» Party in the moonlight and dance to the sunrise...miðvikudagur, mars 31, 2004


Svar við gátunni

Ég hefði aldrei getað leyst gátuna um kónginn og arftaka hans, það þarf líka að gefa sér ákveðnar forsendur til að geta leyst hana. Gátan var 10% aukaspurning af miðannarprófi í "Gluggakerfi 1" sem er fag sem er kennt í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík.

Það átti að setja mennina tvo í blóðpróf. Dreyrasýki (síblæði) var algeng í konungsættum fyrr á öldum (enda arfgengur sjúkdómur). Eiginkona kóngsins, þ.e. drottningin, var með dreyrasýki og þ.a.l. voru helmings líkur á því að sonurinn væri líka með dreyrasýki. Þetta vissi sonurinn og hann vissi líka að ef hann færi í blóðpróf þá væru helmingslíkur á að honum myndi blæða út. Ef það eru miklar líkur á að einstaklingur sé með dreyrasýki þá vill hann síst af öllu stefna lífi sínu í hættu með því að fara í blóðpróf... þannig að ráðgjafarnir gátu í raun útilokað manninn sem vildi fara í blóðprófið.

Ef þið viljið fræðast meira um dreyrasýki þá getiði lesið þessa grein á Doktor.is

Fegurðin kemur innan frá...

...en hver skyldi nú verða Fegurðardrottning Vestfjarða 2004?

(Ó)fullnæging

Einhvern tímann var mér sagt að konur sem eru alltaf að breyta stofunni hjá sér, þ.e. eru alltaf að færa húsgögnin fram og tilbaka, séu ófullnægðar. Það er nokkuð til í þessu, ég tók eftir þessu hjá einni stelpu sem ég þekki, hún var alltaf að breyta einhverju í stofunni. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart þegar hún hætti með kærastanum sínum og byrjaði að búa með besta vini hans. Þessi gamli var greinilega ekki að fullnægja þörfum hennar.

En núna þarf maður að líta aðeins í eigin barm, ég hef staðið sjálfan mig að því að hafa verið að breyta útlitinu á þessari bloggsíðu minni ótt og títt undanfarnar vikur... ætli það sé eitthvað svipað í gangi hjá mér?


þriðjudagur, mars 30, 2004


Ég var einu sinni... nörd

Ég fæ iðulega á mig þann stimpil að vera nörd... hérna er skilgreining á nörda hugtakinu:

Nerd: A stupid, foolish, socially inept or unattractive person. A person (usually male) who is single-minded or accomplished in scientific pursuits, but lacks social skills. An unpleasant, unattractive, ineffectual or insignificant person. Also geek, anorak, bufty, train-spotter.

Eftir á að hyggja þá held ég sé ekki nörd... og hafi aldrei verið það.

Gáta

Gátur eru í tísku í dag... hér kemur ein.

Konungur í tilteknu kóngríki deyr og tveir menn halda því fram að þeir séu einkasonur hans og eigi því rétt á að taka við krúnunni. Augljóslega er annar réttmætur arftaki en hinn svikari, hins vegar er ekki vitað hvor er hvað. Ráðgjafar konungsins heitins ákveða að stinga upp á að báðir mennirnir verði settir í tiltekið próf til að hið sanna komi í ljós. Annar þeirra þverneitar að taka prófið en hinn samþykkir. Þetta reynist vera nóg fyrir ráðgjafana, svo þeir vísa þeim úr landi sem samþykkti að taka prófið en krýna hinn sem nýjan konung. Hvers vegna völdu þeir þann sem vildi ekki taka prófið?


mánudagur, mars 29, 2004


Mikið um glæpi í Súðavík?

Ef marka má frétt bb.is af löggæslumálum í Súðavík þá virðist sem sérstaklega þurfi að stemma stigu við afbrotum og hvers kyns slysum þar í bæ. En laganna verðir ætla núna að taka málin í sínar hendur og þá verður Súðvíkingum vonandi forðað frá þessari skæðu afbrota- og slysahrynu.

Verð ég fyrsti forsætisráðherra Vestfjarða?

Bolvíska stálið er með þetta allt á hreinu. Ég er í það minnsta farinn að undirbúa mig undir harða kosningabaráttu og er farinn að líta í kringum mig í leit að frambærilegum kosningastjóra.

Mánudagur til mæðu

Helgin er búin og vinnuvikan framundan...


sunnudagur, mars 28, 2004


Gestabókin

Begga var kvarta undan því að hún væri sú eina sem skrifaði í gestabókina hjá mér... ég er eiginlega sammála henni en ég hef svo sem ekkert verið að hafa linkinn á gestabókina á áberandi stað á síðunni svo ég get ekki kvartað...

Sukk og svínarí

Helgin er búin að vera hið mesta sukk og svínarí hjá mér. Nammibannið var týnt og tröllum gefið og ég sleppti því að fara í ræktina í morgun. Það var kannski ástæðan fyrir tapinu í spurningakeppninni í dag, ég get samt huggað mig við það að liðið mitt var eina liðið sem vann sigurliðið í keppninni.


laugardagur, mars 27, 2004


hmm...

Læknar eru farnir að mæla með því að fólk bori í nefið... merkilegt

She's back!

Bloggdrottningin Mæja Bet er komin aftur, loksins fær maður að lesa aftur snilldar pistlana hennar sem maður hefur saknað undanfarna mánuði.


föstudagur, mars 26, 2004


Prófsvindl

Maður getur bara lent í steininum fyrir að svindla á prófi í Indlandi... hafið þið einhvern tímann svindlað á prófi?

Óttinn, Pensillinn & Fávitinn

Það urðu tímamót í bloggsögunni á dögunum þegar þrír ungir og efnilegir bolvískir bloggarar sameinuðu krafta sína á "Röddum þjóðarinnar". Bloggararnir eru annáluð góðmenni og þekktir fyrir einstæðan áhuga á líknar- og velferðarmálum.

Óttinn er samkvæmt heimildum mínum betur þekktur sem Óttar Kristinn Bjarnason en viðurnefnið Óttinn ku vera tilkomið vegna þess að frægt er að Óttar óttist ekki nokkurn skapaðan hlut.

Rögnvaldur "McBomberson" Magnússon er í daglegu tali kallaður Pensillinn. Nafnið er tilkomið vegna einstakra hæfileika Rögnvalds á sviði listmálunar, enda ekki við öðru að búast þar sem drengurinn hefur verið lærisveinn Halla málara um nokkurt skeið.

Fávitinn er nokkurs konar öfugmæli yfir mannvitsbrekkuna Bjarna Pétur Jónsson sem er best þekktur fyrir fróðleiksfýsn sína auk þess að vera talinn prúðmenni hið mesta.

Raddir þjóðarinnar eru hjartanlega boðnar velkomnar í bloggheiminn.

Einn góður...

Two old ladies were outside their nursing home, having a smoke, when it started to rain. One of the ladies pulled out a condom, cut off the end, put it over her cigarette, and continued smoking.

Lady 1 : What's that?
Lady 2 : A condom. This way my cigarette doesn't get wet.
Lady 1 : Where did you get it?
Lady 2 : You can get them at any drugstore.

The next day, Lady 1 hobbles herself into the local drugstore and announces to the pharmacist that she wants a box of condoms. The guy, obviously embarrassed, looks at her kind of strangely (she is, after all, over 80 years of age), but very delicately asks what brand she prefers.

Lady 1 : Doesn't matter son, as long as it fits a Camel.

The pharmacist fainted!


fimmtudagur, mars 25, 2004


Steinbítsfés

Ég er boðinn í mat í hádeginu, þar er á borðum "Steinbítsfés" sem er nokkuð sem ég hef aldrei bragðað. Steinbíturinn hefur nú ekki fallegasta fésið af fiskunum en það er oft þannig að ljótustu fiskarnir bragðast best.

Litirnir

Hvað væri lífið án lita?


miðvikudagur, mars 24, 2004


Bjór

Ef Real Madrid heldur áfram sigurgöngu sinni og verður Evrópumeistari í fótbolta þá verð ég 2 og hálfum kassa af bjór ríkari. Reyndar eru 5 kassar af bjór í pottinum en Berti veðjaði líka á Real Madrid þannig að við skiptum þessu á milli okkar. Vandamálið er bara að ég drekk ekki bjór og Berti er hættur að drekka. Við erum samt með gott plan ef við vinnum bjórpottinn. Við ætlum að bjóða hinum sem eru með okkur í veðmálinu í partý, svo munum við taka bjórinn, opna einn í einu og hella bjórnum niður fyrir framan þá.

Græðgin varð honum að falli...

Græðgi er ein af höfuðsyndunum sjö, stundum hefnist mönnum illilega fyrir að vera of gráðugir...

Eftir einn ei aki neinn...

Þó þetta slagorð sé ekki alveg nýtt af nálinni þá á það alltaf við. Þegar maður sér myndir á borð við þessar þá fær maður algjört sjokk. Það er ófyrirgefanlegt að aka undir áhrifum áfengis.


þriðjudagur, mars 23, 2004


Júróvisíon

Ég er ekkert sérstaklega heillaður af framlagi Íslands til Júróvisíon keppninnar í ár... af hverju var ekki talað við Botnleðju í ár?

Rekin!

Það er greinilega margt að varast í Svíþjóð...

ÚRdráttur vs. ÚTdráttur

Þegar menn tala um "ÚRdrátt" úr t.d. ræðu þá þýðir það að það sé verið að draga úr efni ræðunni, eins og ræðan hafi verið harkalega orðuð og það hafi þess vegna þurft að draga ÚR því sem sagt var. Ef menn tala hins vegar um "ÚTdrátt" þá er verið að stytta ræðuna, taka út meginatriði og þess háttar. Þess vegna finnst mér skrítið að sjá talað um ÚRdrátt úr ræðum Rannveigar Rist og Brynjólfs Bjarnasonar á fréttasíðunni hjá Kauphöll Íslands í dag... ég hefði haldið að þarna væri um ÚTdrátt úr ræðum þeirra að ræða.

Mislæsi

Hvað getur maður kallað það þegar maður les eitthvað vitlaust og fær aðra meiningu út úr setningunni? Ég kallaði þetta bara mislæsi en eitt slíkt dæmi kom fyrir mig í morgun. Ég var að lesa fyrirsagnir á bb.is og sá þar eina frétt sem mér fannst bera titilinn "Ropuðu til styrktar ferðasjóðs 10. bekk". Þetta var auðvitað "mislæsi" hjá mér því þarna var ekki verið að "ropa" heldur "röppuðu" einhverjir. Það væri samt fyndið ef einhver tæki upp á því að ROPA til styrktar einhverju góðu málefni.

Erfiður dagur að baki...

Þetta var nú meiri dagurinn, vaknaði kl. 7 í morgun, fór í ræktina, svo í vinnuna og er þar ennþá.


sunnudagur, mars 21, 2004


...í hefndarhug

Það fór svo að ég komst áfram í spurningakeppninni í dag. Þetta þýðir að ég þarf að keppa aftur á næstu helgi, sem þýðir að ég kemst ekki suður á næstu helgi. Stefnan hefur því verið sett á að fara til Reykjavíkur eftir 2 vikur, kannski maður ætti þá að skella sér á söngkeppni FF og hvetja Bigga til dáða.

Það er líka ljóst að við hjá LEV mætum kennurunum úr Grunnskóla Bolungarvíkur öðru sinni í spurningakeppninni í undanúrslitunum. Við unnum þá í fyrstu umferð en þar sem reglurnar í keppninni eru svo fáránlegar að taplið gátu komist áfram á kostnað sigurliða þá opnaðist kennurum úr GB leið bakdyramegin inn í keppnina aftur. Þegar það var búið að draga liðin saman í undanúrslit þá sagði Sólrún sem fer fyrir kennurunum við mig að kennararnir ættu "harma að hefna" frá því í 1. umferðinni. Mér finnst það vanvirðing við okkur að þurfa að mæta kennurunum aftur í keppninni... ef þú tapar þá taparðu... ef þú lendir á móti sterku liði í 1. umferð þá verðurðu bara að taka því. Kennarar eru sem sagt í hefndarhug... sjáum til hvað þeir komast langt á því.

Spurningarkeppnin

Hálftími í spurningakeppnina í Víkurbæ... ég kominn með hnút í magann... alltaf jafn erfitt að standa upp á sviði fyrir framan alla... verðum að vinna í dag til að komast áfram í keppninni... annars gæti maður misst vinnuna...


laugardagur, mars 20, 2004


8 kíló á 2 mánuðum

Þessi tíðindi bárust sem eldur í sinu um Víkurbæ í gærkvöldi. Einhver hefur greinilega kjaftað frá því að ég væri orðinn 8 kílóum léttari en ég var fyrir 2 mánuðum þegar ég byrjaði í ræktinni. Sumir segja að ég sé alveg að hverfa en það er nú kannski full mikið sagt. Ég varð einnig var við að það væri farið að orða mig við ákveðnar stelpur á svæðinu. Slíkar sögur eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar.


föstudagur, mars 19, 2004


Farinn á fund...

Aðalfundur Sparisjóðsins er á eftir og þar þarf ég að vera viðstaddur vinnu minnar vegna. Þetta er það sem kemst næst vísindaferð hjá mér...

Hlunkur!

Microsoft ætlar sér að setja á markað mp3-spilara til höfuðs iPod spilaranum frá Apple. Spilarinn gengur undir nafninu "iPod-killer" og á að koma á markað í Evrópu síðar á þessu ári. Þetta hljómaði allt mjög vel í eyrum mínum þangað til talað var um stærðina á spilaranum... þetta er algjör hlunkur... þrisvar sinnum þykkari og tvöfalt lengri en iPod og þ.a.l. þyngri líka. Það verður örugglega líka erfitt að spila eitthvað annað en wma-skrár í spilaranum ef maður þekkir Microsoft rétt. Ég mæli með iPod... hann er æðislegur.


fimmtudagur, mars 18, 2004


Pervert?

Þetta er algjör snilld... þetta verðið þið að sjá...

Farmsluts! (hægri smellið, save target as)

...í nám til Noregs!

Ég held ég verði að finna mér eitthvað nám við hæfi í Þrándheimi í Noregi... háskólarnir þar eru með svokallaða ástarlífstrygginu...

Eiga konur erfiðara með að hætta að reykja?

Samkvæmt þessari frétt eiga konur erfiðara en karlar með að hætta að reykja. Þar segir m.a. " Ástæðan fyrir því gæti verið sú að konurnar verða oft hræddar um að þær fitni ef þær hætti að reykja eða taki upp einhverja aðra siði sem ekki geta talist betri. Eða það sem er verra er að þær hafa ekki nægjanlegt sjálfstraust til þess að leggja í að hætta." Hvað svo sem er til í þessu þá er ég viss um að það er engum hollt að reykja.


miðvikudagur, mars 17, 2004


Brosi út að eyrum...

Loksins er maður búinn að fá iPod-inn í hendurnar. 40 GB geymslurými fyrir tónlist og ljósmyndir, keypti líka Belkin Media reader þannig að ég get hlaðið inn á spilarann ljósmyndum beint úr myndavélinni. Ég ælta ekki að segja frá því hvað þetta kostar... en þetta er allavega frekar dýrt leikfang...

Þvílík frétt

Rannsóknarblaðamaður bb.is er í ham í dag... ég ætti kannski að fara að taka hann mér til fyrirmyndar... birti mynd af einhverjum bolvískum Jóni á Jónsmessunni í sumar með tilheyrandi útskýringum á því af hverju Jónsmessa heitir Jónsmessa...

SAS

Þið vitið hvað SAS er... er það ekki? Sérfræðingar Að Sunnan. Þeir þykjast vita allt betur en við hin sem búum út á landi... kannski þeir séu bara fornaldarmenn sem hafi ekki áttað sig á því að samgöngur okkar við höfuð"borgina" eru tiltölulega greiðar auk þess sem fjarskiptatækni nútímans gerir það að verkum að það er alveg jafn auðvelt að öðlast sérfræðiþekkingu í "sveitinni" og í "borginni". Ég ber enga virðingu fyrir þessu uppblásna SAS-liði.

Aldrei fór ég suður...

Nú getur maður loksins farið að tala um þessa tónleika sem Mugison - einn af hinum margfræga '76 árgangi úr Víkinni - mun halda á Ísafirði um páskana. Þetta er frábæt framtak hjá Mugison og ég vona að tónleikarnir eigi eftir að heppnast vel.


þriðjudagur, mars 16, 2004


In a perfect world...

...ég get ekki annað en verið sammála þessu...

Þunganir

Það virðist sem það sé einhver frjósemi hlaupin í '76 árganginn... allavega segir slúðrið það...

... spurning um að benda ábyrgum einstaklingum á nýstofnuð samtök gegn nýburum sem nefnast Rólegur dagur, rólegt kvöld” –félag áhugamanna um ábyrgð í nýburamálum.

"Leiðinda" blogg

Ég var búinn að skrifa langan pistil um ákveðna hluti sem fara í taugarnar á mér... en svo eyddi ég því öllu út... ég nenni ekki að skrifa einhverjar leiðinda bloggfærslur... það er mikið skemmtilegra að skrifa um það jákvæða í lífinu... sem leiðir hugann að því að ég á von á pakka í póstinum á morgun sem inniheldur nýjasta leikfangið mitt...

Hlaupa !?

Nú ætla stelpurnar í vinnunni hjá mér að fara í heilsuátak, þær ætla að fara út að hlaupa og ætlast til að ég verði með þeim í þessu. Þessi hugmynd freistar mín ekkert sérstaklega.


mánudagur, mars 15, 2004


Ja hérna...

Þessi frásögn er hvorki fyrir börn né viðkvæma einstaklinga.

Endless Summer

Party people!!!!!!!!
The sky has changed. Can you smell the sun?
It's time, for the most exciting season!!
It's time, for summer...an Endless Summer!!!!


Það er svo mikið sumar í loftinu... þess vegna er komin ný könnun á síðuna... "Er sumarið að koma?" Þið svarið því.

Síðasta könnun leiddi það í ljós að 56% ykkar eru í ræktinni... ég er bara nokkuð ánægður með það.

Að lokum...

Love is in the air!!

Golf vs. Konur

Ég er ekki í sambandi við neinar konur um þessar mundir, ég er að spila golf...

Ég skil Hugh Grant mjög vel.

Tóm tjara að reykja...

Gæti ekki verið meira sammála...

Það er algjör vitleysa
að reykja
þú brennir peninga
með því að kveikja
í sígarettunni
ó já
Þú brennur heilsunni
minna má nú sjá!


sunnudagur, mars 14, 2004


Rólegheit

Það er lítið að af frétta af manni í dag... helgin er búin að vera róleg og góð... engir timburmenn enda hefur maður ekki bragðað það í mánuð. Sól og blíða í Víkinni rétt eins og á Benidorm.


föstudagur, mars 12, 2004


Togari sem strandaði

Togarinn sem pabbi var skiptstjóri á í 20 ár - sem sagt gamla Heiðrúnin - strandaði við Grundarfjörð í kvöld. Sem betur fer losnaði skipið af strandstað af sjálfsdáðum... ég á svo margar góðar minningar tengdar þessu skipi.

Skjár Einn?

Nú er enski boltinn á leiðinni á Skjá Einn næstu 3 árin... það hreyfir kannski við mönnum um að koma upp einum sendisræfli fyrir Skjá Einn hérna í Víkinni.


fimmtudagur, mars 11, 2004


Jón Atli á humor.is

18 GB á 9 tímum hefur ratað inn á humor.is - núna er Jón Atli orðinn ofurnörd.

Til hvers?

Af hverju er verið að takmarka aðgang að þjóðskránni?


miðvikudagur, mars 10, 2004


Leynist klámstjarna í þér?

Ég ekki verið mjög hrifinn af þessum raunveruleika sjónvarpsþáttum... kannski það verði breyting þar á með þessari nýju þáttaröð...

18 GB á 9 tímum

Þetta er bara nokkur góður árangur hjá Jóni Atla en hann downlodaði 18 GB af efni á 9 klukkutímum... það er greinilega eftirsóknarvert að búa á Stúdentagörðunum. Mér skilst að hraðinn hafi verið 750 kb/s sem þýðir a.m.k. 6 Mbs tenging við umheiminn. Þessi mynd er tileinkuð þeim sem eru vel tengdir.

Muna eftir fötunum og rakvélinni...

...annars gæti skatturinn komist að því að þú hefur bara skilið á pappírunum...


þriðjudagur, mars 09, 2004


Góður!

Það lá við að ég veltist um af hlátri fyrir framan sjónvarpið í kvöld þegar ég sá viðtalið við gamla manninn sem steig á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna í Ármúlanum í dag.

Það er líklega eins gott að ég passi vel upp á myndirnar af bílnum mínum frá því ég "klessti" hann í fyrra... það var frekar neyðarlegt tilfelli...

Pensillinn og 500 kallinn

Ekkert smá sætir saman...

Frímerki á tölvupóst?

Nú vill Bill Gates að við borgum fyrir að senda e-mail. Þá er best að fara að senda færri og lengri e-maila.


mánudagur, mars 08, 2004


Sorglegt

Það gæti verið einhver þarna úti sem vill enda líf sitt. Þetta er sorglegt, líklega einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér en þarfnast hjálpar.

Bað

Maður sem hefur ekki farið í bað í áratug hlýtur að vera búinn að missa þefskynið.

Ég væri til í að taka þig...

Mér skilst að ég hafi misst af miklu með því að mæta ekki á Söngkeppni MÍ á laugardaginn... Biggi Olgeirs hreinlega brilleraði með laginu "Ég væri til í að taka þig" sem er betur þekkt sem "I Blelieve In A Thing Called Love" með hljómsveitinni Darkness... Til hamingju með árangurinn Biggi!

Madonnu til Íslands!

Er ekki tilvalið að fá Madonnu til að halda tónleika á Íslandi? Ég væri allavega til í að borga slatta fyrir tónleika með henni.


sunnudagur, mars 07, 2004


Borgarvirki

Ég verð að skoða þetta fyrirbæri einhvern tímann á næstunni. Ástæðan er einfaldlega sú að það var spurning sem snerist um Borgarvirki sem réði úrslitum í spurningakeppninni hjá mér í dag. Við hjá LEV kepptum við kennarana úr grunnskólanum í fyrstu umferð keppninnar, ég var alveg viss um að við myndum tapa keppninni og það byrjaði ekkert alltof vel hjá okkur í dag. Í hraðaspurningunum fengum við 16 stig en kennararnir voru með 17 stig, eftir bjölluspurningarnar var staðan orðin 21-20 fyrir kennarana og eftir fyrri vísbendingarspurninguna var staðan orðin 22-20. Þá var ég alveg orðinn viss um að við myndum tapa þessu... en það voru samt 3 stig eftir í pottinum. Svo kom þessi spurning um eitthvað íslenskt fyrirbæri sem væri stærsta sinnar tegundar sem gert væri af mönnum á Íslandi en enginn vissi nákvæmlega hver hefði gert það. Þarna var ég alveg úti að aka, kennararnir svöruðu fyrst en höfðu rangt fyrir sér... þá tókum við auðvitað bara sjénsinn og Sigrún giskaði á Borgarvirki... sem reyndist svo vera rétta svarið. Þar með unnum við keppnina með 23 stigum gegn 22 og erum komin í 8 liða úrslit sem verða haldin í Víkurbæ eftir 2 vikur... Þið munið svo eftir því að mæta á 8 liða úrslitin til að hvetja mig til dáða...

Helgin

Það má segja að helgin hafi verið viðburðarík hjá mér. Kíkti í partý til Dodda á föstudagskvöldið og svo aðeins í Sjallann eftir það. Laugardagurinn fór í að fara í ræktina, taka fyrstu golfæfingu "sumarsins", bóna bílinn, kíkja í partý á Ísafirði, fara á grímuball í Krúsinni og líta við á Stuðmannaballinu í íþróttahúsinu á Torfnesi... svo var bara keyrt heim eftir þessa þéttu dagskrá. Byrjaði svo sunnudaginn á því að fara í ræktina og svo tók ég auðvitað þátt í spurningakeppninni í Víkurbæ í dag... og stóð mig með prýði.


föstudagur, mars 05, 2004


Formúlan

Formúlan byrjar um helgina og ég er að sjálfsögðu búinn að skrá mig til leiks í Liðstjóraleiknum.

Protect Fair Use

Ég styð þetta mál...

Símahrekkur

Þessi símahrekkur er alveg æðislegur.... lesið þetta samt fyrst:

A young husband called up the DJ, asking him to play this prank on his wife for fun. The couple had just bought a new house and had a new baby. This is a recording of the radio DJ pretending to be the husband's boss, calling to apologize to the wife for firing the husband at this bad time. Be sure to pay special attention to the last line spoken by the wife.


fimmtudagur, mars 04, 2004


Undir fölsku flaggi...

Ekki veit ég hver skrifaði þetta comment í mínu nafni, hvað þá hvað var verið að commenta á... allavega er viðkomandi að skrifa undir fölsku flaggi og sýnir og sannar væskilshátt sinn... það er nú líka frekar ófrumlegt að fara beint í smiðju Idol-brautryðjandans Simons Cowell og éta upp eftir honum heilu setningarnar.

Icy Spicy Leoncie

Indverska prinsessan er enn og aftur skemmta landanum með heimsku sinni....

Ert' í ræktinni?

Það virðist sem flestar vinkvenna minna séu komnar í ræktina og gildir þá einu hvort þær búa í Bolungarvík, á Ísafirði eða á Akureyri. Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja að fólk skuli vilja koma sér í gott form og þess vegna ákvað ég að setja inn örlitla könnun þar sem ég spyr eins og í laginu... "Ertu í ræktinni?" Ég vil líka minna á plötudóm um samnefnda plötu sem birtist í dag á Víkaranum en þar fer bolvíska stálið fögrum orðum um þetta 20 ára gamla meistaraverk frá bolvísku stórhljómsveitinni KAN.

Vinirnir

Ég setti inn smá könnun á bloggið um daginn og spurði Hver væri eftirlætis "Vinurinn" þinn? Niðurstöðurnar voru ansi merkilegar því það kemur í ljós að strákarnir eru miklu vinsælli en stelpurnar eins og sjá má hér að neðan...

Monica (0) 0%
Rachel (1) 4%
Phoebe (5) 19%
Ross (2) 7%
Chandler (11) 41%
Joey (8) 30%

... og aumingja Monica sem er ekki í eftirlæti hjá neinum... ekki einu sinni foreldrum sínum...

520 GB

Þetta er diskplássið sem ég er kominn með á tölvuna mína, ég veit bara ekki hvað ég á að gera við allt þetta pláss, er bara að nota helminginn af þessu eins og er.

Stan the Man

Alltaf er Stan the Man að koma sér í vandræði... það hefur örugglega verið skemmtilegt fyrir blaðamenn The Sun að fá þessi SMS frá þessari föllnu fótboltastjörnu...

“If you fancy having some fun this evening, ill (I’ll) be at the cp (car park) where we met originally.”

“Lucy is very attractive, and would love to get intimate with her but if you guys at first only want to be watched, then that’s fine.”


miðvikudagur, mars 03, 2004


Í bláum skugga

Það ku vera Stuðmannaball í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardagskvöldið, spurning hvort maður sjái sér fært að mæta... allavega lítur út fyrir að maður þurfi "bara" að borga kr. 1.800 inn þar sem menntskælingar hafa alltaf haldið því fram að maður sé algjört gamalmenni - þ.e. ellilífeyrisþegi eins og segir í auglýsingunni.

Ég geri svo ráð fyrir að fólk taki hressilega undir þegar Stuðmenn taka Í bláum skugga - þetta er nú einu sinni þjóðsöngur MÍ.

Afi

Stelpurnar á skrifstofunni voru að dáðst af afa mínum í morgun, kallinn er bara 87 ára gamall og fer nær allra sinna ferða á reiðhjóli. Þar fyrir utan fer hann í sund 5 sinnum í viku, fer á hverjum degi í göngutúr með ömmu og fer í sérstakan leikfimitíma hjá eldri borgurum. Það er nokkuð ljóst að sumir afkomenda hans (nefni engin nöfn) mættu taka hann sér til fyrirmyndar, sérstaklega þeir sem keyra alltaf í vinnuna þó það taki bara 5 mínútur að fara gangandi. Nú er það bara stóra spurningin, ætti maður að leggja bílnum, gera við hjólið og taka kannski smá göngutúr áður en vinnudagurinn hefst?


þriðjudagur, mars 02, 2004


Afmælisbarn dagsinsEinar Örn er 25 ára í dag... bloggara dauðans er að sjálfsögðu óskað til hamingju með daginn...

Too Good To Be True?

Í dag er ógrynni af alls konar gylliboðum sem flæðir yfir mann, t.d. í tölvupósti og í auglýsingum á netinu. Það síðasta sem ég sá var Re: Birth Mobiles sem er með matrix-kerfi þar sem þú átt að byrja á því að borga fyrirtækinu 20 pund (2.600 krónur) og svo þegar ákveðið margir í viðbót (sem skrá sig á eftir þér) hafa greitt 20 pund þá átt þú að fá sendan til þín t.d. farsíma, iPod eða jafnvel fartölvu. Þetta hljómar vel, ekki satt? Í mínum eyrum hljómar þetta alltof vel, þetta er eiginlega "Too Good To Be True".

Matrix-kerfið, eins og mörg önnur sölukerfi, byggist á því sem kalla mætti "Hver er mesta fíflið?"-aðferð sem byggist á því að þeir sem koma síðastir inn í kerfið - mestu fíflin - borga brúsann fyrir þá sem á undan hafa komið.

Það stofnar enginn fyrirtæki nema í þeim tilgangi að reyna að hagnast á því, það sama á við um þá sem standa fyrir þessum sölukerfum. Mig langar að sýna ykkur hvernig matrix-kerfið virkar. Tökum dæmi af iPod 40GB spilaranum. Apple verðleggur iPod 40GB spilarann á 499 dollara, sem er u.þ.b. 270 pund sem jafngildir 35 þús. kr. Til að fyrsti maðurinn sem skráir sig fyrir iPod fái sinn spilara frían þurfa 32 aðrir að koma á eftir honum og borga fyrir það (32x20) 640 pund. Það má því ætla að Re:Birth fyrirtækið hagnist a.m.k. um 370 pund á hverjum iPod-spilara sem gengur út. En nú eru 33 búnir að skrá sig á listann fyrir iPod, einn er búinn að fá sinn spilara en 32 bíða spenntir eftir að detta í lukkupottinn og fá iPod-inn sinn á 20 pund. Sá sem var númer 2 í röðinni þarf að bíða eftir 33 í viðbót, sá þriðji þarf 66 í viðbót og svo koll af kolli. Segjum sem svo að ég hafi verið númer 33 á listanum... ég þarf þarf að bíða eftir því að 1.056 skrái sig í viðbót... og sá sem verður svo heppinn að fá að vera sá sem borgar 20 pund (sem sagt nr. 1.056 á eftir mér) til að ég fái minn iPod þarf líklega að bíða eftir nærri 35 þús. skráningum. Er þetta ekki gáfulegt?

Ég ráðlegg engum að láta ginna sig út í að taka þá svona svikamyllu, það væri hins vegar viturlegra að stofna fyrirtæki til að reyna að græða á bláeygðum einstaklingum með þessum aðferðum.

Niðurstaða mín er einfaldlega: Fólk er fífl og enn og aftur sannar það sig sem maður lærði hjá Þjóðólfi hagfræðinni... There's no such thing as free lunch...


mánudagur, mars 01, 2004


Greyið Kiraly

Allt er hægt, þessir fótboltamenn slasa sig þó þeir sitji allan leikinn á tréverkinu...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3