» Party in the moonlight and dance to the sunrise...þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Verum vakandi


Ég ætla að halda mér vakandi og horfa á Magna í Rockstar Supernova í nótt... svo er bara spurning hve oft maður á eftir að kjósa hann ;o) Skilaboðin eru einföld: Verum vakandi, kjósum Magna!


mánudagur, ágúst 28, 2006

Golfið


Ég spilaði í Opna Jakobs Valgeirs mótinu í golfi um helgina. Þrátt fyrir að hafa spilað illa tókst mér að vinna til einna verðlauna því fyrir frábært upphafshögg mitt á 14. braut fékk ég 2 kg af dýrindis saltfiski. Chatchai átti líklega högg mótsins þegar hann drævaði inn á grín á 7. braut í gær og fékk auðveldan örn.

Annars er þetta skorkort Heiðars Davíðs Bragasonar frá því á Dalvík um helgina einstaklega fallegt, 63 högg (9 undir pari) - 10 pör, 7 fuglar og einn örn. Á laugardagskvöldið heyrði ég líka söguna af því þegar Örn Ævar Hjartarson bætti vallarmetið á "nýja" vellinum á St. Andrews 23. maí 1998. Það er ótrúlegt að tvítugur Íslendingur hafi bætt hálfrar aldar gamalt vallarmet í sjálfri mekka golfsins um heil 3 högg - og þetta met stendur enn og verður ef til vil aldrei slegið.


föstudagur, ágúst 25, 2006

Kokaloca


Ég fékk tölvupóst frá frænku minni um daginn sem innihélt tvö lög, Kokaloca og Is It Love? með Dr. Mister & Mr. Handsome. Ég kolféll fyrir þessum lögum og fjárfesti í Dirty Slutty Hooker Money sem mér finnst vera algjör snilld.Orðið á götunni er skemmtilegur miðill með nýjustu fréttir af stjórnmálum, viðskiptum og öðru sem fólk er að tala um. Í dag er þar til dæmis fjallað um stelpuslag í Heimdalli og (geisla)Baugsmálið.Samkvæmt þessari frétt á bb.is er sóðaskapur á göngustíg á Ísfirði orðinn svo mikill að eldri borgarar með göngugrindur komast vart leiðar sinnar. Þetta er fyndin frétt en samt alvarlegt mál. Ég skil ekki í fólki sem hendir frá sér rusli á víðavangi, þetta er nefnilega mikil vanvirðing við umhverfið og samborgarana.

Hér í Bolungarvík hefur rusl á göngustígum ekki verið mjög áberandi enda höfum við búið svo vel að hér býr fólk á borð við Hödda Snorra sem hefur lagt það í vana sinn að tína upp það rusl verður á vegi þess.


fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Pennaleti


Ég hef áður minnst á það að mér finnst Bolvíkingar vera ansi pennalatir, þ.e. mér finnst fólk tjá sig of lítið opinberlega í rituðu máli. Það er helst að fólk setji saman greinar í kringum kosningar en þess í milli hafa flestir verið frekar þöglir.

Grímur bæjarstjóri skrifar opið bréf til bæjarbúa í dag þar sem hann segir meðal annars: "Að starfa og lifa í samfélagi krefst þátttöku og er þá hver einstaklingur mikilvægur þátttakandi og ber ábyrgð á mótun umhverfis síns með því að vera virkur og skapandi." Ég tel að með því að láta skoðanir okkar í ljós, t.d. í rituðu máli, séum við að taka þátt í því að móta umhverfi okkar.

Hvernig væri nú að Bolvíkingar færu að draga fram pennann (eða lyklaborðið) og segja skoðanir sínar á málum líðandi stundar? Við höfum vettvang til að tjá okkur, bæði á www.vikari.is og www.bolungarvik.is - það er allt í lagi að nota þessa miðla eitthvað fyrst þeir eru fyrir hendi.


miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Símaklefar


Eftir að Íslendingar gsmsímavæddust hefur símaklefum farið ört fækkandi. Einn fárra símaklefa á Íslandi er beint fyrir utan gluggann hjá mér í vinnunni. Ég var alveg viss um að þessi símaklefi væri bilaður en síðustu daga hafa nokkrir einstaklingar notfært sér klefann, þannig að hann hlýtur að virka. Mér finnst samt frekar fyndið að horfa á fólk í símaklefa nú til dags.Nýr bæjarstjóri, Grímur Atlason, var tók með pompi og prakt við stjórnartaumunum hér í Bolungarvík fyrir tæpri viku síðan. Á heimasíðu bæjarins er Einar Pétursson hins vegar kynntur sem bæjarstjóri Bolungarvíkur þrátt fyrir að hafa látið af störfum fyrir um 2 mánuðum síðan. Er ekki kominn tími á að uppfæra vef bæjarins?
þriðjudagur, ágúst 22, 2006

2 mánuðir


Það eru rétt um tveir mánuðir þar til ég fer út til Spánar, ferðinni er heitið til Islantilla þar sem ég ætla að spila golf í góðra vina hópi í um það bil viku. Framundan er því 2 mánaða tímabil eftirvæntinar og auðvitað tími mikillar vinnu því næstu 7-8 vikurnar er mikill annatími í vinnunni hjá mér. Verkefnin hrannast upp á skrifborðinu og bíða þess að verða unnin. Það er því um að gera að vera duglegur á næstunni svo maður geti farið út með góðri samvisku.


föstudagur, ágúst 18, 2006

Ástarvikan á Ísó?


Ég er ekki frá því að við Bolvíkingar getum farið að selja nágrönnum okkar ást og kærleik ef marka má fréttir dagsins á bb.is - á Ísó eru menn í sandkassaleik og rífast yfir smámunum á meðan Bolvíkingar lifa í sátt og samlyndi í viku ástarinnar.

Svo er eitt sem ég skil ekki alveg á Ísafirði, það er þetta með Funa og mengunarskýið. Í gegnum tíðina hafa Ísfirðingar gert grín að Bolvíkingum út af loðnubræðslunni á staðnum og hafa þá ætíð talað um mengun og slæma lykt. Mér sýnist svipað vandamál vera uppi fyrir botni Skutulsfjarðar en þar er staðsett sorpbrennslustöð sem skilur eftir sig (að sögn kunnugra) reykjarmökk sem mengar bæði útsýni og lyktar illa. Peningalyktin úr bræðslunni okkar hefur aldrei angrað mig og ég hugga mig við það að loðnubræðslan okkar býr til peninga en sorpbrennslustöð Ísfirðinga brennir þeim.


þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Takk fyrir kaffið


Sú var tíðin að kaffi fór ekki inn fyrir mínar varir... en það er liðin tíð. Nú er ég kominn í hóp mestu kaffiþambaranna á vinnustaðnum og heima fyrir verður kaffidrykkjan sífellt algengari. Á þessari stundu vil ég þakka þeim sem kynntu mig fyrir þessum magnaða drykk... takk fyrir kaffið!


mánudagur, ágúst 14, 2006

Sleikipinnar


Sleikipinnarnir vestfirzku eru vaknaðir til lífsins.


laugardagur, ágúst 12, 2006

Helgarskammturinn


David Tavare - Summerlove >> Þetta lag er víst vinsælt á Spáni þessa dagana, týpískt sólstrandarpopp ;o)
Alex Gaudino & Jerma pr. Lil' Love - Waiting For Tonight >> Lag frá Jennifer Lopez í nýjum búningi... að mínu mati betri en upphaflega útgáfan.
Alex Gaudino & Jerma - Reaction >> Svona lög koma mér alltaf í djammfíling...
Fonzerelli - Moonlight Party (Aaron McClelland Mix) >> Party in the moonlight and dance 'till the sunrise... I'm not moving from the dancefloor... ótrúlega flott sumarlag
Armand van Helden - My My My (StoneBridge Remix) >> Ný útgáfa af þessu vinsæla lagi, sænsk/hollensk/amerísk samvinna.
David Guetta vs. The Egg - Love Don't Let Me Go (Walking Away) >> Þetta er bootleg þar sem "Love Don't Let Me Go" með David Guetta er látið flæða yfir Tocadisco Remixið af "Walking Away" með The Egg... hreinasta snilld að mínu mati... Dancing and crying....
Club - Deep Inside >> Þetta er bara svalt lag.
Phunk-A-Delic - Rockin' >> We are gonna get this party rockin....
Outwork feat. Mr. Gee - Elektro >> Ég segi nú bara eins og Hi-Tack... This Track Rulez!
Switch - A Bit Patchy >> Flottur trommutaktur og gamalt stef... kannski ekki útvarpsvænt en flott engu að síður.


föstudagur, ágúst 11, 2006

Ég vil njóta hverrar mínútu með þér...


Það er komin dagskrá fyrir Ástarvikuna og kennir þar að venju ýmissa grasa. Þar má nefna tónleika með Jagúar, móttökuhátíð fyrir Grím bæjó og Sálarball. Ég missti af Sálinni í fyrra en sú saga mun ekki endurtaka sig í ár.GBO er að keppa í 3. deildinni í golfinu á Sauðárkróki þessa stundina. Við töpuðum fyrir Húsvíkingum í fyrsta leiknum (2-1) en erum núna að spila við Sandgerði. Það er ljóst að keppnin er hörð í þessari deild en samt sem áður hef ég fulla trú á að við getum haldið okkur uppi í ár.


miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Skattar


Ég gæti skrifað langan pistil um skattamál og réttlæti og ranglæti í þeim efnum. En ég hef ekki tíma til þess. Samt sem áður get ég sagt að mér finnst umræða um skattamál í fjölmiðlum þessa dagana vera á þeim nótum að það er eins og menn hafi litla þekkingu á skattamálum. Það finnst mér miður. Ef ég fengi að ráða skattamálum á Íslandi þá væri það fyrsta sem ég gerði að einfalda skattkerfið en með einfaldara skattkerfi verður erfiðara að stunda skattsvik eða skattasniðgöngu.


föstudagur, ágúst 04, 2006

Verslunarmannahelgarskammturinn
Ég hef kynnst mörgum Önnum á 30 ára langri ævi minni. Sú sem hefur verið mér hvað mest hugleikin síðustu dagana er sænsk. Hún er einn af sumarsmellunum í ár og er flutt af BassHunter sem heitir dags daglega Jonas Altberg en hann þjáist af svokölluðu Tourette-heilkenni.

"Boten Anna" er sungið á sænsku og fjallar ekki um bátinn Önnu heldur um stelpu sem er á IRC-spjallrás og BassHunter heldur að sé "bot" eða stjórnandi á rásinni. Hérna er textinn fyrir þá sem skilja eitthvað í sænsku... svo er líka til myndband við lagið með skemmtilegri íslenskri þýðingu þar sem Anna er orðin að bónda.


miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Sól og blíða


Það er sól og blíða í Bolungarvíkinni í dag. Samkvæmt opinberum tölum var 16 stiga hiti í Víkinni klukkan eitt en það kemur líklega fáum á óvart að á sama tíma var aðeins 12 stiga hiti á Ísafirði. Það er ekki öfundsvert að sitja inn á skrifstofu í dag en maður huggar sig bara við það að komast út á golfvöll að vinnu lokinni í kvöld.Ég er á lífi.

Síðustu tvær vikurnar hafa farið í vinnu, golf, flutninga og fleira.

Ég fékk sérstök púttverðlaun í Kambsmótinu á laugardaginn, ég þurfti aðeins að nota pútterinn 23 sinnum inn á flötum Tungudalsvallar og engin annar sló mér við þann daginn. Á sunnudaginn tók Bakkavíkurmótið við og þar átti ég vægast sagt tvo misjafna hringi, þann fyrri fór ég á 54 höggum en þann seinni á 41 höggi. Ég sem sagt bætti mig um 13 högg á milli hringja, framförina við ég fyrst og síðast þakka sjávarréttsúpunni frá Dæju sem ég fékk eftir fyrri hringinn. Það virðist vera árlegur viðburður að súpan hafi góð áhrif á spilamennskuna hjá mér.

Innflutningspartýið gekk vonum framar og var fjörið nógu mikið til að halda vöku fyrir öllu hverfinu. Biggi Olgeirs mætti með gítarinn, Snævar stal sólstólum frá nágrönnunum og bræðurnir Belli og Maggi Már mættu á staðinn. Einn stóll og eitt glas brotnuðu í öllu fjörinu. Þið sem skrópuðu í partýið, þið misstuð af miklu. Ykkur sem var ekki boðið, ég bæti ykkur það upp seinna ;o)

Að síðustu... það er von á Verslunarmannahelgarskammti innan skamms og þar mun hin magnaða Anna koma við sögu...


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3