» Party in the moonlight and dance to the sunrise...fimmtudagur, febrúar 27, 2003


Pissfull(ur) ?

Smá æfing fyrir helgardjammið.

Electronic Pleasure

Fyrir nokkrum árum síðan gáfu Íslandsvinirnir í N-Trance frá sér lag sem hét Electronic Pleasure, lagið var bara nokkuð gott og heyrðist ósjaldan á skemmtistöðum um víða veröld. En nú í dag er hægt að kaupa þennan elektróníska unað í gegnum heimasíðu á netinu. Varan heitir Voodoo Magick Box og er lítið tæki sem er tengt við eyrnasneplana og þegar straumi er hleypt á "töfraboxið" á notandinn að fyllast ómótstæðilegum unaði. Framleiðandinn segir m.a. þetta um "töfraboxið" góða:

...Experience feelings of inebriation, psychedelic visuals, extreme relaxation, floating sensations, intense endorphin releases, all culminating in a relaxed yet alert euphoric state...
...Voodoo Magick Box adds a whole new dimension to sex! From floating sensations to euphoric endorphin release, the Magick Box takes sex to a whole new level of pleasure...
...Take it to the party or club and trip like never before!
...Establish a balanced state of peace and well-being...
...The ability to recall information and accelerate learning also becomes easier as concentration and memory improve...
...It's like electronic ecstasy!

Þetta magnaða tæki er greinilega skyldueign, ekki satt?

Eirðarlaus?

Ef þú ert eirðarlaus og þarft að finna ráð til þess að drepa tímann þá er ekki vitlaust að prufa þennan leik.


miðvikudagur, febrúar 26, 2003


Mikilvægi stærðarinnar

Það líður varla sá dagur að maður heyri ekki minnst á mikilvægi stærðarinnar og hina svokölluðu stærðarhagkvæmni. Þessi hugsun hefur verið vinsæl í viðskiptalífinu undanfarin ár og hafa stuttbuxnadrengirnir í verðbréfafyrirtækjunum dásamað hagkvæmni stærðarinnar við hvert tækifæri.

En stærðin þykir líka vera mikilvæg í einkalífinu því nú þurfa konur að vera með stóran og góðan barm og menn þurfa að vera vel vaxnir niður.

Er stærðin virkilega svona mikilvæg?

Indversk tónlist

Það eru fleiri tónlistarmenn heldur en prinsessan Leoncie sem koma frá Indlandi. Panjabi MC er að gera það gott á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu þessa stundina með laginu Mundian To Bach Ke. Eflaust hafa margir velt því fyrir sér um hvað textinn í laginu fjallar enda ekki á færi margra að skilja indversku. Á heimasíðu Panjabi MC má finna enska þýðingu á textanum góða og er hún svohljóðandi:


KEEP YOR FACE DOWN AND HIDE IT WITH A SCARF
DON'T JUST GIVE YOUR LOVE TO ANYONE

CHORUS
BE CAREFUL OF THE BOYS
YOU'VE ONLY JUST GROWN UP
IT'S NOT YOUR FAULT THAT YOU'VE GOT BEAUTIFUL EYES
ONCE YOU'VE REALISED THIS YOU WILL BECOME SHY
LOOK AFTER YOUR YOUTH
THIS TIME WON'T COME AGAIN

CHORUS
AS YOU ARE GROWING UP PEOPLE ARE BECOMING AWARE OF YOUR GOOD LOOKS
EVERYONE IS LOOKING AT YOUR THIN WAIST
THERES NO ONE LIKE YOU

CHORUS
THE BOYS ARE TALKING ABOUT YOU EVERYDAY
THE STREETS ARE FULL OF STORIES ABOUT YOUR LOOKS
DON'T LET THE ATTENTION DROWN YOU.

Áfram Vaka!

Í dag og á morgun eru kosningar í Háskóla Íslands. Þar takast á að venju Röskva og Vaka auk þess sem Háskólalistinn býður fram í ár. Þó svo að maður sé búinn með Háskólann þá fylgist maður nú ennþá með stúdentapólitíkinni og eins og áður er Vaka í 1. sæti hjá mér - Áfam Vaka!


þriðjudagur, febrúar 25, 2003


A prince in search of a princess...

Hello Ladies...

Jesus is Da Bomb!

Það er margt skrítið á Internetinu, þessi heimasíða - http://www.111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111.com/ - er ein sú furðulegasta sem ég hef augum litið.

Reyndar er til önnur sem er líka ansi furðuleg - http://www.abcdefghijklmnopqrstuvwxyz.nl/ - en 60X1.com er samt gargandi snilld


mánudagur, febrúar 24, 2003


Spakmæli dagsins

"You can make more friends in two months by becoming more interested in other people than you can in two years by trying to get people interested in you."

- Dale Carnegie -

Y.M.C.A.

Þetta er bara snilld.


föstudagur, febrúar 21, 2003


Spakmæli dagsins

"A mind that has been stretched will never return to its original dimension."

- Albert Einstein -


sunnudagur, febrúar 16, 2003


Eurovision

Birgitta Haukdal verður fulltrúi Íslands í Eurovision keppninni í Riga í Lettlandi í ár en hún mun reyna að vinna hug og hjörtu Evrópubúa með laginu Segðu mér allt.

Það lítur út fyrir að Birgitta eigi eftir að etja m.a. kappi við rússneska dúettinn T.A.T.U. en í Rússlandi er því spáð að þær Yulya og Lena muni verða fulltrúar Rússlands í keppninni í ár. Stúlkurnar í T.A.T.U. eru vinsælar í Evrópu þessa stundina og hafa verið að gera góða hluti með lögum á borð við All The Things She Said og Not Gonna Get Us en þær stöllur hafa einnig vakið athygli fyrir þær sögusagnir að þær séu lesbískar.


miðvikudagur, febrúar 12, 2003


FLIRT

Þessi vodka-auglýsing er algjört æði.


þriðjudagur, febrúar 11, 2003


Baggalútur ruglast í ríminu

Það virðist sem vefmiðillinn Baggalútur hafi ruglast í ríminu í dag. Venjulega er ekkert að marka fréttir Baggalúts en í dag var þar frétt sem á við rök að styðjast. Þar segir frá því að frumbyggjarnir sem búa á Vestfjörðum hafi ruglast í ríminu af völdum mikils óveðurs í vetur. Baggalútur hefur víst heimildir fyrir því að Tálknfirðingar séu núna að velta sér upp úr Jónsmessudögginni, að Flateyringar keppist nú við að setja niður kartöflur og að Bolvíkingar séu á kafi í jólaundirbúningnum.

Eins og alþjóð veit er langbest að búa í Bolungarvík, t.d. vegna þess að það eru oftar jól þar heldur en annars staðar á landinu - eða í heiminium ef menn vilja líka horfa út fyrir landssteinana. Sumir segja að það séu ekki alltaf jólin.... í Bolungarvík snýst dæmið við... í Bolungarvík eru alltaf jólin.


mánudagur, febrúar 10, 2003


Sýra

Þessi síða er frekar steikt. Munið eftir því að hafa hljóðið á.

Djamm og myndir

Ég skellti mér í Sjallann á Ísafirði á laugardagskvöldið, að sjálfsögðu var Biggi Bloggari.is á staðnum og tók nokkrar myndir af vestfirskum djammfíklum. Það er greinilegt að það er vel fylgst með því hvað Biggi lætur á vefinn hjá sér því bæði Tilveran.is og Batman.is hafa linkað á hann í dag, galdurinn er bara að hafa eina góða brjóstamynd í pakkanum og þá er auðvelt að fá fría auglýsingu víða.

Í fyrsta lagi (og þetta kom mér dáldið á óvart) var ég með bjórglas í hendi á ballinu, ég sem hélt að ég drykki ekki bjór.

Í öðru lagi bar það til tíðinda að Birgitta mætti á djammið og Laufey lét líka sjá sig.

Og í þriðja lagi voru Ingó og Íris og Kristján Guðjón og Sigrún líka á djamminu, svo einhverjir séu nefndir.

En nóg um djamm helgarinnar, mér sýnist að flestir hafi skemmt sér vel en það er nú líka tilgangurinn með þessu öllu saman.

Spaghetti

A doctor was having an affair with his nurse. Shortly afterward, she told him she was pregnant. Not wanting his wife to know, he gave the nurse a sum of money and asked her to go to Italy and have the baby there. "But how will I let you know the baby is born?"she asked. He replied, "Just send me a postcard and write "spaghetti" on the back. I'll take care of expenses." Not knowing what else to do, the nurse took the money and flew to Italy. Six months went by and then one day the doctor's wife called him at the office and said, "Dear, you received a very strange postcard in the mail today from Europe, and I don't understand what it means." The doctor said, "Just wait until I get home and I will explain it to you". Later that evening the doctor came home, read the postcard, fell to the floor with a heart attack. Paramedics rushed him to the ER. The lead medic stayed back to comfort the wife. He asked what trauma had precipitated the cardiac arrest. So the wife picked up the card and read, "Spaghetti, Spaghetti, Spaghetti, Spaghetti - Two with sausage and meatballs, two without."


föstudagur, febrúar 07, 2003


Helgin nálgast

Það er ágætt að hafa þetta í huga áður farið er á barinn um helgina...


"The hard part about being a bartender is figuring out who is drunk and who is just stupid."

- Richard Braunstein -

Spakmæli dagsins

"Too bad that all the people who know how to run the country are driving taxi cabs and cutting hair."

- George Burns -

Upphitun fyrir helgina

Til að koma sér í gírinn fyrir helgina mæli ég með þessum lögum...

Scooter - Weekend: Scooter bregst ekki en þetta er nýjasta afurðin frá þýska stálinu. Ég mæli sérstaklega með Club mixinu en þar gætir greinilega áhrifa frá Push og Nord vs. Bonka.

Justin Timberlake - Like I Love You (Basement Jaxx Vocal Mix): Ég hélt ég ætti ekki eftir að fíla Justin Timberlake en þetta Basement Jaxx Remix fékk mig til að skipta um skoðun.

D.U.G. - The Anchor Song: Það er loksins byrjað að setja lögin frá henni Björk okkar í trance búning, The Anchor Song lifnar heldur betur við í meðförum D.U.G.

Fisherspooner - Emerge: Þetta lag er hreinasta snilld, dálítið sérstakt en vinnur endalaust á eftir því sem maður hlustar oftar á það.

Lasgo - Pray (Driftwood Remix): Þó upprunalega útgáfan af Pray sé mjög góð þá er Driftwood remixið ennþá betra - eðal eurotrance hér á ferð.

System F - Together: Ferry Corsten er mættur með nýtt lag undir merkjum System F og klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Milky - Just The Way You Are: Þetta er eitt af þessum laufléttu house lögum með frábærri bassalínu, kemur manni alltaf í gott skap ;o) "I Love You Just The Way You Are, The Way You Are - du ru du, du ru du ru du - du ru du, du ru du ru du ..."

Dee Dee - The One (Green Martian Remix): The One með Dee Dee er án efa eitt besta eurotrance lagið á markaðnum í dag, lagið er til í yfir 10 mismunandi útgáfum en Green Martian remixið er þeirra best.

Gilette - Sex Tonight (Club Mix): Titillinn á laginu segir allt sem segja þarf, ég held að þetta sé sama söngkona og flutti Short Dick Man í den.

Dominator - Lord Of The Rings (DJ Marc Aurel Club Mix): Fyrir þá sem dýrka Lord Of The Rings er þetta lag skyldueign, "Come With Me And Join The Fellowship, Join The Fellowship Of The Rings..."

Nightclub - French Kiss (DJ Scot Project Remix): Eitt gamalt og gott í nýjum techno búning, ég hef verið mjög hrifinn af stununum í þessu lagi ;o)

Barthezz - Your Thick: Bart Clausen a.k.a. Barthezz á ekkert skylt við franska knattspyrnumanninn sem sefur hjá Lindu Evangelistu. Barthezz hefur áður sent frá sér lögin On The Move og Infected en Your Thick er gert eftir sömu formúlu og svínvirkar svo ekki sé meira sagt.

Pink - Just Like A Pill (Bootleg Trance Mix): Pink + Trance => pillur verða óþarfar.

Lee Haslam - Music Is The Drug: Þeim sem hafa séð myndina 51st State ættu að muna eftir orðum Samuel L. Jackson: "My product is 51 times stronger than Cocaine, 51 times more hallucinogenic than Acid and 51 times more explosive than Ecstacy. It's like getting a personal visit from God..."


fimmtudagur, febrúar 06, 2003


Liverpool kaupir nýjan leikmann!

Liverpool have signed a new centre forward from Kabul United FC. Apparently on his first day at training, Houllier picked up a ball and said: "Ball." Then he pointed at the goal and said: "Goal." Then he demonstrated a kicking motion and said: "Kick. Understand? Kick, ball, goal. GOOOOOOAAAAALLLLLL!" The Afghan striker was a little puzzled by this and summoned up the courage to say "Excuse me, Mr. Houllier, but I speak very good English." To which Houllier replies: "Sit down, son. I'm talking to Heskey!"

góður þessi...

Frá Ósk til Eiðs

Samkvæmt vefmiðlinum Fréttir.is hefur fyrirsætan Ósk sent knattspyrnugoðinu Eið Smára eftirfarandi skilaboð:

Bífan þín og brjóstin mín
bæði frægðar njóta
Núna er eg orðin þín
enda búin að gjóta.

Eg trega þína takkaskó
tekjur þínar sýti
Bara að þú hefðir aldrei eytt
öllu í spilavíti.

Fann ég slíkan sómamann
sannlega ríkur var hann,
limum flíka fimum kann
fyrir píkuskarann.

Sinni Röggu sinnir en,
svíkur Norofjoro.
Farðu góði Guðjohnsen,
gakktu í Middlesboro.

Heimild: Fréttir.is

Spakmæli dagsins

"Friendship is the only thing in this world, the usefulness of which all mankind are in agreement."

- Marcus Tullius Cicero -

Porsche Cayenne

Ég fékk ansi skemmtilegt boðskort í pósti í gær. Þar var mér boðið í lokað samkvæmi í Listasafni Reykjavíkur á morgun en þar mun vera kynntur lúxusjeppinn Porsche Cayenne. Mikið vildi ég að ég kæmist suður til að skoða gripinn, kannski þetta verði næsti bíll sem maður kaupir - hver veit? Jeppinn er líka frekar flottur að innan eins og hér má sjá.


miðvikudagur, febrúar 05, 2003


Spakmæli dagsins

"Those who are blessed with the most talent don't necessarily outperform
everyone else. It's the people with follow-through who excel."

- Mary Kay Ash -

EuroVisa

Það var magnað að heyra Botnleðju lagið í Eurovision í kvöld, EuroVisa heitir lagið og er í þynngri kanntinum og fjallar eins og gefur að skilja um peninga. Leðjuna til Lettlands!

Það var líka gaman sjá einn gamlan skólafélaga úr Háskólanum koma með lag í keppnina, drengurinn heitir Einar Örn Jónsson og er einn meðlima hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Lag Einars Arnar er svokallað stuðlag en Einar Örn hefur einmitt einstakt lag á því að koma fólki í stuð hvar sem hann fær að spila á piano. Það er skemmst að minnast ákveðinnar vísindaferðar viðskiptafræðinema í Eimskip þar sem drengurinn fór á kostum í spilamennskunni.


þriðjudagur, febrúar 04, 2003


Spakmæli dagsins

"When you are courting a nice girl an hour seems like a second. When you sit on a red-hot cinder a second seems like an hour. That's relativity."

- Albert Einstein -


mánudagur, febrúar 03, 2003


Eiður Smári í vondum málum?

Enska slúðurblaðið Sunday Mirror birti í gær frétt þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen hefði haldið við og barnað fyrirsætuna Ósk Norðfjörð. Það er skammt stórra högga á milli hjá gulldrengnum, fyrst spilafíknin, svo mark ársins í Englandi og núna er það meint framhjáhald. Það er víst stundum erfitt að höndla frægðina.

Íslensk þýðing á greininni

Spakmæli dagsins

"Life is what happens while you are making other plans."

- John Lennon -


laugardagur, febrúar 01, 2003


Í Reykjavíkurborg...

Loksins komst maður suður, í gær var ófært en í dag var hægt að fljúga - þó leiðin hafi verið dálítið holótt þá lenti maður heilu og höldnu í Reykjavík eftir allt.

Það er víst þorrablót í kvöld, mér veitir víst ekki af að grynnka aðeins á vodkabirgðunum sem ég keypti á síðustu helgi, þetta eru bara tæpir 2 lítrar af Absolut Kurant vodka sem verður blandaður - að sjálfsögðu - í Sprite.

Verzlingar eru búnir að opna vef fyrir sýningun sína, Made in USA, hún Erna Gurrý bróðurdóttir mín dansar í sýningunni - ég sé ekki betur en hún ætli að feta í fótspor frænda síns og verða endurskoðandi þegar hún verður stór...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3