» Party in the moonlight and dance to the sunrise...fimmtudagur, desember 13, 2007

Rimlar hugans


Í hádeginu í dag var mér falið það skemmtilega verkefni að lesa upp úr góðri bók fyrir matargesti í Einarshúsi hér í Bolungarvík. Ég valdi að lesa upp úr bók Einars Más Guðmundssonar, Rimlar hugans, en rithöfundurinn sat einmitt við hliðina á mér í flugvélinni á leiðinni heim frá París um daginn.

Mér finnst við hæfi að birta smá kafla úr bókinni þar sem Einar Már segir frá vini sínum Baldri sem hafði yfirgefið konu sína og börn fyrir hana Jane sem var amerískur endurskoðandi af norskum ættum.

"Jane trúði því að hún hefði verið send til Dalvíkur af yfirnáttúrulegum öflum og Baldur fékk hugljómun, yfirgaf konu og börn, og fylgdi henni eins og mormóni yfir hafið, alla leið til Ameríku. Fyrirtækið hans, Balli, sem framleiddi nuddpotta og beið eftir að vinna markaði í fjarlægum löndum, fór á hausinn, en í það hafði reyndar stefnt um hríð. En það var ekki Baldri að kenna, heldur Byggðastofnun og gott ef ekki Framsóknarflokknum sem stjórnaði Byggðastofnun einsog flestu öðru. Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna."

Reyndar mættu ansi margir síðustu tvær setningarnar til sín: "Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna." Mér finnst alltof lítið um að fólk líti í eigin barm og viðurkenni mistök sín, þess í stað er fólk í stöðugru afneitun og reynir að skella skuldinni á aðra.


mánudagur, desember 10, 2007

Síðbúinn helgarskammtur


Helgarskammturinn er aftur kominn á dagskrá. Að þessu sinni eru fimm frábær lög í boði.

1. Freemasons - Uninvited: Hinir bresku frímúrarar taka hérna gamalt lag frá Alanis Morrisette upp á sína arma... hreinasta snilld.
2. Kim Sozzi - Break Up: Þar er ljúfur Cascada ilmur af þessu lagi... DJ Manian og félagar klikka ekki.
3. Milk Inc - Sunrise: Nú liggur leiðin til Hollands þar sem Milk Inc nýtur mikilla vinsælla, Jekyll & Hyde eiga þessa mögnuðu útgáfu af Sunrise.
4. Rihanna - Don't Stop The Music: Hrikalega flott rödd í bland við krafmikið poppað diskó, einhverra hluta vegna kemur gamalt Michael Jackson lag upp í hugann á mér.
5. Scooter - The Question Is What Is The Question: Þýska vespugengið mætir hér með enn einn smellinn, eðal rafvirkjapopp fyrir alla alvöru hnakka.Eftir margra mánaða þagnarbindindi er ég aftur farinn að skrifa niður hugleiðingar mínar hér á Blogspot. Vera mín á Moggablogginu hefur gert skrifin steingeld og stundum finnst mér eins og ég hafi týnt ástríðunni fyrir skapandi skrifum.


Baldur Smári
  • » Tölvupóstur «

  • » að skoða «

Bloggarar


Tenglar


Líkamsrækt


HuxjónirATOM 0.3