» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



miðvikudagur, júní 29, 2005

Næstum því hola í höggi


Þegar ég las þessa frétt á golf.is þá datt mér í hug atvik sem ég lenti í á golfvellinum hérna í Víkinni fyrr í sumar. Þá var ég að taka teighögg á 10. teig en eitthvað mistókst höggið nú hjá mér þannig að boltinn stefndi inn á 2. flöt, þar lenti hann og rúllaði í áttina að holunni en stoppaði á brúninni. Ég fór sem sagt næstum því holu í höggi þennan dag...þetta var bara vitlaus hola. En það er spurning hvað maður hefði gert ef boltinn hefði dottið ofan í holuna, ætli þetta teldist þá ekki ósláanlegur bolti þannig að maður þyrfti að taka víti?



Þessar myndir rifja upp góðar minningar frá á U2 í London... ekki eru þessar verri...


þriðjudagur, júní 28, 2005

I should be so lucky...


>> Amerie - 1 Thing <<
Heitt lag, voru flott live á TOTP um daginn
>> Max Graham vs. Yes - Owner Of A Lonely Heart <<
Eitt stærsta lag sumarsins, mæli með útgáfunni þar sem Smack My Bitch Up með Prodigy er blandað saman við lagið... algjör snilld!
>> Armand Van Helden - Into Your Eyes <<
Ég hlustaði á alveg geðveikt sett hjá AVH á Slam!FM um daginn, gítarar eru greinilega inn þessa dagana... ef einhver á nýja remixið af Highway To Hell þá er það efst á óskalistanum hjá mér þessa dagana ;)
>> Akcent - Kylie <<
Í fyrra var það Drogostea Din Tei sem kom frá Rúmeníu og gerði allt vitlaust á sólarströndunum... núna er það rúmenska strákabandið Akcent sem er að gera góða hluti með óðinn til Kylie Minogue... hérna er video-ið af rúmensku útgáfunni... skemmtilega hallærislegt :)
>> Crazy Frog - Axel F (Reservoir Frogs Remix) <<
Crazy Frog er til í óteljandi útgáfum, þessi hefur reyndar ekkert með Axel F að gera en froskurinn góði er alltaf jafn fyndinn
>> Ron Van Den Beuken - Sunset <<
Ég elska trance og ég elska sólarlagið, þetta er eitthvað fyrir mig.


sunnudagur, júní 26, 2005

Þynnkugolf


Mér hefur alltaf fundist gott að spila golf daginn eftir fyllerí... þá getur maður bara hugsað um eitt í einu og einbeitir sér að því að slá boltann. Ég tók einn svona hring í dag, spilaði fyrri 9 og var á 43 höggum, 1 fugl, 2 pör, 4 skollar og 2 skrambar... fyrir þetta fékk ég 20 punkta sem er bara nokkuð gott. Mér fannst ég ekkert vera að spila neitt sérstaklega vel, drævin voru léleg, járnahöggin ekkert sérstök en aftur á móti var ég mjög sterkur í púttunum en ég var með 13 pútt á 9 holum sem gerir 1,4 pútt að meðaltali á hverja holu. Þegar allt kemur til alls þá var ég þarna að jafna besta árangur minn á fyrri 9 holunum og ég veit að ég á mikið inni þannig að ég hlýt að lækka eitthvað í forgjöf í sumar.



Ég tók þátt í fyrsta golfmóti sumarsins í gærkvöldi, það var sjálf Jónsmessan og hún var auðvitað algjör snilld. Ég og Diddi fengum öfluga mótherja í Texas Scramble, það voru engir aðrir en Ómar Dagbjarts og Tóti Vagns sem voru með okkur í holli. Við enduðum á 5 yfir pari en gömlu stjörnunar voru á 1 undir pari. Bjarni Pétur og Tommi voru samt menn kvöldsins og voru á 4 höggum undir pari, þ.e. þeir fóru 4 af 9 holum á fugli. Þeir voru reyndar í hollinu á undan okkur og voru alltaf að sníkja birdie snaffs af mér... sem var bara gott mál. Gamall siður var endurvakinn eftir Jónsmessumótið í gær, þá fóru 3 af gömlu golfstjörnum klúbbsins, þ.e. Ómar, Tóti og Unni, í keppni um það hver gæti komist á fæstum höggum frá golfskálanum og inn í bæinn. Það var reyndar enginn í ástandi til að telja en við skulum segja að gestir á tjaldstæðinu við sundlaugina hafi verið í stórhættu meðan á þessu stóð. Eftir þetta flipp var haldið í smá teiti og svo fóru allir á Kjallarinn þar sem Biggi Olgeirs hélt uppi stuðinu langt fram eftir nóttu.


laugardagur, júní 25, 2005

Ferðasagan: 21. júní


Ég var þunnur eftir allt sumblið kvöldið áður og meikaði ekki að fara í morgunmatinn. Við Sigga drifum svo í að tékka okkur út af hótelinu og héldum upp á Madame Tussaud vaxmyndasafnið, biðum í klukkutíma þar í röð eftir að komast inn og mynduðum okkur okkur svo með öllum helstu stjörnunum. Þarna hitti ég Fidel Castro í fyrsta skipti og nokkrar æðislegar leik- og söngkonur. Ég var alveg að fíla J-Lo og Beyonce… hmmm. Eftir að hafa hitt allar stjörnunar, farið í hryllingsferð og margt fleira var haldið niður á Oxford Street með smá viðkomu á ákveðnum skyndibitastað á Baker Street. Ég og Sigga misstum okkur alveg í HMV búðinni á Oxford Street og komum út aftur vel birg af geisladiskum og DVD diskum. Eftir þessa síðustu verslunarferð var haldið heim á hótel, náð í farangurinn og tekinn taxi út á Heathrow. Ásrún tók flug til Frankfurt klukkutíma á undan okkur en við hin lentum í klukkutíma biðröð í flugið til Íslands… ónefnd íslensk poppstjarna olli smááá töfum á innritun í þessu flugi… ég er búinn að tryggja mig á gestalista á næsta balli með hljómsveitinni hans b.t.w. vegna þetta… en annars þurfa breskir flugvallarstarfsmenn að fara að hypja upp um sig buxurnar… þeir geta ekki verið svona lengi að jafn einföldum hlut og að innrita fólk í flug. Flugið heim gekk mjög vel… og mig langar bara aftur til London!

Ég fer aftur til London í haust, ég og Bensi bróðir erum búnir að ákveða að fara í fótboltaferð til London og Dóri bróðir fær að fljóta með líka. Mig vantar samt herbergisfélaga í þessa ferð… þannig að ef ykkur langar í fría fótboltaferð til London þá verðið þið bara að gera hosur ykkar grænar fyrir mér á næstunni….



Morguninn eftir U2 tónleikana var ég ekkert að trúa að því að ég hefði verið á tónleikum með U2 en myndirnar í gemsanum mínum voru ótvíræð sönnun þess. Plan dagsins var að skoða sig um í London. Við byrjuðum á því að rölta Victoria Street niður að Westminster Abbey, House of Parliement (þinghúsið) og auðvitað Big Ben… þetta eru alveg hrikalega flottar byggingar, ég verð að viðurkenna það! Ég og Sigga fórum svo í útsýnisferð um miðborg London og sáum allt það helsta sem London hefur upp á að bjóða. Útsýnisferðin okkar endaði á Piccadilly og þar fórum við aldrei þessu vant á Burger King og nutum þess að horfa á mannlífið á torginu við Piccadilly. Þar er sagt að ef maður situr við Piccadilly í 20 mínútur þá eigi maður eftir að sjá að minnsta kosti einhvern einn frægan á þeim tíma því það eigi allir leið um Piccadilly. Við sáum ekki neinn sem var þekktari en við sjálf á þessum tíma þannig að við drifum okkur í að rölta upp Regent Street og upp á Oxford Street þar sem við hittum mæðgurnar sem voru með okkur í för. Við löbbuðum svo upp Baker Street og ætluðum í Madame Tussaud vaxmyndasafnið en þá var búið að loka því þannig að við tókum bara leigubíl heim á hótel. Þar var ekkert annað að gera en að fara út í búð og kaupa sér eitthvað að drekka… og svo var drukkið… ég drakk of mikið og varð frekar slappur þegar leið á kvöldið… skammarlegt… hmmm… ekki orð um það meir…


föstudagur, júní 24, 2005

Sírenur og eldur


Ég skellti mér í sturtu áðan sem er að vísu ekki í frásögu færandi en allt í einu fór ég að heyra í sírenum í fjarska. Ég hélt að ég væri bara að ímynda mér þetta enda nýkominn frá London þar sem sírenuvæl er mjög algengt. En þetta var engin ímyndun, hljóðið færðist alltaf nær og nær og mér var ekki farið að standa á sama því mér fannst þetta vera mjög nálægt mér og ég fór að velta því fyrir mér hvað væri í gangi. Ég stökk útúr sturtunni og skellti mér í fötin, fór inn í herbergið mitt og sá þá þetta út um gluggann... það hafði sem sagt kviknað í húsinu beint á móti mér. En þetta fór allt vel og það var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á staðinn og reykræsti húsið. Ég notaði tækifærið og prufaði aðeins myndavélina á nýja gemsanum mínum... hérna eru tvær aðrar myndir... ég er bara nokkuð sáttur við þessi myndgæði!

Mynd 1
Mynd 2



Ég keypti mér tvo góða Liverpool DVD diska í London, "Liverpool - Champions of Europe 2005" og "Liverpool Football Club : Champions of Europe". Þessir diskar eru skyldueign fyrir alla alvöru Poolara.



Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar “stóri dagurinn” 19. júní rann upp. Við byrjuðum daginn á því að kíkja í te til drottningarinnar í Buckinghamhöll og eyddum svo góðum tíma í hallargarðinum. Þegar leið á daginn röltum við aftur niður á hótel og fórum að hafa okkur til fyrir tónleikana með U2. Það var frekar mikil traffík í kringum Twickingham-völlinn þannig að við vorum ansi lengi á leiðinni á tónleikana. En þetta hafðist samt allt saman og þegar við komum inn á leikvanginn voru Ash að spila. Spennan magnaðist eftir því sem leið á og þegar klukkan var að verða 8 voru nær allir komnir inn á völlinn… sennilega voru þetta rúmlega 100 þúsund manns! Klukkan 8 stigu svo goðin í U2 á sviðið og þá varð allt brjálað þegar Vertigo fór að hljóma um völlinn. Við tóku fjölmörg af bestu lögum U2 og að sjálfsögðu voru gömlu góðu lögin minnistæðust. Þegar One var spilað tóku allir upp kveikjarana sem hafði verið dreift frítt til tónleikagesta fyrir utan leikvanginn… þetta voru ógleymanleg augnablik. Svo fór að U2 hættu að spila en þeir voru auðvitað klappaðir aftur upp og tóku þá nokkur lög í viðbót og enduðu svo programmið á því að taka Vertigo aftur. Klukkan var orðinn hálf ellefu og þá tók við erfið heimferð því fyrst þurftum við að bíða eftir rútu sem keyrði okkur niður á brautarstöðina í Richmond og svo þurftum við að bíða eftir leigubíl þar mjööög lengi. Klukkan eitt vorum við svo komin heim á hótel, 2 og hálfum tíma eftir að tónleikunum lauk.


fimmtudagur, júní 23, 2005

Funky House


Sumir geisladiskar koma manni á óvart... skemmtilega á óvart. Funky House Session frá MOS fær mín meðmæli...



Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar vildu versla í London og því var ekkert annað að gera en að drífa sig á Oxford Street en þar er algjör verslunarparadís. Ég reyndi að sýna stelpunum skilning og þolinmæði en þessi verslunarferð tók hrikalega á taugarnar… ekki nóg með að maður væri á einni helstu verslunargötu í heimi með þremur búðasjúkum kvennmönnum heldur þufti líka að vera hitabylgja í London og 30 stiga hiti bætir ekki ástandið. Eftir verslurnarferðina héldum við á næturklúbbinn The Forum, við vorum á gestalista þar, sluppum við raðir og þurftum ekkert að borga. Þetta var auðvitað allt Mugison að þakka sem hafði boðið okkur á tónleikana en Mugison var að hita upp fyrir Fantomas þetta kvöld. Ég held að það hafi verið um þúsund manns á þessum tónleikum og var okkar maður mjög flottur á sviðinu og heillaði gestina alveg upp úr skónum. Það var hörkuvinna fyrir okkur að svara alls konar spurningum um Mugison og Ísland á tónleikunum… en það var bara gaman að vera Íslendingur þarna. Eftir smá spjall baksviðs við Mugison og félaga var haldið heim á hótel og nokkrir góðir drykkir teigaðir… svo var tekinn góður rúntur um Soho hverfið þar sem frekar margir voru á djamminu…


miðvikudagur, júní 22, 2005

Ferðasagan: 17. júní


Sagan hefst í Reykjavík. Það var auðvitað sól og blíða í Reykjavík á 17. júní, ég hafði ekkert að gera framan af degi en að bíða eftir fluginu þannig að mér datt í hug að skella mér í göngutúr um Kópavog og Breiðholt í veðurblíðinnni… þetta var fín hreyfing en ég græddi lítið annað en hælsæri á þessari ferð. Svo héldum við Sigga og Ásgerður út á flugvöll og þar var auðvitað byrjað á því að fara í fríhöfnina til að byrgja sig upp fyrir Lundúnaferðina… ég fékk mér líter af Absolut Mandrin sem var alltof fljótur að klárast á hótelinu úti. Flugið var gott og í aðfluginu að Heathrow sáum við að það var verið að setja upp sviðið fyrir U2 á Twickenham vellinum. Á flugvellinum bað Ásrún eftir okkur en hún var að koma frá Spáni og hafði lent þar 20 mínútum áður. Við héldum niður á Victoria Park Plaza hótelið, borðuðum á KFC og fórum að sofa.



Ég er kominn heim eftir frábæra ferð til London... ferðasagan kemur innan skamms. Fyrst verð ég samt að óska Ebbu til hamingju með 25 ára afmælið... hún er bara alveg að ná mér í aldri.


miðvikudagur, júní 15, 2005

U2, Mugison, Ash, Fantomas, Idlewild


Þá er farið að styttast í ferðina góðu til London. Hápunktur ferðarinnar verður auðvitað tónleikarnir með U2 á Twickenham rugby-leikvanginum sem verða sunnudaginn 19. júní. Völlurinn opna kl. 16, upphitunarhljómsveitirnar Ash og Idlewild byrja að spila kl. 17.30 og 18.30 og sjálf goðin í U2 byrja að spila kl. 20 og munu verða að til 22.30. Þetta hljómar allt saman mjög vel.

Á laugardeginum er stefnt að því að fara á tónleika með Fantomas (þeir hituðu upp fyrir Korn í Laugardalshöllinni í fyrra) en Mugison verður einmitt að hita upp fyrir þá sveit á The Forum í London... þetta gæti orðið mjög áhugavert...


mánudagur, júní 13, 2005

Saklaus


Frétt dagsins er líklega að Michael Jackson var sýknaður af öllum ákærum í "dómsmáli aldarinnar".


þriðjudagur, júní 07, 2005

Normið


Ef ég ætla mér að vera meðalmaður þá þarf ég að ganga í það heilaga á næsta ári því íslenskir karlar kvænast að jafnaði 30 ára gamlir, samkvæmt fréttinni væri líka heppilegast ef sú heppna væri 27 ára gömul.


sunnudagur, júní 05, 2005

Ás hjá Stálinu


Bolvíska stálið náði þeim merka áfanga í gær að fara holu í höggi á 6. holunni á Tungudalsvelli á Ísafirði. Þetta er sama hola og Rögnvaldur McBomberson fékk pizzu fyrir að fara holu í höggi á golfmóti fyrir tveimur árum síðan. Bjarni Pétur, Jón Steinar og Guðbjartur Flosa urðu vitni af þessu glæsilega höggi hjá Stálinu þannig að allar líkur eru á að Stjáni Sax verði kominn í Einherjaklúbbinn hjá Kjartani L. Pálssyni innan skamms. Ég óska Stjána Sax til hamingju með draumahöggið... ég vona bara að röðin fari að koma að mér í þessum efnum.



Sjómannadagshelgin var mjög vel heppnuð hjá mér, 15 ára fermingarafmælið var algjör snilld og í ljós kom að ég get sungið... þessi Singstar leikur er alveg æðislegur... Ballið með Brimkló í gærkvöldi var líka alveg frábært og ég held að ég hafi aldrei séð jafn marga á balli og í gær, það er spurning hvort Stuðmenn geti gert betur eftir mánuð.


föstudagur, júní 03, 2005

Jafnrétti


Það er alltaf verið tala um að það eigi að vera jafnrétti milli kynjanna á öllum sviðum. Karlar og konur eiga til dæmis að fá jafn há laun, valdaskipting milli kynjanna á að vera jöfn og svo framvegis. Því miður viðgengst ákveðið ójafnrétti milli kynjanna í golfíþróttinni og lýsir það sér þannig að konur þurfa að spila á öðrum teigum en karlar. Konur spila nefnilega alltaf á rauðum teigum sem eru miklu nær holunni heldur en gulu teigarnarir sem karlarnir spila á. Þar með hafa konur ákveðið forskot á karla í golfi þar sem þær þurfa að slá boltann styttri vegalengdir er karlarnir. Það hlýtur einungis að vera tímaspursmál hvenær kvennréttindafrömuðir krefjist þess að konur fái að spila á gulum teigum til jafns við karlana því auðvitað viljum við jafnrétti kynjanna á öllum sviðum... eða hvað?


miðvikudagur, júní 01, 2005

Sigurvin og ISG


Ég má til með að benda ykkur á þessa bloggsíðu sem er tileinkuð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og er haldið úti af helsta stuðningsmanni hennar sem ku vera Sigurvin Guðmundsson. Nú er bara að bíða og sjá hvort Stálið setji ekki upp svipaða síðu tileinkaða Davíð Oddssyni...



Þessi endurgerð á Axel F er algjör snilld... myndbandið fær mann líka til að brosa aðeins út í annað ;)



Það er ekki slæmt að landa svona fiski.... 10 punda sjóbirtingur af vestfirskum ættum.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3