» Party in the moonlight and dance to the sunrise...þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Aldrei fór ég suður


Samkvæmt frétt á bb.is er búið að staðfesta komu 10 af 20 hljómsveita sem leika munu á "Aldrei fór ég suður" tónlistarhátíðinni 15. apríl næstkomandi. Ég vona að það vanti bestu bitana í hópinn því mér finnst það sem komið er ekki vera nógu aðlaðandi. Kannski er ég of góðu vanur en ég vona bara að það eigi einhverjir áhugaverðir tónlistarmenn eftir að bætast í hópinn.Þessa dagana ganga börn hér vestra milli húsa og maska. Yfirleitt þurfa maskarnir að syngja fyrir húsráðendur til að fá sælgæti að launum en það er þó ekki algilt. Stundum nægir að svara spurningum um hver maskinn sé og er þá gott að vera með góða lygasögu í farteskinu. Í dag er algengt að börnin séu í nýjum og flottum búningum og þar að auki vel máluð í andliti en þegar ég var krakki samanstóðu dulargervin aðallega af gömlum fötum og heimatilbúnum grímum. Þetta eru greinilega breyttir tímar. Ég man eftir því að við strákarnir vorum alltaf í keppni um hver gæti halað inn mestu sælgæti á hverju kvöldi... ég geri ráð fyrir að það sama sé upp á teningnum hjá krökkum í dag ;o)Ég hef aldrei verið þekktur fyrir að tala mikið en hef verið þeim mun duglegri við að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Mér finnst þetta vera frekar kostur en löstur en það eru ekki allir sammála mér í þeim efnum. En ég hef í það minnsta ákveðið að hlusta á þau skilaboð sem ég hef fengið frá ykkur varðandi framtíð www.vikari.is - ég er sem sagt ekki á leiðinni að hætta með vefinn, en ég útiloka ekki að einhverjar breytingar verði á vefnum þegar fram líða stundir.Mér ber skylda til að óska öllum aðdáendum Manchester United til hamingju með að hafa unnið bjórdolluna um helgina, þetta var sanngjarn sigur. Þetta var eflaust mjög ánægjulegur dagur fyrir Jenna og Hrönn sem héldu upp á fertugsafmæli Jenna á Þúsaldarvellinum í Cardiff með því sjá sína menn leggja Wigan að velli með fjórum mörkum gegn engu. Mér skilst að þau hjónin hafi setið svo nálægt vellinum að þau hafi næstum því getað klipið í Ronaldo þegar drengurinn fagnaði markinu sínu - ber að ofan.

Það eru Carling bjórverksmiðjurnar sem sponsa enska deildarbikarinn, ég er nú ekki mikið fyrir bjór en það er samt alltaf gaman að taka vítaspyrnukeppni þar sem sá sem tapar borgar bjórinn.Súkkulaði er víst bara nokkuð gott fyrir heilsuna samkvæmt þessari frétt... það er spurning hvort maður eigi ekki að fara að hætta í þessu nammibanni?Það fréttist af fjögurra ára stúlku í Mosfellsbænum sem kom til fóstrunnar sinnar, sem er Samfylkingarkona mikil, og sagði:
– Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir í Samfylkingunni.
Fóstrunni þótti þetta hið besta mál og sagði við telpuna: – Heyrðu vina mín, hún Ingibjörg Sólrún ætlar að heimsækja okkur í næstu viku. Viltu ekki segja henni þessa fallegu sögu?
Þegar Ingibjörg var komin í hús, í vikunni þar á eftir, var stúlkan munstruð fram með krúttlegu kisusöguna. Hún leit á Ingibjörgu og sagði:
– Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir Sjálfstæðismenn.
Fóstrunni brá dálítið og spurði stelpuna hvort hún segði rétt frá - kettlingarnir hefðu verið í Samfylkingunni fyrir viku síðan. Stelpan svaraði:
– Jú - en í dag opnuðu þeir augun…


mánudagur, febrúar 27, 2006

Pub Quiz


Ég tók áskorun Stjána Sax og keppti í Pub Quiz á Grand Rokk á föstudaginn. Við félagarnir náðum ekki að sigra að þessu sinni en vissum þó svarið við bjórspurningunni en hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: "Hvar eru margar ÁTVR verslanir á höfuðborgarsvæðinu?" Þar sem maður er nú fastakúnni hjá þessu ágæta ríkisfyrirtæki þá var þessi spurning leikur einn. Á meðal andstæðinga okkar í þessari spurningakeppni voru margir hverjir þjóðþekktir úr sjónvarpsþáttum á borð við "Gettu betur" og því vorum við ekkert svakalega svekktir með að hafa tapað fyrir mönnum sem eru nýbúnir að vinna spurningakeppni framhaldsskólanna.

Aðrar góðar spurningar í keppninni voru til dæmis:

 • Hvað heitir göngustígurinn sem nær frá Bóksölu stúdenta að Odda?
 • Hvaða tveir menn hafa gegnt stöðu rektor Háskóla Íslands þrisvar sinnum hvor?
 • Hvar verða næstu vetrarólympíuleikar haldnir?
 • Hvert er minnsta landið sem haldið hefur ólympíuleika?
 • Þjóðfáni hvaða ríkis er einlitur?
 • Hvert er rótarlén (eins og .is er fyrir Ísland) Suðurskautslandsins?
 • Hver mörg erlend sendiráð eru á Íslandi?
 • Hvaða ríki notar einkunnarorðin "Einn fyrir alla, allir fyrir einn"?
 • Hver eru einkunnarorð Frakka?

Þetta eru nokkur dæmi um léttustu spurningarnar í þessari keppni... þið megið því ekki búast við léttum spurningum næst þegar ég verð spyrill í svona keppni ;o)

Þið megið samt sem áður reyna að svara þessum spurningum... engin verðlaun samt í þetta skiptið...Ein ónefnd stúlka kallaði mig "Baldur frá Bolungarvík" allt föstudagskvöldið, ég er mjög sáttur við nafngiftina og er búinn að breyta nick-inu mínu á MSN af þessu tilefni.Eins ótrúlegt og það kann að virðast þá er ég veðurtepptur í Reykjavík í dag. Það er sól og bíða í borginni en það er þoka fyrir vestan... eða réttara sagt á Ísafirði eins og sjá má á þessari mynd sem var fengin með hjálp vefmyndavélarinnar á Silfurtorgi.

Það er hins vegar sól og blíða í Bolungarvík eins og þessi mynd úr vefmyndavélinni á höfninni í Bolungarvík ber með sér.

Ég er farinn að halda að veðrið sé bara yfirleitt betra í Bolungarvík en á Ísafirði ;o)

Helgin í borginni var annars með besta móti, veðrið var gott, maturinn var ljúffengur og djammið var frábært og viðburðaríkt :)


föstudagur, febrúar 24, 2006

Borgin


Það verður víst djammað í borg óttans um helgina... og ekki seinna vænna að fara að hita sig upp fyrir fjörið...

Meck feat. Leo Sayer - Thunder In My Heart Again (Hott 22 Vocal Mix) >> Eðal diskó house... í uppáhaldi hjá mér ;o)

Lasgo - Lying >> Euro... vinsælt í Hollandi...

Cascade - Everytime We Touch >> Óskalag... 100% Bene 2002!

Sjáumst svo bara á djamminu um helgina...


fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Völusteinsstræti 13


Ég skrifaði undir kaupsamninginn að Völusteinsstræti 13 í hádeginu í dag en ég flyt ekki inn fyrr en 1. júní - það verður sem sagt innflutningspartý í byrjun júní ;o) Það verður bakkelsi með kaffinu í vinnunni í dag að þessu tilefni... það er alltaf gott að finna sér afsaknir fyrir því að stelast í sætabrauðið. Svo verður haldið upp á tímamótin í borg óttans um helgina...


miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Konur


Pistill Sigurvins um konur fékk mig til að brosa aðeins út í annað... ég hef það á tilfinningunni að skoðanir Sigurvins afli honum ekki mikilla vinsælda hjá kvennþjóðinni...Í vor eru 5 ár síðan ég kláraði viðskiptafræðina í HÍ... og ég gæti alveg hugsað mér að fara að taka masterinn fljótlega. Mér sýnist ég bara þurfa að taka 6-8 fög til að fá titilinn M.Acc (Master of Accounting) frá HÍ og ætli það sé ekki eitthvað svipað sem ég þarf að taka til að fá M.Sc. í Endurskoðun frá HR. Mér finnst HR vera vænlegri kostur eins og staðan er núna en það væri líklega ekki vitlaust að kynna sér málið betur á háskólakynningunum í Reykjavík um helgina.Ég var að átta mig á því að það eru að verða 10 ár liðin frá því ég útskrifaðist sem stúdent frá Framhaldsskóla Vestfjarða sem heitir í dag Menntaskólinn á Ísafirði. Það eru því einnig 10 ár síðan ég þreytti frumraun mína í ræðuhöldum því dúxar þurfa alltaf að mæla fyrir hönd útskriftarnema. Ég held að ég hafi verið jafn stressaður á ævinni og útskriftardaginn... en mér skilst að ræðan hafi verið góð og að enginn hafi tekið eftir hve stressaður ég var í ræðustólnum.

Útskriftardagurinn var auðvitað mjög eftirminnilegur, mig minnir að ég hafi verið með 9,1 í meðaleinkunn og sópaði til mín flest öllum verðlaununum sem voru í boði. Þrátt fyrir að hafa verið á hagfræðibraut hirti ég verðlaun af bæði raungreina- og málabrautum... en það sem mér fannst alltaf vera skrítið var að ég fékk ekki verðlaun fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum sem voru þó mitt sérsvið og meðaleinkunn mín í þeim nær því að vera 10 heldur en 9. En ég fékk alveg nóg, hinir máttu líka alveg vera með í þessu ;o)

Í vor mun ég líklega hitta gömlu skólafélagana mína úr FVÍ þegar stúdentar verða brautskráðir frá MÍ - og verða það eflaust fagnaðarfundir. Ég held að útskriftin verði 27. maí - kosningadaginn - og ætli ég leyfi ekki líka einhverjum öðrum að sjá um ræðuhöldin í þetta skiptið.

Það er líka gaman að rifja upp hverjir það voru sem fengu hvítan koll þennan fallega vordag árið 1996, fyrir utan mig voru það: Arna Lára, Auður Björgvins, Eva Hlín, Gerður Sif, Gummi, Hulda Péturs, Hlynur, Jón Geir, Kristján Freyr, Kolfinna, Óli Tryggva, Shiran, Þórður (Doddi) og Þór Péturs. Þetta eru allavega flest nöfnin en ég gæti verið að gleyma einhverjum.


þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Grand Rokk


Það stefnir allt í að ég skreppi suður um helgina. Það er búið að skora á mig að mæta á "drekktu betur" keppni þeirra Reykvíkinga sem haldin er síðdegis á föstudögum á Grand Rokk. Nú á að tékka á hvort maður geti meikað það í spurningakeppnum í borginni. Ég er alveg til í þessa áskorun enda hefur maður engu að tapa. Ætli þetta verði ekki bara hefðbundin borgarferð hjá mér, búðarölt, heimsóknir til systkina minna og rólegheit... það má nú samt alveg reyna að draga mig eitthvað út á djammið líka ;o)


mánudagur, febrúar 20, 2006

Þynnkugolf


Ég skrapp niður í íþróttahús í gær til að reyna að ná úr mér þynnkunni eftir djamm helgarinnar. Ég byrjaði á því að æfa púttin og sveifluna niðri í sal og svo var farið upp í þreksal og púlað hressilega. Það verður ekkert slappað af fram að Spánarferðinni enda aðeins 2 mánuðir til stefnu.Aðallag Sólrisusöngleiks MÍ er komið út... og auðvitað fá lesendur þessa bloggs að vera fyrstir til að heyra það...

>> Hið ljúfa líf (mp3) <<


Það má að sjálfsögðu geta þess að lagið er eftir Valdimar Olgeirsson sem leikur einnig á bassa í laginu og ekki má gleyma að Kristinn Gauti Einarsson sér um trommuleikinn. Aðrir sem koma við sögu eru: Oddur Elíasson sem syngur, Halldór Smárason á hljómborð, Smári Alfreðsson á saxa og Kristján Sigmundur Einarsson á gítar.


föstudagur, febrúar 17, 2006

Spurningin


Ég er að spá í að endurtaka leikinn frá því í síðustu viku og hafa smá spurningakeppni á blogginu. Þetta eru sömu reglur og síðast, sá/sú sem kemur fyrst(ur) með rétt svar í komment fær bjór að launum (svo framarlega sem viðkomandi hafi aldur til að drekka áfengi).

Uppáhaldslagið mitt í dag heitir "Thunder In My Heart Again" og er með flytjanda sem kallar sig Meck. Þetta er endurgerð á gömlu disco-lagi og spurt er... Hver flutti lagið upphaflega?


fimmtudagur, febrúar 16, 2006

bolungarvik.is - vikari.is


Það á að opna nýja heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar - www.bolungarvik.is - seinni partinn í dag. Þetta verður breyting til batnaðar eins og sjá má á þessum myndum:

Gamla síðan - Nýja síðan


Nýjan síðan er m.a. byggð þannig upp að þar er gert ráð fyrir fréttum á forsíðu og svo eru valdar fréttir af www.bb.is speglaðar inn á síðuna. Þetta vekur upp spurningar hjá mér hvort það sé ekki kominn tími á að ég hætti að halda úti www.vikari.is .

Frá því ég byrjaði að vera með vikari.is hef ég nær eingöngu séð um alla vinnu í kringum vefinn. Ég þori varla að hugsa til þess hve miklum tíma ég hef eytt í að skrifa fréttir, taka myndir og afla efnis fyrir vefinn... þið mynduð ekki trúa því hve mikil vinna þetta hefur verið. Þess utan hef ég þurft að borga umtalsverðar fjárhæðir með þessu brölti, en það er ekki aðalmálið í þessu hjá mér... ég vil helst af öllu losna undan þeirri bindingu sem felst í því að vera alltaf til taks til að skrifa bolvískar fréttir... í sjálfboðavinnu.

Hvað finnst ykkur um þetta? Er ekki kominn tími á að leggja vikari.is niður?
R&Bmiðvikudagur, febrúar 15, 2006

Dansarar


Ég var að fá fyrirspurn um hvort ég gæti reddað léttklæddum karlkyns dönsurum til að skemmta vestfirsku kvennfólki á næstunni. Mér datt í hug að benda á þá Palla, Bjart og Dodda sem áttu góða spretti í þessum bransa fyrir nokkrum árum síðan en niðurstaðan var að benda frekar á Bachelorklúbbinn Badda en meðlimir hans hafa getið sér gott orð fyrir danshæfileika - fullklæddir sem léttklæddir.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Does Money Make You Sexier?Mér var bent á þessa auglýsingu á msn.com í morgun... þetta var vel við hæfi á Valentínusardegi þeirra Bandaríkjamanna... en það var nú ekki útaf Valentínusardeginum sem mér var bent á þessa auglýsingu, heldur vildi yfirmaður minn meina að maðurinn á myndinni - sem sagt auðkýfingurinn Donald Trump - sé frekar líkur Karvel Pálmasyni. Hvað finnst ykkur?Einhverra hluta vegna vilja allir plata mig til að fara á skauta þessa dagana. Ég var aldrei þekktur fyrir mikla hæfileika á skautasvellinu í gamla daga... í minningunni voru þetta bara örfá skipti sem maður fór inn á Syðridalsvatn til að reyna að standa lappirnar á hálu svellinu....$nævar bað mig að auglýsa heimasíðu "Bachelorklúbbsins Badda" þar sem fylgjast má með afrekum meðlima klúbbsins... en þeir eru:

Baddi#1 Ævar Þór Ólafsson
Baddi#2 Hávarður Olgeirsson
Baddi#3 Magnús Már Einarsson
Baddi#4 Einar Guðmundsson
Baddi#5 Snævar Sölvason


mánudagur, febrúar 13, 2006

Byggðaþróun


Ég hef alltaf haft gaman að byggðamálum og þegar ég var í HÍ notaði ég hvert tækifæri sem gafst til að skrifa ritgerðir sem tengdust byggðamálum eða byggðaþróun á einhvern hátt. Það var að sjálfsögðu einn kafli í lokaritgerðinni minni (Smábátaútgerð á Vestfjörðum) sem fjallaði um byggðaþróun.

Ég lék mér aðeins með tölur í ritgerðinni og eitt af því sem ég gerði var að spá fyrir um þróun byggðar á Vestfjörðum. Þar bar ég saman fjölda íbúa á Vestfjörðum og íbúa landsins alls og fékk út hlutfall Vestfirðinga af íbúum á Íslandi. Tölurnar sem ég notaðist við spönnuðu 100 ára tímabil voru teknar með 10 ára millibili, frá 1900 til 2000. Með þessum hætti gat ég t.d. spáð því að Vestfirðir myndu leggjast í eyði árið 2012. Ég held að það sé nokkuð ljóst að sú spá mun ekki rætast.

Mér fannst vera tilefni til að endurnýja þessa spá mína í dag, ég notaði kvöldmatartímann til að afla mér nýrra gagna og setti nýjustu tölur inn í gamla spá-módelið mitt. Með því að bæta við nákvæmari tölum fyrir síðustu 10 ár breyttist spáin úr því að Vestfirðir færu í eyði árið 2012 í það að síðasta Vestfirðingurinn yfirgæfi kjálkann árið 2023. En ef ég notaði einungis gögn frá síðstu 10 árum var ártalið komið í 2037. Mismunandi forsendur gefa alltaf mismunandi svör.

Þó svo að þessi talnaleikur minn hafi litla þýðingu þar sem tölur úr fortíðinni gefa ekkert endilega hugmynd um hvernig framtíðin verður þá dreg ég ákveðna ályktum af þessum gögnum - Vestfirðingum sem hlutfall af íbúum á Íslandi hefur fækkað hægar undanfarin 15 ár heldur en 90 árin þar á undan. En samt sem áður fer Vestfirðingum alltaf fækkandi og kannski kemur að því einn góðan veðurdag að þessi þróun snýst við... í það minnsta vona ég að svo verði.Brynjólfur Flosason ritar ágæta grein á bb.is í dag þar sem hann gagnrýnir þá dökku mynd sem blaðamaður Mannlífs dró upp af Vestfjörðum á dögunum. Ég hef ekki lesið þetta umrædda Mannlífs-blað en ég er í það minnsta einn af þeim sem horfi bjartsýnum augum fram á veginn hér vestra.Þessi er nokkuð góður ;o)


sunnudagur, febrúar 12, 2006

Gettu betur


Gummi og Trausti hafa greinilega heimsótt Ríkissjónvarpið nýlega... þeir væru líklega þeir einu sem gætu unnið mig í "Drekktu betur" keppninni ;o)Það er bara komin aðdáendasíða fyrir Silvíu Nótt... ég ætla samt ekki að kjósa hana í Eurovision á næstu helgi.Þessa dagana eru mörg prófkjör í gangi og maður heyrir alltaf að það séu svo og svo miklar nýskráningar í flokkana. Það eru auðvitað miklar smalanir í gangi fyrir prófkjör og sumir skrá sig aftur úr flokkunum stuttu eftir prófkjör. Kunnugir segja að það sé bara um 5% sem skrá sig úr stjórnmálaflokkum eftir prófkjörssmalanir en 95% haldi áfram að vera skráðir í flokkana. Það hlýtur því ansi stór hluti þjóðarinnar að vera skráður í einhvern stjórnmálaflokk. Ég velti því líka stundum fyrir mér hvort fólk sé skráð í fleiri en einn stjórnmálaflokk... það hlýtur að vera hægt, það er ekki eins og að þessar félagaskrár séu samkeyrðar... það gæti t.d. verið möguleiki að vera á skrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í landinu - en það væri auðvitað siðlaust.
laugardagur, febrúar 11, 2006

Kalli kennari


Ég er einn af þeim sem bíða alltaf spenntir eftir nýrri bolvískri sögu frá kennaranum í sveitinni. Nýjasta sagan hans Kalla er frá fyrstu dögum sunddeildar UMFB og fjallar um fyrstu sundþjálfara deildarinnar og samskipti sundmanna við Pétur lækni...

...og fyrst ég er að minnast á Pétur lækni þá rifjast upp fyrir mér að ég fór á stórskemmtilegan fyrirlestur hjá Pétri fyrir rúmlega ári síðan. Þar fjallaði Pétur um "kímni" og góð áhrif hláturs á heilsuna. Þar kom m.a. fram að Pétur kallaði þá einstaklinga sem eru algjörlega sneyddir öllu skopskyni "kímnihefta".

Ég held að ég sé ekki "kímniheftur" en það er spurning hvort atburðir síðustu daga sýni að Pétur læknir þurfi að predikera boðskap sinn út fyrir landssteinana. Ég held að allir hafi gott af því að gott af því að hlægja reglulega, einhvers staðar stendur: "Skopskyn er lykillinn að hamingju og frelsi og er í rauninni ekkert annað en eiginleikinn að geta hlegið að sjálfum sér". Var svo ekki alltaf sagt að hláturinn lengi lífið?Mér finnst þetta uppátæki hjá Selfridges í London vera algjör snilld...Ég kom, sá og sigraði í "Drekktu betur" keppninni í Kjallaranum í gærkvöldi. Þetta er því í annað skiptið (af tveimur tilraunum) sem ég vinn þessa ágætu keppni, í desember var Sigurvin með mér í liði en í gærkvöldi var það Ásrún sem var mér til halds og trausts. Svavar Ævars var spyrill kvöldsins og voru spurningarnar bara nokkuð erfiðar... við náðum aðeins 17 stigum að þessu sinni en það dugði þó til sigurs. Verðlaunin voru einn kassi af bjór sem ég hef nú reyndar lítil not fyrir þar sem ég drekk ekki bjór. Einhver hafði orð á því í gærkvöldi að ég ætti ekki að fá að vera með í næstu keppni til að einhverjir aðrir gætu unnið... þetta fer bara að verða eins og í afmælunum í gamla daga þegar maður fékk ekki að vera með í spurningakeppnunum því maður var of góður fyrir hina krakkana... þannig að annað hvort verð ég spyrill næst eða þá að ég fæ mér helgarferð út fyrir bæjarmörkin... það er víst alltaf einhver eftirspurn eftir manni bæði fyrir sunnan og norðan.


föstudagur, febrúar 10, 2006

Íþróttameiðsli


Ég er allt annað en ánægður með sjálfan mig þessa dagana. Þar sem ég er farinn að stunda íþróttir ótæpilega mikið þá virðist sem íþróttameiðsli þurfi að fylgja með í kjölfarið. Þegar ég var í spinning í fyrradag fann ég að það brast eitthvað í vinstri lærinu mínu, ég harkaði af mér út tímann og taldi að þetta væri eitthvað smávægilegt. Ég var orðinn fínn í gær og hélt að ég gæti nú farið í "bandy" með strákunum... svo var greinilega ekki... ég hitaði reyndar ágætlega upp en strax í byrjun tímans fann ég að hlutirnir væri ekki í lagi... vintri fóturinn þoldi ekkert átak og svo fór að ég gat ekkert hlaupið... og neyddist til að vera í marki allan tímann. Kunnugir segja að þetta sé tognun og eina ráðið til að það lagist er að slappa af í einhvern tíma...


fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Spurning


Ég er búinn að sitja sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Bolungarvíkur undanfarin 4 ár en ég var í 8. sæti D-listans í kosningunum 2002. Framboðslistinn okkar var skipaður fólki á öllum aldri en ég var samt yngstur. Og þá er ég með eina spurningu fyrir ykkur... "Hver var meðalaldur 8 efstu manna á D-listanum í Bolungarvík árið 2002?"

Sá/sú sem verður fyrstur til að koma með rétt svar fær í verðlaun einn stóran bjór sem greiðist á Kjallaranum á föstudagskvöldið.Ég setti nokkur "booties" á netið um daginn... hérna kemur skammtur númer tvö af "mash-up" lögum sem eru í frálsri dreyfingu á netinu...

Joy Divison vs. Missy Elliot - Love Will Freak Us Apart >> Rappið úr "Get Ur Freak On" með Missy Elliot og undirspilið úr "Love Will Tear Us Apart" með Joy Divison... flott blanda.

Cure vs. Nelly - Nellycats >> Nelly rappar yfir "Lovecats" með The Cure... mér finnst þetta alveg frábær útgáfa frá Frökkunum í Loo & Placido.

U2 vs. Lyrics Born - Callin' On Sunday >> Lyrics Born rappar yfir "Sunday Bloody Sunday" með U2... snilldar mix frá Party Ben ;-)

Coldplay vs. The Temptations - Papa Was A Clock >> Gamla góða "Papa Was A Rolling Stone" með The Temptations sungið fyrir "Clocks" með Coldplay... þetta getur bara ekki klikkað...

Í fyrra keypti ég mér tvo "mash-up" diska sem eru alveg frábærir, þetta voru "Mash Up Mix" með The Cut Up Boys sem er troðfullur af klúbbatónlist og partý diskur dauðans og svo "Cut The Fuck Up" diskurinn með Popchop sem inniheldur blöndu af rappi, rokki og poppi að viðbættum brotum úr þekktum kvikmyndum. Í lok þessa mánaðar kemur svo út nýr diskur frá The Cut Up Boys sem heitir "Mash Up Mix 2006" og ég er auðvitað búinn að panta hann nú þegar enda er lagalistinn frekar massívur.Á föstudaginn verður næsta "Drekktu betur" keppni í Kjallaranum. Ég stefni að sjálfsögðu á sigur og er búinn að fá mér nýjan makker sem fyllir skarð Sigurvins sem er víst fluttur til borgar óttans. Það var erfitt að finna góðan makker í hans stað en ég fann þó einn góðan kandídat úr sömu ætt til að fylla skarð gáfnaljóssins.

Röggi og Mæja Bet unnu síðustu keppni en það er búið að sjá til þess að hvorugt þeirra getur unnið til verðlauna á föstudaginn. Mæja Bet er á Írlandi og ég er búinn að senda Rögga suður á golfsýningu um helgina. Það er sko öllum brögðum beitt til að losa sig við andstæðingana ;)

Mér skilst að Denni sjái svo um halda uppi fjörinu fram eftir nóttu... Biggi Olgeirs fær sem sagt frí í þetta skiptið... þetta verður örugglega skemmtilegt kvöld og ég vona bara að ég gangi aðeins hægar um gleðinnar dyr heldur en síðast ;)


miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Spinning


Það var frekar sérstakur tími í spinning hjá okkur í dag, hjólunum var snúið hverju á móti öðru og allt látið snúast um keppni við þann sem hjólaði á móti manni. Ég held ég hafi tognað í fyrsta laginu en samt píndi ég mig út allan tímann og gaf ekkert eftir. Það var líka frekar sérstakt að hafa erlendan blaðaljósmyndara í salnum allan tímann... það verður eflaust gaman að sjá myndirnar sem hann tók...Um daginn var ég spurður að því hvenær ég ætlaði mér eiginlega að fullorðnast og fara að drekka kaffi... ég var auðvitað fljótur að svara fyrir mig og sagði einfaldlega: "Núna". Þar með byrjaði ég að drekka kaffi. Það var ekki vegna þess að ég væri matvandur að ég drakk ekki kaffi heldur fékk ég alltaf að heyra það frá mömmu þegar ég var lítill að kaffi væri óhollt. Hún ráðlagði mér því að vera ekkert að drekka kaffi - rétt eins og hún brýndi það fyrir mér að ég ætti ekkert að byrja á því að drekka áfengi eða nota tóbak. Ég byrjaði að drekka áfengi rúmlega tvítugur og svo byrjaði kaffidrykkjan rétt fyrir þrítugt... en ég ætla rétt að vona að ég láti tóbakið vera um alla framtíð.Pistlarnir sem handboltakappinn Ólafur Stefánsson ritar á bloggið sitt eru oft mjög góðir. Þarna eru yfirleitt á ferðinni djúpar pælingar um lífið og tilveruna. Mér finnst nýjasti pistillinn hans vera alveg frábær og ég mæli með því að þið lesið það sem Óli Stef hefur fram að færa.


þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Andleysi


Ég hef verið eitthvað andlaus í dag... veit ekki hvað veldur því en líklega eru þetta bara afleiðingar mikillar vinnu undanfarið... nokkurs konar spennufall. En maður verður bara að herða sig upp núna og takast á við þau verkefni sem bíða úrlausnar.Silvía Nótt er mikið í fréttum þessa dagana og það virðist sem að orðið "Nótt" sé fallbeygt á tvo mismunandi vegu. Annars vegar er talað um eignarfallið sem "(til) Nóttar" og hins vegar "(til) Nætur". Ég var ekki alveg viss um hvort væri réttara en komst svo að því að báðar beygingarnar eru réttar. Mér finnst hins vegar fallegra að segja "(til) Nætur" heldur en "(til) Nóttar".


sunnudagur, febrúar 05, 2006

Enski boltinn


Það er stórleikur á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea tekur á móti Liverpool. Ég er frekar smeykur fyrir þennan leik og á von á að Lundúnarliðið fari með sigur af hólmi. Ég ætla samt að horfa á leikinn með pabba sem er orðinn Chelsea maður, ég ætla að klæðast rauðu en ætli hann verði ekki bláklæddur. Ég sá nú þessi tvö lið etja kappi í Evrópukeppninni á Brúnni í desember og var sá leikur markalaus og tilþrifalítill... ég vona að það verði meira fjör í leik liðanna í dag.Ég hef lítið skrifað um pólitík á blogginu, það er samt ekki eins og að ég hafi engar skoðanir á stjórnmálum heldur finnst mér pólitísk skrif ekki eiga heima hérna. Það litla sem ég get sagt um stjórnmálin í dag er að ég sat fund með 4 ráðherrum (utanríkis-, sjávarútvegs-, menntamála- og samgönguráðherra) í gær og átti svo stutt spjall við heilbrigðisráðherra í fluginu norður á síðustu helgi. Svo fer reyndar að líða að því að maður þurfi að fara að gera upp við sig hvað maður ætlar að gera í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar í vor...


laugardagur, febrúar 04, 2006

Djammið


Þetta verður algjörlega djamm-laus helgi hjá mér. Núna er það bara vinnan og ræktin sem eru númer 1, 2 og 3 hjá mér (kannski 4 og 5 líka). Það virðast allir vera á leiðinni á djammið í borg óttans um helgina og ég ætlaði mér nú reyndar líka að vera þar... en þið verðið bara að skemmta ykkur án mín í þetta skiptið. Í staðinn verð ég bara heima, hlusta á nýjustu klúbbatónlistina og ímynda mér að ég sé staddur á einhverju góðu diskóteki að dansa frá mér allt vit ;o) Þessi eðaltónlist á eftir að halda mér við efnið í vinnunni í kvöld...

Aaron Smith feat. Luvli - Dancin' >> Eitt af mínum uppáhaldslögum frá síðasta ári... get ekki fengið leið á því.
Studio B - C'mon Get It On (Young Punx Remix) >> Það nýjasta frá Studio B sem gerðu "I See Girls" vinsælt á síðasta ári... bara flott djammlag...
Dennis Christopher vs. Tony Cha Cha - Slut! >> Ótrúlega slutty lag... vantar samt textann í þessa útgáfu lagsins...
Freemasons - Love On My Mind >> Líklega mest spilaða lagið í iPod-inum mínum... frímúrarnir standa alltaf fyrir sínum með flottu sándi...


föstudagur, febrúar 03, 2006

The Five Factor Personality Test


Your Five Factor Personality Profile

Extroversion:

You have medium extroversion.
You're not the life of the party, but you do show up for the party.
Sometimes you are full of energy and open to new social experiences.
But you also need to hibernate and enjoy your "down time."

Conscientiousness:

You have high conscientiousness.
Intelligent and reliable, you tend to succeed in life.
Most things in your life are organized and planned well.
But you borderline on being a total perfectionist.

Agreeableness:

You have medium agreeableness.
You're generally a friendly and trusting person.
But you also have a healthy dose of cynicism.
You get along well with others, as long as they play fair.

Neuroticism:

You have low neuroticism.
You are very emotionally stable and mentally together.
Only the greatest setbacks upset you, and you bounce back quickly.
Overall, you are typically calm and relaxed - making others feel secure.

Openness to experience:

Your openness to new experiences is high.
In life, you tend to be an early adopter of all new things and ideas.
You'll try almost anything interesting, and you're constantly pushing your own limits.
A great connoisseir of art and beauty, you can find the positive side of almost anything.
The Five Factor Personality TestÉg vil benda ykkur á að lesa fróðlegan pistil um "Íþróttahátíðina" og "kroppakeppni" á vefnum hans Kalla Hallgríms. Þar kemur m.a. fram að Íþróttahátíðin á 20 ára afmæli í ár og að í upphafi hafi verið fleiri keppnisgreinar en þær sem teljast til íþrótta.

Sjálfur fékk ég nokkrum sinnum að keppa á Íþróttahátíðinni, ég þótti nú aldrei nógu góður til að komast í aðalliðin sem voru fótbolti, handbolti og körfubolti en ég man eftir að hafa keppt í skák, borðtennis og í spurningakeppni. Mér fannst (og finnst enn þann dag í dag) frekar leiðinlegt að tapa og ég man eftir að hafa verið brjálaður yfir dómgæslu í einum borðtennisleik þar sem mér fannst á mér brotið.

En eftirminnilegast var þegar ég var í liðinu í spurningakeppninni þegar ég var í 9. bekk (næst efsta bekk). Þá vorum við 3 í liðinu, fyrir utan mig voru það Raggi Ingvars og Gummi Daða (að mig minnir) sem skipuðu liðið. Úrslitaleikurinn var við Ísfirðinga og ég man að þetta fór í langan bráðabana og mig grunar að það hafi endað þannig að allar spurningar hafi klárast og leikurinn hafi verið úrskurðaður jafntefli eða að Ísfirðingum hafi verið gefinn sigurinn. Allavega þá gat ég ekki fyrirgefið mér í mörg ár á eftir að hafa ekki munað hver væri höfuðborg Tælands... en rétt svar við þeirri spurningu hefði tryggt okkur sigurinn í spurningakeppninni.Í dag er fyrsti föstudagur mánaðarins og það þýðir að við vinnufélagarnir förum á Shell í hádeginu... ég held ég geti leyft mér einn sveittan hambó í dag eftir maraþonpúlið í íþróttahúsinu í gær þar sem ég tók klukkutíma í þreki + klukkutíma í fótbolta... og stóð varla í lappirnar á eftir.


fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Bloggleikir


Það eru alltaf í gangi einhverjir leikir í bloggheiminum sem eiga að örva fólk til að skrifa færslur reglulega... ég held reyndar að ég þurfi ekki á neinu slíku að halda. En flestir þessara leikja ganga út á að láta mann deila einhverju persónulegu og misjafnlega áhugaverðu með lesendum. Svo eru sumir leikir sem krefjast þess að lesendurnir gefi eitthvað persónulegt af sér... eins og t.d. þessi hérna:

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hreinskilinn við mig?
5. Er ég fýlupúki ??
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Nú er það ykkar að setja eitthvað sem gæti glatt mitt hjarta í kommentin....Eitt af því sem maður lærir í markaðsfræði er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér... já hann hefur ALLTAF rétt fyrir sér. Annað sem markaðsfræðin kennir manni er að reyna alltaf að standast væntingar viðskiptavinanna... og helst að gera betur en það, þ.e. að fara fram úr þeim væntingum sem til manns eru gerðar. Ef það tekst þá hlýtur maður að vera að fullnægja væntingum viðskiptavinanna og þar með er maður að veita þeim fullnægjandi þjónustu. En það getur auðvitað verið tvíræð merking í þessu, allavega höfðu vinnufélagar mínir annan skilning á þessu en ég.Það er alltaf gaman að lesa fréttir af heimskum glæpamönnum... t.d. þessa frétt á mbl.is sem segir af unglingi sem kærði stuld á eigin fíkniefnum til lögreglunnar. Þegar þjófurinn og fíkniefnin voru komin í leitirnar og sá sem kærði hafði borið kennsl á efnin sín var kærandinn umsvifalaust handtekinn fyrir fíkniefnabrot...Aðdáendur Liverpool hafa alltaf talað um Robbie Fowler sem Guð. Fowler var vissulega magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og átti frábæran tíma með 9-una á bakinu í rauða búningnum. Núna er Guð kominn aftur á Anfield en er í þetta skiptið í búning númer 11 og nú er bara að vona að Fowler fari að rifja upp gamla takta og fari að skora fyrir Liverpool því liðinu veitir ekki af eins og einum markaskorara þessa dagana.


miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ræktin


Ég setti könnun inn á bloggið um daginn þar sem ég spurði hve mikið þið hélduð að ég myndi léttast næstu 3 mánuðina. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Ekkert eða þyngjast (1) 3%
1-3 kg (7) 24%
3-6 kg (9) 31%
6-9 kg (5) 17%
9-12 kg (2) 7%
meira en 12 kg (5) 17%

Nú er hálfur mánuður liðinn og ég er orðinn 2 kílóum léttari og er þar með búinn að standast væntingar 27% aðspurðra. Ég á því eftir 4 kg til að ná 6 kg markmiðinu sem er lágmarkskrafan fyrir mig á þessum tíma.

Ef Kolla heldur áfram að þræla manni út í spinning tímunum og ef maður getur haldið sig frá freistingunum þá er ekki spurning að ég á eftir að verða í fínu formi á Islantilla í vor...Á dögunum kom út lag sem heitir "I'll Be Ready" og er með flytjanda sem kallar sig Sunblock. Þarna er á ferðinni endurgerð á gamla góða Baywatch laginu sem mig minnir að David Hasselhoff hafi sungið á sínum tíma. Lagið er bara alveg ágætt og myndbandið er líka flott... eða eins og enska lýsingin á því er... the video features hot Swedish babes and muscle boys in tight swimsuits... ég hefði viljað geta sýnt ykkur fulla útgáfu af myndbandinu en verð að láta nægja að benda á heimasíðu þar sem hægt er að sjá um eina mínútu af sænskum Baywatch gellum og gæjum á ströndinni.Það hefði verið gaman að fara á NASA á föstudagskvöldið og sjá Max Graham þeyta skífum. Ég keypti disk með þessum plötusnúð þegar ég var úti í London síðasta sumar og ég get fullyrt að þarna er mjög góður DJ á ferðinni. Fyrir þá sem þekkja ekki til Max Graham þá er hann maðurinn sem endurgerði gamla Yes lagið "Owner Of A Lonely Heart" á síðasta ári, svo get ég líka bent ykkur á remix sem hann gerði af Coldplay laginu "Talk" sem er bara nokkuð gott.Forsíðufrétt DV í dag fjallar um Silvíu Nótt og Eurovision lagið hennar "Til hamingju Ísland". Einhverjir vilja víst reka Silvíu Nótt úr keppninni þar sem laginu hennar var lekið á netið... hvað finnst ykkur annars um þetta ágæta lag?


Baldur Smári
 • » Tölvupóstur «

 • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3