» Party in the moonlight and dance to the sunrise...mánudagur, janúar 31, 2005

Bolungavík


Í gegnum tíðina hafa menn deilt um hvort réttara sé að segja Bolungavík eða Bolungarvík. Opinberlega er r-ið notað en líklega er réttara að segja Bolungavík án r-ins umdeilda.

Í morgun keypti ég lénið www.bolungavik.is og ætla að nota það undir eitthvað sniðugt í framtíðinni... eru þið með einhverjar tillögur um hvað ég gæti notað lénið í?


föstudagur, janúar 28, 2005

HÁS eða HOUSE


Ég frestaði borgarferðinni um óákveðinn tíma þannig að ég get mætt á Bigga og félaga í Húsinu á sléttunni í Víkurbæ í kvöld. Annar möguleiki í stöðunni er að vera bara heima og hlusta á house-tónlist að hætti Hed Kandi.


miðvikudagur, janúar 26, 2005

Golfið


Það er farið að styttast í golferðina á Islantilla og snjórinn er að fara þannig að við getum jafnvel farið að skella okkur í vetrargolf bráðlega. Svo er Grímur kominn með Golfskúrinn á netið.


þriðjudagur, janúar 25, 2005

Last night a DJ saved my life...


Quiz Me
Baldur Smári Einarsson spins tunes as
DJ Fancy Flush

Get your dj name @ Quiz Me
U2


Mig langar á tónleika með U2 næsta sumar."Ungur maður ákvað fyrir helgina að fara inn í tölvubúð og kaupa sér dýra fartölvu. Ætlunin var að borga hana aldrei heldur nota hana í skiptum fyrir fíkniefni. Á endanum kærði hann sjálfan sig."

Svona er raunveruleikinn hjá heimskum íslenskum dópistum...


mánudagur, janúar 24, 2005

AirPort Express


Ég var að fá mér AirPort Express sem er snilldartæki frá Apple. Eins sem komið er nota ég þetta bara í að senda tónlist - þráðlaust - úr iTunes yfir í græjurnar mínar. Sem sagt, endalaus tónlist og engar snúrur.Einhverra hluta vegna er dagurinn í dag talinn vera versti dagur ársins. Það fór næstum því illa hjá mér í morgun þegar ég var að labba frá íþróttahúsinu og út í bíl, svellið var aðeins sleipara en ég hélt og það munaði engu að ég flygi á hausinn.


föstudagur, janúar 21, 2005

Víkarar eru sexy...


...ef marka má árlega kosningu hlustenda Rásar 2 á kynþokkafyllsta karlmanni Íslands. Í fyrra varð Guðni Hauks í 2. sæti og núna varð Mugison í 6. sæti.Þau merku tíðindi urðu í gærkvöldi að Bolvíkingar unnu körfuboltaleik, það bar einnig til tíðinda að Biggi Olgeirs setti niður 3 stiga körfu í leiknum. Af Bigga er það hins vegar að frétta að hann lofar 16 ára Þorraballi í Víkurbæ eftir viku þar sem "Húsið á sléttunni" mun leika fyrir dansi.Í dag er bóndadagurinn og þá velja hlustendur Rásar 2 kynþokkafyllsta mann Íslands. Í fyrra var topp 10 listinn forvitnilegur að mörgu leyti. Það er spurning hvort Guðni Hauks nái að gera betur en í fyrra.


fimmtudagur, janúar 20, 2005

Sólskin


Sólin er farin að sjást í fyrsta skipti á þessu ári í Bolungarvík, a.m.k. sást sólin á Holtastígnum í dag... ég geri því ráð fyrir að fá sólarpönnukökur hjá mömmu í kvöld.


miðvikudagur, janúar 19, 2005

Rokk og ról


Ég er að spá í að skella mér á Rock am Ring tónlistarhátíðina í byrjun júní í sumar þar sem m.a. þessar hljómsveitir munu spila:

R.E.M.
Iron Maiden
Marilyn Manson
Green Day
Incubus
Slipknot
The Prodigy
Slayer
HIM
The Chemical Brothers
Tocotronic
Apocalyptica
The Hives
Fettes Brot

Þetta hljómar ágætlega, er það ekki?


mánudagur, janúar 17, 2005

Úti er alltaf að snjóa...


Það virðist geta snjóað endalaust þessa dagana, snjónum kyngdi niður í nótt og von er á brjáluðu veðri í kvöld, líklega með tilheyrandi rýmingum hjá þeim sem búa undir bröttum fjallshlíðum.

Helgin var róleg hjá mér, ekkert djamm en talsvert um videogláp. Ég stóð á vissum tímamótum um helgina því þá var liðið ár frá því ég byrjaði í ræktinni. Ég get verið ánægður með árangurinn á þessu eina ári, 27 kg farin af líkamanum en mikið meiri þungi farinn af sálinni. Ég er mikið hamingjusamari og betri maður í dag en ég var fyrir ári síðan.


föstudagur, janúar 14, 2005

Pýramídafyrirtæki


Ég rak augun í þessa frétt á ruv.is í dag, þarna er talað um að 200.000 Norðmenn séu að tapa á fyrirtæki sem er í fréttinni kallað "Stock Market Games". Mig grunar hins vegar að þarna sé um að ræða fyrirbæri sem er kallað World Games Inc. en þar er einmitt Greg Kennedy í forsvari en nafnið hans var í fréttinni á ruv.is. Það var einhvern tímann reynt að plata mig inn í þetta dæmi eins og marga Íslendinga... en ég var ekki ginkeyptur fyrir hugmyndinni.Það gæti verið skemmtilegt að kíkja á fundinn hjá Frjálshyggjufélaginu á Langa Manga á morgun... ég mæti ef ég nenni.
19


Það verður gaman að sjá Moro í treyju nr. 19 á Anfield á morgun...Við sumar aðstæður getur reynst erfitt að einbeita sér eins og þetta Einbeitingarpróf sannar.


miðvikudagur, janúar 12, 2005

Víkari ársins 2004


Þar sem lesendur bb.is eru búnir að velja Ödda - Mugison - Vestfirðing ársins 2004 þá er mér alveg óhætt að lýsa því yfir að Mugison er Víkari ársins 2004. Verðlaunin - sem verða auðvitað stórglæsileg og einstaklega eftirsóknarverð - verða veitt á góðri stundu einhvern tímann þegar tækifæri gefst.


mánudagur, janúar 10, 2005

Lögin


Ég fylgdi þessum leiðbeiningum...

1. Open up the music player on your computer.
2. Set it to play your entire music collection.
3. Hit the “shuffle” command.
4. Tell us the title of the next ten songs that show up (with their musicians), no matter how embarrassing. That’s right, no skipping that Carpenters tune that will totally destroy your hip credibility. It’s time for total musical honesty.
5. Write it up in your blog or journal and link back to at least a couple of the other sites where you saw this.
6. If you get the same artist twice, you may skip the second (or third, or etc.) occurances. You don’t have to, but since randomness could mean you end up with a list of ten song with five artists, you can if you’d like.

...og þetta var útkoman:

1. D12 - My Band
2. In-Grid - Tu Es Foutu (Sfaction Mix)
3. Four Heads - Raybeam
4. Flip N Fill - Field Of Dreams (Voodoo & Serano Remix)
5. Stellar Project - Get Up Stand Up
6. Svenson & Gielen - Beachbreeze (Svenson Remix)
7. Project Medusa vs Exor - Eclipse
8. DJ Scot Project - I (Want Your Love)
9. Marcos And Walker - Daykeeper
10. Walt - Bring The Pain (Original Mix)


fimmtudagur, janúar 06, 2005

Bíllinn


Einhver staðar á þessari mynd glittir í bílinn minn. Á gamlársdag var enginn snjór í innkeyrslunni þannig að það hefur örlítið snjóað þessa fyrstu daga ársins. Lexusinn er reyndar ekki beinlínis hannaður fyrir færðina hérna fyrir vestan þessa dagana þannig að ég er ekkert að flýta mér að moka hann út. Moksturinn á líka eftir að verða heljarinnar verk, meðalhæðin á skaflinum fyrir aftan bílinn er líklega 130-150 cm, innkeyrslan er 3 metra breið og það eru 7-8 metrar frá bílnum út á götu. Samtals eru því á milli 30 og 40 rúmmetrar af snjó sem ég þarf að moka... ég held ég þurfi gröfu í þetta verk.Það getur verið dýrt að drekka of mikið... kannski líka skynsamlegt að skilja kreditkortið eftir heima áður en haldið er út á djammið.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3