» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



föstudagur, desember 31, 2004

Vestfirðingur ársins


Í dag er síðasti séns að velja Vestfirðing ársins. Ég gaf Mugison mitt atkvæði.


fimmtudagur, desember 30, 2004

Hin hliðin á Danna


Hin hliðin á manninum sem þoldi ekki að tapa fyrir mér í gærkvöldi.



Það er á hreinu að ég fer á ball í Víkurbæ um áramótin... líklega bara til að drekka og skemmta mér en það er aldrei að vita hvort maður rifji upp einhverja gamla takta... ég mun allavega láta til mín taka í ákveðnu reifi fyrir ballið. Nánar um áramótaballið á www.aramot.pop.is


miðvikudagur, desember 29, 2004

Meira dóp?


Völvan hjá BB spáir m.a. aukinni dópneyslu á Ísafirði á næsta ári, ég hef enga trú á svona spádómum og ég vona a.m.k. að þessi spá gangi ekki eftir.



Þessi frétt birtist á mbl.is áðan:

Snjóflóð hafa fallið bæði á Óshlíð og Súðavíkurhlíð
Snjóflóð hafa fallið bæði á Óshlíð og Súðavíkurhlíð og eru vegirnir frá Ísafirði lokaðir í báðar áttir, þ.e. annars vegar til Bolungarvíkur og hins vegar til Súðavíkur.
Vegfarandi sem lét lögreglu á Ísafirði vita af flóði í Óshlíð upp úr klukkan eitt sagði það hafa verið 3-4 metra hátt. Lögregla lokaði veginum meðan vegagerðarmenn könnuðu aðstæður. Kom þá í ljós að tvö flóð hefðu fallið og að mikil hreyfing hafi verið á snjói í hlíðinni.
Var því ákveðið að hafa veginn áfram lokaðan en aðstæður verða kannaðar aftur klukkan 15 og þá metið hvort hann verði hreinsaður.
í kjölfar lokaði lögreglan umferð um veginn í Hníæfsdal og Bolvík meðan vegagerðarmenn könnuðu málið Þá er talið að flóð sem lokar sem stendur veginum til Súðavíkur hafi fallið í Súðavíkurhlíð um svipað leyti. Vegagerðarmenn eru beggja vegna flóðsins að meta aðstæður með tilliti til þess hvort reynt verði þegar í stað að hreinsa veginn og opna hann á ný.


Hvað finnið þið margar stafsetningar- og málfarsvillur í fréttinni?


mánudagur, desember 27, 2004

Jólahelgin


Þetta voru fín jól þó þau væri í styttra lagi. Skötuveislan var á sínum stað á Þorláksmessu, aðfangadagur var fjörugur enda voru frændir mínir í heimsókn hjá okkur og þeir eru ekki þekktir fyrir að sitja rólegir á dögum sem þessum. Hið árlega jólaboð var á Jóladag og svo bauð Kalli til spilakvölds á nr. 12 þar sem Popppunktur var spilaður langt fram á nótt. Annar í jólum var fínn fótboltadagur sem endaði með stórsigri Liverpool á fámennu liði WBA. Eftir fótboltann var fundur hjá Mími, þá tók við partýstand og svo var auðvitað endað á balli í Sjallanum.


fimmtudagur, desember 23, 2004

Jólin eru að koma...


... og ég er loksins kominn í jólaskap. Ég er búinn að pakka inn öllum gjöfunum og á bara eftir að skrifa á nokkur jólakort. Ég var örlátur við fjölskyldu og vini þetta árið enda á maður að hugsa vel um þá sem eru manni næstir.

Ég er búinn að vera á fullu í allt kvöld við að taka til og pakka inn gjöfum og hef verið að hlusta á alls konar mismunandi jólalega jólatónlist á meðan. Hérna eru smá dæmi um jólalögin í tölvunni minni:

Spírabræður - 12 dagar til jóla '98 >> Ekki beint hátíðlegt jólalag... ágætis uppskrift að alkóhólisma.
Whigfield - Last Christmas >> Gamla Wham lagið í flutningi dönsku dansdrottningarinnar.
Band Aid 20 - Do They Know It's Christmas >> Nýja útgafan af Band Aid... mér finnst þessi gamla betri.
The Darkness - Christmas Time (Dont Let The Bells End) >> The Darkness eru alltaf góðir... líka í jólalögunum... rokk og ról um jólin.
Orion Too f. Caitlin - White Christmas >> Enn ein endurgerðin, týpiskt eurodance sem hentar diskótekunum... við dönsum líka á jólunum.
Monty Python - Christmas In Heaven >> Monty Python myndirnar eru óendanlega skemmtilegar rétt eins og þetta jólalag.
Hiver & Hammer Feat. Karyn White - Wonderful Christmastime >> "Merry Christmas Everybody..." þetta kallast víst trance.
Korn - Jingle Bells >> Ég held að þetta lag sé bannað á Rás2... en rokkararnir verða að fá sína jólastemmningu líka.
Baggalútur - Þorláksmessa >> Jólaútgáfan af "The Final Countdown" - algjör snilld.
Spírabræður - 12 dagar til jóla (Heimilisofbeldi) >> Heimilisofbeldisútgáfan af "12 dögum til jóla" er mjög vinsæl hjá yngri kynslóðinni og er eitt mest downlodaða lagið á DC++ þessa dagana... greyið maðurinn sem sungið er um.

Ég hefði getað sett inn einhver klassísk og hátíðleg jólalög en það eiga allir þau hvort sem er þannig að þetta eru jólalögin mín í ár.


mánudagur, desember 20, 2004

Forsjárhyggja


Ég þoli ekki forsjárhyggju og er algjörlega á móti hugmyndum um auglýsingabann á tilteknum flokkum matvöru (eða öðrum vörum). Meira um boð, bönn og Bannfylkinguna á Vefþjóðviljanum.



Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun og áttaði mig á því að það eru bara 4 dagar til jóla. Ég er samt ekkert kominn í jólaskap, kannski er það vegna þesss að mér finnst jólin í ár ekki vera nein jól, þetta er bara ein alltof stutt helgi. Ég þarf að gera eitthvað róttækt í kvöld til að koma mér í jólaskap.


föstudagur, desember 17, 2004

Fyrirmyndir


Það eru margir búnir að skora á mig að koma með "fyrir-myndir" og "eftir-myndir" vegna líkamsræktarátaksins míns. Ég held að ég verði að taka þessari áskorun. Vandamálið er bara að ég tók engar "fyrir-myndir" því þegar ég byrjaði á þessu þá var ég ekkert á leiðinni í neitt átak, ætlaði bara að koma mér í smá form áður en ég færi í golfferðina til Spánar. Eðlilega á ég fáar myndir af sjálfum mér því ég er venjulega í hlutverki ljósmyndarans. En ef þið vitið um einhvern sem á ársgamla ljósmynd af mér þá væri æðislegt ef þið gætuð sent mér hana.



Síðasta helgi fyrir jól er að bresta á og þá er skyldumæting á djammið, vandamálið er bara að ég veit ekkert hvað er um að vera hérna fyrir vestan um helgina. Ég er búinn að tékka á heimasíðu Sjallans/Krúsarinnar og þar er litla hjálp að fá... aðeins er sagt hvað hafi verið um að vera á síðustu helgi. Það væri því mjög vel þegið ef einhver gæti frætt mig um hvað sé um að vera um helgina.



Það er búið draga í 16 liða úrlistum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta og það eru engir smá leikir sem verða í boði og það er ljóst að einhverjir detta út úr veðmálsleiknum hans Óttars strax í 1. umferð. Liðin sem mætast eru:

Real Madrid - Juventus
Porto - Inter Milan
Barcelona - Chelsea
Werder Bremen - Olympique Lyon
Liverpool - Bayer Leverkusen
PSV Eindhoven - AS Monaco
Manchester United - AC Milan
Bayern Munchen - Arsenal

Á þessum lista eru 3 lið sem teljast vera "uppáhaldslið" mín. Barcelona fær Chelsea sem eru mjög sterkir þessa dagana, ég spái því samt að Barcelona taka þetta enda spáði ég þeim sigri í keppninni. Liverpool spilar við Bayer Leverkusen, ég átti ekki von á að mínir menn kæmust svona langt í keppninni en þeir geta alveg unnið þessa viðureign. AC Milan spilar svo við Manchester United... AC Milan eru með frábært lið og ég á von á að þeir komist í 8 liða úrslitin.


fimmtudagur, desember 16, 2004

Óskalisti


Mér hefur alltaf fundist erfitt að búa til lista yfir hvað mig langi að fá í jólagjöf, í ár yrði ég mjög hamingjusamur ef einhver gæti gefið mér Tiësto - Live in Concert II (DVD). Ég á fyrri tónleikadiskinn með Tiësto og hann var alveg frábær en mér skilst að þessi sé ekki síðri.


miðvikudagur, desember 15, 2004

Byggðastefna


Nýjasta útspil hins opinbera í byggðamálum segir ýmislegt um vilja stjórnvalda til að efla byggð í landinu. Á skömmum tíma hafa borist fréttir af því að til standi að sameina Orkubú Vestfjarða, Landsvirkjun og RARIK í eitt orkufyrirtæki og að Ratsjárstofnun hyggist gera ratsjárstöðina á Bolafjalli mannlausa innan 3 ára. Báðar þessar byggðaaðgerðir þýða flutning hálaunaðra sérfræðistarfa frá Vestfjörðum til annarra landshluta... líklega höfuðborgarsvæðisins. Enn og aftur sjáum við að það er ekkert að marka það sem stendur í öllum skýrslunum sem mataðar eru í okkur... það eru verkin sem tala.

Í orði gengur íslensk byggðastefna út á að efla landsbyggðina með því að gera atvinnulífið fjölbreyttara. Raunveruleg byggðastefna á Íslandi gengur hins vegar út á auka einhæfni atvinnulífs á landsbyggðinni með því að flytja opinber störf til höfuðborgarsvæðisins.



Mikið er ég feginn að vera kominn aftur vestur eftir að hafa verið í stressinu í borg óttans undanfarna 10 daga. Það er svo sannarlega gott að vera kominn heim.


miðvikudagur, desember 08, 2004

Shopping


Mér hefur gengið vel að eyða peningunum mínum þessa þrjá fyrstu daga Reykjvíkurferðar minnar. Innkaupalistinn er næstum því tæmdur og ég er búinn að draga heim í hús mikið af nýlenduvörum sem eiga vonandi eftir að endast mér og mínum langt fram á vor. Ég á svo eftir að taka djammpakkann en ég hef jú helgina í það. Það er spurning um að kíkja á Einar Örn á Shooters um helgina eða Jónsa og félaga (ÍSF) á Players eða Papana á NASA... Já og svo er Mugison með tónleika á Grand Rokk á föstudaginn, ég þyrfti eiginlega að kíkja á þá.



Ég er rétt að ná mér niður eftir að horft á Liverpool vinna Olympiakos í Meistaradeildinni. Ég var alveg með það á hreini í byrjun leiksins (eftir að löglegt mark var dæmt af Liverpool) að þetta yrði einn af þessum dögum þar sem óheppnin væri með Liverpool. En mínir menn sýndi gríðarlegan karakter í kvöld með því að vinna leikinn 3-1 (þetta ætti eiginlega að vera 5-1 þar sem tvö lögleg mörk voru dæmd af Liverpool í leiknum. Næst er það grannaslagurinn við Everton á laugardaginn og ég fer fram á sigur í þeim leik.


mánudagur, desember 06, 2004

Reykjavík...


...eða réttara sagt Kópavogur. Ég er sem sagt kominn í langþráð frí í borg óttans. Ég var búinn að hugsa mér gott til glóðarinnar í þessu fríi, bjóst við að geta sofið út alla daga og haft það rólegt. Það er alls ekki raunin, klukkan 6 í morgun var ég rifinn á fætur og dreginn í ræktina. Núna bíð ég bara eftir að Smáralindin opni svo ég geti gengið eitthvað á langan innkaupalistannn.


fimmtudagur, desember 02, 2004

Meiri bolti


Ég sá ekki betur en að þeir sem eru með "Sjónvarp yfir ADSL" geti valið milli þess að horfa á beina útsendingu frá leikjum Man.Utd. - Southampton á SkjáEinum eða Arsenal - Birmingham á Enska boltanum á laugardaginn. Þannig að ef annar leikurinn verður leiðinlegar þá er málið bara að skipta yfir á hinn leikinn. Þvílíkur lúxus að hafa aðgang að þessu... núna er gott að búa í Bolungarvík.



Ég er á leiðinni í frí, nánar tiltekið ætla ég að eyða rúmri viku í borg óttans. Ég er búinn að redda mér gistingu og á næga heimild á VISA-kortinu mínu.


miðvikudagur, desember 01, 2004

Íslenskt já takk?


Það lítur út fyrir að Zlatan Ibrahimovic velji íslenskt.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3