fimmtudagur, apríl 28, 2005
Það fer bara hver að verða síðastur að fara á
Hard Rock Cafe í Kringlunni... það er ekkert eilíft í þessum brannsa.
» 23:00 // Baldur Smári //
Ég hef aldrei farið leynt með að mér finnst miðnætursólin ótrúlega falleg og hef tekið margar myndir sólarlaginu og miðnætursólinni.
Þetta er ein af myndunum sem ég tók í fyrrasumar... mér finnst hún nokkuð góð, með flottum litum og smá glóð í skýjunum
» 22:43 // Baldur Smári //
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Einar Örn - bloggari dauðans - er kominn aftur í bloggheiminn.
» 23:30 // Baldur Smári //
Þessi heimasíða er algjör snilld...
www.rentagerman.de ... á síðunni stendur m.a. þetta til upplýsingar:
"You can select the German of your choice for an exclusive lifetime experience:
Imagine to appear with your German at parties, family events, or just hang out with them at the local shopping center."
Og viðskiptavinirnir virðast líka vera ánægðir með þjónustuna:
Samantha F., 27 (London):
“I had such a lovely evening with the German and my mates: After the pub, we went dancing. My friends were thoroughly impressed by the German moves. I was gobsmacked when the German even cleaned my house the next day, before I was awake! Will definitely rent again.”
Maður ætti kannski bara að leigja sér Þjóðverja til að djamma með á næstu helgi...
» 22:41 // Baldur Smári //
Ég vildi að ég gæti verið úti í góða veðrinu þessa dagana, en ég er nýkominn úr fríi og verð að vinna. Mér sýnist að ég hafi verið einn af þeim heppnu sem fékk ekki senda atkvæðaseðla vegna formannskjörs Samfylkingarinnar. Sumir sem ég þekki voru hins vegar ekki jafn heppnir og fengu slíka seðla senda óumbeðið. Það virðist sem heilmikil smölun sé í gangi í þessum svokallaða "formannsslag" og er greinilega verið að skrá fólk inn í flokkinn gegn vilja þess. Markmiðið er líklega á láta líta út fyrir að það séu fleiri í flokknum en þessi gríðarlega fjölgun í félagaskránni er e.t.v. bara tilbúningur.
» 10:58 // Baldur Smári //
mánudagur, apríl 25, 2005
Alda Karen var að láta mig fá bunka af gömlum myndum og ég er búinn að hafa mjög gaman af því að skoða þær ;) Myndirnar tengjast '76 árgangum í Víkinni og má þarna finna skólamyndir, partýmyndir, myndir úr skíðaferðalögum og svo myndir frá diskótekum í GB. Það verður nóg að gera hjá mér að skanna inn á næstunni!
» 16:33 // Baldur Smári //
laugardagur, apríl 23, 2005
Þeir sem hafa farið til Benidorm vita hvaða skemmtistaður "Bahamas" er... þar varð til drykkur sem bar nafn staðarins...
Bahamas er ekki flókinn, maður tekir einn góðan sopa af "Smirnoff Ice" og fyllir svo upp í flöskuna með "Pisang Ambon"... allt verður framsóknar-grænt og aðeins áfengara - algjör snilld.
» 23:01 // Baldur Smári //
Fyrir 5 árum síðan var 10 ára fermingarafmæli hjá '76 árgangnum í Bolungarvík. Ég man nú ekki svo mikið eftir því sökum ofurölvunar en ég man nú samt eftir því að ég og Stjáni Wonder flippuðum út við lagið
Freestyler... og svo man ég eftir strippkeppninni. Þar voru 2 aðilar af sitt hvoru kyninu sem fækkuðu fötum, svo fór að drengurinn stóð á miðju gólfinu á nærbuxunum einum fata og hafði athygli allra á sér. Þá datt Stjána Wonder snjallræði í hug - og hann var óvenju fljótur að hugsa í þetta skiptið - Stjáni læddist aftan að Palla og kippti niðrum hann nærbuxunum... það var ógleymanlegt moment!
Ég held ég sé búinn að finna flipplag 15 ára fermingarafmælisins...
Pond Life - Ring Ding Ding... algjör snilld ;)
» 21:33 // Baldur Smári //
föstudagur, apríl 22, 2005
Ef þið viljið fá sams konar mynd og er hér að neðan inn á heimasíðuna eða bloggið ykkar þá ættuð þið að geta notað þennan kóða...
<
webcam.txt >

Stjórnið vefmyndavélinni í Bolungarvík með því að fara inn á
www.webcam.is... þetta er einföld jpg-mynd sem uppfærist á 10 sek fresti... endilega prufið að setja þetta inn á síðurnar ykkar!
» 21:49 // Baldur Smári //
Ég átti nokkur svona högg á Islantilla....
Just Do It!
» 17:01 // Baldur Smári //
Í dag, 22. apríl 2005, eru 15 ár frá því ég fermdist. Mikið er tíminn fljótur að líða, mér skilst að það verði eitthvað re-union um sjómanndagshelgina í sumar... það verður örugglega mjög gaman, sérstaklega ef það verður eitthvað í líkingu við 10 ára afmælið.
Í gær hélt ég upp á 29 ára afmælið með því að spila fyrsta golfhringinn minn á Íslandi á þessu ári. Golfvöllurinn er að þorna og spilað er á vetrargrínum, samt eru óvenju margar vatnstorfærur á vellinum þessa dagana og auðvelt að týna boltum... það hljómar bara eins og á Islantilla! Það er greinilegt að ég er búinn að lengja mig töluvert í drævunum og ég er orðinn svo langur með 7-tréð að ég er að pæla í að fá mér 9-tré fyrir sumarið.
» 01:58 // Baldur Smári //
fimmtudagur, apríl 21, 2005
» 10:00 // Baldur Smári //
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Það er spurning um að skella sér í
Sjallann í kvöld, fagna sumri og halda upp á besta dag ársins... ég er a.m.k. til í smá djamm í kvöld...
» 17:44 // Baldur Smári //
Núna er vefmyndavélin loksins komin upp í mastrið á Lækjarbryggju, eins og sjá má er núna (korter í 11 á miðvikudagsmorgni) sól og blíða í Bolungarvík - eins og venjulega - það er reyndar dálítill hristingur á mastrinu þannig að myndirnar verða ekki nógu skýrar í miklum aðdrætti.
Myndavélin verður framvegis á
www.bolungavik.is - stjórnborðið er reyndar ekki komið þar inn ennþá - en það er núna að finna á
www.webcam.is. Ég mæli með því að þið prufið að stjórna vélinni þar.
Það eru eiginlega allir mjög hrifnir vefmyndavélinni... a.m.k. var það útkoman úr könnuninni minni... nema einhver einn sem var eitthvað ósáttur... ég hef ekki hitt þann einstakling ennþá.
» 10:46 // Baldur Smári //
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Maður rekst á ýmislegt þegar maður er staddur erlendis,
þetta sá ég í gær á flugvellinum í Faro í Portúgal þegar ég beið í röðinni við innritunarborðið... það er spurning hverslags þjónusta er þarna í boði... þetta er kannski ætlað mönnum sem eru orðnir illa haldnir af BFG eftir nokkurra daga golfferð.
» 16:17 // Baldur Smári //
Þá er maður kominn heim frá Spáni... það er alltaf gott að koma heim en ég hefði alveg verið til í að vera í nokkra daga í viðbót á Islantilla.... ég tók nokkur hundruð myndir í ferðinni og einhver slatti af þeim fær að koma á netið á næstunni.... hérna er samt smá brot af því sem gerðist á Tillanum. Röggi tók þetta
video af Ödda þar sem hann lenti í smá vandræðum eftir upphafshöggið á 14. braut. Öddi dó ekki ráðalaus og klifraði upp í tré til að taka höggið í staðinn fyrir að taka víti.
» 14:13 // Baldur Smári //
föstudagur, apríl 15, 2005
Ég hef alltaf átt erfitt med ad taka lit thegar ég fer til útlanda, núna eins og svo oft ádur virdist sem ég eigi audveldara med ad fá sólbruna heldur en brúnan lit á húdina. Thad má samt sjá ad ég sé kylfingur á hondunum... vinstra handarbakid er hvítt en tad haegra er med adeins dekkri lit. Annars er lítid ad frétta hédan af Spáni nema ad tad er sól og blída alla daga og tad eru hrein forréttindi ad fá ad spila golf vid thessar adstaedur... ég vildi ekki vera núna í kuldanum heima á Íslandi...
» 20:28 // Baldur Smári //
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Tad er búid ad vera gegt gaman hérna á Islantilla tad sem af er ferdinni. Tad er audvitad sól og blída hérna... alveg himneskt vedurfar! Ég var ad spila illa fyrstu 2 dagana en í dag komst ég í gang. Draevin mín voru frábaer í dag, standardinn var 220-240 metrar, ekkert slaes og ekkert húkk. Púttin eru líka ad koma en stutta spilid er ekki nógu gott. Vollurinn er í besta standi og grínin eru ótrúlega gód.
» 21:45 // Baldur Smári //
sunnudagur, apríl 10, 2005
Eftir örfáa klukkutíma verður maður mættur í sólína á Spáni... þar sem gott er að djamma og djúsa skilst mér... Þetta verður rúm vika af golfi, góðum mat, góðu víni og góðri skemmtun... það verður ekkert aðhald í þessari ferð! Ég ætla að reyna eftir fremsta megni að skrifa eitthvað inn á þetta blogg en aðaláherslan verður á
heimasíðu Svarta gengisins að þessu sinni.
» 01:23 // Baldur Smári //
laugardagur, apríl 09, 2005
Þá er maður mættur í borg óttans. Það gekk á ýmsu í gær, stressið var mikið og þá er alltaf hætt við að eitthvað fari úrskeiðis... sem og það gerði. Það er ýmislegt sem maður þarf að vera viss um að hafa með sér þegar haldið er til útlanda, t.d. vegabréf, farmiða, golfsett, farsíma, gjaldeyri og greiðslukort. Hálfa flugleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur vaknaði ég upp við þann vonda draum að finna veskið mitt hvergi... nú voru góð ráð dýr. Restina af flugferðinni var ég að hugsa um það eitt hvað hefði orðið um árans veskið mitt. Ekki leið á löngu þar til ég var kominn með áætlun um hvað ég ætlaði mér að gera þegar vélin lenti í Reykjavík. Þegar vélin lenti var leitað á öllum mögulegum stöðum, hringt í alla sem gætu hugsanlega aðstoðað mig... þetta voru meiri læti heldur en í síðustu k0sningabaráttu. Eftir langan hálftíma var komin niðurstaða í málið... mér var létt... veskið fannst í bílnum heima í Bolungarvík... þá var eftir að koma því suður með næstu ferð... nú er bara að bíða eftir veskinu... mér skilst að ég fái það á eftir.
Með kveðju úr borg óttans,
Baldur S. Fokker
» 12:13 // Baldur Smári //
föstudagur, apríl 08, 2005
Það er föstudagur í dag, ég er á leiðinni til borgar óttans og þetta
fagn er alveg æðislegt...
» 12:21 // Baldur Smári //
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Það er spurning hvort fleiri knattspyrnufélög reyni
þessa leið til að afla fjár...
» 18:01 // Baldur Smári //
Það er heldur betur farið að styttast í golfferðina hjá mér... rétt rúmir 3 sólarhringar í sólina og sæluna á Spáni. Ég er búinn að endurnýja hluta af golfsettinu fyrir ferðina, nýr driver og nýjir wedgar svo eitthvað sé nefnt... svo er bara spurning hvort bætt form leiði ekki til betri spilamennsku.
Lag dagsins:
Jerry Ropero and Denis the Menace - Fuck U
» 01:03 // Baldur Smári //
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Ég kemst því miður ekki á sýningarnar á Vodkakúrnum í Víkurbæ um helgina þar sem ég verð farinn suður til borgar óttans. Ég er samt ekki viss um að það sé góður kúr að drekka mikinn vodka, síðast þegar ég vissi var áfengi frekar fitandi heldur en grennandi. Það má þó vera að "Gullvodkinn" minn sé allra meina bót!
Lag dagsins:
Tiësto - Adagio For Strings
» 11:45 // Baldur Smári //
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Liverpool spilaði frábærlega í fyrri hálfleik á móti Juventus í kvöld og uppskar sigur fyrir vikið... þvílíkt mark hjá Garcia... af hverju fór ég ekki bara á þennan leik?
» 20:51 // Baldur Smári //
Það var slökkt á vefmyndavélinni um helgina en hún er núna komin í gang aftur. Fyrir helgina var snjórinn fjarri góðu gamni en nú er allt hvítt.
» 11:54 // Baldur Smári //
Í Þýskalandi er í gangi herferð sem gengur undir nafninu "
bist du stärker als alkohol?" en ég fékk einmitt í gær
póstkort úr þessari herferð... sumir hafa greinilega áhyggjur af drykkju minni. Ég vona samt að ég verði aldrei
svona slæmur af drykkjunni.
Lag dagsins:
Studio B - I See Girls (Tom Neville Crazy Legs Mix)
» 10:20 // Baldur Smári //
mánudagur, apríl 04, 2005
Þetta er bara sjúklega fyndið.... sjón er sögu ríkari.
» 14:55 // Baldur Smári //
Besta hljómsveit allra tíma er víst að koma til Íslands í sumar...vonandi er þetta ekki bara enn ein kjaftasagan.... það er skyldumæting á
Duran Duran í Egilshöllinni 30. júní...
» 11:46 // Baldur Smári //
Einhverra hluta vegna fór ég að hlusta á gömlu góðu Euro-tónlistina þegar ég kom heim úr vinnunni í kvöld... hvar man ekki eftir Ace Of Base, Haddaway, Dr. Alban, Fantasíu, Twenty 4 Seven, Snap!, Cappella, Jam & Spoon, Culture Beat eða jafnvel 2 Unlimited? Ég man a.m.k. mjög vel eftir þessu öllu saman enda hef ég alltaf verið undir miklum áhrifum frá Evrópu tónlistarlega séð.
Lag dagsins:
La Bouche - Be My Lover (algjör klassík)
» 01:11 // Baldur Smári //
sunnudagur, apríl 03, 2005
Birgitta Rán er tvítug í dag og ég óska henni til hamingju með daginn... hún heldur upp á daginn í Marokkó og ég held ég öfundi hana bara af því að vera úti í sólinni og hitanum.
» 22:49 // Baldur Smári //
Eftir eina viku verð ég væntanlega staddur í rúmlega 20 stiga hita á Islantilla á Spáni... það er eitthvað annað en að vera í snjónum hérna á Klakanum. Ég hlakka til ferðarinnar, ég verð að viðurkenna það.
Lag dagsins:
Akon - Lonely
» 17:24 // Baldur Smári //
laugardagur, apríl 02, 2005
Það var kominn tími á að Igor Biscan yrði hetja á Anfield... 3 mikilvæg stig náðust í dag.
Lag dagsins:
Scooter - Suavemente
» 22:07 // Baldur Smári //
föstudagur, apríl 01, 2005
Það voru nokkrir sem trúðu því að ég væri að fara á Anfield að sjá Liverpool spila við Juventus í Meistaradeildinni í næstu viku... þetta var auðvitað bara nett grín hjá mér í tilefni dagsins... en ég væri alveg til í að vera að fara á þennan leik.
Lag dagsins:
Dr. Kucho! & Gregor Salto - Can't Stop Playing (With Myself)
» 15:46 // Baldur Smári //
Það er spurning um að fara að leggja inn pöntun fyrir nýjum Lexus IS250, ég er a.m.k. orðinn frekar heitur fyrir þessum bíl.
» 11:41 // Baldur Smári //
Ég er á leiðinni til Englands með
ÍT-ferðum á leik Liverpool og Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudaginn í næstu viku. Þetta verður bara smá upphitun fyrir golfferðina. Mig hefur lengi dreymt um að sjá Meistaradeildarleik með Liverpool og ég held ég geti ekki fengið betri leik en þennan.
» 10:59 // Baldur Smári //