» Party in the moonlight and dance to the sunrise...



þriðjudagur, janúar 31, 2006

Myndlist


Ég veit ekki hvort þið sáuð Kastljósið í kvöld þar sem fjallað var um sýningu mynlistarmannsins Georgs Guðna og leikarans Viggo Mortensen í Track 16 gallerýinu í Los Angeles. Mér fannst þetta ansi fróðleg umfjöllun enda er ég hrifinn af myndum Georgs Guðna en hann er einmitt ættaður héðan úr Bolungarvík. Það má einnig geta þess að eitt af verkum Viggo Mortensen á þessari sýningu er ljósmynd af Ísafirði. Svo má við þetta bæta að sjá má eitt verka Georgs Guðna í afgreiðslu Sparisjóðs Bolungarvíkur.



Eftir að ég sá þessa IKEA auglýsingu varð mér ljóst að það væri kannski kominn tími til að flytja að heiman... ekki það að ég hafi lent í einhverju svona atviki. Ég er samt svo mikill mömmustrákur að ég er ekki á leiðinni að flytja langt frá föðurhúsunum... á síðasta fundi húsnæðisnefndar Bolungarvíkur var samþykkt tilboð mitt í Völusteinsstræti 13... nú er bara að bíða og sjá hvort bæjarstjórn samþykki fundargerð húsnæðisnefndar... ef svo verður þá er húsið mitt. Svo er bara að bíða og sjá hvenær ég get flutt inn með innflutningspartýi og öllu tilheyrandi.



Samkeppniseftirlitið var að hafna öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólöglegt samráð félaganna verði ógiltur, einnig var því hafnað að sektir olíufélganna yrður felldar niður eða lækkaðar. Þetta kemur mér bara alls ekkert á óvart. Hins vegar kemur þetta mér mjög á óvart: "Í málflutningi sínum halda olíufélögin ESSÓ, Olís og Skeljungur því hinsvegar öll fram að þau hafi ekkert hagnast á samráðinu, heldur þvert á móti tapað stórum fjárhæðum á því..." Mér finnst þetta reyndar vera alveg bráðfyndið svo ekki sé meira sagt. Olíufurstarnir eru sem sagt að halda því fram að þeir séu svo lélegir að reka fyrirtæki sín að þeir hafi með sér samráð til að tapa á því... það er ekki eins og þeir hafi verið neyddir til að viðhafa verðsamráð... þetta væri eflaust skiptið í sögunni sem einhver tapaði á verðsamráði... olíufurstarnir halda kannski að Ísland sé norðan við lögmál markaðarins og að almennar kenningar hagfræðinnar gildi ekki á Íslandi... eða halda þeir kannski bara að við trúum öllu sem þeir segja og séum þar með algjörir fábjánar?



Það eru bara 76 dagar þangað til maður fer með golfsettið til Spánar og fer að leika golf við bestu aðstæður... það virðist sem fjölmiðlar á svæðinu (aðrir en vikari.is) séu farnir að sýna ferðalagi okkar áhuga og er búið að biðja mig um eitt viðtal vegna þess nú þegar. Mig langar að endurbæta heimasíðuna okkar fyrir ferðina en það er bara spurning hvenær tími gefst til þess.

Miðað við veðurfarið hér vestra þessa dagana má ætla að hægt sé að fara að spila golf inn á golfvelli... er einhver búinn að fara að tékka á því?



Því miður kemst ég ekki suður á Bolvíkingaþorrablótið á næstu helgi eins og planað var... það er meira en nóg að gera í vinnunni þessa dagana og Reykjavíkurferðir verða að bíða betri tíma.



Sólin var loksins að láta sjá sig hérna í Víkinni áðan... bara 11 dögum á eftir áætlun... ég hlýt að fá sólarpönnukökurnar mínar í dag :)


mánudagur, janúar 30, 2006

Drátturinn


Í dag var dregið í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þar dróust mínir menn í Liverpool á móti erkifjendunum í Manchester United. Leikurinn verður á Anfield um miðjan febrúar og ég spái að þetta verði sannkallaður stórleikur.



Ein af þeim hljómsveitum sem ég hlustaði mikið fyrir rúmlega 10 árum síðan var ítalska sveitin Cappella... þetta er ekta eurodance sem ég var nú þekktur fyrir að hlusta á í gamla daga...

Cappella - U Got 2 Know >> Fyrsta lagið sem ég heyrði með Cappella, mér finnst það ennþá jafn gott og 1994 þegar það varð vinsælt.

Cappella - U Got 2 Let The Music 2004 (DJ Shog Mix Edit) >> Nýleg útgáfa af öðru lagi, smá trance áhrif komin til sögunnar og bara hið besta remix ;)

Cappella - U & Me (Teckno Kingdom & Champagne Remix) >> Þessi útgáfa af laginu var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér... mjúkir og harðir kaflar til skiptis... U & Me forever....



Sigga klukkaði mig í síðustu viku þannig að það er kominn tími á að ég svari fyrir mig...

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:

Bæjarvinnan í Bolungarvík
EG – frystihúsið og sjómennska á Heiðrúnu ÍS-4
Bankastarfsmaður í Sparisjóð Bolungarvíkur
Viðskiptafræðingur hjá Endurskoðun Vestfjarða

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Pulp Fiction
Trainspotting
There’s Something About Mary
Meet The Parents

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Bolungarvík
Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Friends
Ali G
Desperate Housewives
Lost

Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Danmörk
Holland
England (London, Liverpool, Manchester)
Spánn (Mallorca, Benidorm, Islantilla)

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):

vikari.is
mbl.is
bb.is
liverpool.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Nautasteik
Harðfiskur
Skyr
Subway

4 bækur sem ég les oft..... í:

Íslensk orðabók
Skattalagasafn Ríkisskattstjóra
Golfreglurnar
Söngbók Vestfirzkra gleðipinna

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

Á suðrænni sólarströnd
Á Evrópumótinu í handbolta í Sviss
Að spila golf í Orlando/Florida
Á leiðinni á Trance Energy hátíðina í Hollandi

Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:

Hansel, Óttar, Sigga Gunna, Mæja Bet...


föstudagur, janúar 27, 2006

Íþróttamaður ársins


Það var auðvitað Gunnar Már Elíasson sem varð íþróttamaður ársins í Bolungarvík árið 2005. Drengurinn blómstraði hreinlega bæði í golfinu og í fótboltanum á síðasta ári og er vel að þessari viðurkenningu kominn. Ég tók virkan þátt í dagskránni á hófinu og var bæði í því hlutverki að veita verðlaun og taka við verðlaunum. Þetta var auðvitað bara algjör klíkuskapur hjá mér, ég tilnefndi sjálfan mig sem formaður GBO og samþykkti tilnefninguna sem nefndarmaður í íþrótta- og æskulýðsráði... en hérna er a.m.k. mynd af mér að taka við verðlaununum... ég ætla nú bara að kalla mig "liðsstjóra ársins"... hér eru fleiri myndir frá hófinu...

Við vorum að ræða það eftir hófið að íþrótta- og æskulýðsráð er örugglega eini aðilinn innan bæjarkerfisins sem fær að halda 100 manna veislu á hverju ári... og er þakkað fyrir það af bæði meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn... til dæmis má nefna það að bæjarstjórnarfundir standa yfirleitt í 4-5 klukkutíma og þar er einungis boðið upp á kaffi en ekkert meðlæti... ég skil ekki hvernig fólk getur haldið einbeitningu og hugsað þegar það hefur verið án matar í svo langan tíma...


fimmtudagur, janúar 26, 2006

Vor í lofti


Það má segja að það sé vor í lofti hér fyrir vestan í dag, hitinn kominn í 10 stig og það er ekki eins og það sé 26. janúar í dag. Þrátt fyrir gott veður í Víkinni er ekki flogið til Ísafjarðar vegna vitlausrar vindáttar eða eitthvað þannig... þar sem ég á flug í fyrramálið er ég ekkert sérstaklega ánægður með veðurlagið. Ég væri frekar til í að hafa frost og hæga norðanátt, það er a.m.k. flogið í þannig veðri.

Það á að fara að útnefna íþróttamann Bolungarvíkur fyrir árið 2005 á eftir, eitt af hlutverkum mínum í undirbúningi þessarar athafnar var að fara með nafn þess sem nafnbótina hlýtur til Valla bakara svo hægt væri að merkja marsipantertuna. Ég skrapp til Valla í hádeginu í dag og var grafalvarlegur þegar ég sagði við hann: "Það á að standa Baldur Smári Einarsson á tertunni". Valli var ekki alveg að trúa þessu hjá mér þannig að á endanum varð ég að gefa upp rétta nafnið... en ég stefni bara á að mitt nafn verði á tertunni á næsta ári ;)


miðvikudagur, janúar 25, 2006

Bretar og kynlíf


Samkvæmt frétt á mbl.is valda Bretar ár hvert skemmdum upp á 350 miljónir punda, um 38 milljarða króna, á meðan á kynmökum stendur. Þar kemur einnig fram að eitt af hverjum tíu pörum eða hjónum reyndi að fá bætur frá tryggingarfélagi vegna brotinna lampa, vasa, rúma eða rifinna gluggatjalda. En það sem vakti helst athygli mína var listi yfir algengustu kynlífs-meiðslin en þar kom fram að 41% hafði fengið sviðasár af teppum og þriðjungur aðspurðra hafði tognað í baki og 12% snúið ökkla eða úlnlið.

Listinn yfir algengustu kynlífs-meiðsli Breta:

1. Sviðasár vegna teppanudds
2. Tognun í baki
3. Úlnliðstognun
4. Ökklatognun
5. Marinn afturendi
6. Marinn fótleggur
7. Skrámaðir olnbogar
8. Klórað bak
9. Kúla á höfði
10. Beinbrot



Sagan segir að David Beckham eyði 100 þús.kr. í buxur á hverjum mánuði... inn í þessari tölu eru reyndar nærbuxnakaup kappans en þau ku vera umtalsverð þar sem hann fer einungis einu í hverjar nærbuxur... Beckham hefur líklega ekki lært á þvottavélina ennþá... þetta minnir mig bara á einn vin minn sem var nýfluttur úr föðurhúsunum í borgina og fannst það ekki taka því að þvo af sér sokkana... hann fór bara reglulega í Hagkaup upp birgði sig upp af hvítum sportsokkum...


þriðjudagur, janúar 24, 2006

Bensín


Alltaf er bensínið að hækka í verði þannig að hver ekinn kílómetri er alltaf að vera dýrari. Þess vegna er mjög gott að búa í litlu bæjarfélagi úti á landi þar sem bílar eru ekki lífsnauðsynlegir. Ég er þess vegna að slá tvær flugur í einu höggi þegar ég geng í vinnuna, ég spara bensín og fæ aukna hreyfingu... fyrir utan að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að moka bílinn út eða skafa rúðurnar á morgnana. Lauslega áætlað er ég að fá 30-40 mínútna göngutúr á hverjum degi með þessum hætti... svo hittir maður líka oft fólk á förnum vegi og það er eitthvað sem maður missir af þegar maður er á bílnum.


mánudagur, janúar 23, 2006

Akureyri


Stefnan er tekin á Akureyri um (eða á) næstu helgi. Ég býst við að höfuðstaður Norðurlands taki vel á móti mér og ég á von á því að þessi helgarferð verið með skemmtilegasta móti. Meðal þess sem verður í boði norðan heiða þessa helgi er ball með hinum sívinsælu Pöpum í Sjallanum og það ætti að vera vel þess virði að kíkja á ball í góðra vina (og vinkvenna) hópi.



Það eru víst 4 klukkutímalangir Friends þættir væntanlegir á næsta ári... ég hlakka bara til!



Það er ótrúlega mikið af góðum "mash-up" útgáfum af þekktum lögum í gangi núna, allt gerist þetta vegna aukinnar tækni sem gerir mönnum auðveldara að blanda saman tónlist. Hérna eru fjögur góð dæmi um "mash-up" eða "bootie" sem notað hafa vinsælda undanfarið.

Loo & Placido - Horny Christmas >> Hérna er lögunum "Horny" með Mousse T og "Bohemian Like You" með The Dandy Warhols blandað saman... lagið er að koma út þessa dagana undir nafninu "Horny as a Dandy" og er þá búið að hreinsa út allt sem tengist jólunum út úr laginu.

Loo & Placido - Black Beatles >> Mér finnst þetta lag algjör snilld, hérna koma syngja Bítlarnir lögin "Run for your life" og "Girl" yfir lagið "Let's Get Retarded" með Black Eyed Peas... einnig má heyra í Ludacris, Kelis, Pharrel & The Clipse í laginu.

Party Ben - Somebody Rock Me >> Lögin "Somebody Told Me" með The Killers og "Rock The Casbah" með The Clash passa ótrúlega vel saman...

Party Ben - Boulevard Of Broken Songs >> Hérna erum við með "Boulevard of Broken Dreams" með Green Day, "Wonderwall" með Oasis, "Writing to Reach You" með Travis og "Sing (For the Moment)" með Eminem (með brotinu úr "Dream On" með Aerosmith). Þetta er líklega eitt flottasta "mash-up" lagið á markaðnum í dag...



Samkvæmt þessari frétt á mbl.is er dagurinn í dag ömurlegasti dagur ársins. Mér finnst dagurinn bara hafa verið fínn til þessa þannig að restin af árinu hlýtur að verða alveg frábær...


sunnudagur, janúar 22, 2006

Heiðursborgarar


Ég rakst á þessa frétt á bb.is þar sem fjallað er um heiðursborgara í Ísafjarðarbæ. Hefur Bolungarvíkurkaupstaður einhvern tímann útnefnt heiðursborgara? Mér finnst alveg kominn tími til þess að við tökum þennan sið upp. Hvað finnst ykkur?



Það hafa 75.000 heimsóknir komið á þetta bloggið frá því ég setti teljara inn á síðuna. Heimsóknir á bloggið hafa einhverra hluta vegna aukist frá því á áramótum og hefur bloggið að jafnaði verið skoðað rúmlega 100 sinnum á sólarhring á þeim tíma.




Tap


Liverpool tapaði fyrir Man. Utd. í dag, kannski ekki verðskuldaður sigur hjá Man. Utd. en svona er fótboltinn... það er ekki nóg að fá fleiri færi en andstæðingurinn... það verður að nýta þau. Man. Utd. menn geta verið ánægðir með frammistöðu Rio Ferdinand í leiknum, skorar sigurmarkið og bjargar á línu.


föstudagur, janúar 20, 2006

Sólin


Fyrsti sólardagur ársins í Bolungarvík hefði átt að vera í dag, þetta leit vel út áðan, sólin var farin að skína á Bólin fyrir neðan Upsir en í þann mund sem sólskinið var að ná niður í bæinn þá villtist eitthvað ský fyrir sólina... þannig að ég verð a.m.k. að bíða til morguns með að fá sólarpönnukökur...



Bóndadagurinn, sem markar upphaf þorra, er í dag. Á bb.is segir m.a. þetta um bóndadaginn: "Sagan segir að áður fyrr hafi húsbóndinn átt að fagna þorra með því að fara fyrstur allra á fætur þennan dag. Síðan átti bóndinn að fara út í skyrtunni einni fata, berleggjaður og skólaus en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér. Þá átti hann að hoppa í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn." Ég efast um að nokkur íslenskur karlmaður hafi gert þetta í morgun... en það er aldrei að vita. "Á bóndadeginum nú til er hins vegar til siðs að konur stjani við bónda sína, færi þeim blóm eða litla gjöf, eldi fyrir þá góðan mat eða geri vel við þá á einhvern hátt."

Í dag er það einnig til siðs að velja kynþokkafyllsta karl landsins... það er spurning hvort Guðni Hauks taki titilinn í ár eða hvort einhver annar Víkari verði fyrir valinu...


fimmtudagur, janúar 19, 2006

Killers




Þessi frétt er tekin af www.ananova.com

Woman seeks sex to cure cancer
A Russian woman took out a full page advert in a newspaper asking for sex to help cure her cancer.
Divorcee Elisaveta, 30, explained in the ad: "Doctors have discovered two lumps in my breast.
"They have told me the best way to beat cancer and stop the spread is to have sex."
She placed her advertisement in top Russian daily Moscow Komsomolets.
It went on: "The ideal candidate would need to have sex with me every two days for at least a year."
A cancer specialist told the paper: "To avoid this cancer after a certain age, three sex sessions a week are necessary."



Gummy Bears

You may be smooshie and taste unnatural, but you're so darn cute.
What Kind of Candy Are You?


miðvikudagur, janúar 18, 2006

Þorrablót


Á næstu helgi er hið árlega þorrablót í Bolungarvík, ég er ekki gjaldgengur á það blót vegna stífra reglna, það er ekki bara "dress-code" á blótið heldur eru líka kröfur um hjúskaparstöðu og búsetu. Ég geri ráð fyrir að bolvíska blótið verið hin mesta skemmtun eins og oft áður... allavega munu hinir útvöldu segja að þetta sé viðburður sem maður megi ekki missa af... samt sem áður hef ég engan áhuga á að fara á þetta þorrablót...

Í morgun bárust mér fréttir af því að þorrablót Bolvíkingafélagsins í Reykjavík verði haldið 4. febrúar næstkomandi... þar verður bekkjarfélagi minn ('76 árgangurinn er alltaf í sviðsljósinu), Guðmundur nokkur Gunnarsson veislustjóri og það gæti bara vel verið að maður láti sjá sig syðra þá helgi...

Á öllum bolvískum þorrablótum er "Bolungarvíkurbragur" sunginn... eða a.m.k. fyrstu tvö erindin... nú er bara að fara að drífa sig í að læra braginn utan af...

Í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið
þar bregðast ei veiðarnar árið um kring,
í lendingarstaðnum þó stundum sé ýfið
og stormurinn æði um fjallanna hring.
Ef inn fyrir brimbrjótinn báturinn nær
er borgið þeim formanni og lending þá fær.
...og svo framveigis...



Óshlíðin er víst lokuð vegna snjóflóðs (eða snjóflóða), allavega er eitt snjóflóð sem lokar veginum og það féll akkúrat fyrir framan fyrirhugaðan gangnamunna á nýju göngungum sem Vegagerðin vill gera í gegnum beina kaflann á Hlíðinni... það er spurning hve mikið gagn í í göngum sem taka ekki á öllum vandanum... ég vil bara ein göng alla leið í gegnum Óshlíðina!


þriðjudagur, janúar 17, 2006

Fleiri tæki


Það er gaman að segja frá því að bæjarráð Bolungarvík samþykkti auknar fjárveitingar til tækjakaupa í þreksal íþróttahússins á fundi sínum í morgun. Það lítur út fyrir að ályktunin sem við í íþrótta- og æskulýðsráði sendum frá okkur milli hátíðanna hafi komið þessu öllu af stað. Nú er bara að vona að það verði drifið í þessum tækjakaupum svo maður geti púlað meira næstu mánuðina ;)



Bensi bróðir vildi fá myndir af mér á netið... hérna eru myndir sem sýna nokkurn veginn hvernig ég hef breyst síðustu árin. Það vantar reyndar mynd frá 2006 en ég næ kannski að redda nýrri mynd seinna í dag. Smellið á ártölin til að sjá myndirnar.

2002 >> Benidorm sumarið 2002
2003 >> Anfield vorið 2003
2004 >> 8. janúar 2004, viku áður en ég byrjaði í ræktinni... fyrir rúmlega 30 kg síðan
2005 - vor >> Fyrsta fuglingum á Islantilla fagnað með koníakssopa!
2005 - sumar >> Ég með bikarana sem við fengum fyrir að vinna 4. deildina í golfi... stoltur liðsstjóri :)
2005 - ræktin >> Lýsandi dæmi um líf mitt síðustu 2 árin ;)
2005 - haust >> Olli, Gummi Einars og ég á Islantilla sl. haust... frekar nálægt því sem ég er í dag...


mánudagur, janúar 16, 2006

2 ár


Í dag voru 2 ár frá því ég byrjaði í ræktinni og tók upp betra líferni. Ég get ekki kvartað undan árangrinum þó það megi alltaf gera betur. Rúmlega 30 kíló af spiki hafa horfið eins og dögg fyrir sólu... þið getið séð fyrir ykkur 60-70 smjörlíkisstykki... þetta var þó nokkur byrði að bera! Lykillinn að góðum árangri hefur verið að borða minna og hreyfa sig meira... og alltaf í Liverpool búning! Ég hef sem sagt alltaf mætt í ræktina í Liverpool búning undanfarin 2 ár og á orðið Liverpool búninga í öllum stærðum og gerðum.

Vill einhver sjá "fyrir" og "eftir" myndir?

Núna eru 3 mánuðir í golfferðina á Islantilla og jafnframt þrítugsafmælið, ég ætla að setja mér það markmið að léttast að lágmarki um 6 kg fram að þeim tíma... lokatakmarkið er 12 kg en ég held að það sé ekki raunhæft að ná því á þessum 3 mánuðum.


sunnudagur, janúar 15, 2006

Veðrið


Rúmlega 80% þeirra sem lesa þetta blogg finnst veðrið að jafnaði vera betra í Bolungarvík en á Ísafirði. Þetta kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart en ég hef staðið í rökræðum um þetta mál eins lengi og ég man eftir mér. Eftir eina slíka rispu síðastliðið sumar ákvað ég að gera smá rannsókn á veðurfari þessara tveggja staða þar sem notast var við opinber gögn úr sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum á báðum stöðum. Niðurstaðan var sú að það er ekki marktækur munur á veðurfari þessara tveggja staða. Samt kom Bolungarvík ívið betur út en Ísafjörður þá daga sem rannsóknin fór fram. En við getum örugglega rifist um þetta mál um alla framtíð, Bolvíkingar eiga alltaf eftir að segja að veðrið sé betra í Víkinni og Ísfirðingar eiga alltaf eftir að segja að veðrið sé betra á Ísó.


laugardagur, janúar 14, 2006

Spurningakeppni


Spurningarnar úr Kjallarakeppninni frá því í gærkvöldi eru komnar inn á heimasíðuna http://www.spurningakeppni.blogspot.com/ Ég bjó til smá spurningakeppni úr þessum spurningum og er hún ætluð þeim sem komust ekki á Kjallarann í gærkvöldi. Ég hvet ykkur eindregið til að taka þátt… sá sem verður fyrstur til að senda mér rétt svör (eða flest rétt svör) vinnur keppnina.



Ég er ákaflega hrifinn af þeirri hugmynd að skák verði kennd sem námsgrein í íslenskum grunnskólum. Ég vona að Grunnskóli Bolungarvíkur taki skákina upp sem námsgrein. Mér finnst það í rauninni vera skylda Bolvíkinga að kenna skák - sérstaklega í ljósi þess hve skáklíf var blómlegt hér áður fyrr. Það er líka mjög gaman að sjá að það er einn af snillingunum úr bolvíska '76 árgangnum sem kemur að þessu verkefni, ég held að ég hafi nú teflt margar skákirnar við Kristjón Kormák í gegnum tíðina... ég var eflaust betri en hann í skák í gamla daga en ætli hann sé ekki orðinn mér fremri í dag.

Þegar ég var yngri var Bolungarvík mekka skáklistarinnar á Íslandi, þá var Halldór Grétar bróðir minn meðal bestu skákmanna landsins og þegar hann kom vestur til að keppa á skákmótum þá tók hann oft einhverja stórmeistara með sér og gistu þeir þá ósjaldan hjá okkur á Holtastígnum. Ég aldist upp við skákina og lærði snemma mannganginn, seinna fór ég að mæta á skákæfingar í Sjómannastofunni þar sem við krakkarnir tefldum undir handleiðslu manna á borð við Unna, Magnúsar Pálma og Stebba Arnalds. Því miður hef ég ekki teflt neitt að ráði undanfarin ár... en ég hlýt að fara að fá áhugann á skákinni aftur. Skákin er íþrótt sem þjálfar hugann - hugarleikfimi - og ég efast ekki um að íslensk börn hafi gott og gaman af því að læra að tefla... það er í það minnsta ágætis tilbreyting fyrir þau frá því að vera að glápa á sjónvarpið eða spila tölvuleiki.



Ég fékk þetta sent í pósti og vildi deila þessu með ykkur...

Ákaft mér til rifja rann
ráðasnilli andskotans
þegar DV mæddan mann
myrti í nafni sannleikans



Hérna er bjórspurningin góða frá því í gærkvöldi... þið megið svara spurningunni í kommentunum ;-)

Allir alvöru kylfingar hafa svokallaðan “birdie-pela” með koníaki í golfsettinu sínu og er pelinn dreginn fram þá sjaldan að viðkomandi fær fugl eða eitthvað þaðan af betra. Undirritaður á einn slíkan pela sem er með sérstakri áletrun... hvað stendur á “birdie-pelanum” mínum?



Röggi og Mæja Bet unnu Kjallarakeppnina í gærkvöldi eftir æsispennandi bráðabana við Ingó og Sigurbjörgu. Bæði lið voru með 20 rétt svör af 30 mögulegum þannig að ég greip til 5 aukaspurninga. Staðan var enn jöfn eftir þær og þá voru góð ráð dýr. Á þeirri stundu var ég að pæla í hvort ég ætti að láta hlutkesti ráða úrslitunum... en mér fannst eðlilegra að koma frekar með spurningu sem væri þess eðlis að einungis annað liðið gæti borið sigur úr býtum. Síðasta spurningin var þannig að það lið sem komst næst réttu svari var úrskurðar sigurvegari keppninnar. Spurning hljóðaði þannig: "Hve margar færslur hef ég skráð á bloggið mitt á þeim rúmu þremur árum sem það hefur verið opið?" Ingó og Sigurbjörg svöruðu 1.095 en Röggi og Mæja Bet giskuðu á 1.800. Rétt svar var 2.200 (þessi færsla er nr. 2.201) þannig að það voru Röggi og Mæja Bet sem unnu sér inn einn kassa af Carlsberg bjór.

Bjórspurningin var erfið og aðeins á færi þeirra sem þekkja mig vel að vita... ég læt hana á netið seinna í kvöld og það má einnig búast við því að hinar spurningarnar fái að fjóta með í kjölfarið.


föstudagur, janúar 13, 2006

Kjallarakeppnin


Kjallarakeppnin er í kvöld eins og stefnt var að. Ég verð spyrill kvöldsins eins og glöggt kom fram í þessari frétt á vikari.is... það er ekki eins og maður sé að misnota eigin fréttamiðil til að koma sjálfum sér á framfæri...hmm... Keppnin byrjar altént klukkan 10 og eftir að úrslit verða kunngerð munn Biggi Olgeirs skemmta fólki fram eftir nóttu. Ég var svo búinn að lofa einhverjum skemmtilegheitum frá DJ Kaztro þegar líður á nóttina...

...svo er líka Idol í kvöld... þið munið bara að kjósa Telmu áður en þið mætið á spurningakeppnina í kvöld...



Súludansrækt er nýjasta líkamsræktaræðið í Bandaríkjunum ;)



Í dag bárust þær fréttir að Kylie Minogue væri laus við krabbameinið sem greindist í öðru brjósti hennar í fyrra. Við samgleðjumst auðvitað Kylie og ég efast ekki um að rúmenska drengjasveitin Akcent sé í skýjunum með góðan bata söngkonunnar en þeir gáfu einmitt út lagið "Kylie" henni til heiðurs í fyrra...

Akcent - Kylie (Pulsedriver Radio Edit) >> Kylie give me just a chance...Let's go out and dance...We can get into the groove...I can watch you move...Later you think of me...Like a shining star... But I rather do you in the backseat of my car...
Vanguarde - Gimme! Gimme! Gimme! (Midnight Radio Edit) >> Þetta lag byggir auðvitað á samnefndu Abba lagi... sama lagi og Madonna fékk lánað í "Hung Up"
Madonna - Sorry >> Ótrúlega flott lag hjá Madonnu...



Ég horfði á tvær góðar kvikmyndir yfir hátíðarnar, annars vegar Monty Python myndina "Life Of Brian" sem var á dögunum réttilega útnefnd besta gamanmynd allra tíma, og hins vegar "Lock, Stock, and two Smoking Barrels" þar sem m.a. Vinnie Jones og Sting fara á kostum í hlutverkum sínum. Ég mæli eindregið með því að þið horfið á þessar sprenghlægilegu myndir... hláturinn lengir víst lífið!



Tæplega 11% þjóðarinnar rituðu nafn sitt á undirskriftarlistann gegn ritstjórnarstefnu DV. Á aðeins tveimur sólarhringum voru settu 32.044 Íslendingar nafnið sitt á listann eða rúmlega 11 að jafnaði á hverri mínútu. Þetta hlýtur að vera heimsmet.



Það er vitnað í mig í Fréttablaðinu í dag, nánar tiltekið á blaðsíðu 6 þar sem ég læt skoðun mína á DV-málinu í ljós. Ég er þar í góðum félagsskap Jóhannesar í Bónus og Jóns Fanndals Þórðarsonar. Það fylgir meira að segja mynd af mér með... ég sendi þeim 2 myndir af mér, eina þar sem ég var edrú og aðra þar sem ég var drukkinn... þeir völdu auðvitað þá seinni ;-)



Það er föstudagurinn þrettándi í dag en dagurinn tengist auðvitað hjátrú hjá mörgum... þetta á að vera einhver óhappdagur. Ritstjórar DV misstu þó vinnuna í dag, öllum til mikillar ánægju. Það er spurning hvort þeir hafi fengið einhvern feitan starfslokasamning hjá 365... ég geri ráð fyrir að DV fari ofan í saumana á þeim málum...


fimmtudagur, janúar 12, 2006

iPod gallabuxur


Þetta hljómar fáránlega en Levi Strauss ætlar að setja á markað í sumar gallabuxur sem eru sérsniðnar að þörfum iPod eigenda. Sniðugt.


miðvikudagur, janúar 11, 2006

Tónlist


Smá tónlistarskammtur ;-)

Gigi D'Agostiono - L'amour Toujours >> Gamalt og alltaf jafn gott
Ron van den Beuken pr. Clokx - Tibet >> Smá trance fyrir mig
Paul T - Can I Get Some >> Þetta á ekki að vera hvatning til eiturlyfjaneyslu en lagið er bara flott þó það sé talað um kók í því.
Roger Sanchez - Turn On The Music (Axwell Edit) >> Það er ekki hægt að sitja kyrr undir þessu lagi...



Kjallarakeppnin - Drekktu betur - verður á föstudaginn... auðvitað í Kjallaranum í Bolungarvík. Keppnin mun hefjast kl. 22 og þar mun ég spyrja gáfaðasta fólk Bolungarvíkur (að mér undanskildum) 30 laufléttra spurninga. Að spurningakeppninni lokinni mun hinn frábæri trúbador Birgir Olgeirsson skemmta gestum knæpunnar fram eftir nóttu. Ekki er útilokað að DJ Kaztro muni mæta á svæðið ef Biggi Olgeirs þarf að taka sér einhverjar pásur frá spilamennskunni ;-)



Þið vitið líklega öll um hvað þetta mál snýst...
Áskorun til blaðamanna, ritstjórnar og útgefenda DV... ég mæli með því að þið setjið nafnið ykkar á þennan undirskriftarlista...


þriðjudagur, janúar 10, 2006

Queen


Ég rakst fyrir tilviljun á rúmlega 5 ára gamlan geisladisk á netinu um daginn. Diskurinn heitir "Queen Dance Traxx 1" og hefur að geyma 16 Queen lög í frekar óvenjulegum útsetningum. Það er t.d. mjög fróðlegt að hlusta á hvernig DJ Bobo fer með Radio Ga-Ga eða hvernig Magic Affair tekur Bohemian Rhapsody. Fleiri skemmtilegar samsetningar eru þarna, nokkur dæmi eru:

Scatman John - The Invisble Man
Interactive - We Will Rock You
Acts United - We Are The Champions
E-Rotic - Who Wants To Live Forever
Masterboy - I Want To Break Free
Ex-It - I Want It All
Culture Beat - Under Pressure
Mr. President - A Kind Of Magic
Captain Jack - Another One Bites The Dust

Það voru samt 2 lög á disknum sem voru allt í lagi, Flash's Theme með U96 og Bicycle Race með Blossom... síðarnefnda lagið væri t.d. alveg frábært í spinning...



Þegar ég las færsluna hans Kalla Hallgríms um bílaumferð á Holtastígnum þá rifjaðist upp fyrir mér önnur saga af Einari heitnum Guðfinnssyni. Eins og margir vita átti Einar gamli heima beint á móti mér til fjölda ára og fyrir framan nr. 11 er stórt malbikað bílastæði sem við krakkarnir í götunni notuðum sem leiksvæði enda var nær engin umferð um þessa götu. Gamli maðurinn ók litlum Fíat og var mjög hættulegur ökumaður - ég held að það hafi verið vegna þess að hann sá lítið sem ekkert en keyrði bara af gömlum vana. Einhverju sinni var ég að leika mér í fótbolta á bílastæðinu fyrir framan nr. 11 og tek ekkert eftir því að Einar gamli er á leiðinni heim til sín á Fíatnum... allt í einu lít ég upp og sé þá Fíatinn stefna beint á mig... sem betur fer náði ég að stökkva frá bílnum áður en illa fór.

Það var líka annar hættulegur ökumaður sem bjó á Holtastígnum nokkru seinna, það var Ketill Helgason. Hann var vanur að flýta sér heim á Lödunni sinni og ég beið alltaf eftir því að hann endaði inn í stofu hjá Halla málara þegar hann tók beygjuna niður götuna.

Ég varð líka einu sinni vitni að því að sjá mann velta bíl á Holtastígnum... enn þann dag í dag skil ég ekki hvernig það var hægt....


laugardagur, janúar 07, 2006

Ófærð


Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur kyngt niður miklu magni af snjó í kvöld. Ég skrapp út á rúntinn áðan á Lexusnum, þá var veðrið allt í lagi og smá slydda. Svo skrapp ég inn á Kjallarann og sat þar í rólegheitum í rúmlega klukkutíma... þá var mér litið út um gluggann og sá að það hafði heldur betur snjóað. Ég hafði það nú samt af heim á mínum "fjallabíl" án þess að festa mig... það fer nú samt að verða spurning hvort maður eigi að fara að fá sér jeppa eða einhvern bíl sem er aðeins betri en Lexusinn í snjó.


föstudagur, janúar 06, 2006

Drekktu betur... eftir viku!


Kjallarakeppnin átti að vera í kvöld en henni var frestað um viku... ég mun því leggja mismunandi léttar spurningar fyrir Bolvíkinga og nærsveitunga föstudaginn 13. janúar sem er auðvitað mjög skemmtileg dagsetning ;-)

Þeim sem vilja ná forskoti á aðra í keppninni er bent á að fylgjast með blogginu mínu næstu dagana því það er aldrei að vita nema að þar muni leynast "hint" á hvað spurt verður um í Kjallarakeppninni.



Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino fílaði sig í tætlur á áramótunum á Íslandi... hann lét m.a. hafa þetta eftir sér: „Í Bandaríkjunum er hugmyndin sú að fylla stelpurnar til að geta komið þeim heim með sér. Á Íslandi reynir maður að koma stúlkunum heim með sér áður en þær verða of drukknar.” Ég held að þetta sé ekki alveg sú landkynning sem við viljum.


fimmtudagur, janúar 05, 2006

Landafræðin


Það er eins og mig minni að á hátíðisstundum sé stundum talað um fjölmiðla sem fjórða valdið... nú hefur Fréttablaðið nýtt sér vald sitt og hefur tekið upp á því að breyta landafræði Íslands (eins og kemur fram í frétt á bb.is í dag) þannig að nokkrir þéttbýlisstaðir í Norð-Vestur kjördæmi hafa verið færðir til. Aðeins einn af 8 þéttbýlisstöðum á korti Fréttablaðsins fær að vera á sama stað og áður en hinir 7 hafa verið færðir mismikið til. Helstu tíðindin fyrir okkur Bolvíkinga er að við höfum verið fluttir í Dalina, þannig að nú er mikið styttra fyrir okkur til bæði Reykjavíkur og Akureyrar en áður. Nú þurfum við ekki lengur að berjast fyrir jarðgöngum í gegnum Óshlíð... ætli það yrði ekki bara best að láta milljarðinn okkar í jarðgöng undir Bröttubrekku?



Það var kominn tími á smá tónlistarskammt...

Coldplay - Talk >> Þetta er bara æðislegt popplag.
David Banner - Play (Dirty) >> Það er alltaf gaman af dónalegum hip-hop lögum ;-)
Hi-Tack - Say Say Say (Tocadisco Radio Mix) >> Gamalt lag frá Michael Jackson/Paul McCartney í nýrri house-útgáfu... minnir mig óneytanlega á ákveðið djamm á Pravda um daginn...


miðvikudagur, janúar 04, 2006

Fjármálaráð


Mér krossbrá þegar ég fór inn á mbl.is í dag og sá þar eina af þessum pirrandi flash-auglýsingum hægra megin við fréttirnar. Þar blikkuðu spurningar eins og "Hvernig eignast ég milljón?" - "Hvernig breyti ég einni milljón í tvær?" - "Get ég fengið meira fyrir launin mín?" - "Hvenær get ég hætt að vinna?" ... og svo kom svarið "Fjárfestu í sjóðum"... og mynd af Danna frænda fyrir neðan. Hálfdán Gíslason er greinilega farinn að meika það í fjármálaheiminum, eftir aðeins nokkurra mánaða starf hjá Íslandsbanka eru myndir af honum farnar að prýða stóran hluta af kynningarefni bankans... ætli það sé nema von að gengi bankans sé í sögulegu hámarki í dag ;-)



Makkerinn minn úr Kjallarakeppninni hefur byrjað á mörgum bloggum í gegnum tíðina en flest hafa þau nú orðið skammlíf... núna er kappinn kominn með nýtt blogg http://blog.central.is/sigurvin60 þar sem hann lætur m.a. falla þessi fleygu orð: "Þótt að maður sé gáfaðasti maðurinn í Bolungarvík þá er maður kannski ekki sérlega vel gefinn..." Nú er stóra spurningin hve langlíft þetta blogg verður hjá Sigurvin...



Ég veit ekki hvort ég get tekið undir með Vladimir Krikunov, landsliðsþjálfara Rússa í íshokkí, en hann segir að neysla vodka í kringum íþróttamót komi í veg fyrir streitu, hreinsi hugann og skerpi alla hugsun. Ennfremur segist Krikunov drekka þrjú glös af vodka eftir hvern leik og telur það lífsnauðsynlegt... og langi hann í meira þá einfaldlega lætur hann það eftir sér. Að mínu mati fara áfengi og íþróttir ekki saman... nema þá kannski í golfinu þar sem einn og einn koníakssopi getur snúið spilamennskunni til betri vegar...



Það eru bara tæplega 104 dagar í Islantilla ferðina (sumir farnir að telja niður dagana), spurning um að fara fyrst í þessa póker-ferð til að geta unnið Hvíta gengið í spilunum...


þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ljóskubrandari


Þetta er líklega einn besti ljóskubrandarinn!



Ég er búinn að vera að reyna að bæta mig aðeins í blogginu eftir frekar rólega mánuði undanfarið, það kom nýtt "lúkk" á bloggið um jólin og núna eru komnir inn gamalkunnir liðir eins og "Spurningin" og "Dægradvöl". Einnig virkjaði ég svokallað "RSS-Feed" sem gefur ykkur t.d. möguleika á að fá send skilaboð þegar ég uppfæri bloggið.

Spurningin
Fyrsta spurningin að þessu sinni er tilkomin vegna eilífs rígs milli Bolvíkinga og Ísfirðinga um hvort það sé betra veður á í Víkinni eða á Ísó. Ég lenti einni svona heitri rimmu í sumar og gerði þá lauslega könnun á veðurfari á stöðunum tveimur... niðurstöðurnar verða birtar þegar þið hafið látið ykkar álit í ljós.

Dægradvöl
Það er alltaf gaman að horfa á fyndnar auglýsingar og skondin atvik sem fest eru á filmu... fyrsti skammturinn er aðallega af kvikmynd.is og hefur fengið mig til að brosa aðeins út í annað síðustu daga...

Það er aldrei að vita nema ég bæti einhverju fleiru við á næstunni ef ég verð í góðu skapi ;-)



Ég held að ég hafi áunnið mér sælgætiseitrun yfir hátíðarnar en meinið lýsir sér m.a. með mikilli syfju og algjöru eirðarleysi. Orsakirnar eru líklega ótæpilegt sælgætis- og konfektát um jól og áramót. Það eru fleiri á vinnustaðnum sem eru í sömum sporum og ég... þess vegna höfum við ákveðið að fara í nammibann og skráð okkur í spinning... og það verður ekkert gefið eftir í ræktinni á næstunni, sérstaklega ef þessi ósk mín (nb. liður 3) verður að veruleika...



Mæja Bet er mjög góður penni og nýjasta færslan hennar um Koddahjal er alveg grátbroslega fyndin... ég hreinlega grét úr hlátri við lesturinn ;)


mánudagur, janúar 02, 2006

Kjallarakeppnin


Ég held að næsta Kjallarakeppni verði á föstudaginn og þar á ég að vera spyrill. Þessa stundina er ég að semja spurningarnar, ég vona að þær verði ekki of erfiðar...


sunnudagur, janúar 01, 2006

Discoland


Ég bjó mér til geisladisk í gær með þeim lögum sem heilluðu mig hvað mest á síðasta ári... þetta eru auðvitað bara djammlög ;-) ... ég testaði diskinn í áramótapartýi í gær og ég var mjög ánægður með viðtökurnar... þetta er rjóminn af því besta árið 2005...

Freemasons ft. Amanda Wilson - Love On My Mind
Madonna - Hung Up
Armin van Buuren ft. Jan Vayne - Serenity (Sensation White Anthem 2005)
Akcent - Kylie
Ernesto vs. Bastian - Dark Side Of The Moon
Ron van den Beuken - Sunset
Ferry Corsten - Fire
Kanye West ft. Jamie Foxx - Gold Digger
David Banner - Play
Max Graham vs. Yes - Owner Of A Lonely Heart
Mylo vs. Miami Sound Machine - Dirty Pressure
Studio B ft. Romeo & Harry Brooks - I See Girls (Crazy)
Aaron Smith ft. Luvli - Dancin' (JJ Flores & Steve Smooth Remix)
Tiësto - Just Be (Antillas Remix)
David Guetta - The World Is Mine (Fuck Me I'm Famous Mix)
Dr. Kucho! & Gregor Salto - Can't Stop Playing
Tina Cousins - Wonderful Life
The Prodigy - Voodoo People (Pendulum Mix)
BodyRockers - I Like The Way
The Chemical Brothers feat Q-Tip - Galvanize
Marcel Woods - Advanced



Það er komið nýtt ár, 2006, og nú þarf maður að venja sig af því að skrifa ártalið 2005 og skrifa 2006 í staðinn... það tekur örugglega nokkra daga að venjast þessu. Nammibannið er líka skollið á og það á að taka hressilega á því í ræktinni á næstunni til að vinna upp syndir desembermánaðar.

Ég skemmti mér ljómandi vel á áramótunum, ég fór í nokkur partý en náði samt ekki að fara í öll þau partý sem mér var boðið í. Áramótaballið var líka algjör snilld. Nýársdegi var að venju eytt að mestu leiti í rúminu og á morgun tekur við talningardagurinn mikli hjá mér.

Að lokum... kíkið á þessar flottu myndir sem Reynir tók í gærkvöldi.... brennan, flugeldarnir, Bolungarvík og norðurljósin...


Baldur Smári




  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


Huxjónir



ATOM 0.3