» Party in the moonlight and dance to the sunrise...fimmtudagur, desember 13, 2007

Rimlar hugans


Í hádeginu í dag var mér falið það skemmtilega verkefni að lesa upp úr góðri bók fyrir matargesti í Einarshúsi hér í Bolungarvík. Ég valdi að lesa upp úr bók Einars Más Guðmundssonar, Rimlar hugans, en rithöfundurinn sat einmitt við hliðina á mér í flugvélinni á leiðinni heim frá París um daginn.

Mér finnst við hæfi að birta smá kafla úr bókinni þar sem Einar Már segir frá vini sínum Baldri sem hafði yfirgefið konu sína og börn fyrir hana Jane sem var amerískur endurskoðandi af norskum ættum.

"Jane trúði því að hún hefði verið send til Dalvíkur af yfirnáttúrulegum öflum og Baldur fékk hugljómun, yfirgaf konu og börn, og fylgdi henni eins og mormóni yfir hafið, alla leið til Ameríku. Fyrirtækið hans, Balli, sem framleiddi nuddpotta og beið eftir að vinna markaði í fjarlægum löndum, fór á hausinn, en í það hafði reyndar stefnt um hríð. En það var ekki Baldri að kenna, heldur Byggðastofnun og gott ef ekki Framsóknarflokknum sem stjórnaði Byggðastofnun einsog flestu öðru. Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna."

Reyndar mættu ansi margir síðustu tvær setningarnar til sín: "Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna." Mér finnst alltof lítið um að fólk líti í eigin barm og viðurkenni mistök sín, þess í stað er fólk í stöðugru afneitun og reynir að skella skuldinni á aðra.


mánudagur, desember 10, 2007

Síðbúinn helgarskammtur


Helgarskammturinn er aftur kominn á dagskrá. Að þessu sinni eru fimm frábær lög í boði.

1. Freemasons - Uninvited: Hinir bresku frímúrarar taka hérna gamalt lag frá Alanis Morrisette upp á sína arma... hreinasta snilld.
2. Kim Sozzi - Break Up: Þar er ljúfur Cascada ilmur af þessu lagi... DJ Manian og félagar klikka ekki.
3. Milk Inc - Sunrise: Nú liggur leiðin til Hollands þar sem Milk Inc nýtur mikilla vinsælla, Jekyll & Hyde eiga þessa mögnuðu útgáfu af Sunrise.
4. Rihanna - Don't Stop The Music: Hrikalega flott rödd í bland við krafmikið poppað diskó, einhverra hluta vegna kemur gamalt Michael Jackson lag upp í hugann á mér.
5. Scooter - The Question Is What Is The Question: Þýska vespugengið mætir hér með enn einn smellinn, eðal rafvirkjapopp fyrir alla alvöru hnakka.Eftir margra mánaða þagnarbindindi er ég aftur farinn að skrifa niður hugleiðingar mínar hér á Blogspot. Vera mín á Moggablogginu hefur gert skrifin steingeld og stundum finnst mér eins og ég hafi týnt ástríðunni fyrir skapandi skrifum.


laugardagur, apríl 21, 2007

Tímabundinn flutningur


Það er mikið að gera hjá mér í vinnu og einkalífi þessa dagana og því er lítið bloggað hérna megin. Þar til að vertíðinni hjá mér lýkur þetta vorið má finna fréttir af mér á vikari.blog.is

Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hjá mér og ég get upplýst að ég er á leiðinni til Spánar í golf næstkomandi föstudag. Ég verð í 10 daga í sólinni og kem sólbrúnn og sætur tilbaka rétt fyrir kosningar og Eurovision.


mánudagur, apríl 02, 2007

Árgangur '78


Ég get ekki neitað því að ég brosti út í annað þegar ég rakst á þessa mynd á netinu í kvöld. Þetta hafa greinilega verið ánægjulegir endurfundir hjá '78 árgangnum í Víkinni.


fimmtudagur, mars 29, 2007

Froðudizkó


Það verður boðið upp á "froðudiskótek" á skemmtistaðnum Vaxon í Bolungarvík um páskana. Ég fór á slíkt dizkó á Benidorm fyrir næstum 5 árum síðan, það var ágætis tilbreyting en ekkert sem maður sækist sérstaklega eftir.Lengi vel var ég mjög hrifinn af svokölluðum cola-drykkjum. Sennilega var það koffeinið sem fékk mig til að halda að Kók væri bragðgott. Núna heyrir það til tíðinda að ég drekki Kók og hefur Kristallinn tekið við sem eftirlætis gosdrykkurinn. Fyrir nokkrum árum síðan hefði ég talið fásinnu að mér ætti eftir að þykja drykkir á borð við Kristal góðir. En tímarnir breytast og mennirnir með.


miðvikudagur, mars 28, 2007

Eliza Wrona


Mér að það sönn ánægja að bjóða upp á Eliza Wrona sem er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Grjóthrun í Hólshreppi en sveitin er einmitt aðalnúmerið á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður í ár.


þriðjudagur, mars 27, 2007

Mánuður í Islantilla


Það er ekki nema mánuður í að ég haldi "heim" til Islantilla í mína árlegu golfferð. Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana og ég hef ekki tíma til að láta mér hlakka til ferðarinnar.


föstudagur, mars 23, 2007

Draumastarfið


Atvinnumálin eru mér hugleikin þessa dagana. Af því tilefni datt mér í hug að leggja fyrir ykkur einfalda spurningu sem ég hvet ykkur til að svara með kommenti.

Við hvað vildir þú helst af öllu starfa - hvert er þitt draumastarf?Ég skrifaði færslu um enska boltann og Sýn á Moggabloggið í dag. Það er víst nokkuð ljóst að enski boltinn verður ekki á Sýn næsta vestur heldur verður stofnuð ný sjónvarpsstöð um útsendingar frá enska boltanum. Ný stöð, ný áskrift. Ef þetta reynist rétt gæti svo farið að við Bolvíkingar sjáum ekki enska boltann næsta vetur... nema að Digital Ísland fari að bjóða upp á fleiri stöðvar á svæðinu en það mun víst þýða að setja þarf upp annan sendi til að geta sent út allar rásirnar. Lesa má meira um málið með því að smella hér.


þriðjudagur, mars 20, 2007

vikari.blog.is


Ég er farinn að halda aðeins framhjá Blogspot.com en viðhaldið kallast vikari.blog.is og er hluti af Moggablogginu. Ég er þó ekkert hættur hérna megin en áherslunar verða eitthvað breyttar. Það verður meira af leiðinlegu lesefni á vikari.blog.is heldur en hér - ég ætla sem sagt að reyna að vera skemmtilegur hérna megin. Hér verða færslurnar í styttri kantinum en hinum megin má alveg búast við löngum ritgerðum um málefni líðandi stundar. Sumt fær þó að birtast báðum megin.

Að lokum vil ég benda á að í gær setti ég fjórar bolvískar skjámyndir inn á Moggabloggið sem ykkur er frjálst að nota.


sunnudagur, mars 18, 2007

Heimilisstörfin


Eftir að hafa þurft að dveljast heima í nokkra daga vegna veikinda var mér farið að leiðast að geta ekki gert eitthvað gagn. Ég tók mig því til og þreif húsið hátt og lágt um helgina og kórónaði dugnaðinn með því að baka köku í kvöld. Samt sem áður eru þetta einungis venjuleg störf húsmæðra, þeim finnst ekkert tiltökumál að sinna slíkum verkum dags daglega. Ég ber mikla virðingu fyrir húsmæðrum, þær eiga lof skilið fyrir ómælt vinnuframlag á heimilum þessa lands í gegnum tíðina.Á föstudaginn breytti bb.is um ham og ég verð að segja að ég er ánægður breytinguna, hún er til batnaðar. Eitt af því sem er nýtt á vefnum er yfirlit sérvalinna bloggsíða, svo er að handahófi valið eitt blogg til að prýða forsíðu bb.is og má segja að þar með bætist frjálsleg óábyrg skrif við hinar klassísku greinar sem birtast reglulega á bb.is. Einnig er nú hægt að setja inn blogg/athugasemdir við einstakar fréttir og greinar, það er eitthvað sem getur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig verður notað í framtíðinni.Á dögunum fór ég ásamt Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og Árna Kristjánssyni dósent við HÍ á leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ferðin var með eindæmum skemmtileg og hverrar krónu virði. Ég setti fáein orð á blað vegna ferðarinnar og má sjá afraksturinn í þessari myndasyrpu.Ég skrifaði langa færslu um þjónustu skattsins en það virðist sem Blogspot vilji að ég sé stuttorður. Þannig fékk ég aðeins villuboð þegar ég vildi birta færsluna. Þess í stað setti ég færsluna inn á vikari.blog.is þar sem í lagi er að vera langorður ;-)


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3