» Party in the moonlight and dance to the sunrise...miðvikudagur, apríl 30, 2003


Talsmannadýrkun Samfylkingarinnar

Ætli þetta hinn dæmigerði Samfylkingarmaður (konur eru líka menn!) að tilbiðja talsmann sinn?

Mér fannst þessi talsmannadýrkun Samfylkingarinnar koma berlega í ljós á fundinum í MÍ í dag. Það eina sem frambjóðandi Samfylkingarinnar hafði fram að færa við nemendur MÍ var að dásama manneskjuna sem er í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Norður. Ég var farinn að halda að þarna væri loksins kominn fram á sjónarsviðið frelsari mannkynsins sem myndi gera Ísland að paradís á jörð. Það er nú ekki eins og viðkomandi einstaklingur hafi verið að gera merkilega hluti þegar hann sat síðast á Alþingi (fyrir Kvennalistann ef einhver man hvað það var) og munið að viðkomandi einstalklingur telur að "...sósíalismi (a.k.a. kommúnismi) sé lokatakmarkið."

Tíkin

Maður getur ekki komist hjá því taka þátt í pólistískri umræða þessa síðustu daga fyrir kosningar. Ég fór á ágætan fund með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í Menntaskólanum á Ísafirði í hádeginu í dag. Frambjóðendurnar stóðu sig misjafnlega en reyndu þó að svara fyrirspurnum nemenda skilmerklilega. Mér fannst samt bara skemmtilegt að koma aftur í gamla skólann minn, það eru nú bara sjö ár síðan maður stóð þar uppá sviði og flutti útskriftarræðuna.


mánudagur, apríl 28, 2003


Einn góður...

A man meets a gorgeous woman in a bar. They hit if off, and end up leaving together. They get back to her place, and as she shows him around her apartment, he notices that her bedroom is littered with teddy bears.

Hundreds of small bears sit on a shelf near the floor, Medium sized bears are on the next shelf up, and huge bears line the top shelf. The man is kind of surprised that this woman would have so prolific a collection of teddy bears, but he opts not to make mention of it.

After a night of passion, as they are lying together in the afterglow, the man rolls over and asks, smiling, “Well, how was it?” The woman says, “You can have any prize from the bottom shelf.”

Nothing But You

Þegar ég heyrði í fyrsta sinn nýja lagið "Nothing But You" með Paul van Dyk táraðist ég því mér fannst lagið svo fallegt. Þegar er ekki laust við að maður falli hreinlega í trans þegar maður heyrir sungið á norsku "jeg har ingenting, men jeg har alt når jeg har deg" sem væri á íslensku "ég á ekkert en ég á allt þegar ég á þig". Þetta lag á allavega eftir að verða eitt vinsælasta lagið á Benidorm og Ibiza í sumar, svo mikið er víst.


fimmtudagur, apríl 24, 2003


Ekki fara inn á þessa síðu!

Ég vara ykkur við því að smella á þennan link. You have been warned...

Gleðilegt sumar!

Það er komið sumar og fylgifiskur þess...þokan.

Þegar ég var síðast út í Liverpool reyndi ég að komast inn á næturklúbb sem heitir Garlands en það var víst orðið uppselt enda klukkan orðið 2 að nóttu og staðurinn lokar klukkan 4. Það er skrítið með skemmtistaði í Bretlandi að það má ekki selja áfengi þar eftir klukkan 2... eftir það verður maður að svala þorstanum með orkudrykkjum eða vatni... ég mæli með Red Bull.

The Art of Gurning.


miðvikudagur, apríl 23, 2003


Aldrei að segja aldrei...

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í dag að ég hélt með Man.Utd. í fótboltaleik. Rauðu djöflarnir tóku á móti Real Madrid á Old Trafford og vegna þess að ég tippaði á heimasigur hjá Man.Utd. þá neyddist ég til að halda með þeim í leiknum. Þeir unnu leikinn og ég varð 2.850 krónum ríkari fyrir vikið. Ég á samt ennþá nokkuð í land með að vinna upp tap síðustu vikna sem er orðið alltof mikið.

Síðasti vetrardagur

Það er víst síðasti vetrardagur í dag þó veðrið sé nú frekar sumarlegt, sól og blíða með tilheyrandi fallega bláum himni...

Ég á bb.is...

Mér tókst að koma mér inn á vef Bæjarins besta í dag... djöfull er ég þunnur á myndinni - enda var hún tekin daginn eftir ballið með Írafár í Hnífsdal.


mánudagur, apríl 21, 2003


Takk fyrir...

Ég vil bara þakka leikmönnum Liverpool fyrir afmælisgjöfina til mín í dag, 2-1 sigur á Charlton og sæti í Meistaradeildinni í augsýn ef við vinnum þrjá síðustu leikina á tímabilinu.


fimmtudagur, apríl 17, 2003


Baggalútur

Það er alltaf gaman að lesa Baggalút sbr. þessa mögnuðu frétt.

Nú veit ég hvað ég á að kjósa í vor...

Eftir að hafa borið saman skattaloforð Sjálftæðisflokks og Samfylkingar og auk þess tekið prófið á Afstaða.net veit ég alveg nákvæmlega hvaða flokk ég á að kjósa í vor.

Hvor býður betur?

Eins og flestir vita er stutt í Alþingiskosningar. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið duglegir að lofa öllu fögru ef þeir komast til valda og hafa t.d. sett Íslandsmet í loforðum um lækkun skatta. Nú er hægt að bera saman hvor býðir betur, Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin. Maður setur bara inn í reiknivélina mánaðarlaunin sín fyrir skatta og sér þá hvort maður eigi að kjósa Sjálfstæðisflokk eða Samfylkinguna.

Puppetry of the Penis

Ég heyrði viðtal við annan meðlima "Puppetry of the Penis" á Sterio 89,5 í gær en þessir fótafimu Ástralir ætla að vera með óvenjulegan limaburð í Reykjavík 23. apríl n.k. Í viðtalinu kom sérstaklega fram að félagarnir tveir sem standa að sýningunni taka sérstakt "warm-up" fyrir hverja sýningu... hmmm... í hverju skyldi það nú felast...


miðvikudagur, apríl 16, 2003


Sumardekkin komin undir...

Nú er maður loksins kominn á sumardekkin og þ.a.l. sumarfelgurnar líka (þó fyrr hefði verið). Það verður gaman að rúnta á Lexusnum um helgina og ekkert helv.... naglahljóð.

Hvar var myndavélin þá?

Eftir tónleikana með Scooter varð ég (og vinir mínir) vitni að alveg einstakri uppákomu á bílastæðinu við Laugardalshöllina. Við sátum inn í bíl og biðum eftir því að edrú bílstjóri kæmi að sækja okkur. Allt í einu varð okkur litið inn í bíl sem var lagt við hliðina á okkur. Þá var þar ungt par að fá sér einn stuttan drátt í aftursætinu og virtist þeim vera alveg sama þótt þau hefðu áhorfendur að athæfinu. Það var bara eitt sem kom upp í hugann á mér þegar við sáum þetta... af hverju tók ég ekki myndavélina með mér á tónleikana?

Nokia 7250

Ég keypti mér nýjan gemsa um helgina, Nokia 7250 varð fyrir valinu enda einn flottasti síminn á markaðnum í dag, hann er t.d. með myndavél og er myndin hér að neðan einmitt tekin með símanum.

Skíðavikan?

Nú er "Skíðavikan" hafin á Ísafirði þrátt fyrir að snjóinn vanti en það má víst alltaf bjarga málunum - a.m.k. um stundar sakir. Samt skiptir ekki máli hvernig viðrar á Skíðavikunni, aðalatriðið er að skemmtanalífið sé blómlegt um páskahelgina.

The Man. Utd. Virus

Þetta spaug er tileinkað yfirmanni mínum og öðrum Man.Utd. aðdáendum ;o)

The Manchester United Virus.... This is where your PC thinks it's far superior than any other PC and develops a memory disorder, forgetting anything that happened before 1993.

The David Beckham Virus.... This affects newer PC's mainly. The computer looks great, all the lights are on, but nothing works.

The Roy Keane Virus.... This one is particularly nasty and will throw you out of Windows....

The Alex Ferguson Virus.... The computer develops a continuous whining noise and the on-screen clock runs a lot faster or slower (depending on how your day's been), than all the other computers in the building.

The Fabien Bartez Virus.... This one's not particularly harmful - but you just can't save anything.

The Neville Bros. Virus.... Just when you think things can't get any worse, this one pops up and causes a calamitous error.

The Ryan Giggs Virus.... The computer develops a processor problem, whereby it thinks it's better than it actually is. It also experiences a dramatic fluctuation in performance.

The Luke Chadwick Virus.... This is a particularly ugly one.

The Manchester United Shirt Virus.... This one is especially hard to detect as it changes it's format every three months.


þriðjudagur, apríl 15, 2003


Harder, Faster, Scooter!

Fyrirsögnin hér að ofan lýsir síðasta föstudagskvöldi vel. Tónleikarnir með Scooter voru hreint út sagt geðveikir... meira að segja betri en ég þorði að vona. Nærri sex þúsund manns troðfylltu Laugardalshöllina á föstudagskvöldið og sköpuðu einhverja mögnuðust stemmingu sem verið hefur á tónleikum á Íslandi til þessa. Þið sem fóruð ekki á tónleikana misstuð sko af miklu... fyrir það fyrsta var frábær stemming meðal áhorfenda, ljósashowið var geðveikislega flott, við fengum líka flugeldasýningu rétt eins og var í boði á Rammstein tónleikunum 2001 og svo var auðvitað Scooter með geggjaða sviðsframkomu og það var alveg greinilegt að hljómsveitin gaf sig 110% í tónleikana.

Mér skilst að það sé ekki ólíklegt að Scooter muni láta sjá sig aftur á Íslandi fljótlega því þeir félagar skemmtu sér svo hrikalega vel hér á landi að þeir vilja koma aftur til að endurtaka leikinn. Það er alveg bókað að ég mun fara aftur á Scooter ef það verður í boði.


föstudagur, apríl 11, 2003


Scooter í kvöld!

Það er lokisins komið að tónleikunum með Scooter en þeir verða í Laugardalshöll í kvöld. Ég sé geðveikt eftir því að hafa ekki farið út á djammið með einum vini mínum í gærkvöldi eftir bíóferðina því ég fékk SMS frá honum í nótt þar sem hann sagði að sjálfur Scooter sæti á næsta borði við hann á ákveðnum bar í miðborginni. Andsk... óheppni er þetta í manni. En núna er bara að drífa sig niður í Kringlu eða Smáralind og eyða einhverjum peningum, svo er það pre-party fyrir tónleikana og svo auðvitað viðburður ársins... tónleikar Scooter í Laugardalshöll...

Nói Albinói

Ég fór á Nóa Albinóa í Háskólabíó í gærkvöldi og ég verð að segja að þessi mynd er hreinasta snilld. Ég held að í myndinni sé fyndnasta atriði í íslenskri bíómynd...ever! Myndin er bara flott frá A til Ö og ekki spillir fyrir að hún er tekin upp þar sem hjarta mitt slær. Þeir sem hafa séð myndina um hann Nóa Albinóa hafa líklega tekið eftir því að síðasta mydin sem ég setti inn af af bílnum mínum er einmitt tekin fyrir utan heimili Nóa, þ.e. Tröð í Bolungarvík.


miðvikudagur, apríl 09, 2003


When I was young, it seemed that life was so wonderful...

Nú eru bara 2 dagar í Scooter, þetta verður djamm ársins og ég gæti ekki hugsað mér að missa af tónleikunum. Þetta eru fjórðu tónleikarnir mínir til þessa en ég hafði áður farið á Prodigy, Rammstein og svo auðvitað Reykjavík Music Festival þar sem ATB, Sash! og Bloodhound Gang voru aðalnöfnin.

Ég elska þennan bíl ;o)

Ég fæ aldrei leið á að taka myndir af bílnum mínum og halda sumir því fram að hann sé stóra ástin í mínu lífi.

Lengjan

Ég er mjög óánægður með karlalið Hauka í handboltanum. Ef þeir hefðu hundskast til að vinna Fram í gærkvöldi hefði ég grætt 6 þúsund kall. Stuðullinn á leiknum var 1,2 sem þýðir að yfirgnæfandi miklar líkur voru á því að Haukarnir myndu vinna leikinn... en þeir klúðruðu þessu.

Í dag lagði ég aftur undir 2 þúsund en nú á 3 seðla. Tveir þeirra eru upp á 500 kall og eru með stuðlana 17,06 og 15,88 en þriðji seðillinn er upp á 1.000 og er með stuðulinn 6,14. Ég vona að ég hafi heppnina með mér í kvöld, ef ekki - þá er ég allavega búinn að styrkja íþróttahreyfinguna í landinu um 2 þúsund kall.

Miðvikudagsgrín

Á eftirliti einn daginn, tók lögreglan í Kópavogi eftir allsberum Hafnfirðingi á röltinu á Reykjavíkurveginum. Þeir stoppuðu hann og spurðu hvað í ósköpunum hann væri að gera á gangi, allsber, á leiðinni til Reykjavíkur. "Það er löng saga," segir Hafnfirðingurinn þreytulega.
"Við erum ekkert að flýta okkur," segja lögregluþjónarnir.
"Sko, ég hitti geðveikt flotta gellu á Fjörukránni fyrir svona þremur tímum," byrjar Hafnfirðingurinn, "við byrjuðum að spjalla og ákváðum eftir nokkur glös að kíkja heim til hennar. Við byrjuðum að kela og knúsa og á endanum vorum við komin úr öllum fötunum. Þá lagðist hún á bakið og sagði: "Gakktu í bæinn..."

Scooter og skutlurnar

Hægt er að nálgast nýja diskinn með Scooter á Quickmusic.


þriðjudagur, apríl 08, 2003


Lengjan

Það er ekki laust við að spilafíknin sé að ná tökum á manni þessa dagana eftir velgengnina í Lengjunni í síðustu viku því þá græddi ég 9 þúsund kall á einu kvöldi. Ég lagði 2 þúsund undir í kvöld á 4 seðla og er með stuðlana 3,29 - 4,79 - 7,64 - 8,39. Nú er bara að vona að úrslitin verði mér hliðholl í kvöld svo maður geti nú eytt einhverju í Reykjavík um helgina.

Kringla eða kirkjugarður?

Reykvíkingar hafa ákeðið að verslunarmiðstöð komi í stað kirkjugarðs við Korpúlfsstaði... hún verður svipað stór og Smáralindin.


mánudagur, apríl 07, 2003


Vor í lofti...

Það er greinilega vor í lofti þessa dagana og það fær mann til að nota frítímann í hluti eins og að fara á rúntinn. Ég tók nokkra hringi í hádeginu í dag og tók þá þessa mynd af Lexusnum.


föstudagur, apríl 04, 2003


Vika í Scooter

Þá fer að líða að því að maður heiðri Reykvíkinga með nærveru sinni því eftir viku eru hinir umtöluðu tónleikar með Scooter í Laugardalshöll og þar verð ég ásamt fylgdarliði. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer fljúgandi eða keyrandi suður. Það er í raun ódýrara að fljúga en keyra, sérstaklega þegar maður tekur tillit til tímasparnaðar og vinnutaps en það er hins vegar mikið skemmtilegra að keyra - svo mikið er víst.

Nóg í bili, það er best að fara að drífa sig á aðalfund Sparisjóðsins og njóta þeirra léttu veitinga sem þar eru á boðstólum...


fimmtudagur, apríl 03, 2003


Mistök

Það er víst enginn fullkominn og þar er ég ekki undanskilinn... síðasta færsla fór alveg í klessu hjá mér, gleymdi einni "gæsalöpp" og því fór sem fór.

Now that's what I call music!

Nýjasti diskurinn í hinni víðfrægu NOW-seríu kemur út 14. apríl nk., NOW 54 lofar góðu ef marka má lagalistann sem segir reyndar eiginlega allt um innihaldið. Ef menn vilja á annað borð kaupa sér safndiska með popptónlist þá mæli ég mikið frekar með NOW diskunum heldur en Pottþétt seríunni. Ástæðan er einföld, NOW diskarnir eru bæði betri og ódýrari en Pottþétt diskarnar auk þess sem það er hægt að afrita NOW diskana að vild en Pottþétt diskarnir eru með hinni heimskulegu "afritunarvörn" (sem virkar reyndar bara fyrir tölvunotendur sem eru ekki nógu klárir á tölvur).


miðvikudagur, apríl 02, 2003


Einhleypir og fráskildir

Baggalútur hefur gefið út fáein ráð fyrir þá sem eru einhleypir eða fráskildir. Nú er bara að prufa þessi ráð og vona að þau gefi góða raun...

Lena og Júlía

Er þetta það sem koma skal í Júróvision?


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3