» Party in the moonlight and dance to the sunrise...sunnudagur, maí 30, 2004


Ég elska partý

Það alltaf slæmt að geta ekki mætt í þau partý sem maður er boðinn í... ég er með hálfgerðan Skítamóral yfir því að vera ekki staddur fyrir vestan í kvöld því þar verður víst aðal geimið í kvöld. Ég verð að láta mér Korn nægja í kvöld en mun sárt sakna heimahaganna. Ef ég myndi mæta í partý í kvöld myndi ég syngja þetta lag hástöfum...

DJ Kicken & MC Q - Ain't No Party

...only when I'm drunk I sing a song like this...

...because there ain't not party like an alcoholic party...

...feel the vibe through your body... feel the alcohol tonight... feel the vibes!


föstudagur, maí 28, 2004


Tindarnir 7

Ég fékk ögrandi áskorun í gærkvöldi... það var skorað á mig að klífa sjö tinda í nágrenni Bolungarvíkur í sumar. Ég tók að sjálfsögðu þessari áskorun og eitt er víst að myndavélin verður ekki skilin eftir heima.


fimmtudagur, maí 27, 2004


Þögn er betri en þarflaus ræða

...less talk...more action...


miðvikudagur, maí 26, 2004


Einar Hálfdáns

Ég er búinn að vera að taka myndir í allan morgun niðri á höfn. Tilefnið var líka ærið því Einar Hálfdáns ÍS-11 var að koma í fyrsta skipti til Bolungarvíkur. Þetta var auðvitað stór stund hjá mér því skipið ber nafnið hans pabba og langafa.

Ég held að pabbi hafi lítið sofið í nótt því hann var mjög spenntur í morgun, dró strax fána að húni og vakti mig upp fyrir allar aldir svo það væri nú öruggt að ég myndi ekki missa af þessari stund. Og ekki fengu Bolvíkingar slæmt veður til að fagna komu skipsins... sól og blíða og veðrið eins og það gerast best á íslenskum sumarmorgni.

Nú er bara að fara að vinna eitthvað úr þessum 200 myndum sem ég tók í morgun... en ég verð víst að klára vinnuna fyrst.


þriðjudagur, maí 25, 2004


It's so lovely when it's sunny...

Svona hljómar byrjunin á geisladisknum sem ég ætla að hlusta á í hádeginu... sól og sumar í Víkinni núna...


mánudagur, maí 24, 2004


C2

Ætli það sé eitthvað varið í þennan nýja drykk frá Coca Cola?

Nýr stjóri

Þá er það orðið staðfest að Gerard Houllier er farinn frá Liverpool (enda enginn Heskey lengur hjá liðinu), það er bara spurning hvern við fáum í hans stað. Síðustu orð Frakkans áður en hann yfirgaf Anfield voru:

"I have four special memories that I take away with me. Michael Owen scoring the winner against Arsenal with his left foot, Gary McAllister being handed the Man of the Match award against Alaves, the mosaic when I was recovering from heart surgery and Steven Gerrard taking his daughter around the pitch on the last day of the season.

"I arrived here six years ago as a Liverpool supporter and I leave as an even bigger supporter. I may have left Liverpool, but Liverpool will not leave me. I will return to watch the team as a fan."


Houllier gerði vissulega góða hluti með Liverpool en hann var hættur að ná því besta út úr liðinu... þetta var bara ekki að virka hjá honum.

Núna eru bæði Heskey og Houllier farnir frá Anfield þannig að leiðin hlýtur að liggja upp á við fyrir okkur Poolarana.

Hugmyndir

Ég fékk frábæra hugmynd fyrr í kvöld og er strax farinn af undirbúa að hrinda henni í framkvæmd. Hugmyndin verður á næstu dögum kynnt fyrir hlutaðeigandi aðilum... ef þið eruð í hópi hinna útvöldu þá megið þið eiga von á því að hafi samband við ykkur vegna þessa...


sunnudagur, maí 23, 2004


Síðasta helgi...

Ég var að rekast á þessa mynd af mér frá því á síðustu helgi... það er spurning hvor lítur út fyrir að vera meira edrú, ég eða Rögnvaldur?


laugardagur, maí 22, 2004


15 kíló

Mér dauðbrá þegar ég steig á vigtina í morgun... ég komst að því að ég er búinn að léttast um 15 kíló á rétt rúmlega 4 mánuðum. En betur má ef duga skal.

Í tilefni af árangrinum hjá mér er lag vikunnar tekið af 20 ára gamalli vinyl plötu... hljómsveitin heitir KAN og þetta er auðvitað titillag plötunnar... Í ræktinni.


föstudagur, maí 21, 2004


Vormótið

Það er nokkuð merkilegt að það eru eiginlega bara Víkarar búnir að skrá sig í Vormótið í golfi á sunnudaginn, erum við þeir einu sem nennum að spila golf hérna fyrir vestan?

Svo var það annað... það var Uppstigningarmót hjá GÍ í gær og það er ekki búið að segja neitt frá því í fjölmiðlum... til að taka ómakið af GÍ mönnum þá upplýsist það hér með að Bæsi vann, Gunnar Már varð annar og Öddi þriðji.

Boltinn í kvöld

Þrír knattspyrnumenn sem eiga rætur sínar að rekja til Bolungarvíkur voru á skotskónum í 1. deildinni í kvöld. Danni frændi setti eitt og Jói Möller (frændi Óttars) skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á HK. Svo má ekki gleyma því að Sævar Eyjólfsson (dóttursonur Sævars og Baddýjar) gerði þrennu í 4-1 sigri Hauka á Fjölni. Ég ætti kannski að skella þessu inn á Víkarann og apa eftir bb.is sem eru þekktir fyrir að lofa íþróttamenn ættaða frá Ísafirði í hástert í hvert sinn sem þeim gengur vel.

A Beautiful Day

Dagurinn í dag er fallegur, sólin er meira að segja farin að sýna sig... og mig langar út í golf.


miðvikudagur, maí 19, 2004


DJ Base

Bolvíska stálið er búið að draga fram gamla plötusnúða-nafnið mitt... DJ Base .... og sett það í tengla listann hjá sér. Og fyrst ég er á annað borð að minnast á DJ-hlutann af mér þá hefur að undanförnu verið hart lagt að mér að byrja að spila að nýju. Ég viðurkenni að það væri gaman að komast í búrið aftur en það er bara spurning hvort maður hafi ennþá hæfileikana í þetta.


þriðjudagur, maí 18, 2004


Framhjáhald er lífshættulegt

Allt eru menn nú farnir að rannsaka núorðið.

Við hvað áttu að vinna?

Núna eru skólarnir að klárast og þá þarf að fara að spá í framtíðarstarfið. Það reynist mörgum erfitt að velja sér starf við hæfi og þess vegna er tilvalið að taka þetta próf sem segir þér hver sé hentugasti starfsvettvangur þinn.

Hvað mig sjálfan snertir þá komst ég að því að ég á að vera "ritari frá 14-15", ég held að það gæti bara hentað mér vel. Ég hef sem sagt lagt á mig áralangt háskólanám til einskis... nema þá kannski til skemmtunar.

Hvað fáið þið út úr prófinu?

Mig vantar maka...

Ég er boðinn í partý annað kvöld og það var sérstaklega tekið fram að það þyrftu allir að taka maka með sér. Ég hef því rúmlega sólarhring til að redda málunum...

Frægð

Ég er stoltur í dag... var að fá í hendurnar nýjasta tölublaðið af "Golf á Íslandi" en ég á fjórar ljósmyndir í blaðinu en myndirnar voru teknar á Syðridalsvelli í fyrrasumar. Til gamans má geta þess að tímaritið "Golf á Íslandi" kemur út í yfir 10 þúsund eintökum og er m.a. dreift til allra félagsmanna í golfklúbbum á Íslandi.

Ertu þá farinn?

Breska pressan fullyrðir að Emile Heskey sé "loksins" á leiðinni frá Liverpool. Þar með virðist sem einu furðulegasta ástarsambandi seinni tíma sé lokið...

...en er ástin alvarlegur andlegur sjúkdómur?

Breytt útlit?

Ásta María vill að ég fari að breyta eitthvað lúkkinu á þessu bloggi enda er það orðið frekar þreytt... breytingarnar munu koma fyrr en seinna og vonandi verða þær til batnaðar. Ég er annars svo uppfullur af alls konar hugmyndum að ég þyrfti að fá nokkra auka klukkutíma í hvern sólarhring til að geta komið þeim í framkvæmd.


mánudagur, maí 17, 2004


Myndir

Ég setti slatta af myndum inn á heimasíðu Svarta gengisins í kvöld... þetta eru auðvitað myndir úr ferðinni á Islantilla um daginn.

Núna er bara spurningin hvort maður eigi að fara að henda einhverjum fleiri myndum inn á netið... kannski einhverjar Bændaglímur eða Jónsmessur?


sunnudagur, maí 16, 2004


F**k It

Ég held að flestir þekki lagið "Fuck It" með Eamon, núna eru komnar tvær aðrar útgáfur af laginu sem eru m.a. vinsælar í Evrópu.... annars vegar "F.U.R.B. (Fuck U Right Back)" með Frankee og hins vegar "Fuck It" með Florida Inc. En í gamla daga var líka til lag sem hét því skemmtilega nafni "Fuk Dat" og var með flytjandi sem kallaði sig Sagat... það var sko flott lag...


föstudagur, maí 14, 2004


Áfram Ísland!

Ég verð að viðurkenna að ég held með Íslandi í Eurovision. Þó ég sé ekkert hrifinn af laginu sem við sendum í keppnina þá er þjóðerniskennd mín nógu sterk til að ég styðji Jónsa heilshugar á sviðinu í Tyrklandi annað kvöld.

Ég vona að sem flestir komist í gott Eurovision partý á morgun, ég býð ennþá eftir því að einhver bjóði mér í partý en það skal tekið fram að það þýðir ekkert að vonast til þess að ég taki þátt í drykkjuleikjum á morgun því sumir eru í áfengisbindindi þessa dagana.

Afmælisbarn dagsins

Ég var næstum búinn að gleyma að óska Ernu til hamingju með 19 ára afmælið. Ég man ennþá eftir deginum þegar hún fæddist því Erna var fyrsta barnið sem systkinum mínum tókst að koma í heiminn.

Erna er sem sagt dóttir Bensa bróður og mér finnst alveg ótrúlegt að það séu liðin 19 ár frá því ég að ég hljóp heiman frá mér á Holtastígnum yfir öll trén í garðinum hjá Karvel Pálmasyni, þá yfir lóðirnar hjá Jóni Friðgeir og Pálma Karvels og endaði svo á Vitastígnum heima hjá Guðbjarti Atla þar sem ég sagði honum þessi merku tíðindi. Ég þurfti nefnilega að segja honum frá því að ég hefði eignast litla frænku sem væri líka frænka hans.

Það er tvennt sem er merkilegt í þessari sögu, í fyrsta lagi þá kunni ég að hlaupa þegar ég var 9 ára en í öðru lagi... ef maður hefði verið jafn tæknivæddur á þessum tíma og börn eru í dag þá hefði ég bara sent Guðbjarti SMS til að segja honum tíðindin.

Eurovision

Það er víst Eurovison dagur á morgun... það er enginn enn búinn að bjóða mér í Eurovision partý en ég hef heyrt að það sé betra að horfa á Eurovision keppnina undir áhrifum áfengis...

Golf

Maður verður að linka á auglýsingar þar sem golf kemur við sögu.

Metallica

Eftir rúman sólarhring verður byrjað að selja í almennri sölu miða á Metallica tónleikana 4. júlí í sumar. Fólk er strax komið í röð við verslun OgVodafone í Síðumúla og má því búast við að erfitt geti orðið að fá miða á tónleikana.


miðvikudagur, maí 12, 2004


Næstum 19

Erna, sem er bróðurdóttir mín, hélt upp á 19 ára afmælið sitt í dag... hún virðist vera fljótari en frændi sinn að koma myndum á netið. Ég ætla ekki að óska henni til hamingju með afmælið fyrr en hún verður orðin fullra 19 ára á föstudaginn.

7 years and 50 days...

Mér fannst ég knúinn til að búa mér til einhvern góðan disk í ræktina... disk sem fær mann til að svitna.

1. Groove Coverage - 7 Years And 50 Days
2. Peran - We Want To Be Free
3. Neo Cortex - Elements 2004
4. Special D - Come With Me
5. Tiesto - Traffic
6. Clokx - Overdrive
7. Brooklyn Bounce - X2X (We Want More)
8. Drunkenmunky vs. Eminem - Without E
9. Avantgarde - Get Down 2004 (Megara vs DJ Lee Mix)
10. Rocco - Everybody (Riphouse Mix)
11. 4 Clubbers - Children (Junkfood Junkies Remix)
12. Bass Bumpers - The Music Got Me (Voodoo & Serano Remix)
13. Re:Locate - Waterfall
14. Lost Tribe - Gamemaster 2003


þriðjudagur, maí 11, 2004


Orlofsdagurinn

Er ekki uppáhaldsdagur margra í dag? Dagurinn sem allir fá orlofið sitt... ég þekki þetta kerfi ekki nógu vel lengur, fæ bara daga í staðinn fyrir orlofspeninga.

Stór frétt

Fyrsta miðvikudagsmótið er á morgun og þar með hefst golfsumarið fyrir alvöru.

Merkileg frétt

Þessi frétt vekur upp spurningar um hvort ekki sé rétt að stinga göt á alla smokka sem seldir eru á Vestfjörðum... svona bara rétt til að auka frjósemina á svæðinu.

Ég gæti skrifað langar greinar um byggðaþróun á Vestfjörðum en það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég las fréttina á BB var að blaðamaðurinn hefði mátt fatta að íbúar á Vestfjörðum eru tiltölulega eldri í dag en fyrir 10 árum, þ.e. það er hlutfallslega fleira fólk sem er 40 ára eða eldra á Vestfjörðum heldur en á landinu öllu. Líffræðin segir að frjósemi fólks minnki eftir því sem það verður eldra... það er ástæðan fyrir fækkun fæðinga á Vestfjörðum undanfarið.

Smá viðbót... vissuð þið að Vestfirðingar voru 16% landsmanna fyrir 100 árum síðan, fyrir 50 árum síðan var hlutfallið komið í 8%, fyrir 10 árum var það 3,5% og með sama áframhaldi verða Vestfirðir komnir í eyði árið 2012... en það er bara spá sem byggð er á tölfræðilegum líkum.

Síðasta skotið

Nýjar myndir...

Að kröfu Pensilsins er ég búinn að setja inn fleiri myndir frá Spáni inn á heimasíðu Svarta gengisins. Nú er bara að safna sér fyrir næstu ferð að ári.


mánudagur, maí 10, 2004


Fótbolti

Ég er búinn að vera að reyna að vinna í kvöld en það gengur ekki nógu vel því það eru svo mikil læti í krökkunum sem eru í fótbolta fyrir utan gluggann hjá mér. Mér dettur samt ekki í hug að fara að kvarta undan þeim því ég man hvernig lífið var á Holtastígnum í gamla daga. Við vorum á hverju einasta kvöldi í fótbolta á annað hvort "Afatúni" eða "Ingutúni" og héldum vöku fyrir nágrönnunum. Ég man ekki eftir að það hafi verið neitt sérstaklega mikið kvartað undan okkur en við fengum allavega góða hreyfingu út úr þessu og það er einmitt það sem krakkar þurfa í dag.

Próf

Eftir að ég kláraði háskólann þá sakna ég alltaf prófatímans. Mörgum finnst þetta kannski skrítið en í prófum er maður að uppskera eftir allt erfiði vetrarins. Stundum gengur vel, stundum illa. Stundum fór maður í próf og fannst maður ekki kunna neitt... en endaði svo á að brillera í prófinu. Stundum kunni maður allt námsefnið en þegar í prófið var komið var eins og einhver hefði eytt öllu út úr hausnum á manni... formattað heilann... og það var ekki það sem maður óskaði sér. En það var alltaf skemmtilegt að taka síðasta prófið... hvernig svo sem manni gekk í því... að því loknu var fagnað og allt gert til að gleyma námsefninu. Ég sakna þess að vera í skóla.


laugardagur, maí 08, 2004


Baldur Þór

Mér var sýndur sá heiður í dag að fá að halda á ungum dreng undir skírn. Honum var gefið nafnið Baldur Þór og er hann Guðbjartsson. Hann er sem sagt sonur Bjarts og Mæju og fæddist 4. maí 2004. Læt fylgja með 3 myndir frá því í dag:

Baldur Smári og Baldur Þór

Guðbjartur og synirnir Ísak Ingi og Baldur Þór

Bræðurnir Baldur Þór og Ísak Ingi

Engillinn

Ég var bara algjör engill í gærkvöldi, fyrst ég var edrú fannst mér bara eðlilegt að skutla nokkrum vinum og kunningjum inn á Ísafjörð og þar við sat... fór svo beint í rúmið að hvíla mig fyrir spinning tímann hjá Árna. Það var svo ekki nóg fyrir mig að fara í spinning í dag, ég þurfti líka að fara í íþróttahúsið til svitna ennþá meira.


föstudagur, maí 07, 2004


Hold Your Horses

Mikið vildi ég hafa verið með HáEmm og félögum í Bítlaborginni um daginn... mér skilst að Tomas Radzinski sé enn að jafna sig eftir atburðinn.

Weekend

At the end of every week
Each one of us becomes a freak
Tonight the DJ makes us move
Until the sweat drops from the roof
It´s time to let the base beat hard
Now we launch the louder part
Just activate your energy
Let´s sing this song an´ come with me.

The speakersystem brings the sound
And light effects are spinnin´round
All the people on the floor
They shake their bodies and cry for more
Never let this feeling go
And let the musik take control
Forget your problems and feel free
Enjoy this moment come with me


... einhvern veginn er ég í stuði til að djamma um helgina... þessi texti er auðvitað úr laginu Come With Me með Special D og lýsir djamminu bara nokkuð vel...


fimmtudagur, maí 06, 2004


SMS

Getið þið gert betur?

Einn gamall og góður...

Einu sinni voru tvíburar, Burkni og Frosti. Burkni átti gamalt snekkjuræksni. Það vildi til að eiginkona Frosta lést sama dag og snekkja Burkna sökk. Nokkrum dögum síðar hitti gömul kona Burkna og hélt að þar væri Frosti. Hún sagði því: "Ég samhryggist þér, vinur." Burkni hélt að hún væri að tala um snekkjuna og sagði: "Æ, ég er nú feginn að vera laus við hana. Hún var alltaf hálfgerð drusla. Botninn á henni var allur skorpinn og hún lyktaði eins og úldin ýsa. Hún hélt ekki vatni og var með vonda rauf að aftan og risagat að framan. Í hvert sinn sem ég notaði hana stækkaði gatið og hún lak vatni um allt. Svo fór hún endanlega þegar ég lánaði hana fjórum vinum mínum sem langaði að skemmta sér. Ég varaði þá við að hún væri ekki mjög góð, en þeir vildu samt notast við hana. Svo reyndu þeir allir að fara í hana í einu og hún rifnaði bara í tvennt." Þá steinleið yfir gömlu konuna.

Friends

Ef þig langar að eignast Friends þættina á DVD þá bendi ég á tilboðið sem er í gangi hjá Amazon í Bretlandi. Þar er verið að bjóða seríur 1 til 9 á 60-70% afslætti. Til dæmis kosta seríur 1 til 6 um 20 pund hver.

Ef við reiknum þetta yfir í íslenskar krónur og gerum ráð fyrir flutningskostnaði, tolli og vaski þá kosta seríur 1 til 6 rúmlega 3 þús. kr. hver... og þær eru með íslenskum texta. Til viðmiðunar er netverðið hjá Skífunni á seríum 1 til 6 um 4.800 (3 x 1.600) og þá er flutningskostnaður ekki innifalinn. Mig minnir að búðarverðið á hverri seríu hjá Skífunni sé 2 þús. kr. þannig að serían kostar 6 þús. kr. í verslunum Skífunnar.

Lærdómurinn af þessum samanburð er að þú átt ekki að versla við Skífuna heldur að flytja þetta inn sjálf(ur).


miðvikudagur, maí 05, 2004


Uppstúfur

Menn verða greinilega aldrei of gamlir til að nota Viagra...

deep within

Ég mæli með því að þið tékkið á tónlistinni hjá honum Kidda a.k.a. deep within ... þetta eru algjör snilld hjá drengnum. Fyrir þá sem vita ekki hver Kiddi er þá upplýsist það hér með að hann er einn af '76 árgangnum í Bolungarvík og er sonur Finnboga sem var í KAN á sínum tíma.


mánudagur, maí 03, 2004


Þjóðskráin

Mér finnst það vera stórt skref afturábak að loka þjóðskránni fyrir almenningsnotkun... næst verður símaskránni örugglega lokað...

Ísland fagra Ísland

Þá er maður kominn heim í kuldann... við tekur botnlaus vinna frá morgni til kvölds... en það er alltaf jafn gott að vera kominn heim.


sunnudagur, maí 02, 2004


Rigning á Spáni

Thetta er sídasti dagurinn minn á Islantilla... og tad rignir bara. Mér finnst thad allt í lagi tví ég ákvad ad sleppa golfinu í dag og sofa út í stadinn. Mér er sagt ad thad snjói heima... tad verdur sem sagt kalt ad koma heim á morgun.


laugardagur, maí 01, 2004


Golfsett til solu

Ég er alveg búinn ad sjá ad ég á enga framtíd fyrir mér í golfinu... settid mitt er tví til solu núna á sptt-prís... verd orugglega bara í raektinni í sumar tví ég á greinilega betri framtíd fyrir mér tar en í golfinu...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3