá herbergishurðinni hennar og heyrði þetta sama undarlega suð. Sama sjón blasti við honum og konunni hans daginn áður og hann varð alveg agndofa. Áður en hann gat komið upp orði sagði dóttirin: "Pabbi, ég er þrjátíu og fimm ára, ógift og þessi hlutur er það eina sem ég á sem mér finnst koma nærri því að eiga eiginmann. Viltu gjöra svo vel að fara og lofa mér að vera í friði."

Nokkrum dögum síðar kom konan heim úr frá að versla, lagði frá sér vörurnar á eldhúsbekkinn, og heyrði þá þetta suð sem hún hafði áður heyrt, koma frá sjónvarpsherberginu. Hún fór að athuga þetta og sá manninn sinn sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Víbratórinn lá við hliðina á honum í sófanum, suðandi eins og vitfirringur.
"Hvern andskotann ertu að gera maður" sagði hún.
"Ég er að horfa á fótboltann með tengdasyni mínum" svaraði karlinn.





Kynþokki og golf

Það væri nú lagi að mæta á Amstel Light Iceland Open ef þetta reynist rétt.





Clubland 5



Ég get varla beðið eftir að nýji Clubland diskurinn komi út, verð samt að bíða í hálfan mánuð eftir honum.





Haustferð á Tillann?

Það er byrjað að bóka í golfferðir haustsins hjá Úrvali Útsýn... það er spurning hvort maður eigi ekki að nota ferðasjóðinn í eina slíka ferð... ekki slæmt að spila golf á Spáni í október.


miðvikudagur, júní 23, 2004


"B.U.K." vs "B.U.G."

Ég á í smá vandræðum með skammstöfun fyrir félag sem verður væntanlega stofnað um helgina... hvor skammstöfunin finnst ykkur flottari?





Stalst í golf...

Ég stalst til taka einn hring í gærkvöldi, tók seinni 9 með Rögga og formanninum og endaði á 47 höggum... 17 punktar.





Þögn

Það virðist sem almenn leti herji á fólk þegar dagatalið sýnir að það sé komið sumar. Undanfarið hafa mörg blogg verið hálf dauð. Það er varla vegna þess að ekkert gerist hjá fólki á sumrin... stóð ekki einhvers staðar að "sumarið væri tíminn"?





Óheppni

Þar sem EM í knattspyrnu er í fullum gangi núna finnst mér rétt að gleðja ykkur með smá fótboltaglensi...

> Þetta kallar maður að fara illa með færin sín...

> Þetta eru eflaust eitt vandræðalegasta "fagn" sem náðst hefur á filmu...

> Frábær tækling!





FAME

Á fimmtudaginn verður frumsýning á FAME í Vetrargarðinum í Smáralind. Hérna er eurodance-útgáfa (sem á ekkert skylt við íslensku sýningna) af titillagi sýningarinnar... Navy Blue - Fame


þriðjudagur, júní 22, 2004


Mataræði

Hérna geturðu tékkað á mataræðinu hjá þér. Ég fékk ágæta niðurstöðu út úr þessu, var í góðum málum varðandi fitu en þar að auka fjölbreytileikann... ég vissi það svo sem fyrir.





Lærvöðvarnir

Fréttablaðið greinir frá því í dag að sterkir lærvöðvar séu lykillinn að betri golfsveiflu. Það ku vera staðreynd að kylfingar með sterkari lærvöðva eru með lægri forgjöf og ná betri og lengri höggum en þeir sem eru með veikari lærvöðva. Hérna er líklega komin skýringin á því af hverju knattspyrnumenn eiga auðvelt með að ná góðum árangri í golfi.





Of gott veður

Það er eiginlega búið að vera of gott veður hérna undanfarna daga... mér dettur ekki í hug að panta mér sólarlandaferð eins og er. Gallinn við þetta góðviðri er að ég get ekki farið í golf vegna frjókornaofnæmis... fer bara í staðinn í ræktina og púla þar.





Að opna bjórflösku...

Það má nota ýmsar aðferðir við að opna bjórflösku...sjón er sögu ríkari...


mánudagur, júní 21, 2004


CDA + CT + KF = TMT

Þetta er víst formúlan fyrir þreytu... þetta próf er annars bara frekar sniðugt...





O-Zone

Svona er víst textinn við "Dragostea Din Tei" með O-Zone... ég skil ekki orð í rúmensku en þetta er víst fáránlega heimskur texti.

x5
Ma-ia-hii
Ma-ia-huu
Ma-ia-hoo
Ma-ia-haa
Alo, Salut, sunt eu, un haiduc,
Si te rog, iubirea mea, primeste fericirea.
Alo, alo, sunt eu Picasso,
Ti-am dat beep, si sunt voinic,
Dar sa stii nu-ti cer nimic.

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai.

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai.

Te sun, sa-ti spun, ce simt acum,
Alo, iubirea mea, sunt eu, fericirea.
Alo, alo, sunt iarasi eu, Picasso,
Ti-am dat beep, si sunt voinic,
Dar sa stii nu-ti cer nimic.

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai.

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai.

x4
Ma-ia-hii
Ma-ia-huu
Ma-ia-hoo
Ma-ia-haa

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai.

Vrei sa pleci dar nu ma, nu ma iei,
Nu ma, nu ma iei, nu ma, nu ma, nu ma iei.
Chipul tau si dragostea din tei,
Mi-amintesc de ochii tai


Hérna er lausleg ensk þýðing á textanum og svo er til video (annar linkur) við lagið... og svo er auðvitað komin fan-síða fyrir þetta moldavíska (eða rúmenska) strákaband.





Dance Your Ass Off

Þegar ég las þessa frétt þá var mér hugsað til rúmlega 10 ára gamals lags... R.T.Z. - Dance Your Ass Off ... örugglega ágætis leið til að losna við nokkur kíló.





Helgin

Ég verð að viðurkenna að ballið með Pöpunum í Súðavík var alveg frábært. Ég skemmti mér konunglega...

Jónsmessan var auðvitað algjör snilld eins og venjulega, eftir að flóknum reiknireglum hafði verið beitt kom það í ljós að ég var sigurvegari mótsins. Þessi úrslit eru ákveðið áhyggjuefni fyrir mig því það virðist sem ég spili alltaf betur þegar ég er fullur en þegar ég er allsgáður. Til dæmis fékk ég fyrsta fuglinn minn í sumar á mótinu í gær, þetta var á 7. holu og ég var orðinn vel hífaður á þeim tíma.

Til að bæta upp allt sukkið í gær þá spilaði ég 24 holur í blíðunni í dag... helstu tíðindin voru að ég var að dræva svakalega... drævaði t.d. inn á grín á 4. holu (sem er 250 metra löng) og náði rúmlega 250 metra upphafshöggi á 7. braut. Svo var ég alveg við það að fá minn fyrsta örn á ævinni, það var auðvitað á 4. holu en ég krækti púttið fyrir erninum og fékk bara easy-birdie í þetta skiptið.


laugardagur, júní 19, 2004


GOLF

Þetta er málið í dag... Jónsmessan á eftir... mér var sagt að GOLF stæði fyrir Gentlemen Only Ladies Forbidden, ekki beint í anda 19. júní... en kvennfólk er alltaf velkomið í golf með mér...


föstudagur, júní 18, 2004


Ég kátur stunda kvennafar og kann að súpa úr glasi...

Þetta eru kjörorð helgarinnar... það virðast allir ætla á ballið í Súðavík um helgina... ég líka.





Dragostea Din Tei

Þetta er víst sumarsmellurinn í ár... rúmenska tríóið O-Zone með lagið Dragostea Din Tei. Ég skil ekkert í þessum texta en mér finnst þetta bara svo fyndið lag... einhver sumarfílingur í því.

Meiri tónlist...

Florida Inc - Fuck It > Skemmtilega hallærisleg eurodance útgáfa af Eamon laginu
Baby Bash - Suga Suga > Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum frá því að ég var á Tillanum... líklega vegna þess að þetta var alltaf í spilun á VIVA.
Drunkenmunkey - Yeah > Fyrir 2 árum tóku Drunkenmunkey sjálfan Eminem í bakaríið með "E" laginu, núna er það Usher sem fær fyrir ferðina
Neo Cortex - Elements 2004 > ...feel this fire deep inside...burning strong where you can't hide...join the elements tonight...and see the light...
Groove Coverage - Poison (The Rasmus Remix) > Alice Cooper flutti þetta lag upphaflega, svo kom Groove Coverage með dance útgáfu og svo kemur rokk-remix frá Íslandsvinunum finnsku





19 punktar

Ég spilaði einn hring í sólinni og logninu í kvöld, tók fyrri 9 og endaði á 46 höggum (6-5-4-5-3-6-4-8-5) og það gera víst 19 punktar... sem er bara fínt. Ég hefði samt getað gert betur, lenti í ánni á 8. holu og tapaði a.m.k. 2 höggum á því.


fimmtudagur, júní 17, 2004


Paparnir

Mér skilst að það sé búið að selja meira en helminginn af þeim 500 miðum sem verða í boði á ballið með Pöpunum í Súðavík á laugardaginn, ég vona að ég fái miða... annars verður maður bara að sætta sig við að fara á Skímó í Hnífsdal.

Ég hef aldrei farið á ball með Pöpunum en mér er sagt að þeir séu með geðveik böll. Aftur á móti er ein af mínum bestu minninum frá 2 böllum sem Skítamórall voru með á Jóni Bakan hérna í Víkinni í gömlu góðu daga. Þá var ég auðvitað sjálfur að DJ-ast og ég held að ég hafi sjaldan skemmt mér jafn vel og á þessum 2 böllum...





Svefnherbergisgolf

Það er alltaf vel við hæfi að birta reglur "Svefnherbergisgolfs" en þær eru svohljóðandi:

1. Hver leikmaður skal leggja til eigin útbúnað til leiksins, venjulega eina kylfu og tvær kúlur.
2. Leikur á vellinum verður að vera samþykktur af eiganda holunnar.
3. Ólíkt golfi utandyra, er takmarkið að koma kylfunni í holuna og halda kúlunum frá.
4. Fyrir árangursríkan leik, skal kylfan hafa stíft skaft. Vallareigandum er leyfilegt að kanna stífni skaftsins áður en leikur hefst.
5. Vallareigendur hafa full réttindi til að banna kylfulengd til að forðast skemmdir á holunni.
6. Takmark leiksins er að taka eins mörg skot og nauðsyn þykir þangað til fullnægjandi leik er náð. Ef úrskeðis fer getur það valdið banni til að leika aftur.
7. Það er álitið slæmt leikform að byrja leik í holu strax eftir komu. Reyndir leikmenn taka venjulega tíma í að dást að öllum vellinum, með sérstakri áherslu á vel lagaða hóla og sandgryfjur.
8. Leikmenn eru varaðir við að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á eða þá sem þeir eru að spila á við eiganda vallarins sem spilað er á. Eigendum í uppnámi hefur verið vitað til þess að valda skemmdum á búnaði leikmanns fyrir þessar sakir.
9. Leikmönnum er ráðlagt að hafa almennilegan regnbúnað meðferðis, til vara.
10. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að völlurinn sé alltaf í ástandi til að leikið sé á honum. Leikmenn gætu farið hjá sér ef að þeir komast að því að völlurinn er í tímabundinni viðgerð. Leikmönnum er ráðlagt að vera einkar gætnir undir þessum aðstæðum. Reyndari leikmenn munu finna breytilegar aðferðir þegar svona stendur á.
11. Leikmenn skulu gera ráð fyrir að leikurinn sé almennilega áætlaður sérstaklega þegar leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrum leikmenn er vitað til að verða pirraðir ef að þeir uppgötva að einhver annar er að leika á það sem þeir hafa álitið einkavöll.
12. Eigandi vallarins er ábyrgur fyrir vexti runna, sem geta dregið úr sjáanleika holunnar.
13. Leikmönnum er sterklega ráðlagt að fá leyfi eigandans áður en reynt er að leika á bakhlutanum.
14. Hvatt er til hægs leiks, samt sem áður skulu leikmenn vera viðbúnir við að leika á meiri hraða eftir óskum eiganda.
15. Það er álitinn framúrskarandi árangur , ef tími gefst til, að leika á sömu holu nokkrum sinnum í einum leik.





Golfdeildin

Hefur einhver prófað þennan draumadeildar-leik? Gætum við ekki búið til okkar eigin leik og veðjað á frammistöðu GBO kylfinga?


miðvikudagur, júní 16, 2004


Margt nýtt í dag...

Nýr framkvæmdastjóri, Rafael Benitez, er tekinn við Liverpool og svo er líka kominn nýr varabúningur hjá Liverpool... það líður örugglega ekki á löngu þar til hann verður kominn í safnið hjá mér.





16. júní

Er ekki alltaf ball á Suðureyri 16. júní... hvað er um að vera í kvöld?





Golfmótin

Það eru 4 golfmót framundan en ekki víst að maður taki þátt í þeim öllum. Eitt hinna mögnuðu "Miðvikudagsmóta" er á morgun, Gullaugamótið er á Ísafirði á 17. júní og á laugardaginn er bæði Bylgju-mótið og hið eina sanna Jónsmessumót. Það er bara eitt öruggt hjá mér... ég mæti á Jónsmessuna... ásamt góðvini mínum, sjálfum Bakkusi.

Ég get uppljóstrað því að Jónsmessumótið verður kl. 6 á laugardaginn, spilaður verður Texas Scramble með fullri forgjöf, það verða einhver verðlaun í boði fyrir þá sem skara fram úr, grillað verður í mótslok og þeir sem verða svo heppnir að lenda með mér í holli mega eiga von á einhverjum glaðningi... líklega í formi áfengra veiga.


mánudagur, júní 14, 2004


Ástin er blind

Einmitt.





Helgin

Að þessu sinni var helgin bara mjög heilsusamleg hjá mér. Fór í ræktina, í golf, tók myndir og fór á rúntinn... ekkert djamm og engir timburmenn. En til að gera upp skorið hjá mér í golfinu um helgina þá var það eftirfarandi:

Föstudagur (fyrri 9): 5-5-5-4-4-6-5-9-7 = 50 högg (16 punktar)

Laugardagur (seinni 9): 5-5-5-4-3-5-6-5-6 = 44 högg (20 punktar)

Sunnudagur (fyrri 9): 5-6-4-4-4-4-4-6-6 = 43 högg (22 punktar)
Sunnudagur (seinni 9): 5-4-3-4-4-6-5-6-8 = 45 högg (19 punktar)


Ég er sérstaklega ánægður með 18 holurnar sem ég tók í dag, 88 högg og 41 punktur... þetta er í fyrsta skipti sem ég fer undir 90 höggin, þannig að þetta er persónulegt met.


föstudagur, júní 11, 2004


Meira kynlíf, hærri einkunnir

Það er víst þannig að þeir sem stunda kynlíf reglulega fá betri einkunnir en þeir sem lifa einlífi. Spurningin er bara hvort það sé hægt að lesa það út úr einkunnaspjaldinu hve mikið kynlíf fólk stundar...





Kvennaklefinn

Ég skrapp aðeins í íþróttahúsið seinni partinn í dag. Mér hefur sjaldan liðið jafn furðulega þar og í dag, þegar ég mætti og bað um lykil var mér réttur kvennaklefalykill... þið vitið svona með rauðri teygju. Ég ætlaði sko ekki að taka við þessum rauða lykli og heimtaði grænan. Það tók svolitla stund að koma mér í skilning um að það væri verið að mála karlaklefann og þess vegna þyrfti ég að fara í kvennaklefann... konurnar fengu víst einhvern annan klefa á meðan. Þegar ég var loksins kominn inn í kvennaklefann þá leið mér hálf óþægilega, mér fannst eins og ég ætti ekki að vera þarna...


fimmtudagur, júní 10, 2004


Auglýsingar

Nú er það svart... það mega ekki vera áfengisauglýsingar við íþróttamannvirki á Ísafirði... og ég sem er alltaf í Liverpool búning með áberandi Carlsberg auglýsingu. Í framtíðinni verður börnum líklega bannað að klæðast Liverpool búningum í leikfimi til að koma í veg fyrir að áfengisauglýsingar sjáist.

Ég er annars á móti því að banna auglýsingar á vörum sem leyft er að selja, t.d. áfengi sem hið opinbera selur meira að segja sjálft. Í framtíðinni mun sælgætisát líklega valda meiri heilbrigðisvanda en áfengisdrykkja, því væri mikið nær að banna sælgætisauglýsingarnar.





Geggjað!

Það er búið að vera æðislegt veður í Víkinni í dag... ég notaði tækifæri og skrapp í smá göngutúr upp á Ufsir í hádeginu... þar sem ég tók þessa sjálfsmynd...





ATB

Ég fór einu sinni á tónleika með ATB í Skautahöllinni í Laugardal, þetta var Reykjavík Music Festival og Sash! kom líka þarna fram. Ég skemmti mér konunglega á þessum tónleikum rétt eins og á Bloodhound Gang tónleikunum sem voru seinna um kvöldið í Höllinni.

ATB var að senda frá sér nýtt lag sem á líklega eftir að verða vinsælt á Benidorm og öðrum sólarströndum í sumar, lagið heitir einfaldlega Ecstasy og venst bara nokkuð vel.

En til að bjóða upp á aðeins meiri djammtónlist þá læt ég 3 önnur fljóta með...
JX - Restless
DJ Tiësto ft. BT - Love Comes Again
Plummet - Cherish The Day (Antillas Radio Edit)


miðvikudagur, júní 09, 2004


Bilanir

Bæði fotbolti.net og gras.is eru búnar að vera bilaðar undanfarna daga, kannski að það sé einhver draugur sem herjar á íslenskar fótboltasíður. Svo duttu bæði bb.is og vikari.is út í dag, sennilega vegna bilunar í vefþjóni hjá Skýrr.





Vanskil

Merkilegt að það eru einhleypir karlar sem eru í mestu vanskilum á Íslandi, þá vantar konu til að hafa vit fyrir sér í fjármálunum. Annars ætti ég að vera í þessum hópi... en fjármálin eru alla vega í fínu lagi hjá mér... ennþá. Ég þarf samt ekki að greiða dráttarvexti (meðlag), sem leiðir hugann að pistlinum mínum um hunda frá því í gær... það gæti stundum verið betra að fá sér hund í staðinn fyrir börn... það þarf nefnilega ekki að greiða meðlag með gæludýrum.





KRÍA

Ég er ekki sáttur við að Skagamenn hafi tapað fyrir KR í kvöld. Gleði- og sleikipinninn Kristján Jónsson virðist hafa spáð rétt til um úrslit leiksins að þessu sinni.





Bæjarins bestu fréttir

Ég rak augun í ákveðið héraðsfréttablað á eldhúsborðinu heima hjá mér áðan. Þar sem ég er algjör íþróttafíkill þá renndi ég í gegnum blaðið í leit að fréttum af góðu gengi vestfirskra íþróttamanna síðustu daga. Þar var fátt um fína drætti, nokkrar línur um að BÍ hefði unnið Drang í 3. deildinni í fótboltanum og myndarlaus frétt um úrslit Sjómannadagsmótsins í golfi á Ísafirði. Þar var hvergi minnst á stórsigur UMFB á Drangi og fimmuna hans Óttars, glæsilegur sigur sameiginlegs liðs BÍ og Bolungarvíkur á Grindavík í 2. flokki kvenna fékk ekkert pláss - hvað þá 18-1 burst 4. flokks BÍ/Bolungarvíkur á Skallagrími. Og að sjálfsögðu var ekki hægt að greina frá úrslitum Sigga Bjartar mótsins í golfi þrátt fyrir að frétt þess efnis hefði borist blaðinu í tölvupósti á mánudagsmorgni.

Ég held að það sé engu logið í þessu hjá mér en biðst afsökunar ef svo er, málið er bara að það fer í taugarnar á mér að forsvarsmenn þessa blaðs séu sífellt kvartandi undan því að maður sendi þeim ekki fréttir og myndir af íþróttaviðburðum... á sama tíma og þeir hafa ekki einu sinni dug í sér að birta þær fréttir sem maður þó sendir þeim.





Hundar

Það virðast allir vilja eiga hund núna, stundum held ég að fólk fái sér hund í staðinn fyrir börn. Ég hef aldrei farið leynt með að ég er ekkert hrifinn af hundum eða öðrum kvikindum sem kölluð eru gæludýr. Þjóðhagslega séð þá eru börn betri en gæludýr, þegar börnin stækka munu þau standa undir velferðarkerfinu sem við munum þurfa á að halda þegar við verðum eldri. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þegar ég segist vilja börn frekar en gæludýr.

En fyrst ég var að minnast á hunda þá læt ég flakka 4 ára gamalt lag úr minni eigin smiðju... það heitir einfaldlega "Dogs". Þess má geta að samplið í þessu lagi er tekið úr laginu "Lick It" með 20 Fingers.


þriðjudagur, júní 08, 2004


Líftryggingar

Venjulega líftryggir fólk sig til að koma í veg fyrir að skuldbindingar þess lendi ekki á aðstandendum ef svo illa myndi vilja til að það félli snögglega frá. Núna er víst hægt að kaupa líftrygginu fyrir ketti... ég er ekki alveg að skilja tilganginn með því að líftryggja ketti...





Veikindi

Það voru fleiri en ég sem lögðust í rúmið um helgina... reyndar var Lars Ulrich fluttur á spítala í Bretlandi eins og Stálið greindi frá í gær... ég vona að það hafi ekki nein áhrif á væntanlega tónleika Metallica í Egilshöll 4. júli næstkomandi.





Don't Stop...

Ein af merkilegustu smáskífunum sem ég á er með "The Outhere Brothers", þetta er auðvitað "Don't Stop (Wiggle Wiggle)" sem var mjög vinsælt fyrir svona 10 árum síðan. Þegar þetta lag kom út á einhverjum safndisk hérna á Íslandi þá var auðvitað tekin "clean" útgáfa af laginu... ég býð hins vegar upp á originalinn.... textinn er einhvern veginn svona:

Put yo ass on my face
I love the way your pussy tastes
Girl you know you are the one
Take that ass and make me come (2x)

Don't stop movin' baby
Tutti frutti
Drive me crazy
Wiggle wiggle
Wiggle wiggle

Girl you've got to suck my dick
And you've got to suck it quick (2x)


mánudagur, júní 07, 2004


Golf og utanbæjarmenn

Mér finnst við hérna fyrir vestan ekki koma nógu vel fram við aðkomumenn sem spila hjá okkur í golfmótum. Það var einn sem spilaði hjá okkur á laugardaginn og varð í 1.-2. sæti án forgjafar og fékk ekki að taka bráðabana við Bjarna Péturs um sigurinn... en hann fékk samt verðlaun fyrir 2. sætið. Svo var annar sem lenti í 2. sæti með forgjöf á Ísafirði í gær, hann fékk engin verðlaun og hvergi var minnst á hann í fréttum af mótinu... og ástæðan sem var gefin upp var... að hann væri utanbæjarmaður. Sem sagt fyrsta flokks gestrisni hjá Vestfirðingum um helgina.





Örn

Ég hef aldrei fengið örn í golfinu, hvorki á par 5, par 4 eða jafnvel par 3 holum eins og sumir. Ég veit hins vegar um 2 GBO menn sem fengu örn um helgina, annar þeirra var Stjáni Sax sem náði erni á 17. holunni í Leirunni á Meistaramóti Volkwagen í gær.





Lexus Cup 2004

Nú er komið að hinu árlega golfmóti Lexus á Grafarholtsvellinum. Í verður mótið haldið 9. júlí og þarf að skrá sig í mótið fyrir 16. júní. Mótsgjald er kr. 4.000 nema fyrir Lexus eigendur sem þurfa ekki að borga krónu.

Keppnisfyrirkomulagið er Stableford punktakeppni þar sem hámarksforgjöf er 24. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar þeir sem eru með 0 til 8,4 í forgjöf og hins vegar þeir sem eru með 8,5 til 24 í forgjöf.

Mótið hefst á morgunverðarhlaðborði en lýkur svo með sameiginlegum eftirmiðdagsverði. Teiggjöf er Footjoy golfjakkar sem eru sérstaklega merktir mótinu og sigurlaunin í hvorum flokki er ferð á flottan golfvöll í Bretland.

Það er spurning hvort maður eigi að taka þátt í ár...





Flottur

Ég tók mig til og bónaði bílinn minn um helgina þannig að hann er frekar flottur úti í sólinni í dag.


laugardagur, júní 05, 2004


Hláturinn lengir lífið...

Æðislegt!





Íþróttirnar

Ég tók spinning fram yfir að spila á golfmóti í dag... sé ekkert eftir því enda er vigtin alltaf á niðurleið þessa dagana. Ég tók samt einn hring með Svarta genginu í gær, spilaði mjög vel og endaði á 44 (5-5-4-4-5-4-4-7-6 = 44) höggum sem jafngilda 20 punktum.

Bolvíkingar spiluðu svo við Drang upp á Skeiði í dag, auðvitað rúlluðum við þeim upp... eða réttara sagt þá afgreiddi Óttar þá með því að setja boltann 5 sinnum í netið hjá markverði Drangs... frábær árangur.





Brjálað að gera

Já ég held að þessi dagur sé alveg toppurinn á því að hafa mikið að gera. Byrjaði í morgun á því að fara í spinning, svo leit ég við á golfmóti, svo fótboltaleikur, þá sjómannadagshátíðarhöldin og svo er kvöldið eftir... en það er bara djamm. Ég lofaði að ég myndi djamma á sjómannadagshelginni og auðvitað stend ég við það... ætli maður hrynji ekki bara í það í kvöld...


föstudagur, júní 04, 2004


Golfið

Golfvertíðin er formlega hafin hjá mér, ég fór út á völl í gærkvöldi og tók 9 holur. Spilamennskan vera alveg þolanleg, 47 högg (6-5-3-5-3-6-6-6-7 = 47) sem gera 17 punkta. Helstu gleðitíðindin í spilamennskunni eru að drævin eru að lengjast og voru þau flest yfir 200 metrana í gær, næsta skref er að bæta járnin og stutta spilið.





Limra

Ég fékk þessa limru senda í pósti áðan... það skal tekið fram að hún kom ekki frá Trausta úr Vík...

Hann vanhæfur kemur að verkinu.
Vigdís plantaði lerkinu.
Hvert barn má það sjá
að Bónus hann á.
Það er mynd af honum í merkinu.


fimmtudagur, júní 03, 2004


Summer Jam

Það er svo yndislegt að vinna á skrifstofu í þessari rjómablíðu sem er úti núna. Hvað er skemmtilegra en að sitja við tölvuna og horfa út um gluggann á fólkið léttklætt á röltinu. Nei annars... ég væri frekar til í að vera úti á röltinu smælandi framann í heiminn með iPodinn í botni... eða á rúntinum með bílgræjurnar vel þandar... já eða bara í kyrrðinni út á golfvelli.

Á svona dögum kviknar alltaf einhver djammfílingur í mér... á svona dögum vil ég hlusta á sólskinstónlist...

This ain't nothing, but a summer jam
We're gonna party as much as we can





Vinstri, hægri, snú

Pólitíkin er skrítin, það er nokkuð ljóst. Fyrir ekki svo mörgum árum vildu hægri menn frelsi og vinstri menn höft. Núna hefur dæmið snúist við, vinstri menn vilja frelsið og hægri menn höftin. Ótrúlegt en satt. Ég held meira að segja að forseti vor sé að reyna að koma frelsinu til bjargar með því lofa hinum almenna borgara að ráða því hvort frelsi eða höft séu ráðandi á Íslandi. Gott hjá honum.

Það var ekkert sem kom mér á óvart í dag, blaðamannafundur á Bessastöðum með tilheyrandi útpældri ræða hjá forsetanum sem endaði auðvitað á því að færa þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu að gjöf rétt fyrir forsetakosningar. Framhaldið er augljóst, Íslendingar kjósa frelsið og forsetinn situr áfram á Bessastöðum ásamt hertogaynjunni af Lúxemborg (samkvæmt Se & Hør).

Eins og kom fram í ræðu forsetans í dag þá er það alvarlegt mál þegar það er gjá á milli vilja Alþingis og vilja almennings í einstökum málum. Í slíkum málum telur hann rétt að skjóta málum til þjóðarinnar. Það er víst svo að stærstur hluti þjóðarinnar er á móti kvótakerfinu, forsetinn hlýtur að vita það. Við hljótum því að eiga von á því að hann neiti að staðfesta nýsamþykkt lög um kvótasetningu sóknardagabáta, forsetinn hlýtur að vera samkvæmur sjálfum sér.

Fréttir herma að stjórnarandstaðan vilji nú að Alþingi verði kallað saman hið fyrsta til að setja lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Gera má ráð fyrir að vinstri menn noti þetta gullna tækifæri til að auka enn frekar frelsi í íslensku atvinnulífi og komi fram með lagafrumvarp sem afnemur svokallað kvótaþak í sjávarútvegi. Það má nú varla leggja meiri höft á sægreifana heldur en fjölmiðlakóngana, það hlýtur að liggja í hlutarins eðli.

En að lokum: Frelsið er yndislegt!


miðvikudagur, júní 02, 2004


Skilnaður

Óhófleg símanotkun getur greinilega orðið valdur að skilnuðum... en að skilja þrisvar við sömu konuna út af þessu... lærir maðurinn ekkert af reynslunni?





Lucy in the sky with diamonds

Kókaín, hass og heróín... það vantar bara LSD á listann hjá Paul McCartney...





Sjómannadagurinn

Það er bara stór helgi framundan... sjálfur sjómannadagurinn með tilheyrandi skemmtunum og djammi. Það hefur lítið verið auglýst hvað verður um að vera hérna í Víkinni um helgina en heyrst hefur að búið sé að flýta sjómannadeginum um einn dag þannig að allt þetta skemmtilega verður á laugardeginum en bara messan og kaffið á sunnudeginum. Þetta þýðir að það er allt í lagi þó timburmenn sækji mann heim á sunnudaginn.

Ég skil annars ekki þessa tilfærslu á sjómannadeginum í ár því hátíðarhöldin munu skarast á við 3 íþróttaviðburði. Í fyrsta lagi er eitt besta golfmót ársins á laugardaginn, sjálft Sigga Bjartar mótið sem enginn kylfingur má láta fram hjá sér fara. Í öðru lagi er leikur í 3. deildinni í knattspyrnu uppi á Skeiði klukkan 2 og í þriðja lagi er leikur hjá 4. flokki klukkan 4. Mér finnst þetta algjör klaufaskapur hjá hinu nýja sjómannadagsráði að standa svona að málum því þetta munu þýða minni aðsókn að íþróttaviðburðunum sem leiðir af sér að íþróttafélögin munu verða af mikilvægum tekjum.

Svo ég nöldri meira þá finnst mér skrítið að það sé ekki búið að auglýsa matinn og skemmtunina á laugardagskvöldið... og svo er það auðvitað spurningin... verður eitthvað ball? hvaða hljómsveit spilar?

En þetta er komið nóg í bili... en svona að lokum... það liggur við að ég bjóði mig fram til að flytja sjómannadagsræðuna í ár... þá yrði kannski eitthvað fjör í bænum á næstunni... allavega miðað við viðbrögðin sem urðu við síðustu ræðu minni...


þriðjudagur, júní 01, 2004


Dúx

Á hverju vori bíð ég alltaf spenntur eftir því að heyra hver sé "dux scholae" hjá Menntaskólanum á Ísafirði. Þetta árið var það Hafdís Sunna Hermannsdóttir sem dúxaði með aðaleinkunnina 9,17 sem er auðvitað mjög góður árangur. Fyrir átta árum síðan stóð ég í hennar sporum og tók við hinum ýmsu verðlaunum og viðurkenningum fyrir góðan námsárangur... en svona til að enda þessi skrif þá finnst mér rétt að óska Sunnu til hamingju með árangurinn og býð hana velkomna í hóp dúxa sem útskrifast hafa frá MÍ/FVÍ.





Vindgangur

Stuðmenn sungu í den eitthvað á þessa leið: Við komum saman og leysum vind... loftum ærlega út... Ef marka má þessa frétt þá virðist sem vindgangur í Jamie Carragher hafi haft mjög slæm áhrif á gengi Liverpool á síðustu leiktíð.





Heima er bezt

Það er alltaf jafn gott að koma heim eftir að hafa verið í Reykajvík... mér finnst tíminn nýtast mikið betur hérna fyrir vestan... fyrir sunnan fer hálfur dagurinn bara í það að komast á milli staða... minn tími er alltof dýrmætur til að ég vilji eyða honum í svoleiðis rugl.

Annars er það eitt um Korn tónleikana að segja að þeir voru geðveikir, ég hoppaði og skoppaði mestalla tónleikana og var rennblautur af svita þegar upp var staðið. Núna er bara rúmur mánuður í Metallica tónleikana í Egils höllinni og það eiga eflaust eftir að verða ógleymanlegir tónleikar. Ég bý svo vel að eiga einn aukamiða á Metallica, ég er búinn að ákveða að þessi miði verður seldur á pari, þ.e. ég vil bara fá 6.500 fyrir hann, og hann fer til einhvers vina/vinkvenna minna... svo er það bara spurningin hver vill fá miðann?


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3