» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Slut?


Þessi frásögn af íslenskum stelpum er frekar fyndin, einhvern veginn held ég að þetta sé Íslendingar að skálda en ekki Breti að segja frá Íslandsferð. Mér datt bara Slut? [mp3] [lyrics] með Avenue D í hug þegar ég las þessi orð: "Girls in Iceland love to fuck, either that or im just Brad Pitt in Iceland. Dear god, I just had to walk up to them and look into her eyes and smile and BANG they would be all over me. It´s uncanny how slutty Icelandic girls are. So I guess all these sexual stories Gary pumped into us after his visit last summer are true. Okay maybe they are not sluts, maybe just liberal, sort of like Amsterdam, only you don´t have to pay for the sex in Iceland." Það mætti halda að það sé algjör draumur að vera útlendingur á Íslandi ;-)


þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Bræðrabikarinn


Á sunnudaginn kepptum við bræðurnir (ég, Bensi og Halldór Grétar) í árlegu golfmóti sem er kallað Bræðrabikarinn. Að þessu sinni lékum við 18 holur á Garðavelli á Akranesi, Bensi hafði spilað völlinn einu sinni áður en ég og Halldór Grétar vorum að spila þarna í fyrsta skipti. Úrslitin voru eftirfarandi:

Höggleikur:
1. Baldur Smári - 98 högg (77 högg nettó)
2.-3. Halldór Grétar - 107 högg (87 högg nettó)
2.-3. Bensi - 107 högg (68 högg nettó)

Punktakeppni:
1. Bensi - 41 punktur
2. Baldur Smári - 32 punktar
3. Halldór Grétar - 25 punktar

Ég er þokkalega sáttur við spilamennskuna hjá mér, fyrir utan þrípúttið á 1. holu... það var algjör óþarfi! Ég var að pútta eins og engill fyrir utan þessa 1. holu og var með aðeins 30 pútt á 18 holum sem er mjög góður árangur. Flatirnar á Skaganum eru alveg æðislegar og maður getur ekki annað en notið sín við að pútta á þeim. Ég átti líka högg dagsins á 8. holu þegar ég átti snilldarhögg úr bunker beint ofan í holuna... þetta var svo easy að það var eins og ég hefði aldrei gert annað um ævina. Ég spilaði líka 6. holuna snilldarlega, 6. holan er dogleggur til hægri og það er hliðarvatnstorfæra milli grínsins og teigsins. Holan er ekki nema rúmlega 250 metrar á lengd þannig að ég tók bara sénsin og reyndi við grínið... mig vantaði ekki nema 2-3 metra í að ná yfir vatnið þannig að ég tók víti... 3. höggið fór beint upp á grín og ég setti niður langt pútt fyrir parinu... það var ótrúlega góð tilfinning að sjá boltann rúlla ofan í holuna...


mánudagur, ágúst 29, 2005

Vinabæjarkeppnin


Ég fór suður um helgina og spilaði í 2 golfmótum, í Borgarnesi á föstudag og á Akranesi á sunnudag. Ég spilaði á 104 höggum (28 punktum) í vinabæjarkeppni Borgarness og Bolungarvíkur á föstudeginum, þó ég sé nú ekkert stoltur af skorinu þá er ég samt sáttur við spilamennskuna í heildina því það var frekar mikill vindur og kalt í veðri. Svo paraði ég síðustu 3 holurnar og það var frekar notalegt að setja 2 löng pútt niður á síðustu 2 holunum.


fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Spinning


Það verður spinning í Víkinni í vetur... og ég er strax farinn að hlakka til. Ég skora á ykkur öll að mæta... kílóin fá sko að fjúka í vetur!



Frétt dagsins á bb.is í dag ;)



Ég veit að Stálið er mjög hrifið af endurútgáfum gamalla popplaga... þessi þrjú lög ættu að komast á næsta partýdiskinn sem fer á Traðarstíginn...

Danger Hardcore Team (D.H.T.) - Listen To Your Heart >> Svona lög voru mjög vinsæl þegar ég var á Benidorm 2002, minnir mann á Because The Night með Jan Wayne og fleiri svipuð lög.

Danger Hardcore Team (D.H.T.) - Listen To Your Heart (Slow Version) >> Þegar Heaven með DJ Sammy varð vinsælt á sínum tíma þá kom út sérstök "kertaljósa-útgáfa" af laginu... það er sama sagan hérna... þetta getur varla klikkað í miðri Ástarviku!

Eric Prydz vs. Roxette - Fading Like A Flower (2005 White Label Mix) >> Þetta er eitt heitasta lag sumarsins og er bootleg útgáfa af Roxette sem talið er að Eric Prydz (sá sem átti "Call On Me" í fyrra) standi á bakvið. Svipuð útgáfa hefur líka komið út í Bretlandi og þá er flytjendurnir sagðir vera "Dancin' DJ's"... mér finnst þetta algjört snilldar mix!

Ég hefði líka geta bætt við annarri útgáfu af Fading Like A Flower og annarri af It Must Have Been Love en það verður að bíða betri tíma.


miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Tengdamömmusjarmör


Það var nú dálítið sætt þegar það var sagt við mig í vinnunni í morgun að ég væri algjör "tengdamömmusjarmör"



Það er ýmislegt sem er reynt að selja fólki... þessi DVD/CD er á leiðinni í búðir innan skamms og er hann ætlaður þeim sem vilja koma sér í gott form til að geta fækkað fötum... Get Fit and learn Pole Dance, Lap Dance and Aerobic Striptease with our 90 minute DVD workout...



Fuck Me I'm Famous og NastyDirtySexMusic diskarnir eiga þetta æðislega lag sameiginlegt:

Etienne De Crecy pr. Superdiscount 2 - Fast Track

Það er frekar flott bassline í þessu lagi ;)


þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Dälek


Þegar ég fór á tónleikana með Fantomas og Mugison í London í sumar þá var einhver mjög harður rappari sem spilaði á milli Mugison og Fantomas. Ég rakst á lag með Dälek á netinu fyrir algera tilviljun og komst í framhaldinu að því að Dälek var að spila á The Forum 18. júní. Ef þið viljið sjá Dälek á sviði þá sé ég ekki betur en að hann verði með tónleika í Reykjavík 5. september....



Samkvæmt fréttatilkynningu sem birtist á Sleipikpinnavefnum hafa Gummi Gunnars, Jón Smári og Trausti Salvar stofnað Gönguklúbbinn Kviðmágana. Gönguklúbburinn gengur út á rölt og rekkjubrögð og eins og segir í fréttatilkynningunni: "Gönguklúbburinn hyggst á fleiri uppáferðir í vetur, og vonast þeir félagar til þess að fara uppá Kerlingu áður en langt um líður... Kviðmágarnir skora því á kvenfólkið til þess að ganga í klúbbinn, enda inntökuskilyrðin barna(fullorðins)leikur, og þeir félagar, sem eru annálaðir kynjajafnréttishugsjónarmenn, vilja endilega geta tekið kerlingar uppá Kerlingu."




iDJ


Mig langar í þessa iPod DJ-græju...


mánudagur, ágúst 22, 2005

Nú ríður á!


Ég fékk þessa vísu í pósti fyrir helgina, hún er að vísu ekki eftir Trausta í Vík (svo vitað sé) og hljóðar svona:

Nú ríður á!
Við þurfum að fjölga í bænum
svo komdu í einum grænum
og ef rekstur þú ert með í lagi
- sama af hvaða tagi
þá drífðu í gáminn draslið
og hættu við stórborgarbaslið.
Þú sparar þér tíma og fé,
við látum þér aðstoð í té
við að tæma gáminn og flytja,
því skaltu nú alls ekki sitja
auðum höndum og bíða
en drífðu þig vestur að ... BÚA!



Ástarvikan er byrjuð og ekki getur maður kvartað undan stjörnuspánni sinni í dag (naut).

Þín bíða gáskafullur og rómantískur tími. Skapandi verkefni eru upplögð og ekki væri vitlaust að taka sér langt frí. Verkefni með börnum eru hluti af heildarmyndinni.

Rómantíkin virðist vera við næsta horn þó ég sjái ekki að ég fái eitthvað langt frí á næstunni... en það er samt langt helgarfrí í borg óttans á næstu helgi...

Að lokum er það svo smá eðaltónlist þar sem ástin er umfjöllunarefnið... Freemasons - Love On My Mind



Mér skilst að Ali G hafi "tæklað" Pamelu Anderson í brúðkaupi hundsins hennar á Malibu Beach um helgina. Þetta hlýtur af hafa verið afar fyndin uppákoma... ég vissi reyndar ekki að hundar gengu í það heilaga... ég hélt að meðal hunda tíðkuðust frjálsar ástir...


sunnudagur, ágúst 21, 2005

Hole In One meistari 2005


Ég verð að hrósa Rögnvaldi McBomberson fyrir að hafa unnið Opna Hole In One mótið hjá GKG í gær, 4 fuglar og 30 þúsund kall í verðlaun!



Ég er hjartanlega sammála því sem kemur fram í þessari grein um ofurtolla á mp3-spilara... burt með tollana!


föstudagur, ágúst 19, 2005

(Lág)Menningarnótt


Eins og áður segir missir maður af menningarnótt í Reykjavík enn eitt árið. Ástæðan er einföld, ég þarf að vinna um helgina. Til bæta mér upp menningarleysið ætla ég að búa mér til mína eigin Lágmenningarnótt um helgina. Efnisskráin verður í senn fjölbreytt og skemmtileg (allavega fyrir minn smekk) og ætti ekki að láta neinn ósnortinn...


fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ástarvikan


Það styttist í að Ástarvikan hefjist hérna í Víkinni, það verður mikið um að vera næstu dagana í bænum og allir eru hvattir til að reyna að fjölga bæjarbúum. Hápunktur vikunnar hjá mörgum verður ballið með Sálinni í Víkurbæ... það er fyrir löngu orðið ljóst að ég mun ekki mæta á þetta ball enda er það sett á eina dag sumarsins sem að ég þarf að vera staddur fyrir sunnan að spila golf. Ég verð bara að vona að ég finni ástina syðra fyrst maður missir af Sálarballinu.


þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Fyrirmyndir og Eftirmyndir


Núna er loksins komið að því að ég efni loforðið mitt um fyrirmyndir og eftirmyndir.



Ég og Berti við styttuna af Bill Shankly á Anfield vorið 2002


8. janúar 2004


19 mánuðum síðar... smá breyting ekki satt?



Það er merkilegt hve langan tíma það hefur tekið ísfirska fréttavefinn bb.is (Bæjarins besta) að birta frétt um að Bolvíkingar hafi unnið 4. deildina í golfinu og unnið sig upp í 3. deild. Ég veit ekki hvað veldur en allavega hafa 2 starfsmenn bb.is kvittað fyrir að hafa lesið póstinn frá mér með fréttinni og myndum frá mótinu. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja af golfvefnum www.kylfingur.is sem birti sömu frétt í gærkvöldi. Sennilega eru blaðamenn bb.is að bíða eftir fregnum af gengi Ísfirðinga í sömu keppni og ætla líklega að hafa fyrirsögnina "Bolvíkingar upp - Ísfirðingar niður". Fyrir utan allt grín og hrepparíg þá finnst mér það einfaldlega lélegt af bb.is að vera svona seinir að birta fréttir, sérstaklega í ljósi þess að þeir gera út á að vera vestfirskur fréttamiðill en oft á tíðum virðist sem áhuginn nái varla út fyrir bæjarmörk Ísafjarðar.



Þegar ég var yngri var ég algjör bókaormur... núna er ég að gera heiðarlega tilraun til þess að byrja að lesa aftur...


mánudagur, ágúst 15, 2005

Schnilld!


Þessi auglýsing er algjör snilld... hinar auglýsingarnar í seríunni eru reyndar líka góðar en þessi ber af.


laugardagur, ágúst 13, 2005

Íslandsmeistari í golfi


Ég get víst kallað mig Íslandsmeistra í golfi í dag. Sveitin okkar vann 4. deildina í golfinu í dag og ég sem liðsstjóri fékk að taka við bikurunum... ég hélt ég ætti ekki eftir að upplifa svona lagað... en þetta var æðislega gaman. Ég er að vonum mjög ánægður með "strákana mína" sem stóðu sig frábærlega í dag. Það er samt skrítið að vera að taka við verðlaunum fyrir árangur í golfi án þess að hafa snert kylfu í mótinu... en einhver þurfti að stjórna liðinu og ég held að ég hafi komist mjög vel frá því. Það er líka flott að byrja formannsferilinn hjá klúbbnum með svona látum. Það verður bara eintóm gleði hjá okkur í kvöld og svo er auðvitað annað golfmót á morgun. Á næsta ári verður þetta víst þannig að Bolvíkingar spila í 3. deild en Ísfirðingar í 4. deild... ég efast um að það hafi gerst áður en bara gott mál fyrir okkur. Skemmtið ykkur öll vel í kvöld og gangið hægt um gleðinnar dyr...


fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Grafík og ég


Mér var bent á að það væru til nýlegar djammmyndir af mér á vefnum hjá Bigga... þessar tvær voru teknar á ballinu með Grafík...

Hérna er ég greinilega að senda SMS til einhverrar sætrar stelpu

Mér finnst ég eitthvað asnalegur á þessari mynd, það er sennilega vegna þess ég er alltaf að spara brosið ;)



Það snýst allt um golf þessa dagana, Sveitakeppnin á Þingeyri byrjar á morgun og Jakobs Valgeirs mótið er á sunnudaginn... enginn tími fyrir djamm þessa helgina. Ég fer með á Þingeyri sem liðsstjóri Golfklúbbs Bolungarvíkur og hef þar með það hlutverk að reyna að koma sveitinni upp um deild þetta árið. Það ætti ekki að vera svo fjarlægur möguleiki fyrir okkur því við erum með sterka sveit í ár en hún er skipuð þeim Bjarna Péturs, Bjarna Pétri, Chatchai, Gunnar Má, Jóni Steinari og Rögga. Meðalaldurinn er á sveitinni er líka ekki hár, aðeins einn yfir þrítugu og flestir í kringum tvítugt.


þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Golfævintýrið


Ég fór á Patró á laugardaginn til að keppa í golfi, ég var nú ekkert að brillera þarna sjálfur en samt unnum við Víkarar okkur inn titilinn Klúbbameistarar Vestfjarða í golfi 2005. Við höldum mótið á næsta ári og þá verður krafan að halda titlinum! Það gekk líka á ýmsu í golfinu í gær, ég fékk einn fugl og var á einum yfir pari eftir 5 holur, Jón Þorgeir fékk örn á 2. holu (lengri teig) og Jónas Guðmunds er alveg að ná mér í forgjöf... ég held ég þurfi að fara að bretta upp ermarnar og lækka mig eitthvað...


miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Lykillinn að velgengni í ástarmálum?


Nú hafa amerískir stærðfræðingar komist að því hvað menn eigi helst að gera til að vekja áhuga hjá kvennfólkinu... niðurstaðan var að best sé að bjóða konum út á dýra veitingastaði.... hvar fær maður dýrustu nautasteikina í bænum?


þriðjudagur, ágúst 02, 2005

2 fuglar


Ég tók einn 9 holu hring í gærkvöldi eftir allt djammið um verslunarmannahelgina. Skorið hjá mér var mjög gott þegar upp var staðið, 44 högg og 18 punktar. Fyrstu holurnar voru slæmar, 3 double í röð en ég bjargaði hringnum með 2 fuglum, á 14. holu og 18. holu. Ég er mjög ánægður með hvernig ég spilaði 18. holu, upphafshöggið náði fram fyrir hól, annað höggið með 3-trénu var mjög gott og ég átti um 40 metra eftir að gríni þegar ég tók þriðja höggið og svo setti ég 4 metra pútt niður fyrir fyrsta fuglinum mínum á 18. holu. Ég held að þetta sé líka í fyrsta skipti sem ég næ 2 fuglum á sama 9 holu hringnum.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3