» Party in the moonlight and dance to the sunrise...þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Á leiðinni á Tillann


Svarta gengið pantaði golfferð á Islantilla í dag. Brottför er 10. apríl 2005 og 9 dögum síðar er áætluð heimkoma. Rögnvaldur og Bjarni Pétur ætla líka með og vonandi eiga fleiri eftir að bætast í hópinn... því fleiri, því betra. Það er ekki úr vegi að rifja upp síðustu ferð á Tillann...FIFA er búið að tilkynna hvaða 3 leikmenn keppa um titilinn "Besti knattspyrnumaður í heimi 2004". Þeir sem tilnefndir eru...
 • Thierry Henry (Frakkland, Arsenal)
 • Andrei Shevchenko (Úkraína, AC Milan)
 • Ronaldinho (Brasilía, Barcelona)

Ég er að vona að Andrei Shevchenko verði valinn sá besti í ár.mánudagur, nóvember 29, 2004

Áfengisgjald hækkar


Ég hefði farið í Ríkið í dag og byrgt mig upp af áfengi ef ég hefði vitað af þessari lagasetningu. Þetta kalla ég bara skattahækkanir og þær eru af hinu slæma. Nú mun t.d. sterkt áfengi hækka í verði um nærri 6% og það var ekki einn einasti alþingismaður sem greiddi atkvæði á móti þessari lagabreytingu... mér er ekki skemmt.Ég hefði farið í Ríkið í dag og byrgt mig upp af áfengi ef ég hefði vitað af þessari lagasetningu. Þetta kalla ég bara skattahækkanir og þær eru af hinu slæma. Nú mun t.d. sterkt áfengi hækka í verði um nærri 6% og það var ekki einn einasti alþingismaður sem greiddi atkvæði á móti þessari lagabreytingu... mér er ekki skemmt.My Porn Star name is... Hard John Funkenstein...gemsanum, vatnsbrúsanum og veskinu um helgina. Sem betur fer kom þetta allt í leitirnar. Það er samt einn hlutur sem er ekki kominn í leitirnar og það er umsóknin mín um "Sjónvarp yfir ADSL" sem ég sendi til Símans fyrir viku síðan. Einhverra hluta vegna finnur Síminn ekki þessa umsókn þannig að ég þurfti að sækja um að nýju og í staðinn fyrir að vera í forgangshóp þá er maður kominn aftast í röðina. Ég er sem sagt ekki enn búinn að "fá það" (þ.e. Sjónvarp yfir ADSL) og verð bara að bíða og vona að það gerist sem allra fyrst. Mér finnst það nú frekar klaufalegt hjá Símanum að klúðra umsókn frá þeim aðila sem auglýsti SkjáEinn og sjónvarpsþjónustu Símans hvað mest...Þetta var mögnuð helgi sem einkenndist af furðulegum SMS-um, skrítnum uppákomum og djörfum einkahúmor. Á föstudagskvöldið var brundfyllisgremjan (BFG) í sviðsljósinu, á laugardaginn barst mér SMS þar sem stóð: "Er að fá það" - svo mörg voru þau orð. Og í dag var ákveðið að fara í hópferð á Tillann. Ég verð svo að viðurkenna að ég fékk það ekki um helgina en mér er líka alveg sama því Liverpool vann Arsenal.


föstudagur, nóvember 26, 2004

Strandverðir


Það er ekki laust við að maður sakni Strandvarðanna úr sjónvarpinu. Þó svo að breskt tímarit hafi verið að velja Baywatch verstu sjónvarpþætti í heimi þá er mér nokk sama. Bretarnir töldu að þættirnir hefðu þann galla að atburðarásin hafi verið mjög fyrirsjáanleg, þ.e. baðstrandargesti var bjargað frá drukknun, en hver var að pæla í því? Það sem var svo yndislegt við Baywatch voru strandverðirnir sjálfir... léttklæddar gyðjur sem hlupu um ströndina... já og fullt af sílikoni... það var sko fögur sjón.


fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Golfferðirnar


Úrval Útsýn er komið með dagsetningar á golfferðir næsta vor... þeir byrja að taka við pöntunum á mánudaginn. Þær ferðir sem eru boði (Islantilla):
 • 17-29/03 - 12 nætur, 11 golfdagar - páskaferð
 • 29/03-10/04 - 12 nætur, 11 golfdagar
 • 10-18/04 - 8 nætur, 7 golfdagar
 • 18-27/04 - 9 nætur, 8 golfdagar

Strákar... hvaða ferð myndi henta best?
Þessa stundina líður mér eins og mér leið þegar ég var að bíða eftir jólunum þegar ég var lítill. Einhverra hluta vegna er spenningurinn við það að fá stafrænt sjónvarp svona mikill hjá mér... ég er reyndar að sjá eitthvað verða að veruleika sem ég er búinn að leggja mikla vinnu í undanfarna mánuði... það eru sem sagt jólin hjá mér í dag.

Ég held að Síminn hafi ekki búist við jafn góðum undirtektum hérna í Víkinni eins og raun ber vitni, alls hafa rúmlega 80 heimili í Bolungarvík skráð sig fyrir "Sjónvarpi um ADSL" og er það um þriðjungur heimila í bænum. Ég veit að þessi tala mun hækka eftir opnunarhátíðina sem verður í Víkurbæ eftir hálftíma.Ég held að það sé kominn vísir að "Hrekkjalómafélagi Bolungarvíkur"... hrekkir dagsins voru magnaðir og mig verkjar enn í magann eftir allan hláturinn....eða allavega var rúta sem er rækilega merkt Símanum og SkjáEinum að renna í gegnum miðbæ Bolungarvíkur.


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Sjónvarp um ADSL


Í gær og í dag er ég búinn að vera mikið spurður um Sjónvarp um ADSL og ýmis tæknileg mál. Ég er nú ekki sérfróður á þessu sviði en hef reynt að svara fólki eftir bestu vitneskju. Helstu upplýsingar er að finna á heimasíðu Símans og svo hefur internetþjónustan Snerpa sett saman góðan lista yfir spurningar og svör tengdar Sjónvarpi um ADSL. En ef þið hafið einhverjar fleiri spurningar þá skal ég reyna að svara þeim eftir bestu getu.

Það er ekki hægt að segja annað en það heyri til stórkostlegra tíðinda að það skuli birtast frétt á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar. Þetta gerðist fyrir stuttu síðan og er þetta fyrsta fréttin sem kemur inn á vefinn frá því í apríl árið 2003.


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Skjár Einn og enski boltinn


Þá er komið að því að SkjárEinn komi til Bolungarvíkur, reyndar eru 10 stöðvar í pakkanum:
 • Skjár Einn
 • RÚV
 • Enski boltinn (sér stöð með fleiri beinar útsendingar)
 • DR1 (danska sjónvarpið)
 • Eurosport
 • Sky News
 • Discovery Channel
 • Cartoon Network
 • BBC Prime
 • MTV

Þetta byrjar svo á fimmtudaginn með fjölskylduhátíð í Víkurbæ þar sem menn geta kynnt sér þjónustuna. Til að geta nýtt sér þjónustuna þurfa menn auðvitað að vera með ADSL tengingu, ef þú ert með slíka tengingu ættirðu að kíkja inn á heimasíðu Símans og sækja um aðgang að Sjónvarpi um ADSL.mánudagur, nóvember 22, 2004

Löghlýðni


Samkvæmt frétt á bb.is fannst bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vera ástæða til að þakka ákveðnum hópi einstaklinga fyrir löghlýðni. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ástæða til að þakka fleirum íbúum Ísafjarðarbæjar fyrir löghlýðni... varla er þetta eina fólkið í bænum sem er löghlýðið? Svo er það annað mál hvort bæjarstjórnin geti í raun fullyrt að viðkomandi einstaklingar séu löghlýðnir yfir höfuð... en þegar fréttin er lesin til enda þá kemst maður að því að allt tal um löghlýðni er komið frá blaðamanni bb.is.

En í framhaldi af þessu ákvað ég að höfða til samvisku lesenda bloggsins og spyrja þá einfaldrar spurningar: "Ertu löghlýðin(n)?"Helgin var ágæt hjá mér... laugardagurinn var mjög annasamur því ég var í einhvers konar "workshop" vegna Heilsubæjarins frá því eldsnemma um morguninn til klukkan að verða sex... þá tók við frábær afmælisveisla og að lokum var haldið á ball í Krúsinni. Þar var frekar rólegt, reyndar svo rólegt að eitt stykki menntaskólakennari sá sig knúinn til að steinsofna... U know what I mean... kvöldið endaði svo með því að Birna rappaði með stæl um Langa Manga... Gærdagurinn var bara chill og maraþonáhorf á The O.C. auk þess sem ég mætti í ræktina og gaf yfimanni mínum tækifæri til að koma kjaftasögu af stað.Það er alveg í lagi að geta drævað 630 metra... það er spurning hvort Sleggjan eða Pendúllinn geta bætt þetta.


sunnudagur, nóvember 21, 2004

Skákin


Halldór bróðir er að standa sig vel í skákina þessa dagana, hann er að keppa fyrir hönd Bolvíkinga í Íslandsmóti skákfélaga og hefur ekki tapað skák til þessa í mótinu. Eitt athyglisverðasta afrek hans á mótinu til þessar er að hafa gert jafntefli við stórmeistarann Jann Ehlvest sem er með 2631 skákstig en Halldór er aðeins með 2280 skákstig.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Stera Pétur


Ég lenti á fyrirlestri hjá Pétri lækni fyrr í kvöld og mig verkjar enn í magann eftir allan hláturinn. Ég mæli með því að fólk mæti á fyrirlesturinn sem hann verður með fyrir almenning á morgun (í Slysavarnarhúsinu kl. 10.30), þar eiga allir eftir að skemmta sér vel... nema kannski þeir sem eru kímniheftir.Ég var að lesa frétt um þau taflfélög sem keppa á Íslandsmóti skákfélaga um helgina og rak augun í að Golfklúbbur Guttorms tudda leikur í 4. deild og þar eiga Kátu biskuparnir líka lið. Ég skil alveg að biskupar skuli eiga lið í skákmóti en ég hélt að golfklúbbar ættu frekar að keppa í golfi en skák.


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

O.C. er málið


Ég sökkti mér niður í að horfa á O.C. þættina í gærkvöldi og mér fannst þeir bara ansi góðir. Sería 1 kostaði mig 5 þúsund kall og ég held að ég hefði varla geta varið þeim peningum betur.


miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Lífsstefna Vestfirskra Gleðipinna


Þar sem ég hef núna fengið í hendurnar eitt eintak af 5. útgáfu Söngbókar Vestfirskra Gleðipinna finnst mér við hæfi að leyfa lesendum þessa bloggs að kynnast lífsstefnu þessarra þjóðþekktu samtaka.

Uppgötvaðu ekki þegar þú deyrð, að þú hafir aldrei:
- lifað
- gefið hænur í afmælisgjöf
- fengið lögguna í partý
- týnt plastinu
- dottið í það fjóra daga í röð
- farið nakin(n) í heita pottinn í Bolungarvík
- látið henda þér út af útidansleik
- tekið Háskólann á hraðferð
- rústað Hótel Borgarnesi
- fallið á prófi
- komið til Grunnavíkur

Af þessari upptalningu að dæma er það alveg ljóst að ég hefði aldrei getað komist í þennan félagsskap.


mánudagur, nóvember 15, 2004

Staupasteinn


Ég veit ekki hvort þið munið eftir sjónvarpsþáttum sem hétu "Staupasteinn" eða "Cheers" og voru sýndir á RÚV í gamla daga. Ég var að horfa á 4. seríu af Friends í kvöld þar sem Joey er staddur á hótelherbergi í London og kveikir á sjónvarpinu og "Cheers" er að byrja... þá fær hann heimþrá. Ég skildi alveg hvað Joey var að hugsa... hann vildi fara aftur heim til New York.

Í síðustu viku var ég tvisvar sinnum spurður að því hvort mig langaði ekki að flytja burt. Ég svaraði því til að mér liði vel þar sem ég væri og ég væri búinn að prufa að búa annars staðar og þá hefði ég komist að því að grasið var ekkert grænna hinum meginn við lækinn. En þegar ég heyrði upphafslagið í "Staupasteini" fyrr í kvöld þá greip ég eina setningu sem skýrir e.t.v. af hverju mér finnst svo gott að búa í Bolungarvík... "You wanna be where everybody knows your name"Ég vil þakka Halldóri Magnússyni fyrir að hafa sent mér söngbók Vestfirskra Gleðipinna. Betra seint en aldrei.Skilaboð kennara til nemenda eru "það er allt í lagi að skrópa". Svona er Ísland í dag.


sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ofurhetja


Ef ég væri hetja...

Villains fear me.
Heroes envy me.

Baldur Smári Einarsson is...
The TV-Watching Web-Surfer

Tékkið á ykkar hetjunafni hér...Helgin fór ekki alveg eins og ég hafði ætlað mér. Mér tókst samt að mæta í opnunarteitið hjá hotMobilemail... já það voru fínar fljótandi veitingar þar. Ég fór líka í annað teiti á föstudagskvöldið og það er skemmst frá því að segja að ég drakk aðeins og mikið af koníaki þar. Ég hafði það nú af inn á Ísafjörð en setningin sem Palli sagði við fyrir utan Sjallann er mér enn í fersku minni... "Baldur, ég hef aldrei áður séð þig svona fullan." Ég átti þ.a.l. mjög erfiðan laugardag en píndi mig þó til að mæta í ræktina auk þess að spila fótbolta í klukkutíma. Þar með var þrek dagsins uppurið. Dagurinn í dag er búinn að vera helgaður rólegheitum, horfði á tónleika með U2 og Queen og 4 Friends þætti.

Næsta vika leggst ágætlega í mig, ég á von á seríu 1 af O.C. (á DVD) í póstinum og svo er spurning hvort það sé ekki kominn tími á að taka sér síðbúið sumarfrí og dvelja í góðu yfirlæti í höfuðborginni í nokkra daga.Ég var að uppfæra síðuna hjá Svarta genginu... golfáhugamenn geta núna t.d. séð hvaða markmið Grímur setur sér fyrir næstu golfferð og hvaða kylfur hann er með í settinu sínu.


föstudagur, nóvember 12, 2004

Frétt


Það er að koma helgi... ef til vill verður kíkt eitthvað út á lífið... en framundan er allavega eitt boð hjá HotMobileMail með "léttum veitingum", púl í ræktinni, innanhússfótbolti og útgáfutónleikar Mugison.
MU


Þetta er fyrir aðdáendur Man.Utd.


fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Boltinn


Ég átti gríðarlega gott "comeback" í fótboltaheiminn síðastliðinn laugardag. Ég var í sakleysi mínu að púla uppi í þreksal í íþróttahúsinu þegar Doddi bað mig að koma niður og spila fótbolta. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og skellti mér í fótbolta, líklega í fyrsta sinn í áratug eða svo. Mér fannst ég standa mig alveg þokkalega og ætla að mæta aftur næsta laugardag... það er líka spurning um að fara bara að æfa með meistaraflokki, það er ekki eins og það séu alltof margir á æfingum hjá þeim þessa dagana....en mér finnst það nú samt full mikil peningasóun að kasta 160 þúsund kalli á eldinn.


miðvikudagur, nóvember 10, 2004

VSP


Starfsemi Vestfirzkra Sleikipinna tók mikinn kipp í morgun þegar vefsetur félagsins var formlega opnað. Slóðin er www.sleikipinnar.blogspot.com og ég mæli með að þið bætið þessari síðu inn í "blogg-rúntinn" ykkar.Þrátt fyrir síendurtekin loforð heiðursmanna á borð við Ásgeir Þór Jónsson og Halldór Magnússon þá hef ég ekki ennþá fengið eintak af Söngbók Vestfirzkra Gleðipinna í hendurnar. Ég vænti þess að þeir félagar fari að efna loforð sín sem gefin voru m.a. í mögnuðu teiti hjá Pétri nokkrum Guðmundssyni fyrr á þessu ári.

Lexusinn er kominn í vetrarbúning, nagladekkin eru komin undir bílinn þannig að nú ætti maður að vera fær í flestan s(n)jó. Það er verst hvað ég er farinn að nota bílinn lítið því ég er eiginlega alltaf fótgangandi núorðið...


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Löghlýðni


Bolvíkingar eru til fyrirmyndar, við erum löghlýðnasta fólk á Íslandi.


mánudagur, nóvember 08, 2004

Sleikipinnar


Það virðist sem starfsemi Vestfirzkra sleikipinna hafi legið í nokkrum dvala undanfarið... er ekki kominn tími á að fara að hleypa nýju lífi í félagið?Það fer að styttast í að við Bolvíkingar fáum að sjá SkjáEinn í nýja ADSL-sjónvarpskerfi Símanns... en við verðum að láta okkur nægja að horfa á SkjáEinn á netinu í bili.


föstudagur, nóvember 05, 2004

Heimsmeistarakeppni í upphafshöggum


Í heimsmeistarakeppninni í upphafshöggum var það Callaway Big Bertha Ti454 kylfan sem átti lengsta drævið en það var um 340 metrar. Ég held að þetta væri tilvalin keppni á mótaskránni fyrir næsta golftímabil... það er spurning hver verður GBO meistari í upphafshöggum... það verður líka fróðlegt að vita hve langt sigurhöggið verður og hvaða kylfa nær lengst.


fimmtudagur, nóvember 04, 2004

SchoolDisco.com


Frænka mín var að leita í plötubúðum í Reykjavík að geisladisk sem heitir SchoolDisco.com, eftir árangurslausa leit var brugðið á það ráð að hafa samband við mig í þeirri von að ég gæti reddað disknum að utan. Ég þurfti ekki að leita svo langt því ég átti hann auðvitað upp í hillu... þannig að málunum var auðveldlega bjargað.

En SchoolDisco.com er mjög skemmtilegt "concept" sem byrjaði á litlum skemmtistað í London fyrir 5 árum síðan en nú í dag er þetta orðið að stórum kvöldum víðs vegar um Bretland þar sem yfir 10.000 manns koma saman og skemmta sér við gamla og góða tónlist. Tónlistarstefnan á þessum kvöldum er einföld, "Rock, Pop & Disco", og þar sem ræturnar eru í Bretlandi þá eru skólabúningar æskilegur klæðnaður.

Ég fór á eitt svona kvöld þegar ég var í Liverpool fyrir tveimur og hálfu ári og það var alveg æðisleg upplifun, ég var kannski ekki mjög lengi inni á þessum skemmtistað en samt alveg nógu lengi til að sannfærast um að þetta væri dæmi sem gæti virkað utan Englands. Hvernig væri að halda svona kvöld hérna fyrir vestan?

Hérna er smá dæmi um það sem SchoolDisco.com hefur upp á að bjóða:
Queen - Don't Stop Me Now (Queen eru bara bestir)
Toni Basil - Mickey (það er sniðugt að segja "Biggi" í staðinn fyrir "Mickey" í textanum í þessu lagi... ég tileinka þá útgáfu lagsins rokkstjörnunni Bigga Olgeirs)
Tight Fit - The Lion Sleeps Tonight (algjör klassík)
The Boomtown Rats - I Don't Like Mondays (Eins og talað frá mínu hjarta, ég hata mánudaga)
Alice Cooper - School's Out (Þetta lag hér sérstaklega fyrir Stálið sem er mikill aðdáandi prestsonarins)
Rock Steady Crew - Hey You (The Rock Steady Crew) (Bara gamalt og gott)
Laura Branningan - Gloria (Mig minnir að 2 stelpur sem ég þekki hafi alltaf sungið þetta lag áður en þær fóru út á djammið á sínum tíma)
The Clash - Rock The Casbah (Clash eru alltaf góðir)
Matthew Wilder - Break My Stride (Eitt af þessum sígildu popplögum)
Hot Butter - Popcorn (Popp)Djibril Cisse er greinilega toppmaður, eftir að hann fótbrotnaði illa um helgina þá skellti hann sér beint í áfengið... hann var sem sagt að kaupa sér vínekru og er farinn að framleiða vín. Cisse drekkur reyndar ekki sjálfur þannig að við sem fylgjum Liverpool þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af því að hann leggist í einhverja brennivínsdrykkju. Cisse er reyndar algjör töffari, ekur um á gulum Ferrari, er vel tattoo-veraður og er alltaf með skrautlegar hárgreiðslur. Hann á líka skemmtistað í Frakklandi og er plötusnúður... og auðvitað dýrkar hann House-tónlist.


þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Skrifari


Þó svo það sé lítið líf í netspjallinu á bb.is þá er þar samt einn aðili sem hefur ákveðnar skoðanir á öllum fjandanum. Þetta er hann "Skrifari". Skrifarinn er alltaf hávær (ég orða þetta þannig) og maður fær það oft á tilfinninguna að hann telji sig yfir alla aðra hafinn. Gamla máltakið "Bylur hæst í tómri tunnu" kemur oftast upp í hugann á mér þegar Skrifarinn geysist fram á ritvöllinn á netspjallinu.Það er ýmislegt sem kemur í ljós þegar tölvupóstur starfsmanna olíufélaganna er skoðaður... sennilega er þetta rétt hjá þeim: Fólk er fífl!


mánudagur, nóvember 01, 2004

GLC


Ég er að búa mér til disk til að nota í ræktinni þessa vikuna... eitt af lögunum sem hlýtur náð fyrir eyrum mínum í þetta skiptið er Your Mother's Got A Penis með ensku röppurunum Goldie Lookin Chain... skemmtilega hallærislegt rapp. Einnig verður lagið Good Grief (Fuck You) með Yer Man á disknum en þetta er auðvitað Hed Kandi lag af bestu gerð.

Meðal annarra á þessum disk verða belgíska Idol stjarnan Danzel með Clubbase remixið af Pump It Up, Marilyn Manson með Personal Jesus, U2 með Vertigo, Benassi Bros ásamt Azibiza með Sfaction remixið af Turn It Up, Eric Prydz með Call On Me, BCD remixið af All Together Now með The Farm o.s.frv....


Baldur Smári
 • » Tölvupóstur «

 • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3