» Party in the moonlight and dance to the sunrise...fimmtudagur, mars 31, 2005

Útsýnið


Í gær fór ég upp í mastrið þar sem vefmyndavélin okkar verður staðsett í framtíðinni. Ég notaði tækifærið og tók nokkrar myndir sem sýna útsýnið... hérna er smá sýnishorn...

Horft inn í Jökulfirði, Gítarinn, innsiglingin og Brjóturinn
Ytri höfnin með Ritinn í baksýn
Norðurbærinn og Traðarhyrnan
Austurbærinn, Tungudalur og Tunguhorn
Innri höfnin, Grundirnar og Ernirinn (smá hreyfð mynd ;) )
Grundargarður og Syðridalur
Óshyrnan og Sandurinn
Mastrið, myndavélin verður í 15 - 20 metra hæð


miðvikudagur, mars 30, 2005

Á leið í sólina


Það vilja allir vera í sólinni þessa dagana, tvær vinkonur mínar eru á leiðinni út á morgun, önnur fer til Kanarý en hin ætlar að heimsækja Spán og Marokkó. Sjálfur er ég á leiðinni til Spánar eftir 10 daga þar sem ég mun spila golf með 11 öðrum bolvískum kylfingum.


mánudagur, mars 28, 2005

50.000


Gestur nr. 50.000 ætti að vera rétt í þessu að koma inn á þessa bloggsíðu... sá sem verður nr. 50.000 fær að sjálfsögðu vegleg verðlaun...Vefmyndavélin góða er núna komin fyrir augu almennings... auðvitað fyrst hér á blogginu mínu ;) Það er best að nota Internet Explorer en Firefox er líka fínn en ég veit að þetta sést hvorki í Opera né Safari. Þið gætuð þurft að installa einhverju ActiveX dóti til að sjá myndina.

Vefmyndavélin sem er notuð heitir AXIS 213 PTZ og fjarstýranleg, þ.e. notendur geta stjórnað henni sjálfir úr tölvum sínum... en auðvitað bara einn í einu. Útgáfan sem þið sjáið hérna til hægri er án stjórnborðs en endanlega útgáfan verður þannig að þið getið stjórnað henni með ákveðnum takmörkunum. Núna er vélin staðsett upp í blokk en hún verður færð neðar í bæinn á næstu dögum.

Hvað finnst ykkur um þetta?Því er haldið fram að á undanförnum mánuðum hafi orðið lygilegar breytingar á útliti mínu... ég held að ég sé meira að segja farinn að trúa því sjálfur. Ég er búinn að hitta fjölda fólks yfir páskana sem hafa varla þekkt mig og jafnframt hefur mér verið hrósað fyrir árangurinn í ræktinni. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að ég sé fyrirmynd í þessum efnum og að ég sé farinn að smita út frá mér... sem er auðvitað bara hið besta mál. Ég er auðvitað mjög ánægður með allt það jákvæða sem er sagt við mig og vondandi verður það mér enn frekari hvatning.Þið sem fóruð á "Rokkhátíð alþýðunnar" tókuð vonandi eftir bleika gítarnum sem gítarleikarinn í "Ghostdigital" notaði... mér fannst gítarinn ógeðslega flottur enda er ég þekktur fyrir að spila á bleikan gítar.


miðvikudagur, mars 23, 2005

Webcam


Ég er alveg dolfallinn yfir nýju vefmyndavélinni sem verður sett upp hérna í Bolungarvík á næstunni. Þetta er bara æðisleg vél og verður líklega ein flottasta vefmyndavélin á landinu í dag...Ég var að kaupa mér geisladisk sem heitir því skemmtilega nafni "Cut The Fu*k Up" og hann er algjör snilld svo ekki sé meira sagt. Á disknum er blandað saman poppi og rappi auk þess sem brotum úr klassískum bíómyndum er skotið inn á milli laga. Ætli þessi diskur fái ekki að fljóta með í SUS partýið í kvöld.

Eminem vs. Survivor - Without Me
Will Smith vs. Michael Jacson - Freakin' It
Missy Elliot vs. The Cure - Get Ur Freak On
Grandmaster Flash vs. INXS - The Message
Wyclef Jean vs. Technotronic - It Doesn't Matter
Skee-Lo vs. Harold Faltermeyer - I Wish
Public Enemy vs. Ray Parker Jr. - Bring The Noise
Tag Team vs. Madonna - Whoomp! There It IsBenni Sig er þrítugur í dag og ætlar að halda upp á daginn með svakalegu partýi á morgun. Þar sem mér er boðið í partýið þá er mér það ljúft og skylt að óska Benna Sig til hamingju með afmælisdaginn!


laugardagur, mars 19, 2005

Páskarnir


Það er farið að styttast í páskana og ég held að eiginlega allir ætli sér að djamma þessa páskahelgina. Ég ætla a.m.k. að fara á ballið með ÍSF í Hnífsdal á miðvikudaginn og svo er verður Benni Sig "dirty" á skírdag og ég er boðinn í það partý. Restin af páskunum er óplönuð hjá mér... stóra spurningin er bara hvort maður fái páskaegg í ár...


föstudagur, mars 18, 2005

Mashed Up!


Það er í tísku í dag að blanda saman ólíkum lögum og búa til eitt lag úr þeim, þetta er kallað "Mash Up" á fagmálinu. Yfirleitt er þetta gert þannig að það er tekið undirspilið úr einu lagi og söngurinn úr öðru lagi er settur þar yfir. Lög af disknum "The Mash Up Mix" hafa heyrst undanfarið í Sjallanum... nokkur góð dæmi um "Mash Up" er t.d.

Cut Up Boys - Pump It Zombie >> Þetta lag er einmitt á "The Mash Up Mix" disknum en Cut Up Boys mixuðu þann disk, þetta er einfaldlega blanda af Kernkraft 400 með Zombie Nation og Pump It Up með Danzel.
Sisqo vs. Kylie Minogue - Head Song >> Undirspilið úr Can't Get You Out Of My Head með Kylie Minogue og rappið úr Thong Song með Sisqo, algjör snilld.
Eminem vs. Fatboy Slim - My Name Is Rockafella Skank >> The Rockafella Skank með Fatboy Slim passar mjög vel við My Name Is með Eminem.
Justin Timberlake vs. Sean Paul - Get Your Body Busy >> Það komu nokkrar "Mash Up" útgáfur af Rock Your Body með Justin Timbelake, hér er Get Busy með Sean Paul hrært saman við.
Mr. Oizo vs. Reel 2 Real - Flat Beat >> Vocals frá I Like To Move It með Reel 2 Real yfir Flat Beat með Mr. Oizo... I Like It!
Eminem vs. Panjabi MC - Lose Yourself >> Lose Yourself með Eminem og Mundian Tu Bach Ke með Panjabi MC... skrítið en skemmtilegt.


fimmtudagur, mars 17, 2005

33 Mellur


Ég fór í spinning í gær og var í Liverpool búning sem er merktur Neil Mellor sem er nr. 33 hjá liðinu. Einhver las vitlaust á búininginn hjá mér og hélt að það stæði "Mellur" í staðinn fyrir "Mellor"... mér fannst það bara fyndið enda gaman að vera í fremstu röð í salnum (fyrir framan allar konurnar) og vera með þessi skilaboð á bakinu


miðvikudagur, mars 16, 2005

Afmæli


Það er mikið um afmæli hjá jafnöldrum mínum um þessar mundir, Guðbjartur Atli sem er með mér á þessari mynd á afmæli í dag og Auður og Rúnar Geir áttu afmæli í gær... þau eru öll orðin árinu eldri en ég. Svo eignaðist ein úr '76 árgangnum víst dóttur í gær.


fimmtudagur, mars 10, 2005

Óskalög
Það eru margir hrifnir af myndinni af mér með bleika gítarinn... ég er viss um að Andy Taylor átti ekki svona flottan gítar þegar Duran Duran var upp á sitt besta ;)


mánudagur, mars 07, 2005

Birgir þú átt von...


Röggi var að meika það í Söngkeppni MÍ á laugardaginn, hann lenti í öðru sæti en hann flutti lagið "Birgir þú átt von". Þar sem Röggi verður ekki með mér í liði á Islantilla í vor þá vil ég tileinka honum þessa frægu setningu sem kom af vörum goðsagnarinnar Bill Shankly:

"If you are first you are first, if you are 2nd you are nothing."

Annars mæli ég með að þið nælið ykkur í demó útgáfuna af laginu hans Rögga, honum til halds og trausts í þetta skiptið eru þeir Birgir Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson.


sunnudagur, mars 06, 2005

Diskurinn


Svona hljómar diskurinn sem ég er með í ræktinni þessa dagana... góð keyrsla allan tímann.

1. Moby - Lift Me Up >> Það nýjasta frá Moby... Lift me up, lift me up, Aiah Nouwamba...
2. The Chemical Brothers feat. Q-Tip - Galvanize >> Það besta frá Chemical Brothers í langan tíma...The world is holding back, the time has come to... Galvanize
3. Daft Punk - Robot Rock >> Nýjasta lagið frá frönsku snillingunum... Rock, Robot Rock, Rock, Robot Rock...
4. Sander Kleinenberg - The Fruit >> Þetta er Rockhouse... It's the fruit fruit fruit, It's the juice, juice, juice, It's the funk, funk, funk, It's the junk, junk, junk...
5. Dave McCullen - Bitch >> Frekar cool lag... I just like to call you my bitch...
6. Mylo - Drop The Pressure >> Eitt besta lag síðasta árs, funky disco house.. Motherfuckers gonna drop the pressure...
7. G-Spott - City Streets >> Hollensk snilld...People are coming out on the city streets...
8. Benny Benassi - Satisfaction >> Algjör klassík með mjög steiktu myndbandi... Push me, And then just touch me, Till I can get my satisfaction...
9. Benassi Bros - Turn Me Up >> Satisfaction sándið uppfært í útgáfu 2.0... Turn Me Up, Turn Me Down...
10. Benny Benassi pres. The Biz - Love Is Gonna Save Us >> Það nýjasta frá BB og félögum... Stones and flowers on the ground, We are lost and found, but love is gonna save us
11. Benassi Bros feat. Dhany - Hit My Heart >> Meira BB... Are you gonna hit my heart, Are you gonna leave me once again, Baby dont you hit my heart...
12. Royal Gigolos - California Dramin' >> Mamas & The Papas í frekar flottum búningi.. California dreamin', California dreamin', On such a winter's day...
13. Vanguarde - Gimme! Gimme! Gimme! (A Man After Midnight) >> Þetta er lagið sem kemur mér í djammgírinn þessa dagana... ABBA kryddað með satisfaction... Gimme! Gimme! Gimme! A man after midnight...
14. The Lovefreekz - Shine >> Ég sé bara fyrir mér ströndina á Benidorm þegar þetta lag heyrist... You shine a love on my life..life..life..life.......
15. Cabin Crew - (Waiting For A) Star To Fall >> Boy Meets Girl fluttu þetta upprunalega á Eighties tímanum, þetta kemur frá Ástralíu og er að gera allt vitlaust í Evrópu þessa dagana...Waiting for a star to fall, And carry your heart into my arms...
16. Uniting Nations - Out Of Touch >> Það er í tísku að taka Eighties lög og búa til disco house útgáfur af þeim... You're out of touch, I'm out of time, But I'm out of my head when you're not around...
17. Michael Grey - The Weekend >> Algjört djamm lag sem ég fæ aldrei leið á... I can't wait for the weekend to begin...
18. Angel City - Do You Know (I Go Crazy) >> Gamla góða Children með Robert Miles komið með texta... klikkar ekki... And do you know, Without you i just go crazy...
19. Angel - You Sure Do >> Þetta var vinsælt með Strike fyrir svona 10 árum síðan... You sure me feel like lovin' you...
20. Tiësto feat. Kirsty Hawkshaw - Just Be (Antillas Radio Edit) >> Ég dýrka Tiësto og þetta Antillas remix er meistaraverk.... You're searching for truth, You must look in the mirror, And make sense of what you can see, Just be, Just be...
21. Rank 1 - Beats At Rank-1 Dotcom >> Eitt flottasta lag allra tíma er Airwave með Rank 1.. það eru eiginlega öll lögin þeirra frábær og þetta er engin undantekingn... Beats At Rank One...
22. Narcotic Thrust - When The Dawn Breaks >> Ótrúlega flott lag... I don't wanna feel love, I don't wanna feel naked, I don't wanna fell love without you...
23. Reflekt feat. Delline Bass - Need To Feel Loved >> Smá rólegheit í lokin...Come and hold me baby, I need to feel loved, I'm in love, in love, in love...


föstudagur, mars 04, 2005

Hressandi fjallganga


Það var hressandi að ganga upp á Upsir og Efri Ból í hádeginu. Þetta tók á, svitinn lak af manni þegar upp var komið en eftir á var þetta alveg æðislega gott. Myndavélin var auðvitað með í för og hér eru sönnunargögnin um gönguferð dagsins:

Takið eftir því hvað Syðridalsvatn er fallegt í baksýn.Það er fjallganga á dagskránni í hádeginu, ég og Benni Sig ætlum okkur að skokka upp á Upsir.Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að núverandi fyrirkomulag í áfengissölu á Íslandi stuðli að slæmri vínmenningu... eða réttara sagt fyllerísmenningu. Ég vil lækka opinber gjöld á áfengi þannig að verðmyndun á áfengi verði eðlileg í landinu líkt og annars staðar í heiminum. Ég vil líka að einkaaðilar selji áfengi í stað opinberra aðila (ÁTVR) því mér finnst ekki eðlilegt að hið opinbera standi í verslunarrekstri. Ég styð einnig samtök á borð við "Samtök um bætta vínmenningu".


fimmtudagur, mars 03, 2005

Nafnið á nýja genginu


Niðurstöður könnunarinnar um nýtt nafn á hópinn sem fer á Islantilla 10. apríl nk. voru eftirfarandi:

Svart/hvíta gengið - 6%
Skollarnir - 2%
Fuglarnir - 4%
Ernir - 8%
Gullkylfingarnir - 2%
Bindindisfélag ungra kylfinga - 14%
100 kallarnir - 6%
Kærleiksbirnirnir - 28%
Golfvíkingarnir - 30%

Það verður svo ákveðið um helgina hvaða nafn verður fyrir valinu.


miðvikudagur, mars 02, 2005

Nizeguys


Stjáni Sax var að minnast á að gamla íslenska júróvisjónlagið "Birta" sé að gera það gott í Svíþjóð þessa dagana. Hann hafði heimildina að sjálfsögðu úr Mogganum þar sem fram kemur að sænska drengjahljómsveitin Nizeguys hafi gert sænskan texta við lagið og kalli það nú "Ängel". Í fréttinni í Mogganum kom fram að lagið væri nú í 2. sæti sænska vinsældarlistans, mér fannst þetta ansi merkilegt og ákvað því að kanna málið nánar. Þá sá ég að umrætt lag var ekki í 2. sæti sænska vinsældarlistans heldur var þar lagið "Max 500" með Kent, reyndar var "Ängel" hvergi á topp 20 umrædds vinsældarlista. Hins vegar komst ég að því að lagið er í 5. sæti Topplistans hjá Kjelles Dansotek og í 2. sæti Kalaslistans hjá Sveriges Radio P4. Svo má geta þess að lagið "Ängel" er í 3. sæti á Sverigetoppen hjá Sveriges Dansradio en þar er einmitt hægt að hlusta á sænsku útgáfuna af "Birtu". Ég mæli með því að þið hlustið á "Ängel" og hin lögin sem eru á þessum vinsældarlista... þetta er vonandi ekki rjóminn af sænska poppinu í dag.Það virðist sem hafið sé mikið ritstríð milli Stálsins og Trausta Salvars á Sleikipinnavefnum... ég bíð spenntur eftir næsta svari frá Stálinu.Nú er loðnan komin til Bolungarvíkur og peningalyktin fer að gleðja marga. Mér finnst peningalyktin yfirleitt góð en það eru ekki allir sammála mér í því.Aðalfréttin á mbl.is þessa stundina er um hund sem keyrði bíl í höfnina á Eskifirði... ætli hann hafi ekki verið próflaus? Þetta minnir mig bara á það þegar bíllinn hans Palla fékk sér sundsprett í höfninni hérna um árið.Nú fer að verða ærin ástæða til að mæta á Hróarskelduhátíðina í sumar... Duran Duran ætlar að mæta á svæðið og vera með svokallaða "leikvangstónleika" á Roskilde í sumar. Það spurning um að hætta við að fara á U2 í London og skella sér bara í Danaveldið í staðinn.


þriðjudagur, mars 01, 2005

16 ára afmæli


Í dag eru víst 16 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð á Íslandi.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3