föstudagur, júlí 21, 2006
Heimilisstörfin eru fótboltamönnum hættuleg... svona fréttir koma manni alltaf í gott skap :o)
» 11:58 // Baldur Smári //
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Helstu tíðindi gærdagsins voru að Grímur Atlason hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Grímur er 35 ára þroskaþjálfari og umboðsmaður hljómsveita og hann
bloggar.
» 14:00 // Baldur Smári //
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Sumarið er líklega loksins komið.
» 18:40 // Baldur Smári //
Það eru einhverjar sögur í gangi um að bæði Stuðmenn og Paparnir verði að spila hérna fyrir vestan helgina 28.-29. júlí... veit einhver meira um málið?
» 01:51 // Baldur Smári //
föstudagur, júlí 14, 2006
Ég fagna því að
Subway hafi áhuga á að koma til Ísafjarðar.
» 16:30 // Baldur Smári //
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Ég hef ekki spilað mikið golf undanfarið en ég hef samt sem áður verið að standa mig ágætlega. Af síðustu 7 hringjum sem ég hef spilað hefur aðeins einn verið yfir 46 höggum og það þýðir að ég er að spila á forgjöfinni minni. Ég hef það samt á tilfinningunni að ég eigi nokkuð mikið inni og ætti að lækka mig eitthvað í sumar. Eitt af markmiðum sumarsins er að komast niður fyrir Halldór bróður í forgjöf en annað markmið er að komast í 15 í forgjöf áður en ég fer til Spánar í haust.
» 15:34 // Baldur Smári //
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Þessi svokölluðu "grjótnet" á Óshlíðinni hafa fyrir löngu síðan sannað að þau virka ekki. Þetta kom til að mynda í ljós á mánudagsmorgun þegar ljóst var að grjótskriða hafði fallið á veginn fyrr um nóttina með þeim afleiðingum að fjórir stjórir steinar höfðu rifið netmöskvana og staðnæmst á veginum. Þetta voru ágætis hnullungar eins og sjá má á þessari mynd og það hefði líklega ekki þurft að sökum að spyrja ef einhver bíll hefði lent í þessu grjóthruni.

En eins og í fótboltanum þá eru ekki allir boltar sem rata í netið, grjóthnullungar sem þessir geta líka lent beint á veginum án viðkomu í grjótnetinu og er þá allt eins líklegt að þeir haldi för sinni áfram út í sjó. Við Bolvíkingar sitjum því uppi með varnir sem virka ekki á þessum eina þjóðvegi sem tengir okkur við alheiminn.
» 11:04 // Baldur Smári //
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Nú getur maður fetað í fótspor Zinedine Zidane og
skallað Marco Materazzi í tölvuleik...alltaf gaman að sjá
Ítali liggja í grasinu ;o)
» 18:05 // Baldur Smári //
Ásrún bauð mér í grillveislu í Skálavík á sama tíma og úrslitaleikurinn á HM var í sjónvarpinu. Þar sem veðrið var einstaklega gott ákvað ég að slá til og skellti mér á slóðir forfeðra minna en Bensi afi var einmitt fæddur og uppalinn á Meiri-Bakka í Skálavík. Þessi mynd sýnir svæðið þar sem
Meiri-Bakki - bær langafa og langömmu - stóð fyrir einni öld síðan.
Skálavíkin skartaði sínu fegursta í sólarblíðunni og
húsráðandi tók á móti okkur með sínum hætti.
Sumarbústaðurinn var ekki sá stærsti í heimi en þegar inn var komið var ljóst að
nægjusemi var lykilorðið. Gamli
sveitasíminn var á sínum stað og virkar víst vel, mig minnir að símanúmerið sé "3 stuttar". Áður en haldið var heim á leið sýndi
Ívar meðal annarra skotfimi sína og fékk þessi
bjórdós að aldeilis að kenna á því.
» 01:59 // Baldur Smári //
Sólarlagið hefur verið mér hugleikið í nokkur ár og hef ég tekið ófáar myndirnar af sólinni þegar hún er að setjast í mynni Ísafjarðardjúps. Eitt af þessum fallegu sumarkvöldum var í kvöld og þá lét kvöldsólin sjá sig í Víkinni. Ég skrapp út með myndavélina um miðnættið og tók nokkrar myndir af Óshyrnunni sem var þá böðuð í geislum kvöldsólarinnar.
Hérna eru 3 myndir í upplausninni 1200x800
Það er merkilegt hvað Óshyrnan getur sýnt á sér fallegar hliðar, þetta er nú einu sinni fjallið sem veldur okkur hvað mestri hættu með því að kasta af sér gróti á veginn um Óshlíð.
» 01:04 // Baldur Smári //
Ég er byrjaður að flytja mig upp á Völusteinsstræti en í fyrstu er þetta bara einn og einn kassi í einu. Ég hef komist að því að ég á heilmikið af alls kyns dóti sem ég hef mismikla þörf fyrir. Eitt af því eru geisladiskar en í gegnum tíðina hef ég verið duglegur að kaupa mér tónlist og á orðið gott safn geisladiska. Ég held að núna sé góður tímapunktur til að telja geisladiskana... þið megið giska á hve margir þeir eru, sá sem kemst næst réttri tölu fær kippu af Carlsberg að launum.
» 12:22 // Baldur Smári //
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Meistaramót GBO hefst í dag og auðvitað er formaðurinn á meðal þátttakenda. Ég geri ekki ráð fyrir að verða í toppbaráttunni í mínum flokki (2. flokkur) en það getur auðvitað allt gerst.
Það lítur allt út fyrir spennandi og skemmtilega keppni í 1. flokki þar sem nær allir sterkustu kylfingar klúbbsins verða með. Ég spái því að Gunnar Már verði í 1. sæti, Chatchai verði nr. 2 og Röggi nái 3. sætinu.
Í öðrum flokkum spái ég eftirtöldum sigri:
2. flokkur - Palli Rós
3. flokkur - Sveinbjörn Rögnvalds
Öldungaflokkur - Svenni Ragnars
Kvennaflokkur - Dísa
Unglingaflokkur - Elías Jóns
» 14:57 // Baldur Smári //
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Ég er staddur í borg óttans og er megintilgangur veru minnar hér að versla ýmislegt inn í húsið mitt. Það er af nógu að taka og innkaupalistinn er langur. Listinn styttist örlítið í dag en ég vona að það gangi betur á hann á morgun. Ég get ekki annað sagt en að mér finnist gaman að standa í svona innkaupum, það er nefnilega ótrúlega gaman að geta byrjað alveg frá grunni í því að skapa sér eigið heimili. Að sama skapi er það frekar dýrt að þurfa að kaupa allt nýtt inn í búið. Þá er best að hugsa til þess að maður getur ekki gert allt í einu og verður því að forgangsraða og þá verða óþarfa hlutir að víkja fyrir nauðsynjum.
» 00:55 // Baldur Smári //