» Party in the moonlight and dance to the sunrise...sunnudagur, nóvember 30, 2003


Jólaskraut

Þá er kominn örlítill jólabragur á bloggið hjá mér. Nú getur maður byrjað að telja niður dagana til jólanna... ég hlakka til að opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu í fyrramálið...

Sunnudagur

Ekki skemmtilegasti dagur vikunnar. En maður getur samt horft á fótbolta til að stytta sér stundirnar. Núna er það Liverpool á móti Birmingham. Staðan er 1-1 í hálfleik, Stevie G með markið úr víti sem Pongolle fiskaði. Það er hægt að horfa á leikinn live á www.liverpoolfc.tv


laugardagur, nóvember 29, 2003


Partý í kvöld?

Ég lagði fram formlega kvörtun til einnar vinkonu minnar í kvöld, hún er greinilega að reyna að komast hjá því að bjóða mér í partý til sín því hún heldur bara "stelpupartý" núorðið.

Veit enginn um gott partý (þar sem strákar mega mæta) í Víkinni í kvöld?

Djammið

Hvað getur maður sagt um djammið í kvöld? Ég vitna bara í góðan dægurlagatexta...

At the end of every week
Each one of us becomes a freak


Það er ball með Buff í Víkurbæ í kvöld, það verður örugglega brjáluð stemming... núna eru um 200 manns á jólahlaðborði í húsinu og svo eiga einhverjir eftir að bætast í hópinn þegar ballið byrjar... kannski tek ég myndavélina með...kannski...


föstudagur, nóvember 28, 2003


Netþýðandinn

Þetta getur verið praktískt verkfæri fyrir þá sem hafa ekki íslenskt lyklaborð en vilja samt fá íslenskan texta á heimasíðuna sína.

Jólaskap

Það fer að koma tími á jólaskraut á síðuna en þessi jólalög verða duga í bili...

Boney M - When A Child Is Born
Monty Python - Christmas In Heaven

Jóla Macarena

Þetta er bara fyndið...

Tvífari?

Mér finst ég sjá Róbert Anna á myndinni með þessari frétt... kannski er þetta bara tvífari hans sem heldur á verðlaunagripnum...

Buff

Þá er það helgin... ég býst við því að skella mér á Buff í Víkurbæ á morgun til að upplifa loksins alvöru ball í Vikurbæ sem er nota bene besti ballstaðurinn á Vestfjörðum. Það er fyrir löngu búið að skora á mig að taka einhverjar djamm myndir til að setja á Víkari.is... ætti ég að láta verða af þessu?


fimmtudagur, nóvember 27, 2003


Ali G... Aiii

Æðislegir þættir á RÚV...

I Need A Girlfriend

I've Got Everything I Want In My Life Except A Girlfriend...

10.000

Það eru miklar líkur á að innan sólarhrings eigi 10 þúsundasti gesturinn eftir að líta inn á þessa heimasíðu. Það er framar mínum björtustu vonum.


miðvikudagur, nóvember 26, 2003


Jóladagatalið

Maður má víst ekki opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu fyrr en á mánudaginn, bíð spenntur eftir að sjá hvað leynist í glugga númer 1.

Hugmynd

Við könnumst flest við þessi hefðbundnu "diskótek" í Sjallanum þar sem í rauninni er bara spiluð blönduð popptónlist sem fólk dansar við. Í dag þarf Sjallinn að borga plötusnúð fyrir að spila tónlist fyrir gesti staðarins... og gestirnir eru auðvitað ekkert alltaf sáttir við lagavalið. Hvernig væri nú að koma svona glymskratta í Sjallann? Þá velja gestirnir sjálfir tónlistina og borga sömuleiðis fyrir hana. Ef einhver gesta staðarins verður óánægður með tónlistarvalið er einfaldlega hægt að benda honum á glymskrattann...


þriðjudagur, nóvember 25, 2003


Kominn heim

Þá er maður bara kominn heim eftir vikudvöl í borg óttans. Ég hlakka ekkert sérstaklega til að sjá VISA reikninginn sem ég fæ í byrjun janúar...


mánudagur, nóvember 24, 2003


Busy

Það er lítill tími til að blogga núna, var í Kringlunni í allan dag og er núna að fara í bíó...

Fleiri bolvískir bloggarar

Fyrir stuttu síðan byrjaði Jón Atli að blogga og nú er Sigurvin kominn í hóp bolvískra bloggara.

Víkarar eru beztir!

Þetta sagði ég með stolti (eins og alltaf) í dag. Ég fór að sjálfsögðu að horfa á Bolvíkinga spila í 3. deildinni í innanhússknattspyrnu í Austurbergi í dag. Bolvíkingar unnu riðilinn sinn í 3. deildinni og spila þar með í 2. deild - næst efstu deild - á næsta ári. Ísfirðingar léku einnig í sömu deild en þeir voru bara heppnir að falla ekki niður í 4. deild.

Nokkrar merkilegar staðreyndir um leikina í dag. Það gengu fjórir leikmenn til liðs við Bolungarvík á föstudaginn, þrír þeirra spiluðu með í dag og skoruðu hver um sig tvö mörk - þetta voru Benedikt Einarsson, Guðlaugur Rafnsson og Stefán Arnalds. Einn þeirra, Ástmar Ingvarsson gat ekki verið með vegna meiðsla en leysti starf liðstjóra með prýði í dag.

Markahæsti maður Bolvíkinga í dag var markvörður liðsins, enginn annar er Svavar Geir Ævarsson en hann er aðeins 44 ára gamall. Það er einnig merkilegt að sonur hans, markahrókurinn Pétur Geir Svavarsson, skoraði aðeins eitt mark í dag (plús eitt sjálfsmark en það telur ekki).

Aðeins þrír leikmanna Bolvíkinga voru undir þrítugu, fjórir voru á fertugsaldri og tveir á fimmtugsaldri.

Myndir og fleiri smáatriði eru auðvitað á Víkara.is


föstudagur, nóvember 21, 2003


Mjög gott blogg

Það er ekki amalegt að eiga lesendur eins og ykkur, 92% þeirra sem detta inn á þessa síðu finnst bloggið mitt vera annað hvort gott eða mjög gott. Nú verð ég bara að standa mig í framtíðinni til að geta staðið undir þeim kröfum sem til mín eru gerðar.

Herra Ísland

Ég vissi nú ekki að þessi keppni væri í gangi núna en fólk er víst ekki á einu máli um hvort úrslitin hafi verið góð eða slæm.

Kvöldið

Ég fór í Smáralindina með Ásrúnu í dag. Það var farið í búðir með öllu tilheyrandi og svo sá maður röðina sem var í miðasölunni í Smárabíó... það var nefnilega að byrja forsala á síðustu Lord of the Rings myndina... ég skil ekki í að fólk skuli nenna að bíða heilu dagana eftir að kaupa sér miða á bíómyndir.

En nú er bara kvöldið framundan... það er búið að bjóða mér í 3 partý í kvöld... það er úr vöndu að ráða, ég held að ég taki þetta kvöld bara létt.

Afmælisbarnið sem gleymdist

Ég gleymdi að óska djammdrottningunni Ásrúnu til hamingju með 24 ára afmælið í fyrradag... betra seint en aldrei... til hamingju með afmælið...

Fleiri félagaskipti

Nýjustu fréttir eru þær að Bolvíkingurinn góðkunni, Ástmar Ingvarsson, sé einnig að skipta yfir í UMFB í dag og einhverjir fleiri gætu gengið til liðs við Bolvíkinga í dag.

Það hafa líka orðið nokkur félagaskipti hjá Leiftri sem leikur í riðli með Bolvíkingum um helgina, þar hafa fjórir menn gengið í raðir liðsins og ber þar helst að nefna að Þormóður Egilsson er farinn frá KR í Leiftra.

Hann á afmæli í dag...

Afmælisbarn dagsins er auðvitað Bensi bróðir sem er fertugur í dag og óska ég honum að sjálfsögðu til hamingju með daginn. Auk þess að halda upp á fertugsafmælið tók Bensi sig til og skipti í dag úr ÍR yfir í UMFB. Þetta er í raun merkilegur viðburður því hann hefur ekki spilað með Bolvíkingum frá því 1981 (þá var ég bara 5 ára). Sem sagt, eftir að hafa spilað með Ísfirðingum á gullaldarárum ÍBÍ, ÍR þann tíma sem hann hefur búið í Reykjavík og B1909 á námsárunum í Danmörku er hann loksins búinn að skipta yfir í UMFB. Ég verð að sjálfsögðu með myndavélina á lofti í Austurberginu á sunnudaginn til að mynda þennan einstæða viðburð.


fimmtudagur, nóvember 20, 2003


Nýr leikmaður til UMFB

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að nýr leikmaður muni ganga til liðs við meistaraflokk UMFB í fótbolta á morgun. Þessi leikmaður hefur það m.a. á ferilskránni að hafa spilað í tveimur efstu deildunum á Íslandi auk þess að hafa spilað í Danmörku. Fyrstu leikir þessa leikmanns fyrir UMFB munu væntanlega verða á sunnudaginn þegar Bolvíkingar spila í 3. deildinni í innanhússknattspyrnu í Austurbergi.

Dekurdagar

Þessir tveir fyrstu dagar heimsóknar minnar til Reykjavíkur hafa verið sannkallaðir dekurdagar. Hvar sem ég fer er dekrað við mig, ég er búinn að liggja upp í sófa og horfa á Friends meira eða minna í þessa tvo daga. Fæðið er heldur ekki amalegt, í var það fyrst Subway, þá hamborgarar, svo pizza og svo að síðustu var það ís með jarðaberjum og karmellusósu fyrir svefninn. Ekki tók verra við þegar ég vaknaði í morgun, þá beið mín ostaveisla með öllu tilheyrandi.

Ekkert djamm ennþá en ég er víst velkominn í eitt partý á morgun og á laugardaginn gæti verið sumarbústaðarferð í spilunum.


þriðjudagur, nóvember 18, 2003


Holiday

Ég er kominn í sumarfrí! ...réttara sagt vetrarfrí, á morgun er það bara Reykjavík með tilheyrandi djammi.

Nýr bloggari

Jón Atli hefur smitast af blogg-bakteríunni og er boðinn velkominn í hóp bolvískra bloggara.

Gott mál

Ef að þessi þingsályktunartillaga verður samþykkt á Alþingi og Háskóli Vestfjarða verður að veruleika þá er ég viss um að okkur sem búum á norðanverðum Vestfjörðum mun ganga betur að treysta búsetu á svæðinu. Ég styð þetta mál 100%.

Dugnaður

Ég er bara búinn að vera duglegur í kvöld, skrifaði heila blaðagrein og er búinn að vera að undirbúa efni næstu daga á Víkara.is.


mánudagur, nóvember 17, 2003


Snilld

Láttu syngja fyrir þig... t.d. þetta bull:

I don't want to sing this song
you say you want to lose control
This is the final home
Beat the record
I am the master

Hvað er að gerast?

Ég skil ekki hvað er að gerast í henni Reykjavík, bankarán eru að verða algengari en sjoppurán. Svo vilja allir flytja suður, ég vil nú frekar búa einhvers staðar úti á landi þar sem maður getur liggur því við hengt 5 þúsund kalla út á snúru án þess að þeim sé stolið.

Borg óttans

Ég neyðist víst til að boða komu mína til borgar óttans í þessari viku. Á dagskránni er margt, t.d. fertugsafmæli hjá Bensa bróður, langþráðir endurfundir hættulegustu viðskiptafræðinga landsins með tilheyrandi gleðskap og slagsmálum og svo framvegis. Ég hef líka heyrt spurnir af því að einhverju djammi á miðvikudagskvöldið, einhvers konar upphitun fyrir Kanadaferð en ég veit ekki hvort ég verð með í því geimi. Það er hart lagt að mér að fara keyrandi suður, en ég held að flugið verði fyrir valinu í þetta skiptið... hvað hef ég svo sem að gera við bíl í Reykjavík? Hingað til hefur dvöl mín í borg óttans einkennst djammi og drykkjuskap... og þá hefur maður ekkert við bíl að gera.


sunnudagur, nóvember 16, 2003


Tvö brjóst á dag koma heilsunni í lag!

Ég verð örugglega skammaður fyrir að þetta... en ég ætla samt að láta þetta flakka.

Rannsókn á 200 karlmönnum, sem stóð í 5 ár sýndi, að þeir sem njóta þess að stara á þrýstna barma brjóstgóðra kvenna höfðu lægri blóðþrýsting, færri hjartasjúkdóma og hægari hjartslátt í samanburði við þá sem ekki nutu þess að horfa á brjóst.

Aðstandendur rannsóknarinnar upplýstu að aðeins 10 mín. gláp á vel þroskuð kvennmannsbrjóst jafnaðist á við 30 mín. púl í heilsurækt.


Þessi fróðleikur er tekinn upp úr frétta og fræðsluriti GSK (GlaxoSmithKline).

Reyklaus

Ég var á ættar/fjölskyldumóti á síðustu helgi, ég held að þetta sé reyklaus ætt...og ég er mjög stoltur af því.

Próf

Ég er plebbi, meðalmaður og er með heilagerð karlmanns.

Madonna

Hún er snillingur.


laugardagur, nóvember 15, 2003


Djammið

Ég verð að viðurkenna að mig langar hrikalega til að fara út að skemmta mér í kvöld, það er bara þessi tilfinning þegar manni finnst sem maður þurfi að slökkva aðeins á köldum raunveruleikanum og flýja inn í heim kæruleysisins þar sem engar áhyggjur eru... bara taumlaus gleði. Ég skil ekki af hverju Írafár er bara með tónleika í kvöld, mig langar á ball - ekki tónleika. Ég öfunda líka Dodda af því að vera að fara á ball með Í svörtum fötum í kvöld, núna sé ég eftir því að hafa ekki farið norður þessa helgina.

Wonderful Christmastime

Jólalögin eru farin koma út, það nýjasta sem ég heyrði er með Hiver & Hammer og heitir Wonderful Christmastime... maður ætti eiginlega að taka það með sér á Sjallann í kvöld því þetta á vel heima á diskó-inu þar...


föstudagur, nóvember 14, 2003


P.I.N.T.

Yndislegt lag með 50 Pence...

i duno wat you heard about me,
but you aint gettin a smirnoff for free.
you can sit urself on my knee.
but keep your hands off my P.I.N.T.


...restin af textanum...

Beirút norðursins

Ekki nema von að maður veigri sér við því að fara norður...greinilega stórhættulegt pleiz...

Úpps

Einhvern veginn rataði frétt frá mér inn á forsíðu mbl.is í dag... var við hliðina á fréttinni um kínverska raðmorðingann sem stundaði að nauðga gömlum konum.

Helgin

Í fyrsta lagi er það Idol í kvöld, ég vona að það komist einhver strákur áfram... af fyrstu sex inn í átta manna úrslit eru fimm stelpur og einn strákur.

Svo er það djammið... eða djammleysið réttara sagt, ekkert um að vera og líklega bara best að halda sig heima við og sinna kannski tölvunni eitthvað... nema auðvitað ef Djammdrottningin býður manni á rúntinn á nýja eðalvagninum...

Jarðarför

Þetta er frétt dagsins í íslensku viðskiptalífi.


fimmtudagur, nóvember 13, 2003


Persónuleikapróf

Það er alltaf gaman að taka svona persónuleikapróf.

Niðurstöðurnar:

Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf býsna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.

Ætli það sé nokkuð til í þessu?

Britney

Ég heyrði gott lag með Britney Spears í gær...grínlaust. Hún fær smá hjálp frá Madonnu í laginu "Me Against The Music" en það er Gabriel & Drezden Remixið sem gerir þetta lag að algjörri snilld

Hey Britney, you say you wanna lose control
Come over here I got somethin' to show ya
Sexy lady, I'd rather see you bare your soul
If you think you're so hot, better show me what you got
All my people in the crowd, let me see you dance
C'mon Britney lose control, watch you take it down


miðvikudagur, nóvember 12, 2003


Smalahöfuð

Hafið þið smakkað "Smalahöfuð með rótarmús og jarðávöxtun"?


þriðjudagur, nóvember 11, 2003


Ísland í dag

Ég held ég sé farinn að safna mér fyrir nýjum bíl. Allavega langar mig í bílinn sem var í reynsluakstri í "Íslandi í dag" í kvöld.

Svo var ég líka að fá boðskort á forsýningu á nýju gerðinni af Porsche Cayenne jeppanum, spurning um að skreppa bara suður á föstudaginn...

Framhjáhald

Það er erfitt að viðurkenna svona hluti, en mér finnst sem ég hafi haldið fram hjá blogginu mínu undanfarna daga. Athygli mín hefur nær öll verið á viðhaldinu sem heimtar æ meira af mínum takmarkaða frítíma. Ég skammast mín hálfpartinn.


mánudagur, nóvember 10, 2003


Vetrargolf

Hvað er betra en að skella sér í golf á miðjum vinnudegi í nóvember? Þetta gerði ég í dag, mætti í vinnuna í morgun, fór svo í hádegismat og kom svo aftur niður í vinnu og sagðist vera farinn út á golfvöll.

Sjálfskynhneigð

Ég fór á námskeið á laugardagsmorguninn hjá sálfræðingi og lærði þar nýtt orð...Sjálfskynhneigð... það hlýtur að vera orð yfir þá sem elska sjálfa sig út af lífinu.

Djammmyndir?

Ef hægt er að kalla myndir af grímuballi djammmyndir þá er ég kominn í hóp ljósmyndara skemmtanalífsins. En að öllu gríni slepptu þá var mjög gaman að fá að sjá hvernig yngsta kynslóðin gerir sér glaðan dag. Tónlistin var svipuð og venjulegum skemmtistöðum en á "barnum" var ekkert áfengi, bara gosdrykkir, snakk og sælgæti.


sunnudagur, nóvember 09, 2003


Víkari.is og Alþingi

Það er greinilegt að alþingismenn hafa komist á snoðir um tilvist Víkara.is sbr. þessa umfjöllun sem vefurinn fær á heimasíðu Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismanns.

Erfið helgi

Þessi helgi var tíðindamikil og erfið hjá mér. Eftir að bb.is birti frétt um Víkara.is fylltist pósthólfið mitt af hamingjuóskum og baráttukveðjum frá Bolvíkingum nær og fjær. Ég er mjög þakklátur öllum þeim sem hafi gefið mér ráðleggingar um Víkara.is-vefinn og ég mun eftir fremsta megni sinna þeim ábendingum sem ég hef fengið.

En svo fór eiginlega allur laugardagurinn í ættarmót/fjölskyldumót, ég var svo þreyttur eftir það að ég nennti ekki einu sinni að fara á ball. Fór þess í stað að horfa á upptöku af Galaxy Fitness keppninni með gestunum sem voru í heimsókn hjá okkur.

Dagurinn í dag fór í að horfa á fótbolta og ýmis konar vesen.

Óverðskuldað

Ég var alveg rosalega ánægður að sjá hvað Liverpool spilaði vel í leiknum gegn Man.Utd. í dag. Ég er hrikalega fúll yfir því að Liverpool hafi tapað leiknum 2-1 sem var mjög óverðskuldað, tvö grísamörk frá Giggs gerðu út um leikinn en Kewell skoraði eitt sárabótamark.


föstudagur, nóvember 07, 2003


Víkari.is kominn á bb.is

Blaðamenn bb.is hafa komið auga á Víkara.is síðuna, allt um það hér...

Thank God It's Friday

Ég rakst á nýtt lag með Scooter í gærkvöldi, tónsmíðin er kölluð "Jigga Jigga" og er bara með betri afurðum sveitarinnar. En loksins er kominn aftur föstudagur og þá er tilefni til að vitna í þennan snilldartexta frá Scooter:

Leaving the whole week behind
Stop the trouble, open your mind
Is this the life you want to live
Clear up your mind, zebras crossing the street
Loosing control, everything is in your hand
Running around, down the street
Buying some frozen food, put it in a fridge
Turn up the music louder
- Thank god it's friday -

Nördakvöld

Fékk nokkrar nýjar myndir í kvöld þannig að mér ætti ekki að leiðast á næstunni. Á harða diskinn hjá mér bættust m.a. S.W.A.T., The Italian Job, Gigli, The Rundown, Once Upon A Time In Mexico, Taxi 3, My Boss's Daughter, Tomb Raider 2, The League of Extraordinary Gentlemen og auðvitað Kill Bill.


fimmtudagur, nóvember 06, 2003


Böstaður

Menn láta greinilega koma að sér við ýmsa iðju í réttarsölunum í Frakklandi.

Hong Kong Securities

Ég fékk alveg stór furðulegt símtal áðan frá einhverjum manni hjá fyrirtæki sem kallaði sig Hong Kong Securities eða eitthvað svipað. Maðurinn vildi tala við Mr. Einarsson og ætlaði að fara að bjóða mér að kaupa einhver verðbréf... ég þakkaði pent fyrir og sagðist ekki hafa neinn áhuga á því sem hann ætlaði að bjóða mér því ég ég er nógu vel upplýstur til að vita að svona gylliboðasímtöl eru bara ólöglegt peningaplott.

1 árs afmæli

Í dag er víst eitt ár liðið frá því ég byrjaði að blogga... það er bara einum manni að þakka að ég byrjaði á þessari vitleysu...miðvikudagur, nóvember 05, 2003


Nýsköpun

Þetta er sko nýsköpun... það er greinilega líka til húmor í Noregi...

Óshlíðin og jarðgöng

Er ekki bara komið að því að fara að biðja um jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar? Þau eiga eflaust eftir að fækka slysum í framtíðinni.

Verstu kvikmyndirnar

Var Titanic virkilega svona slæm kvikmynd... myndin fékk bara 11 Óskarsverðlaun á sínum tíma.

Zebras Crossing The Street

Ég átti bara í vandræðum með að sneiða fram hjá öllum Sebrahestunum sem spásseruðu um götur bæjarins í hádeginu. En ég rataði að lokum inn á Shell og fékk þar kókið mitt ásamt staðgóðum hádegisverði.


þriðjudagur, nóvember 04, 2003


Gudjohnsen

Mikið var gaman að horfa á Chel$ki vinna Lazio 4-0 áðan og auðvitað stóð Eiður Smári sig með prýði í leiknum. Ég skil samt ekki í því af hverju Sinisa Mihajlovic fékk að hanga svona lengi inn á vellinum, áður en hann fékk rauða spjaldið átti hann a.m.k. vera búinn að fá tvö önnur rauð, það er ekki eins og maðurinn sé eitthvað góður í fótbolta - hann getur reyndar skorað úr aukaspyrnum en hann tapaði þessum leik fyrir Lazio... þvílíkur auli.

Ja hérna...

...það sem fólki dettur nú í hug... eða þessi slökkvari... því stærri því betri?

Inniveður

Það er bara inniveður í dag, snjólkoma og skítakuldi úti... það er ólíkt hlýlegra á Benidorm þessa stundina...

Djamm-myndir

Einu sinni var hann kallaður Guð... djöfull er ég feginn að Liverpool seldi Fowler á sínum tíma... sagt er að eitt svona fyllerí kosti drenginn 15 millur...

Hvað gerirðu fyrir bjór?

Þessi gerir ýmislegt fyrir bjór... myndir þú gera slíkt hið sama?


mánudagur, nóvember 03, 2003


Morðingjamýri

Þetta örnefni, Morðingjamýri, hefur alltaf heillað mig... veit einhver hvar þessi mýri er?

...á íslensku

Einar Örn er kominn með íslensku stafina á bloggið sitt aftur... nú er bara að vona að Bloggari dauðans fari að setja einhvern kraft í bloggið sitt.

Surfið

Það er margt furðulegt sem maður rekst á þegar maður setur ákveðin orð inn í leitarvélar... hérna fékk ég Disco Inferno beint í æð, smá sænska hér, hver skyldi eitt sinn hafa kallað sig Hákarlinn? (einhvern veginn fokkaði Frontpage þessari síðu upp)

Íslenskir stafir

Stundum lendir maður í vandræðum með íslenska stafi í Bloggernum... þetta einfalda tól hefur oft bjargað mér.

Pink

Ég hef tekið eftir því sumum finnst bleikar heimasíður flottar... hvernig væri að fá sér bara fartölvu sem passar við heimasíðuna...

Það snjóar...

...og svei mér þá ef það er bara ekki að verða jólalegt úti...

Ást

Þetta er frekar skapandi tákn um ástina...

Ótrúlegt

Maður veit að ecstasy og oft kallað "nammi" af neytendum þess en mér finnst þessi frétt vera ótrúleg, 5 ára krakki nælir sér í "nammi" eldri bróðurs síns, eins gott að kennarinn greip inn í þetta mál.


sunnudagur, nóvember 02, 2003


Af hverju Akureyri?

Það virðist alltaf ætla að fjölga þeim sem maður þekkir sem vilja vera á Akureyri... held að fólk sé bara að flýja mig... það veit að það eru litlar líkur að ég láti sjá mig þar...

100 listarnir

Ég er búinn að lesa yfir ansi marga 100-lista undanfarið, sumir þeirra eru mjög persónulegir og eftir lestur sumra þeirra þá hugsar maður með sér að í rauninni geti maður bara verið ánægður með sitt hlutskipti í lífinu.

Hringvöðvalagið...

...með Einari Erni...

mp3

Texti og gítargrip

Mál málanna í dag

Það virðist sem þetta mál sé á vörum ansi margra þessa dagana.

Florent Sinama Pongolle

Þessi drengur bjargaði deginum hjá mér, það var honum að þakka að Liverpool vann Fulham í dag.


laugardagur, nóvember 01, 2003


Party Zone

Úff, þessi Party Zone þáttur í kvöld er búinn að vera geðveikur... 40 bestu danslög allra tíma... nú langar mig á djammið...

Do You Remember?

Það er svo gaman að fara yfir gamla geisladiska og minnast gömlu góðu dagana... þessar línur úr laginu Stay með Sash! gripu mig áðan... ég fór einu sinni á tónleika með Sash! í Reykjavík og ég skemmti mér hrikalega vel...

I had a dream last night
You were there
You held my hand so tight
I thought I'd just die

Þynnka?

Ég get svo svarið að ég er hálf þunnur í dag, ég veit ekki af hverju því ég var ekkert fullur í gærkvöldi. Ég var bara ósköp venjulegur tölvunörd í gærkvöldi, glápti á Idol og var svo í tölvunni langt fram á nótt... en nóg um það. Núna er bara spurningin hvort ég eigi að fara út á djammið í kvöld. Ég ætlaði að vera rólegur þessa helgina - það þýðir að ég fari ekki út á djammið... ég veit að ég er rólegur á djamminu en ég er ennþá rólegri edrú... eiginlega hálf dauður er mér sagt. - en í ljósi þess að ég virðist geta orðið þunnur án þess að fá mér í glas þá ætla ég að endurskoða afstöðu mína til kvöldsins.

Hvað er svo um að vera í kvöld? Það er einhver trúbador á Finnabæ, BMX og Óli Palli eru á Vagninum á Flateyri og Skímó félagarnir Einar Ágúst og Gunni Óla eiga að vera á Sjallanum. Allir þessir viðburðir hafa sína kosti og galla, það er ódýrast að fara á Finnabæ því þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að hafa driver eða þurfa að taka leigubíl á ball, mesta stuðið verður örugglega á Vagninum en það er ótrúlega erfitt/dýrt að redda sér fari á Flateyri...hvað þá tilbaka. Þá er bara Sjallinn eftir, ég er ekki hrifinn að trúbadorum yfirleitt og finnst þeir yfirleitt vera allir jafn leiðinlegir, en ég á mjög góðar minningar tengdar Skítamóral eða Skímó eins og Mórallinn kallar sig í dag.

Á mínum yngri árum vann ég - eiginlega í sjálfboðavinnu - sem plötusnúður á skemmtistað sem hét "Jón Bakan" í Bolungarvík. Þá voru dýrðardagar í djamminu í Víkinnni og einstaklega gaman að fá að vera í hringiðu skemmtanalífsins á þeim tíma. Ég man eftir því að Skítamórall - sem þá voru ekki orðnir stórt nafn á ballmarkaðnum - kom og spilaði hjá okkur og ég man ekki eftir að hafa verið á jafn skemmtilegu balli... ever. Ég held að það hafi verið pakkað á dansgólfinu allt kvöldið og geðveik stemming, þegar Skítamórall fór í pásu var ég vitni að rosalega skemmtilegu atviki því fólkið í kringum mig á gólfinu fór að hrópa nafnið mitt til merkis um það vildi að ég færi að spila í pásunni. Ég stökk auðvitað upp í búrið og vann vinnuna mína... ég var reyndar líka dansandi í pásunni en fór bara á réttum tíma í búrið til að skipti um lög. Þetta var besta djamm sem ég hef farið á, og það sem meira er... ég var edrú því ég var ekki byrjaður að drekka á þessum tima.

Niðurstaðan hjá mér um djammið í kvöld, ég ætla bara að bíða og sjá hvað liðið segir í kvöld... ég væri samt alveg til í að fara í gott partý í kvöld...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3