» Party in the moonlight and dance to the sunrise...laugardagur, desember 31, 2005

Áramót


Það styttist í að árið 2005 sé á enda liðið. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá mér og það væri alltof langt mál að fara að telja upp einstaka atvik. Framundan er gamlárskvöld með brennu, flugeldum og skaupi að ógleymdu sjálfu áramótaballinu. Ég ætla að byrja kvöldið á því að hlusta á "ármixið" á SLAM!... svona rétt til að koma mér í djammgírinn!

Sjáumst í kvöld á brennunni, í partýum eða á ballinnu... Gleðilegt nýtt ár!


sunnudagur, desember 25, 2005

iPod 60


Eitt af því skemmtilegasta sem var undir jólatrénu mínu þetta árið var iPod 60 spilari. Ég er loksins búinn að finna gott forrit til eða recoda allar mpeg, avi og wmv skrárnar mínar yfir í mp4 formið til að geta horft á þær í iPod-num. Þetta er algjör snilld.


laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól!


Það styttist í að jólahátíðin gangi í garð... þó maður sé ekki búinn að gera allt sem maður ætlaði sér þá getur maður alltaf verið viss um að jólin koma klukkan 6 á aðfangadag. Steikin er í ofninum og óvenju margir pakkar eru undir jólatrénu. Ég hlakka svolíitið að opna suma pakkana... eða reyndar alla ef ég á að segja alveg satt. Ég mun samt ekki fá jafn góða jólagjöf og Róbert Anni en hann fékk litla son sinn heim af fæðingardeildinni í dag... ég kíkti í heimsókn til hans áðan og ég verð að segja að þetta er hinn myndarlegasti drengur. En að lokum er það auðvitað jólakveðjan...

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!
- Baldur Smári -
Hólskirkja í Bolungarvík


fimmtudagur, desember 22, 2005

Bjór í óskilum


Það virðist sem ónefndur aðili hafi "týnt" hálfum kassa af bjór á Kjallaranum á síðustu helgi... sá hinn sami getur nálgast bjórinn sinn hjá mér... ég geri ráð fyrir að bjórinn muni koma að góðum notum yfir hátíðarnar...Ég er boðinn í Skötuveisluna í Kjallaranum á morgun þar sem mikið beitningadjamm verður. Ef marka má skötuveislur síðustu ára þá má ekki búast við að ég mæti mikið í vinnuna eftir hádegið á morgun... ég þarf samt sem áður að mæta á bæjarstjórnarfund seinni partinn og þá tek ég skötuilminn bara með mér... öðrum fundarmönnum eflaust til mikillar gleði.


miðvikudagur, desember 21, 2005

Fjáröflun


Námsmenn eru oft blankir og leita allra ráða til að bæta efnahaginn, einn breskur stúdent fékk þá frábæru hugmynd að búa til heimasíðu þar sem hann selur fyrirtækjum örsmáar auglýsingar... hann er á leiðinni að verða búinn að græða milljón dollara á þessu uppátæki síni... það ætti að duga fyrir náminu og kannski rétt rúmlega það!Það styttist í jólin og þá lækkar meðalaldurinn á svæðinu því þetta er tíminn þar sem skólakrakkarnir koma heim til föðurhúsanna til að halda jólin hátíðleg á Hótel Mömmu. Þó það sé gott að vera heima um jólin þá hefði ég nú ekki slegið hendinni á móti því að vera staddur úti á Florída núna að spila golf eins og sumir sem ég þekki ;-)

Það væri líklega við hæfi að koma með einhver jólalög hérna... en mér finnst þau ekkert skemmtileg... það er alveg eins hægt að skella inn eins og þremur góðum cover-lögum...

Tina Cousins - Wonderful Life

LMC - You Get What You Give

Scooter - Everlasting Love


þriðjudagur, desember 20, 2005

Vinnan


Stundum veltir maður því fyrir sér hvort maður sé á rangri hillu í lífinu... hérna getur maður séð hver sé hentugasta vinnan fyrir mann... niðurstaðan hjá mér var:

Baldur Smári, Your ideal job is a Rally Car Driver.


mánudagur, desember 19, 2005

Skákþraut


Sú var tíðin að ég eyddi drúgum tíma í að leysa skákþrautir... hérna er ein góð sem ætti að stytta ykkur stundirnar fram að jólum.Ef þú ætlar þér að komast í gott form eftir jól þá er þetta málið... The Jordan Workout...Það er nóg að gera í tónlistinni hjá Víkurum þessa dagana. Um helgina fékk ég sent nýja lagið með Einari Erni og Killer Bunny en það er hjómsveitin sem hann er með í Keflavík. Lagið heitir "Leiðin heim" og er hægt að nálgast það fríkeypis á www.jon.is. Lagið er frumsamið og er tekið upp af Kidda úr hljómsveitinni Hjálmum.


laugardagur, desember 17, 2005

Tónlistarsmekkur


Tommy Lee Shares Your Taste in Music


See his whole playlist here (iTunes required)
Which Musician (or Group) Shares Your Taste in Music?


Þetta kom mér virkilega á óvart!Það komst enginn með tærnar þar sem við Sigurvin höfðum hælana í Kjallarakeppninni í kvöld. Við rústuðum keppninni og vorum með 22 stig af 30 mögulegum og fengum kassa af bjór í verðlaun. Næsta keppni verður í janúar og þá verður það ég sem spyr skemmtilegra og ef til vill smá nasty spurninga ;-)


fimmtudagur, desember 15, 2005

Kjallarakeppnin


Fyrsta Kjallarakeppnin mun fara fram á morgun, það hefur verið skorað á mig að taka þátt og ég býst við að taka þeirri áskorun. Í Kjallarakeppninni eru tveir saman í liði og þurfa liðin að svara 30 vel völdum spurningum frá Bjarna Pétri Jónssyni. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en það mun vera heill kassi af bjór í fyrstu verðlaun. Mér finnst gaman að vinna en ég drekk ekki bjór, þannig að ef mitt lið vinnur þá fær makkerinn minn allan bjórinn. Ég auglýsi hér með eftir góðum makker... áhugasamir mega gefa sig fram í kommentunum...


miðvikudagur, desember 14, 2005

Don't Phunk With My Heart!


Your 2005 Song Is

Don't Phunk With My Heart by the Black Eyed Peas

"I always want you with me
I'll play Bobby and you'll play Whitney"

You were insanely in love in 2005 - and still might be!
What Hit Song of 2005 Are You?Your Personality Profile

You are dependable, popular, and observant.
Deep and thoughtful, you are prone to moodiness.
In fact, your emotions tend to influence everything you do.

You are unique, creative, and expressive.
You don't mind waving your freak flag every once and a while.
And lucky for you, most people find your weird ways charming!
The World's Shortest Personality TestYour Birthdate: April 21

You're a restless rebel with an unpredictable nature.
Bright but unbridled, you tend to seek out wild experiences over new ideas.
People are frustrated by your great potential, but you love your unconventional life.
You're a heartbreaker. People get attached to you, and then you're gone.

Your strength: Your thirst for adventure

Your weakness: Not taking time for slow pleasures

Your power color: Hot pink

Your power symbol: Figure eight

Your power month: March
What Does Your Birth Date Mean?Það eru tveir geisladiskar sem einoka græjurnar mínar þessa dagana, fyrri diskurinn heitir einfaldlega Westwood og er 10. diskurinn frá hip-hop plötusnúðnum Tim Westwood. Þarna er um að ræða rjómann af besta hipp-hoppinu á árinu, t.d. Gold Digger, Pon de Replay, Gasolina, Dreams, Just A Lil Bit, Signs, Don't Cha, Hollaback Girl og Bananza ásamt nokkrum klassískum lögum frá Tupac og Dr. Dre.... allt er þetta svo mixað frábærlega saman í tvær syrpur.

Seinni diskurinn heitir Tokyo Project: The Collection og er house-diskur sem er mixaður af Mark Doyle sem var aðalmaðurinn á bak við Hed Kandi seríuna... á disknum (þrefaldur) er að finna allt það besta sem árið 2005 bauð upp á í dansheiminum... t.d. lög með flytjendum á borð við Jamiroquai, Mylo, Basement Jaxx, Bon Garcon, X-Press 2, Inaya Day, Freemasons, Faith Evans, Soul Seekerz, Soul Central, Scissor Sisters, Bodyrockers, Royksopp og The Killers.


þriðjudagur, desember 13, 2005

Ljósvíkingurinn


Mugison og Hjálmar voru að taka upp lag saman sem heitir "Ljósvíkingurinn" - Þetta er sjóðandi heitt lag sem var tekið upp í gærkvöldi og er gefið aðdáendum í tilefni jólanna... Ég bendi fólki líka á að mæta á Jólagrautinn á NASA á föstudagskvöldið en þar ætla Mugison, Hjálmar og Trabant að djamma saman. Forsala hefst á morgun í 12 tónum á Skólavörðustíg.You Are RumYou're the life of the party, and a total flirt
You are also pretty picky about what you drink
Only the finest labels and best mixed cocktails will do
Except if you're dieting - then it's Diet Coke and Bicardi all the way


What alcoholic drink are you?


mánudagur, desember 12, 2005

Hasar á jólanótt


Mér er það sannur heiður að fá að kynna nýja jólalagið frá hljómsveitinni “Húsið á sléttunni”. Lagið heitir Hasar á jólanótt og er ekki þetta hefðbundna rokk-popp jólalag… mér finnst þetta bara hið fínasta jólalag.Ég missti mig í fríhöfninni á Stansted þar sem úrvalið af eðalvínum var mikið, eftir miklar pælingar fór ég heima með eina flösku af Remy Martin X.O. Premier Cru sem kostaði mig aðeins 50 pund eða rúmlega 5 þúsund krónur. Sama flaska kostar 10 þúsund krónur í fríhöfninni í Keflavík og mig langar virkilega til að vita hvað svona flaska myndi kosta í Á.T.V.R. Þessi koníaksflaska verður bara til spari og fá aðeins útvaldir að bragða á guðaveigunum.


mánudagur, desember 05, 2005

London


Ég fer út til London á morgun... tilgangurinn er að fara á 2 leiki í meistaradeildinni. Fyrri leikurinn er viðureign Chelsea og Liverpool og sá seinni er Arsenal vs. Ajax. Frítíminn milli leikja verður eflaust notaður í búðaráp og þess háttar skemmtun. Þetta verður því líklega seinasta bloggið mitt fram á næstu helgi... en þá kemur auðvitað ferðasagan...


sunnudagur, desember 04, 2005

Anna


Anna Rawson er uppáhalds kylfingurinn minn í dag… ekki spurning! Hérna eru fleiri myndir af henni.Nú er hægt að fylgjast með því hverjir eru á rúntinum á Ísafirði í gegnum nýju vefmyndavélinni við Silfurtorg. Þessi myndavél er samt ekki jafn flott og vefmyndavélin okkar í Víkinni… Þetta er samt mikil framför hjá nágrönnum okkar, það verður að viðurkennast.


laugardagur, desember 03, 2005

EKG


Ég skrapp í flotta veislu í gærkvöldi, Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í Félagsheimili Bolungarvíkur. Ætli það hafi ekki verið rúmlega 400 manns í þessu partýi og þar á meðal fullt af kunnuglegum andlitum, t.d. forsetinn, nokkrir ráðherrar og þingmenn auk þekktra aðila úr viðskiptalífinu. Það er ótrúlegt að maður þurfi ekkert að hafa fyrir því að standa við hliðina á valdamestu mönnum landsins og spjalla um daginn og veginn við þá, þetta er bara hægt á Íslandi. Ég skemmti mér ljómandi vel í afmælinu og skilaði mér ekki heim fyrr en undir morgun. Það verður erfitt að toppa þessa veislu hjá Einari Kristni… já og þetta var sko ekkert barnaafmæli… svo vitnað sé í sjálft afmælisbarnið.


föstudagur, desember 02, 2005

Engill


Ég mæli með að þið skoðið þessar frábæru myndir af stjörnum og norðurljósum, mér finnst englamyndin frekar flott ;-)


fimmtudagur, desember 01, 2005

Bjór


Ég hef alltaf verið lítið fyrir bjór... kannski þetta sé ástæðan fyrir því...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3