» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Símahrekkur


Þessi símahrekkkur er frekar góður...


mánudagur, nóvember 28, 2005

Islantilla 2006


Ég er búinn að panta golfferð á Islantilla næsta vor, ég fer út 18. apríl og kem heim 27. apríl. Það er sem sagt ljóst að ég verð “að heiman” á þrítugsafmælinu… en sökum tíðra ferða minna til Spánar þá má nú alveg segja að Islantilla sé mitt annað heimili. Ég get varla beðið eftir að komast út og leika golf í sólinni og hitanum…



Ronaldinho á það sannarlega skilið að vera kosinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu… hann er bara yfirnáttúrulega góður knattspyrnumaður.



Það er spurning hvort þetta myndband sé úr keppninni um Herra Ísland fyrir 20 árum eða svo... það hefur mikið verið hlegið að þessu myndbandi í vinnunni hjá mér í morgun... en þetta er bannað innan 18 og er ekki fyrir viðkvæmar sálir...


föstudagur, nóvember 25, 2005

Draugabíllinn


Ég hef alltaf verið hrifinn af spooky hlutum eins og þessum... þetta er bílaauglýsing frá Nýja Sjálandi.

Þegar þeir voru búnir ad taka auglýsinguna, tóku þeir eftir merkilegum hvítum reyk sem elti bílinn, og undarlegu hljóði......auglýsingin varð aldrei sýnd í sjónvarpinu út af þessu drauga dóti.

Það getur verið gott að hækka hljóðið svolítið, þá heyrir þú betur hljóðið þar sem það er frekar lágt.

Í miðri auglýsingunni keyrir bíllinn fjamhjá trjám, fylgstu vel með og þú munt sjá að reykurinn/ hvíta þokan fer fram fyrir bílinn í staðinn fyrir að elta hann.........



Hérna er góð hugmynd að því hvernig þú átt að skreyta húsið þitt fyrir jólin... nauðsynlegt að hafa hljóðið á :-)



Smá föstudagstónlist…

Akon – Ghetto (Reggae Mix) >> Bara flott lag
The Killers – Somebody Told Me (Mylo Mix) >> Ótrúlega gott remix frá meistara Mylo
Clokx – Tibet >> Örlítið trance í lokin ;-)


þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Aumingjar



mánudagur, nóvember 21, 2005

Útsala


Ég var beðinn um að minna kylfinga á að það er útsala í Golfskúrnum þessa dagana, núna er rétti tíminn til að endurnýja græjurnar fyrir næstu golfvertíð.

Ég þarf annars ekki að kaupa mér neitt, ég held ég eigi eiginlega allt… ég komst reyndar að því þegar ég var að taka til í kjallaranum um daginn að ég á svo gott sem 2 lítið notuð golfsett.



Við erum búnir að leggja inn pöntun fyrir golfferðinni næsta vor. Við verðum fleiri en í fyrra og allt stefnir í að förum á kunnuglegar slóðir, sem sagt Islantilla – en munum einnig fara á 2-3 aðra golfvelli þannig að fljölbreytnin verður mikil. Við verðum á Spáni frá 18. apríl til 27. apríl þannig að svo heppilega mun vilja til að ég verð þrítugur í ferðinni. Af því tilefni verður efnt til golfmóts 21. apríl 2006 þar sem leiknar verða 18 holur í punktakeppni. Um kvöldið verður svo haldið upp á 30 árin með glæsbrag… ykkur er hér með öllum boðið í veisluna… þið verðið bara að redda ykkur á staðinn ;-)



Það eru liðin 42 ár síðan John F Kennedy var myrtur – en það segir mér líka að það eru 42 ár síðan Bensi bróðir fæddist… ég óska auðvitað Bensa til hamingju með daginn!



Helgin var í rólegra lagi hjá mér, ég æfði mig töluvert í Sudoku en er ekki enn orðinn nógu góður til að geta unnið Siggu.

Annars er lítið annað að segja, lýk þessu með fjórum stórgóðum lögum af nýjasta ræktar disknum mínum:

AC/DC – Hellway To High >> Þetta er ansi gott bootleg af Highway To Hell sem hafði mikið fyrir að finna, það er tæplega 8 mínútna langt og hefur frekar langt intro, þeir óþolinmóðu ættu að sleppa fyrstu 2 mínútunum því þá byrjar lagið fyrir alvöru. Hellway To High hljómar best þegar græjurnar eru í botni og þetta sérstakt óskalag fyrir Einar Örn sem fílar svona remix í tætlur ;-)

The Prodigy – Voodoo People (Pendulum Mix) >> Snillingarnar í The Prodigy voru að gefa út “Best of” disk sem heitir Their Law. Sérstaka útgafan af Their Law inniheldur aukadisk með fágætum lögum og remixum… þar á meðal er þetta brjálaða remix af Voodoo People.

The Game – Put You On The Game >> Ég sé svo eftir því að hafa ekki farið á tónleika með The Game í London í sumar, hvað er maður að setja einhver 20 pund fyrir sig?… mér finnst þetta lag vera algjör snilld og verð að deila því með ykkur.

The Prodigy – Out Of Space (Audio Bullys Edit) >> Þetta er auðvitað glænýtt remix með The Prodigy og er á sérstöku útgáfunni af Their Law… eins og alltaf þegar Audio Bullys eru annars vegar verður útkoman óendanlega flippuð.


laugardagur, nóvember 19, 2005

U2 - 2005 Vertigo - Live From Chicago


Þessi DVD er algjört möst fyrir alla þá sem fóru á tónleika með U2 í sumar… tónleikarnar á þessum diski voru í Chicago en svo á eftir að koma annar DVD með tónleikunum í Mílanó á Ítalíu en þeir voru víst rosalegir.


miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Sudoku


Það hefur lítið verið bloggað undanfarna daga, ástæðan er www.websudoku.com


laugardagur, nóvember 12, 2005

Bolvískt kvöld


Kvöldið hefur verið ansi bolvískt í sjónvarpinu í kvöld, Bolvíkingurinn Örn Elías Guðmundsson a.k.a. Mugison var áðan í hljómsveit kvöldsins á RÚV og núna er Halldór Daðason frændi minn (og auðvitað Bolvíkingur í húð og hár) að meika það í Icefitness á SÝN. Það er eflaust bara tímaspursmál hvenær ég fer að feta í fótspor hans ;-)


föstudagur, nóvember 11, 2005

Skítamórall


Umræðan undanfarna daga um fyrirhugaðan unglingadansleik Skítamórals í Víkurbæ hefur verið með ólíkindum. Það virðist sem það vilji ansi margir koma í veg fyrir að vestfirskir unglingar skemmti sér. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem minnst væri á slíkt, það þekkja allir sögurnar á bakvið 16 ára böllinn sem eru svo til bönnuð nú til dags.

Þegar ég var unglingur var ekki svona mikið vesen á fullorðna fólkinu í sambandi við dansleikjahald. Þá gengu þessi mál auðveldlega fyrir sig og þá virtust allir hafa fullan skilning á því að unglingar þurfi að lyfta sér upp annað slagið. Í dag virðist sem hinir fullorðnu keppist við að skapa sem mesta neikvæða spennu í kringum dansleikjahald unglinga og ég held að sú spenna sé einmitt rótin að flestum þeim vandamálum sem koma upp í kringum dansleikjahaldið.

En það er líka sótt að skemmtanahaldi okkar sem eldri erum, skemmst er að minnast þess Sjallanum hefur verið lokað og nágrannar Langa Manga vilja að skemmtanaleyfi staðarins verði afturkallað þar sem mikið ónæði ku vera af kaffihúsinu vinsæla. Ef svo fer þá verður Krúsin eini skemmtistaðurinn í menningarbænum Ísafirði.

Ég veit ekki með aðra en mér finnst þessi þróun í skemmtanalífinu vera ömurleg. Það virðist sem það sé stefnt að því að útrýma skemmtanalífi á svæðinu og þar með verða möguleikar okkar á afþreyingu sífellt fábreyttari.

En það ætla allir sem einhverju máli skipta að mæta á ballið með Skítamóral á morgun, ég verð þar og vonandi þið líka.


þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Fire


Ferry Corsten – Fire >> Ferry Corsten er einn besti plötusnúður í heimi en hann er líka einn besti lagahöfundur í heimi… og fær hérna Simon Le Bon til liðs við sig… Duran Duran vs. Trance!

Madonna – Hung Up >> Lagið úr Motorola auglýsingunni… Madonna í diskógallanum og fjörið alls ráðandi

Kanye West feat. Jamie Foxx – Gold Digger >> Þetta er bara ótrúlega kúl lag…

Die Happy – I Am >> Þegar ég var út á Spáni horfði ég alltaf á þýsku tónlistarstöðina VIVA áður en ég fór að sofa… ég fékk þetta lag á heilann strax… I am special, I am beautiful, I am wonderful, powerful, unstoppable….

Tokyo Hotel – Durch Den Monsun >> Annað gott af VIVA… þýskan hljómar stundum mjög fallega í mínum eyrum ;-)


sunnudagur, nóvember 06, 2005

Skímó


Skímó ballið er í Víkurbæ á næstu helgi, einhver misskilningur virtist vera í gangi með að ballið yrði í Hnífsdal en ballið verður auðvitað í Víkinni fögru. Ég mun að sjálfsögðu mæta á staðinn og rifja upp gamla takta… allar nánari upplýsingar eru á www.24.is



Ég er að fara í fjórðu utanlandsferðina á árinu eftir mánuð. Þá fer ég með Bensa bróður til London til að horfa á tvo leiki í Meistaradeildinni í fótbolta. Fyrri leikurinn er viðureign Chelsea og Liverpool og sá seinni er Arsenal vs. Ajax Amsterdam. Þetta verður eflaust mögnuð ferð enda engin smá lið sem eigast þarna við. Gist verður á Chelsea hótelinu á Stamford Bridge þannig að ég þarf líklega að skilja allt rautt eftir heima! Ætli maður nýti ekki ferðina líka í jólainnkaupin, það er víst nóg af verslunum í London.



Helstu afrekin mín í þessari óvæntu haustferð á Islantilla voru:

- ég náði að para 4. holu með einu vítishöggi, í rauninni má segja að ég hafi fengið fugl á þessari erfiðustu holu Islantilla vallarins og ég er frekar stoltur af því. Ég tók upphafshögg með 7 tré og var á miðri braut og var ágætlega staðsettur fyrir 2. höggið, það átti að fara á auða svæðið sem er u.þ.b. 50 metra frá holu. Ég var hins vegar aðeins of sterkur á því og fór út fyrir brautina í hliðarvatnstorfæru. Ég droppaði rétt innan við 100 metra hælinn og tók pitching wedge og sló boltann í átt að gríninu, boltinn lenti 2 metra frá holu og rúllaði beint ofan í holuna. Það er alltaf ótrúlega góð tilfinning að setja svona högg í holu, þetta jafnaðist á við örninn sem ég fékk hérna heima fyrr í haust.
- liðið mitt vann Texas Scramble keppnina í ferðinni, það var óneitanlega gaman að taka við sigurlaununum sem fyrirliði liðsins. Við vorum á 63 höggum nettó og fengum glæslegan verðlaunagrip að launum!
- ég drakk yfir 30 gin & lemon í ferðinni eða um 4 á dag sem er ágætis árangur.
- ég náði 290 metra drævi með 3-tré í ferðinni.
- þegar leið á ferðina áttaði ég mig á því að það væri langbest fyrir mig að taka 7 tré á teig, ástæðan var einföld, ég var yfirleitt á braut með 7 trénu og var líka alveg nógu langur með því.
- ég lærði að driverinn getur komið sér vel ef maður villist inn í skóginn og þarf að taka lága bolta til að komast á beinu brautina
- mér tókst að fara yfir gilið á 7. holu í tveimur höggum þrátt fyrir að taka 7 tré á teig.
- ég komst að því að ég er ágætur járnaspilari og ætti að nota járnin meira en ég geri venjulega
- mér tókst einu sinni að fjórpútta í ferðinni… það var algjör hryllingur… hefði getað náð auðveldu pari en fékk í staðinn double. Ófyrirgefanlegt.
- mér tókst að vera alltaf langur með 3 tré á teig á 1. holu… hér eftir verður 7 tréð notað í upphafshöggin
- ég fór yfir vatnið á 2. holu með 11 tré
- mér tókst að koma mér í mjúkinn hjá stelpunum sem unnu á hótelinu, þær vissu orðið á hvaða herbergi ég gisti og hvað ég vildi fá…
- ég komst að því að það er diskótek í nágrannabænum Lepe og það er nóg af föngulegu kvennfólki.

Það styttist í að það verði byrjað að selja í vorferðirnar í golfinu, það er bara spurning hvort það verður farið aftur á Islantilla eða hvort annar staður verður fyrir valinu. Ég er hins vegar búinn að ákveða að fara aftur á Islantilla næsta haust.



Spánarferðin var mjög skemmtileg en það var heldur minna spilað núna heldur en í vorferðunum. Það var mjög gott veður flesta dagana… nema þessa tvo þar sem við fengum hressilegt þrumuveður. Tölfræðin fyrir ferðina er eftirfarandi. Fyrir þá sem ekki vita hvað er gott og slæmt í golfi þá gengur golfið út á að slá sem fæst högg, pútta sem sjaldnast og fá sem flesta punkta.

25. okt:
55 högg - 16 pútt - 9 punktar
59 högg - 19 pútt - 7 punktar
49 högg - 15 pútt - 15 punktar

26. okt:
61 högg - 17 pútt - 5 punktar
55 högg - 17 pútt - 11 punktar

27. okt:
48 högg - 17 pútt - 15 punktar

28. okt:
62 högg – 17 pútt – 6 punktar

29. okt:
58 högg – 14 pútt – 7 punktar
51 högg – 15 pútt – 13 punktar

30. okt:
52 högg – 14 pútt – 13 punktar

31. okt:
56 högg - ?? pútt – 7 punktar
52 högg - ?? pútt – 12 punktar
47 högg – 14 pútt – 17 punktar

1. nóv:
49 högg – 19 pútt – 18 punktar
48 högg – 16 pútt – 15 punktar

Pörin í ferðinni voru 21, skollarnir (bogey) 34, skrambarnir (double) urðu 40 og sprengjurnar 46. Mér gekk best með par 3 holurnar en var alveg út að aka á par 5 holunum.


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3