» Party in the moonlight and dance to the sunrise...laugardagur, júlí 30, 2005

Verslunarmannahelgin


Ég fer ekki á útihátíð þessa verslunarmannahelgina frekar en áður... ætla maður skelli sér ekki bara einhvern tímann til Eyja í ellinni... ég hef eiginlega aldrei verið spenntur fyrir íslenskum útihátíðum, alltaf sömu íslensku ballhljómsveitirnar sem mér finnst ekkert vera spennandi... frekar myndi ég skella mér út á hátíðir eins og Creamfields eða Mysteryland....


föstudagur, júlí 29, 2005

Árinni kennir illur ræðari...


Þegar það gengur ekki nógu vel í golfinu þá kennir maður auðvitað kylfunum um slakan árangur... þess vegna er ég á leiðinni að bæta við tveimur nýju undrakylfum í settið mitt... gott ef það væri ekki rétt að huga að því að fá sér nýtt járnasett við tækifæri...Ég sá Bolvíkinga spila við Rugbyfélag Ísafjarðar í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Ég verð nú að segja að það var bara annað liðið sem spilaði fótbolta í gærkvöldi... grínlaust. Ísfirðingar voru að spila eitthvað allt annað en fótbolta á Skeiðinu en náðu samt jafntefli. Ástæðan fyrir því er margþætt:
  • Bolvíkingar spiluðu með markmann sem var ekki í leikhæfu ástandi (þ.e. Ingó spilaði rifbeinsbrotinn) enda hittu Ísfirðingar rammann 4-5 sinnum í leiknum og það skilaði 4 mörkum
  • Bolvíkingar nýttu illa fjölmörg dauðafæri í leiknum, ef nýtingin hefði verið jafn góð og hjá Ísfirðingum þá hefði leiknum lokið með 8-10 marka mun, Bolvíkingum í hag
  • Bolvíkingar spiluðu einum færri mestan hluta seinni hálfleiks, en ég get nú hrósað þeim fyrir að hafa jafnað leikinn í 3-3 og komist yfir í 4-3 einum færri. Samt skildi ég ekki brottvísunina hjá Gunnar Má, ef hann hefði átt að fjúka útaf í þessum leik þá hefði það sama geta gilt um 3-4 leikmenn BÍ miðað við hve atkvæðamiklir þeir voru í fólskulegum brotum í leiknum
  • Það virðist sem dómaratríóið hafi gleymt að setja klukkuna af stað í byrjun seinni hálfleiks því leikurinn fór 7 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Það er merkilegt að skoða leikskýrsluna úr leiknum þar sem jöfnunarmark Ísfirðinga er sagt hafa komið á 88. mínútu þar sem þá voru tæplega 50 mínútur liðnar frá því flautað var til seinni hálfleiks. Stuttu síðar gefur annar línuvörðurinn dómaranum merki um að bæta skuli 2 mínútum við venjulegan leiktíma

Í meginatriðum er niðurstaðan sú að Bolvíkingar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið leikinn enda virðist sem það þurfi að bæta varnarleik og markvörslu til að liðið geti náð einhverjum árangri. En aftur á móti verð ég að segja að ég er mjög vonsvikinn með ísfirskan fótbolta þetta árið, ég held að sjaldan eða aldrei hafi Ísfirðingar teflt fram jafn slöku fótboltaliði og því sem spilar undir merkjum BÍ (lesist RÍ) núna.

Annars er ég að vona að menn fari að hætta þessari vitleysu sem hefur viðgengist hérna fyrir vestan undanfarin ár, þetta litla svæði stendur ekki undir 2 fótboltaliðum í meistaraflokki... það er bara staðreynd.


fimmtudagur, júlí 28, 2005

Golfið


Ég spilaði í fyrsta miðvikudagsmótinu mínu í gærkvöldi, spilamennskan var misjöfn 4 pör, 4 double og ein sprengja... samtals 16 punktar sem er alveg viðunandi. Ég náði einu takmarki á þessum hring... náði fram yfir hól í drævinu á 18. braut. Ég var í holli með Gunnari Má í gærkvöldi og það var mjög gaman að sjá hvað þetta er allt auðvelt fyrir hann... yfirleitt alltaf easy par. Hann endaði á 2 yfir pari í gær en ég náði samt að taka teiginn af honum á 12. holu og missti hann ekki aftur fyrr en á 15. teig.


miðvikudagur, júlí 27, 2005

Grilluð pizza


Þegar ég kom heim úr ræktinni í gær beið grilluð pizza eftir mér... ég verð að segja að hún kom skemmtilega á óvart... pizzan var eiginlega æðislega góð og ég mæli með því að þið prufið þetta... ekta eldbökuð pizza :)


þriðjudagur, júlí 26, 2005

Sólin


Sumarið er greinilega komið, síðustu dagar hafa verið æðislegir... endalaus sól og blíða og veðurspáin er góð fyrir næstu daga... í svona góðu veðri stenst maður ekki freistinguna að fara í golf. Ég tók 9 holur með Chatchai í gærkvöldi og var með meistaratakta á fyrstu 2 holunum, svo gerðist ekkert að viti fyrr en á 9. holu... þá tók ég þráðbeint 280 metra upphafshögg og högg númer tvö var ekki verra... tæpir 200 metrar með tré þristi þannig að ég var rétt fyrir utan grín á tveimur höggum... svo klúðraði ég auðvitað restinni og endaði á 6 höggum.


föstudagur, júlí 22, 2005

Sálin


Það lítur út fyrir að Sálin hans Jóns míns verði með ball í Bolungarvík 26. ágúst... því miður missir maður af þessum stórdansleik.Ég hef á tilfinningunni að ég verði fyrir barðinu á einhverjum hrekkjalómum um helgina...


fimmtudagur, júlí 21, 2005

109 högg!


Það var ekki glæsilegur árangurinn minn á Þingeyri í gær, 58 högg á fyrri 9 holunum og 51 á seinni 9 og þetta gaf mér heila 22 punkta. Þar sem þetta var fyrsti 18 holu hringurinn minn í sumar þá gerði ég mér ekki miklar vonir um árangur, eina markmiðið var að gera betur en í fyrra en þá var ég á 113 höggum og 18 punktum.... og það tókst þannig að ég er bara sáttur þó spilamennskan hafi verið slæm. Ég er samt búinn að heita því að gera betur á þessum velli sem fyrst.


miðvikudagur, júlí 20, 2005

Þingeyri í dag...


Ég er á leiðinni á skemmtilegt golfmót á Þingeyri í dag. Þetta er hið árlega Klofningsmót sem er lokað boðsmót. Ég stefni á að standa mig betur en í fyrra en þá átti ég mjög slæman dag... ef ég geri ekki betur en í fyrra þá get ég alveg eins lagt kylfurnar á hilluna! Ég get líklega ekki fengið betra golfveður en í dag, sól og blíða og næstum logn... Birgitta segir allavega að það sé þrusu gott veður á Þingeyri í dag. Annars væri tilvalið að fara holu í höggi á Þingeyri, held að það sé 100 þús.kr. í verðlaun fyrir hole-in-one á 7. holu... og ég fæ tvær tilraunir til þess í dag...


þriðjudagur, júlí 19, 2005

Mér finnst rigningin ekki góð!


Það er ball með Grafík um helgina... ég er að pæla í að mæta á svæðið. Grafík var aðal ball hljómsveitin þegar stóra systir mín var upp á sitt besta. Mig minnir að henni hafi fundist Helgi Björns vera algjört kyntröll á þeim tíma. Ég var aðeins of ungur til að geta mætt á böll með Grafík á sínum tíma en ég hafði gaman nokkrum lögum með þeim... t.d. laginu "Húsið og ég" sem er betur þekkt sem "Mér finnst rigningin góð"... eða er það ekki annars? En til að koma í veg fyrir misskilning þá finnst mér rigningin ekki góð, ég hreinlega hata rigningu. Ég væri eflaust löngu fluttur suður ef það væri ekki alltaf rigning þar. Árið í Reykjavík byrjar nefnilega alltaf á vetrarrigningunum, þegar þær stytta upp taka við vorrigningarnar, svo koma sumarrigningarnar og loks taka við haustrigningarnar... frekar vil ég hafa smá snjó.


mánudagur, júlí 18, 2005

Ókyrrð


Það virðist sem það hafi verið einhver ókyrrð í loftinu hérna fyrir vestan á laugardagskvöldið, eins og venjulega var ég ljúfur sem lamb þessa helgina og naut þess að vera til. Ég keppti ekki á meistaramótinu en náði samt að troða mér inn á mynd með verðlaunahöfum. Þetta er sem sagt ég sem er lengst til vinstri á myndinni og held á bikarnum fyrir Kristinn Gauta sem var upptekinn við að berja húðir þegar verðlaunaafhendinginn fór fram. Annars var helgin bara góð hjá mér og er ekkert meira um það að segja að svo stöddu.


föstudagur, júlí 15, 2005

Owen til Liverpool?


Það virðist sem Michael Owen vilji fara aftur heim til Liverpool... ég væri alveg til í að fá hann aftur... markaskorari af Guðs náð.Þau merku tímamót urðu í dag að ég tók við formennsku í Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ég er reyndar ennþá titlaður varaformaður en þar sem formaðurinn er að flytja suður þá tók ég formlega við störfum hans í gær. Þó það sé ákveðinn heiður að fá að gegna þessu embætti þá hræðist ég samt einn hlut en það eru ákveðin álög sem virðast liggja á þessu embætti. Það er nefnilega þannig að það hafa verið örlög allra síðustu formanna GBO að flytja úr bænum, en ég er alls ekkert á leiðinni í burtu þannig að ég óttast að núna fari eitthvað óvænt að koma upp á sem verður til þess að ég neyðist til að flytja á brott.


fimmtudagur, júlí 14, 2005

Emma Dís og Brynja Dögg


Þá er maður kominn heim úr skírninni en tvíburarnir fengu nöfnin Emma Dís (B) og Brynja Dögg (A). Ég fékk smá útsýnisflug yfir þokuna í Djúpinu í kaupbæti með rándýra flugmiðanum sem ég þurfti að kaupa til að komast vestur. Að lokum var samt hægt lenda flugvélinni á Ísafirði og ég komst heim í sæluna í Víkinni. Planið í dag er bara vinnan, ræktin og golfið... þetta nægir í dag en svo má kannski búast við einhverjum tíðindum af mér á morgun.


mánudagur, júlí 11, 2005

Skírn


Ég fer suður á miðvikudaginn til að mæta í skírnina hjá tvíburunum, loksins verða litlu prinsessurnar kallaðar eitthvað annað en A og B. Ég þori ekkert að spá til um nafngiftirnar en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn dálítið spenntur.

Líklega verð ég að nota þessa Reykjavíkurferð til að versla einhverjar nauðsynjar, t.d. mandarínuvodka og golfkerru en gamla golfkerran gafst upp á Jónsmessumótinu um daginn. Ég verð svo kominn heim aftur á fimmtudaginn til að geta tekið einn æfingahring fyrir meistaramótið sem er á helginni.


sunnudagur, júlí 10, 2005

Fréttamennska


Ég held að sá/sú sem var að skrifa íþróttafréttirnar á Vísir.is í dag hafi ekki verið alveg með á nótunum eins og fyrirsagnir þessara tveggja frétta sýna:

Paul Scholes til Man. Utd?
Ég held að Paul Scholes hafi verið hjá Man. Utd. í meira en 10 ár, miðað við efni fréttarinnar hefði þarna átt að standa "Paul Scholes til Everton?"

Liverpool og Chelsea vilja Gallas
Það má vel vera að Chelsea vilji halda Gallas hjá félaginu en þessi frétt fjallar um meintan áhuga Liverpool og Barcelona á franska varnarmanninum William Gallas sem leikur með Chelsea. Þarna hefði átt að standa "Liverpool og Barcelona vilja Gallas".


laugardagur, júlí 09, 2005

Golfið


Það er gaman að skoða skorkortið hans Auðuns Einars í E.V.K. mótinu á Ísó, skil samt ekki hvað hann var að pæla með því að fá skolla á 3. holu í báðum hringjum... það var nú ekkert sérstakt golfveður í dag en samt spilar Auðunn á 3 höggum undir pari og er að lækka sig í forgjöf. Það er eiga líklega fáir eftir að ógna honum í þessu móti eins og venjulega, núna er bara að fylgjast með því hvernig Víkararnir standa sig.


föstudagur, júlí 08, 2005

Sæluhelgi


Það er Sæluhelgi á Súganda um helgina og aldrei að vita nema maður láti sjá sig eitthvað þar. Í þetta skiptið er bæði þrýst á mig að vera stilltur og óþekkur um helgina... en ætli það sé ekki kominn tími á engilinn í mér eftir allan kvikindisskapinn sem hljóp í mig á síðustu helgi.


fimmtudagur, júlí 07, 2005

Forboðnar ástir?


Stjörnuspáin fyrir naut í dag gaf í skyn að ástríður og rómantík kæmu við sögu í dag... eitthvað sem þyldi e.t.v. ekki dagsljósið og svo tal um forboðnar ástir... ég hef nú lítið séð af slíku þennan daginn...Ein góð frænka mín var að lána mér smáskífuna Twilight Zone með 2 Unlimited. Fyrir mér er þetta mikill fengur því ákveðið remix af þessu lagi tengist tímamótum í mínu lífi, þ.e. þetta var þegar ég kolféll fyrir því sem á þeim tíma kallað techno.... ég hef alltaf talað um að ég hafi frelsast á þessum tíma og felst frelsunin í því að ég fór að hlusta á tónlist með opnum huga.

Ég kíki alltaf reglulega á ákveðinn fastan lið í Bæjarins Besta, þetta er liður sem er kallaður "Brennslan" þar sem fólk telur upp 10 uppáhalds lögin sín. Ég hef ekki getað gert svona lista fyrir sjálfan mig... það yrði svo erfitt að velja lögin... en ég gæti ímyndað mér að menn mættu teljast góðir ef þeir þekktu eitt eða tvö lög af þeim lista. Dæmi um hvað gæti verið í minni "brennslu" væri....

2 Unlimited - Twilight Zone (Rio & Le Jean Version) >> Þetta lag opnaði huga minn fyrir nýrri tónlist eins og ég lýsti hér að ofan.
U96 - Das Boot >> Þessi endurgerð á gamla stefinu úr kvikmyndinni Das Boot má setja í sama flokk og Twilight Zone... mér þykir afar vænt um þessi tvö lög.
Blank & Jones - Cream >> Innblásturinn að þessu lagi kemur frá frægasta skemmtistað Liverpool borgar sem heitir einfaldlega Cream.
Binary Finary - 1998 >> Ég veit ekki hvað þetta lag hefur komið oft út, held að það hafi fyrst heyrst árið 1998, síðan kom það út ári síðar og hét þá 1999 og svo koll af kolli.
Paul van Dyk - For An Angel >> Paul van Dyk samdi þetta lag um konuna sína, mjög fallegt lag sem er ekki hægt að fá leið á... konan hans hlýtur að vera algjör engill!
Humate - Love Stimulation (Paul van Dyks Lovemix) >> Ég elska þetta lag...Samkvæmt fréttum lenti London í hryðjuverkaárás í morgun... það er ekki nema hálfur mánuður síðan maður var úti í London...


þriðjudagur, júlí 05, 2005

Hann fer...


Sögunni endalausu um að Steven Gerrard fari frá Liverpool er víst að ljúka, núna er bara spurning um hvort hann velji Chelsea eða Real Madrid. Chelsea bauð 32 milljónir punda en því boði var hafnað. Real Madrid ætlar ekki að bjóða fyrr en Gerrard segist ætla að fara. Nú er Gerrard búinn að segja að hann vilji fara þannig að Real Madrid kemur líklega með tilboð, ég veðja á að ef þeir bjóða í Gerrard þá verði það ákveðinn peningafjárhæð plús einhverjir leikmenn. Það er spurning hvort Figo verði boðinn í þessum skiptum eða jafnvel Michael Owen. En allavega er Liverpool að missa frábæran leikmann sem mikil eftirsjá er í, eini kosturinn er að það koma einhverjir peningar í kassann til að eyða í nýja leikmenn.


laugardagur, júlí 02, 2005

Hrekkurinn


Gærkvöldið var frábært, fyrst brekusöngur og varðeldur í Bolungarvík, svo stórskemmtileg ferð til Þingeyrar þar sem ég, Palli og Bjarni fórum illa með hana Birgittu eins og þessi bloggfærsla sannar. Það er ýmislegt sem maður gerir af sér eftir að hafa drukkið Malibu, Smirnoff Ice, Absolut Kurant, Absolut Mandrin, Danzka Cranberry og eitthvað skot sem var logandi... magnaður kokteill sýnist mér.

Markaðsdagurinn í dag var líka mjög góður þó svo að ég hafi ekki verið nógu hress eftir djamm gærkvöldsins... en í kvöld er það bekkjarpartý á 76-árgangnum... það var svo gaman síðast að við urðum að hittast aftur. Svo fara auðvitað allir viti bornir menn á Stuðmannaballið í kvöld... ég lofa miklu stuði og það er aldrei að vita nema maður geri eitthvað af sér í nótt ;)


föstudagur, júlí 01, 2005

Helgin...


Ég held að þessi helgi eigi eftir að verða stórgóð hérna fyrir vestan. Í kvöld er stefnan tekin á Singalí og morgundeginum verður eytt í Bolungarvíkinni góðu á Markaðsdegi og svo verður fjörið hámarkað á stórdansleik með Stuðmönnum í Víkurbæ.

Eins og venjulega geri ég ekki ráð fyrir að fá að hlusta mikið á uppáhaldstónlistina mína á djamminu þannig að ég nýti vel tímann áður en ég fer út á lífið í að hlusta á mína djamm-tónlist. Þetta er brot af því sem er í græjunum mínum núna:

Akcent - Kylie >> Þetta er hringitónninn á gemsanum mínum... elska þetta lag ;)
Heiko & Maiko - Glücklich >> Sprachen Sie Deutch?... Naaaa Na Na Naa Naa
Gwen Stefani - Hollaback Girl >> Þessi klikkar ekki
Armand van Helden - Into Your Eyes >> When I Look Into Your Eyes... I Could Love Till Forever...
Max Graham vs Yes - Owner Of A Lonely Heart >> Bara algjör snilld!
Global Deejays - What A Feeling (Flashdance) >> Royal Gigolos, Royal Playboys eða Global Deejays... allt sama tóbakið en samt fín djammlög.

Góða skemmtun um helgina eða réttara sagt á helginni... og gangið hægt um gleðinnar dyr!


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3